Yndislega og duglega Freyja Naómí okkar var 12 ára þann 12 des og við fórum til Reykjavíkur 10 des og gistum tvær nætur í Reykjavík því Freyja fór til tannlæknis þann 11 des og Embla líka svo fékk Freyja teina á afmælisdaginn sinn. Við eyddum svo deginum í Rvk að gera eitthvað smá afmælis og svo brunuðum við heim því ég átti pantað sæði fyrir kindurnar og ég sæddi þær um kvöldið.
Hér er afmælisskvísan í nýju peysunni sem við gáfum henni og svo gáfum við henni buxur og sokka í stíl.
Þá er Freyja okkar komin með teina og er bara mjög ánægð með þá.
Við fórum á nýjan stað sem við höfum ekki farið áður og krakkarnir voru
svo ánægðir og fannst mjög gaman í VRworld sem er staðsett rétt hjá skeifunni Rvk.
Svo gaman hjá þeim.
Hér eru tvö svona tæki sem kostar meira í en þau eru þess virði þau fara upp í loft og og hreyfast upp og niður og eitt
tækið fer í hringi og á hvolf og þú ert í rússibana mjög skemmtilegt.
Hér eru Freyja og Aron besti vinur hennar hann kom með okkur til Reykjavíkur núna rétt fyrir jól.
Hér eru þær sem voru sæddar fyrsta daginn.
Það voru þrjár sem fengu með Verk og þrjár með Hrók.
Við hleyptum til á fyrstu þann 9 des og það voru 4 sem gengu þá.
10 des var ein sem við hleyptum á.
13 des voru svo fáar að ganga að ég tók ekki sæði og hleypti á eina sem var þá.
Við sæddum svo til 19 des og það voru 32 sæddar hjá okkur og svo sæddi ég 8 fyrir Sigga.
Svo samtals hjá okkur öllum voru þetta 40 ær sæddar.
Við notuðum Magna, Fald, Hrók, Völustein, Verk, Goða, Flóa, Bryta, Mána, Hlekk, Hróður , Fána og Fursta
svo það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.
Við byrjuðum svo að hleypa til 20 des .
Það voru 5 að ganga þá .
Annars hefur bara gengið fínt og við erum auðvitað að leita á hverjum degi og teyma svo einn og einn hrút eftir því hvaða
kind hann á að fara á því það er allt útpælt frá skyldleika og hvað passar saman hvernig við röðum í þær.
Kristinn lenti í því óláni að vera með brjósklos og þurfti að fara í aðgerð í desember svo hann hefur þurft að taka því rólega og einbeita
sér að ná sér . Aðgerðin tókst vel og honum líður mun betur núna.
Ég hef fengið mikla aðstoð hjá Sigga og hann hefur leitað fyrir mig á morgnanna og svo þegar ég kem þá færum við þær sér í stíu
sem á að sæða og svo gef ég þeim og fer heim og sæði svo eftir hádegi.
Hrútafundur fór framm á Lyngbrekku seinast liðinn fimmtudag og þar voru kynntir sæðingarstöðvarhrútarnir
sem verða á stöðinni í boði þennan fengitíma. Það er alltaf spennandi og fræðandi að fara á fundina og sjá hvað
verður í boði og hverjir eru mest spennandi að nota. Torfi og Árni eru hér að kynna hrútana.
Ég og Siggi fórum á fundinn með Gumma Óla. Emil missti af honum hann er að róa á Skagaströnd og Kristinn var
í Reykjavík og komst ekki að þessu sinni en ég tók niður punkta fyrir þá.
Jökull frá Álftavatni kom og tóka af kindunum fyrir okkur á sunnudeginum
og vorum við frekar fámönnuð því Emil er á Skagaströnd og Krisitnn er búnað vera mjög slæmur í bakinu
og má helst ekki gera neitt en hann mætti og var með mér að gefa kindunum ormalyfið og passa hlerann.
Ég dró svo kindurnar yfir í Sigga og hann sneri þeim niður til Jökuls. Stelpurnar og vinkonur Emblu stóðu sig
vel í að hjálpa okkur að reka kindurnar inn í aðhald til okkar og Freyja sá um að færa þær jafnóðum nær.
Embla var svo í að fara yfir ullina og setja hana í poka eftir að Siggi var búnað kenna henni hvernig hún ætti að flokka.
Hér er Embla og Kristinn.
Hér eru stelpurnar að passa hlerann og Ronja kom að kíkja með Jóhönnu .
Jóhanna sá um að koma með mat fyrir okkur í hádeginu sem ég var búnað græja kvöldinu áður svo hún gæti hitað hann upp fyrir okkur og hún bakaði köku í eftirrétt.
Jökull gerir þetta svo vel og þær voru svo vel klipptar og flottar .
Það var svo alger snilld að gefa ormalyfið í leiðinni .
Freyja er búnað vera svo dugleg að koma með mér að gefa því ég er að vinna til 1 á leikskólanum.
Móa hennar Freyju er undan Lóu og Freyja vildi fá á hana skegg eins og Lóa var stundum svo
Við fórum á sunnudaginn og sóttum lambgimbrarnar til að taka þær inn og við byrjuðum á að fara inn fyrir Búlandshöfða og finna kindurnar þar og þær voru alla leið að Höfða bænum og Freyja og Birgitta frænka hennar byrjuðu að reka þær af stað út eftir. Rúmba var með forrystuna og leiddi hópinn frekar hratt eins og hún væri forrystu kind. Það gekk vel að reka og Kristinn tók svo við að reka þegar þær voru komnar upp á Búlandshöfða og Siggi líka en það náðist að halda þeim meðfram veginum svo þær fóru ekki undir Höfðann eins og þær eru vanar. Við tókum svo allt sem var inn í Mávahlíð og svo það sem var inn í Fögruhlíð og svo var látið Sigga vita af lambi sem var búnað festa sig í gaddavír og vírinn var fastur utan um fótinn á því og við fórum að leita af því og ég fór að sækja kerruna ef það væri ekki hægt að reka það en þess þurfti svo ekki. Hörður í Tröð lét okkur vita og hann hjálpaði okkur svo að standa fyrir inn í Tröð svo kindurnar myndu halda áfram niður inn í Fögruhlíð eftir að Siggi, Kristinn og Freyja fóru upp og sóttu það sem var fyrir ofan hjá Ragga bústað og upp á Sneið.
Bárður og Sveinn komu með kerru til Freyju og Bóa þar sem hestarnir eru og tóku Ösku fyrir okkur upp á kerru og hún
fer til Bárðar í smá tíma áður en hún fer í frumtamningu. Hún getur verið mjög erfið að fara upp á kerru og mistókst það hjá okkur
seinast að reyna ná henni og hún var komin inn en hoppaði svo yfir Bóa og út aftur svo við reyndum ekki meira í það skipti en það
gekk svo ágætlega núna en tók þó smá tíma og þolinmæði að koma henni inn.
Hér er Kristinn kominn með þær að útsýnispallinum og þær héldu áfram þaðan eftir veginum.
Siggi og Kristinn að reka þær áfram.
Ég labbaði eftir Holtsánni að leita af lambinu með gaddavírinn en sá það hvergi en svo kom í ljós að það var komið alla leiðina niður
að Fögruhlíð svo ég hefði ekki þurft að labba alla þessa leið að leita.
Hér erum við komin upp að Tungu með kindurnar.
Hér erum við að reka restina sem var fyrir ofan Tungu svo við fórum aftur út að smala eftir að við vorum búnað taka hinar inn í rétt
sem við vorum að sækja í Fögruhlíð. Það vantaði nefnilega eitt lamb og það var með þessum kindum og var það hún Bríet hans Kidda sem
var í þessum hóp með sína gimbur. Núna þarf ég bara fara gefa mér tíma í að taka myndir af öllum gimbrunum og setja það hér inn.
Við Ronja Rós fengum okkur göngutúr fyrir ofan tjaldsvæðið í Ólafsvík og löbbuðum upp í skóg þar ég hef aldrei komið þar áður og það er mjög skemmtilegt svæði og gaman að sjá og svo gengum við þaðan og yfir í hinn skóginn sem er við gömlu réttina sem var verið að klára hlaða og gera upp og það er svo gaman að labba þangað eins og ævintýri og það var svo gott veður þó það væri kalt og smá sleipt maður þurfti að passa sig því það var frost nóttina áður.
Hér er Ronja að fara upp í skóginn.
Það er svo fallegt hér inn í skóginum eins og ævintýraland.
Þetta er svo fallegt greinar sem þekja yfir allt og með allsskonar munstur.
Núna erum við að labba yfir í hinn skóginn.
Það er svo gaman að labba hér og margt að skoða.
Við tókum svo með okkur nesti og borðuðum það á einu borðinu sem er í gömlu réttinni.
Elska hvað það er fallegt umhverfið þarna og ævintýralegt.
Það var haustfrí í skólanum hjá krökkunum seinustu helgi og ég fór með þau í sumarbústað í Svignaskarði og það var alveg ótrúlega kósý og gaman.
Við vorum fyrst bara ég og krakkarnir og við fórum svo í Hreppslaug sem er búnað vera lengi á listanum hans Benónýs að fara í og hún var mjög flott og
kósý og gaman að fara í hana og við eigum klárlega eftir að fara í hana aftur. Það var mjög gott veður hjá okkur og við fórum í heitapottinn oft yfir daginn og svo fórum við inn í Borgarnes og tókum smá labb og kíktum á Bjössaróló fyrir Ronju. Emil kom svo á laugardagskvöldið til okkar og það var mikil gleði að fá hann loksins til okkar hann er búnað vera í burtu að róa á Skagaströnd. Við skiluðum svo bústaðinum af okkur á mánudaginn og fórum þá til Reykjavíkur.
Hér erum við að labba frá Bjössaróló og það var svo æðislega fallegt veður.
Hér er skemmtilegur stór stóll til að setjast í við fjöruna í Borgarnesi.
Hér er Ronja Rós við Bjössaróló.
Mjög gaman að skoða ég man eftir að hafa farið þarna sem krakki en var búnað gleyma
alveg hvernig það leit út svo það var gaman að fara og sýna krökkunum.
Hér er Ronja Rós á rugguhesti. Þetta er allt smíðað úr timbri.
Freyja Naómí, Ronja Rós og Benóný Ísak.
Ronja Rós var alveg að elska heitapottinn og það var farið oft á dag.
Það var svo yndislegt veður þó það væri kalt þá fórum við í smá sólbað þegar okkur var orðið of
heitt í pottinum og fengum okkur vinber.
Benóný fannst svo kósý að fara í pottinn þegar það var komið myrkur úti þá var líka
stjörnubjart og mikið um norðurljós.
Hér erum við komin í Hreppslaug sem var ein af sundlaugunum sem við eigum eftir að fara í .
Benóný er mjög spenntur að fara í hana loksins.
Það var svo mjög heillandi að það mátti kaupa sér drykki og ís og fá sér ofan í lauginni.
Sundlaugin var mjög flott og heitupottarnir stórir og góðir svo við mælum hiklaust með að fara í þessa sundlaug
fyrir þá sem hafa ekki farið hún er svo kósý og náttúruleg.
Tók svo mynd af skiltinu áður en við fórum.
Benóný sáttur með pepsí í Hreppslaug.
Hér erum við í bústaðnum að nýta það sem eftir er af sumrinu og með haustlitina í bakgrunn.
Emil mættur til okkar það var mikil gleði og mikið hlegið af nýju skegg mottunni
sem hann er búnað safna á sjónum. En fékk svo fljótt að hverfa eftir almennilegan rakstur.
Hér er svo mottan farin á Emil og hér er hann og Embla í Blómasetrinu í Borgarnesi sem er kaffihús
og það var svo gaman að koma þangað svo kósý og heimilislegt og allskyns dót og hlutir að sjá og
það var svakalega gott að borða þar og fá kaffi og heitt kakó.
Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.