Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
05.06.2012 22:33Sauðburði lokið og sjómannadagurinn.Þá er þessum langa sauðburði loksins lokið. Dimma gemlingurinn hans Bóa bar í morgun gimbur undan Brimil en hún lét hafa aðeins fyrir því að komast út og þurfti smá átök í það en allt gekk vel og var hún allveg súper mamma strax. Bríet hennar Maju bar svo í gærmorgun og þar kom allveg gríðarlega stór gimbur sem er undan Mola og var hún það stór að við ákváðum að prófa að vigta hana og viti menn hún vó 7 kíló. Það má geta þess að það var hrútur í bændablaðinu sem var 6 kíló í fæðingu svo hún var þykkri en hann. Móra sem var sett í fangelsið var losuð eftir rúmmlega tveggja vikna fangelsi og það dugaði því hún tók lambinu sem var mikill léttir en við sitjum þó en uppi með hann Týra sem heimaling því það þýddi ekki að venja hann undir Bríet hann er svo háður manninum. Jæja það eru smá myndir í albúminu hér svo endilega kíkið á það. ![]() Hér er Bríet með risan sinn sem fæddist í gær morgun. Það var yndislegt veður hér seinustu viku og allir orðnir vel sólbrenndir og brúnir. Sjómannadags helgin var allveg meiriháttar það var svo gott veður og fórum við í siglingu með Emil á Kristborgu út að Vallarbjargi í smá skemmtisiglingu og getið þið séð myndir af því hér. ![]() Það voru einnig fleiri stórir bátar sem fóru með fólk í skemmtisiglingu á sjómannadaginn. ![]() Jæja forspretturinn á rollu rúntinn minn byrjaður hér má sjá fallegu hrútana hennar Mýslu á harða hlaupum kanski verða þetta flottir hrútar í haust ;). ![]() Upprennandi skúringardama á ferð og ætlar að læra snemma af mömmu sinni he he hún tók þetta eftir að ég var búnað skúra og pósaði svo svona líka flott. Skrifað af Dísu 22.05.2012 23:06LOKSINS LOKSINS BLOGG!Kæru blogg vinir þá er komið að því að ég nái loksins að blogga. Ég var farin að skammast mín fyrir hversu löng bið þetta var orðin en það var mál með vexti að krakkarnir höfðu fiktað í tölvunni hjá mér og ég gat ekki tengt hana við sjónvarpið því jú skjárinn er bilaður og hefur verið lengi. Ég hef nefla alltaf reddað mér með að tengja hana við sjónvarpið en ekkert gerðist en svo kíkti Maggi bróðir á þetta og þá var þetta bara stillingar atriði sem tölvu nördið ég hafði ekkert vit á ![]() Sauðburður er sem sagt búnað vera í fullu gangi og er nú að líða undir lok nema það voru 2 gemlingar sem bera ekki fyrr en um mánaðarmótin og svo ein rolla hjá Maju systir sem ber væntanlega líka þá því hún hefur gengið upp. Aðeins ein er eftir núna sem er á tali og ein er eftir hjá Sigga í Tungu líka sem er komin á tal. Það hefur ekki gengið nógu vel alla vega ekki hjá honum Bóa karlgreyjinu hann fékk sko aldeilis að kenna á því þetta árið. Hann byrjaði á því að tvær létu hjá honum mánuð fyrir burð. Hann fékk svo 6 rollur einlembdar en reyndar inn í því var ein með úldið og önnur með dautt svo þær voru skráðar með 2. Enn dundi óheppnin á honum því loksins kom ein tvílembd en þá bar hún fyrra lambinu dauðu af óútskýrandi orsökum en við höldum þó að hún hafi verið farin á stað og naflastengurinn hafi slitanað og svo ekkert meira skeð. En það var ekki nóg Nína rolla frá honum slapp af dauðadeildinni í haust svo hún gæti fært honum gimbur og loksins kom gimbur en fljótlega kom í ljós að hún var ekki heil því þetta var stærðar einlembingur sem gat ekki sogið og skalf öll og var eitthvað föst í framm fótunum svo hún var sprautuð með pensilíni í nokkra daga og gefið selen. Það virkaði þó eitthvað því á endanum náði hún að standa þó hún nötraði smá og sjúga sjálf. Svo núna er hún komin út svo það verður bara að bíða og sjá hvort hún lagist og verði heil í fótunum til ásettnigs í haust. En þetta er ekki búið enn því gemlingurinn hans hún Týra litla fór í keisara eftir að ég var búnað reyna lengi að ná úr henni en ekkert gekk og verður maður að læra af mistökunum að þegar þær eru svona þröngar að ekki reyna það einu sinni bara fara beint með þær undir hnífinn en jæja svo var farið með hana og var fyrra lambið sem ég var búnað vera basla við að ná dautt en hitt náði þó að lifa og komu Freyja og Bói með þau heim. Allt gekk ágætlega hún var farin að borða og hyldirnar farnar en var oft svolítið þanin út þar sem skurðurinn var en svo hjaðnaði það niður en hún mjólkaði þó aldrei nóg svo við urðum að gefa lambinu pela með. Svo viku seinna fannst okkur hún vera blása aftur út og hún var eins og hún væri með doða húkkti við vegginn og andaði ótt og títt og Siggi sprautaði hana með kalki en ekkert lagaðist. Bói hringdi svo í dýra og hann sagði að hann ætti að gefa henni meira pensilín en þegar það átti að gera það, var það of seint því hún kvaddi þennan heim um það kvöld og eftir sitjum við með hann Týra litla sem kemur jarmandi á móti okkur að fá pelann sinn. ![]() Hér er hann Týri litli sem vantar nýja mömmu. Ógæfan er ekki allveg horfin hjá Bóa og Freyju því nú bar Móra hennar Freyju 2 lömbum og allir ánægðir með það að það komi 2 en þá tekur rollu gribban upp á því að vilja bara annað lambið og stangar hitt í loftköstum frá sér já þetta er allveg merkilegur fjandi með þessa fjandans óheppni hjá þeim en það er nú ekki annað hægt en bara hlæja af þessu það er í rauninni ekkert sem kemur á óvart lengur..... Nú er sem sagt búið að setja hana í algjört fangelsi svo hún sjái ekki hvort er að sjúga og fær bara hey og vatn fyrir framan sig. ![]() En Bói tapar ekki allveg því við erum búnað vera dugleg að venja undir þessar einlembur hjá honum og er ekki nema 3 sem fara með eitt á fjall en hinar fengu ábót svo hann fær eitthvað kjöt í haust ![]() Ég missti 2 hrúta undan Hriflon sem ég gerði mér svo langa leið til að ná sæði alla leið inn í Haukatungu. Annar þeirra var svo stór og fallegur að það var allveg grátlegt þegar hann dó en svona vill þetta fara það gerðist eitthvað það var svo hrikalega erfitt að ná honum úr henni og ég tók hann heim og blés hann heillengi og loksins tók hann aðeins við sér en náði ekki að standa var svo stór svo við spelkuðum hann en hann náði sér ekki á strik og var tekinn inn í Tungu. Við tókum svo annan Hriflon son undan Hlussu með okkur heim því hann fæddist allt of lítill miðað við gimbrina sem var á móti og hefur hann ekki fengið nóga næringu í móður kviði þvi svo lítill var hann. Við blésum hann og gáfum honum búst og geymdum hann svo heima yfir nóttina en hann var dauður um morguninn og það var sama sagan af hinum sem var tekinn inn í Tungu svo ég á greinilega ekki að fá hrút undan Hriflon til að ná fitunni úr stofninum mínum arrggg... en ég fæ þó eina gimbur. Ég og Emil erum búnað fá 52 lömb alls eða 50 lifandi ég er bara mjög sátt við það. Það voru 3 þrílembdar,14 tvílembdar og 3 veturgamlar með 1 og ein úr sæðingunum með 1 saman 4 einlembdar. Gemlingarnir voru allir með eitt nema einn hjá mér var með 2. Það er svo bara ein rolla eftir hjá mér. Það er algjört gimbra ár í ár hjá okkur eða 38 gimbrar sem sagt í allt hjá okkur Bóa og það eru 28 hrútar nei þetta er kanski bara nokkuð jafnt bara en það verður alla vega vandamál með allar þessar gimbrar í haust að velja hvað verður til ásettnings. Maja er búnað fá allt tvílembt hjá sér eða 3 með 2 og eina veturgamla með eitt og svo er gersemið eftir hún Bríet en hún hefur gengið upp og ber um mánaðrmótin. Maja missti svo eitt lamb úr slefsýki eða einhverri veiki samdægurs og það fæddist ömurlegt. Það er búið að ganga vel hjá Sigga allar með 2 nema ein sem var með eitt og ein með 3. Gemlingarnir með eitt nema einn var með 2 en annað þeirra var svo lítið að það lifði ekki af. Það er svo ein rolla eftir hjá honum. Hjá honum er algjört hrúta ár ég held að hann sé aðeins með 5 gimbrar og rest hrúta. Jæja komin tími á að hætta þessari munnræpu og leyfa ykkur að fara kíkja á myndirnar sem má sjá í albúminu hér og hér þau eru tvö að þessu sinni. ![]() Ísabella á leið út með hrútana sína undan Grábotna. ![]() Rauðhetta með þríbbana sína ég fékk heldur mikið af svona bíldóttu og eyglóttu í ár en það þykir mér ekki nógu flottur litur. Tilraunin mín með Golsa Rambó á mórauðu rollurnar var ekki að virka fékk bara grátt og bíldótt eins og hér og svo grágolsótt. ![]() Jæja Hannes þetta virkaði ég fékk tvo mórauða nú er bara að bíða og vona að hún skili þeim heim í haust og þeir stigist vel he he. ![]() Flottur gimbra hópur. ![]() Gaman hjá Benóný í sumarbústaðnum hjá Fríðu frænku en ég fékk afnot af honum meðan sauðburðurinn var. Þar var ljúft að leggja sig milli burða og þakka ég kærlega fyrir afnotin af honum. Skrifað af Dísu 30.04.2012 12:24Fyrstu lömbin hjá okkur og fyrsta sjóferð Emils á Kristborgu.Jæja þá er spennan loksins runninn upp og sauðburður er hafinn og gengur vel eins og komið er. Erum búnað fá sæðinga úr Gosa,Grábotna og Hróa og eigum eftir að fá úr Snævari,Hriflon og Sigurfara. Ég gaf mér loksins tíma til að blogga smá og henda inn smá sýnishorni af lömbunum sem komin eru hjá okkur og Sigga. Síðan fór ég líka í heimsókn til Bárðar um daginn og Gumma Óla og tók myndir af lömbunum þeirra en sauðburður þar er allveg kominn vel í gang þó svo hann sé bara rétt að byrja hjá okkur. Jæja nú er mál að drífa að henda þessu inn og fara svo í fjárhúsin heyrumst fersk þegar fleiri lömb eru kominn..... ![]() Gulla hans Sigga í Tungu bar fyrst hrút og gimbur undan Gosa. ![]() Svo bar hún Ronja mín þremum undan Gosa einnig úr sama strái og var notað í Gullu en eitthvað er liturinn skrítinn miðað við að Gosa á að vera arfhreinn. Ronja er allveg afburðar ær og er þetta þriðja árið í röð sem hún kemur með þrjú risa lömb en það var henni aðeins um megn núna því hún fékk smá doða og erum við að sprauta hana með kalki og dekstra við hana með brauði og vonast til að hún nái sér. ![]() Ylfa er einnig með einn hrút undan Gosa en ég hefði nú viljað sjá hana tvílembda ef hún ætlar að standast ættirnar sínar hvað frjósemi varðar. ![]() Flekkóttur hrútur og grá gimbur undan Grábotna. ![]() Svört hans Sigga með 2 hrúta undan Grábotna. ![]() Ísabella með 2 hrúta undan Grábotna. Það eru svo fleiri myndir af sæðislömbunum inn í myndaalbúminu hér svo endilega skoðið. Emil fór sína fyrstu sjóferð á Kristborgu í gær á handfæri og var næstum með fullan bát eða 3,9 tonn ekki amaleg byrjun hjá honum sko kallinn hann kann þetta ![]() Ég fór og tók á móti honum með myndavélina og náði nokkrum myndum sem þið getið skoðað hér. ![]() Vel siginn hjá honum báturinn eins og þið sjáið. Skrifað af Dísu 23.04.2012 22:54Heyskapur,Ullarferð og fyrstu lömbin á Hömrum.Jæja það er orðið til háborna skamma hva það er langt síðan ég hef komist í tölvuna til blogga og með hlaðið af efni til að setja inn en það hafðist núna loksins. Kanski var það líka vonbrigðin með það að tvær kindur hjá okkur létu já það var ekki nóg ein heldur þurfti önnur að smitast örugglega af hinni allveg ömurlegt ég byrjaði að blóta sprautunni í sand og ösku en ég veit það er ekki henni að kenna en maður reynir alltaf að finna eitthvað. Svo getur það verið raskið í kringum það að sprauta þær. Heyið eða bara allur anskotinn maður verður allavega alltaf jafn fúll og pirraður og setti þetta allveg strik í tilhlökkunina fyrir sauðburðinn en sem betur fer er ég búnað jafna mig og er farin að hlakka til núna aftur. Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur meira segja heyskapur svona snemma vors og var það Siggi í Tungu sem fór að slá til að henda af túninu hjá sér til að rækta upp fyrir sumarið allveg þrælsniðugt. Það skapaðist smá heyskapar fílingur og Emil og Bói fóru og hjálpuðu honum að raka saman og Siggi ýtti heyinu svo á traktornum. ![]() Hér er Siggi að slá í apríl sem er sjaldséð hér í sveit. ![]() Hér er Emil að raka saman í blíðskapar vorveðri. Það eru svo fullt af myndum inn í albúmi og einnig af páskunum sem ég átti eftir að setja inn líka hér Við fórum svo loksins með ullina á Yrstu Garða og tók Andrés við okkur þar og hjálpaði okkur að koma henni inn í gám. Við vorum svo heppin að hann bauð okkur að skoða fjárhúsin sem eru stórglæsileg og er hann með um 70 mórauðar ær og það dökkmórauðar ekkert smá flottar hann er örugglega einn af fáum sem er að rækta svona mikið af því. Við fengum líka að skoða gemlingana hans sem voru tæpir 200 ekkert smá fjöldi enda er hann með um 800 ær. Það eru fullt af myndum af ferð okkar svo hér. og fleiru. ![]() Hér erum við að fara hlaða inn í gáminn. ![]() Svakalega flott fjárhús. ![]() Mikið að fallegum litum. Það er allt komið á fullt í sauðburði hjá Bárði og Dóru inn á Hömrum og fór ég náttúrulega að kíkja á þau og svo er líka að komast á skrið hjá Gumma í Ólafsvík og Óla og þeim en ég verð bara bíða spennt áfram eftir þessu hjá okkur. ![]() Rosalega flottur litur á gimbur hjá Bárði og Dóru sem er undan Frey Sokka syni. ![]() Hér er svo ein stærðar gemlings gimbur hjá honum. Skrifað af Dísu 08.04.2012 10:24Meira rolluflandur og fyrstu lömbin í Ólafsvík hjá Gumma og Brynjari.Sælir kæru vinir núna er ég búnað fara á enn fleiri staði og var Bug þar fyrir valinu hjá Óskari,Óskari eldri og Jóhönnu. Emil fór að hjálpa Óskari að sprauta fyrir lambablóðsóttinni og ég notaði tækifærið og tók myndir hjá þeim. ![]() Hér er prinsinn hjá Óskari hann Bjartur en hann er undan Magna frá Hjarðafelli. ![]() Hér er svo prinsinn hennar Jóhönnu hann Höttur en hann er undan Herkúles. Næst lá leið okkar inn í Háls til Þórunnar og Gvendar og hitti það svo vel á að við vorum að koma úr Bónus og vorum á leiðinni heim þegar ég sá að það var einhver í Hálsi og varð ég að koma við og fá að kíkja á kindastofninn þeirra. ![]() Hér eru kindurnar þeirra og eru þau með um 90 kindur. Svo er það sem allir eru búnað vera bíða eftir með eftirvæntingu en það eru litlu sætu lömbin sem eru komin í Ólafsvík hjá Gumma Óla og Brynjari. ![]() Þessi gemlingur kom með 2 hjá Gumma Óla. ![]() Þessi kom með móflekkótan hrút og er einnig gemlingur. ![]() Þessi er í eigu Brynjars og er með grábotnótt lamb. ![]() Þetta er líka í eigu Brynjars. Það var verið að bera ofan í afleggjarann í Tungu og upp að fjárhúsunum og náði ég mynd af Óla í Geirakoti á gröfunni. ![]() Hér er hann að störfum. ![]() Embla alsæl með kexið sitt en hún Hulda og Rauðhetta eru að reyna ná því af henni. ![]() Hér er Benóný í traktornum sem Ágúst bróðir á í Fögruhlíð. Það eru myndir af flandrinu og tiltektinni í fjárhúsinu og allt saman inn í myndaalbúminu hér. Við héldum upp á 1 árs afmælið hennar Emblu Marínu á Skírdag loksins og var það rosa stuð og gaman og held ég að Benóný hafi samt skemmt sér mest. ![]() Hann var alsæll með traktorinn sem Dagbjört frænka og fjölsk gáfu honum. Embla fékk líka fullt af flottum gjöfum og svakalega flotta hello kitty köku sem Rakel Gunnars bakaði. ![]() Allveg snilldar bakari þessi kona geggjuð kaka. Þið getið svo séð meira af þessu öllu inn í þessu myndaralbúmi endilega kíkið og kommenntið. ![]() 03.04.2012 11:38Á rollu flandri á ýmsum stöðum.Jæja nú er ég búnað vera á rollu flandri á ýmsum stöðum hjá rollu bændum hér í nágrenninu og byrjaði á því að fara til Stebba og Heimirs í Ólafsvík og síðan til Bárðar á Hömrum og því næst aftur inn í Ólafsvík til Gumma og Marteins. Það sem stóð upp úr var algjörlega breytingin á flekkótta hrútnum hjá Bárði sem er án efa búnað taka rosalegum frammförum og bæta heilmikið við lærin og svo er eins og það hafi verið teygt á honum því svo langur er hann orðinn. Emil er svo loksins kominn heim eftir 4 vikna útilegu og hef því loks tíma til að blogga almennilega og óþreytt núna í staðinn fyrir að vera að gera þetta seint á kvöldin þegar börnin eru sofnuð ![]() Við sprautuðum fyrstu sprautuna bæði hjá sæðisrollunum og hinum um daginn og er núna um páskana kominn tími á seinni sprautuna hjá sæðisrollunum. Þetta er allt að verða svo spennandi þegar þessi skemmtilegi tími er framm undan. Hjá Gumma og Óla er þetta allveg að fara bresta á því hrúturinn hefur sloppið í eitthverjar fyrr en átti að vera og eru þær allveg að fara bera en þeir vita ekki nákvæma dagsettningu svo þeir eru bara öllum stundum í fjárhúsunum he he. Það var farið í mikla fjárræktarferð seinustu helgi en ég komst ekki í þá ferð svo ég fór bara í stutta ferð á eigin vegum um nágrennið. En hann Svanur í Dalsmynni fór í ferðina og tók flottar myndir og bloggaði svo endilega kíkið á snilldar bloggið hans hér Dalsmynni.123.is en hér kemur svo bloggið mitt ![]() ![]() Hér eru fjárhúsin hjá Stebba í Ólafsík fyrsti viðkomu staður í ferð minni. ![]() Þessar eru hjá Stebba og er þessi golsótta undan Rambó golsótta hrútnum okkar og sú gula er undan Mola. ![]() Hér eru hrútarnir hjá Heimi og Stebba sá flekkótti er undan Topp frá okkur og svo er þetta hann Heisi frá Snorra . ![]() Hér má sjá feikileg lærahold á honum Heisa og mikla fyllingu. ![]() Þá erum við komin á Hamra til Bárðar og hér er hann Freyr með svakalegu lærin sín og ekkert smá stór orðinn og svo er hrúturinn hans Óttars sem er líka með svakaleg læri en ekki eins feitur að sjá. Já þeir fá sko alleg nóg að borða þessir. ![]() Hér sést svo vel lengdin á honum það er eins og það hafi verið teygt úr honum. Mig minni allavega að hann hafi ekki verið svona langur í haust en svo getur það vel verið en allavega þá hefur hann tekið allveg rosalega vel við sér og er þetta örugglega komandi sigurvegari í mislitaflokknum í haust til að viðhalda titlinum hjá Bárði he he. ![]() Svakalega þroskamiklir og holdfylltir gemlingarnir hjá Bárði. ![]() Hér erum við svo komin aftur inn í Ólafsvík og hér er andastofninn hans Óla. ![]() Hér erum við hjá Gumma og er þessi gemlingur allveg að fara bera hjá honum eins og sjá má á júgrinu á honum. ![]() Hér er fjárhúsið og hlaðan hjá Marteini í Ólafsvík. ![]() Hérna eru fjallmyndalegar skjátur sem eru í dekri hjá Marteini en önnur þessi gráflekkótta er frá Gumma og sú mórauða frá Marteini. ![]() Þessi fallega kisa á heima í fjárhúsunum hjá Marteini og er allveg einstaklega ljúf og góð og tók vel á móti okkur þegar hún fékk smá klapp og klór. ![]() Hérna er hrúturinn hans Marteins sem hann keypti af Jensínu og Andrési. Afskaplega fallegur og vel í holdum enda fær hann allveg fyrsta flokks dekur hjá Marteini. ![]() Þær eru stórar og fallegar hjá honum og vel í holdum og eru 5 þrílembdar hjá honum. ![]() Auðvitað varð svo minn maður að fá að fara aðeins í traktorinn okkar. Jæja þá er þetta upptalið hjá mér og er svo fullt af myndum hér af þessu öllu saman. Embla átti afmæli um daginn og fékk hún afmælisgjafir á afmælisdaginn en enga veislu því við ætlum að halda hana við fyrsta tækifæri fyrst Emil er kominn í frí. Ég skellti inn smá myndum af þeim á afmælisdaginn hennar og smá myndum úr afmæli Nonna Sig sem var 30 ára 30 mars og Irma hélt honum svakalega flotta afmælisveislu í klifi svo endilega kíkið á það hér. Skrifað af Dísu 28.03.2012 09:29Embla Marína 1 ársJæja tíminn líður nú er hún Embla Marína okkar orðin 1 árs í dag 28 mars. Ég fór með hana í skoðun í gær og er hún 8 og hálft kíló og 74 cm svo hún heldur bara sinni línu. Hún er farin að vera ansi köld í skúffunum í eldhús innréttingunni og klifrar út um allt. Hún er líka farin að labba en nennir því ekki mikið því hún er miklu fljótari á rassinum ;) . Tennurnar hlaðast í hana og er hún komin með 4 allveg niður uppi og niðri en svo er farið að sjást í 3 til viðbótar. Við leyfðum Emblu og Benóný að opna pakkan til Emblu frá okkur í gær og hertók Benóný það allveg en Embla var hæðst ánægð með kassann utan af bílnum. Benóný fékk nú samt líka pakka og var það slökkviliðsbila tjald og notar hann það sem bílskúr voða lukkulegur. Við leyfðum þeim að opna í gær því Emil er farinn á sjóinn í Sandgerði og kemur ekki fyrr en í páskafrí aftur. Þess vegna verður afmælisveislan bara haldin síðar þegar hann verður í landi en ég ætla að reyna að eiga bara skemmtilegan dag með þeim í dag. ![]() Lukkuleg á nýja Hello kitty bílnum sínum. Elsku Embla okkar innilega til hamingju með daginn þinn. ![]() Alltaf nóg að gera í skúffunum í eldhúsinu. ![]() Benóný með slökkviliðsbíla tjaldið sitt sem hann notar sem bílskúr fyrir bílinn he he. * 19.03.2012 00:02Heimsókn á Eystri-LeirárgarðaÁ laugardaginn fórum Ég og krakkarnir,Karítas og Siggi í Tungu í heimsókn til Hannesar og Danielu á Eystri Leirárgörðum. Það var allveg ofboðslega gaman að koma til þeirra og skoða. Hannes og pabbi hans eru með hátt í 400 rollur og 60 og eitthvað kýr og eru fjárhúsin og fjósið allveg rosalega flott og tæknileg. Benóný var auðvitað kominn í himnaríki og vildi helst bara eiga heima þarna með Hannesi í traktornum og svo inn að leika með flotta dótið hjá strákunum hans. Meira segja daginn eftir þegar við vorum heima fór hann við dyrnar og sagði koma bil gefa me me og traktor svo ég vissi að hann héldi að hann gæti bara farið aftur í heimsókn til Hannesar he he svo þetta verður minnisstætt hjá honum. ![]() Hér er Hannes með Benóný í traktornum. ![]() Hér er hann Hrímar hjá Hannesi sem hann fékk hjá okkur. Hann er undan Hrímu og Mola og er hann rosalega fallegur hjá honum og hefur stækkað allveg rosalega. ![]() Þessir gemlingar eru sónaðir með 2 hjá honum og eru þeir ekkert smá þroskamiklir og fallegir hjá honum. Það var meira segja einn sónaður með 3. ![]() Hér er svarti gemlingurinn sem hann fékk hjá okkur undan Drottningu og Negra hans Bárðar búnað stækka allveg gríðalega og ekkert smá tinnu svört. ![]() Hér er hin gimbrin sem hann fékk sem er undan Doppu og Herkúles og er hún sónuð með 2 og hefur hún einnig stækkað allveg rosalega. ![]() Hér er svo aðalbóndinn sjálfur hann Hannes með fulkommið hey eins og það á að vera. ![]() Við aðeins að kíkja á beljurnar og ætluðu þær allveg að éta okkur he he. ![]() Hér er ein að koma sér fyrir til að láta mjólka sig. Það eru svo fullt af myndum af ferðinni okkar hér svo endilega kíkið á það. ![]() Hér er litli grallarinn okkar hún Embla sem er aldeilis farin að færa sig upp á skaftið og farin að klifra upp á uppþvottavélina og tæta. Það komst svo upp um hana að hún hafi verið að gæða sér á klósettpappir því hún var með bréf leifarnar á hökunni he he ![]() Hún er núna farin að labba líka allveg fullt af skrefum svo þetta fer allveg að koma hjá henni og þá verður enn meira að gera hjá mér úff... Algjör gullmoli það eru svo nokkrar myndir af þeim systkinum hér. Skrifað af Disu 15.03.2012 10:29Hrútarnir og heimsókn til Óla,Sigga og Brynjars og Gumma Ólafs.![]() Hér er Brimill og Týr. ![]() Hér er Týr Mána sonur,Golíat Boga sonur sá kollótti ekki allveg í sömu gæðum og svo er Keikssonurinn hann Stormur. ![]() Sakalega falleg forrystu gimbur hjá Óla. ![]() Þessi kynþokkafulli hrútur er til sölu hjá honum Guðmundi Ólafssyni og er undan sæðishrútnum Kalda sem var frjósemishrútur svo ef einhverjum vantar að bæta frjósemina hjá sér þá er um að gera að fjárfesta í þessum gæða grip hjá Gumma sem er í síma 8931017 eftir rómantísku ferðina sem hann er í núna Jæja það eru svo fleiri myndir hér af hrútunum og heimsókninni hjá Ólafsvíkur bændunum. 08.03.2012 00:22Seinni rúningur hjá rúningsmeistaranum Chris Hird og félaga hans.![]() Hér er Chris að verki allveg ótrúlega snöggur og þetta allveg leikur í höndunum á honum. ![]() Hér er svo félagi hans með Topp. Þeir fóru nú bara létt með að taka af þessum stóru þungu hrútum. ![]() Hér má sjá gimbrarnar hans Sigga í Tungu það er ekki amalegt að fá að taka í svona læri. ![]() Hér er Embla með mér í fjárhúsunum hún var 11 mánaða um daginn. ![]() Benóný með Steina frænda sínum að gefa hestunum brauð. Ég hef ekki náð að blogga mikið núna því fartalvan er að gefa sig ég sé ekkert á skjáinn og varð að tengja hana við sjónvarpið ekki gaman. Ég lét mig þó hafa það núna að skella þessu inn. Það eru fullt af myndum af rúninginum og fleiru hér svo endilega kíkið. Ég á svo eftir að ná betri myndum af hrútunum og skella inn. Skrifað af Dísu 23.02.2012 22:55Benóný og Embla sakna pabba þetta er fyrir þig pabbi.Emil er búnað vera svo mikið að róa núna og koma lítið heim því hann er að klára ufsa kvóta á Þórsnesinu og eru þeir í Sandgerði. Ég setti inn myndir í myndaalbúm af Benóný og Emblu og smá rollumyndir líka svo hann geti fylgst með fjölskyldunni sinni sem saknar hans ofboðslega mikið knús á þig frá okkur ![]() ![]() Benóný Ísak svo lukkulegur að draga Emblu í heimsókn til Huldu ömmu. ![]() Að fara að sníkja út á Rifi með Dagbjörtu frænku. ![]() Það var gætt sér á bollu á bolludaginn he he. ![]() Nammi namm en hann borðaði auðvitað bara súkkulaðið. ![]() Hér er Embla Marína að farin að príla upp á bílinn tók upp á því í dag. ![]() Og nú er þetta allveg að koma hjá henni. ![]() Veii komin á bílinn svakalega stolt og svo ýtti hún sér en Benóný var ekki sáttur og reyndi að taka hana af bílnum sínum. ![]() Hér eru Týr Sæðingur undan Mána og Stormur undan Kveik. Varð að hafa eina hrúta mynd með líka. 17.02.2012 23:07Ótrúlega spakar hjá okkur gimbrarnar í ár.Varð að setja hér inn þetta myndband sem náðist af gimbrunum hjá okkur og deila með ykkur hvað þær eru rosalega spakar og uppáþrengjandi þegar ég er að sópa hjá þeim. Frigg er allveg sér á parti en það er sú sem þið sjáið krafsa alltaf í mig með löppinni hún er allveg yndislegur karekter. Myndbandið sjáið þið þegar þið smellið hér myndbandið 15.02.2012 18:50Stigahæðsti hrúturinn hjá Búa 2011![]() Þetta er Borða sonurinn minn sem var stigaður 87,5 stig og er hann undan Ylfu 09-012 ![]() Hér er hann ásamt Frey hans Bárðar sem er undan Sokka. Það sést hér hvað hann er gríðalega bollangur. Það má svo sjá hér inn á heimsíðu Búa stigahæðstu hrútana í fjárræktarfélaginu Búa inn í excel skjali. 14.02.2012 12:03Fósturtalning 11 feb 2012Jæja hin árlega fóstrurtalning fór fram nú um helgina og eru menn víðast hvar vel sáttir við útkomuna. Hjá Bárði kom svakalega vel út en hjá honum voru 13 þrílembdar,7 einlembdar og rest með 2 og af lömbunum voru 5 tvílembd. Hjá Gumma kom mjög vel út 1 þrílembd, 2 einlembdar og rest með 2 og helmingur af lömbunum hans eða 4 voru með 2. Hjá Marteini voru 5 þrílembdar,1 með eitt og rest með 2. Hjá Óla,Sigga og Brynjari kom einnig vel út mikið tvílembdt og eitthvað þrílembt líka. Hjá Óttari voru 9 þrílembdar,6 einlembdar og rest með 2 svo kom líka vel út hjá hinum út á Hellissandi svo þetta er bara mjög flott hjá þeim. ![]() Hjá Bárði og Dóru inn á Hömrum. ![]() Út á Sandi hjá Þórsa og Elvu. ![]() Hjá Gumma Óla. Skrifað af Dísa 01.02.2012 16:40Gamlar slidemyndir eignast lífJæja það er allt rólegt yfir fjármennskunni eins og er nema þær eru alltaf að slást blessaðar og er ég orðin virkilega hrædd um að þær séu bara allar að ganga upp nei nei held þetta sé nú bara rok í rassgatinu á þeim eða við skulum alla vega vona það. Ég er annars búnað vera setja myndir á fullu í tölvuna og laga og langar mig til að deila þeim hérna með ykkur. Þetta eru bæði gamlar myndir úr Mávahlíð af ættingjum og dýrum og síðan eru gamlar slidemyndir frá pabba sem ég er búnað vera lagfæra og stækka. Endilega kíkið hér og skoðið og kommenntið að vild. ![]() Hér er gömul mynd úr réttunum á Brímisvöllum. Þá keyrði Steini frændi út rollurnar sem áttu að fara annað á vörubílnum sínum. ![]() Hér var Maja,Raggi frændi og Helgi að smala og eru þeir með rollu bundna upp á baki sem hefur væntanlega gefist upp. ![]() Hér fór hann Kalli í Tröð aldeilis vel út af einn daginn. ![]() Hér er verið að smíða fjárhúsin í Mávahlíð. Leifur með Maju,Leifur á Hólkoti og Gylfi í Tungu. ![]() Aldagömul mynd af Mávahlíð og hér sést fjósið sem var ofanverðu við húsið en það var svo rifið þegar beljurnar voru seldar og þá var keypt fyrsta þvottavélin í staðinn. ![]() Hér er verið að fara yfir Búlandshöfðann á hestum. ![]() Hér er pabbi og Gunni Súss að salta gotu árið 1970. ![]() Hér er Þuríður amma að slá með orfi og ljá og Ágúst afi fylgist með. Hún var komin á sjötugsaldurinn svo þetta var hörku kona. ![]() Hér fór brúin í sundur og Steini er þarna á landroverinum sínum. Veit ekki allveg hvaða ár þetta var kanski í kringum 1976. ![]() ![]() Þessi grein kom í Tímanum og þessi líka og eins og þið sjáið þá var ruglast á Steina og Leif og sagt að Steini væri maður Huldu. ![]() Hér hafa verið vel vatnavextir í Holsánni en þess ber að geta að þessi mynd snýr öfugt hún er nefla slidemynd og held ég að þetta hafi verið þegar brúin fór í sundur. ![]() Hér er verið að leggja veginn undir Enninu milli Ólafsvíkur og Rifs. ![]() Það hefði nú ekki verið gaman að vera þessi bílstjóri í Búlandshöfðanum. ![]() Við getum nú lítið kvartað yfir snjónum sem er búnað vera í vetur miðað við þessa mynd sem er örugglega í kringum 1986. ![]() Vantar smá hjálp við þessa mynd hvar þessi rétt var. Ég held að hún hafi verið hjá Gilinu í Mávahlíð eða fyrir ofan veginn. Ef einhver veit það má hann endilega kommennta um það. Skrifað af Dísa Flettingar í dag: 218 Gestir í dag: 5 Flettingar í gær: 2026 Gestir í gær: 19 Samtals flettingar: 1386768 Samtals gestir: 75063 Tölur uppfærðar: 9.2.2025 01:55:15 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is