|
Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
26.07.2018 22:57Heyjað í Fögruhlíð og fleira![]() Verið að tættla heyjið inn í Fögruhlíð. ![]() Emil að raka saman fyrir framan sumarbústaðinn hjá Gunna Óla og Ástu í Fögruhlíð. ![]() Rákumst á Hrímu hennar Jóhönnu og gáfum henni brauð. ![]() Björg gemlingur með hrútinn sinn undan Ask og Morgunstjarna hennar Jóhönnu með gimbrar undan Gretti. ![]() Gurra gemlingur með lömbin sín undan Hlúnk. ![]() Morgunstjarna. ![]() Björg gemlingur með hrútinn sinn. ![]() Hríma hennar Jóhönnu með lömbin sín. ![]() Krakkarnir fundu þennan fína sílapoll til að veið síli. ![]() Hér erum við búnað raka frá Spóa hreiðri sem þeir voru næstum búnað slá en tóku eftir því sem betur fer og skildu það eftir. ![]() Hér eru þeir. ![]() Hér eru krakkarnir með ungan voða gaman. ![]() Botnleðja með lömbin sín. Mér finnst þau virka svo geðveikt þykk og falleg. Þau eru undan Ask. ![]() Gimbur undan Villimey og Ísak. ![]() Urður með hrútana sína undan Gutta sæðishrút. ![]() Gimbur undan Fíónu og Ísak. ![]() Hrúturinn á móti. ![]() Bói að koma með gamla djásnið fyrir mig svo ég geti farið að tættla í Kötluholti. ![]() Hrútur undan Hnotu hennar Jóhönnu og Berg sæðishrút og gimbrin er undan Skvísu og Klett sæðishrút. ![]() Dúfa hennar Jóhönnu með hrútana sína undan Móra sæðishrút. ![]() Svo flott. ![]() Hinn hrúturinn. ![]() Lömb undan Snædrottningu og Svan. ![]() Hér er Snædrottning. ![]() Grár hrútur frá Sigga. ![]() Hinn á móti. ![]() Hláka hans Sigga með lömb undan Gretti. ![]() Flottir hrútar frá Sigga ég náði ekki að sjá hvaða rolla þetta væri. ![]() Héla gemlingur frá Sigga með lömbin sín undan Glám. Þau ganga bæði undir. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. Það gekk vel hjá okkur að heyja í Fögruhlíð en það voru frekar blaut túnin. Það voru 38 rúllur á Fögruhlíðar Eyrunum og 6 rúllur af litla stykkinu við afleggjarann upp Fögruhlíð. 25.07.2018 00:13Öskubuska í sjálfhelduÞað skall heldur betur hurð nærri hælum hjá henni Öskubusku í gær. Við vorum á leiðinni að fara inn í Fögruhlíð að slá þegar við rákum augun í Öskubusku út í miðjum Ós niður við Tungu. ![]() Þarna sjáiði hana á eyrinni eftir að ég var búnað öskra á hana en hún var á smá blett þarna nær sem sést varla á þessari mynd en næsta mynd gefur til kynna hvar hún var. ![]() Þar sem örin bendir þar stóð hún fyrst og það er ágætlega djúpt þar í kring svo þær þurftu að synda út í eyrina. ![]() Hér er ég að reyna öskra á hana því oftast nær hefur það dugað þegar þær festast þarna. ![]() Jæja búið að sækja vöðlurnar og hér er Emil að klæða sig í. ![]() Virkar glæfralega djúpt og ekki lengra kominn en þetta. ![]() Þetta leit þó betur út en á horfðist því það eru svona hólar ofan í vatninu og það var grunnt inn á milli. Emil komst alveg yfir og leið og hann var kominn upp á grasið þá synti hún yfir í land svo allt endaði þetta vel. ![]() Hér var Emil að græja tindana a tættluna. Þetta var tekið áður en við fórum að byrja heyja. ![]() Emil og Bói að setja olíu á traktorana. ![]() Búið að slá og snúa stóra stykkið í Fögurhlíð. ![]() Hér er svo minna stykkið en það gefur yfirleitt vel af sér. ![]() Siggi að slá í Tungu. ![]() Gemlingarnir hans Sigga með lömbin sín. ![]() Emil og Bói að slá í Kötluholti. ![]() Stelpurnar alsælar í sveitinni. Fundu smá sílapoll til að veiða síli voða gaman og veiddu 11 síli. ![]() Dásamlegt veður loksins. Benóný alltaf kátur.![]() Nál með gimbrina sína og hin er fyrir aftan hana. ![]() Villimey með gimbur undan Ísak. ![]() Hrúturinn á móti. ![]() Hrútur og gimbur undan Bifröst og Gutta sæðishrút. ![]() Tunga með hrút undan Bjart sæðishrút. ![]() Sami hrútur. ![]() Dröfn með þrílembingana sína sem ganga tveir undir og eru undan Berg sæðishrút. Dollý hans Sigga þessi kollótta er þarna með henni á myndinni. ![]() Hér er önnur mynd af þeim. ![]() Kvika með gimbur og hrút undan Klett sæðingahrút. ![]() Önnur mynd af þeim. ![]() Hrúturinn hennar Tungu og Bjarts sæðingarhrúts. ![]() Smá prufu mynd af Donnu hún var alltaf fyrir þegar ég var að taka myndir. ![]() Hér er hún svo blörruð og sólarlagið og kindurnar í fókus. Jæja það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. 24.07.2018 23:31Útilega á SelfossSkelltum okkur í útilegu á Selfossi með Steinari , Unni og börnunum. Það var mjög gaman þó svo að það hafi verið rigning mest allann tímann. Við fórum í sund á Selfossi og kíktum í Slakka dýragarðinn. Vorum frá fimmtudegi til sunnudags. ![]() Út að borða á KFC á Selfossi. ![]() Freyja á KFC. ![]() Benóný, þau fengu öll derhúfu voða lukkuleg. ![]() Benóný að hafa það kósý í hjólhýsinu. ![]() Emil með Emblu og Birgittu. ![]() Fyrsta útilegan hjá Kamillu Rún Steinarsdóttur. ![]() Á leiðinni í Slakka. ![]() Í Slakka Freyja, Birgitta,Embla og Benóný. ![]() Freyja með naggrís. ![]() Embla með páfagauk. ![]() Og Freyja og Birgitta. ![]() Benóný lika með hann. ![]() Hérna voru hvolpar. ![]() Með kanínur. ![]() Birgitta með einn á hausnum. ![]() Alexander Ísar Steinarsson. ![]() Embla var yfir sig hrifinn af þessari hænu. ![]() Hér eru þær saman frænkurnar með hænuna. ![]() Benóný í mínigolfi í Slakka. ![]() Töff haninn í Slakka. ![]() Hér endaði svo ferðalagið okkar í Slakka og þá lá leiðinn heim að fara heyja. Benóný var ekki sáttur því hann átti eftir að fara í sund á Laugarland og Reykholt svo það verður að bíða til næstu útilegu að fara í þær. Það var nefnilega sunnudagur þegar við vorum á ferðinni og þá loka sundlaugarnar svo snemma að við náðum ekki að fara í þær þegar við vorum búinn í Dýragarðinum Slakka. Það eru svo fleiri myndir af ferðalaginu okkar hér inn í albúmi. 19.07.2018 12:03Rúntur 18 júlíJæja þetta hafðist hjá þeim að klára að binda allt heyjið. Þetta var frekar minna en fyrra en það voru 11 rúllur af Gilinu, Túnið hliðina á Gilinu eru 3, Hliðina á fjárhúsinu í Mávahlíð voru 7 og í Mávahlíðinni voru 13 svo alls voru þetta 34 rúllur. Það er svo ekki útlit fyrir að fara slá meira alveg strax því nú spáir hann áfram rigningu um helgina. ![]() Hrútur undan Mjallhvíti og Hlúnk hans Sigga. ![]() Hér er Mjallhvít með lömbin sín. ![]() Næla. ![]() Hrútur undan Svan og Nælu. ![]() Hinn á móti. ![]() Hérna eru þeir saman virka vel þykkir og flottir. ![]() Svakalega fallegur á litinn þetta er hrútur frá Gumma Óla í Ólafsvík. ![]() Hitt á móti. ![]() Hér er kindin hans Gumma með lömbin. ![]() Glittir í lömbin hannar Þoku. ![]() Hosa með sín lömb undan Grettir. ![]() Hér sést önnur gimbrin betur. ![]() Sóldögg með gimbranar sínar. ![]() Önnur gimbrin hannar Sóldögg og Ísak. ![]() Hin gimbrin hennar Sóldögg. ![]() Undan Hexíu og Ísak. ![]() Hin gimbrin á móti. ![]() Hrútar undan Skrýtlu og Tinna hans Gumma Óla. Svo flottir. ![]() Hér eru þeir. ![]() Hér er Skrýtla mamma þeirra. ![]() Litla Gul með hrút undan Skuggadís þennan gráa og svo gimbrina sína undan Ask. ![]() Held að þessi golsótta verði svakaleg gimbur hún virkar rosalega þykk. ![]() Hér er ein frá Gumma Óla. ![]() Aðrar frá Gumma Óla. ![]() Hér sést það betur. ![]() Annað frá Gumma. ![]() Frá Gumma. ![]() Litla krúttið sem fær greinilega ekki mikið hjá rollunni. ![]() Hér er litla sílið og svo hrútur og rolla frá Sigga. ![]() Hér er Björg gemlingur með lambið sitt hún er einmitt mamma litla lambsins sem gengur undir hjá hinni rollunni. ![]() Þetta verður örugglega vænasta lamb hjá henni. jæja læt þetta duga í bili af rollu rúntinum. það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi. 18.07.2018 01:53Heyjað langt framm á nóttÞað byrjaði ekki vel hjá okkur önnur rúllan sem átti að fara í plast fór ekki strax í plast heldur affelgaðist dekkið á plastaranum. Alltaf svo gaman þegar byrjar allt á afturfótunum og þá er engin sem andmælir því að bölva því. ![]() Hér má sjá dekkið en til allra lukku tók ekki mikinn tíma að tjakka upp vélina og Siggi og Emil kipptu því undan og svo náðist að koma því á og setja meira loft í dekkið. Ég byrjaði auðvitað á að plasta fyrstu rúlluna og fór af stað á traktornum og fattaði ekkert að horfa eftir því hvort væri lint í dekkinu eftir að hann væri búnað standa í geymslu yfir veturinn svo það hefur örugglega verið orsökin fyrir því að dekkið fór svona. En engin skaði skeður fyrst þetta reddaðist svona fljótt. Ég fór heim að hugsa um krakkana og Bói var búnað vinna og kom til að hjálpa. ![]() Hér er verið að byrja. Siggi á plastaranum, Emil á rúlluvélinni og Bói á rakstrarvélinni. ![]() Allt komið í lag og verið að rúlla Mávahlíðina. ![]() Farinn að þykkna upp með kvöldinu. ![]() Benóný og Embla dugleg að hjálpa til. ![]() Byrjað í brekkunum í Mávahlíðinni. ![]() Stelpurnar duglegar að merkja rúllur. ![]() Túnin eru ansi blaut á ýmsum stöðum í ár. ![]() Það var fjör í sveitinni hjá Freyju ömmu þennan langþráða sólardag. ![]() Auðvitað var tekið myndir af lömbum sem við rákumst á í dag. Hér eru tveir hrútar undan Hriflu og Tvist sæðingar hrút. ![]() Hér er hún Hnota hennar Jóhönnu að koma hlaupandi til krakkana eftir að þeir voru búnað hrista brauðpoka. ![]() Svo gaman hjá þeim. ![]() Hér eru lömbin hennar hrúturinn er sæðingur undan Berg og gimbrin er undan Skvísu og Klett sæðingar hrút. ![]() Hrúturinn undan Berg sæðingar hrút. ![]() Þrílembingur undan Skvísu og Klett sæðingar hrút. ![]() Vala hans Sigga með gimbur undan Korra. ![]() Hrúturinn undan Völu og korra. Korri er Garra sonur. ![]() Jæja náði loksins mynd af veturgömlu hrútunum hér er Svanur undan Svönu og Máv. ![]() Hlúnkur hans Sigga undan Skessu og Máv. ![]() Hér eru þeir saman. ![]() Nál með lömbin sín undan Tinna hans Gumma Óla. ![]() Bifröst með lömbin sín undan Gutta sæðingar hrút. ![]() Hér er Nótt hans Sigga með hana Emblu eins og dóttir mín skírði hana he he. Embla er þrílembingur undan Klett sæðingar hrút. Jæja ég er að klára þetta blogg núna klukkan hálf 3 um nótt 18 júlí og enn er Emil ekki kominn heim svo þeir eru enn að klára heyja og nú ætla ég að segja þetta gott og segi bara góða nótt . Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. 17.07.2018 00:15Þurrkað af krafti og sílaveiði með krakkanaÞað var þurrkað og þurrkað heyjið í dag og túnin eru ansi blaut. Ég þurfti að raka heilmikið af túnunum í Mávahlíð og fékk Freyju tengdamömmu með mér með krakkana. Hann er aftur búnað breyta spánni og nú á hann að fara rigna á miðvikudaginn svo það verður reynt að gefa allt í botn og binda það sem búið er að slá. ![]() Emil að tættla. ![]() Hér sést yfir Mávahlíðina og Siggi er að vinna við að skipta um þak með Jóni smið og Emil er svo að tættla þarna fyrir neðan við vaðalsbakkann. ![]() Það hefði mátt vera aðeins meiri sól í dag en það rættist þó úr því þegar leið á seinni partinn og þá kom líka gustur með þvi svo það hefur þurrkað vel. ![]() Hérna er Bói að raka saman. ![]() Það er mikið sport hjá krökkunum að fá að sitja í traktornum hjá Bóa afa en þar er spes barnasæti. ![]() Jæja nú er sólin loks farin að láta sjá sig. Hér er Alex stoltur í traktornum með afa sínum. Alex er sonur Unnar og Steinars bróðir Emils og eru þau hérna fyrir vestan núna. ![]() Hér er amma Freyja og Steinar að veiða síli með krökkunum. ![]() Steinar, Bjarki og Alex. Bjarki og Alex að skoða sílin.![]() Birgitta, amma Freyja, Embla og Alex. ![]() Freyja og Alex. ![]() Kamilla litla sú yngsta hjá Steinari og Unni fékk líka að koma með og var í bílnum hjá mömmu sinni. ![]() Rakst á þessar gimbrar þær eru sæðingar undan Klett og Skvísu. Fæddir þrilembingar en ganga tvær undir Skvísu. ![]() Skvísu gimbrar og svo hrútur frá Sigga þessi hvíti og þetta litla botnótta var vanið undir og rollan tók því ekki alveg svo það sést á vextinum að það fær örugglega ekki mikið að sjúga hana en fylgir henni. ![]() Jæja læt þetta duga af bloggi í bili . 15.07.2018 21:55Bjartsýniskast og byrjað að sláTókum sénsinn í gær og byrjuðum að slá. Siggi sló hjá sér og við slóum Mávahlíðina og svo var bara látið liggja enda í bjartsýninni okkar þá rigndi hann eins og hellt væri úr fötu í dag. En það var svo sem vitað en það spáir þurrk alveg fram á fimmtudag eins og spáin er núna svo við urðum að taka sénsinn og byrja á einhverju enda langt liðið á júlí. ![]() Emil og Siggi að græja tækin. ![]() Siggi byrjaður að slá í gær. ![]() Það sést hér útsýnið yfir í Mávahlíð. ![]() Siggi að slá. ![]() Stóru hrútarnir fóru ekki langt í sumar og eru allir í túninu hjá Sigga. ![]() Það er svo sem ágætt því þessi var í sjálfsmorðs hugleiðingum um daginn og var að afvelta og Siggi sá til hans og gat velt honum við sem betur fer þetta er hann Kaldnasi sem er svo mikið uppáhald hjá krökkunum og algert gæðablóð við alla og ekki skemmir fyrir að hann kemur líka vel út og gefur falleg og vel gerð lömb. ![]() Korri hans Sigga hann er undan Garra sæðishrút og Svört hans Sigga. ![]() Grettir hans Sigga hann er undan Máv sæðishrút. ![]() Kaldnasi hann er undan Magna sæðishrút og Askur er undan Kalda sæðishrút. ![]() Ísak er undan Tvinna heimahrút og Mjallhvíti. Náði engum merkilegum lamba myndum núna en vonandi fer nú að haldast þurrkur hjá okkur svo hægt sé að ná að þurrka heyið sem er búið að slá og hefja heyskapinn af krafti. Ég hef ekki náð myndum af lambhrútunum síðan við slepptum en þeir fóru eitthvað í burtu. 13.07.2018 19:33Rúntur 11 og 12 júlí![]() Botnleðja með lömbin sín undan Ask. Hún og Skuggadís voru búnað koma sér í klípu í gær þegar þær voru næstum búnað flæða í Tunguósnum en sem betur fer var ég látin vita af því svo ég gat keyrt inn eftir og flautað á þær þar sem þær voru út á einum tanganum og þá föttuðu þær að stökkva í land áður en þær yrðu fastar. ![]() Skuggadís með lamb frá Sigga sem var vanið undir hana. ![]() Hrútur undan Svönu og Part. ![]() Gimbrin á móti. ![]() Hrúturinn hér aftur og er nú lagstur. ![]() Nál með sín lömb undan Tinna hans Gumma Óla. ![]() Birta gemlingur með hrút undan Glám. ![]() Skessa hans Sigga með gimbur undan Ask og fósturlamb frá mér sem er undan Tinna hans Gumma. ![]() Hér er önnur mynd af lömbunum. ![]() Bræla var upp í hlið með lömbin sín undan Kraft. ![]() Rakel gemlingur með hrútinn sinn undan Glám. Þetta var það eina sem ég náði á þessum rúnti að mynda. Svo í dag 13 júlí er grenjandi rigning og rok svo það er ekkert hægt að mynda núna. 09.07.2018 20:18Rúntur 30 júní![]() Hér er Gláma hans Sigga held ég með hrút og gimbur undan Grettir. ![]() Hér er svo Nótt hans Sigga með Gránu litlu sem er aldeilis búnað stækka. Grána greyjið er þrílembingur undan Skuggadís og var Nótt þriðja mamman sem hún fékk. Fyrst átti Skuggadís hana og var hún svo vanin undir aðra sem kom í ljós að hún var með júgurbólgu svo hún var vanin undir Tungu sem var svo skappill og tók hana aldrei. Svo bar Nótt og missti bæði lömbin sín í fæðingu og tók hún vel á móti Gránu litlu. Orðin svo falleg. Hún er undan Klett sæðishrút. ![]() Gribba hans Sigga búnað stækka sjálf og maður sér alveg mun á lömbunum síðan ég tók mynd af henni seinast. ![]() Snælda með hrút og gimbur undan Ísak. ![]() Hér sjást þau betur. ![]() Tveir hrútar undan Frenju og Ask. ![]() Sunna gemlingur með lömbin sín undan Glám. ![]() Fíóna með hrút og gimbur undan Ísak. ![]() Falleg gimbur undan Fíónu og Ísak. ![]() Frenja með lömbin sín undan Ask. ![]() Verið að fljúga flugdreka í sveitinni hjá ömmu Freyju og afa Bóa. ![]() Donna hundurinn okkar og Fiðla hundurinn hennar Freyju og Bóa. ![]() Hestarnir eru komnir í sveitina hjá Freyju og Bóa. ![]() Hænu unginn stækkar og stækkar. ![]() Hér eru hinar hænurnar og haninn hann Marteinn og litli unginn er frekar feiminn að elta þær og vill heldur elta okkur. ![]() Máni. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi frá þessu. 06.07.2018 23:46Lítið ættarmót hjá fjölskyldu Emils á Blöndósi hjá Aroni frænda hans.![]() Fyrsta útilegan 2018 var á Blöndósi í rigningu hvað annað það er nú búið að vera ansi blautt og kalt hjá okkur veðrið þetta sumar og virðist ekkert ætla að rætast úr því. En við látum það ekki á okkur fá og tökum þetta bara með jákvæðinni og drífum okkur af stað. ![]() Freyja er alveg tilbúin í þetta í pollagallanum með regnhlífina. ![]() Krakkarnir spiluðu krikket. ![]() Karlarnir alveg með grillið á hreinu. ![]() Þau eru alveg ótrúleg með pósið þessar krakkar hér er ein alveg óborganlega fyndin af Bjarka Stein,Emblu Marínu og Freyju Naómí. ![]() Flottir frændur. ![]() Bergþórs og Dagmars afkomendur. ![]() Og svo eru það makar systkynana og makar afkomenda og afkomendur. ![]() Freyja tengdamamma og Jóhanna fallegar systur. ![]() Jakob snillingur með afa klippinguna sína. Hann var duglegur að taka myndir fyrir mig sem þið getið skoðað inn í albúmi hér. ![]() Hér eru systurnar saman Dísa,Hrönn og Freyja. Þetta var frábær helgi með frábæru fólki og alveg yndislegt að hittast svona heima hjá Aroni og Stínu í stóra fallega húsinu þeirra. 05.07.2018 23:29Rollu rúntur 27 júní og síla veiði![]() Rakel gemlingur með hrútinn sinn undan Hlúnk. ![]() Grýla hans Sigga með lömbin sín undan Glám. ![]() Gurra gemlingur með lömbin sin undan Hlúnk hans Sigga. Hlúnkur er undan Máv og Svört. ![]() Látum okkur dreyma um sumar og fórum inn í sveit að veiða síli en það eru bara engin síli komin í þessum kulda en við veiddum 3 silunga seiði. ![]() Þau nutu þess alveg í botn að skottast úti í náttúrunni og veiða. ![]() Hosa með gimbrar undan Ísak. ![]() Skuld ![]() Undan Skuld og Hlúnk náði ekki mynd af hinu lambinu á móti. ![]() Villimey og Urður. ![]() Hrútarnir stærri eru undan Villimey og Ísak og sá í miðjunni er undan Urði og Gutta sæðishrút. ![]() Sömu hrútar. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu. 25.06.2018 01:01Rúntur 25 júní og Bjarki veiðimaður![]() Sáum Gersemi með gimbranar sínar undan Ask. ![]() Þessi verður grábotnu golsótt. ![]() Skvísa með sínar skvísur undan Klett sæðishrút. ![]() Vænt lamb frá Sigga í Tungu. ![]() Gufa hans Sigga með lömbin sín undan Korra held ég. ![]() Þessi hrútur er undan Kviku og Klett sæðishrút. ![]() Gimbur undan Klett sæðingarhrút og hrútur undan Berg sæðingarhrút. ![]() Við að gefa Hnotu brauð. ![]() Grýla hans Sigga með lömbin sín undan Glám. ![]() Held að þetta gæti verið Vala hans Sigga með lömb undan Korra. Eftir lamba rúntinn inn í sveit fórum við rúnt inn í Ólafsvík og sáum tvo feðga vera veiða niður á bryggju og við kíktum á þá og ég smellti líka þessum fínu myndum af framtíðar veiðimanninum honum Bjarka Stein frænda Emils. ![]() Bjarki Steinn Jóhannsson. ![]() Svo með þetta á hreinu. ![]() Einbeittur að taka kastið. ![]() Sjá gleðina og hamingjuna þegar hann kastar. ![]() Svo frábær strákur sem elskar að veiða. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. 19.06.2018 19:24Fyrsti rollu rúnturinn sumarið 2018![]() Hér er Salka með sæðingana sína undan Klett þau eru þrílembingar en ganga 2 undir. ![]() Hexía með lömbin sín undan Ísak. ![]() Hér er hitt lambið hennar. ![]() Fallega lambið mitt sem er draumaliturinn minn. Þetta er gimbur undan Mónu Lísu og Knarran hans Bárðar og Dóru Eyravegi 12. ![]() Eik með móbottnóttu gimbrina sína sem var svo gæf í fjárhúsunum í vor. ![]() Þyrnirós með gimbrina sína undan Knarran hans Bárðar. ![]() Ljósbrá. ![]() Gimbur undan Dröfn og Berg sæðishrút gengur undir Ljósbrá og svo er hrúturinn undan Ljósbrá og Dranga sæðishrút. ![]() Þessi lömb eru frá Sigga ég náði ekki alveg að sjá hvaða rolla þetta er sem á þau. ![]() Héla gemlingur frá Sigga með lömbin sín undan Glám. ![]() Snædrottning með lömbin sín undan Svan. ![]() Glámur hans Sigga. ![]() Að gefa Hnotu brauð. ![]() Gimbur undan Skvísu gengur undir Hnotu og er undan Klett sæðishrút og svo er hrútur undan Hnotu og Berg sæðishrút. ![]() Fórum suður um daginn og splæstum í ný stór dekk á stóra traktorinn okkar. ![]() Skessa hans Sigga með gimbur undan Ask og hrút frá Sprengju minni og undan Tinna frá Gumma Óla Ólafsvík. ![]() Botnleðja og Skuggadís með sín lömb. ![]() Anna með lömbin sín undan Svan. ![]() Flottur hann Marteinn hani hjá Freyju og Bóa. Það eru svo fleiri myndir af rúntinum hér inn í albúmi. 18.06.2018 10:23Ferðalag norður og austur í júní.Við skelltum okkur í sumarbústað norður á Akureyrir þann 7 júní og fengum alveg yndislegt veður. Á leiðinni norður stoppuðum við á Blöndósi og fórum í sund og þar var 20 stiga hiti og sól. ![]() Sundlaugin á Blöndósi. ![]() Glæsileg leiktæki sem voru á Blöndósi. ![]() Við fórum svo áfram og inn á Akureyri og kíktum í Kjarnaskóg. ![]() Auðvitað var svo kikt í jólahúsið sem er alveg ómissandi þegar maður fer norður. ![]() Fórum líka á Kaffi kú sem krökkunum finnst svo gaman að fara. Enda æðislegt að koma þangað á kaffi húsið og fylgjast með kúnum. ![]() Hér erum við komin á Möðruvelli 3 til Birgittu og Þórðar. ![]() Hér erum við að skoða kindurnar hjá Birgittu og krakkarnir eru að gefa þeim brauð. ![]() Hér erum við komin upp í fjárhús að skoða heimalingana. ![]() Hér er flotti mynda veggurinn hjá Birgittu með öllum kindunum. Auðvitað fékk ég hana til að stylla sér upp við hann. ![]() Benóný fékk að keyra fjórhjól hjá Birgittu og Þórði. ![]() Hér er Embla að keyra. ![]() Emil með Freyju á stóra hjólinu. ![]() Hér er svo Þórður búnað fara með þau öll saman. ![]() Við Birgitta fengum svo mynd af okkur sem er orðið árleg myndartaka því við erum búnað fara á hverju ári norður síðustu ár. Enda alltaf stórkostlega gaman og eftirminnilegt að koma í heimsókn til hennar, Þórðar og Damians. ![]() Við áttum yndislegan tíma í sumarbústaðnum á Akureyri. ![]() Fórum í Lystigarðinn á Akureyri og tókum fallegar myndir af krökkunum okkar. ![]() Benóný Ísak. ![]() Emil og Benóný Ísak,Freyja Naómí og Embla Marína. ![]() Embla Marína. ![]() Freyja Naómí. ![]() Benóný Ísak. ![]() Freyja Naómí. ![]() Embla Marína. ![]() Benóný Ísak. ![]() Blómarósirnar mínar. ![]() Sundlaugar sumarið er hafið og var byrjað á því að fara á Blöndós í sund og hér erum við komin inn á Hrafnagil í sund. Við fórum svo auðvitað líka inn á Akureyri í frægu klósett rennibrautina sem er geggjuð. ![]() Leikvöllurinn á Hrafnagili. ![]() Þá erum við mætt í sundlaugina í Þelamörk og þar er búið að skipta um rennibraut hún var rauð á litinn í fyrra en núna er hún orðin blá. ![]() Við gerðum okkur svo dagsferð austur og gistum eina nótt hjá Ágústi bróðir og Írisi á Felli í Breiðdal. ![]() Leið okkar lá fyrst til Neskaupsstaðar því þar átti Benóný eftir að prófa sundlaugina og rennibrautirnar. ![]() Hér má sjá sundlaugina og rennibrautirnar á Neskaupsstað. Það er búið að vera langþráður draumur hjá Benóný að prófa þessar. ![]() Áfram höldum við í átt að Breiðdalsvík. ![]() Jæja nú er leið okkar að ljúka við erum stutt frá Felli núna þar sem Ágúst bróðir býr. ![]() Þá erum við komin á Fell í Breiðdal. ![]() Við fórum að kíkja á hana Baddý svínið hjá Ágústi. ![]() Hún er ekkert smá stór. Hún var nývöknuð og frekar geðill við Ágúst og Emil og henni var ekki vel við Emil og ætlaði að ráðast á hann. ![]() Ágúst með kiðlingana sína en hann er með þrjá heimalinga. ![]() Hjá Ágústi og Írisi er fastur liður að kveikja upp í eldstæði á hverju kvöldi og grilla sykurpúða. ![]() Benóný var alveg að fíla það og fannst þetta geðveikt spennandi. ![]() Freyja að borða sykurpúða. ![]() Embla og Dalía. krakkarnir dýrka alveg frænku sína og eltu hana eins og lamb á eftir rollu allann tímann sem við vorum í heimsókn og auðvitað var Dalía svo góð við þau og sýndi þeim allt það skemmtilega sem hægt er að gera í sveitinn. ![]() Svo hrifnar af kiðlingunum. ![]() Ágúst fór lengst upp í fjall að sækja geiturnar til að sýna okkur en þær máttu ekkert vera að því að stoppa og þeyttust í gegnum hlaðið og aftur upp í fjall enda orðnar svo ánægðar að vera komnar út í frelsið og hætta ekki á að láta ná sér. Hér er ein að gæða sér á brauði og svo er hún rokin af stað. ![]() Dalía Sif frænka alltaf svo kát og glöð. ![]() Gaman að fá að halda á hænunum þær eru svo spakar hjá þeim. ![]() Benóný að fylgjast með kiðlingunum að drekka. ![]() Auðvitað var ég alveg sjúk í kiðlingana þeir eru alveg æði. Flottar frænkur Freyja,Dalía og Embla.![]() Hér erum við komin í hestaleiguna hjá Írisi og hér eru krakkarnir búnað græja sig. ![]() Benóný kominn á hestbak. ![]() Freyja. ![]() Embla svo dugleg. ![]() Á leið okkar til baka var farið í sund á Eskifirði að ósk Benónýs því hann átti eftir að prófa bláu rennibrautina og fannst hún mjög skemmtileg og sagði að hún væri alveg eins og græna í Borgarnesi. ![]() Þegar við komum svo aftur inn á Akureyri fórum við að borða á Greifanum og það var mjög gott. 05.06.2018 12:32SjómannadagurinnSjómannadagurinn skiptir miklu máli enda maðurinn minn Emil Freyr mikill sjómaður og var hann meðal annars á forsíðu sjómannablaðsins hjá Skessuhorni. Það má sjá það hér inn á þessum link ![]() Hér er Emil að landa úr bátnum sem hann er á Guðbjarti SH. ![]() Hér er myndin af honum sem er á forsíðu Sjómannablaðs Skessuhorns 2018. Svo flott mynd af honum sem Alfons Finnsson tók. ![]() Það er mjög skemmtileg grein um Emil og áhöfnina á Guðbjarti inn í blaðinu. ![]() ![]() ![]() ![]() Mjög stolt af duglega manninum mínum sem hjálpar mér í búskapnum með sjónum. Það var mikið að gera hjá Emil i maí en hann gaf sér tíma til að hjálpa mér að klaufsnyrta rollurnar og hjálpa mér að hleypa út. Ég óska honum innilega til hamingju með daginn og öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Þeir eru sannar hetjur hafsins. ![]() Við skelltum okkur í siglingu á sjómannadags helginni. ![]() Hér erum við í siglingu. ![]() Við drógum mömmu með okkur og henni þótti það mjög gaman. ![]() Það var sól en frekar kalt. ![]() Krakkarnir skemmtu sér mjög vel hér er Freyja, Embla ,Aníta og Benóný. ![]() Það var svo mikið stuð í Sjómannagarðinum þar var allt í hoppuköstulum. ![]() Við hjónin skelltum okkur svo á Sjómannahóf um kvöldið. Það má svo sjá fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 29 Gestir í dag: 2 Flettingar í gær: 1380 Gestir í gær: 54 Samtals flettingar: 2652715 Samtals gestir: 89679 Tölur uppfærðar: 28.11.2025 00:32:34 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is