Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
13.02.2017 21:24Fósturvísatalning 2017Jæja þá er spennu fallið liðið og búið að telja fóstrin. Guðbrandur kom til okkar seinast liðinn laugardag og taldi fyrir okkur. Gemlingar eru 17 5 eru með 2 11 með 1 1 var hafður geldur alls 21 fóstur og meðaltal er um 1,24 Veturgamlar eru 19 15 eru með 2 4 eru með 1 alls 34 fóstur og meðaltal um 1,79 Rollur eru 51 1 er með 4 6 eru með 3 40 eru með 2 2 eru með 1 1 er geld og 1 ónýt með samgróninga alls 104 fóstur meðaltal 2,04 Veturgamlar plús rollur er meðaltal 1,97 Tók saman að ganni hvað hrútarnir eiga mörg fóstur og líka sæðingarnar en þær komu mjög vel út í frjósemi hjá okkur. Vinur sæðishrútur á einn gemling með 2 og 1 rollur með 3 Bekri sæðishrútur á gemling með 1 og veturgamla með 2 Borkó sæðishrútur á gemling með 2 og 1 rollur með 2 Burkni sæðishrútur á 2 veturgamlar með 2 og 1 rollu með 2 Malli sæðishrútur á eina rollu með 2 og eina rollu með 3 Tinni á eina rollu með 3 og eina veturgamla hjá Jóhönnu með 2 Askur lambhrútur golsótti á 2 gemlinga með 2, 1 gemling með 1, 1 veturgamla með 1 og 1 veturgamla með 2 og 4 rollur með 2 alls 16 fóstur. Kaldnasi lambhrútur kollóttur á gemling með 1 og 4 rollur með 2 alls 9 fóstur. Partur á tvær rollur báðar með 2 alls 4 fóstur. Einbúi lambrútur fékk bara eina og hún er með 2 alls 2 fóstur. Ísak er með 3 veturgamlar með 2 og 1 rollu með 3 og 3 rollur með 2 alls 15 fóstur. Mávur er með 4 rollur með 2, 1 með 4, 2 rollur með 1, 1 veturgamla með 1 og gemling með 1 alls 16 fóstur Grettir lambhrútur Sigga er með 5 með 2, 1 með 3 og 1 gemling með 1 alls 14 fóstur. Korri er með 2 gemlinga með 1, 4 rollur með 2 alls 9 fóstur Glámur lambhrútur frá Sigga er með 1 gemling með 1 og 3 rollur með 2 alls 7 fóstur. Zorró er með 1 með 3 og 7 með 2 alls 17 fóstur Flekkur hans Bárðar er með 1 gemling með 2 og 3 gemlinga með 1, 1 veturgamla með 1 og 1 rollu með 2 alls 8 fóstur Móri lambhrútur frá Sigga er með 1 veturgamla og 4 rollur allar með 2 alls 10 fóstur. Siggi í Tungu 4 rollur með 3 17 með 2 2 með 1 1 veturgömul með 1 2 geldar Gemlingar 9 alls 1 með 2 7 með 1 1 geld Jóhanna 10 rollur 3 með 3 5 með 2 1 með 1 1 gemlingur með 1. Talning kom bara víðast vel út sem ég hef heyrt og hjá Óttari á Blómsturvöllum kom hún rosalega vel út en svona hljóðar hún. 24 rollur 9 með 3 13 með 2 1 með 1 1 geld Gemlingar 5 1 með 2 5 með 1 1 geldur Þetta eru að megninu til Kletts dætur hjá honum sem eru þrílembdar og eru að koma alveg rosalega vel út hjá honum bæði í mjólkurlagni og frjósemi. Partur sem ég fékk lánaðan hjá Bárði er undan Klett svo ég bíð spennt eftir að fá þessi 4 lömb sem eru væntanleg hjá mér undan honum. Að öðru að segja langaði mér að segja frá því að ég á 6 veturgamlar undan Tvinna sem var undan Saum og þær eru allar tvílembdar nema 1 er með 1 svo frjósemin virðist vera í lagi eins og er en það verður spennandi að fylgjast með hvernig mjólkulagnin verður hjá þeim. Tvinni var fæddur þrílembingur og er faðir Ísaks sem ég notaði talsvert núna. Ísak á 4 gemlinga hjá mér og af þeim eru 2 tvílembdir og hinir tveir með 1 svo það lofar góðu. Það var svo ekki bara verið að telja fóstur á laugardaginn því hann Gummi kom líka að taka af fyrir okkur snoðið svo þetta var langur og annasamur dagur í Tungu. Embla og Birgitta komu í fjárhúsin að fylgjast með öllu stuðinu. Ný snoðaðar og fínar. Svört hans Sigga er þrílembd. Búið að taka af stóru hrútunum.Korri hans Sigga hérna fyrstur til hægri svo Drjóli hans Sigga svo Ísak,Zorró og Mávur við hlerann. Mávur,Zorró og Ísak. Lambhrútarnir. Kaldnasi,Einbúi,Glámur,Askur og Móri. Glámur,Askur,Móri og Grettir. Jæja það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. 13.02.2017 21:11Vann 7 minnka sl. laugardag grein um Leif í Mávahlíð í kringum 1980Hér eru tvær greinar sem birtust saman held í kringum 1980 Það var reyndar ruglast í greininni og skrifað Hulda og Þorsteinn en átti að vera Leifur. Þar sem margir bændur eiga von á hækkunum á kjúklingum og eggjum á næstunni vegna fóðurbætisskattsins hafa þeir tekið til við hænsnarækt í auknum mæli heima fyrir. Þessi ungi bóndasonur frá Mávahlíð í grennd Ólafsvíkur, nýtur góðs af hinum óvænlegu verðlagshorfum, því dáleikar eru með honum og hænunum. Húsfreyjan í Mávahlíð með einn minkanna sjö. Hinir sex liggja við fætur þeirra sonar hennar. Titilinn var Vann 7 minka sl. laugardag ! Leifur Þór Ágústsson, bóndi í Mávahlíð í grennd Ólafsvíkur, hefur veitt meira en 100 minka þetta árið og sl. laugardag veiddi hann ekki færri en sjö minka! Launin fyrir dagsveiðina eru 49 þúsund, þar sem 7 þúsund kr. Er greitt fyrir unninn mink. Jörðin Mávahlíð liggur hins vegar á mörkum umdæma Ólafsvíkur og Grundarfjarðar, svo Leifur hefur orðið að leggja vel á minnið hvar hver minkur næst og heimta verðlaunin á réttum kontór. Þ 08.02.2017 08:46Ótitlað
07.02.2017 20:45Tófan er vör um sig.Hér er gömul grein úr morgunblaðinu um viðtal við pabba í Mávahlíð 1997. Ég held ég hafi áður verið búnað setja þetta hér inn á síðuna eða allavega eitthvað svipað en náði þessu svo vel núna og skrifaði upp textann svo hægt væri að lesa hann alveg. Það er alveg yndislegt og fróðlegt að geta nálgast þessar gömlu greinar þær eru alveg gull. Meðan landsmenn leggja land undir hjól og vængi og fara víða í sumarleyfum sínum fer Leifur Ágústsson, bóndi í Mávahlíð á Snæfellsnesi, helst upp í fjöll að leita að lágfótu sem dældirnar smó. Guðrún Guðlaugsdóttir heimsótti Leif fyrir skömmu og ræddi við hann um líferni tófurnnar og tófuveiðar hans, en hann er með afkastamestu tófubönum hér á landi. Mávahlíð var um tíma 430 fjár en nú hefur fénu fækkað heldur á þeim bæ, það er þó kvótinn en ekki tófan sem höggvið hefur skörð í hópinn og á hún þó harma að hefna, svo mörgum tófum hefur Leifur Ágústsson bóndi í Mávahlíð banað um dagana. Leifur býr ásamt konu sinni, Huldu Magnúsdóttur og fjórum börnum í fallegu myndarlegu íbúðarhúsi og þegar litast er um í stofu þeirra hjóna sést greinilega að þótt fénu hafi fækkað hefur vænleiki þess ekki minnkað, uppi á vegg er skjöldur útskorinn af Ríkarði Jónssyni sem Búnaðarsamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu veitir fjórða hvert ár þeim sem á besta hrútinn á Héraðssýningu. Skjöldinn hafa Leifur og Þorsteinn bróðir hans, sem einnig er bóndi í Mávahlíð, fengið þrisvar í röð og einu sinni áður. Leifur vill lítið tala um þetta efni. Honum verður hins vegar heldur liðugra um mál þegar talið berst að tófuveiðunum. Hann fór ungur að stunda veiðar. Það hefur alltaf verið mikið af tófu á þessum slóðum segir Leifur. Ég lenti í því að vera á grenjum með Þórði á Dagverðará. Hann er mjög skmmtilegur, þótt ekki sé kannski allt mjög nákvæmt í hans frásögn. Mér eru þessar ferðir minnisstæðar þótt ekki yrðu þær margar. Bjarni Vigfússon á Kálfárvöllum í Staðarsveit hefur hins vegar verið veiðifélagi minn um langt skeið, síðan 1983 höfum við náð 1.020 dýrum. En Bjarni er nú orðinn verktaki og hefur því minna getað verið við veiðarnar en áður. Það gerist vissulega ýmislegt þegar maður skýtur um hundrað dýr á sumri. Það hefur verið einkennilega mikið af tófu undanfarin ár, þær hljóta að koma einhvers staðar að, kannski úr Dölum og norðan af Hornströndum. Þær koma út á nesið þegar líður á veturinn, hér í fjöllunum er gífulega mikið æti, þær lifa mikið á Múkka og eggjum á vorin. Það hafa verið tófur í sömu grenjunum allt frá fyrstu tíð. Ef greni er unnið er komin ný tófufjölskylda í sama grenið árið eftir. Ég hef legið greni á sjötíu og einum stað á Nesinu. Það þarf að liggja yfir grenjunum og bíða eftir að tófan komi, það getur verið mikið þolinmæðisverk, stundum þarf maður að vaka alla nóttina, og er þetta líka kalsamt starf en útbúnaðurinn er orðinn svo góður að maður finnu reyndar lítið fyrir því. Tófur éta stundum lifandi kindur upp að augum. Leifur segir fátítt að refir leggist á búfénað, það var meira um slíkt áður fyrr, líklegra er meira æti núna og kannski voru tófur fleiri áður segir hann. Hann kveðst vera með góðar byssur, riffla og haglabyssur. Ekki segist hann vera við þessar veiðar af því að honum sé illa við tófuna. En ef henni fjölgar mikið getur hún orðið til vandræða. Ef kindur eru afvelta ræðst tófan stundum á þær og étur þær jafnvel upp að augum lifandi. Hrafninn er þó enn skæðari, hann á ekkert gott skilið. Hann ræðst á lömb og kroppar úr þeim augun og rekur jafnvel út þeim garnirnar, það er hald Leifs að ef tófurnar væru ekki drepnar myndi þeim fljótlega fjölga óhóflega. Nítíu og tvær tófur unnu þeir Leifur og Bjarni í fyrra en hundrað og fimmtán árið þar áður. Yrðlingar í hverju greni eru frá þremur og upp í átta, yfirleitt þó um fjórir. Ég spyr Leif hvort hann hafi fallið í þá freistni að taka með sér yrðling heim. Ég er búinn að vera með yrðlinga hér heima í mörg ár, svarar hann. Ég hef tekið með mér einn og tvo á hverju vori og leyft þeim að vera hér frjálsum, þeir eru misjafnir í umgegni, sumir eru grimmir en aðrir gæfir og hægt að venja þá eins og hvolpa, það má finna þetta strax þegar þeir eru teknir, sumir hreyfa sig ekki en aðrir eru kolvitlausir. Ég tek auðvitað fremur þá sem eru rólegri og þeir eru betri en kettir, þeir hafa aldrei bitið krakkana hérna. Sumir gera sig heimakomna, einn var meira segja kominn upp í hjónarúm til konurnnar minnar, og oft hanga þeir á eldhúsglugganum og horfa á fólkið borða, segir Leifur. Enginn yrðlingur er þó í Mávahlíð um þessar mundir. Leifur sýnir mér mynd af yrðlingi sem var heimagangur á bænum. Hann kom allann veturinn og var mikill vinur krakkanna, en ég varð að skjóta hann um vorið, hann var skaðræðisskepna í varpinu hér á bæjunum í kring. Hann kom alltaf hér á morgnanna að fá sér að éta en samt réð hann ekki við sig. Ef tófan kemst í æðarvarp er hún að alla nóttina, að tína upp eggin og hlaupa með þau sitt á hvað. Hún étur þau ekki en felur þau út um allt og ætlar svo að éta þau seinna. Ein tófa getur rústað heilu æðavarpi á einni nóttu. Tófurnar í sama greni búa við fjölskyldusamheldni. Leifur veiðir líka mink. Hann er miklu heimskari en tófan og talsvert grimmari segir Leifur. Hann kveður tófuna mjög vara um sig, þær leita að grenjunum og koma alltaf með eitthvað handa yrðlingunum. Ef þær finna lyktina af manni verða þær styggari. En eftir að þessir nýju rifflar komu er hægt að skjóta tófurnar á löngu færi. Einkennilegt er það að þótt eitt dýrið sé skotið og hitt komi svo og sjái dauðu tófuna virðist hið síðar komna ekki gera sér grein fyrir að tófan sé dauð, heldur fer að hoppa í kringum hana, kannski með gleðilæti jafnvel þótt fallna tófan sé sundurtætt eftir skotið. Hræðsluhljóð í fuglum vísar á tófur Oft er hægt að skjóta margar tófur í kringum æti á veturna og þótt þær liggi dauðar kringum ætið koma hinar lifandi og virðast ekki taka eftir þeim dauðu, heldur fara beint í ætið, þær vara sig yfirleitt ekki. Þegar legið er á greni má heyra langar leiði þegar tófan er að koma, fuglarnir í kring gefa frá sér hræðsluhljóð. Flest allir fuglar hafa vísað mér á tófur nema helst rjúpan. Sumir fuglar ráðast að tófunni t.d. kjóinn, tófunni er mjög illa við kjóann. Henni er líka illa við örninn og hefur mikinn vara á sér ef hann er nálægt. Tófan reynir líka að varast manninn ef hún finnur af honum lyktina. Tófan treystir nefinu betur en sjóninni þótt hún sjái mann fer hún alltaf í sveig upp í vana. Fyrst náði ég lengi vel engu dýri, en svo fór þetta að koma. Veiðimenn þurfa fyrst og fremst að vera rólegir og þolinmóðir. Menn þurfa kannski að bíða í 7 til 8 klukkutíma og ekkert gerist, svo kemur allt í einu tófan. Biðtímann nota menn til þess að fylgjast með umhverfinu, það fer því ekki hjá því að ýmislegt lærist af því sem gerist í náttúrunni. Leifur sýnir mér myndbandsupptöku af tófu sem fyrir nokkru var heimilsvinur í Mávahlíð. Þar sést að tófur borða jólakökur og leika sér við heimilshundinn eins og um bestu vini væri að ræða. Þessi tófa ólst upp með hundinum segir Leifur. Tófan í myndinni fer að borða egg og hleypur síðan upp í fjall. Flest þessi dýr hafa hlaupið burt og ekki sést meira og ég hef kannski skotið þau seinna. Skinn af föllnum dýrum eru ekki nýtt en skottunum er skilað og fyrir þau er greitt, segir Leifur að lokum. 07.02.2017 20:14Gamlar greinar úr Morgunblaðinu um sveitalífið í MávahlíðSvona birtist greinin í heild sinni inn á Mbl og ég fékk sendan textan í tölvupósti hjá Magga bróðir einu sinni og langaði til að koma þessu fallega fyrir hér inn á síðunni. Mér þykir óskaplega vænt um þessa grein og gaman er að lesa hana. Hún er síðan 1984. Heimsins mesta hnossgæti Þessi vísa er orðin yfir 300 ára gömul og var ort vegna heimasætu sem þá var í Mávahlíð í Fróðárhreppi. Þessari stúlku kvæntist síðar maður að nafni Gísli Jónsson. Margrét þessi lést árið 1710. Til minningar um hana gaf Gísli Fróðárkirkju prédikunarstól. Fróðárkirkja var lögð niður árið 1892. Þá var stólinn settur upp í kirkjunni í Ólafsvík. Er hann nú í nýlegri kirkju Ólafsvíkinga og þykir hinn merkasti gripur. Hér
fær þvotturinn á snúrunni að kenna á rebba.
Þarna og á fjallinu uppaf,
gengur Mávahlíðarféð. Skammt niður af bænum, í átt til
vesturs er stórt vatn, Mávahlíðarvaðall. Í hann fellur Holtsá og síðar Hrísá
áður en vaðalinn tengist sjó í Tunguósi. Þar er Ábótapollur. Þar drukknaði
Gísli Jónsson sá er forðum hlaut Margréti og Mávahlíð. Nafnið ber pytturinn
vegna þess að þar drukknaði fyrr Ögmundur Kálfsson fyrsti ábóti
Helgafellsklausturs. Þjóðleiðin utan af nesinu lá yfir Tunguósinn og yfir
Mávahlíðarrif til Búlandshöfða. Utan við rifið er Breiðafjörður og ör skammt
til gjöfulla miða. Velja má báta á grynnstu miðum af veginum ofan við
Mávahlíðarbæinn Í Mávahlíð búa bræðurnir Þorsteinn
og Leifur Ágústssynir ásamt Huldu Magnúsdóttur, konu Leifs og þrem börnum
þeirra. Að auki eiga þeir bræður jarðirnar Fögruhlíð og Kötluholt og hafa á
jörðunum á fimmta hundrað fjár. Og þetta eru ekki neinar skjátur eins og áður sagði. Kynbætur fjárins hafa þeir stundað af kappi . Kunnugir telja að í Mávahlíð sé nú eitt allra besta fjárbú á landinu. Hver einasta ær er hof sem hrútsmóðir. Allmargir hrútar hafa verið keyptir frá Mávahlíð á sæðingarstöðvar víða um land og margir eru seldir árlega til bænda á Snæfellsnesi. Ýmsir frammámanna í sauðfjárrækt, bændur og áhugamenn gera sér ferð hingað til að skoða hjörðina. Í stofu hangir verðlaunaskjöldur Búnaðarsambandsins, farandgripur veittur eiganda besta hrúts á héraðssýningu. Hlutu þeir gripinn haustið 1980 fyrir hrútinn Þorra sem síðar fór á sæðingarstöð. Gárungarnir segja að þeir hafi hlotið skjöldinn þrátt fyrir þá meginnáttúru þess grips að lenda hjá trúföstum framsóknarmönnum. Nú á, eftir fáeinar vikur að keppa um skjöldinn að nýju.
meðal þeirra allra bestu á búinu.
Leifur á Mávahlíð er
"náttúrubarn" eins og sagt er um þá sem næmir eru fyrir umhverfinu og lesa
táknmál úr hverju hljóði, þögn og hreyfingu dýralífsins. Hann er snjall
veiðimaður á allt það sem hann fýsir og er refaskytta góð. Við Björn
Guðmundsson höfum séð tófuyrðling á vappi í Mávahlíð. Við ákváðum að skreppa í
heimsókn og fá að taka myndir. Af þessu varð í byrjun september. Vegna
verkfalla erum við svona seint á ferð með árangurinn. Týra og Rebbi það er aldrei friður Týra og rebbi Augnabliks hlé.
Ágúst hefir engar vöflur á. Ágúst litli losar bleikju úr netinu. Handan Vaðalsins er Kötluhol. Næstu bæir fjær eru Tunga og Hrísar. Í Hrísum býr Þorgils Þorgilsson, landsþekktur áhugamaður um veðurfar, ásamt Hermanni bróður sínum. Hrútarnir hafa dreift sér og eru fáir þeirra nálægt bæ. Ég spyr Leif um höldin í vor. Hann segir höldin hafa verið góð en stundum fleira tvílembt. Það voru um 75%. Undanfarin ár hafa fengið 26-27 kg eftir fóðraða kind en væri meira ef gemlingar væru látnir fá fang. Fóðrið er fyrst og fremst taða en kjarnfóðurgjöf er lítil sem engin nema rétt á vorin. Það er vorgott í hlíðinni og ánum því sleppt fljótt eftir burð í sæmilegu tíðarfari. Varðandi ræktunina segir Leifur að með endurteknum sæðingum og rækilegu vali hafi þetta þróast. Menn mega ekki halda að nú þurfi þeir ekki að fá meira að því féð sé það gott. Afturkippurinn sé fljótur að koma ef þessa sé ekki gætt. Valið verði líka að vera strangt. " Þar höfum við nú ekki staðið einir" segir Leifur. "Leifur Jóhannesson fyrrum héraðsráðunautur nú nýráðin forstöðumaður Stofnlánadeildar landbúnaðarins vann hér gott starf og var óþreytandi að koma að velja lömbin með bændunum. Við söknum hans héðan úr héraðinu. Hann er sennilega einn sá gleggsti á landinu" Við rekum fáeina hrúta á undan
okkur. Björn ljósmyndari tapar af þegar rebbi hoppar á bak einum hrútnum og
sest þar . Hrissi lætur sér vel líka og stansar. Leifur segir að rebbi geri
þetta stundum við hrútana og lömbin. Ærnar kæra sig ekki um þetta. Þær eru
varar um sig. Við höldum nú til bæjar og þiggjum kaffi. Lengi megum við ekki
dvelja við það því við ætlum að koma við í Fögruhlíð, en þar segir Leifur besta
hrútinn þeirra vera á túni. Það fer að bregða birtu þegar Björn
tekur myndir af síðasta hrútnum, Vini Vinssyni. Hann leyfir okkur að ganga að
sér þukla og skoða en er hálferfiður við að sitja vel fyrir. Þessi Hrútur er
ekkert nema vöðvar. Jafnvel Jón Páll gæti verið montinn af þessum vöðvum. Vinur
er fjögurra vetra og gefur afbragðs afkvæmi segja þeir bræður. Þegar hann var
tveggja vetra vó hann 125 kg. Brjóstmál mældist þá 120 sm, spjald 27 sm og
fótleggur 125 mm. Við þuklum og strjúkum. Birtu
bregður enn frekar. Mál er að þakka fyrir og halda heim. Vinur þuklaður einu
sinni enn og í hug kemur hrútsvísa Háks: 04.02.2017 13:58Nýtt ár loksins bloggGleðilegt ár kæru vinir veit þetta kemur full seint það er að segja að það er liðinn heill mánuður af þessu ári og febrúar genginn í garð. Sætu börnin okkar á Gamlárskvöldi. Við áttum gott Gamlárskvöld með Freyju og Bóa, Huldu mömmu minni og Sigga í Tungu. Svo komu fleiri til okkar þegar skotið var upp þá kom Maja systir og fjölskylda hennar og Jóhanna frænka Emils en hún var að vinna hluta af kvöldinu. Kindurnar alveg elska krakkana þegar þau koma með mér í húsin og króa þau af til að fá klapp og athygli. Nú er fengitími auðvitað búinn og tók ég það saman hversu margar ær fóru í hvern hrút. 18 hrútar voru notaðir með sæðinga hrútum. Malli sæðishrútur 2 ær Tinni sæðishrútur 1 á Bekri sæðishrútur 2 ær Vinur sæðishrútur 2 ær Borkó sæðishrútur 2 ær Burkni sæðishrútur 3 ær Heimahrútar voru 10 og 2 frá Bárði og Dóru Hömrum. Partur Klettssonur frá Bárði 3 ær Flekkur lambhrútur frá Bergi frá Bárði 6 ær Einbúi lambhrútur undan Ísak 2 ær Ísak Tvinna sonur 7 ær Korri Garra sonur frá Sigga 7 ær Zorró Glaum sonur 8 ær Mávur Blika sonur 11 ær Móri lambhrútur frá Sigga 5 ær Glámur lambhrútur undan Saum frá Sigga 4 ær Askur lambhrútur undan Kalda sæðishrút 10 ær Kaldnasi kollóttur frá Hraunhálsi sem ég keyti 5 ær Grettir lambhrútur undan Máv og Svört frá Sigga 7 ær Þá er þetta upptalið við byrjuðum að hleypa rólega til 13 des en það var mest að gera í kringum 20 des. Seinasta sem gekk upp fékk 18 jan leiðinlega seint en hún fékk með Flekk hans Bárðar en hann veiktist eitthvað hefur verið barinn og hefur verið kominn með hita eða eitthvað svo þess vegna gekk hún upp. Það var síðan ein ær sem fékk með Part af þessum þrem sem var steindauð einn morguninn sem ég kom upp í fjárhús. Þá hefði hún orðið afvelta á grindunum ferlega fúlt þetta er auðvitað mikil kind sem heitir Brimkló og ætlaði ég mér mikla gullmola undan henni og Part en það verður ekki mögulegt. Brimkló var fædd 2013 Þau ár sem hún hefur lifað hefur hún ætið verið tvílembd og sem gemlingur líka. 5 lömb hafa verið seld og eitt slátrað og núna í vor fórst risa stór gimbur hjá henni í burði sem ég sá mikið eftir en hrúturinn sem hún skilaði í haust var seldur og var 87 stig. Brimkló var undan Blika Gosa syni og Hyrnu. Hyrna er undan Snævari og Hrímu. Fyrir svona rollu nörda eins og mig finnst mér gaman að rekja ættirnar svo ég ætla að fara aðeins aftar og segja ykkur að Hríma var svo undan Abel frá sæðingastöð og rollu frá pabba úr Mávahlíð sem hét Sakka 4 og var undan Læk frá sæðingastöð. En allavega þá mun ég sjá mikið eftir þessari kind því það er alveg búið að sanna sig hjá mér að þessar Blika dætur sem ég á eru allar að skila þrusu gerð og frjósemin er líka góð en ég fór auðvitað mjög sparlega í að nota Blika á sínum tíma út af ófrjósemi Gosa en sem betur fer veðjaði ég á rétt og hef ekki orðið var við þessa ófrjósemi í framræktun á Blika dætrum. Eins og ég var búnað segja áður frá þá fékk ég þessi dásemdar rúmföt í jólagjöf og hér eru þau komin á rúmið ásamt hrútapúðanum og ég er alveg í skýjunum með þetta. Hér eru svo stelpurnar okkar með gemlingunum sem eru svo gæfir. Þessi mynd var tekin í kringum áramótin. Benóný duglegur að hjálpa þegar hann fær verkefni í fjárhúsunum. Mávahlíðin í sínu fegursta í janúar það er alveg ótrúlegt hvað við erum búnað fá milt og gott veður þessa hörðu vetramánuði þó svo að það komi smá kaldi inn á milli. Sætu okkar á þrettándanum að fara sníkja gott í gogginn og kveðja jólin. Það eru svo myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi. Það er bara búið að vera heil mikið í gangi hjá mér því ég var í Þorrablótsnefnd og það kostaði mikinn tíma og æfingar öll kvöld fram að blóti sem var svo 28 janúar. Hér er verið að æfa eitt af atriðunum sem komu framm en það var Löggugildrur. Sem sagt tvær skvísur sem komu hér til Ólafsvíkur í lögguna og gengu báðar út til pilta sem búa hér í Ólafsvík og því fylgdi ákveðin saga sem gaman var að krydda aðeins. Viffi var flottur sem Bubbi Morthens. Bubbi átti nefnilega að vera þessa helgi í Frystiklefanum en hætt var við vegna Þorrablótsins og hann færður yfir á næstu helgi og við sáum fyrir okkur spaugilegt atriði að láta hann mæta og svo kom Dóra sem er veislustjórinn og rak hann út. Fiskmarkaðstríð hefur verið viðloðandi hér í Ólafsvík og auðvitað var nýtt að gera grín af því á spaugilegan hátt. Ránið sem var framið í apótekinu var tekið fyrir og var allt með léttum og spaugilegum hætti enda var það hræðileg upplifun í raunveruleikanum. Það hefur verið mikið að gera á fasteignamarkaðinum og það var mjög fyndið að það var einskonar kveðja sem þurfti að fara af stað þegar fjögur hús voru í sölu milli ákveðna aðila og þurfi einn að rýma húsið svo hinn gæti flutt inn og koll af kolli. Ég, Arna og Hrefna vorum settar í skreytingarnar og við skreyttum með lopapeysum. Ég fór með hrútshausinn minn og svo voru myndir af hrútunu mínum þessir þrír rassar þarna þar er Herkúles í miðjunni svo er Lækur og Nagli. Veisluborðið sá ég um að skreyta og gerði svolítið mikið sauðalegt he he og fékk rollu hauskúpu hjá Bárði og Dóru sem ég setti á grjót og límdi svo berjalyng sem ég hafði týnt um haustið með fallegum rauðum lit. Siðan var bein af kjamma. Þetta var svo í hinn endann steinahjón sem ég á og hrútshorn frá Bárði og Dóru Hömrum. Dóra Kr vínkona mín og snillingur var veislustjóri og kynnir ásamt Ingu Leikskólasrjóra sem var formaður þorrablótsnefndarinnar og stóðu þær sig alveg frábærlega og var hlegið mikið og skemmt sér. Þetta var algerlega út fyrir þægindarammann minn því ég er frekar feimin og stressuð í kringum mikið af fólki. Mig langaði til að komast yfir það og því hellti ég mér út í að fara í þetta. Þetta gekk alveg framar vonum og var góð reynsla og ég kynnist frábæru fólki og fyrst og fremst var þetta alveg rosalega gaman. Það var mjög mikið stress og kvíði fyrir general sýningunni og svo auðvitað Þorrablótinu sjálfu. Ég hélt hreinlega að ég væri að springa en það gekk allt saman upp og við rúlluðum því og allt gekk alveg 100 prósent. Auðvitað var það samvinnan hjá öllum og skipulag hjá Nefndinni og leikstjóra sem fékk þetta allt saman til að ganga svona vel upp. Þetta var líka bara alveg rosalega skemmtileg upplifun og frábær hópur og við skemmtum okkur svo vel. Jæja það eru svo fleiri myndir af Þorrablótinu hér inn í albúmi. Svo fer næsti spenningur alveg að fara ganga í garð en það er fósturskoðunin hjá rollunum ég get varla beðið eftir að fá að kíkja í pakkann þetta er alveg jafn ef ekki meira spennandi fyrir mér eins og jólin Kveð að sinni kæru vinir 31.12.2016 03:26Gleðileg jól og farsælt komandi ár.Kæru vinir Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Við þökkum kærlega fyrir heimsóknirnar og kommenntin á liðnu ári og vonum að þið haldið áfram samfylgninni á nýju ári. Mér finnst líka bara svo frábært að fá heimsóknir og kommennt inn á síðuna það gerir bloggið svo miklu meira spennandi og skemmtilegra og gefur manni innblástur að blogga meira. Takk kærlega fyrir það kæru vinir og megi gleði og hamingja umvefja ykkur yfir hátíðarnar. Við höfum haft það frábært yfir jólin haft nóg að gera í fjárhúsunum. Ég sá mest megnis um að hleypa til sjálf og við gerum það upp á gamla mátann og leitum með hrút og svo leiðum við ærnar í einn og einn hrút. 3 daga í röð voru 10 til 12 að ganga og það tók dágóðan tíma og ég nota líka svolítið mikið af hrútum miðað við fjölda he he en það er bara svo gaman að sjá hvað þeir gefa og spá og speklura í ræktuninni og hvað passar best saman. En ég þakka þó fyrir að það var vont veður og bræla hjá Emil manninum mínum og þá gat ég notið nærveru hans og hjálpar við tilhleypingarnar því áður en hann kom til hjálpar voru dagarnir langir og erfiðir. Því mikið átti eftir að gera heima líka í undirbúning fyrir jólin og sinna 3 orkuboltum sem vilja alla athygli þegar maður kemur heim. En þau bræða mann alveg með brosinu og góðmennskunni sinni þessir englar og hafa alveg ótrúlega þolinmæði fyrir að mamma sé alltaf í fjárhúsunum. Áttum æðislegan aðfangadag í faðmi fjölskyldunnar. Það eru svo fleiri myndir af jólunum hér inn í albúmi. Jólakveðja fjölskyldan Stekkjarholti 6 31.12.2016 03:20Hestarnir teknir inn 26 desVið tókum hestana inn 26 des. Krakkarnir voru alsæl yfir því. Og tóku virkan þátt í umhirðu. Og allir að sópa saman voða dugleg. Auðvitað varð hestastelpan okkar að fá að fara á bak. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. 31.12.2016 03:05Jól í fjárhúsunumGæðablóðið hún Hrafna með Emblu vínkonu sína. Hún leyfir Emblu dóttur minni að klifra upp á bak á sér og kippir sér ekkert upp við það. Ég hef aldrei kynnst annari eins kind. Svo fær hún að knúsa hana. Þegar ég er að sópa er kapphlaup að klára sópa áður en þær hópast af manni og eru enn ágengari þegar Embla er með mér eins og sjá má á þessari mynd. Zorró er kominn í jólaskap. Korri líka hó hó. Mávur vildi líka fá jólamyndatöku. Og sæta krúttið hann Kaldnasi hann fékk líka jólahúfu en Grettir vildi líka og reyndi að stela húfunni af honum he he. Gulla hans Sigga er líka í jólaskapi. Meira segja Svört hans Sigga leyfði mér að skella einni jólamynd af sér. Enda svo þetta jólablogg úr fjárhúsunum á Emblu og Hröfnu saman. Af sæðingum að segja þá sæddi ég 16 fyrir mig. 2 fyrir Jóhönnu og 9 fyrir Sigga. Ég notaði Bekra, Borkó, Dreka, Vin, Malla, Tinna og Burkna. Svo núna fer spennan að magnast hvað muni halda núna á næstu dögum. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. 31.12.2016 02:39Fengitími að byrja og skreytt jólatréðHér er hún Embla með Hröfnu sína sem er uppáhalds kindin hennar. Hún kemur hlaupandi til Emblu þegar hún heyrir röddina hennar alveg einstök kind. Svo dugleg að hjálpa mömmu sinni að gefa. Hrafnarnir sem fylgja bænum Tungu eru oftast ekki langt frá þegar ég kem að gefa og í þetta skipti náði ég mynd af þeim upp á fjárhúsinu. Mávur og Ísak eru komnir til baka frá Gaul svo nú fer ég að byrja að hleypa til á fullu núna 18 des. Fyrstu kindurnar fengu 13 des og svo byrjaði ég að sæða 15 des til 18. Við höfum þá svona bundna og það bjargar mér alveg á fengitímanum því ég á í fullu basli að ráða víð þessa stóra hrúta. Þeir eru bara í hestataum og ég losa þá bara þegar ég þarf að nota þá og ekkert streð og basl að allir séu að reyna að koma í einu. Þeir eru ekkert ósáttir við þetta heldur læra þetta strax. Ég nota svo einn hrút fyrst til að leita og ég set á hann poka svo ég sé ekki að missa hann á ærnar sem eru að ganga he he því stundum ræð ég ekki svo glatt við hann Korra sem ég nota til að leita með þó hann sé mesta gæða blóð þá hem ég hann ekki þegar blæsmandi ær er annars vegar. Hér er Korri hann er Garra sonur hjá Sigga og er alveg gríðarlega stór hrútur. Lambhrútarnir. Hér er svo verið að skreyta jólatréð rosa spenningur. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu. 31.12.2016 02:314 ára afmæli Freyju NaómíFreyja Naómí orðin 4 ára. Svo yndisleg og blíð lýsir henni best og hún er svo dugleg þó lítil og nett sé. Hún var 4 ára 12. 12. 2016. Svo mikil dama. Hún fékk nánustu vini sína í afmælið og það var mjög gaman hjá þeim. Ég bjó til nammi prinsessu köku fyrir hana. Þær systur á leið á jólaball á leikskólanum. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af afmælinu hennar Freyju. 09.12.2016 10:50Ásettningur hjá Óttari BlómsturvöllumÞessi er undan Lukku og Hring. 50 kg 36 ómv 4,3 ómf 4,5 lögun 9,5 framp 19 læri. Þessi er undan Sússu og Sokka. 45 kg 30 ómv 3,2 ómf 4,5 lögun 9 framp 18,5 læri. Þessi er undan Dímmu og Sokka. 45 kg 31 ómv 3,4 ómf 4 lögun 8,5 framp 18 læri. Þessi er undan Dimmu og Sokka. 45 kg 34 ómv 2,3 ómf 4,5 lögun 8,5 framp 18,5 læri. Þessi er undan Golsu og Sokka. 51 kg 30 ómv 4,8 ómf 4,5 lögun 8 framp 18,5 læri. Sorghyrna er undan Tinnu og Sokka. 49 kg 29 ómv 4,2 ómf 4,5 lögun 9 framp 18 læri. Þessi er undan Nótt og Hring. 49 kg 33 ómv 3,7 ómf 4,5 lögun 9,5 framp 19 læri. Þá eru þær upptaldar hjá honum Óttari. Glæsilegar gimbrar og fallega hosóttar. Stórar og sterkbyggðar kindur hjá honum. Það eru svo fleiri myndir af heimsókn minni hjá Óttari hér inn í albúmi. 04.12.2016 10:31Ásettningur hjá Bárði og Dóru HömrumÞessi er 41 kg 33 ómv 2,7 ómf 4,5 lögun 9 framp 18 læri 8 ull. Þessi er undan Kolbrá og Part. 36 kg 31 ómv 3,1 ómf 4,5 lögun 8,5 framp 18 læri 8 ull. Þessi er undan Kornelíusi. 41 kg 28 ómv 3,1 ómf 4,5 lögun 9 framp 18,5 læri 8 ull. Þessi er undan Hring frá Óttari held ég. 48 kg 30 ómv 3,2 ómf 4,5 lögun 9 framp 18,5 læri. Þessi er undan Læk. 41 kg 33 ómv 2,4 ómf 4,5 lögun 8,5 framp 18 læri 8 ull. Þessi er undan Part. 44 kg 36 ómv 1,9 ómf 5 lögun 9,5 framp 18,5 læri 7,5 ull. Þessi er frá Bergi í eigu Bárðar. 33 ómv 2,7 ómf 4,5 lögun 9 framp 18 læri 8 ull. Þessi er undan Part. 38 kg 26 ómv 2,9 ómf 4 lögun 9 framp 18 læri 8 ull. Þessu er undan Læk. 41 kg 29 ómv 1,7 ómf 4 lögun 9 framp 18,5 læri 8 ull. Þessi er undan Part, 36 kg 31 ómv 2,4 ómf 4,5 lögun 9 framp 18 læri 8 ull Þessi er undan Læk. 45 kg 30 ómv 2,7 ómf 4 lögun 9,5 framp 19 læri 8 ull. Þessi er undan Part. 50 kg 31 ómv 2,8 ómf 4 lögun 9 framp 18,5 læri 8 ull. Þessi er undan Læk. 46 kg 26 ómv 4,5 ómf 3 lögun 9,5 framp 18,5 læri 7,5 ull Þessi er frá Jón Bjarna Bergi í eigu Bárðar. Held hún sé undan Kölska. 28 ómv 4,1 ómf 3,5 lögun 9 framp 17,5 læri 7,5 ull. Mógolsa er undan Styrmi. 45 kg 26 ómv 3,8 ómf 3,5 lögun 8,5 framp 17,5 læri 7,5 ull. Þessi er undan Grím. 45 kg 28 ómv 5,6 ómf 3,5 lögun 9 framp 18,5 læri 7,5 ull. Ég vona að ég hafi komið þessu rétt upp en allavega eru stiganirnar réttar en myndirnar af hvítu gimbrunum gætu hafa ruglast eitthvað eða verið réttar. Þetta eru sem sagt 16 gimbrar sem Bárður og Dóra setja á og ekkert smá flottur hópur af glæsilegum gimbrum. Vel fylltar með falleg lærahold. Bárður og Dóra eru með 16 og Hörður og Lauga 4 gimbrar. Þennan hrút heimti Bárður seint og var ekki stigaður en hann er gríðalega þéttur og með mjög öflug læri sem ættu skilið 19 segja fróðir menn svo það verður spennandi að sjá hvað hann gefur. Hann er ættaður undan syni Kára sæðishrút. Þessi fallega flekkótti hrútur er í eigu Bárðar og hann fékk hann á Bergi hjá Önnu Dóru og Jón Bjarna og hann er undan Topps dóttur og Hæng syni. 28 ómv 3,3 ómf 4 lögun 113 fótl 8 8,5 8,5 8 9 18,5 8 8 8,5 alls 85 stig Hérna er hvíti okkar Einbúi sem við eigum saman hann er undan Tungu og Ísak. 51 kg 36 ómv 5,8 ómf 4 lögun 108 fótl 8 8,5 9 9,5 9 19 8 8 8 alls 87 stig. Þessi er undan Börk sæðishrút og Gloppu frá Sigga í Tungu Bárður keypti hann af Sigga. Partur Klettssonur hjá Bárði. Hann er að gefa rosalega góða gerð og bara allan pakkann og ég ætla að fá að prófa hann núna í vetur. Þessi er undan Kára sæðishrút og Frigg frá Mávahlíð. Bárður á hann. Svarti lambhrúturinn er undan þessum. Þessi er undan Vita frá Bergi og er í eigu Bárðar. Þessi fyrirsæta forrystan hans Bárðar styllti sér vel upp fyrir myndatöku með fallega Kirkjufellinu í baksýn. Ég veit að þessar lambamyndir eru að koma seint inn hjá mér en það bara drógst svo á langinn því talvan hrundi hjá mér. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessum fallegu gripum hjá Bárði og Dóru einnig er smá myndir af okkur fjölskyldunni af bústaða ferð í Ölfusborgum. Svo ef þið hafið áhuga á því endilega kíkið hér í albúm Það eru svo væntanlegar myndir af ásettningi hjá Óttari á Blómsturvöllum ég er búnað gera mér heimsókn til hans og taka myndir svo þær koma fljótlega inn Takk fyrir innlitið góðir gestir ............. 04.12.2016 09:43Rollurnar teknar inn og rúningur.Við erum löngu búnað smala rollunum heim en það vantaði 5 stykki sem við erum búnað vera leita af á hverjum degi. Við erum búnað vera gefa þessum á kvöldin og hafðar inni en svo settar út yfir daginn þangað til það verður tekið af þeim. Okkur til allra hamingju þá fundum við þessar fimm sem okkur vantaði. Eina frá Sigga og fjórar frá okkur. Þær voru að fela sig einhverstaðar inn í Búlandshöfða og ég var búnað keyra daglega að gá af þeim og við vorum að gera okkur klár að fara ganga upp á Höfða til að fara leita af þeim en þá sáum við þær fyrir neðan veg fyrir ofan Búlandið. Við vorum afskaplega fegin að finna þær og rákum þær út á Tungu. Hér er Siggi að ganga á eftir þeim í Búlandshöfðanum. Hér eru þær komnar áleiðis og eru að nálgast Mávahlíðarhelluna. Fjallið sem sést hér í fjarska er Ólafsvíkur Enni. Hér er ég búnað sortera litina fyrir rúninginn. Gummi klippari mættur til okkar að rýja. Ég var fyrst bara ein að draga í hann og ég átti fullt í fangi með að draga þessar stóru sem eru allar þyngri en ég en það hafðist á endanum. Svo sem betur fer kom Bói mér til aðstoðar. Það fer vel um þær í fanginu á Gumma. Jóhanna á hleranum. Bói mættur á svæðið. Hér er búið að snyrta allar og gefa þeim á garðann og þær alveg alsælar. Nú er spennandi tími framundan að fara dekra við þær og leggja höfuð í bleyti yfir að raða þeim í hrútana og velja sæðis hrútana. Hér eru stóru hrútanir okkar Zorró er að fara á annan vetur. Mávur Blika sonur er líka að fara á annan vetur og hann er að fara í afkvæmarannsókn hjá Heiðu á Gaul. Ísak Tvinna sonur er líka á öðrum vetri og er að fara í afkvæmarannsókn líka hjá Heiðu á Gaul. Það er mikill heiður og verður spennandi að sjá hvernig það kemur út. Þetta er nú alveg yndislegt veður sem er hjá okkur núna í desember. Ég man ekki eftir eins hlýjum vetri eins og er búið að vera núna í ár. 21.11.2016 22:39Ásettningurinn okkar 2016Orabora er undan Guggu og Zorró. Tvílembingur 43 kg 31 ómv 4,1 ómf 4,5 lögun 108 fótl 8,5 framp 17,5 læri 9 ull 8,5 samræmi. Hlussa er undan Þotu og Máv. Tvílembingur 52 kg 30 ómv 3,1 ómf 4 lögun 107 fótl 8,5 framp 18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi. Bifröst er undan Dröfn og Ísak. Tvílembingur 50 kg 32 ómv 3,6 ómf 4,5 lögun 108 fótl 9 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi. Arena er undan Ljósbrá og Máv. Undan gemling 40 kg 35 ómv 4,2 ómf 5 lögun 106 fótl 9 framp 18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi. Öskubuska er undan Sölku og Zorró. Þrílembingur 43 kg 32 ómv 4,2 ómf 4 lögun 106 fótl 9 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi. Rósa er undan Rósalind og Skara. Hún er í eigu Emblu dóttur okkar hún valdi hana. 38 kg 23 ómv 3,5 ómf 3 lögun 106 fótl 7,5 framp 16 læri 8 ull 8,5 samræmi. Þetta er án efa lélegasta gimbur sem sett hefur verið á frá upphafi en ég marg reyndi að benda Emblu dóttur minni á aðrar en hún þekkti þessa alltaf aftur svo það var ekki hægt að neita henni um hana. Það vill svo skemmtilega til að hún er rosalega gæf og hefur alveg brætt mig svo ég er alveg búnað meðtaka hana og hef fulla trú á henni. Hún sem sagt gekk móðurlaus í sumar rollan drapst afvelta upp á fjalli. Fía Sól er undan Þrumu og Styrmi. Tvílembingur 50 kg 27 ómv 5,2 ómf 3,5 lögun 109 fótl 8 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi. Þyrnirós er undan Saum og Dalrós. Tvílembingur 40 kg 31 ómv 2,2 ómf 4,5 lögun 102 fótl 9 framp 17,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi. Þoka er undan Ísak og Elsu. Tvílembingur 55 kg 31 ómv 4 ómf 4 lögun 8,5 framp 18 læri 8 ull. Árás er undan Hosu og Korra. Tvílembingur 44 kg 32 ómv 4,8 ómf 4 lögun 106 fótl 9 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi. Skuld er undan Svönu og Kölska. Tvílembingur 47 kg 34 ómv 2,9 ómf 5 lögun 107 fótl 9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi. Urður er undan Snældu og Ísak. Tvílembingur 46 kg 30 ómv 2,9 ómf 4 lögun 106 fótl 9 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi. Villimey er undan Vetur og Ýr. Tvílembingur 48 kg 31 ómv 3,5 ómf 4 lögun 106 fótl 8,5 framp 17,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi. Snædrottning er undan Ísak og Maístjörnu. Tvílembingur 45 kg 29 ómv 2,9 ómf 4 lögun 108 fótl 8,5 framp 17,5 læri 9 ull 8,5 samræmi. Gæfa er undan Marel og Skuggadís. Tvílembingur 48 kg 27 ómv 4,7 ómf 4 lögun 108 fótl 8,5 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi. Sarabía er undan Móheiði og Skara. Tvílembingur 48 kg 30 ómv 4,7 ómf 4,5 lögun 109 fótl 8,5 framp 17,5 læri 9 ull 8,5 samræmi. Nutella er undan Snót og Máv. Hún er í eigu Emelíu frænku Emils. Tvílembingur 43 kg 32 ómv 2,6 ómf 4,5 lögun 106 fótl 8,5 framp 18 læri 9 ull 8,5 samræmi. Morgunstjarna er í eigu Jóhönnu og er undan Hnotu og Zorró. 40 kg 30 ómv 109 fótl 4,2 ómf 4,0 lögun 8,0 framp 17,5 læri 8,0 ull 8,5 samræmi. Hér koma svo lambhrútarnir sem verða settir á núna. Kaldnasi er keyptur frá Eybergi og Laugu Hraunhálsi. Hann er undan Magna og Urtu. Hann er þrílembingur. 45 kg 107 fótl 29 ómv 3,6 ómf 3,5 lögun 8 8 8,5 8,5 8,5 18 9 8 8,5 alls 85 stig. Askur er undan Kalda og Brælu. Bræla er veturgömul undan Bekra. 53 kg 35 ómv 4,2 ómf 4 lögun 109 fótl 8 9 8,5 9 9,5 18,5 8 8 8 alls 86,5 stig. Einbúi er undan Ísak og Tungu og er í eigu míns og Bárðar. 58 kg 35 ómv 2,5 ómf 5 lögun 108 fótl. 8 8,5 9 9 9 18,5 9 8 8,5 alls 87,5 stig. Þetta er smá af myndunum sem ég náði að bjarga en svo þurfti ég að taka sumar upp á nýtt sem ég náði ekki að bjarga. Þess vegna eru sumar með meira af grasi í ullinni því þær myndir tók ég bara núna í gær. Ég er búnað spekja 3 gimbrar það eru Gæfa hún er extra spök og kemur hlaupandi þegar maður fer ofan í kró svo er það hún Rósa hennar Emblu og síðan er það hún Þyrnirós. Af hrútunum er Kaldnasi svakalega gæfur ég held ég hafi bara aldrei átt eins spakan hrút hann er alveg einstakur. Askur er en styggur og Einbúi er hjá Bárði og Dóru inn á Hömrum. Það verður komið að rýja hjá okkur í dag og ég er fór í morgun og sorteraði litina og gerði klárt hann kemur að klippa kl 5 svo ég missi því miður af kynningar fundinum um sæðingar hrútana. Verð að fá skýrslu frá þeim sem fara á fundinn hvað verður sagt um gripina. En jæja læt þetta duga í bili. Flettingar í dag: 316 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188505 Samtals gestir: 69640 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:31:23 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is