|
Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
21.02.2018 10:01Vetrar rúningur, Snjór og smá óhapp.![]() Fallega sveitin í Fróðarhrepp skartar hér sínu fegursta milli lægða sem ganga hver á eftir annarri núna síðast liðnar vikur og enn er önnur á leiðinni. Ég myndi nú samt bara segja að þetta væri almennilegur vetur eins og maður man eftir þeim sem krakki. Vera fastur í sveitinni, rafmagnið alltaf að fara og engin skólabíll því allt er ófært. ![]() Guðmundur Þór kom til okkar á laugardaginn og tók af seinni rúninginn. Alltaf jafn laginn við þetta og þær verða svo vel klipptar og fínar. Það var svo tekið allt af hrútunum. ![]() Þetta er alveg magnað hvað hann er fljótur og yfirleitt eru þær þægar og afslappaðar en þó eru sumar sem eru óþekkar og erfiðari viðfangs. ![]() Gemlingarnir orðnir svo vel snyrtir og fínir. ![]() Og rollurnar líka og gaman að sjá litadýrðina undir sem verður allt öðruvísi eins og sjá má á flekkóttu rollunum þær verða sumar eins og dalmatíu hundar. ![]() Hrútarnir fyrir rúninginn. ![]() Eftir rúning hér er Ísak svo vel snyrtur og flottur og Grettir er fyrir aftann hann. ![]() Emblu fannst þeir svo fyndnir svona he he. ![]() Hérna eru klifrarnir mínir Drjóli hans Sigga og Kaldnasi okkar. ![]() Askur. ![]() Grettir hans Sigga. ![]() Lambhrútarnir fyrir rúning. ![]() Eftir ný snyrtir og fínir. Sá mjóhyrndi er sauðurinn hans Sigga. ![]() Hér eru þeir allir og einn er sauður. ![]() Ein læra mynd af þeim. Ég var fyrir vonbrigðum hvað Kraftur virkar bara frekar lítil og ekki mikil læri á honum en vonandi á hann eftir að fóðrast betur og stækka. Sauðurinn hans Sigga aftur á móti hefur tekið mikinn vaxtakipp og er orðinn stærri en Kraftur. Kraftur er hrúturinn hennar Emblu og er undan Ísak og Ísól. Hinir 2 hvítu við hlerann eru frá mér og Sigga og eru báðir Máv synir. ![]() Gemlingarnir hans Sigga í Tungu. ![]() Gjöfinni lokið hjá veturgömlu og gemlingunum. ![]() Gjöfinni lokið hjá rollunum. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. ![]() Já það eru ekki bara túristarnir sem eru að keyra útaf í vetur he he. Ég var á leiðinni einn morguninn að fara að gefa og mætti flutningabíll og víkti aðeins of mikið út í kant og rann aðeins útfyrir og þegar ég reyndi að jugga mér aftur upp á veginn grófst bílinn bara meira niður . Þvílíkur klaufaskapur í mér og svo hafði ég mestar áhyggjur að Emil yrði ekki nógu fljótur að koma því ég skammaðist mín svo mikið að einhver sem ég þekkti myndi keyra framm hjá he he frekar vandræðalegt þar sem ég er á þessum fína jeppa og þekki þessa leið inn í sveit út og inn og fer hana á hverjum degi og jafnvel oft á dag. En það er ekki allt óhöppin geta alltaf gerst. ![]() Emil og Gylfi komu svo fljótlega og kipptu þessu í lag. ![]() Sjóararnir voru sko alveg með þetta Gylfi með svaka kaðal sem var gaddfreðinn he he en þeir náður honum í sundur og höfðu pínu áhyggjur að ná bílnum ekki upp á veginn aftur því hann var svo langt kominn á hliðina en það hafðist eins og í sögu og bílinn bara fór beint upp á veginn og ég gat haldið leið minni áfram inn í fjárhús Já það er frábært eiga góða og hjálpsama granna Gylfi býr við hliðina á okkur í Ólafsvík og er mjög þakklát fyrir að Emil gat leitað beint til hans og að þeir gætu hjálpað mér úr þessari klípu. ![]() Skafl við endann á húsinu hans Gylfa í götunni okkar Stekkjarholti og svo má sjá fyrir aftann Ólafsvíkur Enni og sjóflóðavarnirnar sem eru fyrir ofan Heilsugæslustöðina. ![]() Hér sést húsið hans Gylfa og svo húsið okkar. ![]() Þessar skvísur eru sko alveg að elska þennan snjó þetta er Aníta vínkona Emblu og svo Embla og Freyja. ![]() Benóný að renna í Sjómannagarðinum. ![]() Freyja að renna sér. ![]() Allt er á kafi í snjó hjá Freyju og Bóa inn í Varmalæk. ![]() Skaflinn fyrir framan hús nær yfir tréin sem eru þar fyrir aftan skjólvegginn og þekur skaflinn hann alveg. ![]() Mikið stuð að renna sér hér þverhnýtt niður. ![]() Embla er alveg að elska þetta. ![]() Freyja inn í kofanum sem er á kafi. ![]() Flottar að fara búa til snjóhús. ![]() Í hliðinu hjá ömmu og afa allt alveg á kafi. Þau muna ekki eftir að það hafi komið svona mikill snjór síðan þau fluttu inn eftir. Snjórinn er það mikill að krakkarnir ná að fara bak við hús og klifra upp á þak. ![]() Búnað moka sér snjógöng til að renna sér niður. ![]() Þetta er alveg æði að fá svona mikinn snjó fyrir börnin þeim finnst þetta æðislegt en það er verst hvað þau fá stuttan tíma til að njóta hans því það er alltaf brjálað veður og núna á svo að fara rigna svo það má búast við að megnið af honum fari burt og við tekur að allt fari á flot og mikið slabb og leiðindi. 11.02.2018 19:06Snjór,bollur og fósturtalning![]() Allt var á kafi hjá okkur í morgun og eins og þið sjáið þá komst kisa greyjið ekki einu sinni út því kattalúan var á kafi. Hún auðvitað lét eigandann sinn kenna á því og gerði þarfir sínar í blómapottinn ansk.... kvikindið. ![]() Svona var þetta á laugardaginn en svo bætti talsvert á þetta yfir nóttina. ![]() Verið að moka á laugardaginn. ![]() Þurftum að moka bílinn út úr bílskúrnum. ![]() Séð út frá bílskúrnum. ![]() Búið að moka göng út úr húsinu og þá var að hefjast handa við að moka bílinn út. ![]() Hér er Emil að moka bílinn út. ![]() Emblu og krökkunum leiddist þetta nú ekki og fannst mjög gaman. ![]() Bói ætlaði að fara að gefa í hesthúsunum á sunnudags morgun og komst ekki lengra og sat fastur og við komum honum til aðstoðar. ![]() Þetta tók ágætis tíma en hafðist svo á endanum. Við fórum svo í kaffi til Freyju og Bóa og eftir það lá leið okkar í fjárhúsin en festum okkur rækilega við rimla hliðið hér hjá þeim og við tók hálftími í að losa okkur. ![]() Það var ekki mikill snjór í Tungu það hefur bara fokið allt í burtu en aftur á móti var búið að skafa rosalega mikið inn. ![]() Það var búið að skafa vel inn hjá rollunum. ![]() Það var líka vel á kafi inn í hlöðunni. ![]() Á laugardaginn fórum við í hinar árlegu bollur hjá mömmu og þær alltaf jafn gómsætar. ![]() Fósturtalning fór framm hjá okkur á laugardaginn fyrst út á Hellissandi og svo hingað inn úr. Það kom flott út hjá Gumma Óla, Marteini og Óla í Ólafsvík. Mest allt tvílembt og 4 held ég þrílembdar hjá Marteini og einhverjar hjá Gumma og Óla líka ég man bara ekki alveg töluna á þeim. Guðbrandur Þorkelsson kom að fósturtelja. ![]() Flottar forrystu gimbrar hjá Óla i Lambafelli. ![]() Hér erum við komin til Gumma. ![]() Þá erum við komin til okkar og spennan magnast. ![]() Siggi búnað hólfa allt niður. ![]() Embla búnað vera svo dugleg að skottast með okkur í allan dag og fylgjast með og núna er hún svo spennt að sjá hjá okkur. ![]() Guðbrandur leyfði Emblu að vera hliðina á sér og var svo að sýna henni hvernig hann myndi sjá fóstrin það fannst henni mjög spennandi þó svo að hún sæi ekki alveg hvernig hann sæi lömb út úr þessu he he. Hjá Sigga voru gemlingarnir allir með 1 nema einn var með 2. Veturgömlu voru held ég 2 með 1 og rest með 2 Rollurnar voru 2 með 3, 2 með 1, 2 geldar og rest með 2. Hjá okkur voru af þessum fullorðnu 33 með 2 6 með 1 10 með 3 1 geld og ein sem fékk rosalega seint svo það taldist ekki í henni. Veturgömlu 12 með 2 4 með 1 1 geld sem hefur farið fram hjá þegar hún gekk upp því ég er búnað reikna það út að ég var akkúrat í Rvk og lét gefa fyrir mig þegar hún hefur átt að ganga upp og þar af leiðandi lét ég ekki leita fyrir mig því Jóhanna gaf fyrir mig og treysti sér ekki til að fara með hrútinn svo ég lét það eiga sig og tók sénsinn á tveim dögum. Svo hefur liðið annað gangmál eftir það og þá var ég líka í Rvk og lét gefa fyrir mig og hélt þá að allt væri sloppið enda kominn 20 jan en þá var ekki leitað svo hún hefur farið framm hjá. Ömurlega svekkjandi svo ef þetta er rétt hjá mér ætti hún að ganga aftur núna næstu helgi en ég hugsa að ég nenni ekki að standa í því svo hún verður bara vera geld þetta árið. Gemlingarnir 4 með 2 10 með 1 1 geldur Við hleyptum bara eitt gangmál í gemlingana og létum það duga svo settum við engan hrút í þá svo það er allt í góðu þó einn hafi gengið upp og það þurfti endilega að vera Vaíanna gæfi gemlingurinn hennar Emblu. Af sæðingunum að segja þá komu þær bara vel út. Klettur var með 2 þrílembdar og 1 tvílembda Tvistur var með 1 þrílembda og 1 tvílembda Bergur var með 1 þrílembda og 1 gemling með 1 Bjartur var með 2 tvilembdar og 2 einlembdar Móri var með 1 þrílembda og 1 einlembda Drangi með 1 einlembda Gutti var með 3 tvílembdar Út frá þessu eru 5 sæddar ær þrílembdar af 10 þrílembum í heildina. Dröfn mamma hans Mávs hún er þrílembd og svo fékk ég fréttir af því að alsystir Mávs sem Auður og Jói á Hellissandi eiga sé þrílembd. Mjallhvít mamma Ísaks er þrílembd og Skvísa okkar sem var með 4 í fyrra hún heldur sinni uppskrift og kemur þrílembd núna. Fíóna er þrílembd þriðja árið í röð. Nál er ný þrílemba og er undan Tungu og Tvinna. Tunga er undan Dröfn og Garra. Skuggadís er svo þrílembd í fyrsta sinn. Hrifla er móðir Tvinna sem er faðir Ísaks og hún er þrílembd í annað sinn. Von og Ófeig eru þrilembdar í fyrsta sinn. Salka er þrílembd í annað sinn. Hér kemur svo smá úttekt af hrútunum sem voru notaðir og áætlaður fjöldi lamba út frá fósturtalningu. Sæðingshrútar Klettur 8 Móri 6 Bergur 5 Gutti 6 Tvistur 5 Bjartur 6 Drangi 1 Hrútar frá Bárði Hömrum Knarran 4 Skjöldur 2 Bónus 2 Bliki 3 Partur 4 Tinni hans Gumma Óla 6 Láfi Óla 2 Heima hrútar Hlunkur 9 Grettir 14 Glámur 7 Móri Sigga 11 Kaldnasi 8 Askur 13 Kraftur 10 Ísak 11 Svanur 22 Þá er það upptalið fjöldi fóstra á hrúta í ár. Það eru svo fleiri myndir bæði af snjónum,kaffi hjá mömmu og fósturtalningunni hér inni. 04.02.2018 10:17Fjárhús,renna og Embla missir tönn![]() Alltaf jafn gaman að tala við gemlingana og það er búið að bætast talsvert í hópinn sem ég er búnað spekja. Fyrst var það bara Vaíanna þessi kollótta móflekkótta en núna eru þær orðnar 5 til viðbótar svo þetta er allt á góðri leið. ![]() Alveg einstakur kærleikur milli þessara tveggja. Embla og Vaíanna. ![]() Verið að vigta haust ullina. ![]() Embla aðstoðar kona að skrifa niður þyngdina. ![]() Embla að máta alla hestana í hesthúsinu og hún gerir sér lítið fyrir og klifrar frá jötunni og lætur sig síga niður hálsinn. ![]() Svo lætur hún sig renna niður aftur og fer út úr stíunni og yfir í næstu alveg yndisleg. ![]() Vínkonurnar mættar í fjárhúsin Embla,Aníta og Freyja. ![]() Nóg að gera að klappa gemlingunum. ![]() Aníta að gefa Vaíönnu smá knús. ![]() Freyja líka. ![]() Og svo allar í hópknús. ![]() Og Benóný líka. ![]() Embla að fara gefa fóðurbætir. ![]() Aníta að fara aðstoða Emblu og gefa líka fóðurbætir. ![]() Og Freyja líka. Svo duglegar þessar stelpur og Benóný líka. ![]() Og gefa svo heyjið. ![]() Embla að fara gefa. ![]() Benóný hafði gaman að því að labba og láta þær elta sig. ![]() Benóný hafði gaman að Möggu Lóu sem langaði mikið í kókið hans. ![]() Jæja þá hófst gangan til að fara renna í brekkunni fyrir aftan hlöðuna. ![]() Benóný og Anita á leiðinni upp brekkuna. ![]() Freyja kominn upp og sjáiði hvað himininn er fallegur fyrir aftan hana. ![]() Hér renna svo Aníta og Benóný á fleygiferð rosalega gaman. ![]() Embla missti tönn númer 2 á fimmtudaginn. Rosalega lukkuleg. ![]() Myrra sá um þessa útstyllingu he he og kom sér vel fyrir á stofuborðinu. Það var svo vonsku veður hjá okkur á föstudagskvöldið og nóttina og ég svaf ekki mikið hélt að húsið væri að fara það var svo mikið brak og brestir en það slapp allt vel og ekkert fauk eða losnaði. Við fórum svo rúnt inn í sveit þegar við fórum að gefa og þá tók Emil eftir að það höfðu losnað þakplötur af hlöðunni í Mávahlíð og hann lét Sigga vita og Siggi reddaði því og náði að finna allar plöturnar sem fuku sem betur fer. Enda var þetta ekkert smá sprengju rokur sem voru. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi. 01.02.2018 14:19Embla í reiðhöllinni í ÓlafsvíkEmbla Marína okkar er svo heppin að eiga svona góða frænku hana Jóhönnu sem fer með henni í reiðhöllina og leiðbeinir henni þegar hún er á hestbaki. Embla elskar allt sem tengist hestum og finnst æðislegt að fara með Jóhönnu í hesthúsin. Bói afi var svo frábær að járna fyrir þær svo nú geta þær farið að prufa sig áfram í reiðhöllinni glæsilegu sem við höfum í Ólafsvík. Ég stolta mamman fór auðvitað og horfði á Emblu mína og tók myndir af henni. ![]() Gleðin leynir sér ekki í augunum og brosinu sem geislar af henni. ![]() Svo dugleg. ![]() Það er frábært að geta æft sig hér inni. ![]() Jóhanna er búnað raða upp keilum svo hún geti æft sig að beygja. ![]() Hér er hún komin hringinn. ![]() Jóhanna að taka þetta út hjá henni hvernig gekk. ![]() Hér er hún að kenna henni að láta hestinn bakka. ![]() Við Benóný skelltum okkur að renna í gær inn í Mávahlíð og það var rosalega gaman við fórum svo hratt að ég gerði ekki annað en að bremsa he he. Hann var aftur á móti á fleygiferð og naut þess að sigra mömmu sína í keppninni. 29.01.2018 16:12Sumt fé er gáfaðara en annaðJá það má með sanni segja að sumar ær og sumir hrútar eru mun gáfaðari og meiri karektar en aðrir og það gerir umgengnina svo miklu áhugaverðari og skemmtilega. ![]() Hér er hann Kaldnasi sem er aðal dekurdýrið í hrútunum hann er alveg æðislegur karekter og gæfari hrút hef ég ekki átt áður. Ég notaði hann til að leita í uppgöngunum í restina og hann var svo vanur að ég gæfi honum fóðurbætir í lokin. Að núna er hann búnað taka upp á því að klifra upp á hlerann og þegar ég er að sækja fóðurbætir fyrir rollurnar og sníkja smá smakk og auðvitað fær hann það eftir þessa fyrirhöfn og áhuga sem hann sýnir mér he he og auðvitað fær hann klapp og nudd líka. ![]() Þetta var svo líka fastur liður hjá Drjóla hans Sigga að príla upp og biðja um klapp en þegar hann uppgötvaði að hann gat fengið lúku af fóðurbætir þá var auðvitað alveg kjörið að príla upp á til þess. Þeir eru alveg yndislegir báðir tveir og fá smá smakk á hverjum degi plús klapp og nudd. ![]() Rollurnar hans Sigga voru fljótar að sjá við þessu eða allavega sumar þeirra því þær byrjuðu strax að príla upp á hlerann í von um að fá það sama og strákarnir he he. Auðvitað verð ég að verða við bón þeirra og gefa þeim smá smakk líka ásamt klappi. Sú hvíta hjá Sigga heitir Príla því hún er svo mikið fyrir að standa svona og gjóa augunum yfir fjárhúsin. ![]() Móra hans Sigga byrjaði á þessu að príla til að fá athygli mína þegar ég var að gefa strákunum nammi og tala við þá og það varð til þess að hún fékk líka og svo komu Soffía og Príla með henni. ![]() Gemlingarnir hans Sigga . ![]() Lambhrútarnir okkar og Sigga. ![]() Það er komið ágætis hornahlaup á gemlingana. ![]() Sú dropótta er undan Vin sæðishrút og Rjúpu og þessi hlíðina á henni með dökku hornin er undan Part. ![]() Gemlingarnir okkar og Benóný að tala við Vaíönnu. ![]() Þessar skvísur komu líka í fjárhúsin Aníta, Freyja og Embla með risa stóran klaka. ![]() Hérna eru þær að tala við Drjóla. ![]() Við á leiðinni á Þorrablót. ![]() Freyja og Bjarki að pósa. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. 25.01.2018 00:21Bústaðarferð í ÖlfusborgirVið skelltum okkur í bústað frá föstudegi til mánudags í Ölfusborgir. Það var mjög kalt og vindur en rosalega kósý og meira segja fengum við sól á laugardaginn og það var mjög gaman að fá að sjá hana því ekki sjáum við hana í Ólafsvík strax því hún er enn svo lágt á lofti að Ennið skyggir fyrir. Við fórum í göngutúr og út að renna með krakkana og það var mjög gaman. Svo var skellt sér í pottinn og það fannst krökkunum mikið sport að vera í heitapottinum en samt svo kalt og mikið rok úti. Á laugardeginum skelltum við okkur á rúntinn til Selfossar svo Eyrabakka og Stokkseyri. Benóný var mjög áhugasamur um umhverfið og auðvitað var skoðað sundlaugarnar á þessum stöðum. Maggi bróðir kíkti í heimsókn til okkar og borðaði með okkur á laugardaginn. Á sunnudeginum fórum við í bíó á Selfossi á Paddington 2 og svo í sund inn á Þorlákshöfn og hittum þar Edda og Sibbu vinafólk okkar sem býr þar. ![]() Úti að labba. ![]() Að koma á Eyrabakka. ![]() Stokkseyri. ![]() Freyja Naómí. ![]() Í pottinum. ![]() Að renna. ![]() Flott umhverfið og tunglið svo lítið og sætt. ![]() Rákumst á bátinn Dísu he he og mér fannst kjörið að taka mynd af honum. ![]() Fórum í Ísbúðina Huppu á Selfossi og fengum glæsilegan og góðan ís. ![]() Búnar að gefa pabba sínum bónda dags gjöf. ![]() Embla og hennar upphalds gimbur Vaíanna. Siggi tók hrútana úr 21 jan. Það gekk ein rolla upp hjá okkur leiðinlega seint eða 17 jan svo það mun lengja sauðburðinn talsvert en svona vill þetta oft vera bara. Annars er allt bara rólegt hjá okkur og bíðum bara spennt eftir 10 feb en þá held ég að hann komi að fósturtelja hérna á nesinu. 18.01.2018 23:29Tenerife ferð 2016Ég var að uppgötva að ég hef aldrei sett inn myndir af Tenerife ferðinni okkar sem var fyrsta utanlandsferðin hjá krökkunum okkar. Þetta var dásamleg ferð við fórum með Freyju og Bóa sem sagt mömmu Emils og manninum hennar. Þetta var í þorskveiði stoppinu og það var hellingur af öðrum ólsörum á sama tíma og það var nánast undantekningarlaust að maður hitti einhvern sem maður þekkti á röltinu úti. Við vorum á frábæru hóteli sem var á Americas ströndinni og heitir Parque santiago V. Við fengum algjöra villu sem var á tveim hæðum og með álíka stórar svalir bæði uppi og niðri í kringum alla íbúðina þetta var alveg æðislegt fyrir krakkana. Okkur leyst ekkert á þetta fyrst þegar við fengum lykilinn þá sagði maðurinn í lobbýinu á hótelinu að við yrðum að fara yfir götuna til að finna herbergið og við fussuðum yfir því að þurfa að labba yfir götuna til að fara í sundlauga garðinn og héldum áfram að tauta um það þangað til við opnuðum íbúðina og þá sáum við hvað við fengum geggjaða íbúð beint fyrir ofan matvöruverslunina og lifandi músík og mannlíf , meira segja voru leiktæki niðri við verslunina fyrir börnin og eins minigolf völlur. Svo við gátum ekki fengið betri staðsettningu. Í hótel garðinum var svo fullt af rennibrautum fyrir rennibrauta sjúka strákinn okkar svo hann var alveg í himnaríki. bara leyfa myndunum að tala sínu máli. ![]() Fyrsti dagurinn. ![]() Leiktækin fyrir neðan hjá okkur. ![]() Freyja og Bói. ![]() Hluti af rennibrautunum sem voru í garðinum. ![]() Hinn hlutinn. ![]() Sætu mín. ![]() Og svo við á svölunum okkar. ![]() Þessi töframaður með blöðrur vakti mikla lukku og kátínu hjá krökkunum. ![]() Embla var svo ánægð að hitta Margréti frænku sína. ![]() Við fórum með Regínu og Ragga í dýrgarð. ![]() Þessi kerra var alveg nauðsynleg fyrir krakkana þegar maður var að labba svona mikið. ![]() Við fórum svo í Aqualand og þar var Benóný í himnaríki. ![]() Embla. ![]() Freyja. ![]() Við löbbuðum auðvitað og skoðuðum bátana og bryggjuna á leiðinni að heimsækja Dúdda og Bjöggu sem voru lika á Tenerife. ![]() Svo flottar skvísur Freyja og Bjagga. ![]() Sætu okkar að prófa sundlaugina í garðinum hjá Dúdda og Bjöggu. ![]() Flottir félagarnir Dúddi, Emil og Bói. ![]() Benóný var eitthvað pínu smeikur við hann he he. ![]() Hluti af svölunum okkar og svo voru alveg eins á efri hæðinni hjá okkur. ![]() Stóru börnin að leika sér he he. ![]() Í minigólfinu sem var fyrir neðan hótelið okkar. ![]() Flotta tengdamamma hún Freyja með svakalega flottan ís. ![]() Við skötuhjúin. ![]() Bói fann hreiður á svölunum hjá okkur og fyrst voru bara egg svo rétt áður en við fórum heim voru komnir ungar. ![]() Krúttsprengjurnar Freyja og Embla. ![]() Við fjölskyldan fyrir neðan hótel íbúðina okkar. ![]() Freyja og Bói. Þetta var alveg geggjuð ferð og æðislegur staður mæli alveg hiklaust með því við þá sem hafa ekki farið á Tenerife að fara þangað. Það er stutt að fara allt í dýragarði og vatnagarða það er bara 3 til 4 mín og eins í verslunarmiðstöðina að versla. Mér fannst alveg tilvali að rifja upp þessa mögnuðu ferð núna í skammdeginu og kuldanum til að láta sig dreyma um sumar og sól 17.01.2018 14:42Myndir úr Brúðkaupinu okkar sem var 2015![]() Það er gaman að rifja upp stórkostlega brúðkaupið okkar sem var 2015 inn í Mávahlíð. Ég fékk Bóa og Magga bróðir til að teyma mig niður hlaðið á hesti sem var að hluta til mjög áhættusamt í fína kjólnum og halda sér á baki á hliðinni he he. ![]() Maggi bróðir veitti mér þann heiður að fylgja mér til Emils. ![]() Hér er svo Maggi og Steini svaramennirnir okkar og við að fá hjónavigsluna. ![]() Þá erum við sest saman og nýgift í besta umhverfinu mínu í sveitinni Mávahlíð. ![]() Giftingin fór fram úti í blíðskapar sumar veðri í júní og það var alveg draumi líkast. ![]() Hér er svo brúðarbilinn sem var í eigu vina okkar. Maggi bróðir var bilstjóri. ![]() Hér komum við svo upp í Klif í veisluna. ![]() Skvísurnar í saumaklúbbnum mínum blésu svo sápukúlum yfir okkur. ![]() Svo var skálað. ![]() Gengið inn með börnin. ![]() Þemað var auðvitað bleikt og rollur og hrútar. ![]() Við komin í hásætið okkar. ![]() Tertan var með mynd af lömbum með brúðarslör og slaufu. ![]() Irma vínkona mín var svo æðisleg að aðstoða við að láta stelpurnar okkar syngja man það svo vel með Friðrik Dór og þær bræddu alla. ![]() Benóný fékk auðvitað líka að segja nokkur orð. ![]() Svo var það kakan he he. ![]() Þykir endalaust vænt um þessi tvö þetta er Fríða systir pabba og Helgi maðurinn hennar. ![]() Þessi sprengir alveg krúttskalann hún er æðisleg. ![]() Hér erum við svo fjölskyldan á brúðkaupsdaginn. ![]() Alda Dís og pabbi hennar sáu um tónlistina og hún er án efa besta söngkona Íslands og gerði þetta fullkomið og gæsahúð alla leið. ![]() Bói smiðaði fyrir mig bogann og ég skreytti hann með gerviblómum og svo vorum við með stóran drumb og svo gæru yfir til að fara niður á hné. ![]() Svona var andyrið gæra á gamalli tösku og svo gestabók. ![]() Skreyting úr steinum sem ég átti. ![]() Það var mikið dúllerí hjá mér ég málaði steina á hvert borð og merkti nafnið á þeim sem sat þar. Ég týndi svo hellu grjót og málaði skeifur og skeljar og svo týndi ég hreindýra mosa og límdi hann á helluna líka síðan skel á hvolfi og sett spritt kerti ofan í hana. ![]() Það voru svo hrúta servíettur hjá strákunum og rollu hjá konunum. ![]() Við hvíttuðum girðingastaura og svo heftuðum við bleikar slaufur og dróum band á milli. Það var svo slegið túnið bara eftir því hvernig þetta var og svo áttum við mottur til að hafa sem dregil. ![]() Ég föndraði gestabókina líka sjálf. ![]() Dóra vínkona mín var svo veislustjóri og var alveg æðisleg eins og alltaf. ![]() Svona var borðaskipan ég fékk húsið hjá nágranna mínum honum Einari og svo málaði ég það bleikt og föndraði svo á það. ![]() Mamma aðstoðaði mig inn í stígvélin því kjólinn var svo síður og svo þurfti ég að vera á góðum stígvélum svo ég myndi ekki sökkva í grasið. ![]() Við vínkonurnar. Irma greiddi mér fyrir brúðkaupið og undirbjó bústaðinn hjá Óla og Maju ásamt Maju og þar gistum við í Fróðarhreppnum brúðkaupsnóttina. Þetta var alveg magnaður og ógleymanlegur dagur sem verður í minningu okkar alla ævi. Hér má svo sjá fleiri myndir af undirbúninginum með því að smella hér. Og myndir úr veislunni má svo sjá hér inni í albúmi. 14.01.2018 19:53Flottur vinnu hópur í fjárhúsunum![]() Fengum þetta flotta vinnu fólk með okkur í fjárhúsin á laugardaginn. Þetta eru börnin okkar ásamt frænku og frændum. Birgittu Emý og Alexander Ísar sem eru börn Unnar og Steinars bróðir Emils og svo Bjarki Steinn sem er sonur Þórhöllu og Jóhanns bróðir Emils. Þau stóðu sig svo vel og voru öll svo dugleg. ![]() Freyja ,Bjarki og Birgitta ![]() Freyja og Bói komu með Alexander. Hann var mjög smeikur fyrst við kindurnar en svo kom þetta allt hjá honum og hann gaf eins og hann hafi aldrei gert neitt annað ekkert smá duglegur. ![]() Birgitta búnað finna sína kind hana Snotru og er að gefa henni nammi. ![]() Allir svo duglegir að hjálpast að við að gefa. ![]() Birgitta Emý. ![]() Alexander Ísar. ![]() Bjarki Steinn. ![]() Komin í hesthúsin hér er Birgitta , Embla og Freyja. ![]() Freyja í heybaði. ![]() Birgitta á Sunnu. ![]() Alexander svo kátur með þetta allt saman. ![]() Benóný kátur á Frey. ![]() Bjarki Steinn á Blæ. ![]() Embla á Mána. ![]() Birgitta á Vökli. ![]() Benóný að klappa rollunum hans Sigga. ![]() Allir að perla. ![]() Góður endir á deginum í pizza og brauðstanga gerð. ![]() Það eru svo fleiri myndir af þessum viðburðaríka degi hér inn í albúmi. 14.01.2018 18:39Fjárhúsin í janúar![]() Veturgömlu ![]() Gemlingarnir okkar ![]() Gemlingarnir hjá Sigga í Tungu. ![]() Gemlingarnir hjá Sigga. ![]() Gemlingarnir og veturgömlu búnað fá matinn sinn. ![]() Og rollurnar líka. ![]() Sigga rollur hreyfa sig ekki meðan ég gef mínum og liggja bara í afslöppun. Ég gef í kringum hádegi en hann gefur um kvöldmatarleytið og það er alveg magnað hvað þær samstylla sig þessu og vita alveg að þær fá ekki að borða núna. ![]() Ég að reyna að sópa en það er stundum mjög uppáþrengjandi því allar vilja fá klapp og nudd. ![]() Janúar 2018. Séð inn í Mávahlíð. ![]() Vaíanna er svo rosalega blíð og góð og er gæfust af gemlingunum og hún Embla dóttir mín á hana. Sem er enn skemmtilegra fyrir hana því hún getur farið ofan í kró og knúsað hana. ![]() Ég að fara gefa á jötuna. Við hand gefum allt hjá okkur og finnst mér það mjög gaman og plús það að ég fæ góða líkamsrækt út úr því enda talsvert labb úr hlöðunni að jötunni. Jæja læt þetta gott heita í bili og þið getið skoðað fleiri myndir hér inn í albúmi. 08.01.2018 09:28Þrettándinn og jólin kvödd![]() Flottur hópur á leið á brennuna og fara svo út að sníkja gott í gogginn. Það er sú hefð hér í Ólafsvík að sníkja á þrettándanum en ekki á öskudag eins og er á flestum stöðum á landinu. Við fengum frábært veður og krakkarnir svo spenntir yfir þessu öllu saman. ![]() Á brennunni sáu þau Álfadrottningu og kóng og einnig Grýlu og Leppalúða. ![]() Það var svo líka rosalega flott flugveldasýning. ![]() Hér eru þau svo lögð af stað að sníkja í gogginn. ![]() Þau fengu alveg fullt af nammi svo það þarf ekki að kaupa nammi á næstunni fyrir laugardagana he he. ![]() Rétt fyrir áramót slasaðist Emil út á sjó þegar hann fékk fiskikar ofan á þumalfingur og hér er verið að skipta um umbúðir og er þetta enn mjög viðkvæmt og bólgið og nöglin hangir enn á og má varla koma við hana þá finnur hann rosalega mikið til. Hann verður eitthvað frá vinnu út af þessu þetta tekur sinn tíma að gróa. ![]() Við skelltum okkur suður um daginn með krakkana í bíó. ![]() Það er alltaf mikið sport að fara í bíó. ![]() Benóný og Emil. ![]() Við skelltum okkur auðvitað í heimsókn til Steinars bróðir Emils og hans fjölskyldu. Hér eru þau öll að borða pizzu. Alexander,Freyja,Embla og Birgitta. ![]() Litla frænka þeirra dóttir Steinars og Unnar dafnar vel og stækkar í hvert skipti sem við sjáum hana hún heitir Kamilla Rún og er alveg yndisleg svo glöð og alltaf brosandi. Við kíktum svo líka á Dagbjörtu systir Emils og fjölskylduna hennar og þar var Benóný í essinu sínu að fá að fara í playstation hjá Kjartani og svo náði Kjartan í einhvern geimleik fyrir Benóný sem hann alveg elskar núna. Það er búið að vera mikið geimæði hjá honum núna þennan vetur. Við fjölskyldan erum einmitt búnað fræðast mikið um geiminn. Út frá þessum mikla áhuga hans á sólkerfinu og öllu sem tengist því. Við fórum svo einnig í heimsókn til Fríðu frænku minnar sem er systir pabba og hún og Helgi maðurinn hennar taka alltaf svo vel á móti okkur og gaman að koma til þeirra. ![]() Það er allt frekar rólegt í fjárhúsinu núna við settum hrútana í 3 janúar í sitthvora stíuna svo fer ég með hrút í stíuna hjá veturgömlu á hverjum degi framm til 20 janúar. ![]() Frekar hreyfð mynd en hér er ég með Glám Saum son hans Sigga að leita í veturgömlu hann er mjög þægilegur og stylltur við mig. ![]() Embla vinnukonan mín svo dugleg að hjálpa mömmu sinni að sópa grindurnar og gefa. Þær eru svo margar spakar hjá okkur að stundum erum við í vandræðum að sópa þvi þær eru svo uppáþrengjandi að láta klappa sér og nudda á sér bakið en auðvitað er ég búnað koma þeim upp á það. Annars væri þetta ekki eins gaman því það er svo gott að hafa þær svona gæfar og mikla karekta. Hrafna er uppáhaldið hjá Emblu og hún fær sér alltaf smá rollu bak og Hrafna kippir sér ekkert upp við það. Hrafna fylgir mér alla króna þegar ég er að sópa og ýtir á mig og stundum verð ég að ýta henni frá svo ég nái að sópa því hún stígur alltaf ofan á heyið sem ég er að sópa. Yndislegri kind hef ég ekki kynnst þó margar séu gæfar er þó engin eins og hún. Ég er líka svo stolt af henni Emblu minni hvað hún elskar að kom með mér að gefa og eins er hún hugfangin að því að fara í hesthúsin líka með Jóhönnu frænku sinni. 03.01.2018 09:11Gleðilegt ár og takk fyrir það liðnaKæru vinir við óskum ykkur Gleðilegt nýtt ár og þökkum fyrir það liðna. Með ósk um að þið eigið í vændum æðislegt og spennandi nýtt ár. Mig langar til að gera smá upprifjun á árinu sem var að líða hjá okkur fjölskyldunni. Af sauðfjárræktinni 2017 þá var frjósemin mjög góð og það var fósturtalið í febrúar og þá fengum við okkar fyrstu fjórlembu en það höfum við aldrei fengið áður. ![]() Ég rakst svo á gamlar blaðageinar frá lífinu í Mávahlíðinni í gegnum smölun veiði og fleira og það var mjög gaman að sjá það og þið getið séð það blogg hér með þvi að smella hér. ![]() Í endaðan janúar fór ég út fyrir þægindarammann og tók þátt í Þorrablóts nefndinni og lék í Þorrablótinu í Ólafsvík og það var rosalega skemmtileg upplifun enda var þetta mjög skemmtilegur hópur og maður kynntist fólki sem maður þekkti ekki áður. ![]() Í mars varð Embla Marína okkar 6 ára og fékk hesta hjálm og beisli í afmælisgjöf og í framhaldi af því fór hún svo á reiðnámskeið. Í apríl gerðist langþráður draumur að veruleika að fara loksins í smá sveitaferð að vetri til og heimsækja Ágúst bróðir og Írisi konu hans og dóttir Dalíu Sif á Felli á Breiðdalsvík og í leið okkar þangað stoppuðum við í eina nótt hjá góðvinum okkar Birgittu og Þórði á Möðruvöllum og þar fékk ég annan draum uppfylltan að fá að sjá kindurnar hennar að vetri til það var alveg æðislegt. ![]() Hér er mynd af Emblu og Dalíu með geiturnar á Felli. ![]() Heimsóknin okkar til Birgittu og Þórðar var alveg æðisleg og þau svo gestrisinn að hýsa okkur eina nótt sem var mjög dýrmætur og skemmtilegur tími. ![]() Benóný fékk ósk sína uppfyllta að fara í sundlaugina á Höfn á Hornafirði svo hann getur strokað hana út af listanum sínum. ![]() Embla lærði að hjóla og Benóný líka. Sauðburður hófst svo í Maí og gekk mjög vel og þetta var frekar mikið gimbra ár og loksins fékk ég nokkrar mórauðar gimbrar. Embla útskrifaðist af leikskólanum. ![]() Við keyptum okkur hjólhýsi sem var alveg óvænt og skemmtilegt. Fórum fyrstu útileguna í Reykjavík og það byrjaði frekar brösulega það fauk önnur topp lúgan af svo við þurftum að fjárfesta í nýrri en svo tók við bara mjög skemmtilegt sumar og við fórum fyrstu almennilegu útileguna með góðu vinafólki okkar á Hvammstanga og það var rosalega gaman svo tók við Varmaland með fjölskyldunni hans Emils bróðir hans og fjölskyldu og mömmu hans Freyju og Bóa. Við fórum svo á Akureyri um versunarmannahelgina og áttum frábæran tíma þar og svo fórum við á Apavatn með bróðir Emils honum Jóhanni og fjölskyldu og Freyja og Bói komu líka þangað og Benóný átti afmæli í þeirri útilegu og varð 8 ára. ![]() Hjólhýsið okkar. ![]() Benóný fékk aðra ósk uppfyllta að fara loksins í nýju rennibrautina á Akureyri og það var langþráður draumur enda var hann búnað fylgjast með henni frá því að teikningar komu að rennibrautinni. ![]() Krakkarnir fengu ógleymanlegar minningar þetta sumar og frábært veður á Akureyri á flotta tjaldstæðinu í Kjarnaskógi. ![]() Útilega á Apavatni. ![]() Önnur sundlaug sem hægt er að strika út af listanum hjá Benóný en það var sundlaugin á Borg og hann ætlaði ekki að vilja fara í hana en svo þegar við fengum hann til að fara fannst honum hún æðisleg. ![]() Kakan hans Benóný þegar hann var 8 ára 19 ágúst og auðvitað varð það rennibrautakaka. ![]() Embla Marína byrjaði í skólanum og hér eru þau að fara saman fyrsta skóladaginn. ![]() Í september var smalað og það gekk vel fyrir sig nema ég held að ég hafi aldrei fengið eins góða þjálfun því ég fór upp á Búlandshöfða alls 4 sinnum og niður aftur og undir hann að leita af Móru og hennar gengi og þá kom í ljós að hún bæði stakk mig af og svo var hún í felum og ég labbaði fram hjá henni. En þetta var bara gaman og plús fyrir mig að komast í gott form. ![]() Við fengum bikar fyrir besta veturgamla mislita hrútinn í ár 2017. Fyrir Ask sem er undan Kalda sæðishrút og Brælu sem er undan Bekra sæðishrút. ![]() Hér er svo Emil með bikarinn fyrir besta kollótta veturgamla 2017. Hann er undan Magna sæðishrút og við keyptum hann af Laugu og Eybergi sem lambhrút. ![]() Héraðssýning lambhrúta var haldin á Hömrum hjá Bárði og Dóru og þau fengu Farandsskjöldinn fyrir besta hrútinn á sýningunni alveg glæsilegt hjá þeim. Þetta var mjög skemmtileg sýning við vorum með bleikt þema og lambahappdrætti sem var mjög góð þátttaka í og allir skemmtu sér mjög vel. ![]() Ásettningurinn okkar var rosalega flottur í ár enda ætlaði ég að fækka og gerði það við lóguðum slatta rollum en svo voru bara svo fallegar gimbrar sem ég gat ekki staðist að setja á. Við fengum tvær með 19 í læri og mesti ómvöðvinn var 37. ![]() Setjum tvo lambhrúta á einn undan Máv sem er 88,5 stig og svo undan Ísak sem er 86 stig. ![]() Mávur okkar var svo tekinn á sæðingarstöðina í haust og var þar langþráður draumur og afrek að veruleika að koma hrút inn á sæðingarstöð. Við fengum svo þær gleðifréttir að hann varð vinsælasti hrúturinn á stöðinni ár og var mest notaður. ![]() Freyja Naómí varð 5 ára 12 desember og hér er hún og Bjarki frændi hennar að halda 5 ára afmælin sín saman. ![]() Aðfangadagur var frábær með fjölskyldunni. ![]() Áramótin voru líka æðisleg með fjölskyldunni og gaman að koma allir saman. ![]() Fengitíminn gekk vel. Bói hætti með okkur í rollunum í haust og við tókum við hans rollum svo það var aðeins meiri vinna í fengitímanum í ár enda munar um hans vinnu hann er svo rosalega drífandi og duglegur en hann var þó ekki alveg laus við fáum að hóa í hann ef okkur vantar he he og enda hefur hann bara gaman af því. Fengitíminn gekk samt mjög vel og ég komst fljótt upp á lagið að fara með þessi ferlíki og leiða þá á réttar kindur. Jóhanna sem er með okkur í húsum lenti í þeim leiðindum að hún er að vinna í fiskiðjunni Bylgjunni og henni var sagt upp í byrjun desember og það hefur ekki verið nein vinna hjá henni og ég naut góðs af því og gat tekið hana með mér í fjárhúsin allann desember til að aðstoða mig við sæðingarnar og tilhleypingarnar. Ég sæddi 31 ær. 6 fyrir Sigga í Tungu og þær héldu allar. 2 fyrir Jóhönnu og þær héldu. 23 fyrir mig og 18 héldu. Samkvæmt þessu eigum við að fá lömb úr öllum hrútunum sem ég notaði. Siggi fær úr Bjart, Móra, Klett og Berg. Jóhanna fær úr Móra og Berg. Við Emil fáum úr Móra, Klett, Gutta, Bjart, Dranga og Tvist. Af þessu sem gekk upp voru tvær sem ég sæddi bara að ganni ég var nánast viss um að þær gengu upp því þær voru byrjaðar að blæsma snemma um morguninn fyrir daginn sem ég sæddi. 2 gengu upp sem fengu með Dranga og svo voru hinar 3 sem gengu upp fengu með Bjarti. Ég er annars bara mjög ánægð hvað þetta er stórt hlutfall sem heldur. Jæja nú er komið í ljós hversu marga hrúta ég notaði og hversu margar ær hver fékk. Alls notuðum við Emil á okkar kindur 23 hrúta með sæðishrútunum. Gutti sæðishrútur fékk 3 ær Móri sæðishrútur fékk 3 ær hjá mér og 1 hjá Jóhönnu og 1 hjá Sigga Bergur sæðishrútur fékk 2 hjá mér 2 hjá Sigga og 1 hjá Jóhönnu Klettur sæðishrútur fékk 3 hjá mér 1 hjá Sigga Tvistur sæðishrútur fékk 2 Drangi sæðishrútur fékk 1 Bjartur sæðishrútur fékk 4 hjá mér og 2 hjá Sigga Partur hans Bárðar fékk 2 Móflekkur hans Bárðar fékk 3 Svarflekkur hans Bárðar fékk 2 Skjöldur hans Bárðar fékk 1 Bónus hans Bárðar fékk 1 Tinni hans Gumma Óla fékk 3 Svanur Máv sonur okkar fékk 11 Hlúnkur Máv sonur Sigga fékk 4 Glámur Sigga fékk 4 Kraftur Ísak sonur okkar fékk 6 Grettir Máv sonur Sigga fékk 6 Ísak fékk 6 Móri Sigga fékk 5 Askur okkar fékk 7 Kaldnasi kollótti okkar fékk 3 Láfi hans Óla í Ólafsvík fékk 1 hjá okkur og 1 hjá Jóhönnu. Já það er nokkuð ljóst að þetta verður spennandi í vor og nú tekur bara við næsti spenningur sem verður fósturvisi talningin í febrúar. ![]() Jæja en og aftur Gleðilegt ár og hlökkum til að njóta þess með ykkur og deila minningum og búa til minningar hér á síðunni og njóta þess að fá innlitið og kommenntin ykkar sem er svo gaman að lesa. Held ég sé búnað taka þetta helsta saman sem átti sér stað á árinu. 29.12.2017 20:44Gleðileg JólGleðileg jól kæru vinir og ég vona að allir hafi átt jafn frábær jól og við. Við áttum yndisleg jól saman í faðmi fjölskyldunnar. Við vorum heima hjá okkur og Freyja mamma Emils og Bói maðurinn hennar, Hulda mamma mín og Jóhanna frænka Emils voru hjá okkur. Við hjálpuðumst að við Emil fórum snemma í fjárhúsin og Jóhanna sá um að útbúa matinn á meðan og hugsa um krakkana. Það komu svo allir saman og hjálpuðust að til að gera jólin og jólamatinn eins frábæran og hann var þetta var svo kósý og æðislegt. Við vorum með létt reyktan lambahrygg og svínahamborgarhrygg í matinn. Mér finnst létt reykti lambahryggurinn alltaf geggjaður og með því besta sem ég fæ enda lambakjöt he he það stendur alltaf fyrir sínu. Við óskum ykkur öllum Gleðilegra jóla og takk kærlega fyrir árið sem er að líða og innlitið og kommenntin hér á síðuna okkar. ![]() Krakkarnir orðnir heldur betur spenntir að bíða eftir jólunum. ![]() Í náttfötunum fyrir aðfangadag. ![]() Við erum með lifandi jólatré og Emil fór með krakkana að velja tré í ár og þau fengu rosalega stórt og fallegt tré. ![]() Börnin okkar Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naómí. Besta gjöf í heimi. ![]() Með ömmu Huldu. ![]() Við fjölskyldan saman. ![]() Freyja og Bói. ![]() Jóhanna og Freyja. ![]() Alveg yndislegt að sjá og upplifa gleðina hjá börnunum þau voru svo hamingjusöm. Það eru svo fleiri myndir af aðfangadag hér inn í albúmi. ![]() Á jóladag var jólaboð hjá mömmu. ![]() Hér er hún með skvísurnar mínar. ![]() Á annan í jólum var hangikjöt hjá Jóhönnu frænku Emils. Hér er Embla og Freyja og Bjarki frændi þeirra. ![]() Benóný að prófa nýju snjóþotuna sem var í risa pakkanum um jólin. ![]() Bjuggum til snjóhús í sveitinni hjá ömmu og afa. Það eru svo fleiri myndir af jólaboðinu hjá mömmu og hangikjötinu hjá Jóhönnu hér inn í ![]() Fengitíminn er í hámarki og er að taka enda. Seinasta rollan gekk núna 28 des og nú fer að líða að því að sjá hverjar halda úr sæðingunum og vonandi halda sem flestar. Hér er hann Svanur Máv sonur að sinna sínu starfi. Það var svo frábærar fréttir fyrir okkur að Mávur sem við sendum á sæðingarstöð varð mest notaði hrúturinn á stöðinni núna 2017. Það kom skemmtilega að óvart og okkur finnst það rosalega mikill heiður bæði að hafa komið hrút inn á stöð og hvað þá að hann yrði líka vinsælasti hrúturinn það er æðislegt og vonum framar. ![]() Hér er linkur inn á síðu hjá Búnaðarsambandinu um greininna um notkun sæðishrútana. Ég fékk mér virðisaukanúmer til að geta haldið gæðastýringunni enda er ég með 89 kindur alls með hrútum og ætla bara vera mjög jákvæð með að sauðfjárræktin fari aftur á uppleið og halda áfram í þeirri trú að þetta sé komið til að vera hjá okkur enda gengur þetta svo vel og það er alltaf gaman að hafa áhuga og metnað fyrir því sem maður elskar að gera og sjá vinnuna á bak við það skila góðum árangri. ![]() Stelpurnar elska að koma með mömmu sinni í fjárhúsin og hér eru þær að spjalla við vinkonur sínar Hröfnu og Möggu Lóu. ![]() Alltaf gaman að finna svakalega stóran klaka fyrir utan fjárhúsin. ![]() Hestarnir voru teknir inn rétt fyrir jól. ![]() Embla er svo huguð og mikil hestastelpa að hún er alveg alsæl að þeir séu komnir inn og missir ekki af því að fá að fara með Jóhönnu frænku sinni í hesthúsin og eins hefur hún komið með mér öll jólin inn í fjárhús og er svo dugleg að hjálpa til við að gefa og allt sem tengist því sem þarf að gera. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu. 17.12.2017 21:155 ára afmæli Freyju Naómí![]() Freyja Naómí okkar varð 5 ára þann 12 Desember. Hún er ekta jólabarn og syngur allann Desember jólalögin sem eru hennar uppáhalds lög. Hún var svo spennt að bíða eftir að afmælið hennar kæmi að hún er búnað telja niður síðan í byrjun nóvermber. Freyja er mjög dugleg stelpa og hjálpfús og gerir allt fyrir alla. Feimin og pínu lítil í sér en mikil grallari og elskar að láta atast í sér. Elskar dúkkur og fékk eina slíka frá okkur í afmælisgjöf og getur dundað sér við að leika með hana lon og don. Alveg yndisleg. ![]() Orðin afmælis fín og tilbúin í afmælis fjör með Bjarka Stein frænda sínum en þau héldu afmælið sitt saman í íþróttahúsinu. ![]() Kakan þeirra var Gurra Grís og Hvolpasveit. ![]() Stórfiska leikur í afmællinu. ![]() Frændsystkynin hér saman að fara blása á kertið og syngja afmælis sönginn. ![]() Allir að borða. ![]() Alsæl með gjafirnar eftir daginn. Það eru svo fleiri myndir af afmælinu hér inn í albúmi. ![]() Fengi tími er genginn í garð í fjárhúsunum hér er Embla og Aníta vinkona hennar með mér í fjárhúsunum. Við byrjuðum að hleypa til 12 Desember á afmælis deginum hennar Freyju. Það voru 10 að ganga þá. Emil fór með 7 í kerru til Bárðar á Hömrum og fékk að setja í Part, Flekkóttan og svo móflekkóttan hrút. Hinar fengu með hrútum hjá okkur. Ég byrjaði svo að sæða 13 Desember og þá voru 5 að ganga ein hjá Sigga og 4 hjá mér og þær sæddi ég með Bjart. 14. Desember sæddi ég með Dranga, Tvist og Móra kollótta. 15. Desember sæddi ég með Klett, Móra, Gutta, Bjart og Berg. Alls sæddi ég 6 fyrir Sigga 2 fyrir Jóhönnu og 23 fyrir mig. Svo nú er bara krossa fingur að þær haldi. 15. Desember var svakalega stór dagur þá gengu 19 svo þetta voru bara þrír dagar sem ég sæddi. Svo nú tekur við þetta náttúrulega að leiða hrútana í þær. Ég fékk lánaðan hrút hjá Gumma Óla í Ólafsvík sem er undan Dreka svo ég held að ég eigi eftir að slá metið hjá mér í að nota mjög mikið af hrútum. Hann fékk að fara á þrjár kindur. Það voru 8 að ganga í dag svo þetta gengur bara nokkuð hratt yfir. Ég hef líka verið svo heppin að Jóhanna hefur verið í fríi svo hún hefur komið með mér á hverjum degi og hjálpað mér enda ekkert smá mál að fara með þessa stóru hrúta og leita og hleypa svo til þeirra sem eru að blæsma. Ég er oft í loft köstunum á eftir þeim eða þeir rykkja mér á rassgatið þegar ég reyni að halda í þá he he. Með sæðingunum eru 43 fengnar. ![]() Benóný að klappa Urði. ![]() Búið að skipta niður í kró það sem átti að sæða. 07.12.2017 11:37Búið að rýja rollurnar og taka þær alveg inn.![]() Guðmundur Þór frá Búðardal kom til okkar á fimmtudaginn 30 nóvember. ![]() Hann var skotfljótur að þessu. Búnað vera hjá Bárði á Hömrum um morguninn og svo kom hann til okkar um 4 leytið og var búinn um 11 leytið ekkert smá harka og dugnaður í honum og fer svo í annan eins dag ef ekki lengri næstu daga. ![]() Jæja nú eru allar komnar á sinn stað gemlingarnir eru úti i enda svo eru veturgömlu hér sér það hefur sýnt sig seinustu ár að frjósemin þeirra verður betri ef þær eru sér og fá eins mikið og þær vilja að éta. Eins og þið sjáið þá erum við með okkar sérmóníur að skilja eftir á rassgatinu ullina og kviðnum og finnst okkur það virka vel. Siggi byrjaði að gera þetta við gemlingana sína fyrst og við tókum alltaf allt af okkar og það var auðséð að hans urðu miklu þroskumeiri og fallegri en okkar svo við tókum þessa hefð upp hjá honum. Það getur líka verið kalt í húsunum og þá sleppur maður alveg við að þurfa plasta yfir sem við þurftum oft að gera þegar við tókum allt af og þá varð vinnan eftir það við að hreinsa grindurnar erfið og mikil. Við skyldum alltaf ullina eftir á gömlu rollunum og tókum allt af ungu en núna skiljum við eftir á öllum. Svo eru þær með smá vörn á vorin fyrir júgrin ef það verður kalt vor. ![]() Gemlingarnir. ![]() Gemlingarnir hjá Sigga í Tungu. ![]() Þessi gemlingur er frá mér og var vel sáttur við nýju klippinguna. ![]() Mávsynir frá Sigga og mér bíða í eftirvæntingu eftir fengitímanum. Ég ætla að byrja að sæða í næstu viku og byrja svo um næstu helgina að hleypa til. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu. Flettingar í dag: 1374 Gestir í dag: 54 Flettingar í gær: 1632 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 2652680 Samtals gestir: 89677 Tölur uppfærðar: 27.11.2025 23:48:58 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is