Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

17.01.2026 12:36

Útkoma úr sæðingum og fleira

Það var yndislegt veður á nýársdag og við fengum okkur göngutúr frá skóginum á tjaldstæðinu í Ólafsvík yfir í skóginn sem er lengra inn í Dalnum.

það er leynd paradís að labba þarna svo fallegt og eins og maður sé komin inn í ævintýri.

 


Hér erum við að labba á milli skógana.

 


Emil inn í skóginum.


Ronju finnst þetta svo gaman.

 


Það er ótrúlega fallegt að labba þarna í gegn.

 


Hér eru feðgarnir Emil og Benóný .

 


Þeir standa við þessa rétt sem er svakalega falleg og vel gerð.

 


Hér erum við hjónin saman búnað labba hringinn með Ronju og Benóný.


Stelpurnar mínar þær Embla og Freyja fengu þessar mórauðu gimbrar í nýjársgjöf frá Friðgeiri

á Knörr en þær heimtust seint og vorum við búnað hafa orð á því við Friðgeir að okkur langaði 

í mórauða gimbur og hann gerði gott betur og afhenti þeim tvær sem Siggi og Kiddi fóru og 

náðu í hjá honum. Stelpurnar voru að hjálpa til í haust að smala hjá Friðgeiri og fengu þetta

að launum í staðinn ekkert smá fallegt og rausnarlegt af honum. Embla á þá minni og

Freyja á þessa stærri.

 


Hér sést sú stærri betur.

 


Við fórum á þrettánda brennuna að kveðja jólin.

 


Benóný kom líka með okkur.

 


Það var svo vegleg flugveldarsýning líka.

Af fengi tímanum að segja þá voru það 32 sem ég sæddi og af þeim héldu 25

Ég sæddi 8 fyrir Sigga og það héldu 4 af þeim 

Í heildina voru þetta semsagt 40 sæddar og héldu 29 af 40.

 


Dorri var mjög seinn af stað og héldum við að við gætum ekkert notað hann en svo fór hann

að lokum í gang og var notaður á 8 kindur. Það þurfti endilega að vera ein kind að ganga upp í gær

16 jan svo hún verður seinust að bera hjá okkur .

Hann er með C 151 og gulan fána.

 


Steini fékk 8 kindur. Við vorum í erfiðleikum með hann því hann er svo skyldur mikið af

fénu okkar svo við gátum ekki notað hann á margar en hann fór til Bárðar á Hömrum og var

notaður vel hjá honum og svo voru fleiri sem komu með kindur til Bárðar og fengu að setja í hann.

Steini er undan Garp og Mávahlíð. Hann er arfhreinn H 154

X er undan Klaka og Bríet og hann var notaður á 5 kindur.

Hann er hlutlaus með gulan fána.

 


Kútur hans Sigga er undan Kát sæðingarstöðvarhrút. 

Hann fékk 4 kindur. Hann er með H 154 og gulan fána.

 


Guðmundur Ólafsson er undan Guðmundu og Breiðflóa.

Hann fékk 7 kindur. Hann er með H 154 og gulan fána.

 


Dallas er í eigu Óla Helga Ólafsvík og við fengum hann lánaðan því hann er

af Dalalínunni og hann fékk 5 kindur. Hann er með ARR og gulan fána.

 


Hér er Sómi sem er undan Snúru og Brimil sæðingarstöðvarhrút og hann er

alveg óskyldur öllu hjá okkur svo við gátum notað hann vel og ég hef mikla

trú á honum svo hann fékk flestar kindur eða 12 stykki.

Hann er með ARR og gulan fána.


Álfur er undan Álfadís og Bjarka sæðingarstöðvarhrút og er með ARR og gulan fána.

Hann fékk 3 kindur.

 


Kakó sá mórauði fékk eina kind hann er hlutlaus. Koggi sá hvíti er undan Slettu og Laxa sæðingarstöðvarhrút

og er með N 138 og H 154.

 


Tarsan fékk 4 kindur hann er með ARR og gulan fána og er undan Móbíldu og Gullmola sæðingarstöðvarhrút.

 


Prímus er hlutlaus og er undan Val og við fengum hann frá Hjarðarfelli sem lambhrút.

Hann fékk 2 kindur. Hann fór svo á Álftavatn til Jökuls og verður í eigu hans því við

erum búnað full nota hann hjá okkur.

 

Sæðingarhrútar sem við eigum von á að fá lömb undan eru eftirtaldir.

Fursti með eina kind.

Faldur með eina kind.

Hlekkur með eina kind.

Hrókur með 3 kindur.

Völusteinn með 2 kindur.

Fáni með eina kind.

Hróður með 2 kindur.

Magni með 2 kindur.

Goði með 3 kindur.

Bryti með 3 kindur.

Verkur með 3 kindur.

Flói með 3 kindur.

Samtals með sæðingum voru notaðir 24 hrútar og það var allt saman handteymt í kindurnar því það var

löngu fyrirfram ákveðið og pælt hverjir ættu að fara á hverja kind upp á skyldleika og ræktun.

Það voru tvær lambgimbrar hjá okkur sem ég sá aldrei ganga og ég hætti að leita í þeim í dag 17 jan 

svo þær fá að vera geldar annars eru 3 aðrar sem ég ætla að hafa geldar því ég vil að þær fái að 

stækka meira og verða þá bara fallegri kindur næsta haust.


Fengum þá Jón Viðar og Lárus Birgisson í heimsókn í fjárhúsin í dag og hér eru þeir með Sigga og Kidda

í fjárhúsunum inn í Tungu. Jón Viðar hafði samband við mig í vikunni og boðaði komu sína og Lárusar að þeir

ætluðu að fá sér rúnt á Snæfellsnesið í heimsókn til nokkra bænda og það var okkur heiður að

taka á móti þeim og sýna þeim samyrkjubúið okkar í Tungu hjá Sigga. Það var mikið spjallað og gaman að hlusta

á allar upplýsingar og fróðleik sem þeir hafa mikla reynslu af sauðfjárræktinni gegnum tíðina og deila með þeim

ættum og skoðunum okkar á ræktuninni.

 

13.01.2026 11:09

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það liðna.

Kæru síðuvinir Gleðilegt nýtt ár og takk kærlega fyrir innlitið og kommenntin á síðuna á liðnu ári.

Við höfðum það rólegt og gott yfir áramótin eftir öll veikindin sem herjuðu á yfir jólin. 

Við borðuðum saman heima hjá okkur og Freyja og Bói komu til okkar svo fórum við yfir

til Jóhanns bróðir Emils og fjölskyldu og skutum upp rakettunum þar.


Hér er hún Fríða í áramótagleði á gamlársdag.

Fríðu fékk ég gefins í fyrra frá Friðgeiri á Knörr.

 


Benóný Ísak sáttur fékk dominos á gamlársdag það var hún Þórhalla sem 

reddaði honum sendingu frá Reykjavík.

 


Emil búnað græja matinn og þá er bara bíða eftir gestunum.

 


Við mægður ég og Embla Marína.

 


Freyja Naómí orðin spennt fyrir áramótunum.

 


Ronja Rós líka mjög spennt.

 


Benóný Ísak orðinn mjög spenntur hann elskar áramótin því honum finnst svo gaman

að skjóta upp og kveikja smá bál. Bói afi þeirra fór með þau á brennuna sem var

á Breiðinni og var með stærri sem hefur verið.


Við vorum með léttreyktan lambahrygg og svínahamborgarahrygg í matinn.


Hér eru borðskreytingarnar.

 


Hér erum við komin til Jóhanns og Þórhöllu og skjóta upp rakettunum.

 


Við fórum svo heim um hálf 2 og tókum spil heima með Eriku og Emblu.

 

25.12.2025 22:59

Hitt og þetta í nóvember

 


Ronja Rós að hjálpa til í fjárhúsunum.

 


Steini frændi og Dagbjört skírðu fallega drenginn sinn 15 nóvember og fékk hann nafnið Ólafur Berg 

svo fallegt nafn á fallega frænda. Hann var skírður í Reykjavík og var það mjög falleg og skemmtileg athöfn.

 


Hér eru þau Steini og Dagbjört með hárprúða Ólaf Berg svo falleg fjölskylda.

 


Hér er Marri Már litli frændi svo mikill gaur og orkumikill hann er sonur Magga bróðir og Rut.

Hér er hann í skírninni hjá Ólafi Berg.

 


Þann 29 nóvember fórum við í skírn hjá Módísi Maríu dóttir Karítas frænku og Daníels

það var svo falleg og yndisleg athöfn heima hjá þeim.

 


Módís María Husgaard svo falleg og svo fallegt nafn.

Nú eru Maja og Óli búnað fá bæði nöfn í höfuðið á sér alveg yndislegt svo dýrmætt að fá svona

tvö barnabörn á sama aldri hjá börnunum sínum þá verða þau svo miklir félagar.

 


Maja stolt amma með Módísi Maríu og mamma stolt langamma.

 


Mamma og Ronja Rós með kisu.

 


Hér er verið að reka hestana upp í Fossárdal 30 nóvember og þeir verða þar þangað til þeir eru teknir inn

milli jóla og nýárs.

 


Ronja Rós inn í Tröð út á Hellissandi en þar var dansað í kringum jólatréð og jóalsveinarnir komu í heimsókn

og gáfu glaðning og dönsuðu og sungu með krökkunum.

 


Það var svo heitt kakó líka.

 


Aðventugleði var í Snæfellsbæ og búðir opnar lengur þann 4 desember.

 


Freyja kom með okkur líka það var kósý stemming á Sker Restaurant og gefið heitt kakó úti.

 


Malla kisan okkar stækkar og hefur það kósý hjá krökkunum.

 


Við Ronja á kvöldgöngu í fjörunni þann 8 desember.

 


Búið að vera svo gott veður undarfarið og alveg yndislegt að fara í göngu á kvöldin.

25.12.2025 22:29

Freyja 12 ára 12 des og sæðingar hefjast

Yndislega og duglega Freyja Naómí okkar var 12 ára þann 12 des og við fórum til Reykjavíkur 10 des og gistum tvær nætur í Reykjavík því Freyja fór til tannlæknis þann 11 des og Embla líka svo fékk Freyja teina á afmælisdaginn sinn. Við eyddum svo deginum í Rvk að gera eitthvað smá afmælis og svo brunuðum við heim því ég átti pantað sæði fyrir kindurnar og ég sæddi þær um kvöldið.

 


Hér er afmælisskvísan í nýju peysunni sem við gáfum henni og svo gáfum við henni buxur og sokka í stíl.

 


Þá er Freyja okkar komin með teina og er bara mjög ánægð með þá.

 


Við fórum á nýjan stað sem við höfum ekki farið áður og krakkarnir voru

svo ánægðir og fannst mjög gaman í VRworld sem er staðsett rétt hjá skeifunni Rvk.

 


Svo gaman hjá þeim.

 


Hér eru tvö svona tæki sem kostar meira í en þau eru þess virði þau fara upp í loft og og hreyfast upp og niður og eitt

tækið fer í hringi og á hvolf og þú ert í rússibana mjög skemmtilegt.

 


Hér eru Freyja og Aron besti vinur hennar hann kom með okkur til Reykjavíkur núna rétt fyrir jól.

 

 

 


Hér eru þær sem voru sæddar fyrsta daginn.

Það voru þrjár sem fengu með Verk og þrjár með Hrók.

Við hleyptum til á fyrstu þann 9 des og það voru 4 sem gengu þá.

 

10 des var ein sem við hleyptum á.

 

13 des voru svo fáar að ganga að ég tók ekki sæði og hleypti á eina sem var þá.

Við sæddum svo til 19 des og það voru 32 sæddar hjá okkur og svo sæddi ég 8 fyrir Sigga.

Svo samtals hjá okkur öllum voru þetta 40 ær sæddar.

 

Við notuðum Magna, Fald, Hrók, Völustein, Verk, Goða, Flóa, Bryta, Mána, Hlekk, Hróður , Fána og  Fursta

svo það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.

 

Við byrjuðum svo að hleypa til 20 des .

Það voru 5 að ganga þá .

 

Annars hefur bara gengið fínt og við erum auðvitað að leita á hverjum degi og teyma svo einn og einn hrút eftir því hvaða 

kind hann á að fara á því það er allt útpælt frá skyldleika og hvað passar saman hvernig við röðum í þær.

Kristinn lenti í því óláni að vera með brjósklos og þurfti að fara í aðgerð í desember svo hann hefur þurft að taka því rólega og einbeita

sér að ná sér . Aðgerðin tókst vel og honum líður mun betur núna.

Ég hef fengið mikla aðstoð hjá Sigga og hann hefur leitað fyrir mig á morgnanna og svo þegar ég kem þá færum við þær sér í stíu

sem á að sæða og svo gef ég þeim og fer heim og sæði svo eftir hádegi.

 

25.12.2025 21:29

Gleðileg jól


Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum fyrir innlitið á síðuna okkar.

Hér eru Benóný Ísak, Embla Marína, Freyja Naómí og Ronja Rós og kisan Malla á aðfangadag.

 

Þetta voru frekar óvenjuleg og skrýtin jól hjá okkur. Það voru allir veikir hjá okkur nema ég .

Embla byrjaði seinasta daginn í skólanum fyrir jólafrí og svo fórum við til Reykjavíkur 21 des og þá 

veiktist Freyja eftir að við fórum suður þegar ég var búnað gefa og hleypa til þá brunuðum við inn

í Þorlákshöfn því það var búið að opna nýju rennibrautirnar sem Benóný er búnað vera bíða eftir svo lengi

og þau voru mjög ánægð með þær við Freyja, Aron vinur hennar og Benóný fórum og það var mjög gaman.

 

Benóný mega spenntur að fara í sund í Þorlákshöfn.

 


Hún er eina rennibrautin á Íslandi sem er með keilu svo eru tvær aðrar líka mjög gaman að fá svona 

rennibraut því hún er næst því að vera eins og á Akureyri með svona einstaka öðruvísi rennibraut.

 

Embla er enn veik og hefur verið mjög lasin svo hún kom með Emil suður daginn eftir því Emil var á sjó á 

sunnudeginum. Ég fór með Benóný í bíó á sunnudagskvöldið á Avatar 3 og hún var alveg geggjað góð.

 

Freyja svaf allt kvöldið og var komin með hita en ég gaf henni svo verkjalyf daginn eftir svo hún og 

Aron gátu farið í skemmtisvæðið í smáralind og svo kom Emil , Embla og Ronja til Reykjavíkur

eftir að Emil var búnað gefa kindunum og hleypa til og þegar þau komu suður

 þá fóru Freyja og Aron með Ronju í skopp en svo eftir það var Freyja alveg búin á því og svaf

það sem eftir var af deginum.

Við Emil fórum svo að versla jólagjafir og Benóný fór í sund í 

laugardalslauginni á meðan og við pöntuðum svo brauðstangir fyrir hann og hann fékk sér að

borða en var frekar slappur og kalt og þá kom í ljós að hann var kominn með hita líka og svo

þegar leið á kvöldið var sama sagan með Emil og hann var líka kominn með hita og beinverki.

 

Á Þorláksmessu ákvað ég að vakna snemma og klára Bónus og bruna svo heim með Benóný og 

Freyju og Aron því Freyja og Benóný voru orðin svo veik og svo þurfti ég að drífa mig heim til að hleypa 

til og gefa. Emil átti svo erfitt með að keyra vestur því hann var orðinn svo slappur og þegar hann kom

heim fór hann beint upp í rúm og var alveg sigraður. Svona gekk þetta yfir jólin hjá okkur og þau voru

mjög veik og Ronja veiktist svo á aðfangadagsmorgun þá var hún komin með hita. Ég ákvað strax að 

hugsa jákvætt og segja við mig sjálfa ég má ekkert vera að því að vera veik og ég ætla ekki að vera veik

og ég er ekki enn búnað fá neitt og fékk í staðinn styrk til að geta séð um að hjúkra þeim og sinna

kindunum og fengitímanum og Jóhann aðstoði mig við það og Siggi en svo kom að því að flensan

náði Sigga líka á aðfangadagskvöld og hann var veikur á jóladag og annan í jólum en er að lagast

núna og það á við um Emil líka og Benóný. Embla var orðin hitalaus á jóladag og var þá fyrst að ná

sér alveg búnað vera veik í viku. Ronja er enn veik núna og Freyja er líka enn með hita slöpp og í dag er 27 des.

Hér er Gummi Óla og Viskí.

 


Hér er Ronja Rós hjá Ömmu og afa á aðfangadag.

 

 

Við gátum þó farið í mat á aðfangadag til Freyju og Bóa með því móti að allir tóku verkjalyf og hitalækkandi

áður og voru þá nokkuð hress og gátu borðað jólamatinn og svo fórum við heim og opnuðum pakkana en Ronja

var svakalega lasinn þegar við komum heim og ég gaf henni þá hitalækkandi og þá gat hún notið þess að opna 

pakkana en svo var hún slöpp aftur um kvöldið eins og hin líka svo þetta voru mjög skrýtin jól.

 


Hér eru skvísurnar okkar.

 


Hér er Ronja að opna inn í sveit hjá ömmu og afa og það sést hér að hún 

var orðin ansi föl og slöpp greyjið.

 


Benóný fékk þetta fallega vesti frá þeim og buxur.

 


Hér er jólatréið okkar það var keypt gervi jólatré núna í ár og við

erum mjög ánægð með það fengum það í Húsasmiðjunni í Borgarnesi.

 


Hér erum við komin heim og Ronja Rós alsæl að opna pakkana.

Hún var svo slöpp fyrst en svo lagaðist hún eftir að ég gaf henni hitalækkandi.

 


Freyja Naómí að opna gjöfina frá okkur .

 


Embla Marína að opna frá okkur .Við gáfum þeim 66 norður skelbuxur og vettlinga.

 


Benóný Ísak var mjög rólegur og frekar slappur .

 


Það er alltaf svo kósý að kveikja upp í arininum.

 


Nú fer að líða að því að fyrstu sem við sæddum ættu að fara

sýna hvort þær haldi en það var ein sem gekk upp í dag svo hún hefur

verið byrjuð fyrr því hún var sædd 12 des og gekk upp í dag 27 des.

Það fer að styttast í hringinn og það er ein kind eftir að ganga og svo eru 

5 lömb eftir .

 

 

 

06.12.2025 19:35

Gimbrar hjá Gumma Óla og heimsókn til Óla.


Þessi er undan Topp og Snældu.

32 ómv 3,9 ómf 4,0 lag 108 fótl

8,5 frampart 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Binnu og Boga.

32 ómv 3,9 ómf 4,0 lag 111 fótl

9 frampart 18 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Hólmsteinn og Elsu.

31 ómv 2,1 ómf 4,5 lag 106 fótl

9 frampart 18,5 læri 7,5 ull 8 samræmi.

 

Þessi er undan Hegra og Birtu.

33 ómv 2,8 ómf 4,5 lag 111 fótl

9 frampart 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Topp og Blæju.

33 ómv 2,3 ómf 4,0 lag 109 fótl

9,5 frampart 19 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Alfreð er undan Dóru og Bruna sæðingarhrút. Hann er með H154 og R 171.

55 kg 112 fótl 30 ómv 4,2 ómf 4,0 lögun.

8 9 9 8,5 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 87 stig.


Emil er undan Melkorku og Kakó.

55 kg 110 fótl 34 ómv 5,7 ómf 4,0 lögun.

8 8,5 9 9 9 18 8 8 9 alls 86,5 stig.

 


Hér eru hrútarnir hans en þessi hvíti í ullinni er seldur og það á bara eftir að sækja hann.

 


Hér eru gimbrarnar hjá Óla Helga Ólafsvík þær eru allar með einhverja arfgerð og flestar R171.

 


Þessi er grámórauð hjá Óla mjög falleg.

 


Þessi heitir Dallas og er undan Fróða sæðingarstöðvarhrút og Ollu.

65 kg 116 fótl 35 ómv 3,0 ómf 4,0 lögun

8 8,5 8,5 9 9 17,5 7,5 8 8 alls 84 stig.

 


Þessir eru í eigu Óla og sá sívalhyrndi heitir Hrói og er undan Tarzan og Gul og er arfhreinn R171.

51 kg 108 fótl 31 ómv 2,1 ómf 4,0 lögun.

7 8 8,5 8,5 8,5 17 8 8 8,5 alls 82 stig.

Hinn heitir Tindur og er líka arfhreinn R171 og er undan Bruna sæðingarstöðvarhrút og Jóu.

47 kg 107 fótl 35 ómv 2,7 ómf 3,5 lögun.

8 8,5 8,5 9 9 18 8 8,5 9 alls 86,5 stig

25.11.2025 20:18

Hrútafundur og tekið af kindunum 23 nóv


Hrútafundur fór framm á Lyngbrekku seinast liðinn fimmtudag og þar voru kynntir sæðingarstöðvarhrútarnir

sem verða á stöðinni í boði þennan fengitíma. Það er alltaf spennandi og fræðandi að fara á fundina og sjá hvað

verður í boði og hverjir eru mest spennandi að nota. Torfi og Árni eru hér að kynna hrútana.

Ég og Siggi fórum á fundinn með Gumma Óla. Emil missti af honum hann er að róa á Skagaströnd og Kristinn var

í Reykjavík og komst ekki að þessu sinni en ég tók niður punkta fyrir þá.

 


Jökull frá Álftavatni kom og tóka af kindunum fyrir okkur á sunnudeginum

og vorum við frekar fámönnuð því Emil er á Skagaströnd og Krisitnn er búnað vera mjög slæmur í bakinu

og má helst ekki gera neitt en hann mætti og var með mér að gefa kindunum ormalyfið og passa hlerann.

Ég dró svo kindurnar yfir í Sigga og hann sneri þeim niður til Jökuls. Stelpurnar og vinkonur Emblu stóðu sig

 vel í að hjálpa okkur að reka kindurnar inn í aðhald til okkar og Freyja sá um að færa þær jafnóðum nær.

Embla var svo í að fara yfir ullina og setja hana í poka eftir að Siggi var búnað kenna henni hvernig hún ætti að flokka.

 


Hér er Embla og Kristinn.

 


Hér eru stelpurnar að passa hlerann og Ronja kom að kíkja með Jóhönnu .

Jóhanna sá um að koma með mat fyrir okkur í hádeginu sem ég var búnað græja kvöldinu áður svo hún gæti hitað hann upp fyrir okkur og hún bakaði köku í eftirrétt.

Jökull gerir þetta svo vel og þær voru svo vel klipptar og flottar .

Það var svo alger snilld að gefa ormalyfið í leiðinni .

 


Freyja er búnað vera svo dugleg að koma með mér að gefa því ég er að vinna til 1 á leikskólanum.

 


Móa hennar Freyju er undan Lóu og Freyja vildi fá á hana skegg eins og Lóa var stundum svo 

það var skilið eftir skegg á henni.

 

16.11.2025 10:22

Kindunum smalað heim 14 nóv


Við fórum og sóttum kindurnar á föstudeginum og það var gott veður en kalt.


Hér eru Siggi og Embla að fara upp í Fögruhlíð.

 


Hér leyndust kind og lamb sem Kristin tók eftir og hann fór á eftir þeim og náði þeim niður í gilið hér.

 


Hér fóru þær ekki auðveldurstu leiðina niður og rann mikið af möl undan þeim þegar þær fóru niður.

 


Hér er hún komin niðru og Kristin, Siggi og Embla eru að koma niður á eftir henni.

 


Þetta gekk svo mjög vel hjá okkur og það komu allar kindurnar okkar ásamt einni kind og tveim lömbum sem var frá

Bibbu Grundarfirði og það voru tveir lambhrútar og svo einn auka lambhrútur sem reyndist vera frá Hoftúnum.

 


Áður en við tókum inn þurfti að laga grindurnar eftir að Lalli var búnað dæla út því það kom í ljós

að undirstöðurnar voru að gefa sig á nokkrum stöðum svo það þurfti að styrkja þær og Emil fór niður í haughús og kom

þeim fyrir meðan Kristin og Siggi festu þær og Lalli kom og aðstoðaði að dæla aðeins meira upp úr til að það væri 

ekki of mikið vatn í kjallararnum.

 


Hér er Emil ofan í og svo var Emil búnað vera tæpur í bakinu og fór svo alveg í bakinu við að bogra þarna ofan í og setja bitana svo

það þurfti að setja stiga niður svo hann gæti híft sig upp og við tók svo að styðja hann út í bíl og hann var slæmur í bakinu lengi á eftir

komst ekki út á sjó á næstunni en þetta er þó allt að koma til hjá honum núna.

Siggi bjargaði þessu fyrir okkur að klára og festa og setja bitana sem eftir voru og erum við mjög þakklát við Sigga að þetta kláraðist

því Emil og Kristinn eru báðir búnað vera drepast í bakinu.

 


Ég kláraði svo að negla niður grindurnar og Emil gerði saltsteinana klára.

 


Við fórum svo í Borgarnes og nú er fóðurbætirinn klár og kominn í tunnur.

 

 

 

16.11.2025 09:24

Ásettningur hjá Sigga í Tungu


Þessi er undan Brellu og Kogga. Hún er með H154 og gul.

49 kg 36 ómv 4,4 ómf 4,5 lögun 109 fótl

9,5 frampart 19 læri 7,5 ull 8 samræmi

 


Þessi er undan Tinnu og Reyk. Hún er gul.

49 kg 32 ómv 3,3 ómf 4,0 lögun 108 fótl

9,5 frampart 18,5 læri 9 ull 8,5 samræmi 

 


Þessi er undan Önn og Hólmstein sæðingarstöðvarhrút. Hún er R171 og H154.

56 kg 39 ómv 5,7 ómf 4,5 lögun 110 fótl 

9,5 frampart 18,5 læri 8,5 ull 9 samræmi

 


Þessi er undan Breiðleit og Kogga . Hún er með H154 og gul.

52 kg 36 ómv 4,5 ómf 4,5 lögun 109 fótl

9 frampart 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi

 

 

Þessi er undan Doppu og faðir ónefndur. Hún er H154 og gul.

50 kg 35 ómv 4,2 ómf 4,0 lögun 115 fótl

8,5 frampart 17,5 læri 8 ull 8 samræmi.

Hún er í eigu Selmu.

 


Siggi heimti þennan eftir á og hann er tvilembingur undan gemling og Kát sæðingarstöðvarhrút

hann er með H154 og er með ættir í Alla frá Snartastöðum sæðingarhrút í móðurætt og aftur í ættir má finna Ask okkar

og svo Máv sem fór á sæðingarstöðina og Svört hans Sigga sem var afburðargóð kind.

Það verður spennandi að nota hann. Hann er óstigaður en er með mjög góð læri að mati þeirra sem

hafa skoðað hann er hann metinn 18,5 til 19 í læri þegar hann heimtist.

08.11.2025 23:38

Hrútarnir okkar 2025


25-001 Gummi Óla undan Guðmundu Ólafsdóttur og Breiðflóa. Greining í vinnslu

49 kg 38 ómv 3,0 ómf 5,0 lögun 104 fótl

8 9,5 9 10 9,5 19 7,5 8 8,5 alls 89 stig.

 


25-002 Sómi undan Snúru og Brimil sæðingarstöðvarhrút. R171 og gulur.

56 kg 34 ómv 3,6 ómf 4,5 lögun 111 fótl

8 9 9,5 9 9,5 18 7,5 8 8,5 alls 87 stig.

 


25-003 X undan Bríet og Klaka. Gulur hlutlaus

55 kg 38 ómv 3,3 ómf 5 lögun 108 fótl

8 9 9,5 10 10 18,5 8 8 8,5 alls 89,5 stig

Í eigu Kristins.

 


25-004 Steini undan Mávahlíð og Garp sæðingarstöðvarhrút. Arfhreinn H154

53 kg 39 ómv 3,0 ómf 5 lögun 106 fótl

8 9 9 10 9,5 19 9 8 9 alls 90,5 stig.

Hann gekk á móti gimbrinni sem við setjum á og var einnig móðurlaus frá endaðan júní.

 

25-005 Dorri undan Sælu og Örvari. C151 og gulur.

55 kg 37 ómv 4,7 ómf 4 lögun 109 fótl

8 9 9 9,5 9,5 19 8 8 8 alls 88 stig.

08.11.2025 21:22

Gimbrarnar okkar 2025


25-006 Klóí undan Kleó og Böggul sæðingarstöðvarhrút, R171 og Gul.

50 kg 34 ómv 3,9 ómf 4,5 lögun 108 fótl

9 frampart 18 læri 8 ull 8,5 samræmi heildarstig 43,5

 


25-007 Mandla undan Dögg og Eilíf sæðingarstöðvarhrút, R171 og Gul.

52 kg 33 ómv 4,2 ómf 4 lögun 111 fótl

9,5 frampart 18,5 læri 9 ull 9 samræmi heildarstig 46

 


25-008 Frost undan Blæju og Eilíf sæðingarstöðvarhrút, H154 og Gul.

46 kg 31 ómv 2 ómf 3,5 lögun 108 fótl

8,5 frampart 17,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi heildarstig 43

Blæja móðir hennar drapst frá lömbunum í endann maí svo hún gekk móðurlaus í sumar.

 

25-009 Irma undan Mávahlíð og Garp sæðingarstöðvarhrút, arfhrein H154

42 kg 35 ómv 2,4 ómf 4,5 lögun 107 fótl 

9 frampart 19 læri 7,5 ull 8 samræmi heildarstig 43,5

Hún gekk móðurlaus í sumar því hún hefur depist seinni hluta júní.

 


25-010 Glóð undan Perlu og Bruna sæðingarstöðvarhrút. C151 og Gul.

55 kg 34 ómv 4,5 ómf 4 lögun 111 fótl 

9 frampart 18 læri 8 ull 8,5 samræmi heildarstig 43,5

 


25-011 Pandí undan Pöndu og Brimil sæðingarstöðvarhrút. R171 og N138.

43 kg 36 ómv 3,2 ómf 4,5 lögun 109 fótl

9 frampart 18,5 læri 8 ull 9 samræmi heildarstig 44,5

 


25-012 Vök undan Slettu og Kát sæðingarstöðvarhrút. Gul og greining í vinnslu.

51 kg 36 ómv 3,3 ómf 4,5 lögun 107 fótl

9 frampart 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi heildarstig 44

 


25-013 Úa undan Álfadrottningu og Pistil sæðingarstöðvarhrút. Gul

51 kg 35 ómv 4,3 ómf 4,5 lögun 109 fótl

9 frampart 18 læri 9 ull 8,5 samræmi heildarstig 44,5

Í eigu Kristins

 


25-014 Gógó undan Álfadrottningu og Pistil sæðingarstöðvarhrút. R171 og Gul

53 kg 36 ómv 5,4 ómf 4 lögun 113 fótl

8,5 frampart 18 læri 7,5 ull 8 samræmi heildarstig 42

 


25-015 Viský undan Jobbu og Breiðflóa. Gul

45 kg 34 ómv 4,7 ómf 4,5 lögun 105 fótl 

9,5 frampart 18,5 læri 8,5 ull 8 samræmi heildarstig 44,5

 


25-016 Myrra undan Ösp og Tarzan. Gul

50 kg 37 ómv 3,7 ómf 4,5 lögun 109 fótl

9,5 frampart 19 læri 8 ull 8,5 samræmi heildarstig 45

 


25-017 Sandra undan Strönd og Álf , R171 og Gul.

51 kg 36 ómv 3,6 ómf 4,5 lögun 109 fótl

9 frampart 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi heildarstig 44

 


25-018 Ísey undan Bríet og Klaka. Gul

48 kg 38 ómv 3,4 ómf 4 lögun 110 fótl 

9,5 frampart 18,5 læri 9 ull 8 samræmi heildarstig 45

Í eigu Kristins


25-019 Opal undan Gurru og Vind. Greining í vinnslu.

47 kg 34 ómv 3,0 ómf 4,5 lögun 109 fótl

9,5 frmpart 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi heildarstig 44,5

Er í eigu Jóhönnu.

 


25-020 Apríl undan Epal og Brúnó. Gul 

47 kg 38 ómv 4,8 ómf 4,5 lögun 108 fótl

9 frampart 18 læri 8 ull 8,5 samræmi heildarstig 43,5

 


25-021 Gyðja undan Gyðu Sól og Brúnó. Gul

46 kg 35 ómv 6,1 ómf 4 lögun 105 fótl

9 frampart 18 læri 7,5 ull 8 samræmi heildarstig 42,5

 


25-022 Míla undan Mössu og Brúnó. Gul

50 kg 37 ómv 4,9 ómf 4 lögun 109 fótl

9,5 frampart 19 læri 8,5 ull 8,5 samræmi heildarstig 45,5

 


25-023 Móra undan Rúmbu og Brúnó. Gul

46 kg 33 ómv 4,8 ómf 4 lögun 113 fótl

8,5 frampart 17,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi heildarstig 43

Er í eigu Selmu.


25-024 Móa undan Lóu og Kakó. Greining í vinnslu.

52 kg 32 ómv 4,5 ómf 4,5 lögun 115 fótl

9,5 frampart 18 læri 8,5 ull 8 samræmi heildarstig 44

 


25-025 Nútella undan Elku og Kakó. Greining í vinnslu.

42 kg 32 ómv 2,7 ómf 4 lögun 114 fótl

8 frampart 17 læri 8 ull 8 samræmi heildarstig 41

 


25-026 Vetrarrós undan Ástrós og Refil. Gul

44 kg 32 ómv 3,7 ómf 4 lögun 109 fótl

8,5 frampart 17,5 læri 8,5 ull 8 samræmi heildarstig 42,5

 


25-027 Reykjavík undan Randalín og Reyk. Gul

46 kg 32 ómv 4,8 ómf 4,5 lögun 110 fótl

9 frampart 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi heildarstig 44

 


25-028 Læla undan Sælu og Örvari. Gul

52 kg 39 ómv 4,6 ómf 4,5 lögun 110 fótl

9,5 frampart 19 læri 8,5 ull 8,5 samræmi heildarstig 45,5

 


25-029 Tása undan Goltu og Jór syni sem var undan Kleópötru frá okkur.

50 kg fengin hjá Bárði og hún er óstiguð og greining er í vinnslu.

 

29.10.2025 21:18

Smalað lambgimbrunum heim

Við fórum á sunnudaginn og sóttum lambgimbrarnar til að taka þær inn og við byrjuðum á að fara inn fyrir Búlandshöfða og finna kindurnar þar og þær voru alla leið að Höfða bænum og Freyja og Birgitta frænka hennar byrjuðu að reka þær af stað út eftir. Rúmba var með forrystuna og leiddi hópinn frekar hratt eins og hún væri forrystu kind. Það gekk vel að reka og Kristinn tók svo við að reka þegar þær voru komnar upp á Búlandshöfða og Siggi líka en það náðist að halda þeim meðfram veginum svo þær fóru ekki undir Höfðann eins og þær eru vanar. Við tókum svo allt sem var inn í Mávahlíð og svo það sem var inn í Fögruhlíð og svo var látið Sigga vita af lambi sem var búnað festa sig í gaddavír og vírinn var fastur utan um fótinn á því og við fórum að leita af því og ég fór að sækja kerruna ef það væri ekki hægt að reka það en þess þurfti svo ekki. Hörður í Tröð lét okkur vita og hann hjálpaði okkur svo að standa fyrir inn í Tröð svo kindurnar myndu halda áfram niður inn í Fögruhlíð eftir að Siggi, Kristinn og Freyja fóru upp og sóttu það sem var fyrir ofan hjá Ragga bústað og upp á Sneið.

 


Bárður og Sveinn komu með kerru til Freyju og Bóa þar sem hestarnir eru og tóku Ösku fyrir okkur upp á kerru og hún

fer til Bárðar í smá tíma áður en hún fer í frumtamningu. Hún getur verið mjög erfið að fara upp á kerru og mistókst það hjá okkur 

seinast að reyna ná henni og hún var komin inn en hoppaði svo yfir Bóa og út aftur svo við reyndum ekki meira í það skipti en það 

gekk svo ágætlega núna en tók þó smá tíma og þolinmæði að koma henni inn.

 


Hér er Kristinn kominn með þær að útsýnispallinum og þær héldu áfram þaðan eftir veginum.

 


Siggi og Kristinn að reka þær áfram.

 


Ég labbaði eftir Holtsánni að leita af lambinu með gaddavírinn en sá það hvergi en svo kom í ljós að það var komið alla leiðina niður

að Fögruhlíð svo ég hefði ekki þurft að labba alla þessa leið að leita.

 


Hér erum við komin upp að Tungu með kindurnar.

 


Hér erum við að reka restina sem var fyrir ofan Tungu svo við fórum aftur út að smala eftir að við vorum búnað taka hinar inn í rétt 

sem við vorum að sækja í Fögruhlíð. Það vantaði nefnilega eitt lamb og það var með þessum kindum og var það hún Bríet hans Kidda sem

var í þessum hóp með sína gimbur. Núna þarf ég bara fara gefa mér tíma í að taka myndir af öllum gimbrunum og setja það hér inn.

 

29.10.2025 20:57

Göngutúr og skoðað gömlu réttina í Ólafsvík

Við Ronja Rós fengum okkur göngutúr fyrir ofan tjaldsvæðið í Ólafsvík og löbbuðum upp í skóg þar ég hef aldrei komið þar áður og það er mjög skemmtilegt svæði og gaman að sjá og svo gengum við þaðan og yfir í hinn skóginn sem er við gömlu réttina sem var verið að klára hlaða og gera upp og það er svo gaman að labba þangað eins og ævintýri og það var svo gott veður þó það væri kalt og smá sleipt maður þurfti að passa sig því það var frost nóttina áður.

 


Hér er Ronja að fara upp í skóginn.

 


Það er svo fallegt hér inn í skóginum eins og ævintýraland.

 


Þetta er svo fallegt greinar sem þekja yfir allt og með allsskonar munstur.

 


Núna erum við að labba yfir í hinn skóginn.

 


Það er svo gaman að labba hér og margt að skoða.

 


Við tókum svo með okkur nesti og borðuðum það á einu borðinu sem er í gömlu réttinni.

Elska hvað það er fallegt umhverfið þarna og ævintýralegt.

25.10.2025 17:51

Sumarbústaðaferð í Svignaskarð

Það var haustfrí í skólanum hjá krökkunum seinustu helgi og ég fór með þau í sumarbústað í Svignaskarði og það var alveg ótrúlega kósý og gaman.

Við vorum fyrst bara ég og krakkarnir og við fórum svo í Hreppslaug sem er búnað vera lengi á listanum hans Benónýs að fara í og hún var mjög flott og

kósý og gaman að fara í hana og við eigum klárlega eftir að fara í hana aftur. Það var mjög gott veður hjá okkur og við fórum í heitapottinn oft yfir daginn og svo fórum við inn í Borgarnes og tókum smá labb og kíktum á Bjössaróló fyrir Ronju. Emil kom svo á laugardagskvöldið til okkar og  það var mikil gleði að fá hann loksins til okkar hann er búnað vera í burtu að róa á Skagaströnd. Við skiluðum svo bústaðinum af okkur á mánudaginn og fórum þá til Reykjavíkur.


Hér erum við að labba frá Bjössaróló og það var svo æðislega fallegt veður.

 


Hér er skemmtilegur stór stóll til að setjast í við fjöruna í Borgarnesi.

 


Hér er Ronja Rós við Bjössaróló.

 


Mjög gaman að skoða ég man eftir að hafa farið þarna sem krakki en var búnað gleyma 

alveg hvernig það leit út svo það var gaman að fara og sýna krökkunum.

 


Hér er Ronja Rós á rugguhesti. Þetta er allt smíðað úr timbri.

 


Freyja Naómí, Ronja Rós og Benóný Ísak.

 


Ronja Rós var alveg að elska heitapottinn og það var farið oft á dag.

 


Það var svo yndislegt veður þó það væri kalt þá fórum við í smá sólbað þegar okkur var orðið of

heitt í pottinum og fengum okkur vinber.

 


Benóný fannst svo kósý að fara í pottinn þegar það var komið myrkur úti þá var líka 

stjörnubjart og mikið um norðurljós.

 


Hér erum við komin í Hreppslaug sem var ein af sundlaugunum sem við eigum eftir að fara í .

Benóný er mjög spenntur að fara í hana loksins.

 


Það var svo mjög heillandi að það mátti kaupa sér drykki og ís og fá sér ofan í lauginni.

Sundlaugin var mjög flott og heitupottarnir stórir og góðir svo við mælum hiklaust með að fara í þessa sundlaug

fyrir þá sem hafa ekki farið hún er svo kósý og náttúruleg.

 


Tók svo mynd af skiltinu áður en við fórum.

 


Benóný sáttur með pepsí í Hreppslaug.

 


Hér erum við í bústaðnum að nýta það sem eftir er af sumrinu og með haustlitina í bakgrunn.

 


Emil mættur til okkar það var mikil gleði og mikið hlegið af nýju skegg mottunni

sem hann er búnað safna á sjónum. En fékk svo fljótt að hverfa eftir almennilegan rakstur.

 


Hér er svo mottan farin á Emil og hér er hann og Embla í Blómasetrinu í Borgarnesi sem er kaffihús

og það var svo gaman að koma þangað svo kósý og heimilislegt og allskyns dót og hlutir að sjá og

það var svakalega gott að borða þar og fá kaffi og heitt kakó. 

 

 

18.10.2025 18:51

Lambhrútarnir teknir inn og rifið upp grindur

Eftir Héraðssýninguna tókum við lambhrútana á hús og það eru enn tvö sölulömb sem eiga eftir að fara og eru

inn i girðingunni svo er verið að fara dæla út út fjárhúsunum hjá okkur og ég fór að gera klárt og rífa upp grindurnar áður

en Lalli á Hellissandi kemur að dæla út fyrir okkur.

 


Hér er móbotni sem fer til Gumma Óla Ólafsvík og fékk hann nafnið Emil svo er Grái okkar 

en hann hefur fengið nafnið Steini í höfuðið á Steina frænda frá Mávahlíð.

 


Þetta eru lambhrútarnir þeir verða 6 í heildina á samyrkjubúinu í Tungu.

 


Búin að losa upp grindurnar.

 


Sumarliði hans Sigga stækkar vel.

 


Fallegt veður í sveitinni.

Það er svo að koma haustfrí um helgina í skólanum hjá krökkunum og við ætlum að skella okkur

í Svignaskarð í sumarbústað og Emil er að róa á Skagaströnd og ætlar að reyna komast eitthvað til okkar því það

fer að spá brælu þar.

Flettingar í dag: 465
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 2036
Gestir í gær: 2
Samtals flettingar: 2830565
Samtals gestir: 90465
Tölur uppfærðar: 18.1.2026 13:48:37

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar