Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

08.01.2018 09:28

Þrettándinn og jólin kvödd

Flottur hópur á leið á brennuna og fara svo út að sníkja gott í gogginn. Það er sú hefð hér í 
Ólafsvík að sníkja á þrettándanum en ekki á öskudag eins og er á flestum stöðum á landinu.

Við fengum frábært veður og krakkarnir svo spenntir yfir þessu öllu saman.
Á brennunni sáu þau Álfadrottningu og kóng og einnig Grýlu og Leppalúða.
Það var svo líka rosalega flott flugveldasýning.
Hér eru þau svo lögð af stað að sníkja í gogginn.
Þau fengu alveg fullt af nammi svo það þarf ekki að kaupa nammi á næstunni fyrir 
laugardagana he he.
Rétt fyrir áramót slasaðist Emil út á sjó þegar hann fékk fiskikar ofan á þumalfingur
og hér er verið að skipta um umbúðir og er þetta enn mjög viðkvæmt og bólgið og
nöglin hangir enn á og má varla koma við hana þá finnur hann rosalega mikið til.
Hann verður eitthvað frá vinnu út af þessu þetta tekur sinn tíma að gróa.

Við skelltum okkur suður um daginn með krakkana í bíó.
Það er alltaf mikið sport að fara í bíó.
Benóný og Emil.
Við skelltum okkur auðvitað í heimsókn til Steinars bróðir Emils og hans fjölskyldu.
Hér eru þau öll að borða pizzu. Alexander,Freyja,Embla og Birgitta.
Litla frænka þeirra dóttir Steinars og Unnar dafnar vel og stækkar í hvert skipti sem við
sjáum hana hún heitir Kamilla Rún og er alveg yndisleg svo glöð og alltaf brosandi.
Við kíktum svo líka á Dagbjörtu systir Emils og fjölskylduna hennar og þar var Benóný í 
essinu sínu að fá að fara í playstation hjá Kjartani og svo náði Kjartan í einhvern geimleik
fyrir Benóný sem hann alveg elskar núna. Það er búið að vera mikið geimæði hjá honum
núna þennan vetur. Við fjölskyldan erum einmitt búnað fræðast mikið um geiminn.
Út frá þessum mikla áhuga hans á sólkerfinu og öllu sem tengist því.
Við fórum svo einnig í heimsókn til Fríðu frænku minnar sem er systir pabba og hún og 
Helgi maðurinn hennar taka alltaf svo vel á móti okkur og gaman að koma til þeirra.
Það er allt frekar rólegt í fjárhúsinu núna við settum hrútana í 3 janúar í sitthvora stíuna
svo fer ég með hrút í stíuna hjá veturgömlu á hverjum degi framm til 20 janúar.
Frekar hreyfð mynd en hér er ég með Glám Saum son hans Sigga að leita í veturgömlu
hann er mjög þægilegur og stylltur við mig.
Embla vinnukonan mín svo dugleg að hjálpa mömmu sinni að sópa grindurnar og gefa.
Þær eru svo margar spakar hjá okkur að stundum erum við í vandræðum að sópa þvi
þær eru svo uppáþrengjandi að láta klappa sér og nudda á sér bakið en auðvitað er ég
búnað koma þeim upp á það. Annars væri þetta ekki eins gaman því það er svo gott 
að hafa þær svona gæfar og mikla karekta. Hrafna er uppáhaldið hjá Emblu og hún fær sér
alltaf smá rollu bak og Hrafna kippir sér ekkert upp við það. Hrafna fylgir mér alla króna 
þegar ég er að sópa og ýtir á mig og stundum verð ég að ýta henni frá svo ég nái að sópa
því hún stígur alltaf ofan á heyið sem ég er að sópa. Yndislegri kind hef ég ekki kynnst þó
margar séu gæfar er þó engin eins og hún. Ég er líka svo stolt af henni Emblu minni hvað
hún elskar að kom með mér að gefa og eins er hún hugfangin að því að fara í hesthúsin
líka með Jóhönnu frænku sinni.

03.01.2018 09:11

Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna

Kæru vinir við óskum ykkur Gleðilegt nýtt ár og þökkum fyrir það liðna. Með ósk um að þið
eigið í vændum æðislegt og spennandi nýtt ár. Mig langar til að gera smá upprifjun á árinu
sem var að líða hjá okkur fjölskyldunni.

Af sauðfjárræktinni 2017 þá var frjósemin mjög góð og það var fósturtalið í febrúar og þá 
fengum við okkar fyrstu fjórlembu en það höfum við aldrei fengið áður.

Ég rakst svo á gamlar blaðageinar frá lífinu í Mávahlíðinni í gegnum smölun veiði og fleira og það var mjög gaman að sjá það og þið getið séð það blogg hér með þvi að smella hér.

Í endaðan janúar fór ég út fyrir þægindarammann og tók þátt í Þorrablóts nefndinni og lék
í Þorrablótinu í Ólafsvík og það var rosalega skemmtileg upplifun enda var þetta mjög
skemmtilegur hópur og maður kynntist fólki sem maður þekkti ekki áður.

Í mars varð Embla Marína okkar 6 ára og fékk hesta hjálm og beisli í afmælisgjöf og í 
framhaldi af því fór hún svo á reiðnámskeið.


Í apríl gerðist langþráður draumur að veruleika að fara loksins í smá sveitaferð að vetri til
og heimsækja Ágúst bróðir og Írisi konu hans og dóttir Dalíu Sif á Felli á Breiðdalsvík
og í leið okkar þangað stoppuðum við í eina nótt hjá góðvinum okkar Birgittu og Þórði 
á Möðruvöllum og þar fékk ég annan draum uppfylltan að fá að sjá kindurnar hennar að 
vetri til það var alveg æðislegt.
Hér er mynd af Emblu og Dalíu með geiturnar á Felli.
Heimsóknin okkar til Birgittu og Þórðar var alveg æðisleg og þau svo gestrisinn að hýsa
okkur eina nótt sem var mjög dýrmætur og skemmtilegur tími.
Benóný fékk ósk sína uppfyllta að fara í sundlaugina á Höfn á Hornafirði svo hann getur
strokað hana út af listanum sínum.
Embla lærði að hjóla og Benóný líka.

Sauðburður hófst svo í Maí og gekk mjög vel og þetta var frekar mikið gimbra ár og loksins
fékk ég nokkrar mórauðar gimbrar.

Embla útskrifaðist af leikskólanum.

Við keyptum okkur hjólhýsi sem var alveg óvænt og skemmtilegt.
Fórum fyrstu útileguna í Reykjavík og það byrjaði frekar brösulega það fauk önnur topp
lúgan af svo við þurftum að fjárfesta í nýrri en svo tók við bara mjög skemmtilegt sumar
og við fórum fyrstu almennilegu útileguna með góðu vinafólki okkar á Hvammstanga og 
það var rosalega gaman svo tók við Varmaland með fjölskyldunni hans Emils bróðir hans
og fjölskyldu og mömmu hans Freyju og Bóa.
Við fórum svo á Akureyri um versunarmannahelgina og áttum frábæran tíma þar og svo 
fórum við á Apavatn með bróðir Emils honum Jóhanni og fjölskyldu og Freyja og Bói 
komu líka þangað og Benóný átti afmæli í þeirri útilegu og varð 8 ára.
Hjólhýsið okkar.
Benóný fékk aðra ósk uppfyllta að fara loksins í nýju rennibrautina á Akureyri og það
var langþráður draumur enda var hann búnað fylgjast með henni frá því að teikningar komu
að rennibrautinni.
Krakkarnir fengu ógleymanlegar minningar þetta sumar og frábært veður á Akureyri á 
flotta tjaldstæðinu í Kjarnaskógi.
Útilega á Apavatni.
Önnur sundlaug sem hægt er að strika út af listanum hjá Benóný en það var sundlaugin
á Borg og hann ætlaði ekki að vilja fara í hana en svo þegar við fengum hann til að fara
fannst honum hún æðisleg.
Kakan hans Benóný þegar hann var 8 ára 19 ágúst og auðvitað varð það rennibrautakaka.
Embla Marína byrjaði í skólanum og hér eru þau að fara saman fyrsta skóladaginn.
Í september var smalað og það gekk vel fyrir sig nema ég held að ég hafi aldrei 
fengið eins góða þjálfun því ég fór upp á Búlandshöfða alls 4 sinnum og niður aftur og
undir hann að leita af Móru og hennar gengi og þá kom í ljós að hún bæði stakk mig af
og svo var hún í felum og ég labbaði fram hjá henni. En þetta var bara gaman og plús
fyrir mig að komast í gott form.
Við fengum bikar fyrir besta veturgamla mislita hrútinn í ár 2017.
Fyrir Ask sem er undan Kalda sæðishrút og Brælu sem er undan Bekra sæðishrút.
Hér er svo Emil með bikarinn fyrir besta kollótta veturgamla 2017.
Hann er undan Magna sæðishrút og við keyptum hann af Laugu og Eybergi sem lambhrút.
Héraðssýning lambhrúta var haldin á Hömrum hjá Bárði og Dóru og þau fengu
Farandsskjöldinn fyrir besta hrútinn á sýningunni alveg glæsilegt hjá þeim.
Þetta var mjög skemmtileg sýning við vorum með bleikt þema og lambahappdrætti sem
var mjög góð þátttaka í og allir skemmtu sér mjög vel.
Ásettningurinn okkar var rosalega flottur í ár enda ætlaði ég að fækka og gerði það við 
lóguðum slatta rollum en svo voru bara svo fallegar gimbrar sem ég gat ekki staðist að
setja á. Við fengum tvær með 19 í læri og mesti ómvöðvinn var 37.
Setjum tvo lambhrúta á einn undan Máv sem er 88,5 stig og svo undan Ísak sem er 86 stig.
Mávur okkar var svo tekinn á sæðingarstöðina í haust og var þar langþráður draumur
og afrek að veruleika að koma hrút inn á sæðingarstöð. Við fengum svo þær gleðifréttir
að hann varð vinsælasti hrúturinn á stöðinni ár og var mest notaður.
Freyja Naómí varð 5 ára 12 desember og hér er hún og Bjarki frændi hennar að halda
5 ára afmælin sín saman.
Aðfangadagur var frábær með fjölskyldunni.
Áramótin voru líka æðisleg með fjölskyldunni og gaman að koma allir saman.
Fengitíminn gekk vel. Bói hætti með okkur í rollunum í haust og við tókum við hans
rollum svo það var aðeins meiri vinna í fengitímanum í ár enda munar um hans vinnu
hann er svo rosalega drífandi og duglegur en hann var þó ekki alveg laus við fáum að 
hóa í hann ef okkur vantar he he og enda hefur hann bara gaman af því.

Fengitíminn gekk samt mjög vel og ég komst fljótt upp á lagið að fara með þessi ferlíki og
leiða þá á réttar kindur. Jóhanna sem er með okkur í húsum lenti í þeim leiðindum að hún
er að vinna í fiskiðjunni Bylgjunni og henni var sagt upp í byrjun desember og það hefur
ekki verið nein vinna hjá henni og ég naut góðs af því og gat tekið hana með mér í 
fjárhúsin allann desember til að aðstoða mig við sæðingarnar og tilhleypingarnar.

Ég sæddi 31 ær.

6 fyrir Sigga í Tungu og þær héldu allar.
2 fyrir Jóhönnu og þær héldu.
23 fyrir mig og 18 héldu.
Samkvæmt þessu eigum við að fá lömb úr öllum hrútunum sem ég notaði.

Siggi fær úr Bjart, Móra, Klett og Berg.

Jóhanna fær úr Móra og Berg.

Við Emil fáum úr Móra, Klett, Gutta, Bjart, Dranga og Tvist.

Af þessu sem gekk upp voru tvær sem ég sæddi bara að ganni ég var nánast viss um að
þær gengu upp því þær voru byrjaðar að blæsma snemma um morguninn fyrir daginn 
sem ég sæddi. 2 gengu upp sem fengu með Dranga og svo voru hinar 3 sem gengu upp
fengu með Bjarti. Ég er annars bara mjög ánægð hvað þetta er stórt hlutfall sem heldur.

Jæja nú er komið í ljós hversu marga hrúta ég notaði og hversu margar ær hver fékk.

Alls notuðum við Emil á okkar kindur 23 hrúta með sæðishrútunum.


Gutti sæðishrútur fékk 3 ær

Móri sæðishrútur fékk 3 ær hjá mér og 1 hjá Jóhönnu og 1 hjá Sigga

Bergur sæðishrútur fékk 2 hjá mér 2 hjá Sigga og 1 hjá Jóhönnu

Klettur sæðishrútur fékk 3 hjá mér 1 hjá Sigga

Tvistur sæðishrútur fékk 2

Drangi sæðishrútur fékk 1

Bjartur sæðishrútur fékk 4 hjá mér og 2 hjá Sigga

Partur hans Bárðar fékk 2

Móflekkur hans Bárðar fékk 3

Svarflekkur hans Bárðar fékk 2

Skjöldur hans Bárðar fékk 1

Bónus hans Bárðar fékk 1

Tinni hans Gumma Óla fékk 3

Svanur Máv sonur okkar fékk 11

Hlúnkur Máv sonur Sigga fékk 4

Glámur Sigga fékk 4

Kraftur Ísak sonur okkar fékk 6

Grettir Máv sonur Sigga fékk 6

Ísak fékk 6

Móri Sigga fékk 5

Askur okkar fékk 7

Kaldnasi kollótti okkar fékk 3

Láfi hans Óla í Ólafsvík fékk 1 hjá okkur og 1 hjá Jóhönnu.

Já það er nokkuð ljóst að þetta verður spennandi í vor og nú tekur bara við næsti spenningur sem verður fósturvisi talningin í febrúar.

Jæja en og aftur Gleðilegt ár og hlökkum til að njóta þess með ykkur og deila minningum
og búa til minningar hér á síðunni og njóta þess að fá innlitið og kommenntin ykkar sem
er svo gaman að lesa. Held ég sé búnað taka þetta helsta saman sem átti sér stað á árinu.








29.12.2017 20:44

Gleðileg Jól

Gleðileg jól kæru vinir og ég vona að allir hafi átt jafn frábær jól og við. Við áttum yndisleg
jól saman í faðmi fjölskyldunnar. Við vorum heima hjá okkur og Freyja mamma Emils og Bói maðurinn hennar, Hulda mamma mín og Jóhanna frænka Emils voru hjá okkur. 
Við hjálpuðumst að við Emil fórum snemma í fjárhúsin og Jóhanna sá um að útbúa matinn
á meðan og hugsa um krakkana. Það komu svo allir saman og hjálpuðust að til að gera
jólin og jólamatinn eins frábæran og hann var þetta var svo kósý og æðislegt.
Við vorum með létt reyktan lambahrygg og svínahamborgarhrygg í matinn.
Mér finnst létt reykti lambahryggurinn alltaf geggjaður og með því besta sem ég fæ enda
lambakjöt he he það stendur alltaf fyrir sínu.

Við óskum ykkur öllum Gleðilegra jóla og 
takk kærlega fyrir árið sem er að líða og innlitið og kommenntin hér á síðuna okkar.

Krakkarnir orðnir heldur betur spenntir að bíða eftir jólunum.

Í náttfötunum fyrir aðfangadag.

Við erum með lifandi jólatré og Emil fór með krakkana að velja tré í ár og þau fengu 
rosalega stórt og fallegt tré.

Börnin okkar Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naómí. Besta gjöf í heimi.

Með ömmu Huldu.

Við fjölskyldan saman.

Freyja og Bói.

Jóhanna og Freyja.

Alveg yndislegt að sjá og upplifa gleðina hjá börnunum þau voru svo hamingjusöm.

Það eru svo fleiri myndir af aðfangadag hér inn í albúmi.


Á jóladag var jólaboð hjá mömmu.

Hér er hún með skvísurnar mínar.

Á annan í jólum var hangikjöt hjá Jóhönnu frænku Emils. Hér er Embla og Freyja og Bjarki
frændi þeirra.

Benóný að prófa nýju snjóþotuna sem var í risa pakkanum um jólin.

Bjuggum til snjóhús í sveitinni hjá ömmu og afa.

Það eru svo fleiri myndir af jólaboðinu hjá mömmu og hangikjötinu hjá Jóhönnu hér inn í 



Fengitíminn er í hámarki og er að taka enda. Seinasta rollan gekk núna 28 des og nú fer
að líða að því að sjá hverjar halda úr sæðingunum og vonandi halda sem flestar.
Hér er hann Svanur Máv sonur að sinna sínu starfi.

Það var svo frábærar fréttir fyrir okkur að Mávur sem við sendum á sæðingarstöð varð
mest notaði hrúturinn á stöðinni núna 2017. Það kom skemmtilega að óvart og okkur
finnst það rosalega mikill heiður bæði að hafa komið hrút inn á stöð og hvað þá að hann
yrði líka vinsælasti hrúturinn það er æðislegt og vonum framar.


Hér er linkur inn á síðu hjá Búnaðarsambandinu um greininna um notkun sæðishrútana.

Ég fékk mér virðisaukanúmer til að geta haldið gæðastýringunni enda er ég með 89 kindur
alls með hrútum og ætla bara vera mjög jákvæð með að sauðfjárræktin fari aftur á uppleið
og halda áfram í þeirri trú að þetta sé komið til að vera hjá okkur enda gengur þetta svo 
vel og það er alltaf gaman að hafa áhuga og metnað fyrir því sem maður elskar að gera 
og sjá vinnuna á bak við það skila góðum árangri.


Stelpurnar elska að koma með mömmu sinni í fjárhúsin og hér eru þær að spjalla við
vinkonur sínar Hröfnu og Möggu Lóu.

Alltaf gaman að finna svakalega stóran klaka fyrir utan fjárhúsin.

Hestarnir voru teknir inn rétt fyrir jól.

Embla er svo huguð og mikil hestastelpa að hún er alveg alsæl að þeir séu komnir inn og
missir ekki af því að fá að fara með Jóhönnu frænku sinni í hesthúsin og eins hefur hún
komið með mér öll jólin inn í fjárhús og er svo dugleg að hjálpa til við að gefa og allt sem
tengist því sem þarf að gera.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.

17.12.2017 21:15

5 ára afmæli Freyju Naómí

Freyja Naómí okkar varð 5 ára þann 12 Desember. Hún er ekta jólabarn og syngur allann
Desember jólalögin sem eru hennar uppáhalds lög. Hún var svo spennt að bíða eftir að 
afmælið hennar kæmi að hún er búnað telja niður síðan í byrjun nóvermber.
Freyja er mjög dugleg stelpa og hjálpfús og gerir allt fyrir alla. Feimin og pínu lítil í sér
en mikil grallari og elskar að láta atast í sér. Elskar dúkkur og fékk eina slíka frá okkur
í afmælisgjöf og getur dundað sér við að leika með hana lon og don. Alveg yndisleg.

Orðin afmælis fín og tilbúin í afmælis fjör með Bjarka Stein frænda sínum en þau héldu
afmælið sitt saman í íþróttahúsinu.

Kakan þeirra var Gurra Grís og Hvolpasveit.

Stórfiska leikur í afmællinu.

Frændsystkynin hér saman að fara blása á kertið og syngja afmælis sönginn.

Allir að borða.

Alsæl með gjafirnar eftir daginn.

Það eru svo fleiri myndir af afmælinu hér inn í albúmi.


Fengi tími er genginn í garð í fjárhúsunum hér er Embla og Aníta vinkona hennar með
mér í fjárhúsunum.

Við byrjuðum að hleypa til 12 Desember á afmælis deginum hennar Freyju.
Það voru 10 að ganga þá. Emil fór með 7 í kerru til Bárðar á Hömrum og fékk að setja í 
Part, Flekkóttan og svo móflekkóttan hrút.
Hinar fengu með hrútum hjá okkur.

Ég byrjaði svo að sæða 13 Desember og þá voru 5 að ganga ein hjá Sigga og 4 hjá mér og
þær sæddi ég með Bjart.

14. Desember sæddi ég með Dranga, Tvist og Móra kollótta. 

15. Desember sæddi ég með Klett, Móra, Gutta, Bjart og Berg.

Alls sæddi ég 6 fyrir Sigga 2 fyrir Jóhönnu og 23 fyrir mig.

Svo nú er bara krossa fingur að þær haldi. 15. Desember var svakalega stór dagur þá 
gengu 19 svo þetta voru bara þrír dagar sem ég sæddi.

Svo nú tekur við þetta náttúrulega að leiða hrútana í þær. Ég fékk lánaðan hrút hjá Gumma
Óla í Ólafsvík sem er undan Dreka svo ég held að ég eigi eftir að slá metið hjá mér í
að nota mjög mikið af hrútum. Hann fékk að fara á þrjár kindur.

Það voru 8 að ganga í dag svo þetta gengur bara nokkuð hratt yfir.
Ég hef líka verið svo heppin að Jóhanna hefur verið í fríi svo hún hefur komið með mér
á hverjum degi og hjálpað mér enda ekkert smá mál að fara með þessa stóru hrúta
og leita og hleypa svo til þeirra sem eru að blæsma. Ég er oft í loft köstunum
á eftir þeim eða þeir rykkja mér á rassgatið þegar ég reyni að halda í þá he he.

Með sæðingunum eru 43 fengnar.


Benóný að klappa Urði.

Búið að skipta niður í kró það sem átti að sæða.


07.12.2017 11:37

Búið að rýja rollurnar og taka þær alveg inn.

Guðmundur Þór frá Búðardal kom til okkar á fimmtudaginn 30 nóvember.

Hann var skotfljótur að þessu. Búnað vera hjá Bárði á Hömrum um morguninn og svo 
kom hann til okkar um 4 leytið og var búinn um 11 leytið ekkert smá harka og dugnaður
í honum og fer svo í annan eins dag ef ekki lengri næstu daga.

Jæja nú eru allar komnar á sinn stað gemlingarnir eru úti i enda svo eru veturgömlu hér
sér það hefur sýnt sig seinustu ár að frjósemin þeirra verður betri ef þær eru sér og fá
eins mikið og þær vilja að éta. Eins og þið sjáið þá erum við með okkar sérmóníur
að skilja eftir á rassgatinu ullina og kviðnum og finnst okkur það virka vel. 

Siggi byrjaði að gera þetta við gemlingana sína fyrst og við tókum alltaf allt af okkar og það
var auðséð að hans urðu miklu þroskumeiri og fallegri en okkar svo við tókum þessa hefð
upp hjá honum. Það getur líka verið kalt í húsunum og þá sleppur maður alveg við að þurfa
plasta yfir sem við þurftum oft að gera þegar við tókum allt af og þá varð vinnan eftir það við
að hreinsa grindurnar erfið og mikil.
Við skyldum alltaf ullina eftir á gömlu rollunum og tókum allt af ungu en núna skiljum við
eftir á öllum.
Svo eru þær með smá vörn á vorin fyrir júgrin ef það verður kalt vor.

Gemlingarnir.

Gemlingarnir hjá Sigga í Tungu.

Þessi gemlingur er frá mér og var vel sáttur við nýju klippinguna.

Mávsynir frá Sigga og mér bíða í eftirvæntingu eftir fengitímanum.
Ég ætla að byrja að sæða í næstu viku og byrja svo um næstu helgina að hleypa til.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.

28.11.2017 08:59

Ásettningur hjá Guðmundi Ólafs Ólafsvík

17-072 er undan 15-636 Móses og Gra 14-002

46 kg 30 ómv 3 ómf 4 lag

8,5 frampart 17,5 læri 8 ull 34 alls

17-065 er undan Bekra 12-911 og Tinnu 14-044

59 kg 110 fótl 32 ómv 4,1 ómf 45 lag

9,5 frampart 19 læri 7,5 ull 8 samræmi 44 alls

17-066 er undan Dreka 13-953 og Steinunn 15-053

50 kg 110 fótl 33 ómv 3,2 ómf 4,5 lag

9 frampart 18,5 læri 7 ull 8,5 samræmi 43 alls

17-067 er frá Óskari gamla í Bug og er undan Grettir 16-449 og Rós 11-029

46 kg 107 fótl 30 ómv 2,7 ómf 3,5 lag 

8,5 frampart 17 læri 8 ull 8 samræmi 41,5 alls

17-070 er undan 16-449 Grettir og Fríð 10-035

45 kg 109 fótl 31 ómv 2,4 ómf 4,5 lag 

8,5 frampart 17,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi 42 alls

17-068 er undan 11-946 Borkó og Dóru 12-030

54 kg 111 fótl 34 ómv 2,9 ómf 4,5 lag

9 frampart 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi 43 alls

17-069  er undan Móses 15-636 og Uglu 11-022

49 kg 109 fótl 26 ómv 3,8 ómf 3,5 lag 

8,5 frampart 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi 42,5 alls

Þessi er óstiguð því Gummi heimti hana svo seint.

55 kg og er undan Gretti 16-449 frá Tungu sem er undan Máv okkar sem fór á stöðina og 
rollu hjá Gumma sem heitir Skrauta.

Þessi er líka óstiguð og heimtist seint.

45 kg og er undan Tobba og Gránu.

17-031 Tinni er undan Dreka 13-953 og Steinunn 15-053 stór og fallegur hrútur.

64 kg 114 fótl 32 ómv 3,5 ómf 4,5 lag 

8 9 8,5 9 9 18 8 8 8,5 alls 86 stig.

Hér er svo Guðmundur að sýna okkur flottu kindurnar sínar í flottu snyrtilegu fjárhúsunum
sínum sem eru alveg einstaklega hlý og notaleg og það er auðséð að það fer mjög vel
um kindurnar hjá honum.

Það eru svo fleiri myndir af heimsókn minni hjá honum hér inn í albúmi.
 

27.11.2017 08:59

Ásettningur hjá Óttari á Kjalvegi

Þessi er undan Skriðu og Kaldnasa.

54 kg 34 ómv 2,3 ómf 5 lag

9,5 frampartur 19 læri 8 ull.

Þessi er á móti og er undan Skriðu og Kaldnasa líka.

57 kg 33 ómv 3,9 ómf 4,5 lag

9,5 frampart 18 læri 7,5 ull.

Þessi er undan Kaldnasa og Búbbu.

50 kg 33 ómv 3,1 ómf 5 lag

9,5 frampart 19 læri 8 ull.

Þessi er undan Drottningu og Vind.

45 kg 31 ómv 2 ómf 5 lag

9 frampart 19 læri 8 ull.

Þessi er undan Dag og Klukku.

56 kg 32 ómv 3,5 ómf 4,5 lag 109 fótl

8 9 9 9 9 18,5 9 8 9 alls 88,5 stig.

Þessi er undan Kaldnasa og Fóstru.

56 kg 36 ómv 2,8 ómf 5 lag 109 fótl.

8 9 9 10 9,5 19 8 8 8,5 alls 89 stig.

Það eru svo fleiri myndir af heimsókn minni til Óttars hér inn í albúmi.

24.11.2017 21:02

Ásettningur hjá Sigga í Tungu

Þessi er undan Dropu og Grettir.

50 kg 31 ómv 3,2 ómf 4 lag 106 fótl

9 frampart 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.

Þessi er undan Slyddu og Máv.

50 kg 35 ómv 3,3 ómf 4,5 lag 108 fótl

9 frampart 18 læri 8 ull 9 samræmi.

Þessi er undan Borkó sæðishrút og Fönn.

49 kg 30 ómv 2,6 ómf 4 lag 110 fótl

9 frampart 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

Þessi er undan Svört og Máv.

46 kg 34 ómv 1,9 ómf 4,5 lag 109 fótl 

9 frampart 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

Þessi er undan Gloppu og Máv.

46 kg 31 ómv 2,6 ómf 4 lag 108 fótl

9 frampart 17,5 læri 7,5 ull 9 samræmi.

Þessi er undan Gloppu og Máv líka.

45 kg 31 ómv 3,4 ómf 4,5 lag 109 fótl

9 frampart 17,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

Þessi er undan Bekra sæðishrút og Gránu.

50 kg 31 ómv 5,9 ómf 4 lag 111 fótl

9 frampart 17,5 læri 7,5 ull 8 samræmi.

Siggi er svo með þennan lambhrút undan Skessu og Máv.

52 kg 31 ómv 3,2 ómf 5 lag 112 fótl

8 8,5 9 9 9 18,5 9 8 8,5 alls 87,5 stig.

24.11.2017 20:50

Ásettningur hjá Jóhönnu Ólafsvík

Dimmalimm er undan Perlu og Ask . Askur er hrúturinn okkar undan Kalda

44 kg 108 fótl 30 ómv 3 ómf 4,5 lag

8,5 framp 17,5 læri 7,5 ull 8 samræmi alls 41,5

Snúlla er undan Glódísi og Kaldnasa.

42 kg 113 fótl 28 ómv 3,4 ómf 4 lag

8,5 frampart 17,5 læri 8,5 ull 8 samræmi alls 42,5

22.11.2017 20:21

Ásettningur hjá Jóa og Auði Hellissandi

Líf 17-079 er undan Byrtu og Hugur

39 kg 30 ómv 3,9 ómf 4 lag 

9 frampart 17,5 læri 7,5 ull alls 34

Rósa 17-082 er undan Hug og Rósu

44 kg 30 ómv 3,3 ómf 4,5 lag

9 frampart 18 læri 8 ull alls 35

Himnesk 17-080 er undan Húna Kút og Skuggu

38 kg 32 ómv 2,6 ómf 4 lag

8,5 frampart 17,5 læri 8 ull alls 34

Dúlla 17081 er undan Bíbí og Húna Kút

47 kg 34 ómv 4,3 ómf 5 lag

9 frampart 18 læri 8 ull alls 35

Ástríkur 17-021 er undan Hug og Sunnu

48 kg 108 fótl 30 ómv 5,1 ómf 4 lag

8 9 9 8,5 9 18 7,5 8 8,5 alls 85,5 stig

Steinríkur er undan Fíu Sól og Flekk.

50 kg 31 ómv 3,3 ómf 4 lag 112 fótl

8 9 9 8,5 8,5 18,5 8 8 9 alls 86,5 stig.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.




12.11.2017 14:51

Ásettningurinn okkar 2017

Svanur 17-001 undan Svönu og Máv. Tvílembingur

55 kg 35 ómv 2,2 ómf 5 lag 113 fótl.

8 9 9 9,5 9 19 8,5 8 8,5 alls 88,5 stig.

Kraftur 17-002 undan Íssól og Ísak. Tvílembingur

44 kg 30 ómv 2,2 ómf 4,5 lag 110 fótl.

8 8,5 9 8,5 9 18,5 8 8 8,5 alls 86 stig.

Sprengja 17-003 undan Dröfn og Ísak. Þrílembingur

44 kg 34 ómv 3,4 ómf 4,5 lag 105 fótl.

9,5 framp 18,5 læri 7,5 ull 8 samræmi 43,5 heildarstig

Bomba 17-004 undan Frenju og Máv. Tvílembingur

50 kg 35 ómv 4 ómv 4,5 lag 109 fótl.

9 framp 18 læri 7,5 ull 9 samræmi 43,5 heildarstig.

Hlussa 17-005 undan Vin sæðishrút og Rjúpu. Tvílembingur

49 kg 34 ómv 2,9 ómf 4,5 lag 109 fótl.

9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi 44 heildarstig.

Birta 17-006 undan Tungu og Glám. Tvílembingur

50 kg 33 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 103 fótl.

9 framp 18 læri 9 ull 8,5 samræmi 44,5 heildarstig.

Gyða Sól 17-007 undan Mjallhvíti og Ask. Tvílembingur

46 kg 37 ómv 3,4 ómf 5 lag 107 fótl.

9 framp 18 læri 8 ull 9 samræmi 44 heildarstig.

Elka 17-008 undan Snældu og Part. Tvílembingur

44 kg 35 ómv 3,7 ómf 5 lag 106 fótl.

9,5 framp 19 læri 7,5 ull 8,5 samræmi 44,5 heildarstig.

Björg 17-009 undan Dóru og Part. Þrílembingur

47 kg 32 ómv 3,5 ómf 5 lag 104 fótl.


9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi 44 heildarstig.

Sunna 17-010 undan Dóru og Part. Þrílembingur

49 kg 32 ómv 3,4 ómf 5 lag 107 fótl.

9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi 44 heildarstig.

Rakel 17-011 undan Hriflu og Grettir. Tvílembingur

50 kg 33 ómv 3,1 ómf 5 lag 108 fótl.

9 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi 43,5 heildarstig.

Sól 17-012 undan Ögn og Grettir. Tvíelmbingur

45 kg 31 ómv 3,1 ómf 4,5 lag 104 fótl.

9,5 framp 19 læri 7,5 ull 8 samræmi 44 heildarstig.

Glóð 17-013 undan Mónu Lísu og Móra. Tvílembingur

49 kg 30 ómv 4,6 ómf 4,5 lag 109 fótl.

8,5 framp 18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi 43,5 heildarstig.

Vaiana 17-014 undan Móheiði og Kaldnasa. Tvílembingur

55 kg 29 ómv 3,9 ómf 4 lag 113 fótl.

8,5 framp 18,5 læri 7,5 ull 8 samræmi 42,5 heildarstig.

Móana 17-015 undan Móheiði og Kaldnasa. Tvílembingur

41 kg 30 ómv 4,1 ómf 4 lag 104 fótl.

8,5 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi 42,5 heildarstig.

Gurra 17-016 undan Maggý og Tinna sæðishrút. Tvílembingur

40 kg 33 ómv 2,9 ómf 4,5 lag 108 fótl.

9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi 44 heildarstig.

Ronja 17-017 undan Eik og Móra. Tvílembingur

50 kg 27 ómv 5 ómf 4 lag 110 fótl.

9 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi 43 heildarstig.

Þá er okkar ásettningur upptalin og mun ég svo setja inn frá fleirum á næstunni.

Við erum komin með öll lömbin inn og stóru hrútana einnig eru rollurnar inn í girðingu og
við hleypum þeim út á daginn og inn á kvöldin. Lömbin voru bólusett fljótlega eftir að við
tókum þau inn og öllu gefið ormalyf.

Hér er mynd af Máv 15-990 sem er veturgamal á þessari mynd hann verður tekinn á 
sæðingarstöð núna í vetur. Mávur er undan Dröfn og Blíka.
Önnur mynd af honum þegar hann var veturgamal.

Það eru svo fleiri myndir af gimbrunum hér inn í albúmi.







19.10.2017 11:26

Héraðssýning lambhrúta Hömrum 2017

Jæja Héraðssýningin heldur áfram og nú er kominn laugardagurinn 14 október og hún hófst
kl 13:00 og lauk um hálf fimm leytið. 

Sýningin var á Hömrum Grundarfirði hjá Bárði og Dóru og ég ákvað að hafa smá bleikt þema
í tilefni af bleikum október og skreytti fjárhúsin eftir því. 

Sauðfjárræktarfélagið okkar Búi og Sauðfjárræktarfélag Eyrasveitar og nágrennis sá um 
þessa sýningu og það gekk allt eins og í sögu það var vel mætt um 70 manns held ég með
börnum upptalið. Við héldum áfram með lambahappdrættið okkar og það gekk framar 
vonum við seldum 82 miða og svo var selt kaffi og með því fyrir 500 kr og frítt fyrir börn
svo við fáum vel upp í kostnað fyrir sýningunni.

Fangelsið á Kvíabryggju sá um að búa til kjötsúpu fyrir okkur sem vakti mikla lukku og var einstaklega gómsæt og með hollensku ívafi því kokkurinn þar er Hollenskur.
Það voru 11 kollóttir vestan girðingar, 18 mislitir og 22 hyrndir svo í heildina vestan girðingar
og austan voru alls 19 kollóttir, 29 mislitir og 37 hvítir hyrndir mættir á sýningu.

Jón Viðar og Lárus voru mættir aftur til að dæma og fara nú að raða hér eins og á hinni 
sýningunni í 5 í uppröðun í hverjum flokki sem keppa við hina 5 austan girðingar.

Það var svo dregið í lambahappdrættinu meðan dómararnir gerðu upp hug sinn.
Það var mikil spenna og dregið var um 2 gullfallegar gimbrar og egg frá Dóru og Bárði úr
Hamrabúinu þeirra. 

Jæja þá ætla ég að skella myndum hér inn og láta þær tala sýnu máli ásamt útskýringum.

Hér er Héraðsmeistarinn 2017 á Snæfellsnesi hjá Bárði og Dóru Hömrum.
Hér er Óttar Sveinbjörnsson Kjalvegi en hann á hluta af heiðrinum bak við
meistarann að miklu leiti bæði í móður og föður hrútsins.
Hér er svo hrúturinn sem er undan hrút hjá Bárði sem heitir Partur og er Kletts sonur.
Klettur var hrútur frá Óttari á Kjalvegi undan Kveik sæðishrút.

47 kg 109 fótl 36 ómv 1,8 ómf 5 lag

8 9 9 9,5 9,5 19 7,5 8 9 alls 88,5 stig.

Í öðru sæti var hrútur frá Snorrastöðum undan Njáll 16-480 frá Haukatungu.
Það er hrúturinn sem er fyrstur í röðunni og Magnús heldur í.

51 kg 110 fótl 36 ómv 2,6 ómf 5 lag

8 8,5 8,5 9,5 9 19 8 8 8,5 alls 87 stig.

Kristján á Fáskrúðarbakka átti hrútinn í þriðja sæti og ég náði ekki mynd af honum.
en hér eru verðlaunahafarnir fyrir hvítu hyrndu 2017.

Í þriðja sæti hrútur undan Leki 14-003 

51 kg 103 fótl 35 ómv 3 ómf 5 lag

8 8,5 9 9,5 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig

Hér eru vinningshafarnir fyrir kollóttu hrútana 2017.
1 sæti Guðbjartur Hjarðafelli
2 sæti Ásbjörn Haukatungu Syðri 2
3 sæti Lauga Hraunhálsi

Besti kollótti hrúturinn 2017.

Frá Hjarðafelli undan Brúsa 53 kg 108 fótl 34 ómv 3,4 ómf 4 lag

8 9 9 9 9 18,5 9 8 8,5 alls 88 stig

í öðru sæti frá Haukatungu Syðri undan Magna.

59 kg 106 fótl 34 ómv 2,1 ómf 4 lag

8 8,5 8,5 9 9 18 9 8 8,5 alls 86,5 stig.

Þriðja sæti frá Hraunhálsi undan Hnallur.

51 kg 110 fótl 28 ómv 4,1 ómf 4 lag

8 9 8,5 8,5 9 18 8 8 8,5 alls 85,5 stig.

Vinningshafar í mislitu hrútunum 2017.
1 sæti Arnar og Elísabet Bláfeldi
2 sæti Guðmundur Ólafsson Ólafsvík
3 sæti Arnar og Elísabet Bláfeldi

Besti misliti hrúturinn 2017 frá Arnari og Elísabetu undan Hermil

50 kg 109 fótl 34 ómv 2,5 ómf 4,5 lag

8 9 9 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig

Í öðru sæti frá Gumma Ólafs undan Tobba.

55 kg 111 fótl 32 ómv 4,6 ómf 4 lag

8 8,5 8,5 9 9 19 8 8 9 alls 88 stig.
Í þriðja sæti frá Arnari Bláfeldi undan Ask frá mér.

52 kg 108 fótl 33 ómv 2,8 ómf 5 lag

8 9 9 9 8,5 18,5 8 8 8,5 alls 86,5 stig.
Hér má sjá töfluna með stigunum á gimbrunum sem voru í vinning í happdrættinu.

Svört gimbur frá Bárði og Dóru sem var undan Part og Hlédísi.

47 kg 30 ómv 2,0 ómf 4 lag 8,5 framp 18,5 læri 8 ull

Flekkótt gimbur frá Hraunhálsi.

45 kg 28 ómv 2,5 ómf 3,5 lag 8,5 framp 18 læri 7,5 ull
Hér eru vinningshafarnir úr happdrættinu og það eru þeir Hallur á Naustum sem fékk
þá kollóttu og svo Guðjón frá Syðri Knarratungu sem fékk þá hyrndu.
Eins og myndin sýnir þá sýnist mér þeir vera hæðst ánægðir með gripina sína.
Hér má sjá betri mynd af happdrættis vinningunum.
Hér má sjá bleika skrautið í fjárhúsunum.
Kaffi borðið var líka með bleikum löber og verðlaunin með bleikum slaufum og borðum.
Ég teiknaði hrútamyndirnar og gaf í verðlaun og Jóhanna Bergþórsdóttir málaði fallega
vatnslita málverkið sem var líka í verðlaun.
Hér má sjá kræsingarnar sem voru í boði.
Verið að skoða kollóttu hrútana.
Mýsnar hjá Bárði vöktu mikla athygli hjá yngstu kynslóðinni.
Eins var með karið sem er inn í Hlöðu sem róla.
Bjargmundur lét sig ekki vanta á sýninguna og hafði miklar skoðanir á hrútunum.
Margir og fjölbreyttir litir voru í mislitu hrútunum.
Trausti og Hanna komu og skemmtu sér vel.
Dóra rík amma.
Kristinn Bæjarstjóri hér einbeittur að fylgjast með.
Verið að skoða hyrndu hvítu.
Dúllurnar mínar komu með ömmu Huldu.
Við Dóra að fara láta krakkana draga happdrættis vinningana.
Lárus Birgisson að segja frá þessum fallega verðlauna grip.
Gummi Ólafs prentaði svo út stiganir á öllum hrútunum sem voru skráðir á blað og það
vakti mikinn áhuga og pælingar til að fygjast með. Alveg þrælsniðugt.

Verið að skoða í Haukatungu.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í mynda albúmi.

19.10.2017 10:54

Héraðssýnng lambhrúta á Snæfellsnesi 2017

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi fór fram um seinustu helgi 13 og 14 október.
Fyrri sýningin fór fram í Haukatungu Syðri 2 í flottu fjárhúsunum hjá Ásbyrni og Helgu.
Jón Viðar og Lárus Birgisson voru dómarar. 
Það voru 8 kollóttir, 11 mislitir og 15 hvítir hyrndir mættir til sýningar.
Það voru rúmmlega 40 manns með börnum sem mættu á sýninguna sem hófst kl hálf 9 og 
lauk í kringum 11 um kvöldið. Það var byrjað á því að fá alla hrútana í hverjum flokki og 
síðan endað með 5 í uppröðun sem keppa svo við þá 5 sem fara í uppröðun vestan
girðingar næsta dag. Að lokinni uppröðun var boðið upp á kaffi og kræsingar.
Mjög skemmtileg og vel heppnuð sýning.
Hér er verið að skoða kollóttu hrútana sem voru 8 .
Hér er svo verið að skoða mislitu sem voru 11.
Hér er verið að skoða hvítu hyrndu sem voru 15.
Hér er svo Farandsskjöldurinn til sýnis og kaffi og kræsingar.

Hér má svo sjá myndir af sýningunni inn í albúmi.

11.10.2017 14:50

Héraðssýning lambhrúta 2017

Vill koma því á framfæri að Héraðssýningin vestan megin girðingar hefur verið breytt og verður haldinn á Hömrum Grundarfirði hjá Bárði og Dóru en ekki í Tungu eins og stóð til.
endilega látið það berast

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2017

Fyrri sýningin fer fram föstudaginn 13.október á Haukatungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi
og hefst kl 20:30.

Áframhald fer framm laugardaginn 14.október á Hömrum Grundarfirði og hefst kl 13:00.
Á þeirri sýningu verða veitingar í boði geng vægu gjaldi til að fá aðeins upp í kostnað sýningarinnar.
Það verður sem sagt 500 kr á mann ef menn vilja gæða sér á kræsingum og kaffi og að sjálfsögðu
verður frítt fyrir börn.

Það verður svo áfram lambahappdrættið sem vakti svo mikla lukku og skemmtun.  
Þeir sem hafa áhuga á að 
krækja sér í miða þá mun miðinn kosta 1000 kr. Vegleg verðlaun í boði.
Engin posi verður á staðnum.

Verðlauna afhending verður svo að lokinni sýningu á Hömrum Grundarfirði  fyrir báðar sýningarnar.

Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt auðvitað kvatt til að mæta með sína gripi og sjá aðra.
Það verður mikið spáð og þukklað.


Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi. 
* Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum. 
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta. 
* Allir hrúta skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun. 
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni. 
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda. 
* Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta. 

Sjáumst hress og kát og eigum góðan dag saman.

02.10.2017 16:44

Minni á Héraðssýningu lambhrúta

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2017

Fyrri sýningin fer fram föstudaginn 13.október á Haukatungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi og hefst kl 20:30.

Áframhald fer framm laugardaginn 14.október í Tungu Fróðarhreppi í Snæfellsbæ og hefst kl 13:00.
Á þeirri sýningu verða veitingar í boði geng vægu gjaldi til að fá aðeins upp í kostnað sýningarinnar.
Það verður sem sagt 500 kr á mann ef menn vilja gæða sér á kræsingum og kaffi og að sjálfsögðu
verður frítt fyrir börn.

Það verður svo áfram lambahappdrættið sem vakti svo mikla lukku og skemmtun.                          Þeir sem hafa áhuga á að 
krækja sér í miða þá mun miðinn kosta 1000 kr. Vegleg verðlaun í boði.
Engin posi verður á staðnum.

Verðlauna afhending verður svo að lokinni sýningu í Tungu Fróðarhreppi  fyrir báðar sýningarnar.

Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt auðvitað kvatt til að mæta með sína gripi og sjá aðra.
Það verður mikið spáð og þukklað.


Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi. 
* Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum. 
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta. 
* Allir hrúta skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun. 
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni. 
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda. 
* Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta. 

Sjáumst hress og kát og eigum góðan dag saman.

Hér er gimbur sem var í verðlaun árið 2015 í happdrættinu svo það verður spennandi að sjá 
hvað verður í vinning núna.
Flettingar í dag: 581
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 2026
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 1387131
Samtals gestir: 75063
Tölur uppfærðar: 9.2.2025 03:20:32

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar