Þann 8 júlí lögðum við af stað í útilegu og byrjuðum á því að stoppa á Blöndósi og skella okkur í sund þar til að stytta leiðina svo héldum við áfram og ferðinni var heitið í Hrafnagil.
Þar voru vinir okkar búnað koma sér fyrir og taka fyrir okkur pláss á A svæði sem þarf ekki að panta á eins og hin svæðin á Hrafnagili.
Við lentum í leiðinda roki næstu daga og vorum búnað setja fortjaldið okkar upp og enduðum með að taka það niður svo það myndi ekki skemmast í rokinu.
Við fengum samt góða daga og flottan hita og sól þó það væri frekar hvasst suma dagana.
Við vorum á Hrafnagili í fleiri daga en við ætluðum því það var of hvasst til að færa sig. Freyja átti svo að fara að keppa í fótbolta á síma mótinu í Reykjavík og við komumst ekki til baka með hjólhýsið svo ég var búnað ákveða að fljúga með hana suður en svo var hún búnað vera með svo slæman hósta og slöpp að hún treysti sér ekki til að fara og keppa svo við vorum áfram fyrir norðan.
Við færðum okkur svo yfir á Sauðárkrók til að elta betra veður og komast nær heima ef við skyldum þurfa að fara heim að heyja.
Spáin var svo ekki að vinna með okkur um heyskap svo við vorum í nokkra daga á Sauðárkrók og ákváðum svo að halda austur á leið og þá skyldu leiðir okkar við vinafólk okkar sem fór vestur.
Við fórum svo alla leiðina á Fell hjá Breiðdalsvík til Ágústar bróðurs og vorum þar í 3 daga og svo lá leið okkar aftur norður og gistum eina nótt á Hömrum og svo alla leið vestur aftur í heyskap.
En ég ætla að láta ferðalagið segja sig betur frá í málið og myndum hér í framhaldi.
|
Hér eru stelpurnar að grilla sykurpúða á Hrafnagili.
|
Hér er Ronja Rós í jólahúsinu sem er ómissandi staður þegar maður kemur norður.
Benóný fór svo auðvitað daglega í sund á Hrafnagili og Akureyri til skiptis og svo fórum við líka í Þelamörk sem er upphalds sundlaugin okkar fyrir norðan hún er svo kósý.
|
Hér eru stelpurnar að spila saman í fortjaldinu hjá Teddu.
|
Hér eru Erika vinkona Emblu sem kom með okkur í útilegu og Freyja og svo inn í jólasveinunum eru Ronja Rós og Embla.
|
Hér eru svo Ronja og Embla og Freyja og Erika jólasveinar.
|
Hér er hjóhýsið okkar inn á Hrafnagili.
|
Allir að spila partners og drögum í lið og spiluðum á tveim borðum mjög gaman.
|
Skelltum okkur rúnt inn á Grenivík og þaðan yfir á Húsavík og enduðum svo í Geosea böðunum og hér eru stelpurnar að gera tásu mynd.
|
Hér erum við í Geosea og Ronja og stelpurnar fengu crap sem er voða sport þegar við förum í böðin.
|
Við vinkonurnar saman ég og Irma.
Við vorum með Irmu,Nonna og Sigurði stráknum þeirra ásamt systrum hennarbIrmu , Millu og Teddu og börnum þeirra í útilegu og áttum alveg yndislegan og skemmtilegan tíma saman.
|
Það var yndislegt veður og loksins sól og blíða fyrir okkur sem erum vön rigningunni og kalda veðrinu að vestan.
Það var 20 stiga hiti næsum alla dagana sem við vorum fyrir norðan.
|
Emil og Benóný í Kjarnaskógi sem er líka ómissandi staður að fara á þegar maður er á Akureyri.
|
Ronja Rós í Kjarnaskógi.
|
Stelpurnar að keppa við fullorðnu.
|
Emil og Nonni sigurvegarar í kubb á móti stelpunum.
|
Ronja að elska góða veðrið og spila krikket.
|
Yndislegt að vera á Akureyri svo gaman að labba niður í bæ.
|
Þá erum við mætt í Skógarböðin og fengum æðislegt veður þegar við fórum þangað með Irmu og þeim og fórum svo út að borða öll saman á Greifanum.
|
Ronja Rós komin með blátt crap svo spennandi og gaman.
|
Benóný og Emil að njóta í Skógarböðunum.
|
Benóný alsæll og vel baðaður í þessari útilegu eins og alltaf og sund á hverjum degi.
|
Við Ronja Rós að njóta í sólinni.
|
Núna erum við komin yfir á Sauðárkrók og erum á safninu Battel og iceland.
|
Hér eru Erika og Embla búnað dressa sig upp sem bardaga menn.
|
Hér erum við svo öll dressuð upp líka. Þetta var mjög skemmtilegt safn að skoða sögu Snorra Sturlusonar og fórum líka í svona sýndarveruleika og settum á okkur gleraugu og fengum að upplifa eins og við værum stödd í bardaga.
|
Við tókum rúnt og fórum í Grettislaug við höfum aldrei farið í hana áður það var mjög fallegt og mjög skemmtilegt.
|
Embla og Erika fóru ekki ofan í heldur voru að skoða sig um á meðan við fórum og Embla tók hópmynd af okkur.
|
Mjög fallegt hér svo mikil náttúrufegurð.
|
Ronja Rós að hafa það kósý í hjólhýsinu okkar.
|
Smá fjallganga fyrir ofan Sauðárkrók og smá labb um kirkjugarðinn.
|
Útsýni yfir sundlaugina á Sauðárkróki en við prófuðum hana núna í fyrsta sinn ég og krakkarnir en Emil var búnað fara í hana áður þegar hann hefur verið að róa hér.
|
Við fórum rúnt inn á Skagaströnd og svo inn á Blöndós og kíktum á Húnavöku.
Við kiktum göngutúr upp göturnar en þar var verið að bjóða fólki sem var á göngu í vilko vöfflur í heima húsum og það var alveg yndislegt og tekið vel á móti manni og þar fékk maður kaffi djús og vöfflur og svo var margt í boði hefðbundnar vöfflur og svo vöfflur með ávextum súkkulaði og allsskonar og þetta var allt frítt.
|
Það var svo líka Tívoli á Blöndósi og krakkarnir voru mjög spenntir að fá að fara í það.
|
Það skelltu sér allir í þetta og Nonni og Emil líka og Benóný var alveg í essinu sínu að fara í þetta og fá alla með sér.
|
Seinasta daginn okkar á Sauðárkrók var svo skellt sér í sund á Hofsósi og svo brunuðum við austur.
|
Átti svo alltaf eftir að setja inn að litli dásamlegi frændi kom í heiminn 13 júni hjá Magga bróðir og Rut og ég fór að sjá hann 20 júní hann er alveg hundrað prósent fullkomin og öllum heilsast vel.
|
Erika og Embla búnað koma sér vel fyrir í hjólhýsinu þegar við vorum komin á Fell til Ágústar og Írisar.
|
Þá erum við mætt í sæluna hjá Ágústi og sitjum hér út í garði í veðurblíðunni sem er alltaf fyrir austan.
|
Hér er Ágúst að kveikja upp í eldstæðinu voða kósý.
|
Emil og stelpurnar fóru í reiðtúr með Írisi og Emil fékk að rifja upp gamla takta enda langt síðan hann hefur farið í almennilegan reiðtúr.
|
Við Ronja fórum í smá göngutúr með Ágústi að skoða ber.
|
Fórum með Ágústi í smá leiðangur að leita af faldri náttúrulaug sem var samt köld en svona falleg og gaman að stökkva í sérstaklega ef gott er veður.
|
Þetta var eins og rennibraut og ofan í laug.
|
Þetta var sérstaklega skemmtilegt og ævintýralegt að fara þarna með Ágústi og stelpurnar voru alveg í skýjunum með að gera eitthvað svona alveg öðruvísi.
Magdalena sem er hjá Ágústi og Írisi fann upp á að fara á þennan stað og sýna okkur hún var búnað koma þarna áður og visaði okkur leiðina.
|
Við fórum í sundlaugina á Breiðdalsvík í fyrsta sinn.
|
Emil og Ronja í heitapottinum
|
Flott mynd af þeim á hestbaki með Írisi í fjörunni í Breiðdalnum. Íris rekur hestaleigu á Felli og það er alltaf nóg að gera hjá henni í því svo við vorum heppin að fá að komast að hjá henni og fara í skemmtilegan reiðtúr.
|
Embla og Erika í Vök.
|
Hér eru stelpurnar í stuði allar með smootie í Vök. |
|
Emil með Ronju og Benóný í Vök.
|
Freyja og Erika búnað stökkva út í vatnið sem er ískalt og synda í því það finnst þeim aðalsportið við að fara í Vök.
|
Við systkinin saman ég og Ágúst Óli.
|
Töff mynd af Ronju Rós í Vök.
|
Hér erum við á Hömrum en við rétt náðum að keyra þangað áður en tjaldstæðið lokaði á miðnætti.
|
Ronja Rós að prófa leiktækin á Hömrum.
|
Alltaf gaman að vera tjaldstæðinu á Hömrum en við stoppuðum mjög stutt þar bara eina nótt .
|
Embla Marína að leika sér.
|
Við fórum að heimsækja vini okkar Birgittu og Þórð á Möðruvöllum 3 Hörgársveit en það hefur verið árlegur hittingur hjá okkur að fara til þeirra þegar við förum norður og það
er alltaf jafn yndislegt að koma til þeirra og tekið vel á móti okkur.
|
Við vorum svo komin heim 24 júlí og þann 25 júlí tókum við tækin út úr Mávahlíð og Bói hjálpaði okkur.
|
Hér er svo gamli vörubílinn sem fiskmarkaðurinn átti einu sinni og hann ríkur alltaf í gang alveg magnaður.
|
Hér eru þeir byrjaðir að slá í Fögruhlíð og það er alveg mok gras aldrei verið eins mikið á því en það er líka slegið seinna en vanalega því það er búið að vera svo mikil rigning að við verðum að taka áhættuna og slá núna því það er útlit fyrir tveim þurrum dögum.
| | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | |