Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

20.07.2017 01:32

Ólafsvíkurvaka,útilega og heyskapur

Það var vel skreytt hjá okkur á Ólafsvíkurvökunni og tók gula hverfið virkan þátt í að
hópast saman og skreyta.
Húsið okkar.
Þessi vaktil mikla athygli hjá okkur.
Götugrillið
Birgitta og Embla flottar frænkur.
Öll hverfin mætt í Sjómannagarðinn.
Flott fjölskylda Steinar bróðir Emils, Unnur og börnin þeirra Alexander Ísar og Birgitta
Emý og svo eitt kríli í maganum sem er væntanlegt í september.
Við unnum best skreytta hverfið.
Daníel og Karítas svo sæt.
Þessi gengur alltaf og hrekkur í gang.
Siggi búnað slá og er að snúa.
Verið að heyja inn í Tungu í byrjun júlí.
Undan Eik og Móra.
Undan Flekk frá Bárði og Hrímu hennar Jóhönnu þrílembingar.
Dúfa hennar Jóhönnu með hrútana sína.
Míranda með lömbin sín.
Byrjað að slá í Fögruhlíð.
Verið að rúlla inn í Tungu.
Göngutúr upp í Dal fyrir ofan Krókabrekkuna.
Mjög fallegt þar.
Æðislegt veður sem við fengum.
Embla Marína.
Freyja Naómí.
Keyptum okkur koju hjólhýsi í júní og hér erum við á Hvammstanga í fyrstu alvöru
útilegunni.
Stuð hjá krökkunum að horfa á mynd í rigningunni.
Benóný alveg að fíla að vera í útilegu. Það var farið í sund á Hvammstanga og Blöndósi.
Hann og Hrannar vinur hans voru alveg óstöðvandi í rennibrautunum.
Embla að hafa það kósý.
Verið að flétta Bændablaðinu hverju öðru he he.
Búið að grilla og kósý. Við áttum æðislega helgi með frábæru fólki í útilegu. Það var 
rosalega gaman krökkunum fannst þetta æði og náðu svo vel saman við krakkana hjá
vinafólki okkar og svo spiluðum við á kvöldin og spjölluðum. Svo við bíðum spennt 
eftir að geta klárað að heyja og leggja svo aftur af stað í útilegu.

Jæja þá er þessu upprifjunar bloggi lokið og næst á dagskrá verður rollu rúnturinn en hann
fer að hefjast fljótlega eftir að þessari rigningu fer að ljúka.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.


20.07.2017 01:20

Meiri sauðburður

Salka fékk með Ask sem er golsóttur og hún kom með golsubíldótt og botnuflekkótt.
Askur er reyndar golsubotnóttur og þess vegna kemur þessi litaflóra hjá honum.
Féið hefur það gott í túninu hjá Sigga áður en því er alveg sleppt út.
Snædrottning gemlingur með risa hrútinn sinn sem tók mig dágóðan tíma að ná út.
Jökullinn í nærsýn.
Næla með sæðinga undan Burkna.
Eldibrandur hans Sigga.

Það eru svo fleiri myndir af þessum kafla hér inn í albúmi.

20.07.2017 01:03

Sauðburður hálnaður

Golsótt á golsótt hefði maður haldið að væri garenterað golsótt en nei fékk bara bíldugolsótt.
Hrútar frá Jóhönnu undan Dúfu og Kaldnasa kollóttir.
Ein nýborin
Sérstakur þessi hann er eins og hann sé golsukolóttur. Þetta eru tveir hrútar undan Tinna 
sæðishrút.
Frenja með vænar gimbrar undan Máv.
Sérstakur litur á gimbur hjá Sigga
Hjá Sigga flekkótt.
Grána hans Sigga með lömb held ég undan Bekra sæðishrút.
Botnleðja með þrílembinga undan Zorró.
Verið að klaufsnyrta.
Rjúpa með lömbin sín undan Vin sæðishrút. Þau báru af hvað þau voru þykk og flott.

Það eru svo fleiri myndir af þessum hluta hér inn í albúmi.



20.07.2017 00:47

Sauðburðar myndir 2017

Anna með sæðinga undan Burkna.
Mikið stuð í hlöðunni hjá Bárði og Dóru inn á Hömrum.
Með heimaling hjá Bárði.
Embla og Messý.
Magga Lóa með tvær gimbrar undan Ask.
Börnin okkar Benóný Ísak , Freyja Naómí og Embla Marína.
Falleg gimbur undan Móheiði og Kaldnasa.
Falleg gimbur undan Möggu Lóu.
Hin á móti.
Hin gimbrin hennar Móheiðar.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

20.07.2017 00:39

Gamlar vetra myndir frá apríl

Snæfellsjökull alltaf jafn fallegur mér leiðst aldrei að mynda hann frá þessu sjónarhorni frá
Mávahlíð.
Verið að renna sér í Fögruhlíð.
Svaka stuð í brekkunni hjá Bústaðnum hans Snorra.
Við hjónin á leið á Þorrablótið.

Það kemur svona smátt og smátt gamalt efni þvi talvan hrundi hjá mér en snillingurinn hann 
Steinar bróðir Emils tókst að redda þessu öllu fyrir mig og ná öllum myndunum.

21.06.2017 13:08

Embla útskrifast af leikskólanum og Benóný klárar 2 bekk

Embla Marína útskrifast af leikskólanum Krílakoti.
Hér er flotti útskriftarhópurinn.
Embla með flottu myndina sem hún málaði sjálf.
Flottar útskriftar vínkonur Aníta Sif og Embla Marina.
Benóný útskrifast úr öðrum bekk.

Það eru svo myndir af útskriftinni hér

Smá upprifjunar saga úr leikskólanum.

Hér er Embla á Stubbakoti.
Á stubbakoti 3 ára með Konrad sem á afmæli sama dag og hún 28 mars.
Með Anítu bestu vínkonu sinni.
Hér er önnur sæt af þeim vínkonunum.
Í gönguferð á leikskólanum.
Svo mikið krútt.
Fána dagur í tilefni 17 júní hérna er Embla og Eiríkur.
4 ára afmæli á Gulu deildinni
Að búa til piparkökur á Stubbakoti.
Með Freydísi vínkonu sinni að búa til pizzu.
Freydís og Embla flottar vínkonur á skóla lóðinni.
Embla og Ari svo góðir vinir.
Embla og Eiríkur Elías
Hópmynd
flottur hópur
Grímuball
Meiri grímuballsmyndir
Svo gaman hjá þeim.
Pabba morgunmatur.
Snúðaskokk.
Embla og Freydís
4 ára afmæli
Svo falleg stelpa.
Ís ferð í sjoppuna.
Náttfatadagur og bangsa svo kósý.
Páskar.
5 ára afmæli.
Rútuferð.
Bíó miðar.
Þorrablót.
Útskriftarferð og fékk að mjólka belju svaka stuð.
6 ára afmæli.
Af gulu deildinni bleika slaufan.
Gönguferð.
Róla.
Gönguferð.
Skólaheimsókn.
Slá köttinn úr tunnunni.
O þetta er aldeilis búið að vera skemmtilegur tími hjá prinsessunni okkar eiga allar þessar
skemmtilegu minningar um þennan tíma á leikskólanum og eiga myndir af því svo næst
tekur alvaran við að fara í skóla í haust.

Hér inn í albúmi má svo sjá fleiri leikskóla myndir.

20.06.2017 17:00

Loksins smá Sauðburðarblogg

Komiði sæl kæru vinir langt síðan hefur heyrst eitthvað af sauðburði hér hjá okkur.
En það er góð ástæða fyrir
því að talvan okkar hrundi í maí og ég fór alveg í þunglyndi yfir því að ég væri búnað tapa
öllum sauðburðar myndunum mínum en sem betur fer gat bróðir hans Emils hann Steinar
reddað tölvunni fyrir mig og náð myndunum úr henni en ég á eftir að fá þær til mín.

Já ég veit þið trúið því ekki hvað mér er búið að líða illa og iða í skinninu að geta ekki
verið búnað henda inn sauðburðar myndum það var bara alveg vængbrot fyrir mig enda
svo stór hluti af lífi mínu sem felst í sauðburðinum í maí mánuði og frétta veitunni að
setja það hér inn og myndir með því en til allra lukku mun það koma hér inn en bara
svolítið mikið á eftir áætlun.

Sauðburður byrjaði skart og það var nóg að gera. Þrílemburnar voru mikið að koma með eitt úldið en það voru 3  sem komu með tvö lifandi og 1 úldið. Skvísa fjórlemban kom með öll
fjögur en fyrsta lambið kom dautt og hefur bara drukknað í burðinum en hún kom með 3 lifandi en eitt fékk slefsýki og drapst svo það varð 2 vandamálum færra og hún gengur bara með 2 sem er bara fínt.

Ein var sónuð með 2 en kom með 3 og ein sónuð með 1 og kom með 2 svo við græddum 2 auka lömb. Einn gemlingur var sónaður með 2 en kom með annað úldið og hjá Jóhönnu komu tvær þrílembur með 1 úldið og líka hjá Sigga í Tungu 2 þrílembur með 1 úldið svo það er ótrúlega stórt hlutfall í húsunum að svona margar séu með úldið og mikið af þeim þrílembur.
1 ær drapst á burði hún fékk doða og við tókum eftir því of seint og náðum ekki
að bjarga henni en við gátum vanið bæði lömbin undir sem hún átti.

Ein þurfti að fara í keisara því það var snúið upp á legið á henni. Það tókst vel að ná lambinu
en það var dautt en við náðum að venja undir hana tvo lömb.

Á sauðburði drapst 1 gimbur 6 hrútar og 5 fóstur alls 12 dauð.

Lifandi lömb eru 148

79 gimbrar

69 hrútar

Hlutfallið milli gimbra og hrúta er ansi jafnt en gimbranar eru í meirihluta þetta árið svo
erfitt verður valið í haust.

Þó bætist við að við höfum verið að gefa nokkrum einspena rollum séns og er það orðið
vandamál en vandamál sem hefur gengið vel því það var vanið undan þeim öllum nema
einni og eins þrílemburnar fóru allar bara með 2 lömb á fjall.

Með þessum einspena rollum og öðrum eldri verða allavega 11 ær sem þarf að lóa í haust
svo það verður eitthvað hægt að setja á í staðinn.

Af litum að segja þá ætlaði ég mér að fá gráa gimbur en það hafðist ekki ég fékk bara
gráa hrúta. Ég ætlaði mér svo að fá mikið af golsóttu undan honum Ask því hann er
golsóttur sjálfur en Nei ég notaði hann á golsóttar kindur og fékk ekki einu sinni golsótt
heldur bara flekkótt og golsubíldótt svo þessi þrælskipulagða litar áættlun gekk ekki
eins vel og ég ætlaði mér. Ég fékk eina golsótta gimbur og einn golsóttan hrút.

Askur sá golsótti er botnugolsóttur og það er örugglega þess vegna sem það kemur
ekki hrein golsótt undan honum og golsóttum ám en hann gaf alla liti hvitt, flekkótt
svarbotnótt og golsubíldótt.

Kaldnasi sá kollótti var alveg draumur ég fékk fullt af móflekkóttu undan honum og svo
alhvítt og það voru mjög þroskamikil lömb og falleg.

Móri hans Sigga gaf okkur fullt af mórauðum lömbum og ég fékk loksins 6 mórauðar
gimbrar og eina mórauða undan Malla sæðishrút. Fékk svo líka eina móbotnótta undan
Móra.

Einbúi er veturgamal undan Ísak og ég notaði hann bara á tvær kindur og önnur þeirra
var geld með samgróninga en hin kom með 2 hún Hosa og það eru tveir svakalega
fallegir flekkóttir hrútar arnhöfðóttir sem ég er mjög spennt fyrir að sjá í haust.
Bárður notaði Einbúa mikið svo það fæst vonandi einhver reynsla á hann í haust.

Hér er svo smá upptalning af lambafjölda frá hverjum hrút.

Tinni sæðishrútur á 2 hrúta
VInur sæðishrútur á 2 gimbrar og 2 hrúta
Borkó sæðishrútur á 1 gimbra og 1 hrút
Bekri sæðishrútur á 3 hrúta
Malli sæðishrútur á 3 gimbrar og 2 hrúta
Burkni sæðishrútur á 4 gimbrar og 2 hrúta

Flekkur hans Bárðar 3 gimbrar og 4 hrúta
Partur hans Bárðar 5 gimbrar
Korri 5 gimbrar og 5 hrúta
Móri 7 gimbrar og 3 hrúta
Glámur 5 gimbrar og 2 hrúta
Grettir 7 gimbrar og 5 hrúta
Einbúi 2 hrúta
Kaldnasi 7 gimbrar og 2 hrúta
Askur 9 gimbrar og 8 hrúta
Zorró 9 gimbrar og 8 hrúta
Mávur 8 gimbrar og 10 hrúta
Ísak 4 gimbrar og 8 hrúta

Þá er þetta upp talið í fljótu. Við slepptum út hrútunum 6 maí í túnið og 13 maí fóru
fyrstu lambærnar á tún og 20 maí slepptum við alveg út úr girðingu og út í haga.

Af sæðingunum að segja þá voru það sæðingarnir undan Vin sæðishrút sem sköruðu
fram úr í fegurð og vænleika bæði hjá mér og hjá Sigga í Tungu síðan voru lömbin
undan Máv okkar líka áberandi falleg og þétt svo þetta verður spennandi að fylgjast
með þeim dafna í sumar og fram á haust.

Hér er Mírranda forystu ær með lömbin sín undan Ask.
Gæfa gemlingur með lömbin sín undan Flekk.
Eldey með mórauðu gimbranar sínar.
Magga lóa með golsóttu gimbrina sína.
Hin gimbrin hennar Möggu Lóu botnuflekkótt.
h
Hér má sjá hluta af móflekkóttu lömbunum.
Freyja, Embla og Aníta vínkona þeirra með lamb sem missti mömmu sína hana Snædísi
en hún fékk doða. Þetta lamb var svo vanið fljótlega undir aðra ær.
Djásn með lömbin sín undan Zorró.
Verið að fara bera áburðinn á í Tungu.
Hér er eitt móbíldótt frá Jóhönnu.
Hér fara nokkrar út Hexía sem er hér til vinstri var sónuð með eitt en kom með 2 og hún
er með golsóttan hrút og svarbotnóttan hrút undan Ask golsótta hrútnum.
Hrafna með hrútana sína undan Máv einn alveg hyrndan og einn kollóttan.
Hrafna gekk upp hún átti að fá með Kaldnasa en fékk svo með Máv í uppgöngunni.
Arena bar næst seinust eða 4 júní.
Orabora bar seinust 8 júní og þá er sauðburði lokið 2017.
Embla Marína okkar er orðin svo dugleg að vera á hestbaki hér er hún að æfa sig með
Jóhönnu á hestinum hennar Sunnu.

Hér er Skoppa með lömbin sín undan Glám. Því miður rakst ég á gimbrina hennar dauða
í fyrra dag fyrir neðan Búlandshöfða en ég veit ekki hvað hefur skeð fyrir hana mjög
líklega hefur verið keyrt á hana en ég mun væntanlega ekki komast að því hvað hafi skeð.
Hún gæti líka hafa lent í einhverju öðru en hrafninn var búnað komast í hana og þess
vegna sá ég hana annars hefði ég ekki ákveðið að fara kíkja þarna niður eftir nema það
að ég sá hrafninn og mávinn vera svo nálægt kindunum sem voru þarna.

Jæja það eru fleiri myndir hér inn í albúmi bara af restinni af sauðburðinum en hinar
myndirnar munu koma inn við fyrsta tækifæri eða leið og ég fæ þær aftur.




04.05.2017 20:36

Sauðburður hafinn í Tungu

Jæja þá er biðin loksins á enda. Ég reyndar var ekki viðstödd en Siggi tók á móti fyrstu lömbunum hjá okkur en það voru sæðis lömb undan Bifröst gemling, hún var með hrút og gimbur undan Vin sæðishrút og allt gekk vel. Þetta gerðist í gærkveldi um 7 leytið.

Síðan þá hefur ekkert skeð og ég bíð en í eftirvæntingu eftir að verða vitni að fyrsta burðinum hjá mér þetta árið he he.

Hér er hún Bifröst hún er undan Dröfn og Ísak.

Stelpurnar komu að skoða fyrstu lömbin hér eru Freyja, Embla og vínkona hennar Freydís.

Benóný kom líka að skoða lömbin.

Það eru nú margar orðnar nokkuð burðarlegar og alveg að sprínga þegar þær eru

búnað éta. Jæja það hlýtur að fara gerast eitthvað meira í nótt. Látum þetta duga þangað

til fleiri koma.

02.05.2017 20:19

Sauðburður hafinn hjá Gumma Óla og Bárði og Dóru Hömrum

Spennan alveg að drepa mig þessa seinustu daga fyrir burð en fyrsta á tal hjá okkur 5 maí en gæti þó orðið eitthvað fyrr því 2 eiga tal 5 svo koma 3 þrílembur sem eiga tal 7 maí ásamt 5 sem eru tvílembdar.


Ég verð þó bara að láta það duga fyrir mig í bili að fara heimsækja aðra sem eru komnir með lömb svo ég fái nú aðeins smjörþefinn af því.


Hér eru lömb hjá Gumma undan Dreka sæðishrút. Þetta er ásettnings gimbur segir Gummi

hún er með svartan blett á rassinum mjög spes.

Stærðar gemlings lamb hjá Gumma.

Þessi sæti hrútur hjá Gumma er gemlings lamb sem fór í keisara enda risa stórt.

Hann er undan Grettir lambhrútnum hans Sigga í Tungu.

Hér er ein hjá Gumma með vel væna þrílembinga undan Borkó sæðishrút.

Benóný kom með okkur að skoða lömbin hjá Dóru og Bárði. Honum finnst yfirleitt ekki

gaman að koma inn í fjárhús en þegar lömbin eru komin finnst honum mjög gaman og

í dag fékk hann að sjá Dóru ná í þrjú lömb úr einni kind og í fyrra sýndi hann þessu

engan áhuga eða var að pæla í þó maður væri að veita burðarhjálp en í dag var alveg

magnað að heyra í honum spyrja og spyrja Dóru hvað hún væri að gera og fannst þetta

pínu ógeðslegt en jafnt framt magnað að hún væri búnað sækja þrjú lömb í poka úr

maganum he he og fannst aðeins koma blóð og fannst það frekar ógeðslegt he he.


Dóra útskýrði fyrir honum að þau myndu lifa inn í maganum í eins skonar poka eða belg

og þess vegna væru þau svona blaut þegar þau kæmu út og hann var mikið að pæla í

þessu svo það verður spennandi fyrir hann að koma með okkur í húsin þegar byrjar hjá

okkur að bera.


Hér er Dóra að sýna Benóný þrílembinga undan Ask golsótta hrútnum okkar og

kind frá þeim og hún er með 2 goslótt og eitt golsubíldótt með hvíta sokka.

Hér er móðirin en hún er golsubíldótt líka sjálf.

Hér er ein með golsótt og flekkótt hjá Bárði. Held að þau séu einnig undan Ask okkar.

Hér eru skrautlegir litir hjá Bárði og Dóru undan Flekk sem Bárður átti.

Skemmtilegir litir hjá Bárði og Dóru undan Flekk.

Hér er ein með móflekkóttan hrút.

Það vantar sko ekki litina hjá þeim.

Hérna er þessi sem Benóný varð vitni af burðinum en hún er með þessa líka flottu

þrílembinga. Jæja þetta var akkurrat það sem ég þurfti að komast aðeins í sauðburð og

bíð núna bara áfram spennt eftir að minn hefjist.


Við Jóhanna erum búnað baka kleinur og kanilsnúða til að byrgja okkur upp fyrir

sauðburðinn og ég er búnað vera þrífa allt heima og taka til því það er alltaf fínt að

gera það áður en törnin hefst þá gerir maður mest lítið nema vera inn í fjárhúsum og

sinna börnunum þess á milli og hafa þau með í húsin en þeim finnst þetta líka voða

gaman og bíða spennt eftir þessi kafli hefjist hjá okkur.

27.04.2017 17:47

Páskar og ferðalag fyrir austan


Gleðilega Páska við eyddum fríinu fyrir austan í sumarbústað á Einarsstöðum og það

var alveg frábært. Við fórum oft til Ágústar bróðirs yfir Breiðdalsheiðina og yfir í Breiðdalinn

en hann býr þar á sveitbæ sem heitir Fell. Hér eru krakkarnir okkar með Dalíu frænku sinni

á Páskadag. Maggi bróðir og Erla kærastan hans og mamma komu svo til okkar í bústaðinn

og komu svo líka til Ágústar og Írisar og við vorum öll saman á Páskadag það var mjög

gaman. Stelpurnar okkar alveg dýrkuðu sveita lífið og sérstaklega kyðlingana og vildu

helst bara eiga heima hjá þeim enda gistu þær tvær nætur hjá Dalíu.

Hér eru Embla og Dalía með kiðlingana.

Kiðlingarnir svo sætir.

Hér er ég með hana Baddý og hún er alveg geðveikt þung.

Hér er Íris með eitt gæludýrið hennar Dalíu hún er þriggja vetra og hefur alltaf verið geld.

Er bara svona heimalingur og gæludýr hjá þeim.

Við fundum snjóinn og gott betur fyrir austan.

Flottar frænkur saman í heita pottinum.

Freyja alsæl með kiðling.

Maggi og Erla komu líka að skoða geiturnar og þær bræddu þau jafnt og okkur.

Gaman saman að borða á Páskadag hjá Írisi og Ágústi á Felli.

Það eru svo fleiri myndir af þessum áfanga í ferðinni hér inn í albúmi.

Geitur eru svo miklir karektar og svo gæfar.

Ég verð að segja að ég er mjög fegin að þurfa ekki að keyra aftur yfir Breiðdalsheiðina

hún er ekki ein af minni upphalds. Þá er Fróðarheiðin ekki ógnvægnileg í samanburði við

þessa mér finnst þessi svo ógeðslega brött og krappar beygjur að ég stíg á bremsunni

í farþegasætinu og sussa á Emil að keyra hægar he he.

Benóný bráðnaði líka yfir kiðlingunum.

Hér er einn sætur.

Við fórum í heimsókn til Rúnars í Ásgarði í Breiðdal. Hann hefur keypt af okkur fé í

gegnum árin svo það var spennandi að fá að koma.

Held að þetta sé hrútur sem hann fékk hjá okkur undan Fíónu og Blika.

Þessi er undan Hyrnu og Rafall sem hann fékk hjá okkur. Mjög fallega hyrndur og hvítur.

Þessa kind keypti hann líka af okkur og hún er undan Sölku og Mugison.

Gemlingarnir hjá honum.

Emil var alveg sjúkur í þennan hund hjá Írisi og Ágústi.

Þessa rollu fékk hann hjá okkur og hún er undan Zeldu og Mugison.


Hann fékk einnig hrút frá okkur undan Klett Svönu og svo Hriflu og Brján og þeir eru

að gera rosalega góða hluti fyrir hann og er þessi undan Hriflu og Brján langhæðstur

af hrútunum hans með gerð og hefur smell passað inn í stofninn hans. Það er alltaf

gaman að heyra þegar maður selur og það virkar vel í framræktun.

Við sáum hreyndýr á leiðinni og það fannst krökkunum æði.

Fallegt landslag á leiðinni á Höfn.

Benóný fékk langþráðan draum sinn uppfylltan að fá að fara í sund á Höfn í Hornafirði.

Hann var alveg alsæll með það og trúði því ekki fyrr en við vorum kominn inn að hann

væri að fara greyjið því hann var veikur í ferðinni og fékk bara að fara einu sinni í sund

á Egilsstöðum og varð svo veikur. En við gerðum undantekningu með það núna því

hann var orðinn betri af kvefinu og hóstanum og fékk að fara smá stund í rennibrautirnar

á Höfn og var ekki svikinn af þeim og fannst þær æðislegar. Það er svo gaman að fá að

uppfylla sundlauga og rennibrauta draumana hans hann verður svo þakklátur og ánægður

að það fyllir mann af hamingju. Hann á þó enn eftir að prófa rennibrautirnar á Norðfirði

og hann er ekki sáttur að hafa ekki farið þangað en það verður að vera eitthvað eftir

þegar við komum næstu heimsókn á austfirðina. Benóný sonur okkar er sem sagt 7 ára

og fyrir þá sem ekki vita þá er hann með dæmigerða einhverfu og hans mesta

áhugamál eru sökkvandi skip og vatnsrennibrautagarðar og sundlaugar með rennibraut.

Þetta er þó árstíðarbundið rennibrautirnar og sundlaugarnar eru alveg inn á sumrin en

skipin meira á veturna.

Hér erum við komin í Jökulsárlón.

Aðeins að teygja úr okkur á leiðinni.

Ég var alveg heilluð af náttúrufegurðinni á leiðinni við eigum svo sannarlega mikið

af fallegum náttúruperlum hér á Íslandi.

Þessi ferð okkar var alveg æðisleg og mun vera eftirminnileg. Við enduðum svo ferðina

með því að fara hringinn og gista í Rvk og fara svo með krakkana í bíó á Strumpana

og svo lá leið okkar heim.


Nú er bara að bíða í örvæntingu og tilhlökkun eftir sauðburðinum sem hefst í næstu

viku eða 4 til 5 maí eiga fyrstu tal.

Það eru svo fleiri myndir af restinni af ferðalaginu og heimsókninni til Rúnars í Ásgarði

hér inn í myndaalbúmi.



23.04.2017 22:37

Heimsókn til Birgittu og Þórðar á Mörðuvelli

Jæja það hlaut að koma að því að ég fengi loksins brúðkaupsferðina mína uppfyllta eða öllu

heldur rollu ferðina mína til Birgittu og Þórðar á Mörðuvelli að vetri til. Ég er búnað bíðja um

svona ferðalag lengi og loksins varð það núna að veruleika.

Það var alveg yndislegt að koma til þeirra og alveg dekrað við okkur.

Auðvitað lá svo ferð okkar eftir spjall og mat í eldhúsinu upp í fjárhús að skoða kindurnar.

Hér eru krakkarnir á undan okkur á leið upp í hús.

Hér eru lambhrútarnir sá lengst til hægri er sá sem þau fengu hjá okkur og er undan

Mjallhvíti og Máv og heitir Mávur hjá þeim. Sá í miðjunni er heimaræktun hjá þeim og

hann er alveg rosalega fallegur. Það verður spennandi að sjá hvað þeir gefa.

Hérna er ein sem kom hlaupandi til Birgittu.

Embla komin með eina vínkonu sem vill víst bara tala við krakka en ekki fullorðna he he.

Freyja líka búnað koma sér í mjúkinn hjá þessum.

Þessi hvíta hyrnda fékk Birgitta og Þórður hjá mér og hún er undan Krónu og Mola.

Það sést alveg Mola svipurinn á henni.

Æðislegur veggurinn hjá Birgittu í fjárhúsunum. Þetta er sko meistaraverk.

Þetta finnst mér líka alveg snilldar hugmynd og á örugglega eftir að herma eftir og láta

Sigga gera svona hjá sér he he. Svo flott skipulag á verkfærunum.

Hér er Birgitta með eina uppáhalds sem fær smá fóðurbætir.

Benóný eignaðist líka vínkonur og hafði gaman að.

Verið að fylla á vagninn.

Hér fer svo Birgitta með vagninn að gefa og núna er hún búnað loka jötunum og opnar þær

svo aftur þegar hún er búnað gefa á allan garðann.

Í ís partý heima hjá Birgittu og þar blasa rollu myndirnar líka við alveg yndislegt að sjá.

Árlega myndartakan okkar varð auðvitað að eiga sér stað he he. Þetta er svo magnað

að við höfum kynnst og náð svona rosalega vel saman við kynntumst bara í gegnum

heimasíðurnar og Birgitta rakst á mína síðu og hafði samband við mig og síðan þá

höfum við myndað æðislegan vinskap. Er svo þakklát fyrir að hafa kynnst henni og

Þórði þau eru alveg yndisleg og svo gaman að koma til þeirra.


Það eru svo fleiri myndir af ferðinni okkar hjá þeim hér inn í albúmi.


Ferðinni okkar var svo ekki lokið hún er rétt að byrja því næst lá leið okkar austur en það verður meira af því í næsta bloggi.




23.04.2017 22:31

Aðalfundur Búa fyrir árið 2016

Aðalfundur Búa var haldinn inn í Grundarfirði um daginn og fengum við smá viðurkenningar

skjöl til að bæta í safnið okkar í fjárhúsunum.

Við fengum annað sæti fyrir lambhrúta.

Þriðja sæti fyrir afurðarhæðstu 5 vetra ærnar

Svo skjöl fyrir besta veturgamla hyrnda og mislita 2016

Hér erum við vinningshafarnir fyrir Afurðarhæðstu 5 vetra ærnar.

Það eru svo fleiri myndir af fundinum hér inn í albúmi.


Það má svo sjá nánari útskýringu af fundinum hér inn á 123.is/bui

23.04.2017 22:21

Árshátíð hjá Benóný og Embla lærir að hjóla

Embla Marína orðin 6 ára og búnað læra hjóla alveg himinlifandi með það að pabbi hennar

kenndi henni að hjóla og sleppti henni einu sinni án hjálpardekkjana og hún hjólaði og hefur

ekki stoppað síðan he he.

Freyja skottast svo á eftir henni á sínu hjóli voða gaman.

Það var svo Árshátíð Grunnskólana um daginn og hér er Benóný með míkrafóninn í leikriti um

hana Öskubusku og þetta var svo flott hjá þeim.

Hér er hann aftur með bekknum sínum hann er í 2 bekk.

Hér er Embla með gemlingunum okkar en þeir hafa stækkað svo og þroskast núna.

Þeir eru allir með lömbum nema Rósa sem Embla á það er þessi kollótta flekkótta fyrir aftan

en hún var höfð geld.


Það eru svo fleiri myndir af Árshátíðinni og smá rollu myndir hér inn í albúmi.

30.03.2017 16:41

Embla og Eiríkur með 6 ára afmæli saman

Embla Marína og Eiríkur Elías héldu sameiginlegt 6 ára afmæli í íþróttahúsinu á Hellissandi.

Hér eru þau svo flottir vinir Embla Marína og Eiríkur Elías.

Hér er Embla með kórónuna sína sem hún bjó til í leikskólanum.

Kakan hennar Emblu sem ég bjó til fyrir hana.

Kakan hans Eiríks sem Svana bjó til.

Þetta var rosalega flottur og góður dagur og það var mjög gaman að halda þetta svona

saman enda voru þetta allir krakkarnir á deildinni hjá Emblu og Eiríki á leikskólanum og

svo nokkrir vinir og frændfólk í viðbót.

Embla alsæl með hesta dótið sem hún fékk frá okkur. Hjálmur, hanskar, taumur, kambur

og hesta skór svo nú er hún alveg tilbúin til að fara á hestbak.

Auðvitað fékk Aníta vínkona Emblu að máta hesta dótið líka.

Freyja fékk líka prófa voða mikið sport.

Embla átti frábæran afmælisdag 28 mars og hennar heitasta ósk var að pabbi hennar

yrði heima á afmælisdaginn því hann er alltaf einhversstaðar út á sjó í Grindavík á

afmælinu hennar. Draumur hennar varð að veruleika núna í ár þó seint hafi verið og

Emil náði til hennar þar sem hún vissi að hann kæmi heim um kvöldið og var búnað

leggja mikið í að halda sér vakandi fyrir að fá afmælisknús og koss frá pabba sínum.


Embla hélt svo upp á afmælið sitt með Eiríki vini sínum og fékk líka þann heiður að hafa

pabba sinn viðstaddan í því afmæli og það var mikil gleði. Afmælið gekk mjög vel og allir

skemmtu sér vel. Embla fékk svo óvænta heimsókn fyrir afmælið en það var Birgitta

frænka hennar og þær eru bestu vínkonur og hún var svo ánægð að fá hana í heimsókn

og til að koma í afmælið hennar. Birgitta kom með Unni mömmu sinni þær gerðu sér

rúnt alla leið úr Reykjavík til að vera viðstaddar afmælið hennar Emblu ekkert smá fallegt

af þeim. Svo það má segja að Embla hafi verið alveg í skýjunum með þetta allt saman enda

orðin 6 ára gömul.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af afmælinu þeirra.


30.03.2017 16:27

Embla fer á reiðnámskeið

Hér er Embla að æfa jafnvægið.

Svo ánægð á hestinum hennar Freyju ömmu hún heitir Blær.

Hér er svo Kári að æfa jafnvægið.

Sætu okkar Benóný Ísak sjóræningi, Embla Marína norn, Freyja Naómí Anna í Frosen.

Þetta var á öskudaginn í Mars.

Sætu skvísurnar með Huldu ömmu sinni.

Verið að búa til snjókarl Aníta, Embla, Freyja og Benóný.

Freyja að fylgjast með Emblu á hestbaki í reiðhöllinni.

Embla að æfa sig með Jóhönnu frænku sinni í reiðhöllinni.

Það eru svo fleiri myndir af þessu og smá rollu myndir frá Bárði á Hömrum hér inn í

albúmi.

Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar