Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

03.04.2012 11:38

Á rollu flandri á ýmsum stöðum.

Jæja nú er ég búnað vera á rollu flandri á ýmsum stöðum hjá rollu bændum hér í nágrenninu og byrjaði á því að fara til Stebba og Heimirs í Ólafsvík og síðan til Bárðar á Hömrum og því næst aftur inn í Ólafsvík til Gumma og Marteins. Það sem stóð upp úr var algjörlega breytingin á flekkótta hrútnum hjá Bárði sem er án efa búnað taka rosalegum frammförum og bæta heilmikið við lærin og svo er eins og það hafi verið teygt á honum því svo langur er hann orðinn. 

Emil er svo loksins kominn heim eftir 4 vikna útilegu og hef því loks tíma til að blogga almennilega og óþreytt núna í staðinn fyrir að vera að gera þetta seint á kvöldin þegar börnin eru sofnuð emoticon

Við sprautuðum fyrstu sprautuna bæði hjá sæðisrollunum og hinum um daginn og er núna um páskana kominn tími á seinni sprautuna hjá sæðisrollunum. 
Þetta er allt að verða svo spennandi þegar þessi skemmtilegi tími er framm undan.

Hjá Gumma og Óla er þetta allveg að fara bresta á því hrúturinn hefur sloppið í eitthverjar fyrr en átti að vera og eru þær allveg að fara bera en þeir vita ekki nákvæma dagsettningu svo þeir eru bara öllum stundum í fjárhúsunum he he.

Það var farið í mikla fjárræktarferð seinustu helgi en ég komst ekki í þá ferð svo ég fór bara í stutta ferð á eigin vegum um nágrennið. En hann Svanur í Dalsmynni fór í ferðina og tók flottar myndir og bloggaði svo endilega kíkið á snilldar bloggið hans hér Dalsmynni.123.is en hér kemur svo bloggið mitt emoticon


Hér eru fjárhúsin hjá Stebba í Ólafsík fyrsti viðkomu staður í ferð minni.

Þessar eru hjá Stebba og er þessi golsótta undan Rambó golsótta hrútnum okkar og sú gula er undan Mola.

Hér eru hrútarnir hjá Heimi og Stebba sá flekkótti er undan Topp frá okkur og svo er þetta hann Heisi frá Snorra .

Hér má sjá feikileg lærahold á honum Heisa og mikla fyllingu.

Þá erum við komin á Hamra til Bárðar og hér er hann Freyr með svakalegu lærin sín og ekkert smá stór orðinn og svo er hrúturinn hans Óttars sem er líka með svakaleg læri en ekki eins feitur að sjá. Já þeir fá sko alleg nóg að borða þessir.

Hér sést svo vel lengdin á honum það er eins og það hafi verið teygt úr honum. Mig minni allavega að hann hafi ekki verið svona langur í haust en svo getur það vel verið en allavega þá hefur hann tekið allveg rosalega vel við sér og er þetta örugglega komandi sigurvegari í mislitaflokknum í haust til að viðhalda titlinum hjá Bárði he he.

Svakalega þroskamiklir og holdfylltir gemlingarnir hjá Bárði.

Hér erum við svo komin aftur inn í Ólafsvík og hér er andastofninn hans Óla.

Hér erum við hjá Gumma og er þessi gemlingur allveg að fara bera hjá honum eins og sjá má á júgrinu á honum.

Hér er fjárhúsið og hlaðan hjá Marteini í Ólafsvík.

Hérna eru fjallmyndalegar skjátur sem eru í dekri hjá Marteini en önnur þessi gráflekkótta er frá Gumma og sú mórauða frá Marteini.

Þessi fallega kisa á heima í fjárhúsunum hjá Marteini og er allveg einstaklega ljúf og góð og tók vel á móti okkur þegar hún fékk smá klapp og klór.

Hérna er hrúturinn hans Marteins sem hann keypti af Jensínu og Andrési. Afskaplega fallegur og vel í holdum enda fær hann allveg fyrsta flokks dekur hjá Marteini.

Þær eru stórar og fallegar hjá honum og vel í holdum og  eru 5 þrílembdar hjá honum.

Auðvitað varð svo minn maður að fá að fara aðeins í traktorinn okkar.

Jæja þá er þetta upptalið hjá mér og er svo fullt af myndum hér af þessu öllu saman.

Embla átti afmæli um daginn og fékk hún afmælisgjafir á afmælisdaginn en enga veislu því við ætlum að halda hana við fyrsta tækifæri fyrst Emil er kominn í frí. Ég skellti inn smá myndum af þeim á afmælisdaginn hennar og smá myndum úr afmæli Nonna Sig sem var 30 ára 30 mars og Irma hélt honum svakalega flotta afmælisveislu í klifi svo endilega kíkið á það hér.

28.03.2012 09:29

Embla Marína 1 árs

Jæja tíminn líður nú er hún Embla Marína okkar orðin 1 árs í dag 28 mars. Ég fór með hana í skoðun í gær og er hún 8 og hálft kíló og 74 cm svo hún heldur bara sinni línu. Hún er farin að vera ansi köld í skúffunum í eldhús innréttingunni og klifrar út um allt. Hún er líka farin að labba en nennir því ekki mikið því hún er miklu fljótari á rassinum ;) . Tennurnar hlaðast í hana og er hún komin með 4 allveg niður uppi og niðri en svo er farið að sjást í 3 til viðbótar.
Við leyfðum Emblu og Benóný að opna pakkan til Emblu frá okkur í gær og hertók Benóný það allveg en Embla var hæðst ánægð með kassann utan af bílnum. Benóný fékk nú samt líka pakka og var það slökkviliðsbila tjald og notar hann það sem bílskúr voða lukkulegur. Við leyfðum þeim að opna í gær því Emil er farinn á sjóinn í Sandgerði og kemur ekki fyrr en í páskafrí aftur. Þess vegna verður afmælisveislan bara haldin síðar þegar hann verður í landi en ég ætla að reyna að eiga bara skemmtilegan dag með þeim í dag.


Lukkuleg á nýja Hello kitty bílnum sínum. Elsku Embla okkar innilega til hamingju með daginn þinn.

Alltaf nóg að gera í skúffunum í eldhúsinu.

Benóný með slökkviliðsbíla tjaldið sitt sem hann notar sem bílskúr fyrir bílinn he he.
*

19.03.2012 00:02

Heimsókn á Eystri-Leirárgarða

Á laugardaginn fórum Ég og krakkarnir,Karítas og Siggi í Tungu í heimsókn til Hannesar og Danielu á Eystri Leirárgörðum. Það var allveg ofboðslega gaman að koma til þeirra og skoða. Hannes og pabbi hans eru með hátt í 400 rollur og 60 og eitthvað kýr og eru fjárhúsin og fjósið allveg rosalega flott og tæknileg. Benóný var auðvitað kominn í himnaríki og vildi helst bara eiga heima þarna með Hannesi í traktornum og svo inn að leika með flotta dótið hjá strákunum hans. Meira segja daginn eftir þegar við vorum heima fór hann við dyrnar og sagði koma bil gefa me me og traktor svo ég vissi að hann héldi að hann gæti bara farið aftur í heimsókn til Hannesar he he svo þetta verður minnisstætt hjá honum. 

Hér er Hannes með Benóný í traktornum.

Hér er hann Hrímar hjá Hannesi sem hann fékk hjá okkur. Hann er undan Hrímu og Mola
og er hann rosalega fallegur hjá honum og hefur stækkað allveg rosalega.

Þessir gemlingar eru sónaðir með 2 hjá honum og eru þeir ekkert smá þroskamiklir og 
fallegir hjá honum. Það var meira segja einn sónaður með 3.

Hér er svarti gemlingurinn sem hann fékk hjá okkur undan Drottningu og Negra hans 
Bárðar búnað stækka allveg gríðalega og ekkert smá tinnu svört.

Hér er hin gimbrin sem hann fékk sem er undan Doppu og Herkúles og er hún sónuð 
með 2 og hefur hún einnig stækkað allveg rosalega.

Hér er svo aðalbóndinn sjálfur hann Hannes með fulkommið hey eins og það á að vera.

Við aðeins að kíkja á beljurnar og ætluðu þær allveg að éta okkur he he.

Hér er ein að koma sér fyrir til að láta mjólka sig. Það eru svo fullt af myndum af ferðinni
okkar hér svo endilega kíkið á það.
Hér er litli grallarinn okkar hún Embla sem er aldeilis farin að færa sig upp á skaftið og farin að klifra upp á uppþvottavélina og tæta. Það komst svo upp um hana að hún hafi verið að gæða sér á klósettpappir því hún var með bréf leifarnar á hökunni he he emoticon 
Hún er núna farin að labba líka allveg fullt af skrefum svo þetta fer allveg að koma hjá 
henni og þá verður enn meira að gera hjá mér úff...
Algjör gullmoli það eru svo nokkrar myndir af þeim systkinum hér.

15.03.2012 10:29

Hrútarnir og heimsókn til Óla,Sigga og Brynjars og Gumma Ólafs.

Hér er Brimill og Týr.

Hér er Týr Mána sonur,Golíat Boga sonur sá kollótti ekki allveg í sömu gæðum og svo er Keikssonurinn hann Stormur.

Sakalega falleg forrystu gimbur hjá Óla.

Þessi kynþokkafulli hrútur er til sölu hjá honum Guðmundi Ólafssyni og er undan sæðishrútnum Kalda sem var frjósemishrútur svo ef einhverjum vantar að bæta frjósemina hjá sér þá er um að gera að fjárfesta í þessum gæða grip hjá Gumma sem er í síma 8931017 eftir rómantísku ferðina sem hann er í núna 
Jæja það eru svo fleiri myndir hér af hrútunum og heimsókninni hjá
 Ólafsvíkur bændunum.

08.03.2012 00:22

Seinni rúningur hjá rúningsmeistaranum Chris Hird og félaga hans.


Hér er Chris að verki allveg ótrúlega snöggur og þetta allveg leikur
 í höndunum á honum.

Hér er svo félagi hans með Topp. Þeir fóru nú bara létt með að 
taka af þessum stóru þungu hrútum.

Hér má sjá gimbrarnar hans Sigga í Tungu það er ekki amalegt að fá að taka í svona læri.

Hér er Embla með mér í fjárhúsunum hún var 11 mánaða um daginn.

Benóný með Steina frænda sínum að gefa hestunum brauð.

Ég hef ekki náð að blogga mikið núna því fartalvan er að gefa sig ég sé ekkert á skjáinn og varð að tengja hana við sjónvarpið ekki gaman. Ég lét mig þó hafa það núna að skella þessu inn. Það eru fullt af myndum af rúninginum og fleiru hér svo endilega kíkið. Ég á svo eftir að ná betri myndum af hrútunum og skella inn.

23.02.2012 22:55

Benóný og Embla sakna pabba þetta er fyrir þig pabbi.

Emil er búnað vera svo mikið að róa núna og koma lítið heim því hann er að klára ufsa kvóta á Þórsnesinu og eru þeir í Sandgerði. Ég setti inn myndir í myndaalbúm af Benóný og Emblu og smá rollumyndir líka svo hann geti fylgst með fjölskyldunni sinni sem saknar hans ofboðslega mikið knús á þig frá okkur emoticon og vonandi ferðu nú að koma heim.

Benóný Ísak svo lukkulegur að draga Emblu í heimsókn til Huldu ömmu.

Að fara að sníkja út á Rifi með Dagbjörtu frænku.

Það var gætt sér á bollu á bolludaginn he he.

Nammi namm en hann borðaði auðvitað bara súkkulaðið.

Hér er Embla Marína að farin að príla upp á bílinn tók upp á því í dag.

Og nú er þetta allveg að koma hjá henni.

Veii komin á bílinn svakalega stolt og svo ýtti hún sér en Benóný var 
ekki sáttur og reyndi að taka hana af bílnum sínum.

Hér eru Týr Sæðingur undan Mána og Stormur undan Kveik. Varð að hafa eina hrúta 
mynd með líka.

17.02.2012 23:07

Ótrúlega spakar hjá okkur gimbrarnar í ár.

Varð að setja hér inn þetta myndband sem náðist af gimbrunum hjá okkur og deila með ykkur hvað þær eru rosalega spakar og uppáþrengjandi þegar ég er að sópa hjá þeim. Frigg er allveg sér á parti en það er sú sem þið sjáið krafsa alltaf í mig með löppinni hún er allveg yndislegur karekter. Myndbandið sjáið þið þegar þið smellið hér myndbandið

15.02.2012 18:50

Stigahæðsti hrúturinn hjá Búa 2011

Þetta er Borða sonurinn minn sem var stigaður 87,5 stig og er hann undan Ylfu 09-012
Hér er hann ásamt Frey hans Bárðar sem er undan Sokka. Það sést hér hvað hann er gríðalega bollangur. Það má svo sjá hér inn á heimsíðu Búa stigahæðstu hrútana í fjárræktarfélaginu Búa inn í excel skjali.

14.02.2012 12:03

Fósturtalning 11 feb 2012

Jæja hin árlega fóstrurtalning fór fram nú um helgina og eru menn víðast hvar vel sáttir við útkomuna. Hjá Bárði kom svakalega vel út en hjá honum voru 13 þrílembdar,7 einlembdar og rest með 2 og af lömbunum voru 5  tvílembd.

Hjá Gumma kom mjög vel út 1 þrílembd, 2 einlembdar og rest með 2 og helmingur af lömbunum hans eða 4 voru með 2. Hjá Marteini voru 5 þrílembdar,1 með eitt og rest með 2.
Hjá Óla,Sigga og Brynjari kom einnig vel út mikið tvílembdt og eitthvað þrílembt líka.

Hjá Óttari voru 9 þrílembdar,6 einlembdar og rest með 2 svo kom líka vel út hjá hinum út á Hellissandi svo þetta er bara mjög flott hjá þeim.


Hjá Bárði og Dóru inn á Hömrum.

Út á Sandi hjá Þórsa og Elvu.

Hjá Gumma Óla.

01.02.2012 16:40

Gamlar slidemyndir eignast líf

Jæja það er allt rólegt yfir fjármennskunni eins og er nema þær eru alltaf að slást blessaðar og er ég orðin virkilega hrædd um að þær séu bara allar að ganga upp nei nei held þetta sé nú bara rok í rassgatinu á  þeim eða við skulum alla vega vona það. Ég er annars búnað vera setja myndir á fullu í tölvuna og laga og langar mig til að deila þeim hérna með ykkur. Þetta eru bæði gamlar myndir úr Mávahlíð af ættingjum og dýrum og síðan eru gamlar slidemyndir frá pabba sem ég er búnað vera lagfæra og stækka. Endilega kíkið hér og skoðið og kommenntið að vild.

Hér er gömul mynd úr réttunum á Brímisvöllum. Þá keyrði Steini frændi út rollurnar sem áttu að fara annað á vörubílnum sínum.

Hér var Maja,Raggi frændi og Helgi að smala og eru þeir með rollu bundna upp á baki sem hefur væntanlega gefist upp.

Hér fór hann Kalli í Tröð aldeilis vel út af einn daginn.

Hér er verið að smíða fjárhúsin í Mávahlíð. Leifur með Maju,Leifur á Hólkoti og Gylfi
 í Tungu.

Aldagömul mynd af Mávahlíð og hér sést fjósið sem var ofanverðu við húsið en það var svo rifið þegar beljurnar voru seldar og þá var keypt fyrsta þvottavélin í staðinn.

Hér er verið að fara yfir Búlandshöfðann á hestum.

Hér er pabbi og Gunni Súss að salta gotu árið 1970.

Hér er Þuríður amma að slá með orfi og ljá og Ágúst afi fylgist með. Hún var komin á sjötugsaldurinn svo þetta var hörku kona.

Hér fór brúin í sundur og Steini er þarna á landroverinum sínum. Veit ekki allveg 
hvaða ár þetta var kanski í kringum 1976.

Þessi grein kom í Tímanum og þessi líka og eins og þið sjáið þá var ruglast á Steina og 
Leif og sagt að Steini væri maður Huldu.

Hér hafa verið vel vatnavextir í Holsánni en þess ber að geta að þessi mynd snýr öfugt hún er nefla slidemynd og held ég að þetta hafi verið þegar brúin fór í sundur.

Hér er verið að leggja veginn undir Enninu milli Ólafsvíkur og Rifs.

Það hefði nú ekki verið gaman að vera þessi bílstjóri í Búlandshöfðanum.

Við getum nú lítið kvartað yfir snjónum sem er búnað vera í vetur miðað við þessa
 mynd sem er örugglega í kringum 1986. 

Vantar smá hjálp við þessa mynd hvar þessi rétt var. Ég held að hún hafi verið hjá 
Gilinu í Mávahlíð eða fyrir ofan veginn. Ef einhver veit það má hann endilega 
kommennta um það.



24.01.2012 22:49

Extreame makeover og skannað gamalt efni.

Extream makeover á bílnum hans Bóa.

Fyrir breytingu.

Var að skanna þetta inn og er þetta bestu stiguðu lambhrútar 1995.

Hér er annað og fannst mér svo gaman að sjá hversu oft Mávahlíð kemur fyrir.


Þetta gróf ég svo upp líka.

Þessi er nú orðin lúin og hér sést að afi var líka með gott fé.

Frá afa líka árið 1962.

Frá pabba og Steina.


Þetta hefur verið árið sem ég fæðist.

Hér er pabbi með Morgunn.

Hér eru þeir bræður með einn sem hefur fengið bikarinn en ekki 
veit ég hvaða hrútur þetta er en þetta var árið 1998.

Hér er grein úr ársskýrslu 99-2000.



Jæja vonandi hafið þið haft gaman af þessu. Ég segi nú ekki allveg nógu góðar fréttir því ég hef mikið verið að spá í henni Aríel minni sem ég sæddi með Snævari. Það var nú þannig að mér var farið að gruna að hún hafi látið því hún var svo skrítin að aftan og alltaf geggjuð í geðinu að stanga hinar fyrir 2 vikum. Ég fór svo að gefa í dag og sá hana vera að slást og dindla dindlinum og ég hugsa Nei hver anskotinn ekki er hún að ganga og horfi betur aftan á hana og sé að hún er að reyna að kúka svo ég hugsa nei örugglega ekki. Um seinni partinn hringir Siggi í mig og segir að Gerðu finnist hún eitthvað skrýtin að hún sé örugglega að ganga upp og Siggi prófar að hleypa til hennar og Já hún var að ganga helvítið á henni, svo ég fæ ekki sæðinga úr Snævari heldur fékk hún með honum Topp okkar en það er nú heldur ekki af verri endanum. En verra þó að fá lömb 15 júní emoticon
Það eru svo nóg af myndum í albúminu svo endilega kíkið.

18.01.2012 22:29

Skannaðar úrklippur og myndir.




Fann þessa gömlu grein sem mamma geymdi og skannaði hana inn til gamans. Ég fékk mér skanna fyrir jól og nú er að fara gefast tími til að fara nota hann. Já ég er búnað vera spennt að fara byrja því ég er með fullt af efni í huga sem mig langar að blogga með og deila með ykkur Svo það mun birtast margt forvitnilegt á næstu vikum í blogginu hjá mér, það er að segja ef tíminn og börnin leyfa ;) því Emil er alltaf á sjó og þá þurfa börnin alla mína athygli og þá er ég stundum allveg útbrunnin á kvöldin ;).

Þetta var viðtal sem var tekið við pabba 29.júní 1997 af Morgunblaðinu.

Pabbi var refaskytta í húð og hár og fór alltaf allur júní mánuður í greni viðsvegar um nesið og sáum við ekki mikið af honum yfir þann tíma nema rétt aðeins að koma heim í hlað, hlaðinn af tófum. Hér er hann með einn heimilsrefinn sem við vorum gjarnan með á hverju sumri og voru þeir bara eitt af húsdýrunum og léku sér við hundinn og köttinn á bænum.

Hér má sjá Rebba vera reka köttinn niður af gluggakistunni inn í Mávahlíð og góna svo inn um gluggann. Þetta voru gamlir góðir tímar og verða þeir ofarlega í minningunni um sveitina okkar.

Þetta eru þeir Glóbus og Andri veit ekki hvaða ár þetta var en nöfnin sagði Steini frændi mér eitt sinn og að þeir hefðu báðir farið á sæðingarstöð.

Eini sem ég þekki á þessari mynd er sá alhvíti hann hét Hugur. Mér þætti vænt um ef einhver gæti kommenntað hvað hinir hétu það er að segja ef einhver þekkir og man eftir þessum gripum, þá dettur mér helst í hug að Bárður eða Óttar gætu kanski vitað það. Hugur var efstur á Héraðssýningu á Snæfellsnesi 1988.

Hugur 3 vetra 1988 undan Vinur 80-841 og Molu 79-557. Ég fann ekki í fljótu bragði númerið á honum sjálfum en þetta virkar allveg heiftar fallegur hrútur hjá þeim bræðrum pabba og Steina.
Hér er svo stigun og verðlaunaspjaldið hans.

17.01.2012 09:48

Janúar 2012

Búið að vera frekar rólegt svona í byrjun árs. Nema að við lentum í þeim hremmingum að fá hrikalega ælupest sem var svo smitandi að Benóný fékk hana fyrst svo ég daginn eftir og Embla og kötturinn fékk hana meira segja líka um kvöldið. Emil fékk þetta svo líka út á sjó en kosturinn við þetta ógeð er samt að þetta stóð bara yfir í einn dag og slappleiki daginn eftir. Ég var heppin að eiga góða að því ég gat ekki gert neitt og þurfti að fá Steina frænda Emils til að fara með Benóný á leikskólann svo kom Brynja frænka til mín um morgunin og Freyja tengdamamma var svo hjá mér yfir daginn og mamma aðeins líka svo ég var mjög þakklát fyrir það því ég gerði lítið annað en að liggja á klósettgólfinu og upp í rúmmi.
En nóg af þessum leiðindum því nú eru allir orðnir hressir.

Emil er farinn suður og byrjaður á netum og er hann að róa frá Sandgerði. Það er búið að leigja Mávahlíðina í sumar og verður hún leigð frá apríl til ágúst og er það Snorri Rafnsson grenjaskytta hér á svæðinu og fjöslkyldan hans ásamt Gylfa Ásbyrnssyni vini hans.
 Það verður gaman að sjá aftur líf þar, því manni finnst allveg ömurlegt að sjá þetta grotna bara niður og engin sé þar.

Það þurfti endilega að ganga eitt lamb hjá mér upp og fá 13 jan svo það verður ekki fyrr en 4 júni heldur seint en það er þó betra seint en aldrei og gekk svo annað upp hjá Sigga 2 dögum eftir svo þau verða bara samferða í restina hjá okkur.

Það var sko allt á kaf í snjó hjá okkur og sagði Gerða í Tungu mér að það hafi seinast verið svona mikill snjór 1995 svo það er kominn dágóður tími síðan. Annars líkaði mér snjórinn vel og fannst mér ákaflega gaman að hafa svona allt á kafi enda langt síðan maður hefur fengið svona alvöru vetur.

Donna að reyna að komast úr um útidyrahurðina.

Gekk ekki betur en það að það hrundi allt ofan á hana he he.

Vorum að snyrta hófana á Stert og Benóný fékk að fara aðeins á bak.

Fórum í heimsókn til Bárðar og hér eru gimbrarnar hans orðnar vel loðnar og fallegar.
Það eru svo fleiri myndir inn í albúminu hér bæði af ferð minni til Bárðar og fleira.

08.01.2012 10:35

Gleðilegt ár kæru vinir.

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Takk kærlega fyrir innlitið og kommentin á síðuna á liðnu ári vonandi verða þau eins mörg og skemmtileg á nýju ári.

Það er allt búið að vera á kafi í snjó hér bæði yfir jólin og áramótin en okkur þótti það nú bara gaman og nutum þess að vera úti í snjónum. Það var nú samt aðeins erfiðara stundum að komast í fjárhúsin en Siggi reddaði því ef við komumst ekki.


Hér erum við á leiðinni í göngu.

Benóný Ísak með stjönuljós voða sport en hann var samt frekar hræddur við sprengingarnar og hljóp inn þegar það heyrðist í þeim en hann svaf af sér áramótin náði ekki að vaka svona lengi litla sílið.

Embla fékk líka að sjá stjönuljós og vildi bara grípa í það.

Leifur (pabbi) og Hulda (mamma) með Emblu. Það átti sér stað allveg yfirnáttúrlegur atburður í einn dag varð pabbi skýr og talaði allveg og vildi fara út af dvalarheimilinu og inn í Mávahlíð og fór mamma og sótti hann og fór með hann til Maju systir og svo til mín og áttum við góðan dag með honum. Hann þekkti meðal annars örnefni í sveitinni og talaði um að fara skjóta tófu.
 Hann hefur ekki verið svona skýr síðan að hann veiktist fyrir 7 árum og var augnaráðið eins og þið sjáið allt annað,það var líf í augunum hans en ekki þessi tómleiki sem maður sér alltaf. 
Það kom svo í ljós að hann var með þvagfærasýkingu og varð mjög órólegur þennan dag og vakti alla nóttina svo læknarnir vildu meina að hann hafi talað svona mikið út af því en hversu skýr hann var gátu þeir ekki svarað. 
Þetta var allveg ótrúlegt og leið manni hálf illa eftir þetta því núna veit maður að hann er en þá þarna inni einhversstaðar því hann var allveg með á nótunum þennan dag og hreyfingarnar í lagi það þarf yfirleitt að hjálpa honum að drekka og svona.
 Ég gaf honum malt og hann drakk það sjálfur og hafði hann áhuga á að skoða myndir af rollunum og öðru en þessi sjúkdómur hefur einmitt það í för með sér að hann hefur ekki haft áhuga á neinu.
Já við þökkum svo sannarlega fyrir þennan dag sem var eins og kraftaverk fyrir okkur.

Við vigtuðum svo loksins lömbin um daginn og var hún Elding þyngst hún var 58 kíló og var sú léttasta 40 kíló.
Þær eru farnar að loðna vel. Hér eru þær veturgömlu og var hún Gugga sem er ekki hér þyngst 79 kíló og sú léttasta var 57 kíló.
Af rollunum var Ronja golsótta rollan mín sem var með þrílembinga þyngst. Hún var 88 kíló og var sú léttasta 64 kíló en það var hún Hlussa gamla mín sem ég sæddi með Hriflon og er hún nú komin á Elliheimili með sér stíu á móti lömbunum svo hún fái nóg og hafi það gott. Hrútarnir voru einnig vigtaðir þó svo að sú vigt væri nú ekki spennandi á þessum tíma og hljóðaði hún svo : Stóru hrútarnir Rambó var 91 kíló. Moli 86 kíló. En Topp náðum við ekki að vigta því hornin voru svo stór að hann komst ekki í vigtina.
Lambhrútarnir : Stormur 54 . Týr 51. Brimill 57 og Golíat 59 kíló.

Jæja ætla ekki að hafa þetta lengri að sinni en það eru myndir af áramótunum og smá af rollunum svo endilega kíkið hér.

30.12.2011 09:38

Heimsókn í Hraunháls að sækja Flekku og Búkollu.

Steingleymdi að setja hér á forsíðuna að ég og Emil fórum og sóttum Flekku og Búkollu inn í Hraunháls og það eru komnar fullt af myndum af því hér. það eru ekkert smá flott fjárhúsin hjá þeim. Ég væri til í að byggja mér svona fjárhús ef ég myndi gera það einhvern tímann.
Einkum var ég hrifnust af herberginu hennar Laugu sem hún notar á sauðburðinum og er það þakið verðlaunaplöggum sem þau hafa fengið fyrir hrútana sína, ekkert smá flott. Svo endilega skoðið þetta kæru vinir. Seinasta rollan gekk hjá mér í gær og sá Siggi um það, því það var allt fullt af snjó og ekki búið að moka inn í Tungu. Rós var seinust að ganga en hún átti bestu gimbrina hjá mér í haust og fékk hún núna með Efa hans Sigga svo enn bættist í hrútanotkunina og eru þeir orðnir 11 emoticon en það er fínt að vita hvað Efi verður að gefa hann er nefla ekki mikið notaður svo það verður að reyna fá einhverja reynslu á hann fyrir Sigga.

Hér er svo flotta herbergið hennar Laugu í Hraunhálsi.
Flettingar í dag: 3339
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 1380
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 2656025
Samtals gestir: 89713
Tölur uppfærðar: 28.11.2025 21:40:43

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar