Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
29.04.2023 16:32Komma og Glæta báru í dag og hrútunum sleppt útSiggi og Emil klaufsnyrtu hrútana sem voru eftir að klippa og hornskelltu hrútinn fyrir Jóa og Auði Hellissandi en hrúturinn hans var frá okkur og þau komu með hann svo hann gæti farið út með okkar hrútum. Í gærkveldi bar Komma frá Jóhönnu og Siggi tók á móti hjá henni en það kom hausinn fyrst á báðum lömbunum það var hrútur og gimbur undan Prímusi. Glæta hans Sigga bar svo í dag og hún kom með hrút og gimbur undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút og það eru mjög þykk og falleg lömb.
28.04.2023 15:50Ljúfa startar sauðburði 2023Siggi og Kristinn voru í fjárhúsunum að setja upp myndavélakerfið í gær 27 apríl og þá byrjaði Ljúfa að bera og ég kíkti inneftir á þá til að vera viðstödd og Embla og Erika komu með mér. Hún þurfti smá aðstoð því það kom bara hausinn á fyrra lambinu og ég náði annari löppunni og svo lagðist hún niður aftur og skaut lambinu út og ekkert mál svo kom seinna lambið bara sjálft svo hún er mjög flott kind og á auðvelt með að bera hún Ljúfa sem er gemlingur undan Ljúf og Hexíu. Þessir lambakóngar eru undan Bibba og annar er móhosu flekkóttur og hinn er svartflekkóttur með krúnu. Mjög flottir tvílembingar hjá henni hún fékk 8 des og átti tal 30 apríl.
25.04.2023 12:41Kanarý og Tenerife ferð í apríl
20.03.2023 21:59Fyrri bólusettning í allar kindurVið sprautuðum allar kindurnar,lambhrútana og veturgömlu hrútana með blandaða bóluefninu á sunnudaginn 19 mars. Það hefur verið mikið að sópa á grindunum seinustu daga síðan það var tekið af þær hafa étið vel og fengið mikið að éta þessa dagana og þá slæða þær meira.
17.03.2023 09:49Tekið snoðið af 12 marsArnar Ássbjörnsson kom til okkar á köldum sunnudagsmorgni til að taka snoðið af kindunum. Það er búið að vera verulega kaldir dagar hjá okkur og mikið frost í langann tíma eða allt upp í 10 í mínus. Það verður þó aldrei eins mikið frost hjá okkur eins og fyrir norðan og austan en við getum fengið mikla vindkælingu með þessu því það er svo oft rok hjá okkur. Það gekk þó vel að taka af en þær voru óvenju stessaðar kindurnar og vorum við jafnvel að halda að þær væru enn kvektar yfir búrinu sem þær fóru í þegar það var fósturtalið því þær voru alveg einstaklega mikið í bakkgírnum að koma nær grindinni þar sem var verið að klippa.
Skrifað af Dísa 28.02.2023 21:56FósturtalningFósturtalning fór fram hjá okkur föstudaginn og það var Jón Árni Magnússon frá Steinnesi sem kom og taldi hjá okkur. Það er von á 19 sæðislömbum hjá okkur og 9 hjá Sigga.
Hér eru allir orðnir mjög spenntir að byrja og stelpurnar fengu meira segja frí í skólanum til að fá að vera viðstaddar við að telja.
Hjá okkur er von á eftirtöldum fjölda frá þessum sæðingarstöðvarhrútum: Svöður : 1 Alli : 2 Baldur : 1 Gimli : 2 Grettir : 3 Hnaus : 3 Þór : 3 Gimsteinn : 4 Heimahrútar hljóða svona: Bylur : 19 Blossi : 14 Bassi : 13 Óðinn : 9 Klaki : 8 Tígull : 8 Ás : 6 Prímus : 2 Diskó : 2 Sigga hrútar sem við notuðum : Bibbi : 6 Ljómi : 1 Reykur : 2 Aðrir hrútar fengum lánað hjá Gumma Ólafsvík og Jón Bjarna og Önnu Dóru Bergi. Glúmur : 10 Kóngur : 15
Eldri ær hljóðuðu svona : 1 geld 7 með 1 ( tvær sæddar af þeim) 27 með 2 5 með 3 ( tvær sæddar af þeim) Meðaltal 1,9
Tveggja vetra ær 1 geld hefur aldrei átt lamb sennilega ónýt 1 með 1 16 með 2 1 með 3 Meðaltal 1,89
Gemlingar 1 geldur 12 með 1 5 með 2 Meðaltal 1,22 Lambafjöldi af öllu er 134 í heildina.
28.02.2023 16:48Margt í febrúarTíminn flýgur áfram þessa dagana og ég hef lítinn tíma gefið mér í að blogga en loks kom að því að ég gat sest niður og sett það helsta inn sem hefur verið hjá okkur þessa dagana. Benóný fór á árshátíð hjá unglingastiginu og fékk að taka með sér brauðstangir frá sjoppunni sem Doddi sá um að gera klárar fyrir vin sinn áður en hann færi á árshátíðina. Ég er búnað vera vinna inn á leikskóla í febrúar og verð í mars líka að leysa af og núna fer ég þangað hálf 9 á morgnana þegar ég er búnað koma krökkunum í skólann og vinn til 1 og fer svo beint inn í fjárhús og næ þá að fara í sturtu og sækja Ronju kl 3 svo þetta er svona pínu maraþon meðan á þessu stendur. En hér koma smá myndir og frásögn frá febrúar mánuði.
18.01.2023 17:12Útkoma úr sæðingumJæja þá er komið að því að segja frá hvernig fengitíminn kom út hjá okkur. Í heildina voru 20 kindur sæddar og inn í því var ein frá Jóhönnu og 4 frá Kristinn. Það voru 11 sem héldu og það var þessi eina frá Jóhönnu sem hélt og ein frá Kristinn og svo rest frá okkur. Hjá Sigga héldu 6 af 7 og inn í því var ein frá Kristinn. Fyrsta daginn fékk ég gefins sæði og átti alveg von á því að það myndi ekki halda mikið því við vissum ekkert hvar þær voru staddar en það var ein sem hélt af þeim svo það var allavega einhver plús. Við eigum sem sagt von á að fá lömb úr þessum sæðingarstöðvarhrútum: Hnaus 1 kind Alli 1 kind Grettir 2 kindur Þór 2 kindur Baldur 1 gemlingur Gimli 1 kind Svörður 1 gemlingur Gimsteinn 2 kindur Af heimahrútum voru 11 notaðir og 2 sem við fengum lánaða hjá Guðmundi Ólafssyni Ólafsvík og Jón Bjarna og Önnu Dóru á Bergi.
17.01.2023 13:13Áramót og ýmislegt í janúarGleðilegt ár kæru vinir og takk kærlega fyrir það liðna og innlitið á síðuna á liðnu ári. Ég var aðeins of lengi að blogga hér eftir áramót og svo þegar ég ætlaði loksins að gefa mér tíma í það þá var bilun á kerfinu í nokkra daga svo það dróst enn þá lengur hjá mér. Við höfðum það gott yfir áramótin og borðuðum heima hjá okkur og Freyja,Bói,Jóhanna,Siggi í Tungu og mamma komu og voru hjá okkur. Við vorum með grillaða nautalund sem við keytpum í kjötkompaní og svo svínahamborgarahrygg og það var alveg æðislega gott. Jóhanna gerði súpu í forrétt og við fengum hana áður en við fórum á brennuna sem var haldin fyrr núna en venjulega og var klukkan 6. Það var mjög kósý að hafa súpuna áður og flugveldasýningin á brennunni var alveg svakalega stór í ár og mjög flott.
27.12.2022 21:40Gleðileg jólVið fjölskyldan óskum ykkur kæru síðuvinir Gleðilegra jóla
23.12.2022 01:46Sæðingar,afmæli Freyju Naómí og margt fleiraJæja það er aldeilis orðinn allt of langur tími síðan ég gat bloggað og tíminn hreinlega flýgur þegar allt er á fullu. Í byrjun desember var ég að berjast við of háan blóðþrýsting og ég dofnaði upp í hálfu andlitinu og hélt ég væri að fá blóðtappa eða heilablæðingu samkvæmt því sem gúgglaði og auðvitað á maður ekki að gúggla svona þá fær maður bara kvíða ofan í þetta allt saman. Ég fór svo í myndatöku í kjölfarið á þessu öllu á höfði og sem betur fer var ekkert þar að sjá svo lyfin mín voru yfirfarinn og ég sett á sterkari blóðþrýstingslyf og þetta tók alveg dágóðan tíma að jafna sig og ég er ekki alveg laus við dofann enn þá,en hann er ekki eins mikill en þó aðeins til staðar. Fyrst var ég alveg dofinn eins og ég væri nýkomin frá tannlækni og það var hálft andlitið tennurnar hálf tungan og alveg niður í kok. Fékk svo þær upplýsingar að þetta væri út frá háa blóðþrýstinginum sem ég hef kanski verið með í of langann tíma án þess að vita af því og þá getur maður fengið svona viðvararnir frá líkamanum. Ég var á lyfjum en var ekki búnað spá neitt í þeim eftir að ég átti Ronju því ég var sett á daufari lyf þegar ég var ólétt af henni ég var ekkert að spá í þessu en ég dofnaði og þá kom í ljós að ég var allt of há bæði í neðri mörkum og efri.
Við tók svo annasamur tími sæðingar og tilhleypingar svo ég hef ekki náð að slaka almennilega á eins og ég hefði kanski átt að gera en þetta verður allt bjartara þegar fengitíminn er búinn þá get ég farið að huga að því að slaka aðeins á og hugsa betur um mig sjálfa. En nóg af mér snúum okkur að því skemmtilega sem eru sæðingarnar.
Við byrjuðum að sæða 8 des þá fékk ég óvænt gefins strá úr Hnaus og Alla og freistaðist til að nota það á kindurnar sem ég var búnað finna og ætlaði ekki að sæða því ég ætlaði að byrja 9 des. Fékk Sigga til liðs við mig og ég prófaði að sæða þær nema það að stráið úr Hnaus klofnaði þegar ég klippti á það og ég tók ekki eftir því fyrr en ég fór að sprauta upp þá gerðist ekkert og ég skildi ekkert í því hélt fyrst að ég hafið klippt á vitlausan enda en svo var ekki svo það hefur verið eitthvað lélegt í plastinu þegar ég klippti sem varð til þess að sæðið lak allt niður rörið og allt til spillis alveg ömurlegt en það þýddi ekki að spá því svo ég sæddi bara með hinu stráinu sem var Alli og það ætti að fara koma í ljós á morgun eða hinn hvort eitthvað gangi upp úr því.
Ég sæddi 20 kindur fyrir okkur og inn í því var ein frá Jóhönnu og 4 frá Kristinn. Við notuðum Alla, Hnaus,Gimsteinn,Baldur,Jaður,Svöður,Gimla,Þór og Grettir Ég sæddi 7 fyrir Sigga og inn í því var ein frá Kristini svo í heildina voru 5 frá Kristni sæddar og það voru Alli,Þór,Hnaus,Baldur og Gimsteinn. Við byrjuðum svo að hleypa til út frá þessu og var seinasti dagur sem var sæðing 13 des og þá fór ég til Reykjavíkur og Gummi Óla Ólafsvík sæddi fyrir okkur. Það byrjaði svo ansi rólega að hleypa til bara ein til þrjár á dag en svo í gær voru 12 nýjar og í dag voru 10 nýjar svo það hefur verið stærstu dagarnir hjá okkur svo núna eru ekki svo margar eftir það eru 11 með öllu og af því eru 7 kindur og 4 lömb. Hjá Sigga eru aðeins þrjár eftir.
29.11.2022 12:44Viðburðarrík aðventu helgiÁ laugardaginn fórum við að baka piparkökur með krökkunum í grunnskólanum og það er alltaf gaman og ákveðin hefð.
29.11.2022 12:17Tekið af kindunum mánudaginn 21 nóvHann Arnar kom og tók af kindunum fyrir okkur í þar seinustu viku á mánudeginum svo í framhaldi af þeim degi fórum við svo á Hrútafundinn um kynningu sæðingarstöðvarhrútana og það er alltaf spennandi og fróðlegt að fara á þá.
20.11.2022 12:09Ásettnings gimbrar hjá Auði og Jóa Hellissandi.
20.11.2022 10:33Gefið ormalyf og sprautað lömbinVið gáfum við lömbunum ormalyf og Siggi sprautaði þau fyrir okkur með blandaða bóluefninu frá Keldum 29 október. Svo var aftur gefið ásettningslömbunum bóluefnið í gær og Siggi og Kristinn gerðu það fyrir okkur. Það er búið að ganga á ýmsu seinustu vikur meðal annars fékk Emil botnlangakast og endaði með því að hann fór beint í aðgerð og það var tekinn úr honum botnlanginn svo hann má ekkert vinna í minnst tvær vikur eða þar til hann treystir sér á sjóinn. Bílinn okkar er búnað vera bilaður í 4 vikur fór eitthvað í rafmagnskerfinu á honum og bæði verkstæðin hér á svæðinu eru búnað vera kíkja á hann og reyna finna út hvað er að en það endaði með að þeir gátu ekkert gert svo næst á dagskrá er að fara með bílinn suður og þar fáum við ekki tíma fyrr en í byrjun desember en okkur var ráðlagt að koma með hann og skilja hann eftir og þá gæti hann dottið fyrr inn ef einhver myndi afboða sig.
Flettingar í dag: 665 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 4577 Gestir í gær: 153 Samtals flettingar: 1554715 Samtals gestir: 77919 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:13:35 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is