Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

01.02.2012 16:40

Gamlar slidemyndir eignast líf

Jæja það er allt rólegt yfir fjármennskunni eins og er nema þær eru alltaf að slást blessaðar og er ég orðin virkilega hrædd um að þær séu bara allar að ganga upp nei nei held þetta sé nú bara rok í rassgatinu á  þeim eða við skulum alla vega vona það. Ég er annars búnað vera setja myndir á fullu í tölvuna og laga og langar mig til að deila þeim hérna með ykkur. Þetta eru bæði gamlar myndir úr Mávahlíð af ættingjum og dýrum og síðan eru gamlar slidemyndir frá pabba sem ég er búnað vera lagfæra og stækka. Endilega kíkið hér og skoðið og kommenntið að vild.

Hér er gömul mynd úr réttunum á Brímisvöllum. Þá keyrði Steini frændi út rollurnar sem áttu að fara annað á vörubílnum sínum.

Hér var Maja,Raggi frændi og Helgi að smala og eru þeir með rollu bundna upp á baki sem hefur væntanlega gefist upp.

Hér fór hann Kalli í Tröð aldeilis vel út af einn daginn.

Hér er verið að smíða fjárhúsin í Mávahlíð. Leifur með Maju,Leifur á Hólkoti og Gylfi
 í Tungu.

Aldagömul mynd af Mávahlíð og hér sést fjósið sem var ofanverðu við húsið en það var svo rifið þegar beljurnar voru seldar og þá var keypt fyrsta þvottavélin í staðinn.

Hér er verið að fara yfir Búlandshöfðann á hestum.

Hér er pabbi og Gunni Súss að salta gotu árið 1970.

Hér er Þuríður amma að slá með orfi og ljá og Ágúst afi fylgist með. Hún var komin á sjötugsaldurinn svo þetta var hörku kona.

Hér fór brúin í sundur og Steini er þarna á landroverinum sínum. Veit ekki allveg 
hvaða ár þetta var kanski í kringum 1976.

Þessi grein kom í Tímanum og þessi líka og eins og þið sjáið þá var ruglast á Steina og 
Leif og sagt að Steini væri maður Huldu.

Hér hafa verið vel vatnavextir í Holsánni en þess ber að geta að þessi mynd snýr öfugt hún er nefla slidemynd og held ég að þetta hafi verið þegar brúin fór í sundur.

Hér er verið að leggja veginn undir Enninu milli Ólafsvíkur og Rifs.

Það hefði nú ekki verið gaman að vera þessi bílstjóri í Búlandshöfðanum.

Við getum nú lítið kvartað yfir snjónum sem er búnað vera í vetur miðað við þessa
 mynd sem er örugglega í kringum 1986. 

Vantar smá hjálp við þessa mynd hvar þessi rétt var. Ég held að hún hafi verið hjá 
Gilinu í Mávahlíð eða fyrir ofan veginn. Ef einhver veit það má hann endilega 
kommennta um það.



24.01.2012 22:49

Extreame makeover og skannað gamalt efni.

Extream makeover á bílnum hans Bóa.

Fyrir breytingu.

Var að skanna þetta inn og er þetta bestu stiguðu lambhrútar 1995.

Hér er annað og fannst mér svo gaman að sjá hversu oft Mávahlíð kemur fyrir.


Þetta gróf ég svo upp líka.

Þessi er nú orðin lúin og hér sést að afi var líka með gott fé.

Frá afa líka árið 1962.

Frá pabba og Steina.


Þetta hefur verið árið sem ég fæðist.

Hér er pabbi með Morgunn.

Hér eru þeir bræður með einn sem hefur fengið bikarinn en ekki 
veit ég hvaða hrútur þetta er en þetta var árið 1998.

Hér er grein úr ársskýrslu 99-2000.



Jæja vonandi hafið þið haft gaman af þessu. Ég segi nú ekki allveg nógu góðar fréttir því ég hef mikið verið að spá í henni Aríel minni sem ég sæddi með Snævari. Það var nú þannig að mér var farið að gruna að hún hafi látið því hún var svo skrítin að aftan og alltaf geggjuð í geðinu að stanga hinar fyrir 2 vikum. Ég fór svo að gefa í dag og sá hana vera að slást og dindla dindlinum og ég hugsa Nei hver anskotinn ekki er hún að ganga og horfi betur aftan á hana og sé að hún er að reyna að kúka svo ég hugsa nei örugglega ekki. Um seinni partinn hringir Siggi í mig og segir að Gerðu finnist hún eitthvað skrýtin að hún sé örugglega að ganga upp og Siggi prófar að hleypa til hennar og Já hún var að ganga helvítið á henni, svo ég fæ ekki sæðinga úr Snævari heldur fékk hún með honum Topp okkar en það er nú heldur ekki af verri endanum. En verra þó að fá lömb 15 júní emoticon
Það eru svo nóg af myndum í albúminu svo endilega kíkið.

18.01.2012 22:29

Skannaðar úrklippur og myndir.




Fann þessa gömlu grein sem mamma geymdi og skannaði hana inn til gamans. Ég fékk mér skanna fyrir jól og nú er að fara gefast tími til að fara nota hann. Já ég er búnað vera spennt að fara byrja því ég er með fullt af efni í huga sem mig langar að blogga með og deila með ykkur Svo það mun birtast margt forvitnilegt á næstu vikum í blogginu hjá mér, það er að segja ef tíminn og börnin leyfa ;) því Emil er alltaf á sjó og þá þurfa börnin alla mína athygli og þá er ég stundum allveg útbrunnin á kvöldin ;).

Þetta var viðtal sem var tekið við pabba 29.júní 1997 af Morgunblaðinu.

Pabbi var refaskytta í húð og hár og fór alltaf allur júní mánuður í greni viðsvegar um nesið og sáum við ekki mikið af honum yfir þann tíma nema rétt aðeins að koma heim í hlað, hlaðinn af tófum. Hér er hann með einn heimilsrefinn sem við vorum gjarnan með á hverju sumri og voru þeir bara eitt af húsdýrunum og léku sér við hundinn og köttinn á bænum.

Hér má sjá Rebba vera reka köttinn niður af gluggakistunni inn í Mávahlíð og góna svo inn um gluggann. Þetta voru gamlir góðir tímar og verða þeir ofarlega í minningunni um sveitina okkar.

Þetta eru þeir Glóbus og Andri veit ekki hvaða ár þetta var en nöfnin sagði Steini frændi mér eitt sinn og að þeir hefðu báðir farið á sæðingarstöð.

Eini sem ég þekki á þessari mynd er sá alhvíti hann hét Hugur. Mér þætti vænt um ef einhver gæti kommenntað hvað hinir hétu það er að segja ef einhver þekkir og man eftir þessum gripum, þá dettur mér helst í hug að Bárður eða Óttar gætu kanski vitað það. Hugur var efstur á Héraðssýningu á Snæfellsnesi 1988.

Hugur 3 vetra 1988 undan Vinur 80-841 og Molu 79-557. Ég fann ekki í fljótu bragði númerið á honum sjálfum en þetta virkar allveg heiftar fallegur hrútur hjá þeim bræðrum pabba og Steina.
Hér er svo stigun og verðlaunaspjaldið hans.

17.01.2012 09:48

Janúar 2012

Búið að vera frekar rólegt svona í byrjun árs. Nema að við lentum í þeim hremmingum að fá hrikalega ælupest sem var svo smitandi að Benóný fékk hana fyrst svo ég daginn eftir og Embla og kötturinn fékk hana meira segja líka um kvöldið. Emil fékk þetta svo líka út á sjó en kosturinn við þetta ógeð er samt að þetta stóð bara yfir í einn dag og slappleiki daginn eftir. Ég var heppin að eiga góða að því ég gat ekki gert neitt og þurfti að fá Steina frænda Emils til að fara með Benóný á leikskólann svo kom Brynja frænka til mín um morgunin og Freyja tengdamamma var svo hjá mér yfir daginn og mamma aðeins líka svo ég var mjög þakklát fyrir það því ég gerði lítið annað en að liggja á klósettgólfinu og upp í rúmmi.
En nóg af þessum leiðindum því nú eru allir orðnir hressir.

Emil er farinn suður og byrjaður á netum og er hann að róa frá Sandgerði. Það er búið að leigja Mávahlíðina í sumar og verður hún leigð frá apríl til ágúst og er það Snorri Rafnsson grenjaskytta hér á svæðinu og fjöslkyldan hans ásamt Gylfa Ásbyrnssyni vini hans.
 Það verður gaman að sjá aftur líf þar, því manni finnst allveg ömurlegt að sjá þetta grotna bara niður og engin sé þar.

Það þurfti endilega að ganga eitt lamb hjá mér upp og fá 13 jan svo það verður ekki fyrr en 4 júni heldur seint en það er þó betra seint en aldrei og gekk svo annað upp hjá Sigga 2 dögum eftir svo þau verða bara samferða í restina hjá okkur.

Það var sko allt á kaf í snjó hjá okkur og sagði Gerða í Tungu mér að það hafi seinast verið svona mikill snjór 1995 svo það er kominn dágóður tími síðan. Annars líkaði mér snjórinn vel og fannst mér ákaflega gaman að hafa svona allt á kafi enda langt síðan maður hefur fengið svona alvöru vetur.

Donna að reyna að komast úr um útidyrahurðina.

Gekk ekki betur en það að það hrundi allt ofan á hana he he.

Vorum að snyrta hófana á Stert og Benóný fékk að fara aðeins á bak.

Fórum í heimsókn til Bárðar og hér eru gimbrarnar hans orðnar vel loðnar og fallegar.
Það eru svo fleiri myndir inn í albúminu hér bæði af ferð minni til Bárðar og fleira.

08.01.2012 10:35

Gleðilegt ár kæru vinir.

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Takk kærlega fyrir innlitið og kommentin á síðuna á liðnu ári vonandi verða þau eins mörg og skemmtileg á nýju ári.

Það er allt búið að vera á kafi í snjó hér bæði yfir jólin og áramótin en okkur þótti það nú bara gaman og nutum þess að vera úti í snjónum. Það var nú samt aðeins erfiðara stundum að komast í fjárhúsin en Siggi reddaði því ef við komumst ekki.


Hér erum við á leiðinni í göngu.

Benóný Ísak með stjönuljós voða sport en hann var samt frekar hræddur við sprengingarnar og hljóp inn þegar það heyrðist í þeim en hann svaf af sér áramótin náði ekki að vaka svona lengi litla sílið.

Embla fékk líka að sjá stjönuljós og vildi bara grípa í það.

Leifur (pabbi) og Hulda (mamma) með Emblu. Það átti sér stað allveg yfirnáttúrlegur atburður í einn dag varð pabbi skýr og talaði allveg og vildi fara út af dvalarheimilinu og inn í Mávahlíð og fór mamma og sótti hann og fór með hann til Maju systir og svo til mín og áttum við góðan dag með honum. Hann þekkti meðal annars örnefni í sveitinni og talaði um að fara skjóta tófu.
 Hann hefur ekki verið svona skýr síðan að hann veiktist fyrir 7 árum og var augnaráðið eins og þið sjáið allt annað,það var líf í augunum hans en ekki þessi tómleiki sem maður sér alltaf. 
Það kom svo í ljós að hann var með þvagfærasýkingu og varð mjög órólegur þennan dag og vakti alla nóttina svo læknarnir vildu meina að hann hafi talað svona mikið út af því en hversu skýr hann var gátu þeir ekki svarað. 
Þetta var allveg ótrúlegt og leið manni hálf illa eftir þetta því núna veit maður að hann er en þá þarna inni einhversstaðar því hann var allveg með á nótunum þennan dag og hreyfingarnar í lagi það þarf yfirleitt að hjálpa honum að drekka og svona.
 Ég gaf honum malt og hann drakk það sjálfur og hafði hann áhuga á að skoða myndir af rollunum og öðru en þessi sjúkdómur hefur einmitt það í för með sér að hann hefur ekki haft áhuga á neinu.
Já við þökkum svo sannarlega fyrir þennan dag sem var eins og kraftaverk fyrir okkur.

Við vigtuðum svo loksins lömbin um daginn og var hún Elding þyngst hún var 58 kíló og var sú léttasta 40 kíló.
Þær eru farnar að loðna vel. Hér eru þær veturgömlu og var hún Gugga sem er ekki hér þyngst 79 kíló og sú léttasta var 57 kíló.
Af rollunum var Ronja golsótta rollan mín sem var með þrílembinga þyngst. Hún var 88 kíló og var sú léttasta 64 kíló en það var hún Hlussa gamla mín sem ég sæddi með Hriflon og er hún nú komin á Elliheimili með sér stíu á móti lömbunum svo hún fái nóg og hafi það gott. Hrútarnir voru einnig vigtaðir þó svo að sú vigt væri nú ekki spennandi á þessum tíma og hljóðaði hún svo : Stóru hrútarnir Rambó var 91 kíló. Moli 86 kíló. En Topp náðum við ekki að vigta því hornin voru svo stór að hann komst ekki í vigtina.
Lambhrútarnir : Stormur 54 . Týr 51. Brimill 57 og Golíat 59 kíló.

Jæja ætla ekki að hafa þetta lengri að sinni en það eru myndir af áramótunum og smá af rollunum svo endilega kíkið hér.

30.12.2011 09:38

Heimsókn í Hraunháls að sækja Flekku og Búkollu.

Steingleymdi að setja hér á forsíðuna að ég og Emil fórum og sóttum Flekku og Búkollu inn í Hraunháls og það eru komnar fullt af myndum af því hér. það eru ekkert smá flott fjárhúsin hjá þeim. Ég væri til í að byggja mér svona fjárhús ef ég myndi gera það einhvern tímann.
Einkum var ég hrifnust af herberginu hennar Laugu sem hún notar á sauðburðinum og er það þakið verðlaunaplöggum sem þau hafa fengið fyrir hrútana sína, ekkert smá flott. Svo endilega skoðið þetta kæru vinir. Seinasta rollan gekk hjá mér í gær og sá Siggi um það, því það var allt fullt af snjó og ekki búið að moka inn í Tungu. Rós var seinust að ganga en hún átti bestu gimbrina hjá mér í haust og fékk hún núna með Efa hans Sigga svo enn bættist í hrútanotkunina og eru þeir orðnir 11 emoticon en það er fínt að vita hvað Efi verður að gefa hann er nefla ekki mikið notaður svo það verður að reyna fá einhverja reynslu á hann fyrir Sigga.

Hér er svo flotta herbergið hennar Laugu í Hraunhálsi.

29.12.2011 09:09

Jólin 2011 og útkoma úr sæðingum.

Kæru vinir við erum búnað hafa það rosalega fínt yfir jólin og fara í jólaboð og éta á okkur gat allveg eins og jólin eiga að vera. Það var rosalega gaman hjá Benóný og Emblu á aðfangadag að opna pakkana. Benóný var búnað gera margar tilraunir til að stelast til að opna og rífa smá gat á pakkana og skildi ekkert í því afhverju hann mátti ekki opna strax Embla hins vegar sýndi jólakúlunum og skrautinu meiri áhuga emoticon

Benóný Ísak var rosalega lukkulegur með þennan trukk sem hann fékk frá Dagbjörtu frænku sinni og fjöskyldu.

Embla Marína að skoða skrautið og opna pakkana.

Jólasveinarnir komu og gáfu Benóný pakka og kittlaði skeggið hann eins og sést hér en hann var svakalega feiminn við þá enda nývaknaður í þokkabót.

Maggi bróðir lögfræðinemi kom heim um jólin og erum við rosalega stolt af kallinum enda er hann að brillera og var hæðstur í 2 prófum og 3 hæðsti á þessari önn í skólanum.
Leifur og Hulda voru hjá okkur líka.

Jæja nú er að renna lok á uppgöngur úr sæðingunum og eru það 13 af 23 sem halda. Það er kanski ekkert allt of góður árángur en ég er hæðst ánægð með að það sem tókst. 
3 af 5 hjá Sigga. 8 af 11 hjá mér. 2 af 5 hjá Bóa og engin hjá Maju. Hjá mér voru líka 2 lömb inn í sem ég var ekki viss hvort þau voru byrjuð að ganga deginum áður þau eru svo misjöfn hversu mikið þau sýna þegar þau eru að ganga enda héldu þau ekki hjá mér.

 Það héldu 3 af 5 hjá Sigga sem ég sæddi. Þær fengu með Gosa,Grábotna og Hróa. 

2. Sem ég sæddi fyrir Maju systir gengu upp en ég tók líka séns og sæddi þær á öðrum degi svo er það bara ótrúlegt hvað óheppnin hennar Maju ætlar að fylgja henni en vonandi fær hún fullt af lömbum næst og góða frjósemi. 

Hjá mér héldu 2 með Gosa og var það Ronja golsótta kindin mín og Ylfa sem er mamma Borða sonsyns míns og tók ég séns með hana hún var að ganga á öðrum degi en hélt þó.

2. Héldu með Grábotna. Ein frá Bóa sem heitir Kápa og Ísabella mín  veturgömul sem var best stiguð í fyrra hjá okkur.

2 .Héldu með Snævari og eru það Hríma hans Bóa sem er ein af bestu rollunum okkar og Aríel sem er einnig með betri rollunum okkar svo það er allveg snilld að þær haldi.

1. Fékk með með Hróa hjá mér og er það Gugga sem er undan Vafa hans Eiríks og Aríel svo það verður spennandi útkoma.

1. Fékk með Sigurfara og var það Móheiður hans Emils.

2. Fengu vonandi með Hriflon allavega eru þær ekki en gegnar upp og eru það Panda veturgömul og Hlussa sem er besta rollan mín og verð ég hæst ánægð ef það heppnast með hana því ég tók sénsin á henni og sæddi hana á öðrum degi. Þær voru sæddar 11 des svo það gæti en verið séns að þær myndu ganga upp.

Nú eru tilhleypingarnar að taka enda og hrútarnir verða svo bara hafðir í til svona 10 jan.
Svona var þessu skipt á milli hrútana minna.
Toppur fékk 4 en átti að fá fleiri en þær voru sæddar. Siggi notaði hann líka eitthvað.
Moli fékk 3 hjá mér en fór líka á einhvað hjá Maju og Sigga
Rambó fékk 5 . 3 mórauðar ,Rauðhettu og Gulbrá verið að reyna fá mógolsótt.
Týr fékk 6 kindur hjá mér og Bóa en einhverjar hjá Maju og Sigga líka.
Brimill fékk 5 kindur.
Golíat fékk 3 og Bárður notaði hann eitthvað líka.
Stormur fékk 4 og Siggi notaði hann eitthvað líka.
Ég fór með 2 í svarta kollótta á Hraunhálsi.
Ég fór með 2 í mórauða hrútinn hjá Lalla sem hann fékk hjá mér.
Það fóru svo 3 í flekkótta Sokka soninn hans Bárðar hann Freyr.

Svo það er alltaf nóg um hrútavalið hjá mér he he 10 notaðir og svo sæddar með 6 hrútum. Já það er ekki öll vitleysan eins emoticon 
Enda held ég að menn séu eitthvað að hlægja að ég sé algjörlega hrútalaus.
Ef þið eruð ekki klár á hvað hrútarnir heita hjá mér og hverjir þeir eru getið þið nálgast það hér gömlu hrútana og hér eru lambhrútarnir 

Hér er svo allt í kafi í snjó og maður sér varla út það verður eitthvað erfitt að koma sér í sveitina en ég verð þá bara að biðja Sigga um að gefa fyrir mig í dag ef það er ófært.

23.12.2011 08:50

Gleðileg Jól

Kæru vinir ég ætla nú bara að hafa þetta stutt og lag gott núna. Ég er núna að bíða í spenningu hvort það haldi úr sæðingunum en aðeins ein er búnað gana upp eins og komið er og var það rolla sem var byrjuð að ganga deginum áður sem ég tók séns á svo ég átti allveg von á því að hún myndi ekki halda. Það er svo að vera búið hjá okkur hringurinn og aðeins ein rolla eftir að ganga og 2 lömb. Ég þarf að fara í dag inn í Hraunháls og sækja 2 rollur sem ég fór með í fallega svarta hrútinn þeirra sem vann sýningu mislitra og er ég mjög spennt fyrir því að fá þær kynbætur í ræktina mína en ég ákvað að blogga bara núna því nóg er að gera svona korter fyrir jól. Það eru nýjar myndir hér
Ég skelli svo inn meira af ferð minni í Hraunháls eftir jól.

Gleðileg Jól öll sömul og hafið það sem allra best yfir hátíðarnar og takk kærlega fyrir innlitið og kommenntin á síðuna á árinu sem er að líða
Heyrumst hress og virk á nýju ári :)


Takk fyrir okkur :) Dísa , Emil, Benóný Ísak og Embla Marína.

10.12.2011 23:57

Sæðingar á fullu.


Senn líður að fengitíma og hér eru nýju kynbæturnar mínar sem bíða eftir að koma nýrri ræktun á fót eða það er að segja ef ég verð ekki búnað sæða allt í rot. Þetta eru Borða,Mána,Kveik og Boga synir og eru 2 með 18,5 í læri og 36 í ómv svo það ætti að vera góðar kynbætur í því ef þeir erfa það eftir sér. Ég vona að ég geti notað þá alla vega á 6 kindur hvorn svo ég fái reynslu á þá. Borða sonurinn er þessi fremsti og fékk hann nafnið Brimill og er hann ákaflega fallegur og bollangur hrútur.

Við flokkuðum ullina og var Emblu bara plantað á gólfið á einn ullarpokann á meðan en fékk hún fljótt leið á því og fór ég því með hana og Benóný til Freyju ömmu.

Þessi bók er í miklu uppáhaldi þessa dagana og líður ekki sá dagur að hún sé ekki opnuð og flett fram og til baka og er hún á eldhúsborðinu á morgnana og stofuborðinu á daginn og náttborðinu á kvöldin svo það má segja að maður sé allveg orðin vel ruglaður í þessari dellu emoticon Ég er búnað sæða 19 kindur í allt. 5 fyrir Sigga í Tungu. 2 fyrir Maju systir. 4 fyrir Bóa og 8 fyrir mig og svo á ég pantað sæði úr Hriflon á morgun af suður landinu já ég held að ég sé allveg að verða biluð í þessu he he en það verða þá fleiri líkur á að ég fái einhver sæðislömb því það er sko ekkert sjálfgefið að þetta haldi allt saman svo nú er bara krossleggja fingur fyrir því. Ég fór samt allveg einstaklega rólega að þessu núna, ég var með poka undir hrútnum og hafði hann með inn í kró meðan að ég sæddi og voru rollurnar þá svo rólegar að varla þurfti að halda þeim á meðan sæðingu stóð. Það verður fróðlegt að sjá hvort ég hafi gert þetta rétt. Ég var nefla svolítið að vandraðast yfir hvort að ég væri að fara nógu langt inn í þær og allskyns vangaveltur.

Grábotna notaði ég á 2 kindur hjá mér, 1 hjá Maju,1 hjá Sigga og 1 hjá Bóa.

Hróa notaði ég á eina hjá mér og eina hjá Sigga.

Gosa notaði ég á 2 frá mér og eina frá Sigga.

Þrótt notaði ég á eina frá Bóa og eina frá Sigga.

Snævar notaði ég á 2 frá mér, 2 frá Bóa ,1 frá Maju og 1 frá Sigga.

Sigurfari var notaður á eina kollótta frá Emil.

Hriflon verður svo notaður á morgun og á eftir að koma í ljós hverjar verða þá en hún Hlussa besta rollan mín var að ganga í dag og ætla ég að gera tilraun að sæða hana þó svo að það verði að öllum líkindum of seint.

Ákvað að setja þetta inn að ganni viðurkenningarskjalið mitt fyrir sæðingarnar.

Og hér fyrir Gæðastýringuna.

Hér er svo Gæðastýringar bókin sem maður verður að vera duglegur að kvitta í.

Pabbi átti afmæli 27 nóv og var kallinn 68 ára það er nú ekki hár aldur og hefði hann getað verið fullsprækur ef ekki ætti hann við þennan hrörnunar sjúkdóm að ræða en það er ekki að spyrja að því svona er lífið bara og að það skuli koma fyrir heilbrigðan reglumann sem var í toppformi upp um öll fjöll. Ég gæfi mikið fyrir að geta deilt með honum núna þessum brennandi rollu áhuga mínum og fá góð ráð og geta spjallað um ræktun og kynbætur. Maður var aðeins of seinn í að fá áhugan hvað það varðar en vonandi hefur maður erft eitthvað af hans innsægi fyrir ræktuninni.

Hér er Hulda Magnúsdóttir og Leifur Þór Ágústsson með Benóný Ísak og Emblu Marínu á afmælinu hans Leifs pabba og Maja systir með þeim.

25.11.2011 22:54

Rollurnar teknar á hús og Breskir rúningsmeistarar Chris Hird og Ashley Story komu og tóku af.

Nóg búið að vera gerast hjá okkur þessa dagana. Við tókum rollurnar inn 19 nóv og keyrðum þær út á Tungu á tveim bílum þar að segja bílnum hans Bóa og svo Gumma sem var svo almennilegur að bjóðast til að koma á bilnum sínum með hestakerruna og hjálpa okkur svo þetta gekk hratt fyrir sig. Þann 22 nóv komu svo til okkar Breskir rúningsmeistarar þeir Chris Hird og Ashley Story. Chris er búnað gera þetta í 5 ár og er frá Englandi og er einn fljótasti rúningsmaður Breta. Þessir strákar koma hingað og rýja þeir 10-15 þúsund kindur meðan þeir eru hér enda eru þeir allveg sjúklega snöggir að þessu og eru rúmmlega 1 mínótu með kind sem er náttúrulega bara rugl hraði. 

Hér eru þeir að störfum. Þetta er Ashley Story.

Chris Hird. Sjá svo fleiri myndir hér

Rollurnar komnar í réttina inn í Mávahlíð og skilja ekkert í því að fá ekki að fara inn.

Verið að setja upp á kerru hjá Bóa og svo var Gummi einnig með kerruna sína svo þetta gekk mjög vel.

Svo var keyrt með þær út á Tungu og þar bíður þeirra glæsileg fjárhúsaðstaða í vetur.

Embla var fljót að eignast vínkonur og voru það Valbrá og Týra sem voru svo gæfar.

Hér er Benóný lukkulegur á Rambó.

Embla Marína og Donna.

Emil Freyr og Embla Marína.

Ég og Embla á Rambó. Það eru svo fullt af fleiri myndum af þessu 
öllu saman hér. Jæja nú er ég orðin grasekkja aftur því Emil fór 
austur núna í morgun en verður vonandi ekki eins lengi og seinast.
Fyrsti snjór vetrarins kom svo í gær svo það hefur bara verið 
góður tími að taka rollurnar inn hjá okkur. 

18.11.2011 11:43

Gimbrarnar hjá Óttari upp á Kjalveg.


Þessi heitir Dóra og er undan Morgun og Báru.

Þessi heitir Skeifa og er undan Klett og Krumpu.

Þessi er undan Tirtu og Klett og heitir Tirta ,mamma hennar dó í sumar.

Þetta er hin systirin undan Tirtu og Klett.

Þessi heitir Sending og er undan Eldingu og Klett.

Þessi heitir Stygg og er undan Borða og Lummu.

Þessi heitir Skrúð og keypti Óttar hana á Fáskrúðarbakka og er hún undan Sokka.

Þessi heitir Dimmalimm og er undan Dimmu og Morgun.

Þessi er þrílembingur undan Klett.

Þá eru allar gimbrarnar hans komnar og er þetta feikilega fallegur og vænn hópur og voru þær allar með 30 í ómv og yfir og 18-18,5 í læri. Það er ekki hægt að fá það betra.


Varð að setja þessa líka þær systur stilltu sér svo vel upp fyrir mig og sjáið sérstaklega þessa hægra megin hvað hún stendur gleytt og flott. Þær eru undan Klett. Það er svo fullt af myndum af heimsókn minni hjá Óttari inn í albúminu svo endilega skoðið.

En nú er komið að hrútunum hjá Óttari.

Hérna er hann Morgun 09-395 sem er undan Dag 08-392 og Drottningu 06-009.

Hérna er svo Klettur 10-397 undan Kveik 05-965 og Lummu 07-023.

Hér eru þeir saman ekkert smá bollangir og vel gerðir hrútar hjá honum Óttari. Það eru svo einnig fleiri myndir af þeim í albúmi. 

Jæja það er nú alltaf eitthvað spennandi að gerast í sauðfjárræktinni því nú er fundur á Breiðabliki um sæðishrútana en ég sá mér ekki fært að fara vegna barnanna minna en ég hlusta þá bara á hann á netinu eða fæ fréttir hjá Gumma eða Bárði um hann. Ég er núna sveitt af valkvíða hvernig ég á að raða hrútunum mínum á rollurnar, já það er bara vesen að setja svona marga hrúta á og vera með 3 fullorðna en það er þá bara meira úr að velja og svo á eftir að ákveða hvort maður eigi að sæða þegar að því kemur hverjar verða að ganga fyrstu vikuna í des.

11.11.2011 10:09

Gimbrarnar hans Sigga í Tungu.

Þessi er undan Skessu og Svarta Kveiksyninum hans Hreins á Berserkseyri.

Þessi heitir Valbrá og er undan Blíðu og Grána.

Þessi heitir Brúska og er einnig undan Blíðu og Grána.

Þessi er undan Fjöður og Grána eða Efa Siggi verður að kommenta um það ég man ekki allveg hvorum hún er undan ;). Ég man að þessi var með 18 í læri. 
 Jæja það komið á hreint að hún er undan Efa.

Þessi er undan Rjúpu og Svarta Keiksyninum og var hún með 18 í læri og 33 í ómv.

Hér er svo hin systirin undan Rjúpu og svarta Kveikson einnig með 18 í læri.

Þessi er undan Bollu og Grána. Ég man að hún var með 17,5 í læri. Þeir sem ekki vita þá er Efi undan Vafa hans Eiríks sem er væntalega að fara á Sæðingarstöðina held að hann fari fyrst í afkvæmarannsókn á Hjarðafell.

Þessi er tvílembingur undan Svört gemlinginum hans Sigga og Efa og er með 31 í ómv og 5 í lögun og var hrútur á móti henni sem var með 18 í læri og stigaður upp á 84,5 stig.
Svo Svört er allveg afburðar kind.

Þessi er undan Gullu gemling og Grána held ég. Hún er einnig tvílembingur, já það vantar sko ekki frjósemina hjá honum Sigga.

Þessi heitir Mjöll og er undan Hlussu og Herkúles og er með 30 í vöðva og 18 í læri.

Ég varð að blogga núna meðan Embla sefur og Benóný er á leikskólanum svo ég fái frið og þess vegna gat ég ekki beðið og spurt Sigga um feðurna til að hafa það pottþétt en ég geri það næstu daga og þá bæti ég bara inn í til að hafa þetta hundrað prósent rétt emoticon

Ég ætla svo að reyna gefa mér tíma til að heimsækja sem flesta hér á svæðinu og taka myndir af ásettnings gimbrum og hrútum hjá þeim sem vilja því það er voða gaman að geta skoðað það hjá öðrum 

Nú er Karítas frænka búnað yfirgefa okkur og Maja og Óli komin heim svo við erum bara 
3 í koti ásamt köttinum Olíver og hundinum Donnu og fiskarnir 2 Steinar og Maggi. Það gekk þó bara ágætlega að koma Emblu og Benóný í háttinn í gær en Benóný er alltaf að spurja um Emil og kalla pabbi pabbi hann er ekki allveg að skilja að hann sé út á sjó og svo þegar Emil hringir ljómar hann allveg og segir Emil og fer að syngja fyrir hann Two and a half men lagið hann elskar það þessa dagana og syngur men men úhú úhú algjör dúlla svo það er víst að við erum farin að sakna Emils mjög mikið emoticon


Hér kúra Embla og Olíver saman voða kósý.

Hér er ég með vínkonu minni sem ég hélt að væri Feikirófa eins og ég var búnað skíra hana því hún er eins og þyrluspaði með dindilinn þegar maður klappar henni en svo kom í ljós að Bói á hana og var búnað skíra hana Dimmu svo þetta er hún Dimma he he.

Við fórum að heimsækja Bárð og Dóru og skoðuðum ásettningsgimbrarnar hjá honum og eigum við eftir að fara og taka mynd af þeim einni og einni og fá upplýsingar um hverja og eina en hér eru þau Mist og Máni sem fæddust í sumar og eru heldur betur orðin pattaraleg.

Karítas fór hamförum hjá Bárði að reyna ná hænunum og náði loksins einni he he.

Bárður og Benóný í djúpum samræðum um hænsnabúið og hænurnar.

Geðsleg he he ég var að gefa henni að borða og svo hnerraði hún og púff allt út um allt upp á nef he he og svo hló ég svo mikið að hún fór að skellihlæja.
Jæja kæru vinir það er svo hellingur af myndum í albúminu endilega skoðið.

07.11.2011 10:46

Hver þarf á líkamsrækt að halda þegar smölun er annars vegar !

Þeir komust í hörku líkamsrækt yfir helgina þeir Sigurður Gylfason Tungu og Þórarinn (Bói) þegar þeir fóru að ná rollum sem við vorum búnað sjá í hlíðinni fyrir neðan Fögruhlíð. Þær voru komnar niður í vikunni þegar það fór að snjóa svo mikið upp í fjalli.

 Þetta byrjaði bara rólega með því að Siggi fór upp og Bói fylgdist með niðri á bílnum og svo kom ég líka á bílnum mínum og þá ákvað Bói að halda upp í hlíð til að koma á móti Sigga. 

Þá hófst ballið því ég sá að rollurnar sem Siggi var með fóru til baka upp að Rauðskriðumeli svo ég gaf í og náði að komast fyrir þær í gryfjunni og þá kom Siggi niður líka og náðum við að reka þær niður á veg og á meðan þurfti Bói að bíða þangað til Siggi kæmist upp aftur til að ná í hinar.

En það gekk ekki betur en það að við vorum allveg að koma með þær inn að Mávahlíðarafleggjara þá tóku þær að strauja til baka aftur og aftur og svo bættist Óli á Mýrum í leikinn en þær ætluðu sér ekki inn.


Hér er Siggi komin með þær að afleggjaranum.

 Þær fóru svo niður að Tröð og þeir á eftir og Siggi Arnfjörð var svo á rúntinum og slóst hann með í eltingarleikinn og Bói sá í hvað stemmdi og kom niður. Ég fór svo og náði í kerruna og var þeim þá búnað takast að handsama þær í skurðinum og halda þeim í gömlu rústunum af fjárhúsunm hans Kalla í Tröð.



Það kom svo í ljós að þetta voru allt saman kindur frá Óla á Mýrum svo það er gott að vera búnað ná þeim. Hann missti þær í leitunum og hefur ekki heimt þær síðan svo það voru lömb í þessu líka meira segja sæðishrútur undan Frosta.


Óli og Siggi ætluðu að ná þessu lambi en það lét sér ekki segjast og tók á sundsprett í vaðlinum og fór svo inn á tún inn í Mávahlíð.

Það voru svo fleiri rollur sem urðu eftir í hlíðinni og stuggðust þær við lætin í okkur niðri og héldu upp í fjall aftur en það var ákveðið að reyna við þær aftur á morgun.

Dagur 2 í ræktinni emoticon

Jæja þeir héldu aftur af stað að ná í restina sem varð eftir og voru þær komnar fyrir ofan rauðskriðumelið og hófst mikill eltingarleikur hjá þeim allveg niður að Tungu og svo var grá rolla frá Friðgeiri á Knörr sem var fyrir ofan bústaðinn hjá Maju og tók hún strikið niður og yfir allar girðingar og allt saman.

 Það var svo lambið með henni sem fékk sér sundsprettinn í gær svo það þurfti ekki að vera að elta það inn í túni. Þetta voru sem sagt rollur frá Knörr,Gaul og Óla á Mýrum.

Þetta hafðist svo allt að lokum, þeir náðu að stökkva á þetta allt saman og færa upp í kerru,já það vantar ekki dugnaðinn í þessa rösku smalamenn.


Hérna er verið að henda  upp á kerru.


Bói með eina frá Friðgeiri á Knörr.

Jæja þá var þessum líkamsræktar degi lokið og þá beið þeirra heitt kaffi og meðlæti hjá Gerðu.


Gaularinn var svo loksins mætt á svæðið svo Heiða getur verið glöð að hún sé komin og var hún með 2 lömb.

Siggi og Bói eru svo á fullu að gera klárt fyrir okkur áður en við förum að taka rollurnar inn. Þeir eru að reisa upp stoðir undir grindunum og skipta út efni sem er orðið lélegt.


Ein krúsídúllu mynd af henni Emblu Marínu í flotta kjólnum sem Hafdís frænka tvíburasystir mömmu var að hekla á hana.


Sæti stríðniskúturinn minn Benóný Ísak og Embla Marína. Við erum bara þrjú í koti núna og ég orðin grasekkja því Emil er farinn austur á Breiðdalsvík að róa með Þórsnesinu og verður það fram að jólum en kemur vonandi einhverja helgi í frí heim en ég er svo heppin að hafa Karítas frænku hjá mér fram á fimmtudag en þá koma Maja og Óli heim þau eru búnað vera í Florída í viku. Það eru svo fullt af myndum af smöluninni og krökkunum í myndaalbúminu svo endilega kíkið á það.

Kveð að sinni emoticon




31.10.2011 11:35

Gimbrarnar okkar 2011

Gimbrar 2011

Búkolla 11-001 er undan Boga 04-814 sæðishrút og Flekku 07-005
Stigun 48 31 6,5 4 8,5 17,5 8,5

Nala 11-002 er undan Skugga 07-504 og Pöndu 10-004
Stigun 40 33 3,8 4 9 18 8

Frigg 11-003 er undan Herkúles 06-046 og Gulbrá 09-006
Stigun 46 34 3,6 4 9 17,5 8

Kría 11-004 er undan Herkúles 06-046 og Hlussu 01-660
Stigun 48 30 4 4,5 9 18 8,5

Lotta 11-005 er undan Morra 10-404 og Móru 10-014 og er í eigu Freyju
Stigun 42 31 3,2 4 8,5 18 8

Dimma 11-006 er undan Negra 10-711 og Heklu 10-007 og er í eigu Bóa
Stigun 41 31 2,7 4 9 18 8

Birta 11-007 er undan Mola 09-014 og Hrímu 04-767 hún er í eigu Bóa.
Stigun 58 33 6,3 3,5 9 18,5 8,5

Týra 11-008 er undan Negra 10-711 og Þúfu 10-011 og er í eigu Bóa.
Stigun 42 32 3,6 4 9 18 7,5

Elding 11-009 er undan Morra 10-404 og Rauðhettu 09-010
Stigun 50 34 4,3 4 9 18,5 8

Feykirófa 11-010 er undan Negra 10-711 og Mýslu 05-025
Stigun 50 30 3,2 4,5 9 18 8

Svana 11011 er undan Mola 09-014 og Aríel 08-006
Stigun 44 33 3,4 5 9 18 8

Mola 11-012 er undan Mola 09-014 og Rós 08-001
Stigun 40 33 2,7 5 9 18,5 8

Ösp 11-013 er undan Mána 09-849 sæðishrút og Rák 09-005
Stigun 50 35 5,6 4,5 9 17,5 7,5

Það á svo eftir að koma ein í viðbót sem ég fæ í skiptum hjá Bárði. Til gamans er ég svo búnað setja inn hér í horninu til hægri allan gimbra hópinn okkar frá 2007 undir Gimbrar 2007-2011.

21.10.2011 19:58

Gimbrarnar teknar inn í Tungu.

Jæja nú erum við búnað taka inn gimbrarnar og eins og flestir vita þá erum við hætt að vera í fjárhúsunum inn í Mávahlíð vegna þess að það er allt á sölu og einnig er komið verulegt viðhald á fjárhúsin sem er ekki vert að gera ef það yrði svo bara kippt undan manni ef það myndi seljast. Himnasending átti sér annars stað þegar Siggi og Gerða í Tungu voru svo rosalega almennileg að bjóða okkur að vera hjá sér í vetur og þáðum við það með þökkum.
Ég er allveg himinlifandi yfir því að vera komin með gimbrarnar inn og geta farið að stjana við þær og er ég strax búnað gera eina spaka svo það byrjar vel emoticon
Mér lýst bara rosalega vel á þetta og eru fjárhúsin í Tungu líka mun flottari aðstað heldur en við vorum með í Mávahlíð og líka gaman að vera fleiri saman þá er meiri félagsskapur í kringum þetta.
Ég er búnað taka böns af myndum af gimbrunum en ætla ekki að setja þær allveg strax inn hér á forsíðuna fyrr en ég er búnað ná góðum myndum af öllum svo ég geti sett mynd , stigun og ættir með inn. Það eru samt myndir af þeim í albúmi og einnig fór ég í heimsókn til Gumma Óla og tók myndir af ásettnings gimbrunum hans sem eru afskaplega flottur hópur og flottir litir. Ég set nú eiginlega allt of mikið á þær voru allar svo góðar en það voru 10 fyrir valinu hjá mér og 4 hjá Bóa svo við erum alls með 14 gimbrar. Siggi setur svo 10 gimbrar á.
Þannig að þetta er stærðar hópur hjá okkur 24 alls. Það eru svo 4 lamb hrútar settir á og á ég svo 3 fullorðna og Siggi er með einn veturgamlan en ég set myndir af því öllu saman inn bráðlega. Í dag kom Bárður með Mána soninn minn,Borða soninn og Boga soninn sem voru allir í góðu yfirlæti hjá honum síðan á hrútasýningunni og þakka ég honum kærlega fyrir það. Hann kíkti svo á gimbrina sem ég ætla að láta hann hafa í skiptum fyrir aðra hjá honum. Jæja kíkið nú á gripina í albúminu.

Hér eru ásettnings gimbrarnar hans Gumma Óla.


Hér er ein hjá Gumma sem heitir Frú Laufey.

Hlussu dóttirin hans Gumma. Hún er undan Hlussu Gumma og Þrándi.

Þessi er undan Kveik og Hlíð hennar Þuríðar.

Þessa fékk hann hjá Palla og er hún undan Dag.

Þessi er undan Bjarka mórauða hrútnum hans.

Þessi er þrílembingur hjá Gumma.

Þessi er undan rollu hjá Snorra og Topp frá okkur.

Hér er svo ein svartgolsótt hjá honum svo hann er að verða kominn með alla liti.

Gleymdi allveg að það eru komnir hænu ungar hjá Bóa og Freyju í sveitinni.

Bói duglegur að svíða í slyddunni.

Flettingar í dag: 1176
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 668027
Samtals gestir: 45755
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 13:00:51

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar