Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
13.04.2011 18:02Skvísan 2 vikna og fór í heimsókn til langömmu og ég fer aftur að gefa kindunum.Jæja það ríkir mikill hamingja hjá okkur núna Emil er búnað vera heima síðan á sunnudaginn því það er búið að vera brælustopp og er það allveg frábært að hafa hann heima. Benóný og litla daman eru allveg yndisleg þau eru svo góð. Ég fór svo í fjárhúsin að gefa í gær og aftur í dag og var það mjög ljúft að komast aftur út og fá smá rollulykt og nú get ég farið að gefa aftur því hún sefur svo vel og hann fær útrás að hlaupa í jötunni og horfa á traktorinn en það er aðalmálið núna hann vill bara fá að fara í traktorinn og stýra og flauta ekta sveita strákur. Við fórum svo loksins í heimsókn til Dagmars langömmu sem er búnað bíða heillengi eftir að fá að hitta prinsessuna og varð hún afskaplega ánægð þegar við komum og var hún mynduð með hana og Benóný Ísak. Sigrún og Raggi voru hjá Dagmar og fengu að máta skvísuna líka og það var tekið mynd af þeim líka og Raggi ljómaði allveg þegar hann var með hana í fanginu. Freyja keypti svo fyrir okkur gardínur í herbergið hans Benónýs og eru þær komnar upp núna og ljós sem við keyptum í ikea svo núna er herbergið allveg tilbúið og er ég allveg þrusu ánægð með það og auðvitað tók ég myndir af því svo það er um að gera að kíkja í albúmið og skoða myndirnar. Myndarleg skvísa í fötunum sem amma Freyja og afi Bói gáfu henni. Algjör gaur hann Benóný að skoða systu sína. Stolt langamma með prinsessuna sína. 04.04.2011 23:21Daman viku gömul, Kíkt í fjárhúsin og Leifur afi kemur í heimsókn.Jæja þá er prinsessan orðin viku gömul og Emil er farinn á sjó í Sandgerði og verður í ótakmarkaðan tíma. Ég verð að viðurkenna að ég er rosalega stressuð yfir því en dagurinn í dag gekk samt eins og í sögu þau voru bæði yndisleg og vona ég að allir dagar verði svona þangað til hann kemur heim. Við fórum svo út á rúntinn á laugardaginn o hva það var gott að komast út og auðvitað var ferðinni heitið inn í Mávahlíð og fór ég aðeins að fá mér smá rollu lykt og gefa þeim brauð svo kíktum við inn í bústað til Maju og litla svaf eins og engill allan timann. Á sunnudaginn fórum við svo líka rúnt inn í sveit og sprautuðum seinni sprautuna við lambablóðsóttinni og var veðrið allveg yndislegt og ég gat verið viðstödd allan timann því bæði börnin sváfu svo vært út í bíl guð hva það er skrýtið að vera allt í einu tveggja barna móðir þetta tekur tíma að venjast he he. Í dag kom svo Maja og Karítas með pabba í heimsókn til að skoða nýjasta barnabarnið sitt og var hann bara hinn rólegasti og fékk malt sem hann elskar og svo ætlaði Donna allveg að éta hann og Benóný stóð yfir honum og fór með þessa svaðalegu ræðu á máli sem engin skyldi nema hann. Það var svo tekið mynd af pabba með litlu og Benóný og virtist hann allveg taka eftir henni og svo sýndum við honum myndir af rollunum í tölvunni og hann gat sagt okkur að mislitu hrútarnir væru ljótir he he og hvíti Moli væri flottur og svo greindi hann líka litinn á Rambó og sagði að hann væri golsóttur svo það er en mikið sem hann skilur. Við böðuðum líka litlu í fyrsta skiptið í gær og var hún ekkert allt of hress með það en aftur á móti var Benóný hinn ánægðasti og hjálpaði henni að busla svo endilega kíkið í myndaalbúmið og skoðið þetta allt saman. Litla sæta prinsessan. Leifur afi með Benóný Ísak og prinsessuna. Verið að sprauta, Emil allveg orðinn pró í þessu. Skrifað af Dísu 02.04.2011 14:52Litil prinsessa komin í heiminnJæja þá er biðinni lokið og litil prinsessa komin í heiminn. Hún kom 28 mars kl 9 að kveldi og var hún ekki svo lítil eftir allt saman því hún var 14 merkur og 51 cm. Mjög dökk á hörund og með svart hár. Allt gekk rosalega vel og fórum við heim eftir 2 nætur á Akranes spítala og Benóný var í pössun hjá Maju og Óla og var allveg í essinu sínu honum finnst svo gaman hjá þeim. Við vorum farin að sakna hans rosalega mikið þó svo að þetta væru bara tveir dagar var það eins og heil eilíf og vorum við rosalega spennt að komast heim og sjá hann. Maja kom svo með Benóný og var hann hálf feiminn við okkur fyrst en svo kom þetta allt saman og hann spáði svo sem ekki mikið í systur sinni fyrst en núna er hann bara rosalega góður við hana og vill bara gera A við hana. Það var reyndar rosalega skrýtið hvað hann virkaði stór núna þegar maður er kominn með eitt svona lítið, hann sem var svo lítill bara fyrir 2 dögum síðan ýkt skrýtið orðinn stóri bróðir. Benóný svo góður við systur sína. Litla sæta prinsessan okkar. Sætu systkynin saman. 26.03.2011 23:04Rúningur 25 MarsJæja þá er loksins orðið hlýtt og fengum við allveg yndislegt veður til þess að rýja kindurnar loksins og var það vel þess virði að bíða og fá svona hlýindi í það. Bói og Emil byrjuðu á lömbunum á föstudaginn og kláruðu þau 15 stykki. Daginn eftir tóku þeir svo rollurnar og hrútana og gekk þetta bara rosalega vel og fínt að hafa klárað í dag og eiga frí á morgun til að hvíla sig því þetta tekur heilmikið á. Það er svo annars ekkert að ske en þá hjá mér þetta barn virðist ætla láta bíða eftir sér en það er kanski bara ágætt að það bíði allavega til morguns þá er ég sett. Það er góð tímasettning að vera allavega búin að taka af rollunum svo það má bara fara koma núna fyrst það er búið. Ég er svo búnað vera dugleg að taka myndir upp á síðkastið af Benóný í hesthúsunum og hjá hænunum og inn í Mávahlíð að renna og fleira svo það er nóg að skoða í myndaalbúminu ásamt rúningsmyndum af rollunum svo endilega kíkið á það. Annars vona ég að þetta sé mitt seinasta blogg áður en ég bæti við næsta barni því þetta er allveg komið gott maður er orðin svo þreyttur að klæða sig í sokka og skó þegar maður er með þennan belg framan á sér he he hlakka mikið til að losna við hann og verða ég sjálf aftur. Bói og Emil í ham. Alltaf jafn kátur hjá hænunum og kallar Gagalagó á eftir þeim. Að klappa kindunum . Skrifað af Dísa 20.03.2011 23:02Nýja herbergið hans Benónýs Jæja þá er gaurinn loksins búnað fá herbergið sitt tilbúið. Það var nefla mál með vexti að við ætluðum að fara að mála um daginn og kom þá í ljós að það var búið að leka ofninn inn í herberginu hans Magga og eyðileggja parketið og undirlagið út á mitt gólf og þá þurfti náttúrulega að hafa samband við tryggingafélagið og fá þetta bætt og það var gert og við voða stressuð því það er svo stutt þangað til ég fer að eiga og mikið verk að klára þetta áður og mála og allt saman en það hafðist og erum við allveg þrusu ánægð með útkomuna og drengurinn líka nú er hann með me og gagala gó á veggnum hjá sér allveg hæðst ánægður naut þess bara ekki allveg litla sílið því hann var kominn með 39,5 stiga hita allt í einu í dag. En þetta styttist óðum hjá mér nú er bara vika eftir þangað til ég á tal 27 mars en ég er nú að vona að þetta fari bara að bresta á svo Emil verði nú ekki út á sjó eða eitthvað vesen því þá verð ég bara senda tryllu eftir honum því ekki ætla ég að fara ein. Ég átti Benóný viku áður en ég var sett svo ekki skeði þetta í dag svo vonandi fer þetta bara koma samt er ég svakalega kvíðin líka að fá annað barn lýst ekkert á þetta svona korter fyrir sauðburð því sæðingarnar bera 21 apríl og þá verð ég að vera komin á skrið því þetta er uppáhalds tíminn minn framundan en ég er bara bjartsýn þýðir ekkert annað og fer vonandi bara létt með þetta allt saman en á ég líka góða að. Jæja það er ekki meira að sinni nema nú förum við að sprauta fyrir lambablóðsóttinni á morgun og svo aftur eftir hálfan mánuð og vonandi fer svo að hlýna svo við getum farið að taka af fljótlega. Kíkið svo endilega á myndaalbúmið þar eru myndir af nýja herberginu hans Benónýs og fleira ..... Limmiðarnir komnir upp rosa flottir svona bóndabærs stíll. Í traktornum með Karítas rosa lukkulegur. Donna í frostinu inn í Mávahlíð. 10.03.2011 23:07Rúntur til Bárðar og Benóný í mars.Komiði sæl. Við fórum rúnt til Bárðar um daginn og kíktum og nýrökuðu gellurnar hjá honum sem voru vel sáttar eftir rúninginn enda fagmaður þar á ferð og auðvita smellti ég nokkrum myndum af þeim og setti inn í albúmið. Það styttist svo óðum í að við þurfum að fara taka af okkar kindum en það vantar bara að finna tíma því Emil er alltaf á sjó núna og er að róa alla helgina en það hlýtur að gefast tími fljótlega allavega til að taka af þeim sem voru sæddar því þær bera fyrr. Gemlingarnir okkar dafna mjög vel bara og er ullin aðeins farin að losna af þeim og tók ég myndir af þeim og Benóný og Köru í fjárhúsunum seinustu helgi til að deila með ykkur. Emil tók svo Herkúles í fótsnyrtingu og þurfti hann vel á því að halda og settum við hann svo einan því hann var svo stirður eitthvað og mér fannst hann vera svo rýr en hann er allur að taka við sér eftir að við færðum hann og eiga hinir ungu hrútarnir ábyggilega líka stóran þátt í því, því þeir eru svo frekir að hann gaf alltaf eftir. Ég fékk svo ekki góðar fréttir í dag því það er búið að banna mér að gefa því blóðþrýstingurinn hefur hækkað svo þannig að nú á ég bara að taka því rólega enda kanski kominn tími til en mér finnst ekkert að mér en ég á nú bara 2 til 3 vikur eftir núna og það víst hollast að hlýða og vera róleg því ekki vill ég verða lögð inn það er það versta sem ég get hugsað mér og myndi örugglega neita fara inn því ég hef allveg antipest af þessum spítölum en Bói og Maja redda gjöfin á kindunum úr þessu en það er ekki þar með sagt að ég fari ekki og kíki aðeins á rollurnar Hér er Karítas að klappa Pöndu og Rán. Hér er svo litli prílarinn okkar sem klifrar upp á allt þessa dagana. Já já kominn upp á klósett og teygir sig í vaskinn og ég allveg með hjartað í buxunum yfir að hann renni og detti. 28.02.2011 12:09Benóný og hestarnir og hænurnar í febJá það er alltaf nóg að gera að skoða dýrin í sveitinni og fórum við að gefa hestunum hjá Steina og fékk Benóný að máta alla hestana og var hann þó mest hrifinn af loftpressu sem var á gólfinu og spurði sí og æ hva er þetta og spáði og spekluraði mikið í þessu tæki það er líka svo fyndið hva hann spáir í öllum tækjum núna eins og skítadreyfaranum inn í sveit hann er í miklu uppáhaldi. Við fórum svo og kíktum á hænurnar hjá Bóa og Freyju og er það allveg yndislegt hva þær eru skemmtilegar þær eru svo spakar og sérstaklega haninn hann Bólingur hann er svo mikill karekter. Hann fylgdi Benóný eins og lamb á eftir rollu og réðst svo á hundinn Perlu ef hún ætlaði að koma nálægt. Við fórum svo líka inn í Fögruhlíð og kíktum á klárana þar og eru þeir í góðum holdum og má þar þakka góðmennsku Sigga í Tungu sem er svo duglegur að fara með hey í þá ,en það er líka búið að vera nóg beit þar sem þeir eru og gott skjól í gamla húsinu svo það væsir ekki um þá. Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra en það er svo nóg af myndum í albúmi svo endilega kíkið á þær Hér eru vinirnir saman Benóný og Bóalingur. Hér er hinn haninn svakalega fallegur. Hér er prinsinn á hestbaki á Ask. Að klappa Stert með Bóa afa. Skrifað af Dísu 20.02.2011 22:48Sveitarúntur í vorblíðuJæja það er aftur komið vor í loftið og yndislegt veður það passar náttúrulega akkurrat við þegar það er búið að taka hestana inn he he. En ég tók mér rúnt eins og alla aðra daga inn eftir að gefa rollunum og datt í hug að taka myndir af sveitinni sem er mér svo kær og deila því með ykkur og upplýsingum um hana. Það eru svo fleiri myndir í albúmi. Mávahlíð í vorblíðunni það er nú allveg synd að sjá þetta mannlaust hver man ekki eftir að hafa komið í kaffi og kökur hjá Huldu, já það var sko mikið um gestaganginn hér. Tröð, þetta er bílskúrinn hjá honum Herði ekkert smá breyting svakalega flott hjá honum. Hér er svo íbúðarhúsið búið að taka það allt í gegn líka. Hér er efri bústaðurinn í eigu Maju systir og Óla og sá neðri í eigu Ævars og Möggu Siggu afar fallegir og á skemmtilegum stað í Traðarlandi. Hér er bústaðurinn hans Gunna Óla og Ástu í Fögruhlíð og blasir Svartbakafellið þarna í baksýn. Ég tók ekki myndir af bústöðunum upp frá því það var of mikill snjór að keyra þangað vildi ekki fara festa mig. Tunga, þar búa Þorgerður og Sigurður sonur hennar og kötturinn Skotti og svo er það náttúrulega kindurnar og eru þau einu ábúendurnir hérna innst í sveitinni en það færist alltaf líf í sveitina á sumrin þegar fólkið streymir í bústaðina og þá er hvergi betra og fallegra vera en hér. Hrísar, hér bjuggu Hemmi og Gilli en nú er þetta bara mannlaust . Það er þessi fíni bústaður fyrir neðan Hrísar sem skyldfólk Gillana á. Snæfellsjökull í sínu fegursta. Ein hérna af vinunum saman Rambó og Benóný Ísak. Jæja hann Skuggi hans Emils sem er sá kollótti hérna á myndinni er kominn undir græna torfu, karl geyið honum sem var bjargað í haust hjá Eiriki þegar hann gaf okkur hann í stað þess að senda hann í sláturhús en örlögin hafa beðið hans því hann fékk svo svakalegt kýli undir hálsinn og ágerðist það alltaf meir og meir og á endanum var hann farinn að lykta hræðilega og hættur að fóðrast svo það lá bara ein leið fyrir hann greyið. Hann var nefla afskaplega geðgóður og spakur þegar Benóný kom labbandi inn jötuna byrjaði hann að dilla dindlinum vitandi að hann væri að koma klappa sér svo hans verður sárt saknað. En það er bót í máli að við fáum einhver lömb undan honum. 13.02.2011 20:55Fósturtalning hér og þar 2011Jæja það fór fram fósturtalning í rollunum hjá flestum bændum hér í dag að undarteknu hjá mér því ég vill ekki eyðileggja spennuna fram í maí er ein af þessum þverhausum sem vill ekki kíkja í pakkann. En ég fór og fylgdist með hjá hinum. Ég byrjaði á því að fara út á Sand og kíkti til Palla og þar var búið að telja og kom það mjög vel út hann fær 3 með 3 lömb og eina með 1 og rest með 2 og 2 gemlinga með 2 nema það er eitt dautt í einum. Það kom einnig vel út hjá Þórsa og Elfu og Andrési og Jensínu en ég er nú ekki með nákvæmar tölur af því. Það eru svo 6 þrílembdar hjá Óttari og 5 þrílembdar hjá Marteini í Ólafsvík svo ég held að bændur séu bara vel lukkulegir með þessar tölur. Gummi Ólafs datt allveg í lukkupottinn þetta árið og fær 3 þrílembdar rest með 2 og af gemlingunum eru 3 tvílembdir og rest með 1 og meira segja eru þeir tvílembdir úr sæðingunum hjá honum svo það hefur reynst honum vel að fara á sæðingarnámskeiðið og fá svona flotta útkomu hjá sér og óska ég honum innilega til hamingju með þessa frábæru útkomu og ekki er að verra endanum að lamb sem ég gaf Þurý frænku sem er konan hans Gumma er með 2 og það sæðinga undan Kveik svo hann hefur fengið stórt knús þegar hann kom heim he he. Það eru svo myndir inn í myndaalbúmi af kindunum hans Palla og hjá Hjört út á Sandi og svo úr Ólafsvík hjá Gumma og svo hjá Óla,Brynjari og Sigga svo endilega skoðið. Varð að setja eina mynd hérna af sigurvegara dagsins honum Guðmundi Ólafs með bros allann hringinn 12.02.2011 18:12Hestarnir teknir á húsÞað var farið í að gera hesthúsin klár í dag og svo var farið út á Engjar og smalað saman hestunum sem á að taka inn og voru 6 fyrir valinu og restin verður áfram úti. Það gekk fyrst erfiðlega að ná þeim en hafðist á endanum og voru þeir komnir svo áleiðis á stað þegar eitt tryppið sem á að vera úti stökk yfir girðinguna og tróð sér með þeim sem eiga að fara inn en hann fékk bara lúxus ferð í hestakerru aftur út á Engjar. Það var frekar kuldalegt og hrátt veðrið í dag. 06.02.2011 22:32SnjórHenti inn nokkrum myndum af Benóný í fyrsta almennilega snjónum sem er búinn að koma í vetur svo endilega kíkið á það. Hann gerði sér lítið fyrir og klifraði sjálfur inn í þurrkarann um daginn. Agalegt um daginn fórum við út að labba í þessu fínu veðri en það endaði svo með svaka byl og eins og sjá má þá sást ekki í okkur fyrir snjó. Í fína snjóhúsinu sem við gerðum inn í Mávahlíð en það stóð ekki lengi því klaufinn ég ætlaði að stækka það og snjórinn var svo mikið púður að það pompaði yfir mig. 27.01.2011 15:32Aurskriða og Benóný í JanúarMikið hefur verið um vatnsveður að undanförnu og þegar ég var að taka svefnrúntinn hans Benónýs á gamla veginum inn í Höfða blasti þetta við og þorði ég ekki að fara yfir þetta þó lítið sé því það er svo mikill drulla og bleita í þessu. Ég bakkaði því alla leiðina til baka aftur. Þetta grjót var líka búnað bætast við því ekki man ég til þess að það hafi verið þarna áður svo það er heldur betur farið að losna upp úr hlíðinni núna í þessum rigningum. Ungur smalamaður á leið sinni að elta rollurnar. Orðinn heldur þreyttur búnað þramma upp allt túnið á eftir þessum villingum og þær eru ekkert að gefa sig. Þessi óboðni gestur er búnað vera inn í Mávahlíð undanfarna daga og er orðinn spurning um að fara fá Snorra Rabba til plaffa hann áður en hann étur upp bleikjuna. Flottir saman Benóný Ísak og Olíver. Benóný er í fallega vestinu sem Brynja frænka var að prjóna og gefa honum. Það er sko varla hægt að segja að það sé hávetur og þorri því veðursældin sem er núna er allveg með ólíkindum. 19.01.2011 11:48Benóný heimsækir hænurnar og hestana í Varmalæk.Jæja henti inn hérna nokkrum myndum af Benóný hjá hænunum og hestunum og einnig af honum úti að leika í snjónum svo endilega skoðið inn í myndaalbúminu. Bóalingur tók vel á móti okkur og stökk upp á Emil he he. Vorum aðeins að stríða Olíver og klæddum hann í föt og vakti það mikla lukku og reyndi Donna að hjálpa honum úr. 15.01.2011 21:42Óvæntir gestir inn á tún og Benóný í snjónum.Þessar mæðgur birtust inn í túni hjá mér um daginn. Þær voru bara vel á sig komnar og vel fylltar og má því eflaust þakka hversu góð tíðin hefur verið í ár. Ákvað ég að sleppa mínum rollum út til að ná þeim og fór þá náttúrulega Moli með þeim og hann gerði sér lítið fyrir og lembdi þá mórauðu sem var á bullandi blæmsi. Ég komst svo að því þegar ég var búnað skoða þær að þær voru báðar frá Friðgeiri á Knörr svo hann fær nýtt blóð í stofninn sinn í vor. Moli var ekki lengi að stökkva á þessa nýju skvísu enn og aftur he he.... Og ég varð að setja þessa inn fyrst ég náði mynd af þessu. Fór svo með sæta drenginn að leika í snjónum en það var heldur mikið slabb og bleita. 10.01.2011 23:43Mávahlíð 2011Það er fátt skemmtilegra en að eyða deginum inn í Mávahlíð við að gefa kindunum og nýta svo frostið og kuldann til að fara að skauta og renna sér á ísnum þó svo að það væri enn þá betra ef það kæmi einhver snjór að ráði. Við létum það þó ekki aftra okkur og prufuðum bara að renna á grasinu og svo út á vaðli og fílaði Benóný það allveg í botn og brosti út að eyrum. Donna hundurinn okkar er svo ársgömul í dag, það er allveg merkilegt hva tíminn er fljótur að líða og klukkan tifar og tifar því ekki líður á löngu þangað til næsti skæruliði kemur í heiminn því það eru ekki nema 2 og hálfur mánuður úff þá verður sko nóg að gera Rosalega gaman á ísnum. Rosa stuð að renna í grasinu inn í Mávahlíð. Flottir félagar Benóný og Alvin páfagaukurinn hennar Köru. Varð að setja svo eina mynd af afmælisbarninu hérna henni Donnu. Flettingar í dag: 121 Gestir í dag: 29 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188310 Samtals gestir: 69632 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is