Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

28.09.2024 10:47

Hrútasýning veturgamla 2024

Hrútasýning veturgamla hjá Sauðfjárræktarfélaginu Búa ffór fram núna síðast liðinn þriðjudag í Tungu Fróðarhreppi og það voru 17 hrútar sem kepptu og Torfi og Jónmundur voru dómarar

Við vorum með gúllassúpu og brauð og Þurý bakaði fyrir okkur skúffuköku og ég kom svo líka með litlar pizzur bakaðar í airfryer. Bárður reddaði okkur kaffikönnu frá Fákaseli.

Það var vel mætt um 37 manns í allt. Við hjá Sauðfjárræktarfélaginu Búa þökkum öllum fyrir sem komu og fyrir frábæra samveru  og þökkum þeim sem að því komu að hjálpa okkur þennan dag og

þökkum Sigga kærlega fyrir að leyfa okkur að halda sýninguna í glæsilegu fjárhúsunum hans í Tungu.

 


Hér eru farandsbikararnir sem eru veittir á hverju ári fyrir besta hvíta hyrnda, besta hyrnda mislita og besta kollótta óháð lit.

 

Hér er verið að vigta hrútana.

 


Hér er verið að ómskoða.

 


Bibba var í kát í ritarastarfinu.

 


Selma Pétursdóttir mætti til að hjálpa mér á sýningunni og einnig kom pabbi hennar Pétur með barnabarn sitt Pétur og þeir höfðu mjög gaman af sýningunni.

 


Hér er Gummi Óla Ólafsvík og Jón Bjarni á Bergi.

 


Hér Ólafur Helgi Ólafsvík og Þór Reykfjörð Hellissandi.

 


Elfa Guðbjartsdóttir Hellissandi.

 


Stelpurnar spekja lömbin og liggja með þeim það er svo einstaklega spakt féið okkar.

 


Hér er allt í gangi verið að fylgjast með Torfa ómskoða.

 


Selma svo myndarleg með sætu óléttu kúluna sína og nú fer meðgangan alveg að klárast orðið svo spennandi.

 


Hér er gúllassúpan súpan og ég tók svo karteflurnar með og bætti þeim ofan í þegar ég hitaði hana upp.

 


Hér er verið að skoða kollóttu hrútana þeir voru 6 í heildina og 5 komust í uppröðun.

 


Hér er búið að raða upp hvítu kollóttu hrútunum.

 

KOLLÓTTIR ÚRSLIT

 


Hér Lalli í Gröf ásamt dóttir sinni með bikarinn fyrir besta kollótta hrútinn 2024.

Hrútur nr 403 undan kind númer 21-005  og Glæsir 19-887

 

86 kg 121 fótl 31 ómv 8,5 ómf 4 lag

 

7,5 8,5 9 8 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 85,5 stig.

 

Í öðru sæti var hrútur frá Kverná nr 292 undan 20-047 Kurteis og 19-888 Móri

 

76 kg 121 fótl 31 ómv 5,7 ómf 4 lag

 

8 8,5 9 8 8,5 18 8 8,5 alls 84,5 stig.

 

Í þriðja sæti var var hrútur frá Kverná nr 294 undan 19-027 Stjarna og 19-887 Glæsir

 

76 kg 123 fótl 31 ómv 4,4 ómf 4 lag

 

8 8,5 9 8 9 18 8 8 8,5 alls 85 stig.

 

Í fjórða sæti var hrútur frá okkur Friskó sem er ARR og AHQ undan Gimstein 21-899 og Viana 17-014

 

100 kg 126 fótl 31 ómv 8,2 ómf 4 lag

 

7,5 8,5 8,5 8 9 18 7,5 8 8,5 alls 83,5 stig.

 


Þetta er hann Friskó okkar ef einhverjum vantar veturgamlan hrút með ARR og AHQ sem sagt R171 og H154 sem hann var að skila mjög vel áfram í lömbin sín sérstaklega ARR 171 má endilega hafa samband við okkur og geta fengið hann ef þið viljið koma þessum genum inn í stofninn því við erum búnað fullnota hann og setjum á þennan undan Stein í staðinn. Ekki skemmir fyrir að Friskó gefur bæði tvílit og mórautt því móðir hans er móflekkótt.

 

MISLITIR ÚRSLIT

 

 


Hér er búið að raða upp mislitu hrútunum. Þeir voru bara 3 í heildina.

 


Siggi í Tungu var með besta mislita veturgamla hrútinn Grím sem er undan Glúmur 21-003 og Botníu 19-903

 

97 kg 121 fótl 38 ómv 7,3 ómf 4 lag

 

8 9 9,5 9 9,5 19 8 8 9 alls 89 stig.

 


Grímur er alveg einstaklega fallegur hrútur og með síða og fallega ull.

Í öðru sæti í mislitum var svo Vindur frá okkur sem er undan Mónu Lísu 14-008 og Bylur 22-003

 

95 kg 126 fótl 38 ómv 5,4 ómf 4,5 lag

 

8 9 9,5 9 9 19 7,5 8 9 alls 88 stig

 


Hér er Vindur frá okkur.

 

Í þriðja sæti var hrútur nr 721 frá Ingibjörgu undan Spari Gránu 21-576 og Frama 21-391

 

72 kg 120 fótl 34 ómv 4,5 ómf 4 lag

 

7,5 8,5 8,5 8 8,5 18,5 7,5 8 8,5 alls 83,5 stig.

 


Hér er þessi hrútur frá Bibbu sem var í þriðja sæti í mislitu.

 

HVÍTIR HYRNDIR

 

 

 

Hér er verið að skoða hvítu hyrndu hrútana . Þeir voru 9 heildina og fóru 5 í uppröðun

 


Jónatan Ragnarsson Hellissandi átti besta veturgamla hyrnda hrútinn 2024

Hann er ættaður frá Álftavatni og var 98 kg 124 fótl 35 ómv 4,8 ómf 4 lag

 

8 9 9 8,5 9,5 19,5 7,5 8 9 alls 88 stig.

 

Í öðru sæti var hrútur frá Lárusi Sverrisson Gröf undan kind nr 17-112 og Dag 20-003.

 

82 kg 122 fótl 38 ómv 5,0 ómf 4,5 lag

 

7,5 9 9 9 9,5 19 8,5 8 9 alls 87,5 stig.

 

Í þriðja sæti var hrútur frá okkur sem heitir Sóli og er undan Perlu 20-016 og Alla 19-885

 

99 kg 123 fótl 40 ómv 7,9 ómf 4 lag

 

8 9 9 9 9 19 7,5 8 9 alls 87,5 stig

 

Í fjórða sæti var hrútur frá Jónatan Ragnarsson Hellissandi nr 88

 

96 kg 124 fótl 37 ómv 5,5 ómf 4 lag

 

8 9 9 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig,

 

Í fimmta sæti var hrútur frá okkur sem heitir Svali og er undan Kórónu 20-010 og Klaka 22-005

 

94 kg 125 fótl 39 ómv 4 lag

 

8 8,5 9 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 86,5 stig.

 


Hér er mynd af Svala okkar hann var að gefa okkur mjög falleg lömb.

 

 

26.09.2024 23:54

Stigun 2024

Mánudaginn 23 september komu Torfi og Jónmundur til okkar og dæmdu lömbin. Það er alltaf mikil spenna og stór dagur hjá okkur. Stelpurnar fá frí í skólanum til að fá að vera viðstaddar og

hjálpa til og svo auðvitað sjá hvernig lömbin þeirra koma út og fá að taka þátt í að velja hvað verður sett á sem ásettningur í haust.

 


Hér eru Kristinn, Siggi , Torfi, Jónmundur  og Emil.

 


Embla tók myndir fyrir mig meðan verið var að dæma því ég er ritari í því.

 

Stigun kom vel út en þó ekki eins vel og í fyrra enda erfitt að toppa það ár en ég var svo sem ekki að búast við miklu því við erum búnað vera einstaklega óheppin þetta árið

það vantaði hjá okkur 14 lömb frá því að við slepptum á fjall sem ýmist skiluðu sér ekki og sum vissum við að hefðu drepist og svo var keyrt á eitt síðan misstum við líka

ær það voru 3 sem drápust á sauðburði og tvær í sumar og eina vantar með lömbum en ég veit ekki hvar hún ætti að geta verið því hún hefur alltaf verið í Fögruhlíð og okkar svæði

og við erum búnað smala það allt og enga kind að sjá eftir. Það þurfa svo fleiri ær að kveðja hjá okkur og mikið til ungar kindur sem hafa fengið júgurbólgu í sumar en þá er gott

að eiga góðar gimbrar til að fylla upp skarðið og setja á.

 

Við áttum 129 lömb alls og við stiguðum 117 lömb svo það voru 12 sem voru ekki stiguð og var það vegna þess að þau uppfylltu ekki kröfur eða voru of létt fjórlembingar og graslömb og þess háttar.

 

51 hrútur var dæmdur

 

5 með 88,5 stig

1 með 88 stig

3 með 87,5 stig

8 með 87 stig

4 með 86,5 stig

2 með 86 stig

1 með 85,5 stig

4 með 85 stig

8 með 84,5 stig

6 með 84 stig

3 með 83,5 stig

4 með 83 stig

1 með 82,5 stig

2 með 82 stig

 

meðaltal af stigum alls er 85,4 stig

 

Lærastig

 

1 með 19,5

4 með 19

12 með 18,5

14 með 18

17 með 17,5

3 með 17

 

Meðaltal af læra stigum var 18

 

Meðaltal malir 8,9

Meðaltal ómfitu 2,8

Meðaltal lögun 4,3

Meðalþyngd 51,8

 

Gimbra stigun þær voru 66 stigaðar.

 

Stig alls var hæðst 46,0

 

Meðaltal fitu var 2,8

Meðaltal þyngd 44,0 kg

 

Lögun

 

8 með 5

29 með 4,5

23 með 4

6 með 3,5

Meðaltal af lögun var 4,3

 

Ómvöðvi 

 

45 af 66 gimbrum var með 30 og yfir

 

2 með 39

1 með 37

2 með 36

5 með 35

2 með 34

11 með 33 

8 með 32

11 með 31

1 með 30

8 með 29

5 með 28

7 með 27

1 með 26

1 með 25

1 með 24

 

Þessar neðstu voru móðurlaus graslömb og svo ARR lömb þau voru með slakara bak.

Meðaltal ómvöðvar var 31,2

 

Frampartur

 

3 með 9,5

20 með 9

27 með 8,5

15 með 8

1 með 7,5 graslamb

 

Meðaltal 8,6

 

Læri

 

1 með 19,5

2 með 19

9 með 18,5

16 með 18

19 með 17,5

15 með 17

2 með 16,5 graslamb plús kind sem var með júgubólgu.

2 með 16 graslömb

 

Meðaltal af lærum var 17,6.


Við vorum mjög montin með þennan lambhrút undan Stein sæðingarstöðvarhrút og hann er með ARR og gulan fána

Hann stigaðist mjög vel með 32 ómv 2,5 ómf 4,5 lag 8 haus 9 H+h 8,5 Br+útl 9 Bak 9,5 malir 19,5 læri alls 88,5 stig og að sjálfsögðu verður hann settur á.

 


Hér er svo búið að velja þrjá ásettningshrúta og Bárður tekur einn af þeim en þeir eru

undan Laxa sæðingarstöðvarhrút og Jór sæðingarstöðvarhrút og Bjarka sæðingarstöðvarhrút og eru undan Bjarka og Jór með R 171 og gulan fána og svo undan Laxa er með H154 og N 138

Svo þetta verða spennandi hrútar til að nota í haust. Undan Bjarka og Jór eru 87 stig og undan Laxa er 88,5 stig.

 


Þessi er undan Anga sæðingarstöðvarhrút og Mónu Lísu kind frá mér og mig langaði að setja hann á og Emil fannst hann ekki uppfylla kröfur en ég var svo heppin

að Bárður kom með snilldar lausn að við ættum hann saman og þá gætum við sett hann á og við gerðum það svo hann verður hjá Bárði sem sameign okkar.

Hann stigaðist 59 kg 31 ómv 2,8 ómf 4 lag 8 8,5 8,5 8,5 9 17,5 8 8 8 alls 84 stig. Ég er nú ekki að setja stigunina fyrir mig því ég veit að þetta verður geggjaður ær faðir og við setjum hann

á til að viðhalda góðri mjólkurlagni sem er bæði hjá kindinni okkar og svo sem hann fær frá Anga sem var svakalega hár í mjólkurlagni og það var verið að hvetja bændur til að nota hann til

þess að fá góðar ær. Svo núna ætlum við að nota hann á góðar gerðar kindur og fá flotta einstaklinga undan honum og svo auðvitað skemmir liturinn ekki fyrir hann er alveg gordjöss.


Ef þið lásuð bloggið mitt um smölunina þá voru kindur sem við misstum út á Geirakot sem stungu mig af og Danna og Kristinn og Emil reyndu svo að ná þeim en ekkert gekk.

Þetta er hluti af þeim og Siggi sá fékk sér göngutúr og  sá þær við Korran og ákvað að reyna við þær og það gekk svona rosalega vel að þær bara fóru beinustu leið hjá honum upp í Tungu og hann 

náði þeim einn inn í fjárhús. Þetta eru allt kindur frá Friðgeiri á Knörr og var hann mjög ánægður að heimta þær heim.

 

24.09.2024 16:03

Hrútasýning veturgamla 2024

 

Hrútasýning veturgamla verður í dag þriðjudaginn 24 sept inn í Tungu Fróðarhreppi hjá Sigga kl 18:00

Keppt verður í þremur flokkum hvítum hyrndum,hvítum kollóttum og mislitum kollóttum og hyrndum.

Minni fyrrum vinningshafa á að koma með bikarana.

 

Gerum okkur glaðan dag og mætum með hrútana okkar.

 

 


Hér má sjá vinningshafana á seinasta ári.

 

 

22.09.2024 11:09

Seinni smölun Fróðarheiði að Svartbakafelli og Hrísar

Á laugardaginn var seinni smölun hjá okkur við byrjuðum á því að hittast inn í Tungu hjá Sigga kl 9 um morguninn og fengið sér kaffi og langt á ráðin hvernig dagurinn verður.

Siggi, Kristinn,Hannes, Tómas sonur Hannesar, Jói tengdasonur Kristins, Bói, stelpurnar Embla ,Erika og Freyja fóru öll upp á Fróðarheiði og munu ganga þar upp skipta sér svo niður þannig að sumir fara 

niður í Hrísar og hinir halda áfram yfir í Svartbakafellið.

 

Maja,Óli,Karítas og ég og Benóný fórum upp inn í Fögruhlíð og skönnuðun það svæði svo fór ég og Benóný aftur niður og fórum upp inn í Hrísum og Danni hennar Karítas kom með mér upp hjá 

Brimisvöllum því það var þvílik ferð á kindunum sem Kristinn og Embla komu með niður og Danni náði að komast fyrir þær og reka þær niður og ég hélt svo áfram að fylgja þeim niður en svo kom smá

hvarf meðan ég var að fikra mig niður og þá sneru þær á mig og stungu mig af. Danni tók þá sprettin á eftir þeim og náði að komast fyrir 4 og við náðum að reka þær. 

Kristinn hélt svo áfram á eftir þeim sem sluppu en þær fóru alveg upp í Kjartansgil við Geirakot og Emil náði að fara og hjálpa Kristinn og náði að komast fyrir þær en þær tóku svo bara straujið áfram og

voru komnar langleiðis að Fórna Fróðaá þá ákváðu Emil og Kristinn að játa sig sigraða og leyfðu þeim að fara og komu og héldu áfram með okkur að koma hinum niður að Tungu.

Þetta gekk svo allt saman vel og Maja,Óli,Siggi,Karítas,Tómas,Jói,Hannes og Erika komu svo frá Fögruhlíð með dágóðan hóp sem var óþekkur við þau á tímabili og Hörður og Sigurborg í Tröð komu til

þeirra í Fögruhlíðina og aðstoðu við að koma þeim á rétta leið niður að vegi.

 

Þetta var frábær dagur með frábærum og duglegum smölum. Við erum svo innilega þakklát fyrir að fá svona frábæra aðstoð og skemmtilegan félagsskap.

Jóhanna og Helga hans Kristins sáu svo um að græja kaffið og veitingarnar fyrir okkur inn í Tungu. Jóhanna bakaði brauð og Helga gerði kjúklíngasúpu,súkkulaðihorn og pizza snúða og ég gerði eina

stóra marens tertu og ostasalat svo voru terturnar frá Tertugallerý . Súpan og brauðið hjá Helgu og Jóhönnu var alveg dásamlega gott þær eru alveg snillingar.

Það mættu svo nokkrir til okkar eins og Telma dóttir Kristins með litlu yndislegu Helgu sem var mjög ánægð með snígilinn hans Sigga sem spilar lög og hefur vakið lukku hjá öllum litlum börnum.

Björn Jónsson eða Bjössi eins og hann er kallaður mætti til okkar að sjá kindurnar og kíkti smá í kaffi. Pétur og Lovísa kíktu með barnabörnin og Selma vinkona mín kom með strákana sína en ég 

hitti þau svo eftir smá því við Kristinn og Emil fórum að sækja eina kind og lamb sem varð eftir fyrir neðan Hrísar og var hún frekar óþekk að fara inn en það hafðist að lokum.

Ég ,Emil og Tómas náðum svo líka tveim lambhrútum sem voru tveir saman inn í Hrísum og urðu eftir.

 

Eftir kaffið var farið í að klippa rass ullina af kindunum og Siggi hélt í kindurnar og ég og Kristinn klipptum og svo var Friðgeir frá Knörr með rafmagns klippur og hann var á klippunum að klippa og 

Emil og Hannes með honum svo þetta alveg skot gekk hjá okkur og frábært að fá svona frábæra hjálp. Við fórum svo yfir kindurnar í leiðinni hvort það væri í lagi með júgrað á þeim eftir sumarið

og það reyndust margar ungar kindur vera með júgurbólgu og ónýtt júgra eftir kalda vorið sem við fengum mjög leiðinlegt það voru allavega 3 veturgamlar hjá mér sem eru ónýtar og ein tvævettla.

 


Hér er glæsilegi hópurinn sem fór upp á Fróðarheiði.

Aftari röð Sigurður í Tungu og Hannes Eystri Leirárgörðum

Fremri röð Freyja Naómí, Erik Lillý, Embla Marína, Jói, Kristinn, Tómas og Bói.

 


Hér halda Maja, Karítas og Óli upp eftir gamla rafmagns veginum í fyrir ofan Fögruhlíð.

 


Benóný Ísak svo duglegur að fara með okkur upp.

 


Það þurfti líka að hvíla sig á leiðinni en við Benóný gengum upp en þurftum svo fljótlega að snúa við og koma okkur niður í Hrísar og fara og standa fyrir þar.

 

Hér var ég upp í hlíð fyrir ofan Brimisvelli og hitti á Emblu en hún var orðin þreytt og lúin í fótunum því hún sneri sig. Hún var með Kristinn og hann fór lengra að reyna ná þessum sem ég og Danni 

misstum og ég og Embla biðum á meðan eftir því hvernig það myndi þróast en svo héldum við áfram eftir að við vissum að það þýddi ekkert að ná þeim sem fóru.

 


Hér er úsýnið hjá okkur Emblu og kindurnar farnar að síga niður svo við getum farið að koma okkur niður.

 


Hér erum við á leiðinni upp brekkuna í Tungu.

 


Hér er Ronja Rós mætt að hjálpa til að reka inn.

 


Hér er verið að reka inn.

 


Hér er Danni, Tómas og Hannes.

 


Það var svo verið að spjalla fyrir utan. Viðar og Ásgeir voru mættir að sækja vigtina fyrir Gumma.

 


Hér má sjá hluta af veisluborðinu.

 


Þessir tveir náðu að vera eftir og fela sig í grasinu í Hrísum.

 


Hér er Tómas búnað ná öðrum hrútnum og Emil náði svo að grípa hinn og við lyftum þeim svo yfir girðinguna.

 


Lína gemlingur varð svo líka eftir hún var að fela sig niður í fjöru við Hrísar og ég, Emil og Kristinn náðum í hana.

 


Hér erum við vinkonurnar ég og Selma Péturs .

 


Hér er Siggi að halda og ég og Kristinn að taka af.

 


Hér er Hannes að halda og Emil að teyma í og Friðgeir að klippa með rafmagnsklippum sem hann kom með fyrir okkur.

 


Hér er Þrá gemlingur með fallegu gimbrina sína.

 


Hér erum við mætt aftur upp í fjárhús á sunnudeginum og þá var sorterað lömb frá kindum og svo vigtað lömbin.

 


Hér er allt á fullu.

 


Það gekk vel hjá okkur að vigta og var þyngstu lömbin  60 kg .

Það er svo stór dagur hjá okkur á morgun mánudag en þá verða lömbin dæmd hjá okkur.

 

21.09.2024 21:58

Smalað Búlandshöfða,Mávahlíð og Fögruhlíð

Það var alveg einstaklega fallegt veður hjá okkur til að smala núna á föstudeginum og ákváðum við að halda áfram og taka líka upp í Fögruhlíð sem vanalega hefur verið smalað á laugardeginum en út af það gat spáð rigningu á laugardeginum ákváðu Siggi,Hannes og Kristinn að taka Emblu og Eriku með sér og fara upp í Urðir og upp undir Kaldnasa í átt að Bjarnarskarði og sjá hvað þeir gætu hreinsað mikið af því svæði því þær voru mikið þeim megin núna . Það gekk rosalega vel hjá okkur að smala Búlandshöfðann og svo þurftum við að hinkra aðeins inn í Mávahlíð meðan þeir fikruðu sig upp í Fögruhlíð svo héldum við Maja og Freyja upp hlíðina og ég var efst við klettana og svo Maja fyrir neðan um miðja hlíðina og svo Freyja neðst og svo þurftum við að bíða smá stund eftir að þeir kæmu niður til móts við okkur af sneiðinni og Óli hennar Maju fór líka upp og var fyrir ofan Sneiðina upp á fjalli. Þetta gekk svo allt saman vel og þær runnu svo niður þegar allt var komið og var rekið niður í Tungu.

Hér koma svo nokkrar mynda seríur af smöluninni.

 


Hér erum við hópurinn áður en við lögðum af stað í Búlandshöfðanum.

Ég og Erika .Freyja og Embla svo Hannes Adolf Magnússon, Peter listmálari, Kiddi og Siggi.

 


Við byrjuðum á því að Siggi,Kiddi,Hannes og stelpurnar fóru upp á Höfðann að ná í tvo gemlinga með lömb og á meðan fór ég með Emil og Peter að skanna svæðið hvort þær væru lengra inn að

Höfðabænum en það reyndist vera bara ein frá mér og ein frá Bárði sem hann fékk hjá mér og ég labbaði eftir þeim og að Búlandi og þar var svo mikill hópur af okkar kindum og á þessari mynd sést svo þegar Freyja og Kristin eru að koma gemlingunum niður til mín og Siggi og Hannes héldu áfram uppi á Búlandhöfða og ætla að labba þar og gá hvort það sé eitthvað þar uppi.

 


Hér sést hópurinn niður í Búlandi.

 


Hér sést hvar gemlingarnir voru upp á Höfðanum alveg á brúninni.

 


Hér erum við byrjuð að labba undir Búlandshöfðanum og Peter fékk þau forréttindi að labba með okkur Kristin því þetta er háskaleg leið og ekki fyrir lofthrædda en þessi leið er mín uppáhalds í smölun því hún er svo rosalega falleg og náttúran alveg æðisleg.

 


Hér halda kindurnar áfram kindaveginn og við á eftir og þetta er undir Búlandshöfða fyrir neðan þjóðveginn.

 


Hér eru þeir félagarnir kátir í þessu stórkostlegu útiveru og veður blíðunni.

 


Kristinn alsæll með daginn .

 


Peter líka honum fannst þetta alveg æði og var mikið að taka myndir í huganum að fá innblástur í málverk.


Hér sést aðeins hversu bratt þetta er og svo er bara þvergrýtt niður í sjó.

 


Hér sést hópurinn í nærmynd vera fikra sig áfram.

 


Hér eru óþekku gemlingarnir sem voru lengst uppi á Höfðanum en það gekk vel að koma þeim niður.

 


Flottur hópur.


Hér halda þær svo áfram kinda veginn í átt að Mávahlíð.

 


Við skiptum okkur svo þegar við komumst fyrir hornið í átt  að Mávahlíðarhellunni þá fór ég niður í fjöru og Peter hélt sinni linu og Kiddi fór upp á veg.

 


Hér erum við búnað reka þær yfir Búlandshöfðann og yfir í Mávahlíð og þær tóku smá auka beygju og ætluðu að renna út á Mávahlíðar rifið en Emil og stelpurnar náðu að komast fyrir þær og beina þeim á rétta leið upp Mávahlíð.

 


Hér var svo stoppað upp á afleggjara af Mávahlíð og fengið sér smá súkkulaði og poweraid til að fylla á orkuna.

Kiddi,Siggi og Hannes 

 

Erika ,Embla og Benóný.

 


Við fórum svo að pikka upp það sem hafði gefist upp  og settum upp á kerru og á meðan fóru Kristinn,Hannes,Siggi og stelpurnar upp í Fögruhlíð.

 


Það tók við smá misson hjá okkur mér Emil,Peter,Freyju og Benóný að ná að teyma Diskó niður en hann hefur einhvað slasað sig á fæti og stígur ekki í annan fótinn svo við þurfum að koma honum niður hliðina og upp á kerru.

 


Hér er verið að kanna aðstæður hvernig er best að koma honum niður.

 


Það gekk svo bara furðu vel og hér er Freyja með uppáhaldið sitt hann Diskó sem er mikil barnagæla við krakkana þau alveg elska hann.

Diskó er undan Tón sæðisstöðvarhrút.

 


Hér er svo dusterinn með kerruna tilbúin að taka á móti Diskó og sjáiði hvað veðrið er fallegt.

 


Hér er ég svo mætt upp í hlíðina í Mávahlíð og þvílikt útsýni og fallegt veður.

 


Þetta er náttúrulega bara flottasta útsýnið eins og það getur orðið alveg geggjað veður til að smala.

 


Hér er ég kominn alveg upp að klettunum fyrir ofan Tröð og Maju og Óla sumarbústað og kindurnar sem ég var að elta voru frekar óþekkar við mig og voru alveg upp við klettana en þetta gekk allt saman vel þegar maður var loksins búnað komast upp það þarf mikið þrek að komast upp og það er erfitt að labba hlíðina maður þarf að skekkja lappirnar ansi mikið við hvert fótspor.

 


Ein sjálfsmynd með Mávahlíðina í bakgrund.

 


Hér erum við komin niður og það var eitt lamb sem gafst upp og Freyja og Maja eru hér að teyma það á kerruna.

 


Freyja Naómí smali . Þær voru svo svakalega duglegar stelpurnar okkar og Erika vinkona þeirra að þær eiga stórt hrós fyrir.

 


Falleg mynd hér af Freyju að reka kindurnar heim að Tungu.

 


Hannes frá Eystri Leirárgörðum og Embla Marína í fyrirstöðu þegar verið er að reka féð upp í Tungu.

 


Hér er allt féð að renna inn í girðingu í Tungu.

 


Þessir bíða spenntir eftir að sjá lömbin. Guðmundur Ólafsson,Magnús Óskarsson og Emil Freyr Emilsson.

 


Flottir smalar hér á ferð Erika ,Embla ,Freyja og Ólafur Sigmarsson mágur minn.

Þau stóðu sig svo vel æðislegt að eiga svona góða að og vinna þetta saman svona fjölskyldu áhugamál.

 


Það var svo farið inn í kaffi í Tungu og fengið sér tertu og kaffi.

Ég pantaði tvær marispan tertur, eina brauðtertu stóra og kleinuhringi með karmellu frá Tertugallerý alveg frábær þjónusta hjá þeim.

Ég var svo heppin að Helga hans Kristins var að fara til Reykjavíkur á föstudeginum svo hún gat sótt þær fyrir mig. Ég bakaði svo eina stóra marens fyrir morgundaginn en þá verður aðal dagurinn í smölun og þá verða allsskonar kræsingar. Heimtur gengu vel úr Búlandshöfðanum og Fögruhlíðinni og litur út fyrir að það vanti ekki mikið nema það sem við vitum að kemur í smöluninni á morgun.

 


Þau virka falleg lömbin hér er Móna Lísa með gimbur sem hún fóstrar og hrútinn sinn undan Anga sæðingarstöðvarhrút sem ég er mjög spennt yfir.

 


Móflekkótt gimbur undan Gjöf sem er með R 171.

Jæja læt þetta duga af bloggi af föstudeginum og reyni svo að koma laugardags blogginu inn á næstunni.

 

 

 

20.09.2024 07:45

Smalað upp á Fróðarheiði og að Geirakoti

Fengum smá æfingu á fimmtudaginn þegar við fórum að smala með Kristinn með því að hitta hann í jakkafötunum upp að Valavatni þar sem hann var að koma úr beint úr Reykjavík af fundi og Helga var mætt með göngufötin fyrir hann svo hægt væri að skella sér af stað sem fyrst. Gummi Óla og Óli Helgi voru búnað vera smala niðri í Geirakoti og i kring á meðan þeir voru að bíða eftir okkur og Maggi frændi Gumma var líka mættur að hjálpa þeim hann kemur alltaf á hverju ári til að hjálpa Gumma. Stelpurnar mínar komu spenntar heim úr skólanum og tilbúnar í að fara smala.

 


Freyja var með mér og Kristinn og svo fóru Embla og Erika á eftir kindum sem við sáum og þær eltu þær niður

það versta var að þær gleymdu báðar símanum svo ekki var hægt að ná á þær.

 


Hér útsýnið að Ólafsvík.

 


Hér sést að Kristinn er að fara upp fyrir kindurnar ef vel er að gáð.

 


Hér er Magnús Óskarsson með hundinn sinn að koma tveim lömbum niður.

 

Hér eru þær svo komnar inn í aðhaldið sem er við Fróðá. Það varð smá eltingarleikur hjá Kristinn því ein tók upp á því að hlaupa 

fram að Geirakoti en hann náði að komast fyrir hana og reka hana niður svo voru þær frekar óþekkar þegar þær komu niður og fóru inn í

girðingu hjá Freyju og Bóa og svo inn í hestagriðinguna og hestarnir voru í svo miklum leik að þeir eltu kindurnar út um allt en svo fór þetta

 allt vel að lokum og við náðum öllu inn. Ég held þetta hafi verið milli 25 til 30 stykki í heildina og var bæði frá Friðgeiri á Knerri og Óla Ólafsvík.

Friðgeir tók sínar upp á kerru og svo tóku þeir Óla kindur frá og Gummi og þeir ráku þær inn í Bug.

18.09.2024 22:47

Rúntur 18 sept

Fórum rúnt í dag og sáum eina nýja frá Sigga sem er þrjú og svo vorum við aðeins að tékka hvar kindurnar væru staddar og það voru heil margar komnar niður á engjarnar fyrir neðan Svartbakafellið.

Og mjög margar eru upp á Sneið og þar fyrir ofan en sáum ekki neitt í Svartbakafellinu okkar megin.

 


Hér er held ég Budda 21-108 frá Sigga með þrílembingana sína undan Boga hans Óla.

 


Hér sést hrúturinn betur.

 


Gimbrarnar eru báðar svona bíldóttar.

 


Hér er hin hún er aðeins öðruvísi í framan.

 


Hér er Randalín 18-016 með tvo hrúta undan Klaka þeir eru þrílembingar.

 


Hrúturinn hennar sá stærri.

 


Hér er Ósk 18-008 er með þrílembings gimbrar en tvær ganga undir og eru þær allar þrjár með grænan fána R 171 þær eru undan Friskó 23-005 frá okkur.

 


Hér sjást kindurnar fyrir neðan Svartbakafellið. 

 

Það verður svo smalað hjá okkur um helgina.

16.09.2024 17:54

Rúntur 12 til 14 sept


Hér er hrútur undan Hildi 22-013 og Byl 22-003

 


Hér er Hildur og hún er með hinn hrútinn á móti. Þeir eru báðir með H 154

 


Hér er Álfey hún var með tvö lömb og annað þeirra drapst á sauðburði og hitt hefur drapst snemma í sumar

þetta svartbotnótta sem er með henni er gimbur undan Bessu 23-024 en Bessa drapst snemma í sumar .

Svo þessi gimbur hefur bara fylgt Álfey og þessi gimbur er með H154 og er undan Boga hans Óla Ólafsvík.

 


Týra 23-022 var tvílembd og gengur með eitt undir sér.

 


Hér er hrúturinn hennar og hann er undan Svala 23-001 og hann er með N 138 ljósbláan.

 


Hér er Díana með hrútinn sinn undan Úlla hann er með C 151 ljósgrænan fána.

 


Þessi hrútur er undan Fjöru 22-021 og Boga hans Óla og hann er með ljósbláan N 138 og ljósgrænan H 154.

 


Hér er Þíða hans Sigga með tvær gimbrar undan Byl 22-003 þær eru þrílembingar og ganga tvær undir.

 


Þær eru mjög glæsilegar gimbrarnar hennar Þíðu.

 


Hér er 22-201 Breiðleit frá Sigga ef ég hef lesið númerið rétt og hún er með gimbrar undan Byl .

 


Hér er önnur gimbrin betri mynd þær eru mjög fallegar.

 


Hér er gimbur undan Vigdísi 21-024 og Vestra 23-002 hún er með H 154 ljósgrænan.

 


Þetta er gimbur undan Agúrku þessi flekkótta og hún gengur undir Breddu 22-202 og sú hvíta er undan 

henni og Jór sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér sjást þær upp á hól ég var að reyna ná góðum myndum af þeim.

 


Hér er svartur hrútur undan Þotu 21-106 Byl.

 


Hér er Þota með hrútana sína sem virka mjög vænir og fallegir.

 


Vigdís með gimbrarnar sínar undan Vestra.

 


Þær stylltu sér vel upp fyrir mig hér er Breiðleit með gimbrina sína.

 


Draumadís 23-011 með hrútinn sinn undan Vind 23-004

 


Hér sést hann betur var akkúrat að jórtra þegar ég tók myndina he he.

 


Hér er hinn á móti mjög flottir tvílembingar undan gemling.

 


Hér er sá svartbotnótti aftur.

 


Bylur 22-003 Kvaddi um daginn hann var með N 138 og H 154.

Vestri veturgamall kvaddi líka hann fannst afvelta inn í Kötluholti 

Þeir kvöddu báðir í seinustu viku. Bylur var búnað vera mikið notaður og stóð til að skipta honum út en Vestri var með C 151 og var lítið notaður 

því hann var erfiður í gang á fengitímanum svo það er ekki til nema 3 lömb undan honum.

 


Lalli kláraði að dæla út á föstudaginn og Emil fór og þreif fjárhúsin með öflugu dælunni hans Lalla sem Lalli var svo almennilegur að lána Emil hana svo hann væri fljótur að þrífa.

Kristinn er hér að negla niður grindurnar með mér og Jóhanna var að fylgjast með að við værum að gera þetta rétt og tók þessa fínu mynd fyrir mig.

 


Jóhanna tók mynd af mér líka hér vorum við búnað skipta út þremur grindum sem voru orðnar lélegar og erum að klára

að negla þær niður. Siggi var búnað setja upp réttina og gera hana klára og ganga með girðingunni og svo þegar við vorum búin hér fór Kristinn

að hjálpa Sigga að kíkja meira á girðinguna. Ég fór svo í dag og kláraði að þrífa seinustu króna sem var eftir og ganga lauslega frá svo nú er allt að verða klárt.

-

11.09.2024 11:20

lamba rúntur í lok ágúst og byrjun sept


Þetta er Snara 23-019 

 


Annar hrúturinn hennar undan Sóla 23-003

 


Hér er hinn á móti. Hún er að óþekkast við að liggja með þá við vegriðið í Búlandshöfðanum en ég er mjög þakklát vegagerðinni að þeir eru búnað setja skilti sitthvoru megin

við Búlandshöfðann í brekkuna að það geti verið kindur á veginum. Þeir eru báðir með gulan fána.

 


Þessi lambhrútur er undan Díönu 22-019 og Úlla 22-914 sæðingarstöðvarhrút og er með ljós grænan fána C 151.

 


Hér er Dísa 19-360 með hrút og gimbur sem eru fæddir fjórlembingar og þau eru bæði með grænan fána eða R 171 og þau eru undan Styrmi 23-930 sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér er Hildur 22-013 með hrútana sína undan Byl 22-003. Þeir eru báðir með ljósgrænan fána H 154.

Þessi mynd er tekin 1 sept.

 


Ljúfa 22-018 með gimbrarnar sínar undan Vind 23-004 og þær eru báðar með ljós grænan fána H 154.


Hér er Epal 20-014

 


Hún er með eina hyrnda gimbur og eina kollótta en þær eru undan Boga 23-637 frá Óla Ólafsvík og Bogi er ARR hrútur önnur gimbrin er með ljósgrænan fána H 154 og hin gul.

 


Álfadrottning 21-016

Hún er með gimbrar undan Byl 22-003 og þær eru báðar með bláan fána N 138.

 


Hér er hún aftur og þessi mynd var tekin í dag 11 sept.

 


Önnur gimbrin er aðeins hærri og stærri.

 


Hin aðeins lægri og minni svo þær eru frekar ólíkar systur.

 


Fallegir kollar undan Snúllu 17-101 og Prímusi 21-005 , þeir eru með gulan fána.

 


Þessir tveir eru undan 22-006 Ösp og Stein 23-926 sæðingarstöðvarhrút og sá svarti er með grænan fána R 171 og sá hvíti er með gulan fána.

 


Þeir virka allir bæði undan Snúllu og Ösp svakalegir bolar og miklir að sjá að aftan.


Sperra 22-206 frá Sigga í Tungu með hrút og gimbur undan Boga 23-637 frá Óla Ólafsvík.

 


Hér sést gimbrin betur frá Sperru og Boga.

 


Fyrsti göngutúrin upp á fjall inn í Fögruhlíð var tekinn í morgun svo núna ætla ég að setja mér það markmið að reyna að fara í 

fjallgöngu einu sinni á dag fyrir göngur til að byggja upp þol og koma mér í gönguform. Það var æðislegt veður í dag en frekar kalt það hefur frosið í nótt

því það var klaki á pollunum og sum staðar í jarðveginum.

 


Hér sést í Svartbakafellið og það var enga kind að sjá þar sem ég gáði en það voru nokkrar mín megin að sjá ofar .

 


Hér er Lalli að bera á túnin fyrir okkur en hann byrjaði að dæla út úr fjárhúsunum fyrir okkur í vikunni.

 

28.08.2024 11:34

28 ágúst rúntur

Ég rakst á nýjar kindur í dag sem ég hef ekki séð það voru Gurra,Perla dóttir Gurru og svo Sól sem er undan Gurru líka og svo kollótt frá Jóhönnu hún Snúlla.

Þær voru upp í Fögruhlíð fyrir ofan Rauðskriðumel. Svo var ég að rúnta gamla veginn fyrir ofan Mávahlíð og sá að þar var hópur á leið inn fyrir Höfða fyrir neðan veginn og þær hafa tekið á rás því 

Snorri Rabba var með hundana sína niður á Hellu örugglega að leita af mink og ég var svo heppin að þær runnu allar í áttina að mér svo ég lagði bílnum og sökk af stað niður fyrir veg og náði myndum af  þeim þegar þær voru komnar inn eftir.

 

Hér er Perla 20-016 með gimbrina sína undan Klaka 22-005

 


Hér er hin gimbrin á móti.

 


Hér er svo Perla með báðar gimbrarnar sínar mjög fallegar þær eru fæddar þrílembingar.

 


Hér er Snúlla 17-101 frá Jóhönnu með hrútana sína undan Prímusi 21-005.

 


Þeir virka mjög stórir og fallegir. Þeir eru báðir með gula fána.

 


Hér er Gurra 17-016 með lömbin sín en eitthvað hefur nú skeð fyrir þennan hrút hjá henni annað hvort hefur hann villst undan henni eða eitthvað er að júgranu hjá henni því gimbrin er alveg stór og falleg og hún er með gulan fána og  H 154 ljósgrænan fána en hann alger kettlingur en hann er með gulan og grænan fána R 171.  Lömbin hennar eru þrílembingar fæddir en ganga tvö undir og eru undan Boga 23-637. 

 


Hér er Spyrna 21-019 með gimbrar undan Vind 23-004 önnur gimbrin sú hvíta er með gulan fána og H 154 ljósgrænan.

en sú gráa er með tvo gula fána.

 


Hér sjást þær betur.

 


Hér er mjög þétt og falleg gimbur sem gengur undir Sól 23-008 gemling og er undan Díönu 22-019 og Úlla 22-914 sæðingarstöðvarhrút og hún er með ljósgrænan fána C 151 og gulan fána.

 


Hún virkar mjög stór og hefur Sól mjólkað henni vel en Díana fékk júgurbólgu í vor og gimbrin var tekin undan henni og Sól missti lambið sitt í fæðingu.

 


hér er Sól og gimbrin.

 


Hér er Álfadís hans Kristins með hrútana sína undan Bjarka 23-922 sæðingarstöðvarhrút.

Annar þeirra er með gulan og grænan fána R171 en hinn er bara með gulan fána.

 


Hér er Díana 22-019 með hrútinn sinn undan Úlla 22-914 og hann er með gulan fána og ljósgrænan C 151.

 


Hér er Branda 22-012 með lömbin sín undan Grím 23-443 þau eru bæði með gula fána.

 


Hér er hrúturinn.

 


Hér er gimbrin.

 


Hér er hrútur undan Gurru 17-016 og Boga 23-637 sem gengur undir Ófeig 22-016 hann er með gulan og grænan fána R 171.

 


Rakst svo á hana Epal 20-014  hún er með gimbrar undan Boga 23-637 og önnur þeirra er með gulan og ljósgrænan fána H 154.

Hún átti svo að vera með hrút undan Birtu líka sem var vanin undir hana því Birta dó á sauðburði en ég sá hann ekki með henni svo það er spurning hvort hann hafi villst undan eða drepist. 

 

27.08.2024 12:17

Göngutúr og kindur 27 ágúst.

Ég þurfti að fara inn í Grundafjörð í morgun og var þá litið upp í hlíð og sá þar Mónu Lísu sem ég hef ekki séð í allt sumar og ég er mjög spennt að sjá hvernig hrúturinn hennar er svo ég ákvað í bakaleiðinni að keyra upp gamla veginn í Búlandshöfðanum og leggja bílunum og læðast upp að henni og sá svo að Lóa var þar líka með lömbin sín. Þetta gekk svo ljómandi vel og ég náði að taka mynd af lömbunum og fékk meira segja Lóu til að koma til mín og fá klapp og klór hún er alveg yndislegur karekter er alls ekki allra og gerir upp á milli hver má klappa henni og svo getur hún átt þetta til og komið til mín úti alveg yndisleg.

 


Hér er Lóa 18-012 með lömbin sín undan Grím 23-443.

 


Mjög falleg lömb hjá henni.

 


Hér er Móna Lísa 14-008.

 


Hún var tvílembd í vor en annað lambið hennar dó í burði og hún fóstrar þessa gimbur sem er þrílembingur undan Einstök og Jór sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér er svo fallegi hrúturinn hennar sem ég var svo spennt að sjá hann er undan Anga sæðingarstöðvarhrút og er með hlutlausan fána gulan.

 


Ég er mjög hrifin af honum og hlakka til að sjá hvernig hann stigast.

 


Hér er betri mynd af gimbrinni hennar Lóu.

 


Hér er svo hrúturinn á hlið.

 


Voru svo mikið að spá í mér þannig að það auðveldaði mér að taka fleiri myndir af þeim.

 


Hér kemur svo ein sjálfsmynd af okkur Lóu he he.

23.08.2024 13:00

Rúntur 21 ágúst


Þessi kind er frá Gumma Óla Ólafsvík og er með þrílembinga og tveir eru kollóttir það er örugglega undan ARR hrútunum hans Óla Ólafsvík.

 


Hér er hinn hrúturinn sem er líka undir henni.

 


Hér er falleg kind frá Gumma Óla Ólafsvík með mjög falleg lömb.

Ég er alveg svakalega hrifin af gimbrinni.

 


Brá á þennan hvíta hrút og hann er með C 151 svo fóstrar hún þennan svartbotnótta og hann er hlutlaus með gulan fána.

 


Hér er Lára 22-017.

 


Hér er gimbur undan henni hún er með C 151.

 


Hér er hin gimbrin á móti hún er líka með C 151.

 


Hér er Kaka 21-014 með hrút undan Svala.

 


Hér er gimbrin á móti.

 


Hér er gimbur undan Dúllu og Byl hún er H154 og hún fóstrar hrút undan Elísu og hann er líka með H 154.

Dúlla var sónuð með 1 og það var vanið undir hana og svo kom hún með tvö og seinna lambið hennar var tekið og sett undir aðra kind.

 


Hér er Blesa með hrút og gimbur undan Svala þau eru hlutlaus með gulan fána.

 


Hér eru tvær gimbrar undan Hrafntinnu og Svala og þessi snjóhvíta er með H 154.

 


Þrá 23-006 með gimbur undan Diskó. Hún er hlutlaus með gulan fána.

 


Hér er gimbur undan Ósk og Friskó og hún er með R 171 hún var þrílembd og öll lömbin hennar eru R 171.

 


Hér er hrúturinn á móti gimbrinni.

 


Hér er betri mynd af gimbrinni hún er alveg svakalega falleg á litinn.

 


Hér er Skotta með gimbrarnar sínar undan Mósa hans Óla Ólafsvík og þær eru báðar hlutlausar með gulan fána.

 


Hér er smá hópmynd af þeim, Hrafntinna með gimbrarnar sínar og svo Ósk með hrútinn sinn sem stendur upp á stein.

21.08.2024 13:46

Rúntur í júlí og ágúst


Hér er Einstök með lömbin sín undan Jór 28 júlí.

Þau eru með R 171

 


Gimbrin hennar mjög falleg.

 


Hrúturinn líka hvítur og fallegur.

 


Þessi hrútur er undan Rúmbu og er hlutlaus með gulan fána.

 


Freyja að tala við Einstök. Þessar myndir voru teknar í júlí.

 

Þessi mynd var tekin núna í ágúst og þetta er Bót hans Sigga með gimbur undan Reyk þessa svörtu og svo fóstrar hún lamb undan Drottningu og Boga sem er ARR hrútur frá 

Óla Ólafsvík.

 


Hér er Vigdís með gimbrarnar sínar undan Vestra önnur gimbrin er með H151.

 


Hér er Botnía hans Sigga með hrút og gimbur undan Byl.

 


Tvær gimbrar frá Sigga undan Kolbrúnu og Byl.

 


Þessi mynd var tekin 2 ágúst af Álfadrottningu hún er með gimbrar undan Byl og þær eru með N 138.

Ég fer svo að vera duglegri núna að taka rúnt og taka myndir og setja inn enda spennandi og skemmtilegur tími núna til að mynda lömbin.

03.08.2024 19:53

Heyskapur í Kötluholti

Heyskapur hófst aftur núna á föstudag þá var slegið í Kötluholti og Tungu og það er stefnt að því að klára að heyja um verslunarmannahelgina sem er núna

Það var svo byrjað að rúlla núna á laugardag og það var allt í góðu fyrst  og mjög gott veður og brakandi þurrkur en það var búið að vera frekar blaut túnin því það er

búið að rigna svo mikið síðast liðna daga. En aftur að heyskap þá gekk vel fyrst eins og ég sagði en svo fór að blása og gerði miklar rokur svo við ákváðum að stoppa og kíkja aftur á það

eftir kvöldmat.

 


Hér eru Kristinn og Emil að slá inn í Kötluholti.

 


Ég labbaði með Ronju og Freyju upp á Hofatjörn í dag fyrir ofan Kötluholt og Ronja fann þessa flottu fjöður.

 


Hér er Freyja að veiða síli í tjörninni en ég fór að finna betra skjól það var svo hvasst þarna upp frá.

 


Hér erum við komnar í skjól og fengum okkur nesti.

 


Hér er svo Emil að fara rúlla inn í Kötluholti.

 


Það var farið heim í mat og svo kíkt aftur og þá var ekki eins mikið rok og gekk vel að raka saman og rúlla.

 


Fór svo smá kindarúnt á leiðinni heim og Freyja hitti Einstök og hún kom til hennar til að fá klapp er svo gjæf og góð kind.

28.07.2024 13:30

Útilega á norður og austurlandi og fleira

Þann 8 júlí lögðum við af stað í útilegu og byrjuðum á því að stoppa á Blöndósi og skella okkur í sund þar til að stytta leiðina svo héldum við áfram og ferðinni var heitið í Hrafnagil.

Þar voru vinir okkar búnað koma sér fyrir og taka fyrir okkur pláss á A svæði sem þarf ekki að panta á eins og hin svæðin á Hrafnagili.

Við lentum í leiðinda roki næstu daga og vorum búnað setja fortjaldið okkar upp og enduðum með að taka það niður svo það myndi ekki skemmast í rokinu.

Við fengum samt góða daga og flottan hita og sól þó það væri frekar hvasst suma dagana.

Við vorum á Hrafnagili í fleiri daga en við ætluðum því það var of hvasst til að færa sig. Freyja átti svo að fara að keppa í fótbolta á síma mótinu í Reykjavík og við komumst ekki til baka með hjólhýsið svo ég var búnað ákveða að fljúga með hana suður en svo var hún búnað vera með svo slæman hósta og slöpp að hún treysti sér ekki til að fara og keppa svo við vorum áfram fyrir norðan. 

Við færðum okkur svo yfir á Sauðárkrók til að elta betra veður og komast nær heima ef við skyldum þurfa að fara heim að heyja.

Spáin var svo ekki að vinna með okkur um heyskap svo við vorum í nokkra daga á Sauðárkrók og ákváðum svo að halda austur á leið og þá skyldu leiðir okkar við vinafólk okkar sem fór vestur.

Við fórum svo alla leiðina á Fell hjá Breiðdalsvík til Ágústar bróðurs og vorum þar í 3 daga og svo lá leið okkar aftur norður og gistum eina nótt á Hömrum og svo alla leið vestur aftur í heyskap.

En ég ætla að láta ferðalagið segja sig betur frá í málið og myndum hér í framhaldi.

 


Hér eru stelpurnar að grilla sykurpúða á Hrafnagili.

 


Hér er Ronja Rós í jólahúsinu sem er ómissandi staður þegar maður kemur norður.

Benóný fór svo auðvitað daglega í sund á Hrafnagili og Akureyri til skiptis og svo fórum við líka í Þelamörk sem er upphalds sundlaugin okkar fyrir norðan hún er svo kósý.

 


Hér eru stelpurnar að spila saman í fortjaldinu hjá Teddu.

 


Hér eru Erika vinkona Emblu sem kom með okkur í útilegu og Freyja og svo inn í jólasveinunum eru Ronja Rós og Embla.

 


Hér eru svo Ronja og Embla og Freyja og Erika jólasveinar.

 


Hér er hjóhýsið okkar inn á Hrafnagili.

 


Allir að spila partners og drögum í lið og spiluðum á tveim borðum mjög gaman.

 


Skelltum okkur rúnt inn á Grenivík og þaðan yfir á Húsavík og enduðum svo í Geosea böðunum og hér eru stelpurnar að gera tásu mynd.

 


Hér erum við í Geosea og Ronja og stelpurnar fengu crap sem er voða sport þegar við förum í böðin.

 


Við vinkonurnar saman ég og Irma.

Við vorum með Irmu,Nonna og Sigurði stráknum þeirra ásamt systrum hennarbIrmu , Millu og Teddu og börnum þeirra í útilegu og áttum alveg yndislegan og skemmtilegan tíma saman.

 


Það var yndislegt veður og loksins sól og blíða fyrir okkur sem erum vön rigningunni og kalda veðrinu að vestan.

Það var 20 stiga hiti næsum alla dagana sem við vorum fyrir norðan.

 


Emil og Benóný í Kjarnaskógi sem er líka ómissandi staður að fara á þegar maður er á Akureyri.

 


Ronja Rós í Kjarnaskógi.

 


Stelpurnar að keppa við fullorðnu.

 


Emil og Nonni sigurvegarar í kubb á móti stelpunum.

 


Ronja að elska góða veðrið og spila krikket.

 


Yndislegt að vera á Akureyri svo gaman að labba niður í bæ.

 


Þá erum við mætt í Skógarböðin og fengum æðislegt veður þegar við fórum þangað með Irmu og þeim og fórum svo út að borða öll saman á Greifanum.

 


Ronja Rós komin með blátt crap svo spennandi og gaman.

 


Benóný og Emil að njóta í Skógarböðunum.

 


Benóný alsæll og vel baðaður í þessari útilegu eins og alltaf og sund á hverjum degi.

 


Við Ronja Rós að njóta í sólinni.

 


Núna erum við komin yfir á Sauðárkrók og erum á safninu Battel og iceland.

 


Hér eru Erika og Embla búnað dressa sig upp sem bardaga menn.

 


Hér erum við svo öll dressuð upp líka. Þetta var mjög skemmtilegt safn að skoða sögu Snorra Sturlusonar og fórum líka í svona sýndarveruleika og settum á okkur gleraugu og fengum að upplifa eins og við værum stödd í bardaga.

 


Við tókum rúnt og fórum í Grettislaug við höfum aldrei farið í hana áður það var mjög fallegt og mjög skemmtilegt.

 


Embla og Erika fóru ekki ofan í heldur voru að skoða sig um á meðan við fórum og Embla tók hópmynd af okkur.

 


Mjög fallegt hér svo mikil náttúrufegurð.

 


Ronja Rós að hafa það kósý í hjólhýsinu okkar.

 


Smá fjallganga fyrir ofan Sauðárkrók og smá labb um kirkjugarðinn.

 


Útsýni yfir sundlaugina á Sauðárkróki en við prófuðum hana núna í fyrsta sinn ég og krakkarnir en Emil var búnað fara í hana áður þegar hann hefur verið að róa hér.

 


Við fórum rúnt inn á Skagaströnd og svo inn á Blöndós og kíktum á Húnavöku.

Við kiktum göngutúr upp göturnar en þar var verið að bjóða fólki sem var á göngu í vilko vöfflur í heima húsum og það var alveg yndislegt og tekið vel á móti manni og þar fékk maður kaffi djús og vöfflur og svo var margt í boði hefðbundnar vöfflur og svo vöfflur með ávextum súkkulaði og allsskonar og þetta var allt frítt.

 


Það var svo líka Tívoli á Blöndósi og krakkarnir voru mjög spenntir að fá að fara í það.

 


Það skelltu sér allir í þetta og Nonni og Emil líka og Benóný var alveg í essinu sínu að fara í þetta og fá alla með sér.

 


Seinasta daginn okkar á Sauðárkrók var svo skellt sér í sund á Hofsósi og svo brunuðum við austur.

 


Átti svo alltaf eftir að setja inn að litli dásamlegi frændi kom í heiminn 13 júni hjá Magga bróðir og Rut og ég fór að sjá hann 20 júní hann er alveg hundrað prósent fullkomin og öllum heilsast vel.


Erika og Embla búnað koma sér vel fyrir í hjólhýsinu þegar við vorum komin á Fell til Ágústar og  Írisar.


Þá erum við mætt í sæluna hjá Ágústi og sitjum hér út í garði í veðurblíðunni sem er alltaf fyrir austan.

 


Hér er Ágúst að kveikja upp í eldstæðinu voða kósý.

 


Emil og stelpurnar fóru í reiðtúr með Írisi og Emil fékk að rifja upp gamla takta enda langt síðan hann hefur farið í almennilegan reiðtúr.

 


Við Ronja fórum í smá göngutúr með Ágústi að skoða ber.

 


Fórum með Ágústi í smá leiðangur að leita af faldri náttúrulaug sem var samt köld en svona falleg og gaman að stökkva í sérstaklega ef gott er veður.

 


Þetta var eins og rennibraut og ofan í laug.

 


Þetta var sérstaklega skemmtilegt og ævintýralegt að fara þarna með Ágústi og stelpurnar voru alveg í skýjunum með að gera eitthvað svona alveg öðruvísi.

Magdalena sem er hjá Ágústi og Írisi fann upp á að fara á þennan stað og sýna okkur hún var búnað koma þarna áður og visaði okkur leiðina.

 

Við fórum í sundlaugina á Breiðdalsvík í fyrsta sinn.

 


Emil og Ronja í heitapottinum

 


Flott mynd af þeim á hestbaki með Írisi í fjörunni í Breiðdalnum. Íris rekur hestaleigu á Felli og það er alltaf nóg að gera hjá henni í því svo við vorum heppin að fá að komast að hjá henni og fara í  skemmtilegan reiðtúr.

 


Embla og Erika í Vök.

 


Hér eru stelpurnar í stuði allar með smootie í Vök.

 


Emil með Ronju og Benóný í Vök.

 


Freyja og Erika búnað stökkva út í vatnið sem er ískalt og synda í því það finnst þeim aðalsportið við að fara í Vök.

 


Við systkinin saman ég og Ágúst Óli.

 


Töff mynd af Ronju Rós í Vök.

 


Hér erum við á Hömrum en við rétt náðum að keyra þangað áður en tjaldstæðið lokaði á miðnætti.

 


Ronja Rós að prófa leiktækin á Hömrum.

 


Alltaf gaman að vera tjaldstæðinu á Hömrum en við stoppuðum mjög stutt þar bara eina nótt .

 


Embla Marína að leika sér.

 


Við fórum að heimsækja vini okkar Birgittu og Þórð á Möðruvöllum 3 Hörgársveit en það hefur verið árlegur hittingur hjá okkur að fara til þeirra þegar við förum norður og það

er alltaf jafn yndislegt að koma til þeirra og tekið vel á móti okkur.

 


Við vorum svo komin heim 24 júlí og þann 25 júlí tókum við tækin út úr Mávahlíð og Bói hjálpaði okkur.

 


Hér er svo gamli vörubílinn sem fiskmarkaðurinn átti einu sinni og hann ríkur alltaf í gang alveg magnaður.

 


Hér eru þeir byrjaðir að slá í Fögruhlíð og það er alveg mok gras aldrei verið eins mikið á því en það er líka slegið seinna en vanalega því það er búið að vera svo mikil rigning að við verðum að taka áhættuna og slá núna því það er útlit fyrir tveim þurrum dögum.

 


Ég tók mömmu á rúntinn inn í sveit til Freyju í kaffi og hér var einn besti dagur sumarsins sól og blíða og 15 stiga hiti.

 


Stelpurnar að leika sér í vatnsrennibraut í sveitinni.

 


Þetta er nýji traktorinn hans Kristins sem hann keypti af þeim í Hrísum.

 


Hér er verið að keppast við að rúlla í þokunni og heyjið verður aðeins blautara en það hefur verið en við náðum þó að þurrka það nokkuð vel

Bói var á plastaranum og Kristinn að raka saman og Emil að rúlla. Þetta fór svo allt saman vel þeir voru að rúlla alveg til 1 um nóttina til að klára 

 


Það var svo systkinahittingur og afkomendur þeirra hjá Bergþórsbörnum sem sagt Freyju mömmu hans Emils.

Hér eru systurnar saman Freyja og Jóhanna. Hittingurinn fór fram á Görðum í Staðarsveit laugardaginn 28 júlí.

Það var hisst í hádegismat og spjallað og svo var farið í fjöruferð og eitthvað fleira.


Stelpurnar búnað klæða sig upp til að fara í fjöruferð en það var frekar hráslegt veður kalt og rigning.

 


Hér var svo tekin fjölskyldumynd af öllum hópnum.

 


Maggi og Rut komu vestur með litla prinsinn sinn laugardaginn 27 júlí og mamma fékk að sjá hann í fyrsta sinn það var alveg yndislegt.

 


Hér er gullmolinn þeirra alveg glaðvakandi annars var hann mjög vær og alltaf sofandi þegar við hittum hann.

 


Freyja Naómí svo stolt frænka með litla frænda.

Núna erum við bara krossa putta að við náum að heyja núna um verslunarmannahelgina því við ætluðum að heyja núna í vikunni en spáin er alltaf að breytast og alltaf rigning af og til.

 

 

 

 

Flettingar í dag: 2207
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 30516
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 1741770
Samtals gestir: 80181
Tölur uppfærðar: 21.5.2025 15:48:42

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar