Kæru vinir takk fyrir innlitið og commenntin á síðuna á liðnu ári og við óskum ykkur Gleðilegs nýtt ár og hlakka til að deila því með ykkur áfram á síðunni.
Við áttum yndisleg áramót með fjölskyldunni hér heima hjá okkur og Freyja,Bói,Mamma,Jóhanna og Siggi komu til okkar.
Allt er orðið rólegt í fjárhúsunum og gengur sinn vanagang. Ég byrjaði að vinna niður á leikskóla í janúar og verð fram að páskafríi og það er alveg frábært að
fá að hoppa svona yfir í vinnu hjá þeim inn á milli annatíma í fjárhúsunum og þá líða líka þessir mánuðir svo hratt og styttist í næstu skemmtilegu tíma.
Næst á dagskrá hjá okkur verður fósturtalning en hún verður núna 9 febrúar.
Hér er hluti af veisluborðinu hjá okkur skreytt með jóla kindum að sjálfsögðu og við vorum með létt reyktan lambahrygg og nautalund frá sælkerabúðinni
og maturinn var alveg fullkominn og Emil grillaði nautalundina og hún var alveg geggjuð.
Freyja og Ronja hjálpuðu til við eftirréttinn.
Hér er Embla Marína með ömmum sínum.
Hér er Benóný Ísak spenntur að fara sprengja.
Ég var í kinda svuntunni minni sem er ég keypti eitt árið á Akureyri í jólahúsinu og Emil og krakkarnir hlóu mikið af mér
að kaupa hana en hún er búnað reynast mjög vel og ég nota hana mikið í eldhúsinu.
Allir saddir og búnað koma sér í stellingar að fara horfa á áramótaskaupið.
Hér sést betur yfir.
Ronja Rós búnað vera bíða eftir að komast út.
Freyja Naómí.
Embla Marína alveg til í þetta.
Benóný Ísak varð að fá að kveikja smá bál og hann alveg elskar að fylgjast með því og var heillengi úti bara að horfa á eldinn
og henda meiri spýtum í það.
Mamma var glöð með kvöldið en vildi þó fara aftur á dvalarheimilið Jaðar áður en farið var að sprengja á fullu og
þá skuttluðum við henni heim. Af henni að frétta er allt gott og henni líður mjög vel á dvalarheimilinu og þar er topp þjónusta og frábært starfsfólk sem hugsar vel um hana og
svo er Sigrún hans Ragga líka þar og Raggi og pabbi voru bræður og þeir voru líka saman á dvalarheimilnu og núna eru þær saman og bestu vinkonur og það er svo æðislegt að
þær hafi hvor aðra.
Þann annan janúar fórum við rúnt inn í Hraunháls að skila honum Breiðflóa sem við vorum með í láni.
Hér er Embla búnað klæða hann í peysu svo honum verði ekki kalt á leiðinni og Siggi setur hann í spotta til að teyma hann inn í kerru.
Hér er svo mynd af henni Móbíldu sem er móðir Tarsanssem við fengum hjá þeim og er ARR hrúturinn okkar.
Hér er svo Móri hjá Laugu og Eyberg sem við fórum með tvær kindur í það verður
spennandi að sjá hvað við fáum undan honum mér finnst hann svo svakalega fallegur.
Þann 4 janúar fórum við í yndislega skírn hjá litla frænda Emils sem fékk nafnið sitt Jóhann Birnir.
Hér er fallega fjölskyldan Íris Lilja og Jakob Logi með Jóhann Birnir.
Svakalega fallegt nafn og kakan æðisleg.
Skírnin var í Ólafsvíkur kirkju og veislan niðri í salnum í kirkjunni.
Hér er Benóný hænsna bóndi.
Hér er Ronja Rós að fara að sníkja á þrettándanum.
Jólin voru svo kvödd með brennu og flugveldarsýningu og svo þegar það var búið fóru litlu álfarnir að sníkja gott í gogginn.
Þann 11 janúar vorum við að keyra í Helgafellssveitinni heim frá Stykkishólmi og
sáum þennan undarlega regnboga í myrkri það hef ég ekki séð áður fannst þetta mjög sérstakt og náði mynd af honum.
Þann 12 janúar tókum við mömmu á rúntinn til Freyju og Bóa að sýna henni hænu ungana sem stækka svo fljótt .
Þeir eru svo yndislega gæfir enda eru krakkarnir mjög duglegir að spekja þá.
Ronja Rós bauð Haraldi vini sínum með í fjárhúsin og þau voru flottir vinnumenn.
Við fórum svo í hesthúsin líka og hér er Ronja að vigta heyjið í fötu til að gefa hestunum.
25 janúar fékk Ronja Rós nýja rúmið sitt og er alveg alsæl með það og er búnað sofa í því
allar nætur síðan hún fékk það mjög dugleg því hún var alltaf að vakna á nóttinni og koma til mín en hefur ekki gert það núna
ekkert smá stolt af henni. Hún og Freyja eru saman í herbergi og þurfti smá samningaviðræður við Freyju að fá að hafa svona stórt rúm í herberginu
en það kemur bara vel út og fer vel um þær báðar.
Það er búið að snjóa mjög hressilega í seinni part janúar og hér er bílinn okkar alveg á kafi.
Þetta var 28 janúar þá komst ég ekki lengra en upp hálfan afleggjarann í Tungu það var svo stór skafl í brekkunni .
Ég festi mig svo einn daginn þegar ég var á leiðinni inn í hesthús og þá var svo blint og mikill skafl við vegagerðarhúsið
að ég pikk festi mig en Bói kom og hjálpaði mér með því að kippa í mig.
Ronja Rós teiknaði þessa fallegu mynd á leikskólanum af hillunni og kommóðunni á Rauðu deildinni
ekkert smá flott hjá henni ég held hún eigi eftir að verða innanhús arkitekt hún teiknar svo flott og allt svo nákvæmlega
allir smá hlutir á hreinu og smá atriði. Þessi teikning er hengd upp í versluninni Kassanum ásamt teikningum eftir alla krakkana
sem eru á Rauðu deildinni í leikskólanum og það er mjög gaman að sjá þær og skoða frábært hjá þeim.
Við skelltum okkur á frábært Þorrablót núna um helgina með vinum okkar og það var mjög gaman og frábær skemmtiatriði.
Hér má sjá svip mynd af sviðinu og hér fara Þórhalla og Erla að kostum að leika lækna og Ármann leikur Jóa í Sjoppunni.
Frábært hjá Þorrablóts nefndinni ekkert smá flott hjá þeim og mikil vinna búnað vera lögð í leikritið.
Það er svo fyrsti dagur í verkfalli leikskólana í dag svo við Ronja Rós erum heima í dag en annars er skipt niður í hópa krökkunum og hún mætir
næsta dag. Freyja Naómí okkar er að fara á Reyki í dag í skólaferðalag og er svakalega spennt og sem betur fer komust þau af stað því það
spáði ekkert sérstaklega og mikilli snjókomu en það varð ekki mikið úr því svo þau lögðu af stað í morgun.
Nú er bara bíða spennt eftir fósturtalningunni sem verður næsta sunnudag og vonandi verður veðrið til friðs svo Bubbi komist.
Í dag fór ég upp á Fróðarheiði með Kristinn og Sigga og Friðgeir skuttlaði okkur svo línuveginn á Fróðárdalnum og við héldum svo vestur eftir Borgunum. Fékk þennan texta frá Kristinn á facebook um kennileitin því ég er ekki kunnug um þessar slóðir er að fara þetta í annað skipti. Jökull á Álftavatni ásamt hundinum sínum kom með okkur og Siggi tók Lappa hundinn hans Friðgeirs með sér.
Hér er ég að klæða mig í pokana sem Friðgeir lét mig hafa og svo er ég að binda þá fast uppi svo ég geti vaðið yfir ána.
Hér er Friðgeir að fylgjast með okkur halda af stað og hann náði að keyra okkur langleiðina sem styttir talsvert fyrir okkur sporin.
Svo var lagt af stað að leita kindunum sem Siggi og Kiddi sáu um daginn en misstu af þeim þær voru svo snöggar að stinga af.
Hér er búið að koma auga á einhverjar kindur hinum megin við og við skipuleggjum hvernig best er að fara að þeim og reyna ná þeim niður með ánni.
Hér erum við Kiddi með eina í bandi og gerðum allt sem við gátum til að reyna koma henni upp úr gilinu
en urðum að játa okkur sigruð og skilja hana eftir því hún var bæði fótalúin og búin á því og vildi ekkert hreyfa sig úr sporunum og
við vorum það hátt uppi í rassgati að við hefúm aldrei náð að drösla henni niður fyrir myrkur enda erfið skilyrði mjög sleipt og erfitt að fóta sig.
Svo hér er hún Botna og lá sem fastast og vildi ekki láta draga sig lengra svo við skyldum við hana úr þessu.
Við Kiddi fórum svo áfram niður og sáum eitt lamb sem orðið hefur eftir og það tók af stað niður með gilinu
og hér er Kiddi að færa sig niður eftir því og það var svakalega sleipt og erfitt að komast að því.
Það er svakalega fallegt hérna uppfrá ef vel er að gáð sjáiði Kidda vera fikra sig upp klettana eftir að hann var búnað stugga lambinu upp úr gilinu.
Hér var Siggi að fara með Lappa yfir ána. Lappi stóð sig vel þær sneru nefnilega á okkur í byrjun kindurnar og fóru upp gilið fyrir neðan mig og Kidda
og Siggi náði að fara upp fyrir þær og senda Lappa í þær og hann náði að stoppa þær og svo náði Siggi að handsama Botnu sem við urðum svo að skilja eftir.
Hér er gimbrin svarta komin upp úr gilinu.
Eftir dágóða stund fyrir Kidda að fara upp og niður í gilinu og reka á eftir lambinu tókst okkur að koma
því áfram og erum með það á réttri leið niður að Seljárdalnum.
Hér er mynd frá Kidda þarna stoppuðum við til að bíða eftir að Jökull og Gísli kæmu nær okkur á bílnum
upp að Seljárdalnum og fengum okkur prins póló og poweraid í boði Kidda.
Þetta er svo falleg náttúra og í þessu blíðskapar veðri gat maður ekki annað en dáðst af þessu listaverki.
Hér er þvílík fegurð að sjá stuðlabergið hér svo tignarlegt og fallegt.
Jökull náði að stökkva á lambið og ég hélt því svo niðri meðan að þeir fóru að gá að lömbum sem voru búnað koma sér efst upp í kletta rétt hjá.
Hér eru Jökull og Kiddi að fara upp að fossinum og fara inn að klettunum vinstra megin að leita af lömbunum
sem fóru frá Sigga og voru búnað koma sér í sjálfheldu þegar hann fór frá þeim og ætlaði að reyna ná botnóttu
kindinni sem við Kiddi gáfumst upp á en það endaði svo að hann náði henni ekki heldur og hann kom aftur niður til okkar.
Hér er Jökull að koma niður með einn lambhrútinn sem var í klettunum.
Hér er Jökull búnað ná þeim niður í hellaskúta til að ná þeim og ferja þau niður.
Alveg magnað að sjá þau hérna inn í klettunum. þetta er hvít gimbur og svartur hrútur.
Hér eru Siggi,Kiddi og Jökull að koma með hvítu gimbrina niður.
Ég passaði Lappa á meðan.
Hér er svo verið að ferja lambið yfir ána og Gísli á Álftavatni er hinum megin við bakkann að taka á móti og setja það upp á bíl hjá sér.
Hér er svo mynd frá Kidda í enda smölun allir sáttir eftir daginn og það náuðust 8 stykki í heildina .
Þetta eru svo myndir í bland frá mér og Kidda sem eru hér í blogginu.
Annars var þetta flottur göngutúr í fallegu veðri með skemmtilegum félagsskap og ég byrjaði daginn á að fara í fjárhúsin og gefa og hleypa til og það
er búið að vera rólegt þessa dagana 2 til 3 á dag nýjar.
Hér er hann Örvar frá Óla Ólafsvík en hann er búnað fá að fara á eina og við ætlum að reyna nota
hann á nokkrar við fengum hann lánðan til að fá óskyldan hrút svo er hann hörkugóður hrútur og er með 90 stig og 19 í læri
svo það verður spennandi að sjá hvað kemur undan honum.
Seinast liðina helgi fóru Siggi og Kiddi að sækja tvær kindur sem voru búnað vera eftir síðan í haust fyrir ofan Geirakot og voru gamlar ær sem eru orðnar lappa lúnar sérstaklega önnur þeirra og Friðgeir á þær. Það gekk vel að ná fyrstu kindinni og Siggi náði að stökkva á hana og halda henni svo fór ég og aðstoðaði hann að koma henni upp á bakka ofan úr gili sem hún fór í og koma henni upp á kerru.
Kiddi fór svo á eftir hinni sem var búnað fela sig fyrir þeim og varð viðskila við hina kindina en ég var búnað koma auga á hvar hún var og hún var fyrir ofan fjárhúsin í Geirakoti og gat því leiðbeint Kidda hvar hún væri svo fór hann á eftir henni en hún var ansi spræk og tók á rás í áttina að Fróðarheiði en ég náði að keyra þangað og stökkva út til að komast fyrir hana en hún lét ekki ná sér og hélt áfram yfir í Fróðá og við eltum hana og ætluðum að koma henni í aðhaldið þar en hún gabbaði okkur og fór fram hjá og ætlaði að fara upp í námu en við komumst fyrir hana þar og svo eltum við hana alla leið inn í Bug og hún reyndi að komast upp en Siggi náði að koma henni niður og svo náðum við Kiddi loksins að keyra fyrir hana og reka hana upp að girðingunni í Bug og við náðum að stökkva á hana og ná henni loksins. Við tókum hana svo upp á kerru og keyrðum hana yfir til Friðgeirs.
Siggi náði að smala kindum á föstudaginn sem hann sá í túninu í Hrísum og það gekk vel hann náði að stugga við þeim og þær tóku á rás eftir veginum og hann keyrði á eftir þeim og náði að reka þær inn í girðingu og svo inn í fjárhús og það kom í ljós að þetta var ein kind frá Friðgeir með tvö lömb og svo ein kind með eina gimbur og sú kind var frá Lýsudal og þegar Siggi hringdi og lét vita voru þau að hætta með kindur í haust og voru búnað láta allt frá sér svo þau buðu honum að eiga hana og gimbrina og hann þáði það með þökkum enda mjög falleg kind og svakalega væn gimbur.
Nú fer senn að liða að fengitíma og ég byrjaði að gefa lýsi á mánudaginn og er að fara auka við þær fengieldið og fyrirhugað er að byrja að sæða á laugardaginn næst komandi.
Hér eru Kiddi og Siggi að smala við Geirakot.
Hér er Siggi búnað setja hana í taum til að teyma hana.
Hér er hann að fara með hana upp í kerru hjá mér.
Hér er þessi sem var að stinga okkur af .
Hér er svo Kiddi glaður að vera búnað fanga hana loksins.
Hér eru þeir félagarnir sáttir með daginn sem átti að vera léttur göngutúr en endaði í nokkara tíma eltingaleik.
Siggi ákvað svo að skella henni á rassinn svo hún myndi ekki reyna að sleppa meðan Kiddi bakkaði upp að með kerrunni.
Svo fórum við á rúntinn að skila þeim inn á Knörr.
Karítas frænka var svo yndisleg að fara með stelpurnar og Aron að baka piparkökur í skólanum því ég komst ekki því ég var að smala.
Embla einbeitt að baka.
Hér eru þau Ronja Rós,Freyja Naómí og Aron að baka.
Þau fóru svo seinna um daginn að dansa í kringum jólatréð þegar kveikt var á þeim og sáu jólasveina.
Hrútafundur fór fram á fimmtudaginn seinasta í Lyngbrekku og við gerðum okkur ferð þangað til að fá innsýn í hrútana sem verða í boði á sæðingarstöðinni í vetur og heyra hvað sagt er um þá og fá svona helstu upplýsingar um ræktunarstarfið.
Það var flott mæting og hér má sjá mikla sauðfjárræktarmenn og ráðanauta sitja fundinn.
Lárus Birgisson og Jón Viðar eru hér meðal þeirra fremstu þeir eru mér afar kærir og ég ber mikla virðingu fyrir þeim.
Hér er Jón Viðar að deila sinni miklu þekkingu á ræktunarstarfinu og ráðleggja í sambandi við að innleiða ARR inn í stofninn hjá bændum.
Árni Bragason og Torfi Bergsson sáu um fundinn og kynna hrútana.
Arnar Ásbjörnsson kom til okkar á föstudagsmorguninn til að rýja kindurnar og hann kom með fellibúr og rennu
það höfum við aldrei notað fyrr en þetta var alger snilld leið og þær lærðu að rekast inn í rennuna og upp í búrið og gekk þetta miklu hraðar og
mun minni vinna fyrir okkur því þá þurfti ekki að snúa kindina niður fyrir hann heldur sá hann um að taka þær niður úr búrinu og skella þeim niður.
Hér erum við búnað sortera litina svo auðveldara sé að flýta fyrir skipulaginu að raða ullinni eftir litum.
Siggi sá um að fara yfir ullina og flokka hana í poka.
Hér má sjá Arnar af störfum og hér sést Kristinn vera með eina í rennunni og ein komin í búrið
ég sá um að hleypa þeim í búrið og róa þær niður í búrinu því sumar reyndu að stökkva út úr því.
Hér eru gemlingarnir nýklipptir og fínir.
Alltaf jafn gaman að sjá hvað Arnar er með þetta upp á 10 þær eru svo rólegar hjá honum og hann svo yfirvegaður
og góður rúningsmaður við erum svo heppinn að hafa hann.
Við gáfum svo ormalyf á sunnudaginn 24 nóv og það var bleika ormalyfið.
Við fengum skemmtilega heimsókn frá Guðlaugu og Eybergi frá Hraunhálsi en þau voru að sækja til
okkar lamba reifi sem við vorum að afhenda þeim ásamt reifi frá Sigga í Tungu, Gumma Óla Ólafsvík og Óla Helga Ólafsvík
Þessi reifi verða svo notuð í Eyrbyggjurefil sem er verkefni sem þau eru að vinna með og verður spennandi að fylgjast með.
Það var vel drungalegt yfir um morguninn en fínasta veður til að smala. Við byrjuðum á að gá hvar kindurnar væru og sýndumst í fljótu að þær
væru bara á þæginlegum stöðum og þetta myndi taka stuttan tíma að ná þeim heim. Hér er Kristinn að reka í átt að Mávahlíðargilinu.
Við lentum svo í því að það var keyrt á tvær kindur hjá okkur í seinustu viku og þær dóu báðar og svo kom í ljós núna þegar við fórum að sækja kindurnar
að það hefur ein enn lent í þessari ákeyrslu því hún var með opið beinbrot og við þurftum að lóa henni líka svo þetta hefur aldeilis verið mikil óheppni bæði hjá
bilstjóra og kindum að vera á röngum stað á röngum tíma en við vorum látin vita af þessu og náðum að fara og taka þær sem keyrt var á í snældurvitlausu veðri og það
var varla stætt að ná í þær og önnur var enn lifandi þegar við komum á staðinn en þegar við fórum að sækja kerrruna og komum aftur var hún dáinn.
Bilstjórinn hélt einmitt að þetta hefðu verið 3 kindur sem reyndist svo vera rétt við vissum bara ekki af þessari því hún kom í ljós núna þegar við smöluðum.
Þetta voru Óskadís 18-010 mórauð kind með hvíta krónu og sokka ein af mínum uppáhalds enda óska liturinn minn. Lára 22-017 svartbotnótt og Hrafntinna 20-005 svört
svo þær voru allar dökkar og því verið erfitt að sjá þær á veginum í grenjandi rigningu og roki.
Svo þetta óhappa ár ætlar seint að taka enda en svona er þetta bara stundum og fylgir því að vera sauðfjárbóndi.
Aftur af smöluninni þá gekk hún vel og þær runnu ljúft niður úr hlíðinni niður á veg.
Krsitinn og Emil fylgdu svo kindunum niður í Tungu og fóru í Hrísar að ná í kindur þar á meðan við Siggi fórum á Holtseyrarnar og Siggi fór upp
fyrir þær að rótum Svartbakafellsins og ég beið á meðan því ég lagði ekki í að vaða yfir ána það var svo mikið vatn í henni svo sá Siggi glitta í
kindur fyrir ofan Selhólinn í átt að Svartbakafellinu mín megin við gilið svo ég labbaði langleiðina upp í Hríshlíð til að komast upp fyrir þær
og þá kom í ljós að þetta voru 6 kindur allar frá okkur og ég náði að koma þeim niður hjá Rauðskriðumelnum og svo tóku þær upp á því að fara
fyrir ofan bústaðina en fóru svo niður við bústaðinn hjá Snorra og Gauðlaugu og þaðan niður á veg og voru þægar eftir það og runnu beint niður í
Tungu.
Hér renna þær niður við Rauðskriðumelið.
Hér er mjög falleg náttúra ég held ég fari með rétt nafn að þetta sé Skriðugil.
Hér fara þær svo upp úr gilinu og upp að bústaðinum hjá Sigrúnu og Ragga.
Hér er svo Siggi með hinn hópinn ef vel er að gáð er hann milli klettana með hvítan hóp af
kindum hér hægra megin á myndinni.
Hér eru þær sem voru að fela sig við gilið í Svartbakafellinu.
Þegar við fórum svo yfir kindurnar kom í ljós að við höfum ekki náð öllum inn fyrir Búlandshöfða það vantaði nokkrar sem áttu að vera þar,
eins þurfti Siggi að ná í nokkrar sem voru í Tungufellinu svo við skiptum okkar niður. Siggi fór í Tungufellið og ég og Emil fórum inn fyrir Búlandshöfða
að leita af hinum og vorum þó nokkra stund að finna þær en svo sáum við þær þá voru þær að fela sig fyrir neðan rafveituhúsið sem var einu sinni í
Búlandshöfðanum fyrir neðan veg en þegar maður labbar þar niður á er smá dalur sem þær geta leynst í og kallast litla Búland.
Hér sést rafmagns kassinn og hér rölta kinduranar fyrir neðan veg.
Við höldum svo áfram undir Höfðanum.
Hér eru þær komnar inn og sáttar að vera komnar á garðann.
Hjalti dýralæknir kom svo í dag þegar við vorum búnað smala og sprautaði ásettningin bæði gimbrar og hrúta.
Svo þetta var langur og góður dagur og miklu komið í verk.
Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.