Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

03.08.2021 12:09

Rúntur 1 ágúst kindur hjá Gumma Óla og okkur

Svakalega falleg gimbur frá Sigga í Tungu undan Lottu og Þór. Þór er Ask sonur.

Hér er Lotta með gimbrarnar sínar undan Þór.

Kaldnasi 16-003 hann er undan Magna sæðishrút og Urtu frá Hraunhálsi.

Hann er alveg einstaklega gæfur og hægt að labba að honum og klappa úti.

Grettir hans Sigga 16-449 undan Svört og Máv.

Hér er Snædrottning með gimbrar undan Bolta.

Þessi er gráflekkótt.

Hér sést hin alveg mjallahvít. Snædrottning er móðir Þórs.

Hér er Glæta hans Sigga með hrútana sína undan Bolta.

Þessi er frá Gumma Óla Ólafsvík með flotta þrílembinga.

Hér er nærmynd af þeim.

Hér er Einstök með gimbrarnar sínar undan Þór.

Hér er önnur þeirra.

Hér er hin.

Hér eru sömu gimbrar.

Hér er ein frá Gumma með alveg svakalega fallega hrúta.

Hér er annar þeirra.

Hér er hinn.

Hér er þrílemba frá Gumma Óla. Sú gráa.

Hér er þriðja lambið frá þessari gráu.

Hér er önnur frá Gumma Óla Ólafsvík.

Hér er ein líka frá Gumma Óla.

Þetta er hún Þoka sem ég átti en er í eigu Gumma Óla núna.

Hrúturinn hennar þetta eru fæddir þrílembingar en ganga tvö undir hjá honum.

Falleg kind og skrautleg lömb.

Þessi kind er líka frá Gumma Óla og mér finnst hún alltaf svo falleg og hér er hún með
mjög fallegar gimbrar.

Hér er önnur frá Gumma með alveg svakalega fallega hvíta gimbur þetta verður ásettningur.

Ég var að eltast við hana Hexíu mína til að ná myndum af lömbunum hennar sem virðast
svakalega væn.

Hér eru þau og virðas mjög falleg. Þau eru undan Óðinn sem er Vask sonur.

Hér sjást þau að framan vel hvít og flott.

Þetta verður spennandi að fylgjast með.

Ronja Rós að tína blóm.

Djásn með þrílembingana sína undan Dag.

Þessi er stærstur af þeim.

Hér er gimbrin hvít og falleg.

Hér fer hún svo með þau. Djásn átti bestu gimbrina í fyrra hjá okkur.

Ronja Rós að taka þátt í heyskap og raka.

Ronja Rós að sitja á rúllunni orðin 22 mánaða 27 júlí.

Emil að skoða nýju sláttuvélina sína sem hann var að fjárfesta í frá Helga á Rifi.

Fékk frábæra vini í heimsókn um daginn þegar þau áttu leið um Snæfellsnesið þau Birgitta
og Þórður og strákarnir frá Mörðuvöllum komu til okkar og auðvitað fengum við Birgitta
árlegu myndina af okkur ég nefnilega náði ekki að koma til hennar í heimsókn þegar við vorum fyrir norðan svo það var gaman að þau skildu koma vestur. Birgitta er rosalega
dugleg að blogga og bloggar á hverjum degi og er með síðuna sína hér.

Hér eru Emil og Bói að taka saman rúllurnar af túninu í Kötluholti.

Hér fara þeir af stað með þetta inn í Tungu.

Freyja og Ronja Rós að týna ber sem eru aðeins farin að koma.

Ronja ´Rós að halda einhverja ræðu.

Freyja var svo rosalega dugleg að labba með henni og skoða ber.

Með hausinn upp úr hólnum he he.

Það eru svo miklu fleiri myndir af fénu hans Gumma og þessu hér inn í albúmi.

01.08.2021 12:46

Rúntur 30 júlí

Blesa gemlingur kom alveg til mín og Hrafney gemlingur og ég náði að klappa henni þær voru í brekkunni hjá Búlandshöfða. Þær voru báðar geldar.

Hér er Hrafney.

Hér er Dúlla hún var líka höfð geld.

Hér er Hrafntinna gemlingur hennar Jóhönnu hún var líka höfð geld.

Hér er Skotta gemlingur hún er með gimbur undir sér undan Kol og svo var hrúturinn hennar vanin undan henni og gengur undir kind hjá Sigga.

Hér er gimbrin hennar Skottu hún er mógolsótt.

Óskadís með gimbrina sína sem er fæddur þrílembingur.

Svo dökkmórauð og falleg.

Ósk með gimbrarnar sínar undan Kaldnasa.

Mjög fallegar að sjá.

Terta með hrút og gimbur undan Óðinn.

Flottur á litinn hrúturinn.

Viktoría með gimbrina sem er nær henni hún er undan Óðinn líka svo er hin undan Tertu.

Hin gimbrin hennar Viktoríu.

Bræla sem ég lét Gumma Óla hafa hún er móðir Asks og er hér með þrílembingana sína.

Mávadís með lömbin sín undan Þór.

Hrúturinn hennar.

Gimbrin hennar hún er mjög töff á litinn.

Hér er ein frá Gumma Óla með falleg lömb.

30.07.2021 23:45

Rúntur og heyskapur 29 júlí

Hæ við höfum verið í útilegu seinast liðnar vikur og fengum æðislegt veður og vorum fyrir norðan og austan og fórum hringinn en ég á eftir að blogga um það seinna því við fórum beint í heyskap þegar við komum heim og ég að kíkja á lömbin og taka myndir enda hafa þau stækkað mikið núna og gaman að sjá muninn ég tók sem sagt myndir seinast af kindunum 2 júlí.
Heyskapur gekk mjög vel Emil byrjaði að slá á miðvikudaginnn en reyndar smá erfiðleikar hann braut eitthvað í slátturvélinni en Gummi Ólafs kom og reddaði okkur alveg hann var á svaka flottum traktor með risa stóra slátturvél og bjargaði okkur með því að slá fyrir okkur restina og svo sló Siggi fyrir okkur meðfram. Siggi sló líka heimatúnið hjá sér og í Hrísum. Emil fór heim úr útilegunni þegar við vorum fyrir norðan og heyjaði þá Fögurhlíð og tvö tún með Sigga svo þar fengum við flott hey fyrir fengitímann og sauðburð. Ég varð eftir með krakkana þá í hjólhýsinu á meðan hann skrapp vestur til að heyja. Þeir meira segja tóku rúllurnar líka heim þá af túnunum svo fuglinn færi ekki í þær. 

Hér er Gummi mættur á svæðið til að bjarga okkur með flottu græjunni.

Alveg snilld að eiga svona góða að sem eru svona hjálpsamir við eigum honum mikið að þakka að hafa reddað okkur þegar sláttuvélin okkar hrundi.

Hér er Kristinn að raka saman inn í Kötluholti.

Emil er á rúlluvélinni.

Siggi á plastaranum.

Krakkarnir kátir á meðan að veið síli.

Þessi mynd var tekin 2 júlí af Gurru með þrílembingana sína undan Óðinn.

Snædrottning með gimbrarnar sínar undan Bolta.

Klara með hrútana sína undan Þór líka tekið 2 júlí.

Tekið núna 29 júlí þetta er Kleópatra með hrútana sína undan Bibba og þeir virka svakalega fallegir og vænir.

Hríma með gimbur undan Bolta.

Hér sést hrúturinn á móti mjög hvít og falleg lömb hjá henni.

Hexía með lömbin sín undan Óðinn.

Hér er ein frá Gumma Óla með svakalega fallegan hrút.

Höfn með lömbin sín undan Bolta.

Hér sjást þau betur.

Kvika með hrútinn sinn undan Bolta hann er fæddur þrílembingur en það kom eitt fóstur og svo bara úldið hjá greyjinu svo hún er bara með þennan Bolta undir sér.

Hér eru þær saman Kvíka og Höfn inn í Kötluholti. Kvika er alltaf mjög vel í holdum.

Hér er Birta með þrílembingana sína undan Bolta mjög jöfn og flott.

Þetta sólarlag kvaddi svo eftir fallegan dag.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.

27.06.2021 13:07

Rúntur 27 júní

Hexía með lömbin sín undan Óðinn.

Þessi er frá Gumma Óla Ólafsvík.

Viktoría með lömbin sín undan Óðinn.

Hér er Þoka sem ég lét Gumma Óla hafa en hún er samt upphaflega frá honum því ég fékk
hana frá honum.

Dis með lömbin sín undan Bolta.

Sprelli hans Sigga.

Þessi er frá Sigga og er gemlingur sem gengur með 2 og þau eru undan Sprella.

Hér er hitt lambið hennar á móti.

Rakst á hana Emblu hennar Emblu í dag hún er með gimbur undan Glitni sæðishrút.

Hér er hún orðin svakalega stór og flott en einhverju hefur hún lent í því annað hornið er
búið að brotna hjá henni og það var svona blóð sletta framan í henni sem hefur þornað.

Skellibjalla kom alveg upp að mér.

Terta með lömb undan Óðinn.

Nái ekki alveg nógu góðum myndum af þeim en hér er hitt.

Hér er svo Viktoría aftur.

Annað lambið hennar og þau eru undan Óðinn.

Hér er hitt á móti.

Þetta eru þær sem ég náði að taka mynd af í dag.

25.06.2021 09:38

Annar rúntur 24 júní

Hérna eru gimbrar undan Kol og Lóu.

Hér er Bolti.

Benóný sá Kaldnasa og ákvað að reyna nálgast hann.

Hann er að fara ná athyglinni hans.

Hann var þolinmóður að bíða hvort hann kæmi til sín.

Og þolinmæðin borgaði sig á endanum og Kaldnasi kom.

Nálgast hann varlega og gefur honum knús.

Horfir sposkur á svip a mömmu sína að hann sé búnað ná að komast til hans.

Hann er alveg gæðablóð hann Kaldnasi og gæfari hrút höfum við aldrei átt hann er alveg
æðislegur og gefur líka frábær lömb.

Grettir Máv sonur frá Sigga fylgdist vel með þegar Benóný var nálgast Kaldnasa.

Hér er Dögg sú hvíta hennar Jóhönnu með lömb undan Bjart og svo er Perla gemlingur
sem var með eitt úldið og svo drapst hitt í fæðingu svo hún verður lamblaus greyjið en
fær þá bara stækka í sumar.

Kolbrún hans Sigga með lömb undan Bibba.

Þetta er hún Mylla gemlingur sem bar næst seinust. Hún er með gimbur undan Kol.

Tuska með lömbin sín undan Kol.

Hér sést hún betur hún bar líka seint eða 29 maí og þau eru nú bara mjög jafnir hrútarnir
núna en í fæðingu var sá flekkótti talsvert minni.

Skeifa hans Sigga með lömb undan Bolta.

Hér sjást þau betur.

Fallegt lamb frá Sigga undan Bolta og Botníu.

Hér er Botnía með hrútana sína sem eru orðnir stórir og flottir.

Hláka með lömbin sín undan Grettir.

Rakst á þessa frá Sigga og held að þetta sé Lotta annars er ég ekki alveg viss hún var svo
langt frá að ég náði ekki að greina númerið á henni. Ef þetta er hún þá er hún mjög fallega
gimbur sem er þarna hliðina á henni og hún er þá undan Þór.

Hér er Svala hans Kristins með hrútana sína undan Dag.

Gyða Sól með hrútana sína undan Dag.

Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi.

20.06.2021 20:42

Rúntur 20 júní í Fögruhlíð

Sletta hans Sigga með lambadrottningarnar undan honum Ingiberg(Bibba).

Virkilega flottar og tignarlegar.

Það var svo gaman að taka myndir af þeim þær stylltu sér svo vel upp og sjáiði hvað hún
er breið og falleg að framan.

Góð lengd í þeim og afturpartur lofar góðu líka svo ég held að við höfum alveg veðjað
rétt að hafa tekið hann Bibba að okkur í haust sem næsta kynbóta hrút.

Þetta er Þíða hans Sigga með þrílembingana sína undan Óðinn.

Gletta hans Sigga með hrút og gimbur undan Bolta.

Negla gemlingur frá Sigga með gimbur undan Bibba.

Maríuerlan fylgdist grannt með mér þegar ég var að taka myndir.

Hér er Kleópatra gemlingur með hrútana sína undan Bibba.

Héla hans Sigga með þrílembingana sína undan Þór. Þeir eru mjög jafnir og stórir.

Rakst á Tölu sem Bárður fékk hjá mér í haust. Hún er hérna í Mávahlíðinni með Dögg hennar
Jóhönnu. Bárður hornskellir kindurnar sínar svo þær þekkjast vel frá mínum kindum sem
hann fékk hjá mér.

Rósa var inn í Mávahlíð líka í hlíðinni með hrútinn sinn og flekkóttu gimbrina undan Kaldnasa.

Ronja að gefa hænunum brauð.

Svo vildi hún taka brauðið aftur.

Hænan var nú ekki sátt við það svo hljóp hún þessi grallari og skrækti í henni hænan er
að taka brauðið mitt he he svo gaf hún henni brauðið á endanum.

Það fer vel um þær núna í sveitinni.

Benóný hænsnabóndi að gefa þeim brauð.

Hér er svo ein komin til hans.

Svo fara þau í göngutúr og spjalla.


18.06.2021 09:48

Fyrsti rúntur sumarsins

Klara með hrútana sína undan Þór.

Björt með lömbin sín undan Kaldnasa það var svolítil stærðarmunur á þeim þegar þau fóru
út en virðast núna vera jöfn að stærð.

Snúlla hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Bjart.

Skvetta hans Sigga í Tungu með lömbin sín undan Dag.

Dúfa sá okkur koma og kom til okkar.

Hér er hún farin að hlaupa þegar Benóný hristir brauðpokann.

Hér er hún svo komin til hans.

Her fær hún svo bitann sinn og þau bæði jafn glöð að hittast. Dúfa er í eigu Jóhönnu frænku
Emils og hennar kindur eru svo skemmtilega háðar brauði að þær koma hlaupandi þegar
maður lætur skrjáfa í pokanum.

Hér eru lömbin hennar Dúfu hrútur og gimbur undan Bjart. Ég er mjög spennt að sjá
hvernig hrúturinn kemur út því Dúfa er afurðarkind mikil og væri gaman að fá gerðina líka
upp ef þetta er rétt blanda á þessum hrút.

Snædrottning með gimbrarnar sínar undan Bolta.

Þessi er frá Sigga ég náði ekki alveg að greina hver þetta er hún horfði ekki nógu vel á mig.

Rakst á lambhrútana og hér er Óðinn sem er undan Vask og Bombu. Vaskur er undan Ask.

Þór er undan Snædrottingu og Ask.

Hér er svo Ingibergur eða Bibbi eins og hann er kallaður og svo Óðinn.

Hér eru þeir saman en það vantaði Dag og sá ég hann svo síðar á rúntinum og þá var hann niður á Mávahlíðarhellu með kindum þar svo hann hefur orðið viðskila við þá.

Hér er Hláka hans Sigga með lömb undan Grettir. Grettir er Máv sonur hjá Sigga.

Hér er Gjöf með gimbur undan Kaldnasa.

Hér er gimbrin hennar Rósu hennar Emblu og er undan Kaldnasa.

Snærós gemlingur.

Hrúturinn hennar sem er undan Bjart.

Hér eru geldu gemlingarnir sem voru allir hafðir geldir.

Mávadís með lömbin sín undan Þór. Þór er undan Snædrottningu og Ask.

Ég átti svo afmæli í gær 17 júní og átti frábæran dag sem byrjaði á þessum kinda rúnti og
svo var ég með krakkana aðeins á skemmtuninni sem fór fram í Ólafsvík svo var kíkt í 
heimsókn og fengið sér kaffi og mér færðar smá gjafir í tilefni dagsins alveg yndislegt.
Ronja lauk svo reyndar deginum með að fá hita og verða ergileg alla nóttina og með
svakalega mikið kvef svo henni var haldið heima í dag. Emil er kominn í útilegu og er að 
róa frá Skagaströnd og verður þar á næstunni. Embla og Freyja eru á leikjanámskeiði en 
Benóný er bara heima með mér og við skelltum okkur í sund inn í Grundafjörð um daginn
og hann var mjög heillaður af sundlauginni þar og fannst hún mjög flott og fór auðvitað
strax að skanna svæðið hvar væri hægt að setja rennibraut ef það yrði einhvern tímann gert.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessum rúnti.

07.06.2021 12:08

Seinustu ær fara út og borið á tún

Verið að gera klárt fyrir að bera á.

Og hér byrjar Emil að bera á.

Emil lenti svo í smá klemmu þegar hann var að keyra inn í Kötluholt þá voru rörin undir
brúnni þar eitthvað búnað færast til og hann setti traktorinn næstum á hlíðina og Siggi
þurfti að draga hann upp. Það verður alltaf að vera eitthvað bras og ævintýri í kringum þetta.
Þetta gekk svo allt saman vel út frá þessu.

Á meðan vorum við Kristin upp í fjárhúsum að klippa klaufar og setja út síðustu ærnar.
Hér eru sniðugu gemlingarnir sem sáu sjálfir um að redda sér lömbum Milla og Tuska.

Tuska með sína tvo.

Milla með gimbrina sína.

Við ákváðum að keyra Dísu inn í Mávahlíð svo hún myndi fara á réttar slóðir. Hér er 
Kristinn og Benóný að fá hana út úr kerrunni.

Benóný að halda á einu lambinu meðan Kristinn nær henni út.

Hún stökk út úr kerrunni á mikilli ferð og hitt lambið sem Benóný hélt á varð eftir.

Kristinn læddist að henni á fjórum fótum svo hún myndi ekki styggjast í burtu og fikraði sig
nær og nær.

Hún fylgist með honum af athygli.

Svo náði hann að koma því til hennar og hér fer hún með þau bæði.

Hér er hún komin með þau bæði svo flott með gimbrarnar sínar undan Bolta.

Það verður flott ef hún heldur sér í hlíðinni í sumar.

Snjóhvítar og fallegar gimbrar hjá henni sem verður spennandi að sjá í haust.

Svo nú er allt komið út og sumarið má fara byrja.

07.06.2021 11:32

Ronja Rós 20 mánaða

Ronja Rós okkar dafnar vel og er mjög sterk og ákveðin persóna sem stjórnar öllu eins og
herdeild hérnar heima með því að ýmist bræða mann með krúttinu sínu eða af fullri ákveðni
og systurnar elska að leika við hana og djöflast í henni en Benóný er nú meira að loka 
hurðinni og öskra MAMMA Ronja og þá á ég að hlaupa til og ná í hana he he þá er hún að
stríða honum og tæta í herberginu hans. Hún er rosalega skír og talar mjög mikið og hún
er svakalega dugleg að læra og syngja og telur upp í 10 og jafnvel meira ef maður matar
hana þá hermir hún eftir allt sem við segjum. Hún er dugleg að hjálpa mér og vinnusöm
ef maður réttir henni eitthvað og biður hana að gefa systrum sínum eða gefa einhverjum
bolla fyrir kaffi þá fer hún og réttir ömmu sinni og afa. Traktor og gröfur eru í miklu 
uppáhaldi hjá henni og mjög fyndið hvað henni finnst það spennandi því það eru svo mikið
af gröfum núna í plássinu því það er verið að gera vorverkin í Ólafsvíkinni og laga til.

Hún dýrkar að fá að fara í sveitina til Freyju og Bóa þar getur hún verið úti að leika og 
skottast í hænunum sem hún er alveg að elska og svo eru svo flott leiktæki til að leika sér svo það eru bara spennandi tímar framundan þegar það er komið sumar.

Elskar alveg að fá að koma í fjárhúsin er allt of köld að fara út um allt en það er bara aldurinn
sem stjórnar þvi.

Hér er hún með lambið hennar Gurru.

Aðeins að gera A og knúsa það he he.

Gott að taka lúr með Myrru sem passar hana eins og barnið sitt.

Að prófa sundlaugina út á palli í góða veðrinu sem var í maí.

Með Dalíu frænku sem fermdist á Hvítasunnunni og var með veisluna hér fyrir vestan en 
annars býr hún á Felli í Breiðdalsvík. Hún var alveg stórglæsileg eins og sjá má.

Með Emblu systir að gefa fingurkoss.

Að smakka kríu egg hjá afa Bóa.

Henni fannst þau mjög bragðgóð.

Með Freyju á sjómannadaginn að horfa á leikhópinn Lottu sýna litlu gulu hænuna.

Embla Marína tók þátt í flekahlaupi á Sjómanna helginni og var í fyrsta sæti í sínum flokk og 
fékk bikar svakalega flott hjá henni.

Freyja Naómí okkar var svo tveim sekundum á eftir henni og varð í öðru sæti alveg 
glæsilegt hjá þeim.

Benóný með sundlaugabókina sem hann var að búa til í skólanum og ætlar að hafa með
í sumar í ferðalag. Við fórum svo í gær á Sjómannadaginn með hann í sund inn á
Lýsuhól og það fannst honum mjög gaman og hann var mikið að pæla í hvort hægt væri að setja rennibraut þar þvi þar væri heitt vatn.

07.06.2021 11:06

Sauðburður að klárast

Gurra með þrílembingana sína undan Óðinn.

Skemmtileg litasamsetning einn hvítur hrútur, svartbotnótt gimbur og svartbotnukrúnótt
gimbur.

Snót er með fallegar gimbrar undan Óðinn.

Hér er hún aftur.

Klara með flotta hrúta undan Þór.

Hér er Klara aftur hún er svo tignarleg og falleg kind.

Hér er Snædrottning með gimbrarnar sínar undan Bolta. Sú flekkótta fékk einhvern
gröft í fótinn svo við urðum að sprauta hana og halda henni lengur inni þangað til það
lagaðist og náðum að kreista út úr sárinu og þá jafnaði það sig.

Kóróna gemlingur með gimbur undan Dag.

Dögg hennar Jóhönnu komin út með tvær gimbrar undan Bjart.

Perla gemlingur fór langt yfir og við héldum að hún hafi gengið upp en nei svo bar hún
greyjið á eurovison kvöldinu og það var orðið svo stórt að það gekk hægt að ná því frá henni og óvíst að það hafi nokkuð verið lifandi því svo var annað löngu dautt í henni og það kom mikil ýlda og ógeð frá henni sem hefur jafnvel verið búið að eitra frá sér í hitt lambið.
Svo hún fer lamblaus út og stækkar þá bara meir í sumar fyrir vikið.

Tuska hans Kristins kom með tvo hrúta alveg óvænt. Ég var reyndar búnað spá því að hún
kæmi með tvö því hún bara fyrir tímann og svo fengu þær svo seint því þær laumuðu sér
yfir til hrútsins og áttu að vera geldar en þess í staðin redduðu þær sér bara og fengu með
honum Kol.

Hér er svo hinn gemlingurinn sem laumaði sér líka yfir það er hún Milla og hún kom
með gimbur undan Kol.

Hérna er svo hún Dís hans Óttars sem ég var með fyrir hann í vetur og hún kom með
stórar og fallegar gimbrar undan Bolta.

Emil fór svo með merina okkar hana Heru inn á Berg til hans Jón Bjarna og fékk að halda
henni undir Sægrím.

Það er allt farið að grænka vel eftir að rigningin lét sjá sig.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

31.05.2021 16:55

Sauðburður

Lóa að fara út með lömbin sín.

Kleópatra gemlingur með lömbin sín undan Bibba.

Ronja Rós í jötunni sem er búið að koma fyrir úti fyrir kindurnar.

Hér eru sæðingar bræður undan Tón og það má segja að það hafi verið aðeins of mikið 
þynnt sæðið úr þessu strái he he fengum bara eitt og hálft lamb nei nei hinn hefur greinlega
verið með klemdan naflastreng og ekki þroskast mikið. Hann lifði svo reyndar bara í tvo
sólarhringa svo misstum við þann litla.

Hinn var alger risi og hitt alger písl svakalegur stærðarmunur á þeim.

Ósk var þrilembd en eitt kom dautt og var það mórautt en þessar sem lifðu eru tvær
gráar gimbrar.

Kolfinna með lömbin sín undan Óðinn.

Móna Lísa með þrílembingana sína undan Kol.

Viktoría með lömbin sín undan Óðinn.

Snærós gemlingur með lambi sitt undan Bjart.

Ronja dugleg að hjálpa mömmu og er að skrifa á pappir eins og ég skrifa á blað númerin
sem ég er að marka lömbin.

Búið að koma henni á að fá smá kaffi og matarkex til að dýfa ofan í það er aðal sportið.

Terta með lömbin sín undan Óðinn.

Stelpurnar að hjálpa til að setja út.

Skotta gemlingur með gimbrina sína undan Kol og hún var tvílembd en hitt var vanið
undir kind frá Sigga.
Einstök með lömbin sín undan Þór.

Kóróna gemlingur með gimbur undan Dag.

Ronja Rós og Dögg saman.

Vinkonurnar flottar saman Freyja Naómí,Embla Marína og Erika vinkona þeirra.

Alltaf verið að reyna finna afþreyingu fyrir Ronju svo hún fari sér ekki að voða meðan ég
er að stússast í kindunum.

Hexia með lömbin sín undan Óðinn.

Dúfa með stóru lömbin sín undan Bjart það er hrútur og gimbur.

Snotra hennar Jóhönnu með lömb undan Bjart.

Hér eru aftur lömbin hennar Hexíu undan Óðinn.

Magga Lóa með lömbin sín undan Bibba.

Mávadís með lömbin sín undan Þór.

Rósa með lömbin sín undan Kaldnasa.

Þrílembingarnir hennar Gurru undan Óðinn.
Birta er með þrílembinga undan Bolta.

Djásn er með þrílembinga undan Dag.

Brussa með gimbrar undan Bolta.

Snædrottning með lömbin sín undan Bolta.

Þrílembingarnir hennar Birtu og Bolta.

Fía Sól með gimbur og hrút undan Kol.

Svala hans Kristins með lömnin sín undan Dag.

Hríma með lömbin sín undan Bolta.

Óskadís með eina mórauða gimbur en sónaðist með 3 eitt var löngu dautt og svo kom bara
fóstur. Svo er Gjöf með henni og hún er með mórauða gimbur líka.

Kvika átti að vera með þrjú líka og það var það sama eitt dautt fyrir löngu og svo fóstur
svo hún er bara með einn hrút. Hann er undan Bolta.

Björt með lömbin sín undan Kaldnasa.

Djásn að fara út með þrílembingana sína.

Þær hafa það flott í girðingunni fyrir utan fjárhúsin og svo fá þær gjöf og fóðurbætir út.
Það var svoleiðis fyrstu vikuna því það vantaði alveg meiri gróður en svo kom rigningin
og þá sá maður liggur við grasið spretta og grænka.

Höfn með lömbin sín undan Bolta.

Gyða Sól með hrútana sína undan Dag.

Birta komin út með þrílembingana sína.

Randalín með eina gimbur frá sér og svo fóstrar hún hrút frá Sigga. Randalín var þrílembd
og það kom eitt dautt fyrir nokkum dögum og hitt kanski dautt fyrir viku og þau voru 
bæði flekkótt mjög leiðinlegt og Randalín er í eigu Kristins.

Hér eru stelpurnar að knúsa hana Emblu sem Embla á og lambið hennar þau eru bæði
svo rosalega gjæf.

Ronja Rós að halda á litla sæðis lambinu sem lifði svo bara í 2 daga það var mjög hentugt
af stærð fyrir hana til að halda á því.

Eina kvöldvaktina komu geldu og hrútarnir að kíkja á okkur upp að fjárhúsum og auðvitað
kom Kaldnasi til Emblu til að fá smá knús og klapp alveg yndislegur hrútur.

Benóný og Ronja að leika sér í jötunni og biða eftir að einhverjar kindur komi.

Jæja þetta er svona miðjan á sauðburðinum sem ég er búnað koma niður hér svo er 
fullt af myndum af þessu hér inn í albúmi.


Það er svo ekki nóg að það sé búið að vera nóg að gera í sauðburði þá erum við líka í 
framkvæmum bæði á klósettinu og svo skiptum við um svalahurð inn í stofu.
Hér eru Emil og Danni að taka hurðina úr og hreinsa allt út.

Rífa allt upp .

Þetta var svo skelfilegt undir allt mjög illa farið og alveg kominn tími til að skipta því það hefur lekið hurðinn í langan tíma og gólfíð er allt fúið og ógeðslegt.

Þeir þurftu að rífa allar flísarnar af en þær komu nú bara auðveldlega af í heilu lagi út af því
að það var allt fúið undir og þeir þurftu að skipta um burðarbita í gólfinu og taka hluta af
gólfplötunni.

Baðherbergið er allt í vinnslu og langt komið á leið.

Hér er svo komin mynd á þetta baðið komið upp og klósettið og innréttingin að fara klárast
svo þetta er mjög spennandi og gaman þegar þetta verður búið. Bói er svo mikill snillingur
hann er búnað vera gera þetta allt fyrir okkur og er svo vandvirkur og góður í þessu við erum honum ævinlega þakklát.

Hér er hann að störfum fyrir utan hjá okkur á fullu að klæða veggina að innan.

16.05.2021 08:56

Sauðburðar byrjun

Móna Lísa með þrílembingana sína undan Kol. Það eru 2 gimbrar og einn hrútur og ein 
gimbrin er mógolsuflekkótt þessi í miðjunni.

Lóa bar í fyrsta sinn 3 vetra. Hún var geld gemlingur og svo sónaðist í henni sem tvævettla
en ekkert lamb kom hefur látið því svo ég tók séns á henni þriðja veturinn og hún kom með
þessi fínu lömb tvær gimbrar eina mógolsótta og eina mórauða undan Kol.

Melkorka gemlingur með lömbin sín tvær gimbrar undan Viðari sæðingarstöðvarhrút.

Snærós gemlingur með hrút undan Bjarti.

Viktoría með gimbrar undan Óðinn. Hún byrjaði með mikið vesen hún vildi ekki hvíta lambið
heldur bara svartbotnótta en við settum þau í tunnu og tókum þau svo alltaf upp úr og leyfðum þeim að sjúga og þetta tók alveg 4 daga en þá gaf hún sig og tók lambið. Mér finnst
alltaf svakalega sérstakt þegar þær taka upp á þessu sérstaklega á sínum eigin lömbum.

Hér er Ronja Rós vinnukona sem gefur ekkert eftir að leggja sitt að mörkum í að hjálpa.

Hér er Skrúfa hans Sigga með flott lömb undan Kost sæðingarstöðvarhrút. Það verður 
spennandi að skoða hrútinn hennar í haust.

Benóný kátur að skoða lömbin og vill spekja þau öll.

Freyja kát að kíkja á hana Einstök með gimbrar undan Þór Ask syni.

Tuðra gemlingur sem er í eigu Kristins bar tvílembd en Siggi vandi undan henni annað.
Hún er flott kind og mjólkar vel.

Hér er stærri gemlingur frá Sigga sem hann vandi undir frá Tuðru.

Kóróna gemlingur með gimbur undan Dag Mínussyni.

Terta með hrút og gimbur undan Óðinn, Óðinn er undan Vask sem var undan Ask.

Stelpurnar kátar saman Embla,Freyja og Erika vinkona þeirra.

Svört gimbur með hvíta krónu undan Emblu og Glitni sæðingarstöðvarhrút.

Rósa hennar Emblu með flekkótta gimbur og hvítan hrút undan Kaldnasa.

Skotta gemlingur var með tvö og ég vandi annað þeirra undir Tinnu hans Sigga. Hér er hún
með gimbrina sína sem er mógolsótt með smá blesu í framan og hún er undan Kol.
Kolur er mógolsóttur sjálfur og gefur mjög mikið af því en það er líka komin ein mórauð gimbur ég er að vonast eftir að fá mórauðan hrút úr þeim sem eru eftir að bera.

Embla Marína með Einstök sinni sem er alveg einstaklega blíð við krakkana. Einstök er 
undan Hosu og Viking hans Bárðar og er alsystir Bolta sem Kristinn á.

Hér eru rosalega falleg lömb hjá Sigga undan Þór Ask syni.

Hér eru þau með móðurinni sem er Lotta hans Sigga.

Hér er Tinna hans Sigga með hrút undan Bolta og svo fékk hún hrút frá Skottu frá mér.

Hér fara svo fyrstu ærnar út í tún og hér er Mávadís með golsuflekkótta gimbur og hvítan
hrút undan Þór Ask syni.

Hér sést hrúturinn á móti henni.

Hér eru þær fegnar að fara út í góða veðrið bara vantar aðeins meiri hita úti.

Þetta er svona byrjunin á sauðburðinum og á ég eftir að koma fullt af meira efni hér inn þegar meiri tími gefst til að setjast niður og blogga.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

06.05.2021 12:01

Þrílembdur gemlingur hjá Gumma Ólafs Ólafsvík

Hér er Gummi með þrílembingana undan gemling sem hann á og þetta eru svakalega
flott lömb og mjög stór af gemlings þrílembingum að vera.

Hér er hún svo með flottu lömbin sín og er með þau öll undir sér en það stendur til að
taka eitt undan henni þegar næst gefst færi á.

Hann hefur gefið þeim smá með til að létta á henni en annars er hún ótrúlega dugleg að 
hugsa um þau.

Hér er annar gemlingur hjá honum og eins og þið sjáið er hann með tvö og þau eru bara
í sömu stærð og þrílembingarnir.

Þessi er með hrút og gimbur undan Glám sæðingarstöðvarhrút.

Þessi er með fallegar flekkóttar gimbrar.

Embla var alveg að elska alla litina hjá Gumma.

Hér er Gummi að kalla á þær til sín með brauði.

Hér eru þær svo komnar til hans.

Hér er Þoka hún er með þrílembinga undan Glám sæðingarstöðvarhrút en tvö ganga
undir henni.

Hér erum við svo komin inn í fjárhús hjá okkur að sýna Ronju lömbin.

Svo gaman hjá þeim systrum.

Hér eru hrútur og gimbur undan Mávadís og Þór.

Ronja og Embla að tala við Gjöf.

Hér tók Embla mynd af mér vera sprauta eina með kalki sem er búnað vera lystalaus og
með köld eyru svo hún er með doða.

Ronja Rós prakkari reif prins póló af Emblu systir sinni og eftir að hún komst á bragðið
var engin leið fyrir Emblu að fá það aftur.

Embla hennar Emblu bar í gærkveldi. Hún er með gráa gimbur undan Glitni sæðingarstöðvar
hrút. Embla er tvævettla undan Fáfni sæðingarstöðvar hrút.

Hér er Melkorka með gimbrarnar sínar undan Viðari sæðingarstöðvar hrút.

Hér er Ronja Rós búnað rífa af sér vettlingana og húfuna alsæl og hleypur um fjárhúsið.

Það eru svo fleiri myndir frá heimsókn minni til Gumma hér inn í albúmi.

05.05.2021 13:34

Burður hjá Sigga byrjar og heimsókn til Bárðar.

Sletta hans Sigga kom með tvær gimbrar undan Ingiberg eða Bibba eins og við köllum hann
og þær eru mjög þykkar og fallegar.

Mávadís með hrút og gimbur undan Þór. Þetta eru því fyrstu lömbin undan honum.

Benóný Ísak,Freyja Naómí og Embla Marína svo lukkuleg og komu strax í fjárhúsin að sjá fyrstu lömbin.

Ronja Rós að fá að koma við lömbin í fyrsta sinn lukkuleg með Freyju systur sinni.

Ronja Rós er alveg að elska sveitina.

Glæsileg lömb hjá Bárði tvær móhosóttar gimbrar.

Hér eru lamba kóngarnir hjá Bárði og þeir eru undan Dag frá mér.

Benóný lukkulegur.

Hér er Eyrún hjá Bárði sem hann fékk hjá Sigga.

Hér sést svarta skellan framan í henni og svo eitt eyra líka. Þessi sem er hliðina á henni er 
veturgömul og var með lambi þegar hún var graslamb og stökk óvart yfir í hrútana í fyrra
var með lamb sem var stærri en hún sjálf og núna er hún með tvö og alveg flóðmjólkar eins og sést á lömbunum hennar.

Þetta er svo töff.

Flott aðstaða hjá Bárði yfir sauðburðinn hann er með tjaldvagn inn í Hlöðu fyrir næturvaktina mjög sniðugt.

Svo er hann með grill líka og hér eru krakkarnir að grilla sykurpúða rosa sport.

Hér eru gemlingarnir hjá Bárði og Dóru.

Flottur veturgamli hrúturinn hans Bárðar sem er undan Víking.

Mjög þroskamikill og fallegur.

Mér finnst hann svakalega þykkur og flottur.

Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi.

04.05.2021 08:43

Myndavél sett upp og sauðburður hefst.

Kristinn og Matti redduðu myndavél í fjárhúsið og hér eru þeir ásamt Sigga að setja
hana upp. Þetta verður alger bylting fyrir okkur að geta bara kíkt á þetta í símanum og
þar af leiðandi að spara mér nokkrar ferðirnar inn eftir alveg snilld.

Hér er svo myndasyrpa af hrútunum þegar við hleyptum þeim út.

Hér er Kolur og Bolti.

Hér er Kolur í víghug.

Endaði svo svona he he Bolti vann þennan slag.
Sprelli og Bolti.

Já það voru smá hasar í boði.

Hér eru prinsarnir og Bolti búnað láta hornskella sig þau voru kominn allt of nálægt svo
Siggi og Kiddi tóku af honum.

Hér er Kiddi og Emil með Ronju Rós að fylgjast með áflogunum.
Kiddi og Siggi ráku svo stóru hrútana frá svo hægt væri að sleppa veturgömlu út.

Hér eru þeir komnir Dagur,Óðinn og svo Ingibergur.

Hér er Þór sá golsótti og svo Óðinn.

Hér er Þór hann er undan Ask Kalda syni.

Hér fljúgast Þór og Dagur saman.

Aftur stangast þeir.
Dagur og Ingibergur kallaður Bibbi. Bibbi lofar góðu og er mjög flottur eftir veturinn.

Enn stangast þeir tveir.

Hér eru þeir enn að derrast Dagur og Þór en Bibbi og Óðinn eru slakir.

Óli mættur til að skoða myndavéla kerfið hjá okkur og finna hvar best er að hafa ráderinn.

Hér er Kiddi í klaufsnyrti kennslu hjá Sigga og hann er útskrifaður klaufsnyrtir.

Það er vandað til verka.

Við græjuðum svo ullina á kerruna og Siggi og Kiddi fóru á mínum bíl með hana.

Hér eru svo hrútarnir og geldu gemlingarnir að spóka sig í veðurblíðunni.

Glæsilegur Snæfellsjökullinn í baksýn.

Sauðburður hófst svo 3 maí en það var hún Melkorka gemlingur sem bar tveim gimbrum
undan Viðar sæðingarstöðvarhrút en hún átti ekki tal fyrr en 7 maí. Það var svo alger 
snilld að sjá í myndavélinni um moguninn því ég vaknaði með Ronju rúmlega 6 um 
morguninn og þá sá ég Sigga að vera koma henni fyrir eftir að hún var búnað bera svo þetta
verður mjög spennandi og gaman að fá að hafa svona myndefni í beinni útsendingu og fylgjast með þeim.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 316
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188505
Samtals gestir: 69640
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:31:23

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar