Það var vel drungalegt yfir um morguninn en fínasta veður til að smala. Við byrjuðum á að gá hvar kindurnar væru og sýndumst í fljótu að þær
væru bara á þæginlegum stöðum og þetta myndi taka stuttan tíma að ná þeim heim. Hér er Kristinn að reka í átt að Mávahlíðargilinu.
Við lentum svo í því að það var keyrt á tvær kindur hjá okkur í seinustu viku og þær dóu báðar og svo kom í ljós núna þegar við fórum að sækja kindurnar
að það hefur ein enn lent í þessari ákeyrslu því hún var með opið beinbrot og við þurftum að lóa henni líka svo þetta hefur aldeilis verið mikil óheppni bæði hjá
bilstjóra og kindum að vera á röngum stað á röngum tíma en við vorum látin vita af þessu og náðum að fara og taka þær sem keyrt var á í snældurvitlausu veðri og það
var varla stætt að ná í þær og önnur var enn lifandi þegar við komum á staðinn en þegar við fórum að sækja kerrruna og komum aftur var hún dáinn.
Bilstjórinn hélt einmitt að þetta hefðu verið 3 kindur sem reyndist svo vera rétt við vissum bara ekki af þessari því hún kom í ljós núna þegar við smöluðum.
Þetta voru Óskadís 18-010 mórauð kind með hvíta krónu og sokka ein af mínum uppáhalds enda óska liturinn minn. Lára 22-017 svartbotnótt og Hrafntinna 20-005 svört
svo þær voru allar dökkar og því verið erfitt að sjá þær á veginum í grenjandi rigningu og roki.
Svo þetta óhappa ár ætlar seint að taka enda en svona er þetta bara stundum og fylgir því að vera sauðfjárbóndi.
Aftur af smöluninni þá gekk hún vel og þær runnu ljúft niður úr hlíðinni niður á veg.
Krsitinn og Emil fylgdu svo kindunum niður í Tungu og fóru í Hrísar að ná í kindur þar á meðan við Siggi fórum á Holtseyrarnar og Siggi fór upp
fyrir þær að rótum Svartbakafellsins og ég beið á meðan því ég lagði ekki í að vaða yfir ána það var svo mikið vatn í henni svo sá Siggi glitta í
kindur fyrir ofan Selhólinn í átt að Svartbakafellinu mín megin við gilið svo ég labbaði langleiðina upp í Hríshlíð til að komast upp fyrir þær
og þá kom í ljós að þetta voru 6 kindur allar frá okkur og ég náði að koma þeim niður hjá Rauðskriðumelnum og svo tóku þær upp á því að fara
fyrir ofan bústaðina en fóru svo niður við bústaðinn hjá Snorra og Gauðlaugu og þaðan niður á veg og voru þægar eftir það og runnu beint niður í
Tungu.
Hér renna þær niður við Rauðskriðumelið.
Hér er mjög falleg náttúra ég held ég fari með rétt nafn að þetta sé Skriðugil.
Hér fara þær svo upp úr gilinu og upp að bústaðinum hjá Sigrúnu og Ragga.
Hér er svo Siggi með hinn hópinn ef vel er að gáð er hann milli klettana með hvítan hóp af
kindum hér hægra megin á myndinni.
Hér eru þær sem voru að fela sig við gilið í Svartbakafellinu.
Þegar við fórum svo yfir kindurnar kom í ljós að við höfum ekki náð öllum inn fyrir Búlandshöfða það vantaði nokkrar sem áttu að vera þar,
eins þurfti Siggi að ná í nokkrar sem voru í Tungufellinu svo við skiptum okkar niður. Siggi fór í Tungufellið og ég og Emil fórum inn fyrir Búlandshöfða
að leita af hinum og vorum þó nokkra stund að finna þær en svo sáum við þær þá voru þær að fela sig fyrir neðan rafveituhúsið sem var einu sinni í
Búlandshöfðanum fyrir neðan veg en þegar maður labbar þar niður á er smá dalur sem þær geta leynst í og kallast litla Búland.
Hér sést rafmagns kassinn og hér rölta kinduranar fyrir neðan veg.
Við höldum svo áfram undir Höfðanum.
Hér eru þær komnar inn og sáttar að vera komnar á garðann.
Hjalti dýralæknir kom svo í dag þegar við vorum búnað smala og sprautaði ásettningin bæði gimbrar og hrúta.
Svo þetta var langur og góður dagur og miklu komið í verk.
24-001 Tarzan undan Gullmola 22-902 og Móbíldu 21-342 keyptur frá Hraunhálsi
50 kg 30 ómv 5,0 ómf 4,0 lag
8 8,5 9 8,5 8,5 18 8,5 8 8,5 8,5 alls 85,5 stig.
Hann er með ARR og gulan fána.
24-002 Koggi undan 19-903 Laxa og 23-020 Slettu.
54 kg 35 ómv 2,5 ómf 4,5 lag 109 fótl
8 9 9,5 9 9 18,5 8,5 8 9 alls 88,5 stig
Hann er með N 138 og H 154
24-003 Álfur undan 23-922 Bjarki og 21-015 Álfadís
55 kg 107 fótl 34 ómv 3,2 ómf 4,5 lag
8 9 9,5 9 9 18,5 7,5 8 8,5 alls 87 stig.
Hann er með R 171 ARR og gulan fána.
24-004 Brúnó undan 18-882 Anga og 14-008 Mónu Lísu
59 kg 114 fótl 31 ómv 2,8 ómf 4,0 lag
8 8,5 8,5 8,5 9 17,5 8 8 8 alls 84 stig.
Hann er með gulan fána.
Við Bárður í Gröf eigum hann saman.
Þessi heitir Steindi eftir margar hugleiðingar af nöfnum en hann er undan Stein 23-926 og Ösp 22-006 en hann var í ásettningi hjá okkur en hann var fengin á sæðingarstöðina svo það verður spennandi að sjá hvernig hann á eftir að koma út við höfum allavega miklar væntingar með hann bæði hvað mjólkurlagni og gerð varðar hann á mjög góðar ættir á bak við sig og er mjög fallegur og vel svartur hrútur sem á að geta gefið mórautt líka. Langamma hans var mórauð og gaf bæði mórautt og tvílit.
Ég fór með Sigga í gær 23 okt að smala. Siggi vissi af lambhrút sem hann hafði séð saman við féið hjá okkur og ég keyrði hann upp í Fögruhlíð og hann náði að reka hann saman við kindurnar okkar og þær voru mjög þægar og fóru allar beint niður í fjárhús og þá kom í ljós að þessi lambhrútur var frá Friðgeiri.
Veðrið var búið að vera milt en það var að þyngjast yfir og mikil þokubakki af rigningu lá í loftinu og yfir fjöllunum svo við fórum í smá kaffi og biðum eftir hvort það myndi ekki stytta upp.
Það stytti svo upp og við fórum rúnt upp á Fróðarheiði og ég skyldi bilinn minn þar eftir hjá Valavatni og við löbbuðum niður í Seljadal og það gerði úrhellisrigningu og það var líka hvasst á milli og
við þurftum að labba talsvert niður áður en við sáum kindur og þegar við sáum til þeirra voru þær leiðinlega staðsettar hinum megin við gil sem var ofan í gljúfri með stórum foss.
Siggi fór yfir gilið og kom svo ofan á þær og ég beið og fylgdist með á meðan og þegar hann kom ofan á þær byrjuðu þær að skipta sér sumar hlupu niður og ein stóð kyrr neðst og hann þurfti að
stugga við henni og á meðan hann var í því tóku hinar upp á því að fara á bak við hann og fikra sig upp aftur og þegar hann sá það þurfti hann að fara upp aftur og náði að fara á eftir þeim
en það var talsvert labb og lengra hinum megin og ég tók svo þrjú lömb sem höfðu farið yfir gilið og til mín. Þetta er mjög falleg náttúra þarna og fallegir fossar og ég er klárlega til í að fara þarna
aftur og skoða í fallegu veðri en ekki í ausandi rigningu eins og við lentum í. Þetta gekk svo allt saman vel og við náðum 14 stykkjum niður að aðhaldinu hans Kristins sem hann er með niður við Fróðaá
og þar kom Kristinn og tók á móti okkur og ég þurfti að drífa mig að ná í bílinn og fara sækja krakkana í skólann en Kristinn og Siggi biðu og pössuðu kindurnar þangað til Friðgeir kæmi að sækja þær.
Hér erum við að labba niður.
Hér erum við nálgast að sjá niður gilið.
Hér er fjallið við gilið mjög fallegt kindurnar voru sem sagt þeim megin og neðar svo Siggi þurfti að fara aftur til baka og yfir gilið til að koma ofan á þær.
Ég náði ekki nógu mörgum myndum því ég var svo svakalega blaut en hér sést fossinn sem var svakalega fallegur og miklu stærri en hann sýnist á myndinni.
Við þurftum að fara með þau svo yfir langa mýri sem var erfitt að labba og þau fóru hægt yfir en voru mjög þægar við okkur og svo slógust stórir hrútar í hópinn með sem eru hrútar sem Friðgeir fékk hjá okkur Tígull og Ás sem eru kollóttir og það var gaman að sjá þá og taka mynd af þeim fyrir stelpurnar.
Hér erum við svo komin langleiðina niður og veðrið farið að stytta upp aftur.
Hér eru þær komnar í aðhaldið.
Hér er svo falleg gimbur móflekkótt og stór og væn að sjá eins gott að ég var farin áður en Friðgeir kom ég hefði verið víst til þess að
spurja hvort hún væri til sölu.
Talandi um sölu þá keypti Siggi þennan hrút af Hoftúnum um daginn.
Hann er mjög fallega mórauður á litinn og hann er ekki stigaður en alltaf gaman að fá nýja liti.
Hann er með ættir í sæðingarstöðvahrúta eins og Kurdó og Blakk.
Hann keypti líka þennan hvíta af þeim og hann er talsvert stærri og þykkari að taka á honum og þar er Siggi kominn með hrút sem er alveg óskyldur öllu hjá okkur.
Þessi hrútur á ættir að rekja til hrúts frá Lalla á Hellissandi.
Föstudaginn 18 okt fórum við að smala lömbunum inn og tókum þau á hús ásamt Lóu sem er kind sem er frekar horuð að sjá svo við vildum taka hana inn með lömbunum.
Hér er ég komin upp í hlíð og Freyja er fyrir neðan mig og ég fór að sækja hana Evrest sem Ronja dóttir mín á og hún
er kind með réttu nafni því hún er alltaf efst upp í klettum og meira segja fékk hún gimbrina hennar í ásettning því hún náðist ekki heim fyrir slátrun og
var búnað stökkva út úr girðingunni og við tókum það sem einhvað hugboð að eiga hana og hún er undan Glitni sæðingarstöðvarhrút og er einstaklega falleg á litinn.
Stelpurnar duglegar að smala það var mjög andkalt en hressandi hreyfing og útivera.
Hér eru Embla,Emil,Freyja og Erika að reka.
Hér eru þrjár fallegar ásettningsgimbrar hjá okkur sú gráa er undan Úlla 22-914
Svarthosótta er undan Tjaldur 23-933 og sú arnhöfðótta er undan Vindur 23-004 .
Fallegur ásettningshrútur sem hefur fengið nafnið Álfur og er undan Bjarka frá Hafrafellstungu sæðingarstöðvarhrút og hann er með R171.
Þessi er undan Stein sæðingarstöðvarhrút og er með R171.
Hann átti að heita Steinríkur en svo sáum við að það er hrútur á sæðingarstöðinni sem heitir Steinríkur svo Emblu dóttir minni langar að hann heiti Fagri Blakkur.
Það reyndar passar mjög vel við hann því hann er mjög fallegur og vel svartur.
Við keyptum þennan af Eyberg og Laugu Hraunhálsi og hann hefur fengið nafnið Tarzan.
Móðir hans er móbíldótt og hann er með R171.
Ég á svo eftir að setja inn myndir af gimbrunum og hrútunum sem verða í ásettningi á næstunni.
Fórum til Reykjavíkur á sunnudaginn og fórum að heimsækja elsku litla frænda hann Marra Má sem er sonur Magga bróðirs og Rut og hann er svo dásamlegur og er að stækka svo
hratt er farinn að snúa sér á magann á fullu og er alveg fullur af orku og á erfitt með að vera kyrr alveg eins og pabbi sinn en bræðir alla með fegurð sinni og farin að hjala og brosa
svo mikið vildi að ég væri nær þeim svo ég gæti dekrað við hann alla daga eða þau nær okkur en við erum dugleg að fara í heimsókn til þeirra þegar við förum til Rvk.
Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi fór fram núna síðast liðinn sunnudag í Bjarnarhöfn hjá Siggu og Brynjari
í glæsilegu fjárhúsunum þeirra og með flotta aðstöðu bæði fyrir veitingar og keppendur til að sitja með hrútana sína allt til fyrirmyndar hjá þeim.
Það var rosalega góð mæting um 110 manns voru á sýningunni í heildina með börnum.
Það voru mættir í heildina 65 hrútar. 14 mislitir, 11 ARR, 20 kollóttir og 20 hyrndir.
Félag Helgafellssveitar og nágrennis sá um að koma með glæsilegar veitingar og ég kom með marengs rjómatertu og litlar pizzur og Þurý frænka gerði æðislegu skúffukökuna sína.
Hlédís Sveinsdóttir var svo yndisleg að gefa 15 lítra af súpu og mamma hennar Helga María kom með hana á sýninguna.
Eiríkur kom með nóg af brauði, kleinum og salati frá Nesbrauði bakarí
sem hann á í Stykkishólmi og hann gaf líka gjafabréf í verðlaun í kaffi og veitingar á Nesbrauði mjög flott.
Hér má sjá hluta af kræsingunum en það voru allsskonar skúffukökur í boði og fleiri marengs kökur og margt fleira.
Hér má sjá annað sjónarhorn á veisluborðið svo var kaffi gos og heitt kakó í boði líka .
Það fór vel um alla í stóru flottu fjárhúsunum hjá Siggu og Brynjari í Bjarnarhöfn.
Birta Líf og Freyja Naómí stóðu vaktina á að taka á móti pening fyrir kaffi/veitingum og happdrætti gimbra og happdrættið slær alltaf vel í gegn það seldust 94 miðar.
Ég og Emil gáfum tvær gimbrar
Eiríkur Helgason eina gimbur
Lára og Gummi Helgafelli eina gimbur
Gríshóll eina gimbur
Svo þetta var spennandi og mikil metnaður að reyna vinna gimbur.
Hér má sjá þrjár af gimbrunum sem voru í vinning.
Hér sést í þessa gráflekkóttu sem við gáfum og svo er hin hvíta fyrir aftan hana.
Hér má sjá glæsilega farandsskjöldinn ásamt verðlauna plöttum fyrir bestu mislitu,hyrndu og kollótta hrúta.
Lífland styrkti okkur um verðlaun og gaf sauðfjárfötur mjög rausnarlegt af þeim.
Búvís styrkti verðlaun og Sigga og Brynjar Bjarnarhöfn gáfu peysur,húfur og derhúfur í verðlaun mjög glæsileg.
Nesbrauð styrkti sýninguna bæði með veitingum og gjafabréfum mjög rausnarlegt hjá þeim.
Skipavík Stykkishómi styrkti með verðlaunum frá þeim mjög flott hjá þeim.
Jóhannes Eyberg Hraunhálsi sá um að búa til pappírana til að skrá hrútana og svo hannaði hann og gaf verðlaunaskjölin mjög flott hjá honum.
Ég gaf svo viskustykki og pottaleppa með kindum sem ég verslaði í Dublin.
Lára Björg Björgvinsdóttir gaf líka verðlaun sem var bætt við með öðrum verðlaunum.
Sigvaldi Jónsson og Árni Brynjar Bragason voru dómarar á sýningunni.
Þeir voru kátir að skoða alla þessa flottu hrúta og áttu mikla vinnu fyrir höndum að meta á milli þeirra.
Lárus Birgisson og Jón Viðar mættu á sýninguna mjög mikil heiður að fá þá.
Hér eru 5 efstu í uppröðun í mislitu.
Mislitu voru alls 14 hrútar í keppninni.
Hér er Jökull Gíslason Álftavatni með besta mislita hrútinn 2024
lamb nr 128 og er undan Boga 21-909
57 kg 109 fótl 37 ómv 3,9 ómf 5,0 lag
8 9,5 9 9,5 9 19 8 8 9 alls 89 stig.
Hér eru svo vinningshafar í mislitum hrútum.
1 sætil Jökull Gíslason Álftavatni
2.sæti Guðbjartur Gunnarsson Hjarðarfelli
3.sæti Herdís Leifsdóttir( ég ) Mávahlíð
2.sæti Hjarðarfell lamb nr 166 undan Steinn 23-926
63 kg 109 fótl 30 ómv 4,2 ómf 4,5 lag
8 9 9,5 8,5 9 9 18 8,5 8 8,5 alls 87 stig.
3.sæti Mávahlíð lamb nr 325 undan Steinn 23-926
54 kg 111 fótl 32 ómv 2,5 ómf 4,5 lag
8 9 8,5 9 9,5 19,5 8 8 9 alls 88,5 stig.
Hér er Jóhannes Eyberg Hraunhálsi með besta ARR hrúturinn 2024
Hann er undan Stuðull og er nr 101
60 kg 112 fótl 33 ómv 4,5 lag
8 9 9,5 9 9 19 8 8 9 alls 88,5 stig.
Hér eru vinningshafar í ARR hrútunum.
ARR voru alls 11 sem kepptu.
1 sæti Eyberg og Lauga Hraunhálsi
2 sæti Eyberg og Lauga Hraunhálsi
3 sæti Brynjar Hildibrandsson Bjarnarhöfn
2.sæti Hraunháls lamb nr 131 undan Moli 23-919
56 kg 109 fótl 31 ómv 4,3 ómf 5,0 lag
8 9 9,5 9 9 18 8 8 8 alls 86,5 stig.
3.sæti Bjarnarhöfn lamb nr 51 undan Moli 23-919
40 kg 111 fótl 31 ómv 4,8 ómf 4,0 lag
8 9 9 8,5 9,5 18,5 8,5 8 8,5 alls 87,5 stig.
Hér er besti kollótti hrúturinn 2024 og það er sami hrútur og vann ARR flokkinn og er frá Laugu og Eyberg Hraunhálsi.
Það má með sanni segja að þau eru sigurvegarar sýningarinnar en það er sama stigun á þessum hrút og ég gaf hér upp ofar í greininni.
Lamb nr 101 undan Stuðull. Þau eiga svo fyrsta og annað sæti hér í kollóttu og hrúturinn sem er í þriðja sæti er líka undan hrút frá þeim
sem heitir Breiðflói. Stuðull er heima hrútur hjá þeim sem ARR og er undan Gimsteinn.
Kollóttu hrútarnir voru alls 20.
Hér eru vinningshafar í kollóttu 2024
1. sæti Hraunháls
2.sæti Hraunháls
3. sæti Þórarinn Sighvatsson Skjöldur
2.sæti Hraunháls lamb nr 145 undan Selflói
49 kg 109 fótl 34 ómv 4,6 ómf 4,5 lag
8 9 9,5 9 9 19 8,5 8 8,5 alls 88,5 stig
3.sæti Skjöldur lamb nr 46 undan Breiðflói
47 kg 105 fótl 36 ómv 4,3 ómf 4,5 lag
8 9,5 9,5 9,5 9,5 19 læri 8,5 8 8 alls 89,5 stig.
Hér er Þröstur Aðalbjarnarson Stakkhamri með besta hyrnda hrútinn 2024
Hann er undan hrút sem heitir Bessi frá þeim heimahrútur.
59 kg 113 fótl 40 ómv 4,1 ómf 5,0 lag
8 9,5 9,5 10 9,5 19 8 8 9,5 alls 91 stig.
Vinningshafar í hyrndu hrútunum 2024.
Hvítu hyrndu hrútarnir voru 20 í heildina.
1.sæti Þröstur Aðalbjarnarson Stakkhamri
2.sæti Jökull Gíslason Álftavatni
3.sæti Arnar Darri Fossi
2.sæti Álftavatn lamb nr 29 undan Sævari 21-897
51 kg 107 fótl 38 ómv 3,8 ómf 5,0 lag
8 9 9 9,5 9,5 18,5 8 8 9 alls 88,5 stig
3.sæti Foss lamb nr 96 undan Sími
56 kg 108 fótl 36 ómv 4,4 ómf 4,5 lag
8 9,5 9,5 9,5 9,5 19,5 7,5 8 8,5 alls 89.5 stig.
Hér er svo Jóhannes Eyberg Ragnarsson og Guðlaug Sigurðardóttir Hraunhálsi með farandsskjöldinn glæsilega í annað árið í röð fyrir besta lambhrútinn á Snæfellsnesi 2024.
Þau eru svo vel að þessu komin og alveg stórglæsilegur hrútur hjá þeim og þvílík ræktun hjá þeim svo flott.
Ég óska þeim svo innilega til hamingju með glæsilegu ræktunina og verðlauna hrútana þeirra sem þau áttu í mörgum flokkum.
Hér koma svo smá svip myndir af sýningunni.
Hér er verið að skoða mislitu hrútana.
Hér eru fallegir mórar á sýningunni.
Hér eru dómararnir að spá og speklura.
Arnar Darri og Pétur Steinar voru kátir.
Selma Pétursdóttir vinkona mín kom og strákarnir hennar.
Hér er verið að skoða hvítu kollóttu hrútana.
Hér eru hvítu hyrndu hrútarnir.
Harpa og Guðbjartur Hjarðarfelli og Kristinn Bæjarstóri Snæfellsbæjar og fjáreigandi hann kom með hrútinn sinn undan Bjarka sæðingarstöðvarhrút
sem verður settur á hjá okkur og hann er með gulan fána og ARR grænan fána.
Hér er verið að halda í hvítu hrútana sem við komum með.
Pétur Steinar ,Freyja Naómí og Emil Freyr halda í þá.
Hér er ein yfirlits mynd af hvítu hyrndu hrútunum.
Stelpurnar voru búnað spekja alla hrútana okkar og lágu hjá þeim í dekri.
Birta vinkona Freyju minnar svo Embla mín og Freyja og svo Erika vinkona Emblu.
Við setjum þennan móflekkótta á hann er undan Anga sæðingarstöðvarhrút og er sameign mín og Bárðar .
Þetta er Steinríkur sem er Stein sonurinn okkar sem lenti í þriðja sæti í mislitu og hann er líka með ARR.
Kári lukkulegur með vinnings gimbur í happdrættinu.
Það var svo dregið í happdrættinu þá fimm heppnu sem myndu fá gimbur og það var fengið krakkana á sýningunni til að draga
og afhenda Eiríki Helgasyni miðann og hann las upp nafn vinningshafa og sagði frá hverri gimbur fyrir sig og afhendi þær.
Þetta skapar alltaf mikla gleði og stemmingu og ávinningur af miða sölunni fer svo upp í kostnað sýningarinnar.
1 gimbur fór á Dúnk til Kára
1 gimbur fór á Helgafell
1 gimbur fór á Skjöldur
2 fóru svo á Álftavatn
Það voru svo allir glaðir og lukkulegir með vinningana sína.
Hér eru stelpurnar kátar með húfur frá Búvís sem Sigga og Brynjar Bjarnarhöfn gáfu þeim.
Eiríkur Helgason var kynnir á sýningunni og sá um að stjórna sýningunni og gimbra happdrættinu.
Hér er hann að kalla upp þá sem unnu happdrættismiðana.
Ég fékk svo þessa fallegu gimbur í skipti fyrir hrút sem Bárður fær hjá mér
hún er óstiguð hann var að heimta hana seint en hún lofar góðu er með flott læri og vel gerð að sjá og mjög töff á litinn
svo ég hlakka til að fá hana til mín þegar ég fer að hýsa lömbin en það verður örugglega um næstu helgi.
Fimmtudaginn 10 okt fórum við norður á Hvammstanga að sækja heimtöku kjötið okkar og þá var búið að snjóa niður í Mávahlíð og kom svona fyrsti snjórinn sem festist.
Við fórum Laxadalsheiðina og það var snjór alla leiðina og hálka að Staðarskála svo fórum við hina leiðina heim sem sagt Holtavörðuheiði það var mun betra engin snjór og hálka.
Fengum svo blíðu á föstudeginum og smöluðum heim fyrir hrútasýninguna sem verður á sunnudaginn.
Embla fékk fínu kinda peysuna mína lánaða sem ég keypti út í Dublin.
Það gekk vel hjá okkur að smala hér eru Erika,Kristinn,Embla og Siggi að reka inn í Tungu.
Við flokkuðum svo kindur sem þurfa að fara og hér eru þær og alveg synd hvað það eru margar ungar kindur sem hafa fengið júgurbólgu í vor þegar það var svo mikil rigning og kalt.
Mér finnst þetta alltaf erfiðast þegar maður þær að kveðja þær sérstaklega sem eru sterkir karektar og búnað vera mjög gæfar.
Fórum svo á laugardaginn inn fyrir Búlandshöfða til að sækja kindurnar sem ganga þar þær voru komnar langt út fyrir sitt svæði hafa aldrei farið inn fyrir Höfða bæinn svo við
vilum sækja þær og við og Kristinn vorum að hugsa það sama því hann var kominn inn eftir á undan okkur og byrjaður að komast upp fyrir þær og reka þær af stað.
Hér á myndinni var Kristinn búnað elta þær og reka talsvert og er hér að koma sér niður því þær héldu sér svo ofarlega rétt fyrir neðan klettabergið.
Kristinn þurfti svo að drífa sig niður því hann var að fara á kóræfingu og varð orðinn allt of seinn en við héldum áfram og ég fór svo á eftir þeim undir Höfðanum og fór bara hægt og varlega
því það var snjóþekja yfir og gat leynst hálka undir. Það var ótrúleg breyting á veðri frá föstudeginum í algerri blíðu og svo snjó í dag en það var mjög milt og gott veður en mjög kalt.
Embla Marína í stíl við snjóinn.
Freyja Naómí var alveg að fíla snjóinn og klakann.
Ég hélt svo á eftir þeim hér fyrir neðan Búlandshöfðann.
Þær héldu áfram í rólegheitum.
Hér halda þær áfram og fara rólega því það var búið að snjóa yfir kinda slóðina.
Maður var nú frekar kuldalegur svo lentum við í élum í smá tíma.
Hér sést smá snjókoman en hún var ansi þétt og stór snjókorn svo þær voru glaðar að komast heim á hús.
Þetta gekk mjög vel og við náðum öllum hrútunum sem okkur vantaði og svo í gær í smöluninni kom í ljós að Prinsessa var komin saman við kindurnar svo hún hefur verið einhversstaðar í felum
og hún var með hyrndan hrút og kollótta gimbur sem lítur bara mjög vel út og ég ákvað að taka hana með mér á hrútasýninguna og gefa hana í happdrættið og láta dómarana dæma
hana fyrir mig. Ég gef svo aðra líka sem er mjög falleg með 34 ómv og 18 í læri.
Ronja Rós yngsta okkar var svo glöð með snjóinn að hún fékk systur sínar til að hjálpa sér að búa til fjölskylduna úr snjókörlum.
Hér eru Ronja Rós og Freyja Naómí með alla snjókarlana.
Fórum í göngutúr á sunnudaginn að athuga hvort það sæist nokkuð til Prinsessu sem mig vantar með tveim lömbum en ég hef nú ekki mikla trú á að hún sé lifandi þvi hún hefur alltaf gengið
frekar neðarlega og það hefur ekkert sést til hennar í allt sumar. Við annars fundum tvær hvítar kindur en þær voru greinilega ókunnugar og sennilega úr staðarsveit þvi þær sneru alveg á okkur og
hlupu á okkur og beint upp á milli okkar og í áttina að Kaldnasa.
Freyja og Birta voru svo duglegar að koma með okkur á sunnudagsmorgun að smala.
Þetta var afskaplega fallegur morgun og góð hreyfing og útivera í góðum félagskap.
Hér er Kristinn og Siggi að fara yfir í Borgirnar. Við biðum á meðan ég, Freyja og Birta í neðri Urðunum á meðan.
Það er svo falleg náttúran þarna upp frá.
Það var mjög kalt og eins og sjá má á þessari mynd var vatnið frosið í klettunum.
Hér erum við búnað færa okkur sólar megin til að hlýja okkur aðeins og stelpurnar orðnar rjóðar í kinnum enda búnað vera svo
duglegar að labba.
Við héldum svo af stað aftur niður eftir að við játuðum okkur sigruð að reyna ekki að fara á eftir þeim því þær vildu sko ekki fara þessa leið niður.
Það er búið að vera yndislegt haust veður þessa dagana hér Ronja Rós að njóta útiverunnar.
Ronja Rós okkar er búnað læra hjóla án hjálpardekkja og við erum svo stolt af henni það var fljótt að koma
Emil tók hjálpardekkin af og ýtti henni af stað og sleppti og þá kom það um leið.
Héraðsýning lambhrúta verður haldinn næstkomandi sunnudag 13 október
inn í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit kl 13.30.
Á sýningunni verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi .
Það verður 1500 kr á mann fyrir veitingar og frítt fyrir börn.
Skemmtilega gimbrahappdrættið sem hefur vakið mikla lukku og stemmingu verður á staðnum og þeir sem hafa áhuga á að kaupa sér
miða geta keypt miða á staðnum á 1500 kr . Vegleg verðlaun í boði en athugið engin posi á staðnum.
Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt er auðvitað hvatt til að mæta með gripina sína og sjá aðra. Það verður mikið spáð og þukklað.
Minnum fyrrum vinningshafa á að koma með verðlaunagripina með sér.
Það bættist svo við að það verða veitt verðlaun fyrir besta hrútinn með ARR arfgerð.
Eigendur ráða því hvort þeir fara fyrst með þessa hrúta í einhvern hinna flokkanna eða eingöngu í ARR flokkinn sem verður tekinn síðast.
Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi.
* Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum.
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta.
* Allir hrúta skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun.
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni.
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda.
* Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta.
Kv Sauðfjárræktarfélögin
Hér eru Eyberg og Lauga Hraunhálsi þau unnu Héraðssýninguna 2023.
Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.