Benóný Ísak okkar fermdist á Hvítasunnu 28 maí ásamt 7 öðrum bekkjarfélögum í Ólafsvíkur kirkju. Við vorum svo með litla veislu niður í kirkjunni og var boðið nánustu ættingjum og vinum sem Benóný hefur umgengist og þekkir því honum liður ekki vel í miklu margmenni og við gerðum þetta nákvæmlega eins og hann vildi hafa hana.
Hann fékk mikið af flottum stórum gjöfum við gáfum honum borðtölvu og svo gaf Dagbjört systir Emils og fjölskylda
honum skjá við tölvuna. Maja systir og fjölskylda gáfu honum tölvuleikjaskrifborðsstól. Systkinin hans gáfu honum
sýndarveruleika gleraugu sem hann getur upplifað eins og hann sé að fara í rússíbana alveg magnað að prófa þau.
Amma Freyja og afi Bói gáfu honum hleðslustöð fyrir gleraugun og pening.
Jóhanna frænka gaf honum tvenn heyrnatól eitt til að stinga í samband og hitt þráðlaust.
Ágúst bróðir gaf honum pening og íslensk frímerki í bók.
Held þetta sé nokkurn veginn upptalið og svo fékk hann í heildina 209 þús í peningum.
Hann var alveg i skýjunum með daginn og þakkar kærlega fyrir sig.
|
Hér er verið að ferma Benóný Ísak.
|
Hér eru þau í fermingarmessunni.
|
|
Flottur hópur.
|
Hér bíður hann spenntur eftir gestunum.
|
Hér er fjölskyldumynd af okkur sem Óli tók fyrir okkur.
|
Hér er Benóný með afa Bóa og ömmu Freyju.
|
Hér er Benóný með ömmu Huldu.
|
Hér er hann með stoltum ömmum sínum
|
Hér eru Karítas og Daníel,Steini og Dagbjört og Maja systir min og Óli mágur.
|
Krakka borðið hér eru frændsystkinin saman komin.
|
Siggi í Tungu og Ágúst bróðir minn og fyrir aftan eru Ólína frænka Emils og Þórður maðurinn hennar og þau
hafa séð Benóný fyrir brauðstöngum og magarítu gegnum árin en þau voru að hætta rekstri sjoppunnar en nýjir
eigendur eru teknir við.
|
Freyja með Mattheu Katrínu svo fallegar saman.
|
Freyja og Aron svo góðir vinir.
|
Flottar vinkonur Hildur Líf og Ronja Rós.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Hér er verið að undirbúa veisluborðið og salinn. Ég pantaði þennan æðislega lampa frá Glerást á Akureyri í staðinn fyrir fermingarkerti.
|
Við hengdum upp með klemmum myndir af Benóný Ísak.
|
Hér er prinsinn við veisluborðið og það eru líka hengdar myndir milli fána veifana bak við.
|
Græjuðum svona mynda horn og þar var mynd af honum litlum og fyrsta sundskýlan sem hann eignaðist.
|
Fermingarkakan hans ég pantaði hana í Tertugallerý.
|
Freyja tengdamamma gerði þessa marengstertu og hún var fljót að klárast enda alveg lostæti.
|
Við pöntuðum brauðtertur hjá Tertugallerý bæði rækju og skinku og þær voru æðislegar.
Jóhanna frænka Emils gerði fyrir okkur risekrispí muffins og kleinur sem vöktu mikla athygli
því þær voru svo svakalega góðar hjá henni. Ég gerði svo líka svona litlar pizzur inn í ofni og
svo pöntuðum við líka hjá Tertugallerý 20 kleinuhringi með karmellu.
|
Þessi var líka frá Tertugallerý og var með jarðarberja frómas en sú stóra var með karmellu og daim frómas. |
|
|
Benóný Ísak fékk dominos brauðstangir.
|
Fallegar saman Gulla og Freyja.
|
Steinar með Mattheu Katrínu.
|
Benóný svo glaður með Evu sinni.
|
Flottir fermingar drengir.
|
Flottar fermingar stelpur.
|
Flottir félagar Benóný og Svavar.
|
Flott fjölskylda Þórhalla,Jóhann,Jakob og Bjarki en það vantar Eyrúni hún var í Rvk.
|
Ronja Rós og Hildur Líf að leika sér í krakkahorninu.
|
Hér er mjög glæsilegur pakki sem Gulla,Steinar og krakkarnir gáfu Benóný sem var þakinn myndum af Benóný
í sundlaugum víðs vegar um landið.
|
Hér sést Benóný taka upp pakkann og þá kom upp peninga lengja mjög flottur og skemmtilegur pakki.
|
Benóný með Karítas Bríet frænku sinni.
|
Freyja Naómí og Birgitta Emý svo góðar vinkonur og frænkur. |
|
Ólafsvíkur kirkja svo falleg.
|
Flotti fermingarstrákurinn okkar.
|
Við mæðginin saman.
|
Það var stuð á krökkunum í myndatöku horninu.
|
Hér eru Emil og systkinin hans öll saman komin. Þá verður maður að nýta
tækifærið og fá systkina mynd.
|
Flottir feðgar Marinó og Pétur.
|
Hér eru okkar gullmolar.
|
Óli og Ronja Rós.
|
Hér má sjá gestina í veislunni. Það voru rúmlega 45 manns sem voru í veislunni.
|
Þessi skvísa hún mamma átti afmæli 18 maí og við fórum börnin hennar og barnabörn út að borða með
hana á Skerinu og fögnuðum með henni 73 ára afmælinu.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|