Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
18.07.2025 22:05Ferming Emblu Marínu 8 júníEmbla Marína fermdist í Ólafsvíkur kirkju þann 8 júní. Við vorum með veisluna í Björgunarsveitarhúsinu Von á Rifi og það er alveg frábær staður til að halda veislu svo fallegt útsýni og skemmtileg aðstaða. Embla fór í gel neglur fyrir ferminguna og létum aðeins laga til augnabrúnirnar hennar og lita augnhárin svo fékk hún að fá sér strípur í hárið og fór svo í greiðslu inn í Grundarfirði á hárgreiðslustofunni Silfur. Við pöntuðum mat frá Hagkaup svona smárétti og svo kökur hjá Tertugallerý og svo bökuðum við líka og fleiri aðstoðu okkur líka við að baka og þetta heppnaðist allt saman svakalega vel og var æðisleg veisla.
09.07.2025 20:15Útskrift Benónýs úr Grunnskóla og útskrift Ronju úr leikskólaJæja þá er loks komið að því að Benóný Ísak er að útskrifast úr Grunnskóla og eru það mikil tímamót hjá okkar manni en hann er þó pínu stressaður hvað felst í því að klára skólann og hvert allir krakkarnir fari en er samt sem áður spenntur að prófa framhaldsskólann og eitthvað alveg nýtt. Hér er Benóný Ísak að útskrifast 3 júní í kirkjunni í Ólafsvík.
Benóný og Emil fóru í útskriftarferð með bekknum hans Benónýs til Kaupmannahafnar og það var alveg frábær ferð með frábærum krökkum og foreldrum sem fylgdu þeim og þessi ferð var mikil upplifun fyrir Benóný því hann fékk að fara í tívolí og marga rússibana og það er búið að vera þrá hans lengi að fara í alvöru rússibana og enn meira gaman að fá að upplifa það með bekkjarfélögum sínum.
26.05.2025 04:55Sauðburðar samantekt 2025Jæja þá er loks komið að því að taka saman sauðburðinn og blogga. Það er bara búið að vera svo brjálað að gera bæði heima og í sauðburði að ég varð að nýta tímann sem ég hafði auka til að hlaða upp orku svo núna þegar sauðburði er lokið 25 maí get ég sest niður og rifjað upp síðast liðinn mánuð sem er búnað líða mjög hratt og skemmtilega. Sauðburður hófst hjá okkur 27 apríl og byrjaði að krafti með sæðis lömbum og gekk mjög vel. Við fengum 6 lömb undan Eilíf og þau voru öll mjög stór og falleg og við fengum svo fullt af öðrum sæðingarlömbum líka. Mér fannst kollóttu sæðislömbin áberandi þroskamikil og falleg í heildina. Annars voru lömbin yfir höfðuð mjög frísk og fljót á fætur og frábært að fá svona æðislegt vor og geta sett allt út bara nokkrum dögum eftir burð. Við settum hrútana út í girðingu 24 apríl og geld féið eins og ég var búnað blogga um í fyrra bloggi. Því var svo fljótlega sleppt út úr girðingunni og lambféið sett í girðinguna fyrst meðan það var að aðlagast að passa lömbin sín og svo var því sleppt alveg út. Sauðburður fór vel af stað í byrjun og allt gekk vel en svo fór að líða á seinni helminginn og þá fengum við svolítið af því að fá annað fóstrið löngu dautt eða úldið sérstaklega hjá þrílembunum. Við misstum svo einn gemling sem var búnað bera fyrir viku hann fékk einhverja bráða sýkingu og við gáfum honum pensilin og parafine olíu en það virkaði ekki svo hún dó hjá okkur en það náðist að venja lömbin hennar tvö undir aðrar kindur. Síðan var það ein kind sem fór út með þeim fyrstu og hún fannst allt í einu dauð út á túni eins og hún hafi verið bráðkvödd því hún var eins og hún hafi verið að labba og bara lagst á magann og dáið. Það var reyndar mjög heitt þennan dag svo það gæti eitthvað spilað inn í það. Lömbin hennar eru orðin það stór að þau fá bara vera ein og þau fylgja öðrum kindum en það leiðinlega við þetta er að þetta var Blæja kindin hennar Ronju sem var alveg einstaklega gjæf. Annars fyrir utan þetta var þetta skemmtilegur sauðburður og leið mjög hratt það var aðeins ein sem lét bíða aðeins eftir sér í restina.
20.04.2025 20:27Gleðilega páska
19.04.2025 21:09Afmæli Emblu og Emils og fleira.Jæja það virðist vera orðið svolitið langt á milli bloggana hjá mér núna en vonandi fer ég nú að verða duglegri að setja inn en ég ætla halda áfram frá því sem var að gerast í mars hjá okkur stelpurnar hafa verið duglegar að fara á hestbak bæði í reiðhöllinni og svo líka í útreiðartúra inn í sveit til Freyju og Bóa.
20.03.2025 21:49Öskudagur og fleira í mars
20.03.2025 21:2225 febrúar tekið af snoðið25 febrúar kom Jökull Gíslason og klippti af snoðið fyrir okkur ásamt kærustunni sinni og það gekk svakalega vel og hann var mjög snöggur og gerði þetta einstaklega vel. Kindurnar voru í þrjóskara lagi við okkur hin að láta reka sig í áttina að rúninginum en þær hafa eitthvað verið að bíta þetta í sig núna í ár að vera alveg hræðilega þrjóskar og voru það líka þegar það var verið að fósturtelja en þetta gekk samt allt saman mjög vel og við erum afar þakklát að hafa fengið Jökul í þetta verkefni með stuttum fyrirvara .
20.03.2025 18:54Febrúar vetrafrí í HúsafelliJæja ég er ekki alveg búnað vera standa mig í að vera blogga það hefur einfaldlega bara verið svo fljótur að líða tíminn og mikið að gera að ég á erfitt með að gefa mér tíma í að setjast niður við tölvuna og fara að blogga en núna ætla ég loksins að gefa mér tíma í það.
Við byrjuðum 14 febrúar á því að fara í vetrafrí og fara í Húsafell í sumarbústað og það var alveg einstaklega ljúft og skemmtilegt. Erika vínkona Emblu kom með okkur og við sóttum þær og Benóný á sveitaball sem þau fóru með félagsmiðstöðinni sem var í Logalandi rétt hjá Húsafelli svo þau þurftu ekki að taka rútuna aftur til Ólafsvíkur. Á föstudeginum áttu svo krakkarnir tíma hjá tannlækni í tannréttingum í Rvk og Emil fór með þau en ég og Ronja vorum eftir í bústaðnum. Á laugardeginum var okkur boðið í 3 ára afmæli hjá Mattheu Katrínu frænku upp á Akranesi og við fórum og það var mikil veisla og alltaf mjög gaman að koma til Steinars bróðir Emils og Gullu og krakkana þeirra.
14.02.2025 10:25Fósturtalning 12 febGuðbrandur kom og fósturskoðaði hjá okkur á miðvikudaginn í staðinn fyrir sunnudaginn því það var svo vont veður á sunnudeginum. Við byrjuðum á því að fara til Gumma og Óla í Ólafsvík og aðstoða og fygjast með og svo fórum við að gera klárt hjá okkur meðan Guðbrandur fór út á Hellissand og Rif að ómskoða.
03.02.2025 07:32Gleðilegt ár og janúar flaug hrattKæru vinir takk fyrir innlitið og commenntin á síðuna á liðnu ári og við óskum ykkur Gleðilegs nýtt ár og hlakka til að deila því með ykkur áfram á síðunni. Við áttum yndisleg áramót með fjölskyldunni hér heima hjá okkur og Freyja,Bói,Mamma,Jóhanna og Siggi komu til okkar. Allt er orðið rólegt í fjárhúsunum og gengur sinn vanagang. Ég byrjaði að vinna niður á leikskóla í janúar og verð fram að páskafríi og það er alveg frábært að fá að hoppa svona yfir í vinnu hjá þeim inn á milli annatíma í fjárhúsunum og þá líða líka þessir mánuðir svo hratt og styttist í næstu skemmtilegu tíma. Næst á dagskrá hjá okkur verður fósturtalning en hún verður núna 9 febrúar.
30.12.2024 10:22Gleðileg jól kæru vinir
30.12.2024 09:19Bruns 15 des,hænu ungar og undirbúningur fyrir jól
13.12.2024 22:28Smalað á FróðarheiðiÍ dag fór ég upp á Fróðarheiði með Kristinn og Sigga og Friðgeir skuttlaði okkur svo línuveginn á Fróðárdalnum og við héldum svo vestur eftir Borgunum. Fékk þennan texta frá Kristinn á facebook um kennileitin því ég er ekki kunnug um þessar slóðir er að fara þetta í annað skipti. Jökull á Álftavatni ásamt hundinum sínum kom með okkur og Siggi tók Lappa hundinn hans Friðgeirs með sér.
Hér er ég að klæða mig í pokana sem Friðgeir lét mig hafa og svo er ég að binda þá fast uppi svo ég geti vaðið yfir ána.
Það er svakalega fallegt hérna uppfrá ef vel er að gáð sjáiði Kidda vera fikra sig upp klettana eftir að hann var búnað stugga lambinu upp úr gilinu.
13.12.2024 21:17Freyja 12 ára og fleira í desember
Ronja Rós var möndlumeistari á leikskólanum.
09.12.2024 09:07Sæðingar og ríkisfé heimt af fjalli
Flettingar í dag: 133 Gestir í dag: 1 Flettingar í gær: 3780 Gestir í gær: 25 Samtals flettingar: 2026321 Samtals gestir: 83688 Tölur uppfærðar: 19.7.2025 00:25:31 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is