Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

28.08.2019 15:47

Rúntur 24 ágúst

Brussa með gimbranar sínar undan Ask.
Brúða gemlingur með lömbin sín undan Borkó sæðingarstöðvarhrút.
Villimey með hrút undan Gosa hans Gumma Ólafs Ólafsvík.
Hinn hrúturinn á móti.
Sótrassa gemlingur frá Sigga.
Þessir hrútar eru undan henni og Hlúnk sem er Máv sonur frá Sigga.
Terta gemlingur frá mér með gimbrina sína undan Jökul Frosta.
Hér er betri mynd af gimbrinni.
Gimbur undan Hrygnu og Kraft sæðingarstöðvarhrút.
Dimmalimm með lömbin sin undan Svarta Pétri hans Óttars og fyrir aftan hana er Bomba
með lömbin sín undan Gosa hans Gumma sem er hrútur undan Bjart sæðingarhrút.
Hér sjást betur lömbin hennar Dimmalimm hennar Jóhönnu.
Þessi lambhrútur stillti sér svo vel upp fyrir mig.
Þessi er frá Sigga næ ekki að greina hver þetta er .
Þetta er hrúturinn hennar.
Svana með gimbur og hrút undan Hlúnk hans Sigga.
Hér sést betri mynd af gimbrinni hennar Svönu.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

24.08.2019 18:21

Rúntur 20 ágúst

Gimbur frá Sigga undan Nótt og Svarta Pétri hans Óttars.

Hrúturinn á móti.

Tala með hrútinn sinn undan Kraft sæðingarstöðvarhrút.

Sól tveggja vetra.

Gimbrin hennar og hún er undan Fáfni sæðingarstöðvarhrút.

Móðurlausu lömbin undan Móheiði sem var afvelta og Kaldnasa. Þau stækka vel.

Frá Sigga.

Frá Sigga undan Gribbu.

Gimbrin á móti undan Gribbu hans Sigga og Ask.

Hérna er hrútur undan Randalín gemling tvílembingur og var vanin undir hjá Sigga undir
Hélu. Héla er svo með gimbur undan Ask.

Dröfn með gimbur undan Gosa hans Gumma Óla.

Sama gimbur ég á von á að hún verði mjög falleg.

Röst hans Sigga með þrílembingana sína undan Gosa hans Gumma Óla.

Tunga með þrílembingana sína hún gengur með 2 undir sér og eru undan Ask.

Hér er hrúturinn hennar líka.

Hér er Bára gemlingur með hrút undan Ronju og Zesari sem hún fóstrar.

Kvika með hrút og gimbur undan Zesari.

Tunga með sín aftur undan Ask.

Hrútur undan Tungu og gimbur undan Kvíku.

Hnota hennar Jóhönnu með tvær gimbrar undan Botna hans Óttars.

Emil að gefa þeim brauð.

Gimbur undan Dúfu hennar Jóhönnu og Kaldnasa.

Hrúturinn á móti undan Dúfu og Kaldnasa.

Hrútur frá Jóhönnu undan Hrímu og Hlúnk hans Sigga.

Fíóna með hrútana sína undan Ask.

Snælda með gráflekkóttan hrút undan Einbúa. 

Fíóna með hrútana sína.

Gimbur og hrútur undan Kaldnasa og Sarabíu.

Elka með tvo hrúta undan Botna hans Óttars.

Frenja með hrút og gimbur undan Botna Óttars.

Snót er með hvíta sæðisgimbur undan Óðinn og svo fóstrar hún þessa móbíldóttu 
frá Blíðu gemling og Zesari og hún er tvílembingur.

Hér sést betur sú hvíta sem er undan Óðinn.

Hrútur frá Sigga sem gengur undir hjá Djásn hann er undan Röst og Gosa hans Gumma
Óla og er þrílembingur.

Þessi gimbur er svo undan Djásn og Óðinn sæðingarstöðvarhrút.

Rakst á þennan í Búlandshöfðanum en þetta er Stjóri í eigu Kristins bæjarstjóra og
hann hefur stækkað flott í sumar.

Hér er svo Zesar hann mátti ekkert vera að því að stylla sér upp fyrir mig. Ég hef ekki
séð hann Jökul Frosta í sumar og er ansi hrædd um fyrst hann er ekki með þeim að
hann hafi drepist í sumar.

Flottur haninn inn í sveit hjá Ömmu Freyju og afa Bóa.

Annar hani hjá þeim.

Hæna sem Benóný heldur mikið upp á.

Hér er prinsinn alveg alsæll með hænurnar sinar.
Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi hér.

23.08.2019 19:16

Benóný Ísak 10 ára 19 ágúst

Frábæri Benóný Ísak okkar átti 10 ára afmæli núna 19 ágúst.
Hann er enn sami áhuga strákurinn um sundlaugar og rennibrautir og hann ætlar að
safna sér með afmælispeningunum fyrir Go Pro myndavél sem hann getur farið með
í rennibrautirnar. 

Hann fékk hlaupahjól frá Ömmu Huldu og var alveg rosalega ánægður með það.

Afmæli í Íþróttahúsinu.

Rosa fjör.

Embla afmælis fín.

Freyja og Donna.

Bjarki Steinn frændi þeirra svo ánægður í afmælinu.

Siggi rak hrútana inn um daginn og við þurftum að taka af hornunum á Svan.

Hér er svo Svanur búið að taka af hornunum hjá honum.

Embla með Kaldnasa sínum.

17.08.2019 11:51

Rúntur í byrjun ágúst

Hrifla með hrút sem hún fóstrar undan Tölu og Kraft sæðisstöðvarhrút og svo sinn eigin undan
Ask okkar.
Héla hans Sigga fóstrar þetta lamb frá okkur sem er undan Randalín og Botna hans Óttars.
Héla hans Sigga á þessa gimbur og hún er undan Ask.
Lömb frá Sigga undan Grýlu og Ask.
Gimbur undan Máv sæðisstöðvahrút og Kolfinnu.
Hin á móti.
Zelda með þrílembingana sína undan Stjóra en þeir ganga tveir undir.
Frá Gumma Ólafs.
Hrútur frá Gumma.
Annar hrútur frá Gumma.
Tók þessa um daginn í rigningunni af Dimmalimm hennar Jóhönnu hún er með lömb
undan Svarta Pétri hans Óttars.
Bomba með lömb undan Gosa hans Gumma Ólafs.
Snædrottning með hrút undan Kraft sæðingarstöðvarhrút.
Arena með hrútinn sinn undan Botna Óttars og hún á að vera með annan en hann vantar.

15.08.2019 13:11

Rúntur 27-29 júlí

Rakst á veturgömlu hrútana hans Óttars á Kjalvegi sem við vorum með í vetur og þeir hafa 
dafnað vel í sumar hér er hann Botni.
Hér er hann Svarti Pétur hans Óttars.
Botni.
Hér eru þeir svo saman.
Þrílemba frá Sigga.
Björg veturgömul með lömbin sín.
Hér sjást þau betur.
Birta gemlingur með lamb undan Gosa hans Gumma Ólafs og það er annað líka á móti
sem náðist ekki á myndina.
Brúða gemlingur með lömbin sín undan sæðishrútnum Borkó.
Gimbur undan Urði og Svan Mávsyni frá okkur.
Hin gimbrin á móti.
Elsa með hrút og gimbur undan Botna hans Óttars.
Þessi sömu lömb virka mjög væn og flott.
Eik með þrílembingana sína undan Korra en þau ganga tvö undir.
Held að þessi fallega gimbur sé undan Skuld sem drukknaði og Fáfni sæðishrút.

Jæja læt þetta duga af þessum rúnti það eru svo myndir inn í albúmi hér.

26.07.2019 21:51

Heyskapur

Byrjað að slá 17 júlí í Fögruhlíð.

Hér eru Bói og Emil að slá. 
Siggi að snú inn í Tungu.

Emil að gera klárt fyrir Jóhönnu.

Verið að slá inn í Kötluholti.

Slegið inn í Mávahlíð.

Verið að rúlla inn í Kötluholti.

Verið að rúlla inn í Tungu.

Rúllað inn í Mávahlíð.

Siggi að plasta.

Krakkarnir hafa verið dugleg í blíðunni að veiða síli meðan heyskapurinn var.

Hérna eru Embla,Freyja og Aníta að veiða inn í Kötluholti síli.

Við fórum svo líka upp á Hofatjörn sem er fyrir ofan Kötluholt og þar var sko gaman að
veiða þau veiddu þau og bjuggu til gildru úr leirnum í botninum svo var þeim sleppt út
aftur þegar þau voru hætt.

Hér er fjörið Aníta og Þráinn vinir krakkana komu með okkur og Bjarki Steinn frændi
þeirra og það var geggjað gott veður 18 stiga hiti.

Benóný.

Hér eru þau búnað búa til holu fyrir sílin.

Hér erum við á leiðinni niður aftur og það glittir í Mávahlíð þarna bak við.

Það er enn mikil gleði að leika sér í kastalanum hjá ömmu og afa í sveitinni.

Aníta og Embla með hænu ungana í sveitinni.

Þráinn bróðir Anítu með hænu.

Freyja Naómí.

Benóný með tvær í takinu.

Þau eru alveg sjúk í hænurnar þær eru svo gæfar og skemmtilegar.

Heyskapur gekk vel og það voru 99 rúllur í heildina af Fögruhlíð,Kötluholti og Mávahlíð.
Við byrjuðum 17 júlí og vorum búin 25 júlí að keyra allar rúllur út á Tungu.
Aðal traktorinn bilaði reyndar alveg í restina það kom gat á gírkassann en sem betur fer
var þá búið að binda allt og klára heyja. Gamli vörubílinn sem við notum til að keyra 
rúllurnar er líka bilaður en hann er búnað lifa ótrúlega lengi svo það var bara orðið 
tímaspursmál hvenær hann gæfist upp.

Árás með gimbur undan Botna hans Óttars.

Hér er hin á móti.

Ronja.

Gimbrin hennar undan Zesari. Hún er rosalega ljós móbottnótt.

Hrifla með hrútinn sinn undan Ask og fóstrar annan undan Tölu og Kraft sæðishrút.

Ljósbrá með hrútinn sinn undan Hlúnk.

Þessi eru móðurlaus. Þau eru undan Móheiði og Kaldnasa. Móheiður varð afvelta um
miðjan júní.

Gimbur undan Ísól og Svarta Sambó sem er hrútur frá Bárði.

Þessir virka svaka bolar þeir eru undan Sprengju og Botna hans Óttars.

Skuld með gimbrina sína undan Fáfni sæðingarhrút.

Kvika með lömbin sín undan Zesari. Grámórauð gimbur og mógolsóttur hrútur.

Poppý gemlingur með móhosóttan hrút undan Zesari.

Hrúturinn hennar Ljósbrá og Hlúnk.

Hláka hans Sigga með lömbin sín undan Grettir.
Gæfa með lömbin sín undan Gosa hans Gumma Óla.

Svaka boli undan Rósu og Kaldnasa.

Mér finnst þessi svo flottur hann er undan Ljósbrá og Hlúnk.

Undan Dúfu hennar Jóhönnu hvít gimbur og flekkóttur hrútur faðir Kaldnasi.

Þessi lömb eru frá Gumma Óla Ólafsvík.

Lömb frá Jóhönnu. 

Það er búið að vera leiðinda ástand á kindunum sem ganga fyrir neðan Tungu og Hrísar
þær eru alltaf að koma sér í vandræði og flæða. Við erum búnað þurfa reka þær nokkurm
sinnum í sumar af hólmunum sem eru í Tunguósnum. Svona var staðan einn daginn.

Það hélt svo áfram að falla að og enn var meira eftir svo við fórum sitt hvorum megin
og reyndum að öskra á þær. Þetta endaði svo með því að allar syntu í land nema ein
tók aðra stefnu og náði ekki í land og drukknaði. Mjög dapurt það var hún Skuld sem
var undan Svönu og Kölska en lambið hennar náði í land og lifir.

Skrýtla með þrílembingana sína undan Viking hans Bárðar.

Gimbrin hennar.

Hrúturinn hennar.

Hin gimbrin hún er minnst en hún var það líka fædd.

Elka með gimbrina sína undan Hlúnk. Hún á að vera með hrút líka en vonandi er hann
bara búin að villast undan og sé einhver staðar.

Þetta er þrílembingur undan Þoku og Ask.

Hér er einn hrútur af þrílembingunum.

Hér er svo sá þriðji og annar hvor botnótti hrúturinn er sá sem fótbrotnaði í vor og það
sér ekki á honum og ég get ekki séð hvor hrúturinn það var svo það hefur heppnast
vel þegar Siggi spelkaði hann fyrir okkur.Við sjáum það svo í haust hvor hrúturinn þetta var
því ég skrifaði það niður hjá mér.

Hér er svo Þoka með þau öll.

Jæja þá er þetta komið hjá mér það eru svo myndir hér og hér af  þessum tveim albúmum af 
heyskapnum og öllu saman.


20.07.2019 12:33

Fyrsta útilegan júlí 2019

Við fórum svo norður aftur fyrst það var ekki útlit fyrir heyskap næstu vikuna. Okkur langaði
svo að eyða smá tíma fyrir norðan það er svo æðislegt að vera þar. Við byrjuðum á því að 
keyra til Blöndósar og gistum þar eina nótt. Fórum svo í sund þar áður en við héldum áfram
til Akureyrar. Fyrst var þó tekinn rúntur í gegnum Sauðárkrók til að athuga hvort  það væri
nokkuð komin ný rennibraut þar en svo var ekki svo við héldum áfram til Akureyrar.
Við fórum á tjaldstæðið á Hömrum sem er alveg frábær staður til að vera á.

Gullin mín í fyrstu útilegunni 2019 hér eru þau í hjólhýsinu á Blöndósi fyrstu nóttina.

Benóný mættur í leiktækin á Hömrum.

Freyja að stökkva á milli steina.

Embla að labba á kaðlinum.

Þau voru alveg að elska þetta leiksvæði enda nóg að gera.

Þórhalla og Bjarki komu og gistu hjá okkur eina nótt.

Hér eru þau búnað græja sig fyrir að fara á hjólabát.

Og Freyja líka.

Hér eru þau svo komin af stað rosa stuð.

Donna fór með okkur í útilegu.

Mætt í jólahúsið að barna óska brunninum ég hef nú lúmskan grun um að
Benóný hafi óskað þess að stelpan í maganum mínum breytist í strák he he.

Við byrjuðum daginn á því að fara í sund á Akureyri og fórum svo yfir í jólahúsið og
þaðan yfir á Kaffi kú.

Benóný Ísak.

Alltaf gaman að kíkja hingað.

Það er nú bara það.

Feðgarnir saman.

Mætt á Kaffi Kú.

Krökkunum finnst það alveg ómissandi að fara ekki hingað í hvert skipti sem við
komum norður svo þetta er orðinn árlegur viðburður.

Við kíktum svo til Dalvíkur til að prófa nýju rennibrautirnar þar og Benóný var alveg
dáleiddur af þeim fannst þær svo fallegar og mjög gaman að renna í þeim og hafði orð
á því að þetta væru skemmtilegustu rennibrautirnar sem hann hafi farið í .

Í bakaleiðinni lá leið okkar svo á Möðruvelli í heimsókn til Birgittu og Þórðar sem er
orðin árleg heimsókn hjá okkur þegar við komum norður. Birgitta tók einmitt saman á
heimasíðunni sinni hversu oft við værum búnað koma og má sjá það hér
Við kynntumst í gegnum heimasíðuna okkar 24 júlí 2011 og hittumst svo fyrst 20 júní 2012.
Það er svo frábært að hafa kynnst þeim hjónum Birgittu og Þórði alltaf svo yndisleg og
gaman að koma til þeirra við þökkum kærlega fyrir okkur.

Hér er svo árlega myndatakan af okkur júlí 2019 og Týri og Donna ákváðu að vera með
líka he he Donna að fela sig undir hjólhýsi og Týri að biðja hana að koma að leika.

Kúlan stækkar óðum og orðin frekar þyngri á mér og get ekki gert alla hluti jafn auðveldlega
og áður en mér líður mjög vel núna 20 júlí er ég komin 7 mánuði á leið.

Bílinn okkar og hjólhýsið. Við alveg elskum að ferðast um í húsinu það er svo kósý.

Ég var búnða hringja nokkrum sinnum í sundlaugina á Húsavík fyrir Benóný og athuga
hvort hún væri búnað opna nýju rennibrautina þegar við fórum austur og svo loksins 
núna þegar við vorum fyrir norðan var nýbúið að opna hana og auðvitað fórum við í hana.

Rennibrautin á Húsavík.
Svo nú getur Benóný verið sáttur þegar við förum heim því hann er búinn að prófa allar 
nýju rennibrautirnar fyrir norðan sem honum langaði í.

Við í göngu á tjaldstæðinu á Hömrum.

Benóný að borða dominos brauðstangir sem er uppáhalds maturinn hans.

Kósý Benóný uppi í kojunni og stelpurnar saman niðri.

Fórum í heimsókn til Arons frænda Emils og fjölskyldunar hans þau búa á Blöndósi.
Hér eru þær frænkur saman að máta kjóla Sunnefa,Freyja og Embla.

Emil varð svo fyrir því óláni að enda ferðalagið okkar svona. Við komum heim á sunnudags
kvöldið og þegar Emil var búnað leggja hjólhýsinu í stæðið og var að færa vinnubílinn sinn
aftur í stæðið hjá okkur stökk hann úr vinnubílnum og lenti á mosa á stéttinni og missteig
sig svona rosalega að það bólgnaði svakalega á honum fóturinn. Ég hringdi strax á lækni 
og Jóhann bróðir Emils fór með hann og lét mynda og skoða fótinn. Hann gat ekki stigið
í hann fyrstu dagana og var með hækjur en sem betur fer sást ekki brot á myndunum sem
voru teknar en hann mun vera aumur og basla við þetta í 3 til 4 vikur áður en hann jafnar
sig alveg. Þetta mun ekki koma sér vel fyrir okkur því nú er heyskapur að fara hefjast.

Þetta var samt æðsilegt ferðalag og við fengum hlýtt og gott veður allan tímann og við 
fórum líka í sund í Þelamörk og Hrafnagili. Birgitta vinkona og krakkarnir hennar komu
með okkur í sund á Hrafnagili og það var mjög gaman við fórum svo aftur í heimsókn til 
Birgittu áður en við fórum af stað vestur. Á heimleiðinni gistum við svo aftur inn á 
Blöndósi og fórum svo heim daginn eftir.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu ferðalagi okkar.

20.07.2019 11:57

Ólafsvíkurvaka 2019

Við þurftum að stylla á hraðgírinn og skreyta því við höfðum bara föstudaginn til að skreyta.

Við erum í gula hverfinu.

Búið að koma gröfunum hans Benónýs fyrir.

Við skreyttum líka hjólhýsið og settum gul blóm á borðið og bangsa við.

Það var mikil stemming í Stekkjarholtinu og mikil þátttaka í að borða saman enda
æðislegt veður og hreyfðist ekki hár á höfði.

Emil að grilla.

Við hjónin vel gul.emoticon

Benóný í gula hverfinu og Svavar vinur hans í bleika.

Embla,Hanna,Freyja og Benóný öll í gula hverfinu.

Það var þétt setið í sjómannagarðinum allir hverfis litir komnir saman.

Emil og Freyja.

Unnur og Alexander.

Erfitt að taka mynd he he það var svo mikil sól og gott veður en hér eru Svava og fjölsk
og Bói og Freyja.

Hér sátum við Daníel,Karítas,Steini,ég,Emil og Hulda mamma mín.

Hér var farið upp á svið að flytja skemmtiatriðið fyrir gula hverfið og það atriði sigraði.
Það var frumsaminn texti við lagið Gestalistann hjá Ingó veðurguð.

Embla,Freyja og Hanna.

Það var rosalega flott dagskrá á sáinu og það voru hoppukastalar fyrir krakkana.

Benóný svo sáttur við þetta.

Það vakti mikla lukku að vera með dýr í girðingu og hér eru geitur.

Kálfar.

Hryssa með folald og svo voru líka heimalingar og endur.

Þetta var frábær helgi og æðislegt veður. Við héldum bikaranum fyrir best skreytta
hverfið og fengum einnig bikar fyrir besta skemmtiatriðið. Það eru svo myndir hér inn

19.07.2019 22:26

Ferðalag austur í sumarbústað á Eiðum

Fórum fyrst norður 29 júní og þá var farið í sund á leiðinni á Varmahlíð að prófa nýju rennibrautina þar svo það má segja að þetta sé upphaf að enn öðru rennibrauta og sundlauga sumri.
Hér er svo mynd af sundlauginni í Varmahlíð og Benóný var mjög ánægður með hana
og fannst hún mjög skemmtileg.
Auðvitað var svo farið í sund á Akureyri daginn eftir þegar við vöknuðum og svo hélt
ferð okkar áfram austur.
Þá vorum við mætt í sumarbústað á Eiðum sem er rétt hjá Egilsstöðum.
Það var svo systkynahittingur hjá ættinni hjá Bergþórsbörnum og afkomendum sem sagt
systkynum Freyju mömmu hans Emils og það var heima hjá Hrönn systir Freyju og
Björgvini manninum hennar á Egilsstöðum. Það var mjög gaman að koma svona saman
og létum við ekki á okkur fá að sitja úti þó úti væri mjög kalt.
Daginn eftir var þó aðeins hlýrra og við kíktum á Aron,Stínu og krakkana en þau voru í 
sumarbústað líka rétt hjá Egilsstöðum bara í hina áttina nær Breiðdals heiðinni.
Létum okkur hafa það að kíkja loksins á Borgarfjörð Eystri en það var bær sem við 
höfðum aldrei komið á. Það var þó aðeins lengri leið en við áttum von á og stór og há heiði
sem ég var frekar lofthrædd á og Benóný líka en við vorum komin í æfingu frá því að við
fórum á Vestfirðina í fyrra.
Sáum þetta hús sem var mjög töff að sjá.
Ágúst bróðir og Dalía dóttir hans kíktu til okkar í bústaðinn og við fórum að veiða.
Benóný og Dalía að velja sér bát.
Embla að veiða það var frekar hvasst.
Embla og Benóný klár.
Og Freyja líka.
Við Freyja skelltum okkur líka í smá minigolf.
Jæja allir klárir.
Þau silgdu svo yfir í nokkrar eyjar og veiddu alveg helling af bleikju og urriða.
Fengum frábært veður einn daginn.
Embla svo dugleg að veiða og þau veiddu öll fisk og fengu að draga hann inn alveg sjálf.
Við fórum líka í heimsókn til Ágústar og Írisar inn í Fell og hér eru stelpurnar með Dalíu.
Auðvitað var farið upp í hesthús.
Embla kominn í hundana.
Benóný að klappa gradda hjá þeim.
Hér erum við komin í hestaleiguna hjá þeim.
Benóný fékk að fara á bak.
Embla á hestbaki.
Freyja fór alveg sjálf.
Dalía alveg eldklár.
Það var mikið sport að skoða gæsa ungann sem Dalía á.
Hér var hann að fá sér vatn að drekka.
Við kíktum með Ágústi,Írisi og Dalíu í Atlavík.
Við fórum svo inn á Eskifjörð í sund með Ágústi og Dalíu.
Það varð auðvitað að fara í rennibrautirnar þar fyrst við vorum kominn austur. Við fórum
svo líka í sund á Egilsstöðum og Neskaupsstað meðan við vorum fyrir austan.

Það eru svo fleiri myndir af þessu ferðalagi hér inn í albúmi.

25.06.2019 13:11

Fyrsti mynda rúnturinn 24 júní

Bifröst með hrútinn sinn undan Korra hans Sigga sem er Garra sonur.

Hrútur undan Hrímu hennar Jóhönnu undan Hlúnk hans Sigga sem er Máv sonur.

Birta með tvær gimbrar undan Gosa hans Gumma Óla sem er Bjart sonur.

Príla hans Sigga með hrút undan Hlúnk hans Sigga.

Gribba hans Sigga með lömbin sín undan Ask.

Ég er búin að skila fjárvís og taka saman að þetta eru 157 lömb sem við eigum.
77 hrútar og 80 gimbrar.

Það var ein kind hjá okkur að afvelta inn fyrir Búlandshöfða hún Móheiður sem er 
móflekkótt kollótt svo lömbin hennar verða móðurlaus í sumar og eru þau í hlíðinni í
Búlandshöfða og upp undir klettum og þar eru dónarnir veturgömlu hrútarnir komnir ansi
langt frá Mávahlíð þar sem þeir áttu að vera í sumar.

23.06.2019 11:31

Rúntur 16 júní og göngutúr

Við skelltum okkur í göngutúr að skoða flottu steina réttina hérna í Ólafsvík sem er upp í Dal.
Það er rosalega flott og skógurinn sem er þar fyrir ofan er alveg ævintýrin líkast að labba í 
gegnum og krökkunum fannst þetta rosalega gaman.
Hér eru þau að prófa sitja í réttinni.
Bjarki Steinn kom með okkur og Freyja tengdamamma.
Mæli hiklaust með þvi að kíkja hingað í blíðskapar veðri og taka nesti og fara í lautarferð.
Amma Freyja með gullin sín að segja þeim sögur þegar hún átti heima fyrir ofan í 
Hábrekkunni og þau hlusta af mikilli athygli.
Búnað ná sér í þornaða Hvönn og leika sér með hana.
Freyja í göngustígnum í skóginum.
Svo gaman í sveitinni hjá Freyju ömmu og afa Bóa með hænu ungana.
Embla Marína með unga og sólin beint í augun he he.
Freyja búnað stylla sér með sólina í bakið það var aðeins betra.
Benóný Ísak með ungan sinn.
Þeir stækka óðum.
Benóný heldur mest upp á þennan unga.
Sama dag þurftum við að drífa okkur úr göngutúrnum því þessar voru búnað koma sér
í sjálfheldu inn í Tungu ósnum en sem betur fer var ekki það stórstreymt að hólminn fór
ekki á kaf svo þær biðu þetta af sér.
Í aparólu á Malarrifi.
Tókum rölt niður að salt húsinu.
Komin inn í salthúsið og Freyja,Bói og Jóhanna tóku líka rúnt með okkur.
Skemmtileg leiktæki á Malarrifi. Við fórum svo líka inn á Arnarstapa og svo komum við
líka við á Stóra Kampi og krakkarnir kíktu á hestana okkar sem eru þar hjá Hjört.
Við Emil enduðum svo daginn með að fara með krakkana í sund á Lýsuhóli og það er 
búið að laga sundlaugina heilmikið og hún var rosalega flott og kósý.
Fór rúnt með krakkana að leyfa þeim að veiða síli inn í Kötluholti.

Annars er allt bara flott að frétta ég er bara heima að dúllast með krökkunum og Emil er
að róa á Bolungarvík svo núna bíðum við bara eftir að hann fari að komast í frí svo við
getum farið að ferðast eitthvað.

13.06.2019 23:10

Sauðburðar lok loksins 12 júní

Það eru búnað vera ansi margar fýluferðirnar inn eftir að athuga seinustu kindurnar tvær
sem voru eftir en loks kom þó að því að Mjallhvít bar í hádeginu 11 júní tveim risa stórum
hrútum undan Korra. Svo bar Frostós kvöldið eftir.

Hér er hún nýborin.

Mjög jafnir og flottir hrútar hjá henni.

Orðin stór lömbin undan Glóð og Zesari. Gimbrin er mórauð og hrúturinn móflekkóttur.

Ég var að reka tvær kindur hjá mér um daginn sem voru komnar alla leið að Brimisvöllum
og þá tók þessi fallega meri á rás með folaldið ekkert smá flott.

Það var mikill leikur í þeim.

Jæja daginn eftir hjá Mjallhvíti hrútarnir orðnir vel sprækir.

Sauðburður kláraðist svo 12 júní þegar Siggi dró úr þessum gemling fyrir mig þennan
stóra myndarlega hrút undan Jökul Frosta. Hann var stór og stirður og lengi að komast
á lappir en svo hafðist þetta allt fyrir rest.

Hér er hann orðinn sprækur.

Hér er svo Frostrós komin út með hrútinn daginn eftir 13 júní.

Mjallhvít kominn út með hrútana sína.

Hér er Dúfa með lömbin sín inn í Fögruhlíð.

Magga Lóa með lömbin sín undan Zesari.

Eik er með henni svo þær mæðgurnar eru saman Eik er með hrút og gimbur undan Ask.

Kriu egg á Mávahlíðar rifinu.

Krían.

Mikil gleði hjá mér að sauðburður sé búinn loksins enda ansi langt liðið á júní svo núna
getur maður farið að slaka á og gera eitthvað með krökkunum. Emil er kominn í útilegu
á Bolungarvík og verður að róa þar í einhvern tíma svo ég er bara ein með krakkana.

Við bárum á túnin 6 júní og það er enn bara þurrkur í kortunum en það var vel rakt í 
morgun eftir þokuna sem var gær. En upp á áburðinn að gera væri fínt að fá smá 
rigningu fyrir okkur.

Jæja það eru svo myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi .

13.06.2019 22:52

Fjör í sveitinni hjá Freyju og Bóa í Klettakoti

Það var mikil gleði á sjómannadaginn inn í Klettakoti hjá Freyju og Bóa með barnabörnin
þegar kastalinn var full tilbúinn og vígður.

Svakalega gaman.

Hér má svo sjá aftan á hann og hina rennibrautina.

Bræðurnir saman Steinar,Jóhann,Emil og Bói fósturpabbi þeirra.

Það er svo þetta fína eldhús með eldavél og vask.

Kamilla Rún að róla með pabba sínum Steinari bróðir Emils.

Benóný fékk nýtt hjól frá okkur úr olis hér í Ólafsvík ekkert smá vandað og flott hjól.

Freyja krútt í sólinni.

Og Embla þarna vorum við að bíða eftir að Mjallhvít myndi klára að bera.

Svo gaman að vera með hænu ungana í sveitinni.

Embla með ungana.

Við tjölduðum og svo voru krakkarnir að leika með ungana inn í tjaldinu.

Benóný kátur að leika í tjaldinu með ungana.

Fjör hjá þeim í krikket Freyja,Bjarki,Embla og Guðjón.

Freyja með Fiðlu sem er nýbúin í klippingu.

Kósý á pallinum hjá okkur núna er sko hægt að nota pallinn alltaf þvílík steik enda veðrið
búið að vera alveg æðislegt hjá okkur í maí og júní.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

13.06.2019 20:39

Sauðburður alveg að klárast

Hér eru þrílembingarnir undan Þoku og Ask. Einn þeirra fótbrotnaði og við tókum 
spelkuna af um daginn og hann haltrar aðeins en brotið er gróið svo það verður bara koma
í ljós hvernig það þróast.

Björg með lömbin sín undan Stjóra.

Bára gemlingur missti lambið sitt í burði það slitnaði naflastrengurinn og lambið var 
á hvolfi og drukknaði i burði. Þessi móruði hrútur var vaninn undir hana og er undan
Ronju og Zesari.

Móflekkótt gimbur undan Sarabíu og Kaldnasa.

Frenja með lömbin sín undan Botna hans Óttars.

Hrútur undan Ófeig og Ask.

Hinn á móti er golsubíldóttur.

Kvika var sónuð með eitt en kom með tvö mógolsóttan hrút og grámórauða gimbur.

Gimbrin hennar Ronju finnst gott að sofa ofan á mömmu sinni.

Elka með hrút undan Hlúnk.

Gimbrin á móti.

Ófeig að fara út.

Sóldögg með lömbin sín undan Ask.

Elka og Kvika komnar út.

Þoka með þrílembingana sína.

Sarabía með lömbin sín.

Frenja með lömbin sín.

Björg með sín undan Stjóra.

Tunga var sónuð með 2 en kom með 3 en hún fór að taka upp á því að stanga eitt lambið
svo við tókum það og vöndum það undir aðra.

Móna Lísa er með þennan hrút sem er svo skemmtilegur á litinn mósokkóttur og svo
er móhöttótt gimbur á móti þau eru undan Zesari.

Hér sést gimbrin.

Terta með gimbrina sína undan Jökul Frosta og svo Elektra hún missti lambið sitt á 
sauðburði það var mjög erfið fæðing og það lifði í tvo daga svakalega stórt lamb en það
var eitthvað að því það fékk aldrei nægan sogkraft til að fara á spena bara drekka pela.

Sver og falleg gimbur hjá Tertu undan Jökul Frosta.

Fallegt útsýnið úr Mávahlíðinni yfir Snæfellsjökulinn.

Bára kominn út með hrútinn sinn sem er undan Ronju og Zesari.

Þruma bar 5 júní og það var annað lambið dautt fóstur fyrir 2 vikum sirka og ég vandi
undir hana lambið frá Tungu sem hún vildi ekki og Þruma elskar það alveg eins og sitt 
eigið. Hún er með þessa svarta gimbur sjálf sem er undan Korra.

Þá eru bara þessar mæðgur eftir Mjallhvít og Frostrós gemlingur og þær eiga tal 8 júní.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

31.05.2019 23:01

Bekkurinn hans Benónýs kemur í fjárhúsin og meiri sauðburður

Bekkurinn hans Benónýs kom í heimsókn í fjárhúsin um daginn með rútu.
Það var mikið stuð og þau skemmtu sér vel og það var mjög gaman að fá þau.
Það dundi yfir okkur óheppni í burði seinni hlutann af sauðburðinum þá kvíðslitnuðu
tvær kindur á nánast sama tíma og það veturgamlar ær sú fyrri var Ronja sem er hér og
við bundum hana upp með efni svo lömbin gætu komist betur að spenunum.
Og hér er hin hún Glóð og ekki var það á bætandi að þær skyldu báðar vera af mórauða
stofninum mínum. Þessi blummar sig vel og lömbin dafna vel hjá henni en hin
hún Ronja mjólkar aðeins einu lambi svo við vöndum undan henni.
Terta gemlingur bar fyrsta lambinu undan Jökul Frosta sem er Berg sonur.
Hér er það gimbur.
Hér er Gersemi að fara út með lömbin  sín golsóttan hrút og botnótta gimbur undan Ask.
Bræla með hrút og gimbur undan Gretti Máv syni frá Sigga.
Jökulrós með lömbin sín undan Kaldnasa.
Kastalinn er á fullu í byggingu.
Hér er hann kominn á réttan stað og aðeins eftir að setja rólurnar upp.
Krakkarnir eru alveg í skýjunum með þetta.
Hér eru frændurnir saman Benóný og Bjarki Steinn.
Sólhúsið er allt í vinnslu líka hjá Bóa og Freyju en það hefur aðeins verið á hakanum út
af Kastalanum.

Af sauðburðinum að segja þá er aðeins búið að vera bras það var gemlingur að bera sem
var búnað vera svo lengi og engin útvíkkun að ráði og svo kom í ljós að það var á bakinu
lambið og komst þar af leiðandi ekki upp í grind og þegar það náðist að koma því rétt var
það dautt naflastrengurinn hefur slitnað en hún fékk í staðinn annað lambið frá þeirri
kviðslitnu henni Ronju.

Annar gemlingur bar svakalega sveru lambi sem voru mikil átök að ná úr og náðist það
lifandi, og með því að blása það með hárþurrku komst það á lappir en náði þó aldrei að 
sjúga almennilega og við gáfum því pela og mjólkuðum gemlinginn en það lamb dó svo
eftir tvo daga það hefur örugglega eitthvað kramist innvortis við þessa erfiðu fæðingu.

Svo það er búið að ganga svona leiðinlega í restina. Siggi er búnað fá 4 auka lömb það voru
tvær ær sónaðar með 2 og komu með 3 og tvær sónaðar með 1 og komu með 2.

Ég fékk tvö aukalömb ein var sónuð með 1 og kom með 2 og ein var sónuð með 2 en
kom með 3.

Eitt lamb fótbrotnaði hjá mér og við settum á það spelku og er það búnað vera með 
spelkuna í 2 vikur á sunnudaginn þá ætlum við að prófa taka af því og sjá hvernig það er.

Það eru 3 eftir að bera hjá mér tvær sem verða 5 og 8 júní og einn gemlingur sem ég veit
ekki alveg hundrað prósent hvenær hann ber. Hjá Sigga er ein eftir sem fer að bera bara
núna í nótt eða á morgun og þá er sauðburður búinn hjá honum.

Sauðburðurinn hjá Sigga hefur gengið eins og í sögu fengið aukalömb og frjósemi og 
hann hefur ekki misst eitt einasta lamb og ekkert komið dautt.

Jæja læt þetta duga að sinni kem svo með endalegar tölur og myndir í næsta bloggi.

Hér eru svo myndir af þessu í albúmi.
Flettingar í dag: 665
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4577
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 1554715
Samtals gestir: 77919
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:13:35

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar