Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

29.08.2023 12:39

Göngutúr og kindur

Skellti mér í smá göngutúr til að reyna ná upp smá þoli fyrir komandi smölun og ekki veitir af maður er ekki í neinu formi svo það er ekki seinna vænna en að fara ganga núna á hverjum degi. Ég byrjaði á að fara inn í Fögruhlíð og svo upp þar fyrir ofan sumarbústaðinn hjá Guðlaugu og Snorra og þar hitti ég kindur sem ég hef ekki náð mynd af í sumar.

 


Hér er Spyrna 21-019 með hrútana sína undan Þór 21-896 sæðingarstöðvarhrút. Hún var við Rauðskriðumel upp í Fögruhlíð.

 


Þeir virka svakalega fallegir langir og stórir.

 


Hér er hinn á móti.

 


Það lítur út fyrir að það séu væn læri á þessum.

 


Hér er Gurra með lömbin sín hún er með þrjú undir sér hún sem sagt var sónuð með eitt og eitt var vanið undir hana þetta hvíta frá Sigga og svo kom hún með tvö og var látin hafa þau þrjú undir sér og virðist hafa plummað sig vel.

 


Hér er gimbrin hennar Gurru 17-016 og undan Byl 22-003.

 


Hér sést hrúturinn hennar Gurru.

 


Hér er svo gimbrin sem var vanin undir hana frá Sigga.

 


Hér er gimbur undan Perlu 20-016 og Alla 19-885 sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér er hrúturinn á móti henni ég held að þetta verði alveg svakalega falleg lömb.

 


Hér sést gimbrin betur.

 


Hér er hrúturinn aftur. 

 


Hér er Perla með þau. Perla er undan Gurru 17-016 og Ask 16-001.


Þessi gimbur er undan Lukku 21-107 og Glúm 21-033 frá Guðmundi Ólafs Ólafsvík.

 


Hér er Lukka 21-107 með hina gimbrina sína sem er svört.

 


Hér er Ösp 22-006 með gimbur undan Svörð 18-854 sæðingarstöðvarhrút og svo er Blæja 22-007.

 


Hér sést betur gimbrin undan Svörð og Ösp mjög falleg.

 


Hér er hrúturinn undan Blæju 22-007 og Tígul 22-002.

 


Núna er ég komin inn fyrir Búlandshöfða og ofan í Búland og þetta er þrílembingur undan Dísu 19-360 og Bassa 21-001 og hann gengur undir Dúllu 20-012.

 


Gimbrin hennar Dúllu 20-012 og hún er undan Klaka 22-005.

 


Hrafntinna 20-005 

 


Hrútur undan Hrafntinnu 20-005 og undan Óðinn 20-001.

 


Gimbrin á móti.

 


Skotta 20-008 með svakalegan bola undan 20-202 Kóng frá Bergi hitt lambið hennar fæddist dautt svo hann gengur einn undir.

 


Blesa 20-009 með gimbur undan Bassa 21-001 og hún er með aðra líka en hún var aðeins frá þegar ég tók myndina.

 


Hrútur undan Ósk 18-010 og Gimstein 21-899. Þrílembingur.

 


Gimbrin á móti hrútnum svo er annar hrútur sem var vaninn undir Brá.

 


Þessi gimbur er undan Melkorku 20-017 og Blossa 22-004

 


Hin gimbrin á móti.

 


Þessi er sæðingur undan Grettir 20-877 og Doppu 21-007. Gimbrin á móti dó í sumar það var örugglega keyrt á hana.

 


Hér er Rúmba 21-009

 


Hér er hrúturinn hennar svakalega fallega dökkmórauður og það á að vera annar á móti en ég sá hann ekki þarna kanski var hann einhverstaðar á bak við í hlíðinni.

 


Hér er Snæfellsjökulinn orðin ansi sköllóttur að sjá og það var meira segja hætt að fara ferðir upp á hann í sumar því það var of lítill snjór á honum.

Open photo

Hitti hana Hrafney mína þegar ég fór niður í Búland og auðvitað fékk hún klapp og klór.

Hér er nýjasta kinda stofu djásnið mitt sem Emil var að gefa mér ekkert smá falleg skraut kind sem við fengum í Húsgangahöllinni og hún var til sýnis þar og auðvitað spurði Emil hvort hún væri ekki til sölu og hún var keypt fyrir kinda sjúklinginn mig. Henni svipar nú alveg til hennar Hrafney.

 

24.08.2023 08:55

Kindarúntur í ágúst


Klara 18-015 með lömbin sín undan Bassa 21-001.

 


Þessi gimbur er undan Fjöru 22-021 sem er undan Klöru hér fyrir ofan og þessi gimbur er undan sæðingarstöðvarhrútnum Baldri 19-886. Hún virkar mjög þykk og fallega gerð.

 


Díana 22-019 orðin svo stór og falleg hún er í eigu Eriku Lillý vinkonu Emblu.

 


Hér eru hrútarnir hennar sem eru undan Ingiberg kallaður Bibbi 20-442.

 


Hér er falleg gimbur undan Einstök 19-008 og 20-001 Óðinn.

 


Hér er hrúturinn á móti gimbrinni.

 


Hér er Álfdís 21-015 í eigu Kristins með gimbrarnar sínar undan Kóng 20-202 frá Bergi.

 


Birta 17-006 með gimbrarnar sínar undan 22-003 Byl.

 


Þessir bræður eru undan Tertu18-013 og 20-202 Kóngur frá Bergi.

 


Hér sjást þeir betur.

 


Svakalega fallegar gráar gimbrar frá Sigga undan 17-706 Hélu og Byl 22-003.

 


Hér er Héla .

 


Bredda 22-202 frá Sigga með gimbrar undan Blossa 22-004.

 


Bót 22-204 frá Sigga með gimbrar undan Byl 22-003.

 


Kolbrún 19-905 frá Sigga með gimbrar undan Kóng 20-202 frá Bergi. Ég fór að taka mynd af henni um daginn og hún kom til mín og fékk klapp og var svo spök við mig úti alveg magnað hvað þær eru alltaf að bætast við í hópinnn að vera gæfar við mig úti.

 


Botnía 19-903 frá Sigga með hrút og gimbur undan Glúm 21-033 frá Guðmundi Ólafs Ólafsvík.

 


Svakalega fallegur hrútur hjá henni.

 


Gimbrin mjög þykk og glæsileg að sjá.

 


Tígull 22-002 veturgamall hrútur hann var búnað skilja við hina hrútana og kominn að kíkja á kindurnar.

Hann er undan Bikar 17-852 sæðingarstöðvarhrút og Hrafney 20-007.

 


Budda 21-108 frá Sigga með hrút undan Ingiberg 20-442. Hún á að vera með tvo hrúta en ég sá hana bara með einn núna 20 ágúst þegar ég tók myndina .

 

Hér er Freyja og Birta vinkona hennar að klappa Dorrit hans Kristins hún kom líka þegar Kolbrún kom til mín.

 


Hér eru lömbin hennar Dorrit 21-025 hans Kristins og undan Óðinn 20-001.

 


Glæta 18-803 frá Sigga með hrút og gimbur undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút.

 


Blossi 22-004 veturgamal undan Dökkva 19-402 og Mónu Lísu 14-008.

 


Klaki 22-005 veturgamal undan Bassa 21-001 og Brussu 16-008.

 


Bylur 22-003 veturgamal undan 21-702 Húsbónda frá Bárði og Dóru Hömrum og Randalín 18-016.

 


Reykur 22-449 veturgamal frá Sigga í Tungu og var fengin hjá Friðgeiri og Knörr.

Fyrir aftan hann er Ás 22-001 veturgamal undan Prímus 21-005 og Snúllu 17-101.

 


Hér eru þeir allir saman veturgömlu hrútarnir nema það vantar Tígull sem var kominn saman við kindurnar.

 


Blossi 22-004.

 


Bylur 22-003 og Klaki 22-005.

 


Reykur 22-449.

 


Ljúfa 22-018 veturgömul.

 


Hér er annar hrúturinn hennar undan Ingiberg 20-442.

 


Hér er hinn á móti.

 


Hann er svo töff þessi.

 


Hríma 15-062 með hrútana sina undan Byl 22-003.

 


Hér er nærmynd af þeim svo fallegir. Þessi mynd var tekin 23 ágúst.

21.08.2023 20:40

Útilegu sumarið mikla

Þann 23 júlí fórum við áfram í útilegu og fórum til Evu og Emma Tóta á Hellishóla. Við fórum svo eldsnemma um morguninn inn í Landeyjarhöfn og tókum

Herjólf til Vestmanneyjar og bílana með við áttum bókað 8 um morguninn svo það var vakanað mjög snemma til að ná að koma öllum af stað á réttum tíma. Við fengum æðislegt veður sól og blíðu og byrjuðum á því að fara og leyfa krökkunum að spranga svo eftir það fórum við aðeins í bakarí og svo á sædýrasafnið og sáum þar Mjaldrana sem vöktu mikla lukku hjá krökkunum að sjá þá svona nálægt í búri ofan í sundlaug. Við kíktum svo á Eldfjallasafnið og það var mjög fróðlegt og mikil upplifun að sjá hvernig var þegar gosið var og heyra söguna. Benóný beið svo auðvitað spenntastur fyrir að fara í sundlaugina sem er alveg æðisleg og engri öðru lík enda með trampólín sem engin önnur sundlaug hefur. En hér koma nokkrar myndir af þessari ferð og þær útskýra sig sjálfar.

 


Hér erum við um borð í Herjólfi. Emil,Emmi Tóti,Eva og Benóný.

 


Benóný alsæll.

 


Ronja Rós og Embla Marína.

 


Freyja Naómí.

 


Hildur Líf og Ronja Rós um borð í Herjólfi.

 


Hér er Hildur að spranga.

 


Ronja Rós líka að klifra.

 


Freyja var alveg óhrædd og fór lengst upp og náði mest að spranga.

 


Embla Marína.

 


Fórum í göngutúr um Stórhöfða.

 


Hér fundum við gæru og sáum nokkrar kindur.

 


Ronja Rós að pósa.

 


Gleymdist aðeins að setja hárið á Ronju  bak við eyrun he he.

 


Sáum þessa inn á sædýrasafninu með nafninu Freyja.

 


Og þessa mátti til að taka mynd af þeim með nafninu okkar.

 


Embla og Ronja inn á safninu.

 


Hér er svo Mjaldurinn litla Hvít held ég þær voru mjög vinalegar og þáðu athyglina vel að láta taka mynd af sér.

 


Hér var verið að fá sér nesti áður en við fórum á eldfjallasafnið. Eva var svo frábær að smyrja samloku fyrir alla.

 


Embla tók þessa mynd fyrir mig fyrir ofan Eldfjallasafnið og yfir Vestmanneyjar.

 


Hér erum við inn á safninu og allir að hlusta af mikilli athygli.

 


Skoðuðum svo Herjólfsdal.

 


Borðuðum svo á Tanganum sem var mjög gott og hér er Ronja Rós að lita hún er svo mikill snillingur.

 


Freyja Naómí.

 


Við fórum svo aftur til baka kl 8 um kvöldið eftir mjög skemmtilega ferð.

 


Hér eru þau í barnahorninu að horfa á mynd.

 


Við vorum svo á Hellishólum til 26 júlí. Við fórum tvisvar í sund á Hvolsvelli á þessum tíma.

 


Hér er leiksvæðið á Hellishólum mjög fínt fyrir krakkana.

 


Hér eru Freyja,Embla og Aron að spila inn í fortjaldi hjá okkur.

 


Hér erum við búnað færa okkur yfir í Hveragerði og erum úti að spila þetta spil sem er mjög skemmtilegt maður er með kúlur á bandi og á að reyna sveifla þeim svo þær festist á spýtunni og færð stig frá einum upp í þrjá eftir hvar þú hittir og sá sem er fyrstur að ná 21 stigi vinnur.

 


Hér eru skvísurnar Hildur Líf og Ronja Rós að skvísast í sólinni með dótið sitt.

 


Svo með þetta að pósa fyrir mig he he.

 


Við áttum bókað í nokkra daga í Hveragerði og ætluðum svo að framlengja og þá var búið að bóka stæðið okkar svo við þurftum að færa okkur yfir þessa hæð og yfir í næsta hólf en það gekk fljótt fyrir sig og við tókum svo nætur þar til 1 ágúst.

 


Hér erum við komin yfir hólinn og yfir í næsta hólf og Eva og Emmi eru í miðjunni og svo komu vinir okkar Raggi frændi og Regína og eru á hinum endanum svo við mynduðum svona hring.

 


Hér eru þau að syngja og dansa saman Ronja,Hildur og Kristmundur.

 


Hér vorum við í kubb stelpur á móti strákum.

 


Benóný sáttur að borða lu kexið sitt.

 


Hildur og Ronja að skottast á leikvellinum í Hveragerði.

 


Fórum á þennan geggjaða pizzustað í Hveragerði Hofland og veltum lengi fyrir okkur þessari mynd hvað við könnuðumst eitthvað við hana svo allt í einu kveiktum við á perunni þetta er Ólafsvík he he þá er þetta mynd af Hveragerði og Ólafsvík því konan sem á staðinn er frá Hveragerði og maðurinn var frá Ólafsvík. Mjög falleg mynd og ég mæli svo hundrað prósent með að þið gerið ykkur ferð bara í Hveragerði til að fá ykkur pizzu þar því þær eru geðveikar ég held ég hafi bara aldrei fengið eins góða og framandi pizzur eins og þau eru með alveg geggjaðar og þjónustan alveg til fyrirmyndar.

 


Næsti staður var svo Akranes og hér erum við búnað mynda U hringinn okkar við, Emmi og Eva og Raggi og Regína.

Við stoppuðum hér í eina nótt.

 


Og auðvitað var farið á langþráða staðinn að hoppa í sjóinn upp á Akranesi og hér er Aron og Embla.

 


Hér er Embla að hoppa af trampólini.

 


Hér hoppar Freyja. Þær hoppuðu svo af öllum pöllunum meira segja efsta.

 


Það var lokuð sundlaugin á Akranesi svo við skelltum okkur í sundlaugina á Hlöðum í Hvalfirði sem var lengi búnað vera á listanum hans Benónýs að klára.

 


Hér má sjá hana.

 


Emil fór rúnt með stákunum til Rvk í klippingu og ég og krakkarnir vorum boðin í vöfflur hjá Steinari og Gullu og hér er Embla með Mattheu sem var svo glöð að vera hjá Emblu fænku sinni. Það var svo yndislegt veður og alger steik á svölunum hjá þeim og Benóný var svo ánægður að fá vöfflur.

 


Verið að hafa það kósý að lita í hjólhýsinu.

 


Við fórum svo í sund í Borgarnesi á leiðinni frá Akranesi og næst liggur leið okkar til Húnavalla og ætlum að verja verslunarmannahelginni þar.

 


Hér erum við svo komin til Húnavalla seint um kvöldið 2 ágúst. Hjólhýsið okkar er með hvíta fortjaldinu og svo er Evu og Emma með stóra uppblásnafortjaldinu.

 


Hér sést okkar betur. Þetta var frábær aðstaða á Húnavöllum við höfðum aðgang af klósettum svo voru inni í skólanum og þau voru mjög snyrtileg og flott svo var stórt íþróttahús sem krakkarnir máttu leika sér inn í með körfubolta og fótbolta og köðlum með stórri dýnu og svo var líka lítil sundlaug og heitur pottur sem hægt var að fara í og svo bak við skólann var flottu leikvöllur fyrir krakkana. Við höfðum þessa lóð sem sést á myndinni alveg útaf fyrir okkur og hópinn sem við fórum með þangað. Það var alveg frábært að eyða helginni hér með frábærum hóp af hressu og skemmtilegu fólki sem skipulagði helgina svo frábærlega að allir voru að njóta og hafa gaman. Vinir okkar voru búnað skipuleggja þessa helgi og buðu okkur að koma með og við erum rosalega ánægð og þakklát með að hafa tekið þátt í þessari mögnuðu helgi.

 


Hér er sundlaugin á Húnavöllum.

 


Heiti potturinn.

 


Það gat verið svolítið svalt á kvöldin og hér má sjá alla í úlpu og með teppi. Það var farið í leiki á kvöldin sem var búið að skipuleggja að fjölskyldur kepptu milli fjölskylda í allsskonar þrautum mjög gaman. Ég missti reyndar stundum af því ég var að svæfa Ronju en þegar hún var sofnuð gat ég tekið þátt.

 


Hér er Eva að taka þátt í einum leik að hún átti að sjúga upp með röri smartís og setja ofan í glas og sá sem náði mest af smartís ofan í vann leikinn.

 


Hér eru Embla og Freyja að keppa með bolta í boltaspili.

 


Hér var setið í hring og farið í hvíslhvísl leik sem vakti mikla lukku.

 


Hér er ég með Ronju niður við vatn sem er fyrir neðan Húnavelli.

 


Snorri Rabba var með bátinn sinn og fór með alla krakkana og var að draga þá á svona slöngu sem var algert ævintýri fyrir þau.

Ekkert smá flott hjá honum að gera þetta fyrir þau.

 


Meira segja Benóný fékkst til að fara í blautbúning og fara með þeim og fannst mjög gaman.

 


Hér eru Hildur og Ronja í bátnum. Við fórum með Emma að veiða.

 


Benóný kátur í bátnum.

 


Mikið sport að vera um borð en það var nú ekki mikið um fisk í þetta skipti við náðum engum og svo voru krakkarnir orðnir óþolinmóðir og vildu komast í land.

 


Ég ákvað að prófa að kasta aðeins eftir að við komum í land og búmm fékk einn og Embla var mjög sátt en sleppti honum svo aftur út en markmiðinu var náð ég er allavega búnað veiða einn fisk í sumar he he.

 


Við tókum rúnt einn daginn inn á Hvammstanga til að fara í sund þar með Benóný. Hina dagana var svo farið í sund á Blöndósi og Húnavöllum því það varð alltaf að vera ein sundlaug á dag í öllu ferðalaginu okkar það var skylda fyrir Benóný.

 


Hér er svo leikvöllurinn á Húnavöllum mjög flottur.

 


Hér eru Embla og Freyja að taka þátt í fjölskyldu kubb keppninni.

 


Hér eru fleiri í kubb keppni þetta var svo stórt og mikið tún og nóg pláss til að gera leiki.

Regína Ösp og Ólöf Birna sáu um að skipuleggja leikina og dagskrána ekkert smá flott hjá þeim.


Embla sátt í kósý peysunni sinni og sokkunum sem koma vel að notkun svona á kvöldin þegar fór að kólna.

 


Eftir verslunarmannahelgina lá leið okkar norður og við komum við hér í Varmahlíð og fórum í sund.

 


Næsti staður var svo Hrafnagil og með okkur fóru Raggi,Regína og börn, Snorri,Ólöf og Birgitta,Gylfi,Hafrún og Margrét og bróðir Regínu og fjölskyldan hans og tengdamamma. Við áttum mjög skemmtilegan tíma saman og fórum meðal annars í Ship line og Skógarböðin og margt fleira.

 


Það var kíkt í jólahúsið sem er alltaf skylduheimsókn þegar maður fer norður.

 


Hérna er hann Kristmundur frændi sem er sonur Ragga og Regínu og hann er alveg æði svo mikil gullmoli og alger prakkari og mikill smíðakarl sem elskar að negla niður tjaldhæla og laga alveg yndislegur og  skemmtilegur.

 


Hér er verið að gæða sér á graflax í morgunmat.

 


Krakkarnir voru búnað ákveða að fara í zip line og svo vildi svo til að það var laust fyrir fleiri og Emil sagði mér að skella mér og ég ætlaði ekki fyrst en svo fyrst Regína og Hafrún voru að fara ákvað ég að skella mér með og ég sá ekki eftir því þetta var rosalega skemmtilegt og mikill upplifun.

Hér erum við svo hópurinn Hafrún,Birgitta,Embla,Regína,ég,Margrét,Benóný og Freyja.

 


Hér erum við að labba í línurnar það var alveg smá labb á milli.

 


Benóný að gera sig kláran hann er svo með þetta og var svo flottur og tók þetta með stæl.

 


Embla og Freyja svo til í þetta en pínu stressaðar.

 


Hér erum við ég ,Regína og Hafrún.

 


Hér er Freyja að síga.

 


Hér eru svo allir sáttir búnir með allar línurnar.

 

Hér erum við mætt í Skógarböðin sem er alveg geggjaður staður. 

Við fórum allur hópurinn saman mjög gaman.


Ronja Rós.

 


Við Emil að njóta.

 


Svo mikil sól hjá Emblu.

 


Freyja í sólinni.

 


Það kom að því að sundskýlan hans Benóný varð útbrunnin af rennibrautunum he he enda búið að vera stanslausar rennibrautir og margar ferðir í Akureyrar sundlaug. Hrafnagil og Þelamörk svo ég mátti til að sýna hvernig hún fór á endanum he he.

 


Hér er prinsessan hún Ronja Rós á Glerártorgi því auðvitað þurftum við að gera okkur ferð til að kaupa nýja sundskýlu fyrir Benóný.

 


Við fórum í árlegu heimsóknina okkar til Birgittu vinkonu og Þórðar á Mörðuvöllum og þar er alltaf tekið svo vel á móti okkur og yndislegt að koma til þeirra og krakkarnir alveg elska heimsókninar okkar til þeirra og Embla og Freyja voru ekki með að þessu sinni því þær vildu fara í sund inn á Akureyri með frænku sinni en urðu svo pínu afbrigðusamar þegar þær heyrðu að Ronja og Benóný fengu að fara með strákunum að gefa kindunum brauð sem voru í girðingu rétt hjá og þar var spakur lambhrútur sem þau voru að klappa. Það er gaman að segja frá sem ég hef örugglega áður sagt að við Birgitta kynntumst í gengum heimasíðurnar okkar og áhugamálið okkar um kindur og upp frá því hófst okkar vinskapur og höfum við haldið sambandi og hist síðan 2011 og Birgitta var einmitt búnað setja það inn á sína síðu hún er svo svakalega dugleg að blogga og það kemur nýtt á hverjum degi og mjög gaman að fylgjast með hjá henni mæli hiklaust með að kíkja á síðuna hennar.

 


Hér er Benóný við sundlaugina á Akureyri. Það var farið í margar ferðir þar hann alveg elskar þessa sundlaug.

Hann hefði vilja fara í sundlaugina á Dalvík en við kíktum þangað á laugardeginum á Fiskideginum mikla og það var svo rosalega mikið af fólki að það var ekki hægt að fara í sundlaugina þá svo það verður bara vera næst þegar leið okkar liggur norður.

 


Við fórum svo heim mánudaginn 14 ágúst og Siggi var búnað slá há tvo tún og Emil fór og rúllaði og það voru 3 rúllur í heildina og svo varð auðvitað Benóný að fara strax og sjá rennibrautina sem er ekkert smá glæsileg og svo stór hann alveg geislar af gleði og spenning að bíða eftir henni.

Þá er þessu mikla útilegu sumri að ljúka og við erum búnað eiga alveg magnaðan tíma saman og samveru með vinum og búa til dýrmætar minningar.

Þegar heim var komið byrjaði Ronja á leikskólanum og fór í einn dag svo varð hún greyjið mjög veik og var með 40 stiga hita frá fimmtudegi til mánudags og ég fór svo með hana og lét skoða hana og hún er komin á sýklalyf svo vonandi fer hún núna lagast greyjið hún er búnað vera alveg límd við mömmu sína og lítið gert nema vera með hana í fanginu.

En núna gafst mér loks tími til að blogga niður ferðalagið okkar og svo átti Benóný 14 ára afmæli þann 19 ágúst og var hálf vonlaus yfir deginum því Ronja var svo veik en var svo heppin að eiga svona góða ömmu Freyju og afa Bóa en þau fóru með hann á Akranes og Emil var þar því hann fór í einn dag að steggja Marinó bróðir sinn sem er að fara gifta sig næstu helgi.

Þeir fóru svo til Rvk Benóný og Emil og fóru í bíó og sund og fengu dominos svo dagurinn varð fullkominn eftir allt og Benóný mjög sáttur.

Ég er búnað fara nokkra kinda rúnta eftir að ég kom heim enda orðin mjög óþreyjufull að komast ekki svona lengi og ég er búnað ná flottum myndum af fallegum lömbum svo það kemur inn á næstunni á eftir þessu bloggi.

 

 

23.07.2023 12:59

Kinda rúntur 22 júlí


Ástrós með hrútinn sinn undan Ás.

 


Rósa með hrút og gimbur undan Ás.

 


Hér er tvílembingur undan Díönu gemling sem Erika á.

 


Hér er hinn á móti þeir eru undan Bibba.

 


Hér er Hrísla með móbottnóttan hrútinn sinn undan Grettir sæðingarstöðvarhrút.

 


Virkar mjög fallegur. Hrísla er gemlingur.

 


Hér eru tveir vel dökkir mórar undan Blossa og Rúmbu.

 


Hér eru þeir aftur.

 


Hér líka.

 


Hér er Branda gemlingur hennar Emblu með gráu gimbrina sína undan Kóng frá Bergi.

 


Lára gemlingur með gimbur undan Byl.

 


Hér sést gimbrin betur. 

 


Ósk með gimbrina sína undan Gimstein sem er með verndandi gen.

 


Vigdís hans Kristins með gimbrar undan Bassa. Þessar tvær fyrir aftan hana eru móðurlausar og ég er búnað ná komast af því að það vantar Bylgju sem var móðir þeirra og hún er alsystir Bassa og það er mjög furðulegt að við misstum Bassa hann fékk barkabólgu núna í sumar svo þau systkynin hafa bæði farið í sumar.

Það var svo líka gimbur sem ég var búnað ákveða að setja á sem var mógolsuflekkótt og undan Gretti sæðingarstöðvarhrút og Doppu en það var keyrt á hana mjög leiðinlegt.

 

23.07.2023 12:35

Kinda rúntur 17 júlí


Ronja Rós og Freyja Naómí að tala við hrútana Diskó og Prímus.

 


Hér er Álfadís með gimbranar sínar undan Byl.

 


Ljúfa með hrútana sína undan Bibba.

 


Freyja og Ronja með Hrafney sína sem er alveg ótrúlega gæf kind sem kemur alltaf til okkar.

 


Hér er hrútur undan Doppu og Grettir sæðingarstöðvarhrút og svo móbotnóttur undan Hríslu gemling og Grettir líka.

 


Melkorka með móbotnótta gimbur undan Blossa okkar.

 


Hér er mógolsótt á móti hinni undan Melkorku.

Þær eru fallega dökkmórauðar.

 


Hrafntinna hennar Jóhönnu með lömbin sin undan Óðinn.

 


París og Hrísla.

22.07.2023 20:35

Fyrsta útilegan 4 júlí og heyskapur


Fórum í fyrstu útileguna 4 júlí og gistum í Mosskógum í Mosfellsbæ og það var mjög kósý og flott tjaldstæði. Við ætluðum að fara lengra en það var svo

mikið rok að við ákváðum að vera þar í tvær nætur og sem betur fer því það kom í ljós að vatnsdælan á hjólhýsinu var ónýt og svo var svo mikið rok á leiðinni suður að báðir speglarnir fuku af og svo kom í ljós að sjónvarpið í hjólhýsinu var ónýtt líka svo það urðu talsverð útgjöld í þessari fyrstu útilegu svo það var ágætt að vera nálægt búð til að græja alla hluti svo allt myndi vera í lagi.

 


Benóný uppgötvaði að rennibrautin í dalslaug væri komin upp og hlakkar mikið til þegar hún verður opnuð.

 


Tókum rúnt í Keflavík og skoðuðum Skessuhellir.

 


Hér eru þau að prófa stólinn.

 


Embla að máta klossana.

 


Fórum með krakkana í fyrsta skiptið í Bláa lónið rétt áður en gosið hófst.

 


Þetta var skemmtileg upplifun fyrir þau.

 


Stelpurnar að fá sér maska.

 


Ein fjölskyldu selfie.

 


Næst lá leið okkar á Selfoss og Eva og Emmi vinir okkar komu líka.

Við kíktum líka á Irmu og Nonna en þau voru í Þykkvabæ á tjaldstæði rétt hjá Hellu og fjölskyldan hennar Irmu var þar líka

mjög gaman að hitta þau við hittum þau svo aftur þegar við fórum upp í Árnes þá voru þau búnað vera þar í nokkra daga.

 


Þar var svo bæjarhátíð sem kallast kótilettan og hér eru stelpurnar Ronja okkar og Hildur dóttir Evu og Emma að horfa á íþrótta álfinn og ávaxtakörfuna.

 


Það kom svo skemmtilega á óvart að það var tívolí líka fyrir Benóný.

Hér fyrir aftan hann eru bollar sem lúkkuðu voða saklausir en svo var þetta rosalegt tæki

sem fór ekkert smá hratt og var svakalega skemmtilegt.

 


Ronja og Hildur.

 


Hér eru þau í fallturn.

 


Hér var eitt rosalegt tæki en Benóný þorði ekki í það en stelpurnar létu sig hafa það og fóru í það.

 


Hér eru þær að fara af stað og mömmuhjartað á fullu að sjá þær fara upp.

 


Svo gaman saman í útilegu og spila. Við fórum líka í sund á Selfossi sem er mjög fín sundlaug með rennibraut.

 


Krakkarnir voru svo dugleg að spila hér er Embla,Freyja og Aron.

 


Svo krúttaðar saman Ronja Rós og Hildur Líf.

 


Hér eru þau í kubb.

Við vorum í nokkra daga á Selfossi og Emil skaust heim að heyja á sunnudeginum og ég varð eftir með krakkana og Eva var líka eftir og Emmi fór á strandveiðar og hann og Emil fóru saman vestur. Þeir komu svo aftur á miðvikudeginum og við færðum okkur svo daginn eftir í Árnes.

 

 

Hér erum við komin í Árnes og Hreinn og Rósa vinir okkar voru líka með okkur á Selfossi og færðu sig líka.

 


Ronja að borða í fortjaldinu okkar.

 


Emil og Embla. Það var mikið spjallað og tekið spil á kvöldin mjög gaman.

 


Tókum rúnt inn á Flúðir og fórum og fengum okkur flúðasveppa súpu og hlaðborð sem var alveg geggjað gott svo skelltum við okkur í elstu sundlaug landsins sem er gamla laugin á Flúðum. Það var líka farin einn daginn í sund á Borg sem var mjög gaman.

 


Hér er Benóný hann vildi þó ekki snerta botninn svo hann var bara í kork svo hann gæti haldið sér uppi.

 


Hér er Embla við laugina og við röltum svo í kring að skoða heita hveri í kringum laugina.

 


Emil með Hildi og Ronju.

 


Hér er Benóný og Ronja við sundlaugina í Árnesi. Við fórum svo líka í sund inn á Hellu tvisvar enda er það mjög skemmtileg laug og svo fórum við líka í sund inn á Hvolsvöll sem er líka mjög fín sundlaug.

 


Emmi að grilla sykurpúða með krökkunum það er alltaf mikið sport.

 


Freyja og Aron svo góðir vinir.

 


Við fórum svo heim á mánudeginum 17 júlí og Emil fór beint í heyskap að rúlla inn í Tungu.

Siggi og Kristinn voru búnað slá og gera heyið tilbúið.

 


Hér er Ronja Rós sátt að vera komin heim.

Við skyldum hjólhýsið eftir fyrir sunnan því við förum fljótlega aftur í útilegu eftir heyskap.

 


Hér er Kristinn að raka saman.

 


Siggi er á plastaranum.

 


Emil á rúlluvélinni.

 


Hér er það sem þeir heyjuðu fyrst inn í Fögruhlíð 10 júlí og það voru 44 á stóra stykkinu og 6 af lítla stykkinu við afleggjarann á Fögruhlíð.

 


Hér er verið að heyja inn í Kötluholti og það voru 

KH 1 voru 26

KH 2 voru 5

KH 3 voru 29 

Alls 60 rúllur af Kötluholti.

Við ætluðum svo að keyra rúllurnar heim á fimmtudeginum 20 júlí en þá náðum við ekki vörubílnum í gang og það fór allur dagurinn í bras í sambandi við það og ég þurfti svo að fara suður með Benóný á föstudeginum því hann fór í tannréttingar og þá gat Emil keypt nýja rafgeyma í vörubílinn og hann og Bói græjuðu það og þá fór vörubílinn í gang og þeir gátu klárað að koma rúllunum upp í Tungu.

22.07.2023 20:06

Ólafsvíkurvaka 29 júní

Hæ hef verið upptekin seinustu vikur fórum í útilegu strax eftir Ólafsvíkurvöku og því ætla ég að setja hér inn núna þegar hún var fyrstu vikuna í júlí.

Hún var mjög glæsileg og frábær dagskrá og þeir sem sáu um hana eiga stórt hrós skilið. Veðrið var ekki alveg að spila með okkur og náðum við ekki að grilla út í götu eins og oft hefur verið á Ólafsvíkurvöku svo núna var bara borðað hver í sínu húsi í okkar götu allavega. Við í gula hverfinu hittumst alltaf á fimmtudagskvöld og skreytum saman hverfið okkar og það hefur alltaf verið vel skipulagt og eins og áður þá héldum við okkar titil að vera best skreytta hverfið. Steindi og Auddi komu í sjómannagarðinn og héldu upp stuðinu alltaf svo hressir og frábærir og svo skelltum við okkur á ball með þeim og Rikka G

og það var alveg svakalega gaman og dansað eins og engin væri morgundagurinn.

 


Hér er verið að skreyta og undirbúa.

 


Hér er húsið okkar vel skreytt af gulu.

 


Hér er annað sjónarhorn. Þessa önd keyptum við á Kanarý og tókum með okkur heim.

 


Hér er fyrir utan hjá okkur.

 


Stelpurnar tóku þátt í litahlaupi sem vakti mikla lukku.

 


Embla og Erika að pósa á litagötunni sem er mjög vinsæl með að taka myndir í Ólafsvík.

 


Ronja í blöðrulita hringunum sem allir hlaupararnir komu í mark.

 


Ronja Rós tilbúin í skrúðgönguna þar sem allir í gula hverfinu hittast og labba saman inn í sjómannagarð.

 


Allir vel gulir.

 


Embla og Erika vinkonurnar Erika í appelsínugula hverfinu.

 


Bói og Díana .

 


Benóný svo lukkulegur að fá mynd af sér með Steinda.

 


Við mæðgurnar saman.

 


Emil með Ronju og Benóný.

 


Emil var tekinn upp á svið í leik.

 


Hér eru Steindi og Auddi í sjómannagarðinum.

 

22.06.2023 18:38

Rúntur 22 júní


Þessi gimbur er frá Jóhönnu og er undan Dögg og Tígul. Tígul er veturgamal hrútur 

undan Bikar sæðingarstöðvarhrút.

 


Elísa hans Kristins með skytturnar þrjár sem eru undan Byl.

 


Ósk með lömbin sín undan Gimstein og gimbrin hennar er með verndandi gen.

 


Hér er gimbrin.

 


Vaíana og hrúturinn hennar.

 


Hér er hann svo mikið krútt. Ég var að taka myndir í dag og þá kom Vaíana til mín að fá klapp því

hún sá hvað Hrafney var lengi hjá mér og svo elti Hrafney mig og klóraði í mig og vildi fá meira klór á bakið og klapp.

 


Hér er uppáhaldið mitt hún Hrafney.

 


Hrútur undan Reyk og Köku. Reykur er veturgamal hrútur frá Sigga sem hann fékk hjá Friðgeiri á Knörr.

 


Hinn hrúturinn á móti.

 


Skotta með hrútinn sinn undan Kóng frá Bergi.

 


Randalín með lömbin sín undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút.

 


Bassi.

 


Prímus og Diskó . Þeir komu líka til mín að fá klapp og klór.

21.06.2023 22:27

Rúntur 21 júní


Hér er Hildur gemlingur með lömbin sín undan Ingiberg kallaður Bibbi.

 


Grýla hans Sigga með lömbin sín undan Byl.

 


Hér eru þau í nærmynd.

 


Budda hans Sigga með hrútana sína undan Ingiberg

 


Þetta er Villimey sem ég lét Bárð hafa og hún er undan Vetur sæðingarstöðvarhrút og hér er hún með lömbin sin.

 


Hér er Bylgja með gimbrina sína undan Óðinn.

 


Þessi gimbur gengur undir Bylgju og er þrílembingur undan Randalín og Hnaus sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér er Bylgja með þær báðar.

 


Hér er Epal með hrútana sína undan Blossa. Orka er fyrir aftan hana með sín lömb.

 

20.06.2023 09:31

Rúntur 19 júní og Hrafney


Hér eru hrútarnir hennar Ljúfu gemling þeir ganga báðir undir og eru undan Ingiberg( Bibba ).

 


Hér sést sá svartflekkótti betur.

 


Hér er Ljúfa með hrútana.

 


Hér er Álfadís hans Kristins með gimbrar undan Kóng frá Bergi.

 


Hér sjást þær betur mjög fallegar.

 


Hér er Doppa með gimbur og hrút undan Grettir sæðingarstöðvarhrút.

 

Hér sjást þau betur.

 


Hér er Magga lóa með gimbrina sína undan Blossa.

 


Benóný og Ronja að klappa Blesu.

 


Lömbin hennar Blesu þau eru undan Bassa.

 


Hrafney komin til Ronju og Benóný hún er alveg einstök kind við vorum að keyra inn í Mávahlíð og

hún var fyrir neðan veginn og ég kallaði í hana og þá kom hún til okkar til að fá klapp og knús.

 


Hér er Benóný og Hrafney svo góðir vinir.

 


Hér er Vaíana með hrút undan Gimstein sem er með vernandi gen grænan fána og bláan.

 


Hér er hann Demantur sem verður spennandi að skoða í haust.

 


Hann er mjög stór og fallegur hrútur.

 

 

Hér er Dorrit hans Kristins með gimbur og hrút undan Óðinn.

 


Hér sjást þau betur.

 


Spyrna 21-019

 


Hér eru lömbin hennar undan Þór sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér er Ronja Rós.

 


Ég fór með Benóný inn í sveit og tók af honum fermingarmyndir því ég átti það

alltaf eftir það var aldrei nógu gott veður til þess.

 


Ég tók líka af honum í skóginum í Ólafsvík það er mjög fallegur staður til að taka myndir.

18.06.2023 10:45

Morgun rúntur 18 júní


Margrét gemlingur.

 


Hér eru gimbrarnar hennar undan Tígul.

 


Gyða Sól með gimbrina sína undan Klaka.

 


Hér er hrúturinn hennar.

 


Hér er Blóma gemlingur hans Kristins með hrút undan Byl og svo er Disa með

hrút og gimbur undan Bassa.

 


Hér sjást þau betur.

17.06.2023 23:38

Lamba rúntur 17 júní


Þessi var að spóka sig í Tungu ósnum.

 


Hér eru hrútarnir hennar Tertu undan Kóng frá Bergi og svo er Snúra gemlingur með gimbur undan Glúm frá Gumma Ólafsvík.

 


Brá með hrútinn sinn undan Þór sæðingarstöðvarhrút.

 


Óskadís með hrútana sína undan Blossa.

 


Mávahlíð með gimbur og hrút undan Glúm frá Gumma Ólafsvík.

 


Krúttleg Grána hjá henni.

 


Þessi Móra er frá Gumma Óla Ólafsvík og hún er með mjög fallegar gimbrar og verður sú móflekkótta án efa sett á.

 


Komma hennar Jóhönnu með lömb undan Prímusi.

 


Sáum Perlu með ofboðslega falleg lömb hrút og gimbur undan Alla sæðingarstöðvarhrút.

 


Vigdís hans Kristins með lömbin sín undan Óðinn.

Við létum taka sýni úr lömbunum sem við fengum undan Gimsteinn og við fengum 4 lömb og

af þeim voru 2 sem fengu grænan fána ein gimbur undan Ósk og svo einn hrútur undan Vaíönu og hrúturinn

undan Vaíönu er bæði með grænan og bláan svo hann er með verndandi og lítið næma sem hlýtur að vera mjög gott.

Siggi á einn hrút og hann fékk grænan fána líka og er þá verndandi svo það verður mjög spennandi að sjá þessi 

lömb í haust.

16.06.2023 05:23

Fyrsti lamba rúnturinn 12 júní


Óskadís með hrútana sína þeir eru báðir mórauðir og eru undan Blossa.

 


Hér er Hrísla gemlingur með hrútinn sinn undan Grettir sæðingarstöðvarhrút.

 


Hann virkar mjög öflugur ég er mjög spennt fyrir hvernig hann kemur út i haust.

 

 

Brúska hans Sigga með lömin sín undan Kóng frá Bergi.

 


Þrílemba frá Sigga með lömb undan Ingiberg.

 


Branda hennar Emblu með gráa gimbur undan Kóng frá Bergi.

 

Ástrós með gimbur og hrút undan Ás.

 


Stelpurnar að fara niður í fjöru.

 


Hér eru þær komnar ofan í sjó.

09.06.2023 09:16

Borið á túnin og sauðburði lýkur


Hér er Emil að bera á inn í Fögruhlíð á mánudagskvöld 5 júní.

 


Hér er verið að setja áburðinn á dreifarann.

 


Ronja Rós var alveg að njóta sín í traktornum.

 


Bríet hans Kristins bar 3 júní hrút undan Ljóma.

 


Prinsessa bar 5 júní gimbur undan Byl.

 


Glóey bar 8 júní gimbur undan Byl. Við héldum að hún væri geld eða hafi látið því það var svo lítið 

undir henni en vildum ekki alveg útiloka það svo við héldum henni inni lengur og svo bar hún skyndilega

en það er mjög lítil mjólk í henni og hefur Siggi verið að gefa lambinu pela og ég hef verið að láta það 

sjúga annan gemling til að fylla sig en við létum þetta svo duga það er farið að fá eitthvað úr Glóey því það

þarf ekki mikið í viðbót af pela til að fylla sig svo við slepptum henni út í girðingu á græna grasið og 

vonandi fer þá að koma meiri mjólk í hana. Sauðburðurinn endaði svona í brasi þessir þrír gemlingar sem báru 

voru lengi að taka lömbin sín og börðu þau fyrst og þurftu svona einn dag til að átta sig áður en þeir voru góðir við þau

nema þessi mórauða hún vildi lambið en þá var ekki nóg mjólk en mikið er nú gott að þetta hafðist allt saman og nú

er allt komið út þá líður manni svo vel.

 


Hér eru Prinsessa og Bríet komnar út.

 


Hér er Glóey komin út.

 


Hér sést betur lambið hjá Bríet.

 

 


Hér er Embla og Bói afi hennar að teyma Ösku folaldið hennar Emblu inn í Varmalæk.

 


Hér eru þau alveg að verða komin.

 


Hér eru þau svo komin en ástæðan fyrir því að þurfti að teyma folaldið var afþví að hestarnir tóku á sprett inn eftir 

og folaldið náði ekki að fylgja þeim eftir.

 

 

09.06.2023 07:06

Sjómannadagur og sjóhopp


Embla Marína tók þátt í flekahlaupinu á sjómannadaginn.

 


Embla á fleygiferð og fer létt með þetta.

 


Hún vann stelpuflokkinn í flekahlaupinu svo flott hjá duglegu Emblu okkar og eins og 

sést á myndinni þá skrámaði hún sig hressilega á fætinum svo það má segja að sigurinn kostaði hana blóð svita og tár.

 

Svo glæsilegt hjá henni.


Hér eru stelpurnar að hoppa í sjóinn.

 


Hér eru sjó garparnir.

 


Freyja Naómí alveg með þetta.

 


Hér eru þær komnar niður á bryggju.

 


Erika og Embla búnar að hoppa.

 


Hér eru þær að leika sér inn í Bug á vaðlinum.

 


Hér fórum við með hressingu til þeirra. Þær byrjuðu á því að fara inn í sveit á hestbak og löbbuðu svo inn í Bug til að fara synda og leika sér.

Reyna nýta sumarfriið í leik þó veðrið mætti alveg fara vera betra og hlýna.

 


Hér sést ein kuldaleg sumar mynd af Ronju Rós gefa hænunum he he.

 


Benóný Ísak búinn með 8 bekk.

 


Embla Marína búin með 6 bekk.

 


Freyja Naómí búin með 5 bekk.

 


Skelltum okkur í sund á Lýsuhól á sunnudeginum mjög kósý og rétt náðum að nýta þennan dag áður en verkfallið skall á mánudeginum.

 


Við hjónin á leið á sjómannahófið.

 


Við Benóný fórum til Rvk 13 júní til tannlæknis og læknis og skelltum okkur í bíó áður en við fórum heim aftur á Spider man hún var mjög góð.

 

Flettingar í dag: 316
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188505
Samtals gestir: 69640
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:31:23

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar