Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
28.12.2018 00:15Ferð til Glasgow og Edinburgh með góðum vinumÞann 28 nóvember fórum við með vinum okkar til Glasgow og keyrðum þaðan til Edinburgh. Við vorum þar í 4 nætur og náðum að afreka ansi margt á þessum stutta tíma. Fyrsta daginn fórum við í draugahús sem fjallar um sögu Edinburgh og heitir Dungeon og það var geggjað ég var að skíta á mig úr hræðslu þetta var ótrúlega óhugnalegt allt leikið af alvöru fólki. Við fórum svo líka i sjónhverfingar safn og svo fórum við líka í neðanjarðar safn um sögu Edinborgar sem er frá 18 öld og segir frá lífinu sem þar var og plágu sem gekk þar yfir og fleiri manns dóu úr. Við skoðuðum svo Kastallann sem var rosalega flottur og við vorum með leiðsögumann sem sagði okkur alla söguna og fylgdi okkur í gegnum Kastallann sem var alveg gríðarlega stór og mikið að skoða. Því næst var skoðað Royal Yacht Britannia sem var svakalega flott skip sem Konungsfólkið á. ![]() Hér er Kastallinn í Edinburgh. ![]() Hér erum við vinahópurinn fyrir framann Kastalann. ![]() Við fengum mikla rigningu daginn sem við fórum að skoða Kastallann. ![]() Á Sjónhverfingarsafninu Emil í matinn. ![]() Og ég he he. ![]() Edinburgh er rosalega falleg. ![]() Flott útsýnið úr Kastallanum. ![]() Við vinkonurnar. ![]() Anna og Vigfús. ![]() Nonni og Irma. ![]() Við í Kastallanum. ![]() Emil að máta skipstjórastólinn í Konungssnekkjunni. ![]() Hér sést kynningin um hana. ![]() Flugvélinn okkar. ![]() Við flottar saman . ![]() Ég að máta rúmmið í fangelsinu. ![]() Nonni, Irma og Vigfús ![]() Svakleg kirkja hérna í baksýn. ![]() Stuð hjá strákunum í leigubílnum. ![]() Og við sátum á móti þeim í bílnum ýkt skrýtið þannig maður sá allt afturbak þegar það var verið að keyra og líka ýkt skrýtið að bílstjórinn sé hægra megin í bílnum. ![]() Anna, ég og Emil. Þetta var æðisleg ferð og æðisleg borg við vorum öll sammála um að við værum til í að fara þangað aftur og skoða þá betur hálöndin. Ég held að þar sé svakaleg náttúrufegurð og mér finnst alltaf gaman að skoða fallega náttúru. Það eru svo fullt af fleiri myndum af ferðinni okkar hér inn í albúmi. 27.12.2018 23:49Smalað fé frá Hoftúni sem endaði svo í sjálfheldu.Siggi rakst á fé inn í Búlandshöfða og komst að því að hann Kristján í Hoftúni átti þessa kind og tvö lömb svo hann hafði samband við hann og hann og Gísli á Álftavatni, Snæbjörn á Neðri Hól og sonur hans komu og við aðstoðuðum þá við að reyna ná þeim. Fyrst fór allur tíminn í að finna þær og þær fundust svo og við fórum að reyna ná þeim og þeir náðu að fanga rolluna og eitt lamb. En eitt lambið leitaði niður í kletta í fjörunni og var of hættulegt að reyna styggja það, var þá hugmyndin að sleppa rollunni og athuga hvort lambið myndi þá stökkva sjálft upp úr sjálfheldunni en það vildi þá ekki betur til en að rollan fór sömu leið og lambið og hreyfði sig hvergi þó reynt væri að styggja við þeim. Það var svo annar hrútur sem var auka með þeim og við náðum að elta hann uppi og króa hann af hann var svo ekki frá þeim heldur frá Kvíarbryggju fangelsinu. Snæbjörn ætlaði að reyna klifra upp klettana til að komast að rollunni en það var of mikill klaki og of hátt að klifra svo hún var skilin eftir. Ég frétti svo nokkrum dögum seinna að hún hafi náðst inn í Grundarfirði. ![]() Hér sést í lambið og hundinn að passa það. ![]() Hér erum við fyrir neðan Búlandshöfðann og niður á Mávarhlíðarhellu. ![]() Hér er svo rollan komin í sjálfhelduna líka og vill sig ekkert hreyfa. ![]() Hér sést innst inn í fjörunni í klakanum þar er rollan. ![]() Hér eru Siggi og Snæbjörn að færa sig nær og Snæbjörn er á ísbroddum og ætlar að athuga hvort hann geti klifrað upp að henni. ![]() Hér sést Snæbjörn fyrir neðan en aðstæður voru ekki nógu góðar til að klifra. Svo þeir fóru heim með aðeins annað lambið og kindin náðist svo eins og ég sagði nokkrum dögum seinna inn í Grundarfirði svo það hefur verið mikil ferð á henni. 27.12.2018 23:31Freyja Naómí 6 ára 12 desYndislega Freyja Naómí okkar varð 6 ára þann 12 desember sem er án efa flottasti afmælisdagurinn því hún er fædd 2012 og á því kennitöluna 12,12,12. Hún og Bjarki Steinn frændi hennar héldu upp á afmælin sín saman heima hjá Bjarka. ![]() Hér er gullið okkar svo yndisleg og góð stelpa. ![]() Að fá pakkann sinn. ![]() Bjarki og Freyja. ![]() Afmælisveislan. ![]() Fékk breyti tösku. ![]() Svo mikil gull þessi tvö. ![]() Það var horft á bíómynd og farið í leiki og þetta var svo rólegt og gott afmæli. Það eru svo fleiri myndir af afmælinu hér inn í albúmi. 08.12.2018 20:09Tekið af rollunum 24 nóv.Jæja búið að vera heldur rólegt hjá mér í blogginu og ekki að ástæðu lausu. Hef bara ekki getað gefið mér tíma til þess við skelltum okkur í 4 daga til Skotlands með góðum vinum strax eftir að Arnar var búnað koma og taka af fyrir okkur og svo er ég byrjuð að vinna niður á Leikskóla fyrir hádegi svo það er nóg fyrir stafni. Miklar hugleiðingar núna yfir komandi fengitíma og sæðingum sem er auðvitað bara gaman og spennandi en krefst mikils tima og nákvæmni. ![]() Fallegur veturinn hjá okkur hér í nóvember. ![]() Búið að flokka kindurnar fyrir rúninginn. ![]() Hvítu og svo mjallahvítu. ![]() Arnar Ásbjörnsson mættur og klár í slaginn. ![]() Þær voru svo stilltar og prúðar við hann. ![]() Hann var eldsnöggur af þessu og hefði verið en sneggri ef klippurnar hefðu ekki verið að striða honum en þær voru aðeins erfiðar við hann. ![]() Freyja að heilsa Vaíönnu. ![]() Embla að tala við Hröfnu. ![]() Benóný að tala við Kaldnasa. ![]() Veturgömlu komnar sér. ![]() Gemlingarnir sér líka. Þá er hægt að fara dekra við þær og fóðra þær sér svo þær hafi nóg fyrir sig. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af rúninginum og fleira. 08.12.2018 18:5818 nóvember var kindunum smalað inn í Tungu![]() Það var smalað inn fyrir Höfða og Mávahlíðina á sunnudaginn 18 nóv en ekki á laugardaginn eins og stóð til vegna veðurs. ![]() Fallegur foss fyrir neðan þjóðveginn í Búlandshöfðanum. ![]() Lagðar vel af stað undir Höfðanum. ![]() Hér kemur brattur kafli. ![]() Ein leyndist fyrir aftan mig og kemur hér og ætlar sko ekki að verða eftir. ![]() Hér er ég að komast fyrir Höfðann og í áttina að Mávahlið. ![]() Embla mætt að hjálpa mér. ![]() Flottur Mávahlíðarfossinn i baksýn. ![]() Þessi gafst upp. ![]() Embla og Freyja hjálpuðu mér að passa hana þangað til Bói kæmi með kerruna. ![]() Svo lá leiðin upp hjá Fögruhlíð upp á Sneið og reka þær niður í Hlíð. ![]() Hér sést niður í Fögruhlíð og Holtsána. ![]() Þetta gekk svo allt saman vel og hér eru þær komnar allar saman inn í Tungu. ![]() Freyja að tala við vinkonur sínar. ![]() Freyja og Hrafna eru bestu vinkonur. ![]() Ég þurfti svo að fara aðra leit daginn eftir að sækja þessar en þær hafa skotið sér upp hjá Kötluholti þegar við vorum að smala hlíðina og sáum ekki til þeirra. ![]() Það var ansi kalt þegar ég sótti þær og ég þurfti að skilja bilinn eftir á Holtshæðinni og þurfti svo að labba til baka í hávaða roki og sækja hann. ![]() Freyja Naómí okkar sem fer alveg að detta í að verða 6 ára núna 12 desember var að missa sína fyrstu tönn og auðvitað var henni skellt undir koddann um kvöldið. Það eru svo fleiri myndir af smöluninni hér inn í albúmi. 14.11.2018 13:14Óvissuferð með Sauðfjárræktarfélagi Helgafellssveitar og nágrennisSíðast liðinn laugardag fórum ég ,Emil maðurinn minn,Guðmundur Ólafs Ólafsvík Siggi í Tungu og Kristinn Bæjarstjóri í Óvissuferð með Sauðfjárræktarfélagi Helgafellssveitar og nágrennis. Það voru líka 3 úr Staðarsveitinni Sveinn og Helga á Fossi og Gísli á Álftarvatni svo við vorum 28 í allt held ég. ![]() Harpa Björk Eiríksdóttir sá um að skipuleggja Ósvissuferðina og var einnig fararstjóri og talsmaður í rútunni. Guðmundur Hjartarsson Helgafelli Helgafellssveit var bílstjórinn í ferðinni. Við mættum frá Ólafsvík inn að afleggjara við Vatnaleið og fórum þar í rútuna með þeim. Það var lagt af stað um hálf 10 frá Vatnaleið og pikkað upp þessi þrjú í Staðarsveitinni á Rjúkanda eða eins og við þekkjum betur sem Vegamót. Svo hófst ferðin og allir voða spenntir og vissu ekkert hvert ferðinni var heitið en hún lá í Borgarnes og þar var tekin aukahringur á hringtorginu til að villa um fyrir hvert við værum að fara en héldum svo áfram í gegnum Borgarnes og þaðan fórum við á upphafsstaðinn sem var Hvanneyri og við byrjuðum á að fara þar í Hvanneyrarfjósið og þar tók á móti okkur Hafþór Finnbogason fjósameistari og hann gaf okkur fræðslu um fjósið og starfið sem þar fer framm. ![]() Hér er Harpa með Hafþóri og búnað gefa honum gjöf fyrir að taka á móti okkur og fræða okkur um Hvanneyrarfjósið. Síðan héldum við aftur upp í rútu og þá lá leið okkar að næstu búgrein sem var hestar og við fórum aðeins andartak frá Hvanneyri og komum að Gríðarlega stórri byggingu sem er 750 fermetrar og tekur 79 hesta í stíur já þetta er sem sagt Hestamiðstöðin á Mið-Fossum í Borgarbyggð og þar leiddi Harpa okkur í gegn með fróðleik og sögu um starfið sem þar fer framm. Þetta er rosalega stórt og flott og það er heil reiðhöll þarna sem er með reiðvöll,skeiðvöll og áhorfendastúku og hún er svo hlýleg og flott. Stíurnar hjá hestunum eru merktar með nafni og ætterni og ýmsum upplýsingum um hvern hest fyrir sig og einnig um fóðrun hans. ![]() Hér má sjá hluta af reiðhöllinni. ![]() Hér er Harpa að veita okkur fræðslu um samstarf Landbúnaðarháskólans og Mið-Fossa. Næst fórum við aftur til baka inn á Hvanneyri og fórum þá í hádegismat í mötuneyti Landbúnaðarháskóla Íslands þar fengum við auðvitað ekta íslenskt lambalæri með bakaðari karteflu og meðlæti sem var auðvitað alveg frábært. Því næst kom Ragnhildur Helga Jónsdóttir bóndi á Ausu sem er jafnframt safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands. Hún fræddi okkur um skólann og fór með okkur í smá leiðsögutúr um skólann og fór yfir hvaða starf og námsefni væri þar í boði síðan leiddi hún okkur yfir í Lanbúnaðarsafnið og kynnti okkur uppruna þess og sögu. Safnið er í Halldórsfjósi á Hvanneyri sem er sögumerk bygging sem var reist á árunum 1928-29 en safnið var þó fyrst í Verkfærahúsinu á Hvanneyri og var fyrst opið almenningi 1987 og var þá bara lítið um sig. ![]() Ullarselið er einnig í móttökurými safnsins og það er mjög gaman að skoða það þar er allsskonar handverk unnið úr íslenskri ull og öðrum hráefnum. Þetta er alveg frábært safn og fróðlegt að fara svona aftur í tímann í Landbúnaði og kynna sér söguna bak við það og það sýnir okkur hvað við eigum miklar auðlindir í íslenskum landbúnaði sem við verðum að varðveita. ![]() Hér erum við á leiðinni að fara að skoða safnið. Skemmtilegur lestur hér. ![]() Ég var mjög heilluð af þessu verki ekkert smá flott. ![]() Verið að rifja upp gamla tíma. ![]() Emil var mjög hrifinn af þessum Willys jeppa. ![]() Hér er svo Harpa með Ragnhildi safnstjóra sem leiddi okkur í gengum söguna og safnið. ![]() Mér fannst þetta æði sérstaklega þessi bleika kanna svo hlýlegt og kósý ég elska svona gamla daga hluti þeir eru svo krúttlegir. ![]() Jæja þá erum við aftur komin á ferð í rútunni hér er Kristinn Jónasson Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Guðmundur Ólafsson Ólafsvík og Sigurður Kjartan Gylfason Tungu. Hvert skyldi ferðinni verið heitið núna. ![]() Það var á Tilraunastöðina á Hesti í Borgarfirði og þar tók á móti okkur hann Eyjólfur Kristinn Örnólfsson og kynnti okkur allt um starfið og ræktunina sem fer framm hjá þeim í samstarfi við þau sem reka búið sem eru Snædís Anna Þórhallsdóttir og Helgi Elí Hálfdánarson. Við fengum svo áfram leiðsögn og innlit í fjárhúsið og þar var rúningsnámskeið í gangi sem við fengum aðeins að kíkja á. ![]() Hér er hluti af lambhrútunum með nýjustu tísku klippinguna en ég held þetta sé gert því þeir eru viðkvæmir fyrir kulda sérstaklega í lungunum og því er þetta alveg kjörin klipping fyrir þá. Þeir taka sig vel út og eru vigalegir eins og ljón. Hér leynast nýjir sæðingarhrútar sem verða væntanlegir á næsta ári frá Hesti. ![]() Hér er Snædís Anna að fræða okkur um ræktunarstarfið á búinu. ![]() Sveinn á Fossi, Gísli á Álftarvatni og Guðmundur Ólafs Ólafsvík að virða fyrir sér lambhrútana á Hesti. ![]() Myndarlegur hópur af ásettningsgimbrum á Hesti. ![]() Harpa búnað veita þeim gjöf fyrir heimsóknina þeim Eyjólfi Kristinn og Snædísi Önnu. Svo var ferðinni haldið áfram og aftur lagt af stað upp í rútu á leið út í óvissuna. ![]() Viðkomustaður að þessu sinni var Brugghús Steðja hjá Dagbjarti Arilíusarsyni. Hann fræddi okkur um bjórinn Steðja og ýmsar bragðtegundir hans og þess má geta að bjórinn er 100 % náttúrulegur og enginn viðbættur sykur. ![]() Hér eru allir áhugasamir að fylgjast með og fræðast um bjórinn og svo fengum við auðvitað að smakka nokkrar tegundir. ![]() Hér er svo Harpa með honum Dagbjarti að lokinni heimsókninni og færir honum líka þakkargjöf fyrir að taka á móti okkur. ![]() Nú er farið að síga á seinni hluta ferðarinnar og hér erum við mætt í fjárhús hjá hagyrðingi miklum honum Dagbjarti Dagbjartsyni og Þórdísi Sigurbjörnsdóttur á Hrísum í Flókadal. Þau tóku vel á móti okkur með kræsingum eins og sjá má hér á mynd. ![]() Myndarlegir lambhrútar hér hjá þeim bæði undan sæðingarstöðvahrútum og heima hrútum. ![]() Svakalega stór og flott fjárhús hjá þeim. ![]() Þessi er alveg ótrúlega spes á litinn og flott. ![]() Glæsilegur hópur af ásettnings gimbrum hjá þeim. ![]() Það var svo skellt í hópmyndir af okkur. Hér eru Dagbjartur og Þórdís líka með á myndinni og Harpa tók myndina. ![]() Hér er verið að gæða sér á lærinu og melónunni. ![]() Hér er svo Harpa með þeim Dagbjarti og Þórdísi og færir þeim kveðjugjöf fyrir gestrisni þeirra og skemmtilega heimsókn. Jæja þá er komið að síðasta en ekki síðsta áfangastaðnum í þessari Óvissuferð. ![]() Kannist þið við hann he he já þetta er Háafell og þar búa Jóhanna B Þorvaldsdóttir og Þorbjörn Oddsson og þar eru um 185 vetrarfóðraðar geitur og á sumrin bætast svo við kiðlingarnir þau eru með Geitfjárrækt. ![]() Þær eru alveg æðisleg dýr svo sterkir og miklir karektrar og mikill leikur í þeim. ![]() Það var alveg yndislegt að fá að fara ofan í til þeirra og kynnast þeim. ![]() Stórir og miklir Hafarnir. ![]() Hér er Jóhanna að veita okkur fræðslu um ræktunina og starfið sem felst í Geitfjárrækt. ![]() Gummi fékk alveg þvílíka athygli og var næstum búnað læða einni með sér heim. Þær alveg bræða mann þessar elskur. ![]() Svo flott hjá þeim hér má sjá ýmsa fræðslu og útskýringar um geitina sem er mjög áhugavert að skoða. ![]() Þessir stálu alveg senunni með krúttlegheitum og sakleysi. ![]() Hér erum við mætt í Geitfjársetrið þeirra sem er með hlýlegri litilli verslun sem er með afurðir og fleira sem tengist geitinni. Þar má nefna krem,sápur,ís,pylsur og fleira. Við fengum auðvitað að smakka og fræðast um vörurnar hennar í notalegu versluninni. ![]() Það var einnig hægt að setjast niður og fá sér kaffi og spjalla um skemmtilega daginn sem við erum búnað fá að upplifa í dag þökk sé Hörpu Björk sem skipulagði þessa æðislegu Ósvissuferð og á vissulega stórt hrós skilið. ![]() Hér er svo Harpa með Jóhönnu og Þorbyrni og búnað veita þeim þakklætisgjöf fyrir að fá okkur í heimsókn. Mæli hiklaust með að þið heimsækjið þau margt sniðugt sem er þess virði að skoða og einnig stórsniðugar gjafir svona þegar jólin eru að nálgast. Hún hafði orð á því að hún er með svo góð krem og sápur sem hún gerir og hafa verið að gera kraftaverk á fólki sem er búið að vera glíma við ofnæmi,exem og kláða í húð og ekkert hefur unnið á því en svo þegar það prófaði vörurnar hennar lagaðist það. ![]() Fengum svo þennan flotta minjagrip í lok ferðar frá Hörpu sem var bjór frá Steðja merktur Óvissuferðinni og með mynd af félagshrút. Harpa var svo kjörinn einróma um að verða áfram skipuleggjari fyrir næstu ferð og klappað ærlega fyrir henni. Takk enn og aftur Harpa fyrir frábæra ferð þetta var æði og takk fyrir að bjóða okkur að koma með félaginu ykkar. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af ferðinni. 08.11.2018 13:33Ásettningur hjá Guðmundi Ólafs Ólafsvík 2018![]() Þessi gimbur er undan Kölska sæðingarstöðvar hrút. 54 kg 35 ómv 3,4 ómf 5 lag 106 fótl 9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi. ![]() Þessi er undan Kölska líka. 43 kg 30 ómv 3,7 ómf 4,5 lag 106 fótl 8,5 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi. ![]() Þessi er undan Tobba heimahrút frá Gumma. 47 kg 32 ómv 3,7 ómf 4,5 lag 107 fótl 8,5 framp 17,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi. ![]() Hrúturinn hans heitir Gosi og er undan Bjart sæðingarstöðvar hrút. Hann er með þykkasta bakvöðvan á Snæfellsnesi núna í ár sem er 38. 57 kg 38 ómv 3,2 ómf 4,5 lag 110 fótl 8 8,5 9 10 8,5 18 8 8 8,5 alls 86,5 stig. ![]() Hér er Gummi að gefa þeim brauð. Svakalega falleg sú hvíta fremmsta svo þykk og jöfn. ![]() Gummi fær óskipta athygli frá þeim þegar hann gengur að garðanum. ![]() Þær eru alveg til í að tala við hann og fá smá brauð í leiðinni. ![]() Hér er hann að gefa þeim og þær ánægðar að fá matinn sinn enda við búnað vera trufla hann með því að vera heimsækja á matartíma he he. ![]() Þetta eru svo hlýleg og snyrtileg fjárhús alveg til fyrirmyndar hjá honum. ![]() Hér má sjá betur hvað þetta er flott hjá honum. Alltaf gaman að koma í heimsókn til Gumma í fjárhúsin og skoða fallegu kindurnar hans. Gummi á en eftir að heimta fé og í því leynist ein ásettnings gimbur til viðbótar sem er flekkótt og er undan Bjart sæðingarstöðvar hrút svo ég á eftir að smella mynd af henni þegar hann er búnað heimta hana. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi. 07.11.2018 15:46Minningarorð um Ísak TvinnasonVar alveg búnað steingleyma að hann Ísak okkar var bráðkvaddur þegar við smöluðum lömbunum inn fyrir Héraðssýninguna. Alveg ömurlegt hann var að gefa okkur svo flott lömb núna í ár og eins eru dætur hans alveg að skara fram úr í mjólkurlagni og ég var næstum búnað ákveða hvað ég ætlaði að nota hann á núna í vetur en svona getur allt breyst bara einn tveir og tíu. Langaði að taka hér saman smá sögu af lífsleiðinni hans. ![]() Besti hyrndi hvíti hrúturinn 2015 frá Mávahlíð. Lamb númer 852 undan Tvinna 14-001 Stigun: 63 kg fótl 112 ómv 36 ómf 2,3 lögun 4 8 9 9 9 9 19 8,5 8 8,5 alls 88 stig. ![]() Hér afhenti Lárus Birgisson mér Herdísi Leifsdóttur Farandsskjöldinn fyrir besta lambhrútinn 2015. Ég er enn í sjokki eins og sést á myndinni og allveg rosalega þakklát fyrir að fá þann mikla heiður að fá þennan mikla grip. Mér fannst líka æðislegt að fá þessa viðurkenningu frá Jón Viðari og Lárusi heiðursmönnum sem ég lít mjög upp til síðan ég var smá stelpa í Mávahlíð á hrútasýningum. Enda sagði Emil að ég hafi sofnað með bros á vör eftir daginn ![]() Hér er minningar klippa frá því að við fengum Farandsskjöldinn fyrir Ísak árið 2015. Hér er svo önnur þegar hann var valinn besti veturgamli hrúturinn hjá Sauðfjárræktarfélaginu Búa ![]() Hér er ég svo með vinningshafann í hvítu hyrndu nr 15-001 Ísak Tvinna sonur og Mjallhvítar. Tvinni er Saum sonur og Mjallhvít er undan heimaær og Storm Kveiksyni. ![]() Ísak 15-001 frá Mávahlíð. Hann var 105 kg fótl 119 ómv 38 ómf 3,4 lag 4 8 haus 9 H+h 9 B+útl 9 Bak 9,5 malir 19 læri 8,5 ull 8 fætur 8,5 samr. Alls 88,5 stig. Ísak fór svo með Máv í afkvæmarannsókn á Gaul árið 2016 og hafði þar Mávur vinninginn og var tekin á stöð en Ísak stóð rétt á eftir honum í rannsókninni. ![]() Einbúi er undan Ísak og Tungu og er í eigu míns og Bárðar. 58 kg 35 ómv 2,5 ómf 5 lögun 108 fótl. 8 8,5 9 9 9 18,5 9 8 8,5 alls 87,5 stig. Þessi hrútur undan honum er enn til og er hjá Bárði hann hefur ekki verið notaður neitt af ráði svo það er spurning um að fara prófa hann almennilega núna því hann á að geta gefið mjög gott. Tunga móðir hans er undan Dröfn sem er móðir Mávs sem er á sæðingarstöðinni frá okkur og svo er hún undan Garra sæðingarstöðvarhrút. Hann var svo mikið skyldur mínu fé svo Bárður tók hann en ég á núna eitthvern hóp sem er óskyldur honum svo það væri gaman að prófa hann. Við eigum nokkrar dætur undan Ísak sem mig langar að telja hér upp. ![]() Bifröst er undan Dröfn og Ísak. Tvílembingur fædd 2016 50 kg 32 ómv 3,6 ómf 4,5 lögun 108 fótl 9 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi. ![]() Þoka er undan Ísak og Elsu. Tvílembingur fædd 2016 55 kg 31 ómv 4 ómf 4 lögun 8,5 framp 18 læri 8 ull. ![]() Urður er undan Snældu og Ísak. Tvílembingur fædd 2016 46 kg 30 ómv 2,9 ómf 4 lögun 106 fótl 9 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi. ![]() Snædrottning er undan Ísak og Maístjörnu. Tvílembingur fædd 2016 45 kg 29 ómv 2,9 ómf 4 lögun 108 fótl 8,5 framp 17,5 læri 9 ull 8,5 samræmi. ![]() Sprengja 17-003 undan Dröfn og Ísak. Þrílembingur fædd 2017 44 kg 34 ómv 3,4 ómf 4,5 lag 105 fótl. 9,5 framp 18,5 læri 7,5 ull 8 samræmi 43,5 heildarstig ![]() 18-005 Brúða undan Villimey og Ísak. Tvílembingur fædd 2018 50 kg 35 ómv 3,8 ómf 5 lag 108 fótl 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi 43,5 heildarstig ![]() 18-009 Elektra undan Fíónu og Ísak. Þrílembingur fædd 2018 54 kg 34 ómv 3 ómf 4,5 lag 107 fótl 9 framp 18,5 læri 8 ull 9 samræmi 44,5 heildarstig ![]() 18-013 Terta undan Hexíu og Ísak. Tvílembingur fædd 2018 47 kg 35 ómv 3,5 ómf 5 lag 107 fótl 8,5 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi 42,5 heildarstig ![]() Kraftur 17-002 undan Íssól og Ísak. Tvílembingur fæddur 2017 44 kg 30 ómv 2,2 ómf 4,5 lag 110 fótl. 8 8,5 9 8,5 9 18,5 8 8 8,5 alls 86 stig. Þessi var að koma rosalega vel út í haust og voru öll lömbin undan honum með 18 í læri og yfir og 2 sem fóru í sláturhús undan honum fóru bæði í E svo þetta hefur verið hörku gerðar hrútur hann fórst um veturinn eftir fengitíma hafði lent í einhverjum áflogum við hina hrútana og náði sér aldrei og fóðraðist ekki. Kynbótamatið hans Ísaks var Gerð 108 Fita 114 Frjósemi 103 Mjólkurlagni 107 Jæja læt þetta duga sem minningarorð um hann Ísak Tvinnason. Það verður svo næst á blogginu hjá mér ásettningurinn hjá Guðmundi Ólafs Ólafsvík. 05.11.2018 20:36Gefið ormalyf og fullorðinsmerkin sett í lömbin.Síðast liðinn sunnudag gáfum við gimbrunum og lambhrútunum ormalyf og settum í þau fullorðinsmerkin. Bæði gimbrarnar og lambhrútarnir eru mörg að verða gæf og hefur ásettningshópurinn aldrei verið eins gæfur sem gerir gjöfina og umhirðuna miklu skemmtilegri. ![]() Hér er Freyja dóttir okkar að knúsa hana Hörpu sem er alveg einstaklega gæft lamb. ![]() Hér er hin dóttir mín Embla búnað hlamma sér á bak á Vaíönnu sem er veturgömul og er líka alveg einstaklega gæf. ![]() Benóný sonur okkar að klappa Kaldnasa sem er uppáhalds hrúturinn hjá krökkunum hann er líka alveg einstaklega blíður og góður við alla. ![]() Embla og Aníta vinkona hennar að klappa Dröfn sem leyfir bara krökkunum að klappa sér en vill ekki sjá að tala við okkur fullorðnu he he. ![]() Það var milt og fallegt veður í Fróðarhreppnum um daginn en nístings kuldi. ![]() Já það er alveg að koma vetur og orðið allt svo gult og kuldalegt og Snæfellsjökulinn orðinn hvítur á ný. ![]() Harpa komin með fullorðins merki ásamt öllum hinum. ![]() Heyjið virðist fara vel af stað í þau og gimbrin sem við sóttum seinast er strax komin með hornhlaup. ![]() Þau voru skuggaleg börnin okkar Embla Marína, Benóný Ísak og Freyja Naómí á leiðinni á Halloween skóla ball. ![]() Freyja með sínum uppáhalds Dröfn ,Harpa og Gulla. Það eru 3 gimbrar Harpa, Lóa og Ósk sem eru alveg draugspakar og elta mann og svo eru fleiri sem eru forvitnar og á ég von á því að þær verði flestar gæfar í vetur. Svarti Pétur hans Óttars er alveg spakur og Botni. Minn hvíti hann Jökull Frosti er mjög spakur og svo er Zezar sá móflekkótti alveg að koma til og líka hrúturinn hans Kristins svo þetta er bara gleði og gaman að koma í fjárhúsin á hverjum degi. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. 31.10.2018 15:36Ásettningur hjá Sigga í Tungu![]() 48 kg 34 ómv 4 ómf 4 lag 107 fótl 8,5 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi ![]() Þessi er undan Gullu og Hlúnk Máv syni. 47 kg 33 ómv 3,8 ómf 5 lag 106 fótl 8,5 framp 18 læri 8,5 ull 9 samræmi ![]() Þessi er undan Litlu Gul og Ask Kalda syni. 55 kg 33 ómv 4,7 ómf 4 lag 106 fótl 9 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi ![]() Þessi er undan Glámu og Gretti Máv syni. 49 kg 31 ómv 4,8 ómf 5 lag 105 fótl 8,5 framp 18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi ![]() Þessi er undan Slyddu og Gretti Máv syni. 44 kg 34 ómv 4,1 ómf 5 lag 106 fótl 9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi. ![]() Þessi er frá Sigga og er undan Korra Garra syni og Völu. 53 kg 31 ómv 2,8 ómf 4,5 lag 112 fótl 8 8,5 8,5 9 9 19 8 8 8,5 alls 86,5 stig. 30.10.2018 10:44Ásettnings gimbrarnar okkar 2018![]() 18-004 Svala undan Svönu og Part. Tvílembingur 48 kg 33 ómv 2,9 ómf 4 lag 108 fótl 9 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi 43 heildarstig ![]() 18-005 Brúða undan Villimey og Ísak. Tvílembingur 50 kg 35 ómv 3,8 ómf 5 lag 108 fótl 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi 43,5 heildarstig ![]() 18-006 Aska undan Botnleðju og Ask. Tvílembingur 48 kg 30 ómv 2,7 ómf 5 lag 106 fótl 8,5 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi 43 heildarstig ![]() 18-007 Bára undan Dröfn og Berg. Þrílembingur 47 kg 34 ómv 3,3 ómf 5 lag 103 fótl 9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi 44 heildarstig ![]() 18-008 Ósk undan Von og Móra. Þrílembingur 44 kg 28 ómv 3,2 ómf 3,5 lag 107 fótl 8 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi 42 heildarstig ![]() 18-009 Elektra undan Fíónu og Ísak. Þrílembingur 54 kg 34 ómv 3 ómf 4,5 lag 107 fótl 9 framp 18,5 læri 8 ull 9 samræmi 44,5 heildarstig ![]() 18-010 Óskadís undan Eldey og Knarran. Tvílembingur 44 kg 30 ómv 2,8 ómf 4,5 lag 108 fótl 8,5 framp 17 læri 8 ull 8,5 samræmi 42 heildarstig ![]() 18-011 Harpa undan Eik og Móra. Einlembingur 57 kg 27 ómv 7,1 ómf 4 lag 113 fótl 8,5 framp 17 læri 7,5 ull 8,5 samræmi 42 heildarstig ![]() 18-012 Lóa undan Möggu Lóu og Móra. Tvílembingur 47 kg 29 ómv 4,6 ómf 4 lag 110 fótl 8,5 framp 17,5 læri 8,5 ull 9 samræmi 43,5 heildarstig ![]() 18-013 Terta undan Hexíu og Ísak. Tvílembingur 47 kg 35 ómv 3,5 ómf 5 lag 107 fótl 8,5 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi 42,5 heildarstig ![]() 18-014 Rósalind undan Snotru og Kaldnasa. Þrílembingur í eigu Jóhönnu. 43 kg 28 ómv 4 ómf 3,5 lag 105 fótl 8,5 framp 17 læri 8,5 ull 8,5 samræmi 42,5 heildarstig ![]() 18-015 Klara undan Snót og Svan. Tvílembingur 43 kg 36 ómv 2,8 ómf 5 lag 106 fótl 9 framp 19 læri 8,5 ull 8,5 samræmi 45 heildarstig ![]() 18-016 Randalín undan Brælu og Kraft. Tvílembingur 48 kg 32 ómv 3,8 ómf 4 lag 110 fótl 8,5 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi 42,5 heildarstig ![]() 18-017 Frostrós undan Mjallhvít og Hlúnk. Þrílembingur 46 kg 31 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 107 fótl 9 framp 18 læri 8,5 ull 9 samræmi 44,5 heildarstig ![]() 18-018 Poppý undan Kolfinnu og Blika. Tvílembingur 43 kg 30 ómv 4,1 ómf 4 lag 107 fótl 8,5 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi 42,5 heildarstig ![]() 18-019 Blíða undan Glóð og Knarran. Gemlings lamb 49 kg 29 ómv 2,5 ómf 3,5 lag 107 fótl 8,5 framp 17 læri 7,5 ull 8,5 samræmi 41,5 heildarstig ![]() 18-020 Embla frá Óttari veit ekki alveg ættir og hún er óstiguð en er 50 kg og tvíelmbingur Þetta eru ásettnings gimbrarnar okkar 2018. Vel litskrúðugur hópur. 28.10.2018 10:07Smalað og náð í síðasta lambið og stóru hrútarnir teknir innVið tókum lömbin inn fyrir Héraðssýninguna og þá vantaði eitt lamb hjá mórauðum gemling og einnig vantaði gemlinginn og annan móflekkóttan gemling sem heitir Vaíanna. Ég var svo búnað taka rúnt á hverjum degi eftir gjöf og leita af þeim en hafði ekkert séð til þeirra en svo var Siggi búnað sjá þær upp á fjalli fyrir ofan Tröð. Við fórum svo af stað í gærmorgun og fórum upp inn í Búlandshöfða í blíðskapar veðri og það hreyfðist ekki hár á höfði manns. Það var kalt enda fyrsti snjórinn farinn að láta sjá sig. Það var við frostmark en ekki svo kalt því það var svo fallegt veður. Ég ákvað að græja mig í Nike strigaskóna sem ég smala alltaf í og þeir klikka aldrei þeir eru alveg snilldar skór ég var svo bara með mannbrodda utan um þá og í þykku sokkunum sem Jóhann bróðir Emils gaf mér þegar við vorum í útilegu í sumar og ég fann ekkert fyrir kulda. Siggi var í stígvélunum sínum eins og alltaf þegar hann smalar ég hef aldrei getað smalað í stigvélum en ég dáist af þeim sem geta það. Mér finnst ég vera of þung á mér ef ég er í stígvélum en pabbi smalaði einmitt eins og Siggi alltaf í stígvélum. Við vorum heppin því stuttu eftir að við vorum komin inn í Tungu fór að hvessa og gerði svo brjálaðan byl. Það var aðeins farið að hvessa þegar við komum niður svo við vorum alveg á réttum tíma. ![]() Hér er Siggi tilbúin að fara með mér í smá kletta klifur upp inn í Kotengishöfðanum eins og Siggi sagði á facebook he he þá fattaði ég að ég með mína brengluðu heyrn hef alltaf heyrt að hann heiti Kotaketilshöfði ha ha en ég hef greinilega bara búið það til ha ha það væri þá ekki fyrsta skipti sem ég misskil nöfn og breyti þeim ![]() ![]() Þá er að fara klifra. ![]() Ég í skónum mínum æðislegu og með gamlan vetrargöngustaf frá Steina frænda frá Mávahlíð og með mannbroddana. ![]() Jæja ég komin upp búnað taka fram úr Sigga sem gerist ekki oft. ![]() Hér er Siggi alveg að komast upp en það eru erfiðar aðstæður í snjó þá er allt svo sleipt. ![]() Flott útsýnið hér uppi yfir í Ólafsvík og yfir Fróðarhreppinn. ![]() Hér sést í Snæfellsjökulinn og ég labba hérna meðfram brúninni og Siggi er aðeins ofar og við erum ekki en búnað rabba á þær. ![]() Jæja þá erum við búnað finna þær , þær eru ofan í þar sem Mávarhlíðargilið er. ![]() Hér sáum við þær fyrst og hér sést gilið upp á fjalli. Nú þurfum við að reka þær yfir allt og láta þær koma niður hjá Sneiðinni og yfir í Rauðskriðumel og þaðan niður í Fögruhlíð. ![]() Hér eru þær farnar alveg með brúninni og ég fæ flott myndefni í leiðinni og geggjað útsýni. ![]() Siggi hér að hlaupa fyrir ofan til að komast í veg fyrir þær því það er laut sem þær komast í hérna fyrir ofan Fögurhlíð sem þær gætu komist niður í Hlíð og við viljum ekki missa þær þangað. ![]() Hérna er hann kominn fyrir þær. Fjallið sem blasir hér lengst frá er Svartbakafellið. ![]() Þær halda vel áfram og eru bara mjög þægar. ![]() Aðeins verið að pústa. Það styttist óðum í að við förum niður á leið. ![]() Jæja þá eru þær að fara niður. ![]() Ég orðin vel héluð en finn ekki fyrir kulda. ![]() Vel bratt niður hjá okkur. ![]() Áfram á niður leið hér erum við komin niður á Sneið. ![]() Jæja allt að koma hér eru þær komnar á veginn inn í Fögruhlíð. Fjallið sem er fyrir framan okkur er það sem við erum búnað vera ganga upp á. ![]() Komin niður að Holtsánni. Hér sést til baka að við vorum á fjallinu hér fyrir ofan og komum niður fyrir ofan klettabergið sem sést hér efst í sjónarhorn við Svartbakafellið. ![]() Komnar niður að Holtsá. Glóð,Vaíanna og lambið sem fær nafnið Blíða. ![]() Reyna auðvitað að stiga sér niður með ánni og halda sér ekki á veginum. ![]() Þetta gekk þó eins og í sögu og þær rötuðu beint inn í Tungu. ![]() Þessa mynd tók ég 23 okt þegar það gránaði vel upp í fjöllunum en mjög milt og gott veður. ![]() Hrafnarnir tveir vakta yfir fjárhúsinu í Tungu ofan á Hlöðu þakinu. ![]() Tók þessa mynd líka af Kaldnasa og Hlúnk 23 okt. Kaldnasi er Magna sonur og Hlúnkur er Máv sonur í eigu Sigga í Tungu. ![]() Þessar fengu að koma með mér í fjárhúsin á hverjum degi seinast liðnar 2 vikur en þá var ég að passa þá hvítu hún heitir Fiðla og er í eigu Freyju tengdamömmu og Bóa. Þau voru á Tenerife. ![]() Svanur Máv sonur frá mér og svo Drjóli Hæng sonur og Korri Garra sonur báðir í eigu Sigga í Tungu. ![]() Askur Kalda sonur, Korri Garra sonur, Svanur Máv sonur og Drjóli Hæng sonur. ![]() Drjóli og Kaldnasi. ![]() Svanur Máv sonur. ![]() Korri svo stór og fallegur hrútur. ![]() Grettir Máv sonur frá Sigga. ![]() Þessi mynd var tekin 26 okt hérna sést hvernig snjókoman er að skella á. ![]() Tók rúnt einmitt þennan sama dag að leita af lambinu og sá bara rollur. ![]() Hér eru þær á sama stað og við fórum upp inn í Búlandshöfða. ![]() Hér er svo hún Blíða komin yfir í ásettningshópinn. Þá er hægt að fara heyra í honum Hjalta og koma og sprauta lömbin. Ég er búin að taka myndir af þeim en á eftir að koma því saman og set það hér inn við fyrsta tækifæri fyrst þessi síðasta er komin í hópinn. ![]() Hér er Glámur Saum sonur hans Sigga og Grettir Máv sonur frá Sigga lika. ![]() Hér erum við að reka inn stóru hrútana. Bói kom svo með traktorinn og það er búið að setja hann inn í Hlöðu hjá Sigga svo það er allt að vera tilbúið fyrir veturinn. Það eru svo fleiri myndir af smöluninni og ásettningslömbunum hér inn í albúmi. 23.10.2018 09:05Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2018Héraðssýning lambhrúta var haldinn núna um síðustu helgi. Hún byrjaði kl 1 á Hofsstöðum í Eyja og Miklaholtshreppi hjá Eggerti Kjartanssyni og endaði þar um rúmmlega 4. Lárus Birgisson og Eyþór Einarsson voru dómarar. Kvennfélag Eyja og Miklaholtshrepps sá um kaffi veitingar og súpu og stóðu sig frábærlega. Það var gúllassúpa mér til mikilla ánægju he he því ég borða ekki kjötsúpu og hún sló í gegn hjá þeim og var rosalega góð. 20 hvítir hyrndir hrútar , 10 mislitir og 7 kollóttir voru mættir til keppnis vestan megin við girðinguna. Þeim var svo raðað í uppröðun án þess að vita hvort þeir yrðu í verðlaunasæti. Seinni sýningin fór svo framm kl hálf 9 um kvöldið í Haukatungu Syðri 2 hjá Ásbyrni og Helgu. Það var góð mæting og mjög skemmtileg sýning þar var boðið upp á kaffi ,öl og kræsingar. Alltaf gaman að koma í glæsilegu fjárhúsin þeirra. Þar voru mættir 15 hvítir hyrndir hrútar , 5 mislitir og 3 kollóttir sem kepptu svo við þessa sem voru vestan megin. Alls í heildina voru 35 hvítir hyrndir lambhrútar, 15 mislitir og 10 kollóttir þá bæði vestan og sunnan megin við varnargirðinguna. Það var vel mætt af fólki á báðar sýningarnar en heldur fleiri sem komu um kvöldið í Haukatungu Syðri 2 . Þetta voru flottar sýningar báðar og gaman að allir gerðu sér fært að koma því veðurguðinn var nú ekki allt of góður við okkur eins og hann getur verið þegar hrútasýningar eru og skall á með rigningu og roki en auðvitað létu bændur það ekki á sig fá. ![]() Ég ætla að byrja á toppnum og segja ykkur frá ofurhrútnum sem vann Farandsskjöldinn fallega í ár. Það var lambhrútur frá Snæbyrni á Neðri Hól undan Tvist sæðingarstöðvar hrút og hann var 90,5 stig og er án efa hæðst dæmdi lambhrútur á Snæfellsnesi. Þetta var glæsilegur hrútur í alla staði og þvílíkar tölur hefur maður ekki séð Hér eru feðgarnir stoltir með verðlaunin sín ég óska þeim enn og aftur innilega til hamingu. 1 sæti lambhrútur frá Neðri Hól nr 43 faðir Tvistur sæðingarstöðvar hrútur 55 kg 105 fótl 35 ómv 2,6 ómf 5 lag 8 9 9,5 9,5 10 20 8 8 8,5 alls 90,5 stig ![]() Ég held að þetta sé hrúturinn en er þó ekki alveg viss en vona að ég hafi á réttu að standa. Hann var nefnilega vestan megin og þá náði ég ekki að fá mynd af Snæbyrni með hann. ![]() Hér eru verðlaunahafarnir í hyrndu hvítu hrútunum. 1.Snæbjörn Viðar Neðri Hól 2.Ásbjörn og Helga Haukatungu Syðri 2 3. Heiða Helgadóttir Gaul Í öðru sæti var lambhrútur frá Ásbyrni og Helgu Haukatungu Syðri 2 nr 8131 undan Leyni 16-522. 50 kg 103 fótl 33 ómv 3,0 ómf 4,5 lag 8 9 9 9,5 9,5 19 8,5 8 8 alls 88,5 stig. ![]() Það gæti mögulega verið hrúturinn sem Ásbjörn heldur í hér. Langur og vel þykkur. Í þriðja sæti var lambhrútur frá Heiðu á Gaul nr 124 og er undan Bjart sæðingarstöðvarhrút. 54 kg 107 fótl 31 ómv 4,5 lag 8 9 9 9 9 18,5 8,5 8 9 alls 88 stig. ![]() Hér sést Heiðu hrútur ásamt 5 í uppröðun vestan megin. Það var Snæbjörn Neðri Hól, Heiða á Gaul, Halla Dís Hoftúni, Eiríkur Helgason með hrút frá Hjarðafellsbúinu og svo Emil með hrút frá okkur. Í fjórað sæti var svo lambhrútur frá Guðný og Atla í Dalsmynni 1 nr 12 undan Blíðfinni 16-001 45 kg 108 fótl 35 ómv 2,4 ómf 5 lag 8 9 9 9,5 9,5 18,5 7,5 8 8,5 alls 87,5 stig ![]() Hér er Guðný með hann 4 hrútur talið frá vinstri. ![]() Hér sést framan í hann, hann er kolóttur og hefur fengið nafnið Korgur hjá Guðný þetta var einstaklega fallegur og vel holdfylltur hrútur. Í fimmta sæti var hrútur frá Höllu Dís og Kristjáni í Hoftúni. nr 141 undan hrút 16-252. 53 kg 101 fótl 35 ómv 4,5 ómf 5 lag. 8 9 9 9,5 9,5 19,5 8 8 9 alls 89,5 stig. Kollóttu lambhrútarnir. Í fyrsta sæti var hrútur nr 16 undan Koll. 46 kg 108 fótl 35 ómv 3,2 ómf 5 lag. 8 9 9,5 9,5 9 19 8 8 9 alls 89 stig. ![]() Hér sést í þessa kollóttu sem voru í uppröðun vestan girðingar. Eirikur með frá Hjarðafelli svo Eyberg í Hraunhálsi með besta og svo annar frá Hjarðafelli og svo sá sem var í öðru sæti hjá Kristjáni á Fáskrúðabakka. ![]() Hér eru verðlaunahafarnir fyrir bestu kollóttu. Guðlaug Sigurðardóttir Hraunhálsi. Kristján Fáskrúðarbakka. Guðbjartur Hjarðarfelli. ![]() Hér er besti kollótti lambhrúturinn 2018 frá Hraunhálsi. Í öðru sæti var lambhrútur frá Kristjáni á Fáskrúðarbakka undan Vöðva. nr 19 47 kg 110 fótl 34 ómv 4 ómf 4,5 lag 8 8,5 8,5 9 9 18,5 9 8 9 alls 88 stig. Í þriðja sæti var lambhrútur frá Hjarðarfellsbúinu undan Magna. nr 431 61 kg 111 fótl 35 ómv 3,5 ómf 4,5 lag 8 9,5 9 9,5 9 18,5 9 8 9 alls 89,5 stig. Í fjórað sæti var einnig Hjarðarfellsbúið með hrút undan Hnöll. nr 716 52 kg 106 fótl 32 ómv 4,1 ómf 4,5 lag 8 9 9 9 9 19 8,5 8 8,5 alls 88 stig. Í fimmta sæti var lambhrútur sunnan girðingar frá Arnari og Elísarbetu á Bláfeldi undan Koll. nr 49 51 kg 108 fótl 31 ómv 4,2 ómf 4 lag 8 8,5 8,5 9 9 ,8 9 8 9 alls 87 stig. Þeir voru rosalega öflugir kollóttu hrútarnir í ár og gáfu hvítu hyrndu ekkert eftir í stigun. ![]() Hérna eru Arnar og Elísarbet með 3 kollóttu hrútana sem kepptu sunnan girðingar á Haukatungu Syðri 2. Einn af þessum hefur því verið í 5 sæti. ![]() Miklar pælingar hjá Lárusi og Eyþóri yfir öllum þessum stór glæsilegu hrútum. Guðmundur Ólafsson Ólafsvík er þarna með þeim á myndinni. Mislitu lambhrútarnir Í fyrsta sæti var svartbotnóttur lambhrútur frá Óttari Sveinbjörnssyni Kjalvegi undan Fóstra 17-378. nr 374 57 kg 104 fótl 31 ómv 3,6 ómf 4,5 lag 8 8,5 9 9 9 19 8 8 8,5 alls 87 stig. ![]() Hér er besti misliti lambhrúturinn 2018 frá Óttari á Kjalveg. ![]() Hér eru verðlaunahafarnir í mislitu hrútunum. Emil tók við verðlaunum fyrir fyrsta sæti fyrir Óttar sem er staddur erlendis. Elísabet Bjarnardóttir Bláfeldi. Arnar Ásbjörnsson Bláfeldi. Í öðru sæti var svartur lambhrútur frá Arnari og Elisabetu Bláfeldi undan Hermil nr 83 50 kg 107 fótl 32 ómv 2,1 ómf 4,5 lag 8 9 8,5 9,5 9,5 19 8,5 8 8 alls 88 stig. Í þriðja sæti var einnig hrútur frá þeim undan Hermil og hann er grár. nr 234 47 kg 108 fótl 30 ómv 1,9 ómf 4 lag 8 9 9 9 9 18,5 læri 8 8 8,5 alls 87 stig. ![]() Hér er verið að skoða mislitu hrútana í Haukatungu Syðri 2. Hér sést í hrútana frá Arnari og Elisarbetu þann svarta sem var í öðru sæti og gráa sem var í þriðja sæti. Í fjórað sæti var svartur lambhrútur frá Óttari á Kjalvegi undan Fóstra eins og sigurvegarinn. Móðir hans er systir Kletts sem er Kveik sonur frá Óttari. nr 385 54 kg 105 fótl 30 ómv 3,3 ómf 5 lag 8 8,5 9 9 9,5 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig. ![]() Hér er mynd af þessum svarta hans Óttars sem hefur fengið nafnið Svarti Pétur. Í fimmta sæti var svartur lambhrútur frá Guðmundi Ólafssyni Vallholti 24 Ólafsvík. nr 193 undan Kölska 55 kg 110 fótl 32 ómv 2,3 ómf 4,5 lag 8 8,5 8,5 9 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 86,5 stig. ![]() Hér sést í þá sem voru í uppröðuninni vestan girðingar og þar er Gummi með svarta hrútinn sinn sem var í 5 sæti. Þá er þetta upptalið með verðlaunasætin í öllum flokkum og óska ég öllum innilega til hamingju með þessa frábæru gripi sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni. Ég ætla svo að setja smá myndasyrpu hér af sýningunum. ![]() Hér er verið að skoða kollóttu hrútana vestan girðingar á Hofsstöðum. ![]() Hér eru allir spenntir að fylgjast með. ![]() Hér er verið að skoða mislitu hrútana vestan megin. ![]() Hér er önnur. ![]() Mikið af fallegum hrútum veit nú ekki hver á þessa en fallegir eru þeir. ![]() Verið að skoða hvítu hyrndu hrútana sem voru 20 alls vestan girðingar. ![]() Hér er önnur. ![]() ![]() ![]() Sérstakur á litinn frá Guðmundi Ólafs Ólafsvík golsubíldóttur. ![]() Jæja þá er búið að raða öllu upp hérna megin og þá er að fara í smá pásu og halda svo áfram í Haukatungu Syðri 2 í kvöld. ![]() Ég fór með Stjórann fyrir Kristinn Bæjarstjóra en hann komst ekki í uppröðun en það var bara gaman að fara með hann fyrir Kristinn og taka þátt enda vígalegur og fallegur hrútur. Kristinn var staddur erlendis þegar sýningin var. Hann heitir ekki Stjóri mér fannst bara passa vel við hann að kalla hann það he he. ![]() Við fórum með þennan frá okkur eða Jóhönnu sem er með okkur í húsum en hann er ættaður alveg í okkar fé. Hann er undan Svan Máv syni og Hrímu rollu frá Jóhönnu sem er undan Brimil sem var Borða sonur hjá okkur. Hann komst í topp 5 í uppröðun vestan megin. 51 kg 112 fótl 37 ómv 3,1 ómf 5 lag 8 8,5 8,5 10 9,5 18,5 8,5 8 8,5 alls 88 stig. Hann var svo seldur til Hlífars á Víðiholti í Varmahlíð. ![]() Hér er svo mynd af myndarlegu kvennfélagskonunum úr Eyja og Miklaholtshreppi sem voru með frábæru súpuna,kaffið og kræsingarnar á Hofsstöðum. Vona að ég fari með rétta frásögn að þetta sé kvennfélag þeirra annars meigiði endilega leiðrétta mig í kommenntum hér fyrir neðan. Jæja það eru svo myndir hér inn í albúmi af Sýningunni vestan megin. Hér koma svo nokkrar myndir af Sýningunni í Haukatungu Syðri 2. ![]() Verið að fylgjast með í Haukatungu Syðri 2. ![]() Mér fannst alveg frábært að sjá þessar litlu verðandi bónda konur fylgjast með af svo mikilli athygli og stóðu bara svo prúðar og stilltar. ![]() ![]() ![]() ![]() Verið að skoða hvítu hyrndu sem voru 15 alls sunnan megin. ![]() ![]() Hér eru glæsilegar og gómsætar kræsingar hjá þeim í Haukatungu og glæsilegu verðlaunagripirnir standa fyrir aftann. Það voru svo veitt auka verðalaun fyrir efstu þrjú sætin í hverjum flokki og sáu Sauðfjárræktar félögin um það. Það voru egg og hamborgarar sem koma alltaf að góðum notum og svo var smá bland kinda spil, kertastjaki og hrúta spjald til að hengja upp. ![]() Svo tók við þó nokkur bið eftir að dómararnir kæmu sér saman um útslitin enda erfitt val á öllum þessum glæsilegu hrútum. ![]() ![]() ![]() ![]() Allir spenntir að fylgjast með úrslitunum. ![]() Hér er Lárus að afhenda Snæbyrni Farandsskjöldinn glæsilega til eins árs. Þetta er stórglæsilegur gripur. ![]() Hér er svo búið að afhenda honum verðlauna skjöldinn fyrir besta lambhrútinn 2018 á Snæfellsnesi. Þetta var frábær dagur og glæsilegir gripir. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af Sýningunni í Haukatungu Syðri 2. Svo endilega kíkið inn í albúmin. 17.10.2018 20:37Lömbin tekin inn 13 okt.![]() Við smöluðum síðast liðinn laugardag og hér erum við að smala Búlandshöfðann. ![]() Hér erum við komin áleiðis með þær inn í Mávahlíð. ![]() Emil og Benóný á leiðinni upp á Sneið sem er fyrir ofan Fögruhlíð. ![]() Benóný,Embla og Siggi. ![]() ![]() Hér erum við kominn upp fyrir kindurnar og búnað finna kindurnar hans Óla á Mýrum. ![]() Þær voru mjög þægar við okkur og rötuðu vel heim og við fengum Jóhönnu og Óla og Maju til að hjálpa okkur við að koma þeim heim. ![]() Hér eru þær að renna inn í girðingu við fjárhúsin í Tungu. ![]() Hér eru rollurnar hans Óla á Mýrum og ein frá Kvíarbryggju komnar. Þær voru mjög þægar og fóru beint niður eftir að við náðum þeim. ![]() Núna er svo æðislegur tími framundan að taka frá lífgimbranar og fara skíra þær og mynda þær. Hér er gimbur undan Möggu Lóu og Móra og hún er spök. ![]() Hér er Móbottnótt gimbur sem er systir Möggu Lóu og hún er líka mjög spök. Móra gamla er 2007 módel og hún verður tekin inn á hús í dekur. ![]() Drauma liturinn minn er auðvitað sett á til lífs. ![]() Það má segja að ásettningurinn í ár verði mjög litskrúðugur. ![]() Það verður ein svartbotnótt undan Botnleðju og Ask. ![]() Grána sem ég fékk hjá Óttari á Kjalvegi. ![]() Þessi flekkótta er undan Brælu og Kraft. ![]() Grá kollótt undan Móra sæðishrút. Siggi setur aðra af þessum golsóttu á . ![]() Ég ætla bara aðeins að sýna ykkur sýnishorn núna en svo á ég eftir að setja inn myndir af þeim og dóma seinna. ![]() Hér eru hrútarnir en tveir í sitt hvoru horninu eru seldir og eru í eigu Sigga í Tungu. Sá svarti er frá Óttari og fyrir aftann hann er hrúturinn hans Kristins Bæjarstjóra og svo eigum við þennan móblesótta og hvíta fyrir aftann hann. ![]() Hér er svo svartbotnótti hrúturinn hans Óttars. ![]() Það hefur aldrei verið svona mikið af mórauðu í ásettninginum áður og örugglega ekki svona margir litir svo þetta verður alveg drauma ásettningur hjá mér he he. Ég hlakka til að fara gefa mér tíma í að skíra þær og setja þær svo hér inn á bloggið með stigunum og ættum. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þeim og hrútunum. Það er svo næst á dagskrá hjá okkur Héraðsýning lambhrúta á Snæfellsnesi og má sjá auglýsingu um hana hér inn á heimasíðu Búa 10.10.2018 20:53Lambhrútar frá Óttari á KjalvegiÞessir tveir myndarlegu hrútar komu til okkar í dag og verða í fjárhúsunum okkar í vetur þeir eru í eigu Óttars á Kjalvegi. Okkur er farið að vanta nýja hrúta og var því tilvalið að semja um að hugsa um þá og fá svo í staðinn að nota þá þegar Óttar verður búinn að nota þá á sitt fé. ![]() Þeir eru báðir undan Fóstra sem var grár veturgamal hrútur frá Óttari sem drapst í vor. Hann var undan Fóstru rollu frá honum og Kaldnasa sem er hrútur frá Óla á Mýrum. ![]() Þessi er 57 kg 31 ómv 3,6 ómf 4,5 lag 104 fótl 8 8,5 9 9 9 19 8 8 8,5 alls 87 stig. ![]() Þessi er 54 kg 30 ómv 3,3 ómf 5 lag 105 fótl 8 8,5 9 9 9,5 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig. Sá botnótti er þrílembingur og sá svarti er undan systir Kletts sem er 10 vetra. ![]() Ég fékk svo þessa fallegu gimbur hjá Óttari hún heimtist seint og er undan tvævettlu. Hún er óstiguð en ég hef engar áhyggjur af því enda féið hans Óttars afburðar gott. Ég er mjög ánægð og spennt yfir þessari flottu gimbur hún vigtaði 50 kg. Ég fékk svo eina kind til baka sem ég lét Arnar á Bláfeldi hafa sem var Blika dóttir en ég hef ekki náð að taka mynd af henni en ég er mjög spennt yfir henni líka. Hann er að flytja yfir í Haukatungu svo hann gat ekki tekið ærnar með sér og ég var svo heppin að fá hana. ![]() Það var fallegt haustveður í Fróðarhreppnum í fyrradag og haust litirnir eru komnir i allri sinni fegurð. ![]() Ég fór að viðra hundana minn sem er svarta litla og heitir Donna og svo er ég að passa fyrir Freyju og Bóa þessa hvítu sem heitir Fiðla. Við erum upp á Rauðskriðumel að kíkja eftir kindum og hér blasir Svartbakafellið við í baksýn sem við vorum að smala um daginn. Nú styttist óðum í helgina en þá ætlum við að smala og heimta lömbin inn það verður gaman að fá þau það er svo spennandi og skemmtilegur tími að fara skoða þau almennilega og taka myndir. Það eru svo fleiri myndir af hrútunum hans Óttars og gimbrinni hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 665 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 4577 Gestir í gær: 153 Samtals flettingar: 1554715 Samtals gestir: 77919 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:13:35 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is