Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
28.12.2012 10:30Jólin 2012 og Útskrift hjá Steina frændaJæja þá er kerfið komið í lag og ég er búnað skella inn fullt af myndum af jólunum og útskriftinni hjá Þorsteini Erlingi frænda. Biðin var rosalega lengi að líða hjá Benóný mínum eftir því að fá að opna pakkana en hann og Embla fengu óvænta heimsókn á aðfangadags hádegi og það voru jólasveinarnir með pakka sem þau fengu að opna þá. ![]() Það gladdi þau rosalega mikið og var ekki hikað við að taka við pökkunum og opna þá. ![]() Þorsteinn Erlingur Ólafsson orðinn stúdent. Innilega til hamingju Steini minn. Það var haldin veisla á Hótel Hellissandi rosalega fínt. ![]() Maggi bróðir og Erla mættu vestur. ![]() Við fjölskyldan á aðfangadag loksins sest við borð eftir mikinn eltingaleik að halda Benóný frá pökkunum og reyna elda og klára. Eins og ég sagði í fyrra bloggi komst hann í pakkana og varð allveg óður eftir það og vildi bara fara í pakkana og skildi náttúrulega ekkert í því að fá ekki að opna þá strax he he. Hann var róaður niður yfir matnum með því að gefa honum popp og engjaþykkni sem er varla frásögufærandi. Svakalegur jólamatur enda ekki séns að fá hann til að smakka jólamatinn. Emil komst ekki einu sinni í jólasturtuna sína svo mikið var fjörið hér á bæ en við gátum ekki annað en bara hlegið af þessu og hugsað já við erum með 3 börn núna til að hugsa um svo það verður að gefa sér aðeins meiri tíma en klukkutíma til að græja allt þvi við fórum inn í kirkjugarð á Brimisvöllum að kveikja á friðarkerti fyrir Steina frænda og Ragga frænda og ég náði engan veginn að kveikja á þeim það er alltaf svoddan rokrassgat þarna og Emil sagði einmitt við mig og þarna villt þú láta grafa þig he he í þessu rokrassgati. Þar af leiðandi vorum við ekki komin heim fyrr en 4 og þá áttum við eftir að græja allt nema kjötið var auðvitað að malla í pottinum. Þetta var svo kapphlaup að ná að skrifa niður hver fékk hvaða pakka frá hverjum en þetta var samt bara mjög gaman og þau fengu fullt af flottum gjöfum. Við fórum svo í jólakaffi hjá Steina og Jóhönnu og skiptumst á að fara því litlu grallararnir okkar voru alveg búnir á því eftir daginn. ![]() Embla stolt systir í jólaboði hjá Huldu ömmu sinni. Þá er komið að því að segja frá rollunum. Það voru sæddar 3 fyrst og var bara ein sem hélt úr því. 12 des voru næstu sæddar og það eru 3 gengnar upp úr því og kemur meira í ljós með restina í dag hverjar ganga upp svo þetta er ekki gott útlit hjá mér og svo á ég líka eftir að skrá sæðingarnar var allveg búnað gleyma því svo ég vona að ég sé ekki allt of sein í því. ![]() Hér er Brimill að sinna Heklu. ![]() Það var tekinn rúntur til Óttars á annan í jólum og já það er mikið lagt á sig til að fá kynbætur he he. ![]() Þegar við fórum og sóttum þær í gær var hávaða rok og endaði það með að Emil missti kerruna þegar hann ætlaði að setja hana aftan á bílinn og rann hún lengst út á tún hjá Óttari. ![]() Jæja þá er hann kominn niður á bílnum til að festa kerruna og koma henni upp aftur. Við erum búnað vera með bilinn hans Eggjarts vin Emils yfir jólin þvi hann er með tengdaforeldra sína yfir jólin og tengdamamma hans er á hækjum og komst ekki upp í jeppann. Það er reyndar búnað koma sér vel sérstaklega þegar snjórinn kom og svo er aðeins meira pláss fyrir krakkana aftur í og ég var allveg orðin á því að langa í jeppa en þegar við tókum olíu á hann þá breyttist það he he algjört brjálaði sérstaklega því ég keyri svo rosalega mikið að við myndum aldrei ráða við að eiga svona bíl miðað við hvað okkar bíll eyðir litlu. Við erum búnað fara með 2 á Mýrum til Óla í hrút hjá Óla Tryggva kollóttann og svo fórum við með aðrar 2 í gær og svo er ferðinni heitið til Laugu og Eybergs næst með 2 kollóttar svo það er nóg að gera að keyra út rollur he he. 26.12.2012 21:27Gleðileg jól 2012Gleðileg jól kæru netvinir vonandi höfðu allir það gott yfir jólin. Ég er búnað vera í stökustu vandræðum að setja myndir inn svo ég gat bara sett þessar tvær til að byrja með það hlýtur að vera eitthvað rugl á kerfinu. Ég blogga því bara betur og set inn myndir þegar þetta er komið í lag. Annars höfðum við það fínt um jólin en það var mikið fjör að vera bara við með 3 lítil börn og mikil spenna hjá Benóný að bíða eftir að fá að opna pakkana og gat engan veginn biðið svo hann sá sér um augnablik meðan ég fór í sturtu og Emil var að matreiða og fór og tók forsprett á pakkana og slátraði þrem pökkum rétt fyrir mat og eins og sjá má á þessari mynd leit þetta svona út ÁÐUR EN VIÐ OPNUÐUM PAKKANA he he. ![]() Sem betur fer voru lika ekki komnir allir pakkarnir undir tréið og við vissum líka hverjum þessir þrír voru frá þegar hann var búnað opna þá sem betur fer ![]() Jæja ég vona að kerfið komist sem fyrst í lag því það bíða fleiri skemmtilegar myndir og sögur eftir að komast hér inn. Kveð að sinni Dísa. 20.12.2012 00:03Fyrstu dagarnir hjá prinsessunni okkar.Það er nóg að gera þessa dagana í að skipuleggja allt fyrir jólin og svo fengitímann í fjárhúsunum og svo auðvitað að sjá um nýjasta gullið í fjölskyldunni sem er svo vær og góð að ég þarf enn að vekja hana til að gefa henni. Hún lætur mig þó aðeins hafa fyrir sér því hún á það til að vakna kl 3 á nóttinni og vaka til 5 og það er það mesta sem hún vakir yfir sólarhringinn svo hún mætti allveg gera það frekar á daginn. Benóný og Embla eru öll að koma til með að venjast henni þó Embla sé svakalega afbrigðusöm, hún á auðvitað mömmu sína og er ekki allveg tilbúin að deila henni svona og leyfa litla barninu að súpa mömmu sína he he. Þetta kemur þó allt saman ég leyfi henni að hjálpa mér að skipta á henni og ýmislegt og það finnst henni rosalega gaman hún er svo mikill vinnukona. ![]() Hér eru sætu gullmolarnir mínir sem voru svo fínir og áttu að fara í myndartöku hjá Óla fyrir jólakort en NEI þau voru kolvitlaus og neituðu að sita saman og allt ómögulegt svo það þýddi ekkert að taka mynd af þeim svo hann tók bara myndir af litlu prinsessunni. ![]() Og það heppnaðist allveg frábærlega eins og þið sjáið. Svakalega flott mynd hjá honum Óla hann er einmitt með síðu á flicker sem þið getið farið inn á hér. Ég er búnað fara 2 svar út úr húsi síðan að ég kom heim og er það varla frásögufærandi fyrst fór ég inn í Grundafjörð að sækja sæði og sæddi svo 3 rollur eina fyrir mig og 2 fyrir Sigga og verð ég að viðurkenna að það var samt rosalega gaman ég fékk þá að sæða eitthvað því Bárður hefur séð um hinar sæðingarnar fyrir mig. Hann sæddi fyrir mig 12 kindur og svo sæddi ég þessa einu fyrir mig svo það eru 13 alls og 2 hjá Sigga. Svo nú er bara að biðja og vona að þær haldi það ætti að fara koma í ljós núna á morgun og hinn hvort að þessar fyrstu haldi. Ég notaði bara Soffa og Prúð. Já svo fór ég í annað skiptið út núna í kvöld og þá fór ég með Emil með eina rollu til Óttars í Botna botnótta hrútinn hans. Það var svo brjálað gera í fjárhúsunum hjá Bóa í dag að hleypa til og ég að segja honum til í símanum hver ætti að fara á hverja og hvaða rollur væru að ganga svo hann stendur sig allveg stórkostlega í þessu öllu saman fyrir mig en er samt pínu stressaður ![]() Já ég fer nú svo að fara kíkja í búðir næst þegar ég fer út til að klára jóla innkaupin og svo eru tvær útskriftarveislur framundan hjá Steina frænda mínum syni Maju systir og svo hjá Hafrúnu vínkonu svo það verður nóg farið út á næstunni. Spennan er svo í hámarki að bíða eftir morgundeginum því þá verður Þórhalla kona Jóhanns bróðir Emils skorin og þá kemur í ljós hvort við fáum frænku eða frænda. Jæja það eru svo myndir af prinsessunni og fyrstu dögunum með því að smella hér. 14.12.2012 21:03Stúlka fæðist 12.12.2012Jæja þetta stóðst hjá mér og stúlka kom í heiminn 12.12.2012. Henni lá á í heiminn og gekk allt mjög vel. Það var bið í fæðingu því það voru tvær fæðingar í gangi og við þurftum að bíða á biðstofu eftir að komast inn en ég notaði tímann til að ræða við Bárð um sæðingar á kindunum því hann og Bói voru að sjá um að sæða fyrir mig já ég veit að maður er ekki með rolludellu fyrir ekki neitt he he en þeir redduðu þessu fyrir mig en við komumst svo loksins að hálf 7 og ég var of sein til að fá deyfingu og daman var komin í heiminn korter yfir 7. Við fengum svo svítu og góða umönnun á Skaganum eins og vant er þar er rosalega gott að vera. Daman var 14,5 mörk og 53 cm og er algjör engill bara sefur og drekkur og ég er í rauninni í vandræðum að vekja hana til að drekka. ![]() Hér er prinsessan okkar. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi. Svo var það nú leiðinlegra að segja að Donna hundurinn okkar missti alla hvolpana sína en henni heilsast vel og er að ná sér bara. 10.12.2012 21:42Donna Gítur 2 vikum fyrir tímannBúið að vera allt á haus hjá okkur í dag Embla byrjaði með 40 stiga hita í morgun og ældi líka svo tók annað við af öðru og í hádeginu tók sorgardagur við hún Donna okkar gaut 6 hvolpum 2 vikum fyrir tímann í dag. 3 dóu en 3 komu lifandi og vorum við eiginlega allveg búnað gefa upp vonina en þá lifði fyrsti hvolpurinn allveg til 3 um daginn og þá komu svo 2 aðrir lifandi og nú er verið að basla við að mjólka upp í þá úr tíkinni. Brynja,Marta,Jóhanna og Steini eru búnað vera hjálpa okkur og þeir lifa enn svo það er kanski ekki öll von úti en þetta er svakalega mikill vinna við þurfum að skipta með okkur nóttinni því það þarf að gefa þeim á 2 tíma fresti. Ég get nú ekki komið mikið nálægt þessu því ég bara þori því ekki því hún hálf partinn lét hvolpunum svo maður veit ekki hvort ég megi nokkuð koma nálægt þessu enda er ég líka komin svo langt að maður tekur enga sénsa. Nú er bara að biða og vona að dagsettningin standist hjá mér og ég fari að koma með þetta núna 12 ![]() ![]() Hér er Donna greyjið með krílin sín sem vigtuðu ekki 100 grömm sá stærsti vigtaði 80 gr og sá minnsti er 61 gramm og einn er 70 grömm og það er talið að þeir lifi ekki nema vera 100 grömm svo það er bara biðja og vona. ![]() Eins og sjá má á þessari mynd er þetta sá minnsti og hann lifir enn. Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi með því að smella hér. Steinar og Unnur komu í heimsókn með Birgittu Emý sem er orðin svo stór síðan við sáum hana seinast enda orðin 6 mánaða skvísa og tóku Benóný og Embla vel á móti frænku sinni og kom þeim vel saman. ![]() Embla svo góð að knúsa Birgittu frænku sína. ![]() Benóný með Myrru sína. ![]() Jæja 39 vikur þetta má nú allveg koma svo 12.12.2012 hugsið stíft með mér. Það eru svo fleiri myndir af Benóný og Emblu og fleira í albúmi með því að smella hér. 30.11.2012 09:32Ég komin 37 vikur og ýmislegt í nóv.Jæja það er nú allveg kominn tími á blogg er þaggi ? Maður er búnað vera eitthvað svo upptekin en samt ekkert að ske nema að Embla var mikið veik í seinustu viku og það var allveg rosalega erfitt þurfti mikið að halda á henni og hún gat ekkert borðað í viku en svo loksins fékk ég mixtúru fyrir hana og hún lagaðist bara mjög fljótlega sem betur fer. Annars gengur bara allt vel ég er enn að gefa rollunum og við ætlum að vigta og gefa ormalyf um helgina svo ég blogga um það fljótlega eftir helgi. Ein gimbur er komin með drullu en ég átti töflu við hníslasótt svo ég gaf henni hana. Svo styttist óðum í sæðingar sem byrja núna í des og vona ég að einhverjar af þessum mórauðu verði að ganga ég er mest spennt yfir þeim. Já svo er það ég nú er ég komin 37 vikur og aðeins 3 vikur eftir en ég ætla að biðja alla að hugsa stert með mér að barnið komi á 39 viku sem sagt 12.12.2012 ég er búnað panta þessa dagsettningu svo kæru vinir hugsið þetta stíft með mér svo þetta verði að veruleika ![]() Allavega er ég sett 19 en ætla að biðja fyrir þessu og já ætla sko rétt að vona að það fari nú ekki að láta bíða eftir sér fram yfir það. Ég verð bara nógu dugleg að gefa rollunum og fara í heitapottinn he he. ![]() Hér er ég orðin allveg kas og þreytan aðeins farin að segja til sín og þetta má allveg fara koma bara þó svo að maður sé að deyja úr stressi hverning Embla og Benóný eiga eftir að taka þessu og hverning maður púslar þessu öllu saman. ![]() Donna er líka allveg kasólétt og það verður spurning hvor verður á undan á lokasprettinum he he spennan magnast. ![]() Pabbi átti afmæli um daginn og við kíktum auðvitað á hann en hann var frekar þreyttur bara og ekki mikið fyrir að láta taka mynd af sér. Það eru svo myndir inn í albúmi af þessu öllu og Benóný og Emblu í nóv með því að smella hér. 18.11.2012 15:59Gimbrarnar hjá Óttari á Kjalvegi![]() Prúð er undan Klett. Stigun : Þungi 57 ómv 36 ómf 3,2 lag 5 framp 9 læri 18,5 ull 8 ![]() Dúfa er alsystir Prúð. Stigun : Þungi 55 ómv 35 ómf 4,5 lag 4,5 framp 9 læri 18 ull 8 ![]() Lukka er undan Klett. Stigun : Þungi 49 ómv 27 ómf 3,1 lag 4,5 framp 9 læri 18 ull 7,5 ![]() Bára er undan Klett líka. Stigun : Þungi 47 ómv 29 ómf 2,4 lag 4,5 framp 9 læri 19 ull 8 ![]() Tinna er undan Klett. Stigun : Þungi 53 ómv 34 ómf 2,7 lag 4,5 framp 9 læri 19 ull 8 ![]() Hrefna er undan Klett. Stigun : Þungi 51 ómv 35 ómf 3,3 lag 4,5 framp 8,5 læri 18 ull 8 ![]() Dimma er seinust og er einnig undan Klett. Stigun : Þungi 51 ómv 31 ómf 3,2 lag 4,5 framp 9 læri 18 ull 8 Jæja þá eru þessar gullfallegu gimbrar upptaldar og eru þetta án efa fallegasti hópur og vel stigaðisti sem ég hef á ævinni séð. Ég óska Óttari innilega til hamingju með þennan gríðalega fallega hóp og til hamingju með stórafmælið sitt um daginn. Hann fékk einmitt innrammaða mynd af honum Klett sínum í afmælisgjöf sem er besti kynbótahrúturinn hér á svæðinu að mínu mati og hann er svo aldeilis búnað sanna það nú í ár. Þessar gimbrar hér fyrir ofan eru einmitt allar undan honum. Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi hér af gimbrunum hans Óttars. Gimbrarnar hjá Þór og Elvu Hellissandi ![]() Þessi er í eigu Þórs og Elvu og er einnig undan Klett. Stigun : Þungi 47 ómv 29 ómf 2,2 lag 4 framp 8,5 læri 17,5 ull 8 ![]() Þessi er einnig undan Klett og fékk Þór hana hjá Óttari og mig vantar stigun á hana. ![]() Þessi er líka undan Klett. Stigun : Þungi 55 ómv 37 ómf 4 lag 5 læri 18 ull 8 ![]() Þessi er Mána dóttir en Máni er veturgamal hrútur hjá Þór undan Klett. Stigun : Þungi 50 ómv 30 ómf 2,7 lag 4,5 framp 9 læri 17,5 ull 8,5 Þá er þessi flotti ásettningur upptalin hjá Þór og Elvu og eru þær rosalega fallegar og einnig allar komnar undan Klett hans Óttars. Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi af þeim með því að smella hér. ![]() Hér er Máni sem er undan Klett hjá Þór og Elvu. 17.11.2012 08:18Gimbrarnar hjá Bárði![]() Byssa nr 12-005 er undan Jökull og Bombu. Stigun : Þungi 45 ómv 28 ómf 2,9 lag 4 framp 8,5 læri 17,5 og ull 7,5 ![]() Mér vantar stigun á þessa en hana fékk Bárður hjá Óttari og hún heitir Skella. ![]() Þessar eru þrílembingar undan Gosa sæðishrút og Birtu. Nr 12-006 Stigun : Þungi 40 ómv 30 ómf 1,1 lag 4,5 framp 9 læri 18 ull 8 Nr 12-007 Stigun : Þungi 40 ómv 31 ómf 1,8 lag 4 framp 9 læri 18 ull 8 Nr 12-008 Stigun : Þungi 40 ómv 32 ómf 2,5 lag 4 framp 8,5 læri 18 ull 8 Ekkert smá flottir þrilembingar hjá Dóru og Bárði. ![]() Nr 12-012 er undan Negra og Hyrnu. Hún er líka þrilembingur. Stigun : Þungi 41 ómv 31 ómf 2,2 lag 4,5 framp 9 læri 18,5 ull 8 ![]() Nr 12-713 er undan Gosa sæðishrút og Þorveig. Stigun : Þungi 45 ómv 30 ómf 2,4 lag 4,5 framp 9 læri 18 ull 8 ![]() Nr 12-009 er þrílembingur undan Týr og Monulysu. Stigun : Þungi 44 ómv 27 ómf 3,1 lag 3,5 framp 9 læri 18 ull 9 ![]() Nr 12-012 er þrílembingur undan Mugg hans Lalla og Trillu. Hún heitir Mygla Stigun : Þungi 42 ómv 32 ómf 2,3 lag 4 framp 8,5 læri 18 ull 8 ![]() Nr 12-004 er undan Skál og Depil og heitir Skál Stigun : Þungi 46 ómv 29 ómf 3,1 lag 4 framp 9 læri 18 ull 7,5 ![]() Nr 12-010 er þrilembingur undan Negra og Lukku. Stigun : Þungi 45 ómv 28 ómf 3,3 lag 4 framp 8,5 læri 18 ull 8 ![]() Nr 12-001 er undan Frey og Kolbrá. Stigun : Þungi 41 ómv 29 ómf 3,4 lag 4 framp 9 læri 17,5 ull 7,5 ![]() Nr 12-003 er undan Frey og Laufey Stigun : Þungi 40 ómv 31 ómf 2,3 lag 4 framp 9 læri 18 ull 8 ![]() Nr 12-011 er þrílembingur undan Týr og Brynju. Stigun : Þungi 40 ómv 31 ómf 2,7 lag 5 framp 9 læri 18 ull 8. ![]() Hér eru svo stóru karlarnir Negri undan At , Rafts sonur og Hróa sonur. Skrifað af Dísu 13.11.2012 11:48Samantekt frá fæðingu á Emblu Marínu og Benóný Ísak07.11.2012 08:35Ásettnings gimbrarnar hjá Sigga í Tungu.![]() Spíra er undan Bollu og Hróa sæðishrút. Stigun : þungi 49 ómv 29 ómf 4,3 lögun 4 framp 8,5 læri 17 ull 8 ![]() Toppa er undan Gloppu og Topp. Stigun : þungi 46 ómv 28 ómf 4,0 lögun 4 framp 9 læri 17,5 ull 7,5 ![]() Gufa er undan Gullu og Gosa sæðishrút. Stigun : þungi 48 ómv 28 ómf 3,2 lögun 4 framp 8,5 læri 17 ull 8 ![]() Dropa er undan Mjöll og Brimil. Stigun : þungi 49 ómv 28 ómf 2,9 lögun 4 framp 9 læri 17 ull 8 ![]() Mókolla kemur frá Friðgeiri á Knörr og ég veit ekki undan hverjum hún er en Siggi fékk hana í gjöf fyrir alla hjálpina við að smala í haust. Hún var ekki stiguð. 05.11.2012 10:00Ásettningsgimbrar hjá Gumma Óla og Óskari og Jóhönnu Bug.![]() Dóra er undan Hlussu og Grábotna sæðishrút. Stigun : ómv 32 framp 8,5 læri 18 og lag 5 ![]() Silja er á móti hinni undan Grábotna og Hlussu. Stigun : ómv 31 framp 8,5 læri 17,5 og lag 4,5 ![]() Gulla er undan Mókápu og Frosta. ![]() Golsa er undan Frú Laufey og Svarta hrútnum hans Marteins. ![]() Dimma er undan Lullu og Mikka. ![]() Skessa er undan Tungu og Grábotna. Stigun : ómv 31 framp 9 læri 17,5 og lag 4,5 ![]() Kría er undan Helgu og Mikka. ![]() Fríð er undan Hlíð og Mikka. ![]() Klumba er undan Kofu og Jökli. ![]() Hrútarnir þessir tveir aftari eru frá Óla og sá svarti er undan Guffa og er í eigu Gumma. Það eru svo myndir af þessum fallegu gripum inn í albúmi hér með því að smella með músinni. Hér eru svo ásettningsgimbrarnar hjá Óskari og Jóhönnu í Bug. ![]() Eyrún er í eigu Óskars og er undan Hött og Mjallhvíti. Stigun : þungi 47 ómv 31 ómf 4,4 lag 4,5 framp 9 læri 17,5 ull 8,5 ![]() Kápa er í eigu Óskars og er undan Bjart og Þoku. Stigun : Þungi 45 ómv 28 ómf 3,2 lag 4 framp 8,5 læri 17,5 ull 7,5 ![]() Snúlla er í eigu Jóhönnu og er undan Herdísi og Hött. Stigun : Þungi 42 ómv 25 ómf 3,8 lag 3,5 framp 8,5 læri 17,5 ull 8,5 ![]() Hríma er í eigu Jóhönnu og er undan Hnotu og Brimill frá Mávahlíð. Stigun : Þungi 44 ómv 29 ómf 3,6 lag 4 framp 8 læri 17,5 ull 8,5 ![]() Hrútarnir þeirra Höttur og Bjartur. Höttur hefur verið svo mikið notaður hjá þeim að hann er kominn með nýjan eiganda hann Jóa á Hellissandi. Það er svo komið inn á Búvest vefinn hvaða sæðishrútar verða okkar megin í ár og getið þið séð það hér með því að smella með músinni hér. Ég er mest spennt yfir þeim mórauða og er búnað vera velta mikið fyrir mér hvort ég ætti að svampa mórauðu rollurnar og sæða með honum en ég hugsa ég endi með að nota bara mína hrúta en ég vona að einhver af þessum mórauðu verði að ganga þegar sæðingar hefjast svo ég geti sætt þær. Ég bloggaði líka inn á Búa mjög svipað blogg en endilega kíkið :) 123.is/bui 30.10.2012 10:01Ásettningsgimbrarnar 2012![]() Drífa 12-018 er í eigu Dísu og er undan Laufey gemling og Frey hans Bárðar. Þungi 48 ómv 27 ómf 4,3 lag 3,5 framp 8,5 læri 17,5 ull 9 ![]() Hrifla 12-005 er í eigu Dísu og er undan Hlussu og Hriflon sæðishrút. Þungi 49 ómv 30 ómf 2,9 lag 4 framp 8,5 læri 18 ull 8. ![]() Hosa 12-006 er í eigu Dísu og er undan Topp og Dóru. Þungi 44 ómv 29 ómf 3,8 lag 4 framp 8,5 læri 17 ull 7,5. ![]() Mjallhvít 12-007 er í eigu Emils og er undan Frigg gemling og Storm Kveiksyni. Þungi 54 ómv 33 ómf 3,6 lag 5 framp 9 læri 18 ull 9. ![]() Dröfn 12-008 er í eigu Dísu og er undan Guggu og Hróa sæðishrút. Þungi 47 ómv 31 ómf 2,9 lag 4 framp 9 læri 17,5 ull 7,5. ![]() Sigurrós 12-009 er í eigu Emils og er undan Móheiði og Sigurfara sæðishrút. Þungi 44 ómv 30 ómf 5 lag 4 framp 9 læri 17 ull 7,5. ![]() Mist 12-010 er í eigu Bóa og Freyju og er undan Nínu og Brimill Borða syni. Þungi 46 ómv 32 ómf 4,1 lag 4,5 framp 9 læri 17,5 ull 9. ![]() Hyrna 12-011 er í eigu Bóa og Freyju og er undan Hrímu og Snævari sæðishrút. Þungi 47 ómv 32 ómf 3,8 lag 4,5 framp 9 læri 18,5 ull 9. ![]() Hrafna 12-012 er í eigu Bóa og Freyju og er undan Flekku og Sváfni frá Hraunhálsi. Þungi 47 ómv 27 ómf 3,4 lag 4 framp 8,5 læri 17,5 ull 8. ![]() Sumarrós 12-013 er í eigu Bóa og Freyju og er undan Kápu og Grábotna sæðishrút. Þungi 56 ómv 30 ómf 6,5 lag 4 framp 8,5 læri 17,5 ull 8. ![]() Maístjarna 12-014 er í eigu Bóa og Freyju og er undan Stjörnu og Týr Mánasyni. Á eftir að fá stigun hjá Maju. ![]() Glódís 12-015 er í eigu Bóa og Freyju og er undan Skuggadís og Brimill Borðasyni. Þungi 47 ómv 31 ómf 2,5 lag 4,5 framp 9 læri 18 ull 8,5. ![]() Silla 12-016 Graslambið hans Bóa sem er undan Birtu og Brimill. ![]() Gjöf er í eigu Óla hennar Maju systir og er undan Gaga og Mola hún er eina gimbrin sem þau setja á. Á eftir að fá stigun hjá Maju. ![]() Þessi átti að vera með í ásettningshópnum en skilaði sér ekki heim og ég sé gríðalega eftir henni hún var á móti hinni flekkóttu þrílembingur undan Topp og Dóru og auðvita var hún betri helmingurinn það er alltaf þær sem koma ekki. Þungi 45 Ómv 34 ómf 3,2 lag 4 framp 9 læri 17,5 ull 7,5. Það eru svo myndir af þessum gimbrum og fleira inn í albúmi og gimbrunum hans Sigga í Tungu og set ég þær næst hér að framan en mig vantar bara fleiri upplýsingar um þær. Ég er búnað búa til link hérna hægra megin í horninu sem heitir gimbrar 2012. En hér eru myndirnar með því að smella hér. ![]() Hér eru Freyja og Bóa með barnabörnin það vantar bara Benóný hann var í fýlu og vildi ekki vera með Hér til vinstri er Jóhann sonur Dagbjörtu systir Emils svo kemur Freyja með Birgittu dóttur Steinars yngsta bróður Emils og svo Eyrún sem er dóttir Jóhanns elsta bróður Emils og við hlið hennar er bróðir hennar Jakob svo kemur Bói með Emblu okkar og síðan Emelía sem er dóttir Dagbjartar. Já þetta er sko flottur hópur og svo eiga 2 ný eftir að bætast í hann í desember því þá kemur eitt hjá Emil í viðbót og líka hjá Jóhanni elsta bróður Emils. Ég er sett 19 des og hún Þorhalla hans Jóhanns 20 svo þetta verður spennandi. ![]() Svakalegt stuð með kisu sem fékk nafnið Myrra. Henni leiddist ekki að láta keyra sig í traktrornum en var þó fljót að stökkva úr he he. Það eru svo myndir af Benóný og Emblu og fleiru með því að smella hér. Skrifað af Dísu 21.10.2012 00:22Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2012![]() Hér tekur Guðný Gísladóttir frá Dalsmynni við farandsskjöldinum frá Lárusi fyrir besta lambhrútinn 2012. ![]() Hér má sjá vinningshafana fyrir hvítu hyrndu hrútana ásamt ráðanautunum. 1. sæti Dalsmynni 2. sæti Fáskrúðabakki 3. sæti Óttar Kjalvegi ![]() Hér er mynd af efsta hrútnum í hyrnda flokknum en hann er hér á endanum og er númer 78 og Guðný Gísladóttir frá Dalsmynni heldur í hann. Hann er undan Borða syni sem heitir Ásbjörn nr 11-004. Stigun hans hljóðaði svona : Þungi 53 fótl 111 ómv 37 ómf 4,3 lag 4,5 8 9 9 9 8,5 18,5 7,5 8 8 Alls 85,5 stig. Í öðru sæti var hrútur númer 12 frá Fáskrúðabakka undan Blakk 07-865 Stigun hans hljóðaði svona : Þungi 51 fótl 112 ómv 37 ómf 2,6 lag 5 8 8,5 9 9 9 18 8 8 8,5 Alls 86 stig. Í þriðja sæti var hrútur númer 126 frá Óttari á Kjalveg undan Klett Kveiksyni. ![]() Hér er mynd af honum og stigun hans hljóðaði svona : Þungi 48 fótl 108 ómv 36 ómf 2,9 og lag 5 8 8,5 8,5 9 9,5 19 7,5 8 8,5 Alls 86,5 stig. ![]() Vinningshafar fyrir bestu kollóttu hrútana 2012. 1. sæti Hraunháls 2. sæti Hjarðafell 3. sæti Óli Tryggva Grundafirði ![]() Í fyrsta sæti kollótta var hrútur númer 158 frá Hraunhálsi og er það örugglega annar hvor þessara hrúta sem þau Eyberg og Lauga halda í. Þau vonandi kommennta fyrir okkur hvor það er sem vann. Hann er undan Lumbra 07-445 frá þeim. Stigun hans hljóðaði svona : Þungi 48 fótl 112 ómv 34 ómf 4,5 og lag 4,5 8 8,5 8,5 9,5 9 18 8 8 8,5 Alls 86 stig. ![]() Hér er frá Hjarðafelli hrútur númer 414 held ég allveg örugglega sem varð í 2 sæti. Hann er undan Snær 10-761. Stigun hans hljóðaði svona : Þungi 43 fótl 108 ómv 32 ómf 2,7 og lag 5 8 8 8,5 9,5 9 18 9 8 8,5 Alls 86,5 stig. Í þriðja sæti var hrútur númer 11 frá Óla Tryggva undan Búra 10-601 og náði ég ekki mynd af honum. Stigun hans hljóðaði svona : Þungi 49 fótl 105 ómv 30 ómf 4,3 og lag 4 8 9 9 8,5 9 18 8,5 8 8,5 Alls 86,5 stig. ![]() Vinningshafar fyrir bestu mislitu hrútana 2012. 1. sæti Hraunháls 2. sæti Mýrdalur 3. sæti Minni Borg ![]() Hér er sá svarti númer 163 frá Hrunhálsi undan Sváfni 11-441 besti misliti hrúturinn 2012. Það ber að nefna að Sváfnir var einnig besti misliti hrúturinn 2011 glæsilegir gripir. Stigun hans hljóðaði svona : Þungi 51 fótl 111 ómv 32 ómf 2,7 og lag 4,5 8 8,5 8,5 9 9 18,5 8 8 8 Alls 85,5 stig. ![]() Í öðru sæti var hrútur númer 23 frá Mýrdal undan At. Held allveg örugglega að það sé þessi hér annars verðið þið bara leiðrétta mig. Stigun hans hljóðaði svona : Þungi 56 fótl 110 ómv 33 ómf 4,3 og lag 5 8 9 8,5 9 8,5 18 8 8 8,5 Alls 85,5 stig. Í þriðja sæti var hrútur númer 598 frá Minni Borg undan Hring 11-151. Stigun hans hljóðaði svona : Þungi 50 fótl 103 ómv 35 ómf 3,8 og lag 4 8 9 9 9 9 18 8 8 8 Alls 86 stig. ![]() Hér eru efstu 5 í mislitaflokknum vestan girðingar og ég held að sá ljósgrái sé þessi sem var í þriðja sæti. Ég var mjög ánægð að ná Topps syninum mínum í topp 5 það er þessi gráflekkótti sem Kristinn bæjarstjóri var svo vænn að halda í fyrir mig. ![]() Pínu hreyfð þessi mynd hjá mér en þetta eru vinningshafar yfir efstu ærnar í kynbótamati á Snæfellsnesi fæddar 2007. 1. Von 07-378 frá Jörva. Einkunn 116,3. Faðir Erpur 919 frá Heydalsá. 2. 07-084 frá Bergi.Einkunn 115,5. Faðir Hrollur Lásasonur 944. 3. Lóa 07-904 frá Bíldhól. Einkunn 114,5. Faðir Glanni Lásasonur 944. 4. 07-738 frá Hjarðafelli. Einkunn 113,3. Faðir Tvistur Álssonur 868 og móðurfaðir Fjarki frá Hjarðafelli. 5. Höfuðlausn 07-069 frá Hraunsmúla. Einkunn 112,5. Faðir Skundi Lundasonur 945. Ég óska öllum innilega til hamingju með þessa glæsilegu gripi og þakka fyrir skemmtilega sýningu. Það eru svo fullt af myndum af sýningunni inni í myndaalbúmi fyrst er frá Haukatungu syðri 2 svo þið smellið bara hér með músinni og svo hér fyrir sýninguna á Gaul. Svo að allt öðru það er búið að vera stússast með hundinn okkur Donnu því hún er byrjuð á lóðarrýi. Það var byrjað með að fara með hana inn í Grundafjörð í hund þar en það var ekkert að ganga enda hann orðinn 10 ára gamall greyjið. Svo leitin hélt áfram og vorum við allveg komin á það að fara með hana til Reykjavíkur í hund hjá frænku minni en þá gerðist þau undur og stórmerki að Marta frænka fékk hugljómun og fattaði að það væri hundur á Bifröst þar sem hún er í skóla svo hún tók hana með sér þangað og fór með hana í hund sem heitir Askur. ![]() Askur Það hófst mikill leikur hjá þeim og ást en ekki náðu þau þó að festast saman þessa 2 daga sem Marta var með hana. Marta kom svo heim á fimmtudaginn og ákváðum við að gefa þessu lengri tíma og fá Ask lánaðan yfir helgina. Það var allveg hrikalegt að sjá gredduna í Donnu he he hún var allveg þvílík klína við hann og reyndi meira segja sjálf að nauðga honum svo við vorum farin að halda að við þyrftum að stýra þeim saman en þá gerðist það loksins að ég heyrði svaka væl út á palli og hljóp út og Bamm þau voru föst saman Jibbí. ![]() Og það voru villtar ástir alla helgina og þau eru búnað festast 4 til 5 sinnum í allt yfir helgina svo nú er bara að bíða og vona að þetta hafi heppnast. Það er svo líka komin nýr fjölskyldumeðlimur inn á heimilið. Steinar og Unnur fóru og skoðuðu fyrir mig kettling og mér leyst allveg rosalega vel á hann og þau komu með hann vestur til mín á föstudaginn. Hún var allveg rosalega hrædd fyrst en hún er öll að koma til. ![]() Hér er svo kisa hún er blanda af skógarkött og venjulegum og er allveg rosalega sæt. Nú er bara finna rétta nafnið á hana. Já það er sem sagt búið að vera líf og fjör hjá mér um helgina. Emil er búnað vera á Skagaströnd í heila viku og verður þar áfram eins og spáin nær. Þeir eru búnað vera fiska fínt frá 4 upp í 7 tonn á dag. Svo það er búið að vera svolítið strembið að vera ein með grislingana mína,hundana,kisu og þreytuna sem fylgir óléttunni. En það dreifir huganum að hafa nóg að gera og svo fékk ég smá tíma fyrir mig með því að fara á hrútasýninguna á föstudagskvöldið og í gær en maður verður samt alltaf aðeins dasaður eftir að standa svona lengi í köldum fjárhúsum en það var bara gaman. Ég er líka búnað vera með Emblu í aðlögun hjá dagmömmunum og hún verður þar frá 8 til 12 svo þegar það er komið í gang þá fæ ég kanski að sofa loksins smá út Vá hvað mig hlakkar til þegar það gerist. Ég er líka búnað vera standa í ströngu við að láta Benóný fara sofa í sínu rúmi sjálfan hann vill alltaf láta liggja hjá sér. En það er allt að koma. Núna sit ég bara á stól hliðina á honum og vonandi næ ég svo að sleppa því allveg því hann fór alltaf sjálfur að sofa og það var geðveikt nice en svo fór allt úr skorðum í sumarfríinu og ég hef ekki náð að leiðrétta það enn. Svo það er ekki seinna vænna en að fara koma því á rétt ról áður en næsta barn kemur sem styttist óðum. Er ekki bara hægt að hætta við núna he he þetta er allt of fljótt að líða. Já maður hugsar stundum Hvað var ég að hugsa að koma strax með þriðja 2 eru allveg meira en nóg ;) nei nei þetta verður bara gaman. Jæja nóg komið í bili það eru svo myndir af Donnu og Ask og kisu í albúminu og myndir af Benóný og Emblu svo endilega kíkið hér. Skrifað af Dísu 09.10.2012 22:22Kletts synir komnir saman og hænu ungar í Varmalæk.Ég og Bói fórum rúnt nú í kvöld með hrútinn hans Sigga undan Klett og litla sílið hans Bóa til Bárðar í fóðrun og voru þá saman komnir 4 Kletts synir úr ræktuninni hans Óttars á Kjalvegi. Við reyndum að stilla þeim flott upp og smella myndum af þessum gæða gripum sem eru hver öðrum fallegri og allveg einstaklega vel stigaðir og vel gerðir. ![]() Hér koma þeir allir saman hrúturinn hans Þórs svo hrúturinn hans Óttars og svo hrúturinn hans Sigga og svo aftur hans Óttars. Það eru 2 með 19 í læri og einn með 18,5 og einn með 18. Allir yfir 30 í vöðva. Hans Óttars eru með 36 og 37 í ómv og allir eru þetta fituleysis hrútar. Já Óttar getur sko verið stoltur hrútaræktandi með þessa útkomu. Hreint allveg glæsileg og það verður spennandi að sjá hvort það verði ekki bara Kletts synir í uppröðun í ár á sýningunni. ![]() Hér koma þeir aftur vantaði bara aðeins upp á að sá aftasti sæist betur. ![]() Hér sést vel hversu gríðalega fylling er í lærum og mölum á þeim og það þarf ekki einu sinni að snerta til að sjá það. ![]() Hér er hrúturinn hans Þórsa undan Klett og hann virkar ekkert smá fylltur og flottur. Það má svo finna fleiri myndir af þessum fallegu hrútum með því að smella hér. Það er svo líf og fjör í Varmalæk hjá Freyju og Bóa því hænu ungarnir eru byrjaðir að koma úr útungurnar vélinni. Við fórum að skoða þá og Benóný var allveg sjúkur í þá en Embla var hálf smeik við þá. ![]() Hér er vélin og allt að gerast . ![]() Embla og Benóný að skoða. ![]() Ekkert smá krútt. Það eru svo fleiri myndir af ungunum með því að smella hér. Segjum þetta gott í bili Kveðja Dísa Skrifað af Dísa 08.10.2012 22:42Lambhrútasýning 2012
Fékk þetta inn á fréttablaði búvest. Héraðssýning
lambhrúta á Snæfellsnesi Föstudaginn
19. október í Haukatungu-Syðri 2 í Kolbeinsstaðahreppi og hefst klukkan 20.30 Laugardaginn
20. október á Gaul í Snæfellsbæ og hefst klukkan
13.00
Reglur vegna
lambhrútasýningar á Snæfellsnesi ü
Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum. ü
Hrúturinn verður að vera fæddur á Snæfellsnesi og því
má ekki koma með hrúta sem eru aðkeyptir. ü
Allir hrútar skulu hafa verið stigaðir, hrútarnir
verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við
fyrri stigun. ü
Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á
sýninguna. Ef það er ekki gert er viðkomandi
hrútur ekki með í sýningunni. ü
Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e.
3 kollótta, 3 hyrnda, 3 mislita og ferhyrnda. ü
Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það
á þó ekki við mislita og ferhyrnda hrúta.
Hrútasýning
Mýramanna Lambhrútasýning verður haldin
sunnudaginn 21. október í Lækjarbug og hefst hún kl. 13.00 Þar munu ráðunautar frá BV
mæta og raða hrútunum. Ætlast er til hrútar hafi verið stigaðir fyrir
sýningu. Þeir hrútar verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri
stigun. Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna, að öðrum
kosti verður viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni. Hvert býli má koma
með 2 hrúta í hverjum flokki, þ.e. 2 kollótta, 2 hyrnda, 2 mislita og
ferhyrnda.
Kaffi og súkkulaðirúsínur á
boðstólum! Nánari upplýsingar hjá Sigurjóni á Mel í síma 867 8108. Skrifað af Dísu Flettingar í dag: 665 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 4577 Gestir í gær: 153 Samtals flettingar: 1554715 Samtals gestir: 77919 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:13:35 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is