Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
12.10.2025 11:17Héraðssýning lambhrúta á Lýsuhóli 11 oktHéraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi fór fram núna síðast liðinn laugardag í reiðhöllinni á Lýsuhóli hjá Jóhönnu og Agnari. Jökull Gíslason Álftavatni og Arnar Darri frá Fossi voru að sjá um sýninguna ásamt Höllu Dís og Leonie Sophie ásamt mörgum fleirum sem komu að hjálpa til. Sýningin var alveg stórglæsileg hjá þeim og svo flott og skemmtilegt. Að halda hana þarna var svo mikið pláss fyrir alla og svo stór sniðugt að vera með stálgrindur sem Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis kom með og var sett upp fyrir sýningu. Á sýningunni voru Sigvaldi Jónsson og Logi Sigurðsson dómarar og Lárus Birgisson og Jón Viðar komu sem gestir það var mjög gaman að þeir skyldu koma líka. Á sýninguna var vel mætt og það voru milli 70 til 80 manns. Það voru 44 hrútar í heildina sem mættu til keppni og var það 21 hyrndir hvítir, 10 kollóttir og 13 mislitir. Gimbrahappdrættið var svo áfram og það er alltaf stuð og stemming í kringum það og að þessu sinni voru það 4 gimbrar sem voru í verðlaun og þær voru frá Álftavatni, Gaul, Fossi og Hoftúnum. Það var svo nýtt núna að það var einnig dregið í happdrættinu um gistingu frá Hótel Búðum ásamt morgunverði og glaðning á herbergi og það vakti enn þá meiri áhuga á að kaupa sér happdrættismiða.
Það voru glæsileg verðlaun í boði á sýningunni sem var búið að fá frá ýmsum fyrirtækjum sem styrk og má þar nefna gjafabréf frá Matarlyst Ólafsvík, Gjafabréf frá Hampiðjunni Ólafsvík, KB Borgarnesi, Lífland Borgarnesi. Útgerðinni Hellissandi, Hótel Búðum og fleira. Eyberg Hraunhálsi sá um að útbúa pappíranan til að skrá hrútana og hanna verðlaunaskjölin og skrifaði svo á þau fyrir dómarana. Kaffið og veitingarnar voru svo glæsilegar að það minnti á fermingarveislu með fallegum brauðtertum, skúffukökum, marengstertum og margt fleira og svo var kjötsúpa og Eirikur Helgason Stykkishólmi kom með brauð frá bakaríinu sínu alveg svakalega flott hjá þeim og það var vel þess virði að kaupa sér veitingar og hver og einn gat fengið sér eins og hann vildi. Það var svo nóg af drykkjum ásamt kaffi var svali,kókómjólk og heitt súkklaði sem vakti lukku fyrir krakkana.
Lele, Halla Dís, Jonna og Johanna sáu um að afgreiða kaffið og veitingarnar ásamt Jóhönnu á Lýsuhóli.
Þau eiga svo mikið hrós skilið þetta var alveg frábært hjá þeim öllum sem komu að því að undirbúa og gera sýninguna því ég veit þetta er mikil vinna og mikið stress á meðan því stendur en svo verður maður svo þakklátur og glaður þegar allt er komið og allt gengur vel.
Gimbrar tvær voru til sölu frá Fossi sem voru með R171 og H154 þær voru grágolsóttar kollóttar og það langaði mörgum í þær en þeir heppnu sem keyptu þær voru Gunnar og Sigurbjörg Hjarðarfelli. Þetta er mjög sniðugt að hafa svona sölu gimbrar eða hrúta á sýningum og væri gaman að gera meira af því næst.
Brynjar Þór Birgisson kom og kynnti á sýningunni vörurnar sínar sem hann er með til sölu og heitir Bændakjör Búmannsins það var margt sniðugt og flott að sjá hjá honum eins og bolla, net undir hey ,lyklakippur og rafmagns klippur og kamba og margt fleira.
Hvítir kollóttir voru 10 mættir til keppni . Það var svo þukklað og skoðað og skilið eftir 5 sem var svo raðað í verðlaunarsæti og veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin.
1.sæti var lamb nr 341 frá okkur undan Breiðflóa frá Hraunhálsi og Guðmundu 24-005 49 kg 38 ómvöðva 3,0 ómfitu 5 lögun 104 fótlegg 8 9,5 9 10 9,5 19 7,5 8 8,5 alls 89 stig.
2.sæti var lamb nr 320 frá Guðlaugu og Eyberg Hraunhálsi undan Selflóa 55 kg 37 ómvöðva 4,6 ómfitu 4,5 lögun 108 fótlegg 8 9 9 9,5 9 19 9 8 8,5 alls 89 stig
3.sæti var lamb nr 167 frá Hjarðarfelli undan Kát sæðingarstöðvarhrút 48 kg 37 ómvöðva 3,4 ómfitu 4,5 lögun 109 fótlegg 8 9 9 9,5 9 18,5 9 8 8 alls 88 stig.
4.sæti var lamb nr 244 frá Guðlaugu og Eyberg Hraunhálsi undan Topp sæðingarstöðvarhrút 64 kg 34 ómvöðva 4,6 ómfitu 4,0 lögun 109 fótlegg 8 9 9,5 9 10 19,5 8,5 8 9 alls 90,5 stig.
Mislitu hrútarnir voru 13 mættir til keppni og það er eins fyrirkomulag þeim er raðað upp með eigendum sínum og það er skoðað og haldið 5 efstu inni og svo skipað þeim í 3 verðalaunasæti.
1.sæti er lamb nr 989 frá okkur undan Örvari frá Óla Ólafsvík og Sælu 23-012 frá okkur. 55 kg 37 ómvöðva 4,7 ómfitu 4,0 lögun 115 fótlegg 8 9 9 9,5 9,5 19 8 8 8 alls 88 stig.
2.sæti er lamb nr 474 frá okkur undan Kakó frá Sigga í Tungu og Melkorku 20-017 55kg 35 ómvöðva 5,7 ómfitu 4,0 lögun 110 fótlegg 8 8,5 9 9 9 18 8 8 9 alls 86,5 stig.
3.sæti er lamb nr 282 frá Hjarðarfelli undan Tinna. 48 kg 33 ómvöðva 3,3 ómfitu 4,0 lögun 110 fótlegg 8 9 9 9 9 19 8 8 8,5 alls 87,5 stig.
4.sæti er lamb nr 204 frá okkur undan Garp sæðingarstöðvarhrút og Mávahlíð 20-020 53 kg 39 ómvöðva 3,0 ómfitu 5,0 lögun 106 fótlegg 8 9 9 10 9,5 19 9 8 9 alls 90,5 stig.
Hvítu hyrndu hrútarnir voru 21 mættir til keppni og þeim var raðað upp og svo fækkað niður í 5 efstu og síðan skipað í 3 verðlaunasæti.
1.sæti er lamb nr 11 frá Hjarðarfelli undan Hólmstein sæðingarhrút. 53 kg 37 ómvöðva 5,3 ómfitu 4,0 lögun 108 fótlegg 8 9 9 9,5 9,5 19 8 8 9 alls 89 stig.
2.sæti er lamb nr 973 frá Kristinn Jónassyni undan Klaka 22-005 og Bríet 22-020. 55 kg 38 ómvöðva 3,5 ómfitu 5,0 lögun 108 fótlegg 8 9 9,5 10 10 18,5 8 8 8,5 alls 89,5 stig.
3.sæti er lamb nr 274 frá Hoftúnum undan Frosta. 55 kg 36 ómvöðva 4,7 ómfitu 4,5 lögun 109 fótlegg 8 9 9,5 9,5 18,5 7,5 8 8,5 alls 88 stig.
4.sæti er lamb nr 160 frá okkur undan Brimill sæðingarstöðvarhrút og Snúru 22-010 56 kg 34 ómvöðva 3,6 ómfitu 4,5 lögun 111 fótlegg 8 9 9,5 9 9,5 18 7,5 8 8,5 alls 87 stig.
Hér koma svo nokkrar myndir af sýningunni.
06.10.2025 21:18Héraðssýning lambhrúta á SnæfellsnesiHéraðssýning lambhrúta verður haldinn næstkomandi laugardag 11 október í Reiðhöllinni á Lýsuhóli Staðarsveit og hefst kl 14:00. Á sýningunni verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi 1500 kr á mann og frítt fyrir börn. Skemmtilega gimbrahappdrættið sem hefur vakið mikla lukku og stemmingu verður á staðnum og þeir sem hafa áhuga á að kaupa sér miða geta keypt miða á staðnum á 1500 kr. Vegleg verðlaun í boði en athugið engin posi á staðnum. Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt er auðvitað hvatt til að mæta með gripina sína og sjá aðra. Það verður mikið spáð og þukklað. Minnum fyrrum vinningshafa á að koma með verðlaunagripina með sér. Kveðja Sauðfjárræktarfélag Staðarsveitar
Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi. Kv Sauðfjárræktarfélögin 04.10.2025 21:15Sláturmat og ásettnings hrútarVið settum 63 lömb í sláturhús og 5 rollur.
Við fengum óvænt fyrr tíma til að setja í sláturhús eða strax daginn eftir hrútasýninguna og var það mjög strembið að taka ákvörðun strax hvað ætti að setja á og fara en það var gott að klára það og líka því girðingin er orðin blaut og bæld eftir féið svo það voru miklar líkur á að það færi að leggja af ef það yrði mikið lengur í girðingunni.
Gerðin var 12,7 þyngdin 21,1 fita 8,2
Við erum rosalega ánægð með matið höfum ekki fengið svona flott áður svo það sýnir sig að ræktunin okkar er alltaf að gera sig betur og betur enda erum við búnað vera vinna mikið í að vanda okkur og vinna vel og það er heldur betur að skila sér.
Siggi fékk líka svakalega flott sláturmat hann setti rúm 40 lömb í sláturhús
Gerðin var 13,1 Þyngdin 21,8 fita 8,6
Við setjum þennan grána á hann er undan Garp sæðingarstöðvarhrút og Mávahlíð. Hann er arfhreinn H 154 Mávahlíð hefur drepist í sumar svo hann og systir hans hafa verið móðurlaus síðan í endaðan júní. Hann stigaðist svona 53 kg 39 ómv 3,0 ómf 5 lag 106 fótl. 8 9 9 10 9,5 19 9 8 9 alls 90,5 stig.
Systir hans stigaðist svona 42 kg 35 ómv 2,4 ómf 4,5 lag 107 fótl 9 frampart 19 læri 7,5 ull 8 samræmi hún verður líka sett á. Hún er líka arfhrein H 154.
01.10.2025 16:37Hrútasýning veturgamla í Tungu 2025Mánudaginn 29 september fór framm hrútasýning veturgamalla kl 17:30 í fjárhúsunum hjá Sigga í Tungu. Dómarar voru Sigvaldi Jónsson og Logi Sigurðsson. Ingibjörg ( Bibba ) var ritari . Það voru 14 hrútar sem mættu og aðeins 1 kollóttur sem var frá okkur. Hvítir voru 8 hyrndir Mislitir voru 5 hyrndir Ég ákvað að breyta út af vananum og gerði kjúklingasúpu og var með doritos snakk, rifinn ost og sýrðan rjóma ásamt brauði Þurý frænka gerði fyrir okkur skúffuköku. Ég kom með rjómatertuna með marsipani sem ég var með í afmælinu hjá Ronju og Siggi var með flatkökur með hangikjöti og ég var líka með box með piparkökum. Súpan dugaði alveg meira en nóg ég var með 12 lítra af súpu. Bárður lánaði okkur kaffivél og kaffi könnur og Kristin kom með þær til okkar. Það voru um 30 manns í heildina sem komu. Við þökkum kærlega fyrir skemmtilega sýningu og þökkum öllum þeim sem aðstoðuðu á sýningunni. Þökkum Sigga í Tungu fyrir að leyfa okkur að halda sýninguna í frábæru fjárhúsunum hans.
01.10.2025 15:59Ronja Rós 6 áraElsku Ronja Rós okkar fagnaði 6 ára afmæli sínu þann 27 september og vorum við með afmæliskaffi fyrir hana heima hjá okkur og svo var krakka afmælið hennar haldið í íþróttahúsinu með 3 vinkonum hennar og heppnaðist það svakalega vel. Hún var mjög ánægð með báða dagana sína og fékk margar fallegar gjafir.
24.09.2025 14:45Lambadómar 22 septMánudaginn 22 sept komu Árni Brynjar Bragason og Anton Torfi Bergsson og dæmdu hjá okkur lömbin. Það er alveg heilagur dagur hjá okkur og stelpurnar fengu frí í skólanum til að vera viðstaddar og hjálpa okkur enda líka mikil vinna í kringum þetta og allir með sitt hlutverk og svo auðvitað að hafa skoðun á því hvað verður næsti ásettningur. Við áttum 128 lömb í heildina . Það vantar 5 af fjalli sem hafa farist yfir sumarið. Það var keyrt á 3 lömb yfir sumarið Eitt festist í grindunum og heltist svo það var ekki skoðað Ein gimbur sem hefur fótbrotnað og var lóað rétt fyrir smölun. Einn lambhrútur sem hafði lagt mikið af og þótti ekki marktækur til stigunar og svo bættust tveir lambhrútar við sem náðu ekki 30 í ómv svo við létum ekki stiga þá. Annars voru hin öll skoðuð 115 lömb Við höfum svo glatað 3 kindum sem skiluðu sér ekki núna í haust en lömbin komu það eru Ósk, Mávahlíð og Nadía.
24.09.2025 10:27Smalað frá Fróðarheiði að Svartbakafelli inn í Tungu.Við hittumst heima hjá Sigga í Tungu kl 8 um morguninn og fengum okkur kaffi og röðuðum niður hvert hverjir færu. Við vorum svakalega vel mönnuð af smölum í ár . Emil keyrði þá sem áttu að fara upp á Fróðarheiði þangað og það var farið á tveim bílum. Það voru Kiddi og Kristinn Jökull, Þráinn og Jói. Siggi og Hannes, Tómas og Davíð.
23.09.2025 14:18Smalað Búlandshöfða,Mávahlíð og FögruhlíðFöstudaginn 19 sept smöluðum við Búlandshöfðann og byrjuðum að fara þar niður í Búland og reka inn að Mávahlíð og Siggi og Kristinn fóru upp á Búlandshöfða og gengu yfir fjallið að Fögruhlið. Ég lenti í þeim óleik að ég var nýfarin af stað að labba undir Höfðanum með Freyju dóttur mína með mér þessa leið í fyrsta sinn sem er frekar brött og glæfraleg en þá missteig ég mig svo rosalega ég steig á grjót sem rann undan fótinum á mér og hann beyglaðist alveg og ég fékk hálf partinn raflost í fótinn en þurfti næstum að skríða fyrst en svo hafðist þetta á endanum og ég náði að staulast undir Höfðanum og Emil gat svo kastað til mín staf sem ég gat stutt mig við. Ég náði svo að fara í læk og stinga fótinum ofan í til að kæla hann og það skánaði strax og ég gat haldið áfram að smala. Það gekk mjög vel að smala hjá okkur það var heldur kalt en gott veður með smá blæstri sem gerði það kaldara. Hannes frá Eystri Leirárgörðum vinur okkar kom svo ásamt Evu kærustunni sinni og aðstoðaði okkur að smala. Stelpurnar mínar fengu frí í skólanum og Erika vinkona þeirra líka til að koma með okkur við lögðum af stað kl 9 til að skoða stöðuna á fénu en fórum svo af stað fljótlega eftir það. Við vorum svo komin með féið inn í Tungu tímanlega eða um 4 leytið fórum svo heim til Sigga í kaffi og fórum svo aftur upp inn í Hrísum og Friðgeir á Knörr keyrði Sigga,Hannes og Kristinn upp í Hrísar og Emil keyrði mig og stelpurnar upp inn af Brimisvöllum og Birta vinkona Freyju kom með okkur líka. Við náðum öllu fénu svo niður sem var þar og rákum inn til að skoða hvað væri komið hjá okkur og það kom í ljós að Panda hennar Freyju og Raketta og Huppa voru eftir að koma svo þær urðu eftir einhversstaðar upp á Búlandshöfða.
17.09.2025 09:57Kinda göngutúr 17 septFór í göngutúr og sá nokkrar nýjar sem ég hef ekki séð áður eins og Tusku, Zetu og Maju. Nú er spennan aldeilis farin að segja til sín aðeins tveir dagar í að fara að smala á föstudaginn Búlandshöfðann.
13.09.2025 20:44Göngutúr og kindur
11.09.2025 08:03Amsterdam ferðSkelltum okkur til Amsterdam með vinum okkar og var þetta svona afmælisferð fyrir vinkonu okkar sem var 40 ára. Það var mjög gaman að fara þangað og fallegt mikið um túlípana allsstaðar og vatn eða sýki sem rennur þar í gegn svo það er mikið um bátamenningu þar og hjólamenningu það eru nánast hjól allsstaðar og maður mátti vara sig að vera ekki fyrir hjóla umferðinni. Við fengum frábært veður 20 til 27 stiga hita frá fimmtudegi til sunnudags. Við fórum á Heineken safn sem var mjög flott og svo vaxmyndarsafn og það var svakalega flott ekkert smá raunverulegt að sjá fræga fólkið og gaman að skoða. Við fórum svo í siglingu með drykkjum og ostum á sýkinu og það var farið að dimma úti svo það var mjög fallegt að sigla og sjá allar byggingarnar. Eitt parið í hópnum hjá okkur var búið að útbúa ratleik fyrir okkur úti og þá áttum við að ná myndum af nokkrum hlutum og safna stigum það var mjög gaman og skapaði stemmingu og keppnisskap. Við fórum svo í ADAM lookout Tower og það var svona turn með skoðunarferð og svo ferðu upp á þak á svakalega háum turni og þar getur þú farið í rólu sem rólar fram af byggingunni og við skelltum okkur í hana og það var alveg geggjuð upplifun og skelfileg þetta var svakalega hátt en myndi ekki hafa viljað sleppa því svo fórum við inn og fengum okkur drykk og þar er setustofa og þú sérð yfir allt ekkert smá flott útsýni. Við fórum svo á steikhús þegar Anna átti afmæli og það var svakalega góður matur þar og hún fékk köku með blisi og það var sungið fyrir hana.
01.09.2025 14:35Kinda rúntur 29-31 ágúst
29.08.2025 09:05Kinda rúntur 28 ágúst
28.08.2025 08:29Fyrsti skóladagurinn hjá Ronju Rós
26.08.2025 09:25Kinda rúntur og afmæli Benóný
Flettingar í dag: 5944 Gestir í dag: 23 Flettingar í gær: 6459 Gestir í gær: 23 Samtals flettingar: 2477616 Samtals gestir: 88941 Tölur uppfærðar: 16.10.2025 21:51:24 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is