Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
12.10.2013 14:03Freyja Naómí 10 mánaðaÞessi fallega skvísa er 10 mánaða í dag. Hún er farin að skríða um allt og standa upp með öllu svo það styttist óðum í að maður þurfi að fara læsa öllu og setja í geymslu sem má ekki brotna he he. Hún er rosalega glöð stelpa og góð. Það eru svo fleiri myndir af henni og fjölskyldunni hér. Freyja bauð okkur í afmæliskaffi til sín um daginn og hér er sæta skvísan hún Freyja amma og Embla skvísa með eftirréttinn sem var jafn góður og hann er girnilegur ummm. Flott þrílemba hjá Óttari með 164 kg samtals, sem er orðin fræg komin í bæjarblaðið Jökul og Skessuhornið. Frábær árangur hjá Óttari og flottar kindur. Ég er svo með fleiri myndir af henni og fleira með því að smella hér á albúmið. Ég minni einnig á Héraðssýningu lambhrúta 2013 sem verður haldin á Hömrum Grundarfirði og má finna allar upplýsingar um hana hér inn á 123.is/bui Já sæll ég er allveg að gleyma segja ykkur frá sláturmatinu mínu. Ég setti 33 lömb í sláturhús og má segja að það séu slökustu lömbin sem eftir voru því ég setti þau vænstu á og svo var líka selt einhver líflömb. Meðalþyngd var 19,97 Gerð 10 og fita 8,4 Hjá Sigga í Tungu voru 11 lömb og það var einnig sett það besta á og eitthvað selt til lífs. Hann fékk allveg glæsilega útkomu og hljóðaði hún svona : Meðalþyngd 19,9 Gerð 11,6 og fita 8,2 02.10.2013 13:30Hrútasýning veturgamla og lambhrúta ásamt fegurðasamkeppni gimbra 2013Hrútasýningin fór vel framm í Lambafelli nú síðast liðinn mánudag. Árni og Torfi ráðanautar komu til okkar og dæmdu og svo fengum við líka þukkl meistann hann Eirík Helgason til liðs við okkur að dæma fegurðarsamkeppni gimbra og aðstoða ráðanautana í að velja bestu lambhrútana. Það var byrjað á því að ylja sér um kroppinn og fá heita kjötsúpu að hætti systkynana Þorsteins og Jóhönnu en þau gerðu kjötsúpuna fyrir okkur. Þegar allir voru búnað koma sér fyrir og ylja sér á súpu var byrjað að vigta,skoða og dæma. Það var vel mætt bæði af fólki og hrútum. Húsnæði þeirra Óla,Sigga og Brynjars rúmaði þetta bara vel og var allveg til fyrirmyndar. Það kom mér allveg gersamlega á óvart þegar ég fékk bikarinn fyrir besta hvíta hyrnda veturgamla hrútinn en það leynir sér ekki brosið sem er enn uppi he he fyrir þennan flotta áfanga og ég þakka allveg kærlega fyrir okkur. Hér erum við Emil með hann Blika sem er undan Gosa sæðishrút og Ylfu Mátts dóttur sem er ættuð í Læk gamla Læksson. Stigun 1.sæti 107 kg fótl 115 ómv 37 ómf 5,4 lag 4 8 9 9,5 9 9,5 18 8 8 8 alls 87 stig Í öðru sæti var svo hrútur frá Önnu Dóru og Jón Bjarna á Bergi. Sá hrútur er undan Lagð. Stigun 2.sæti 85 kg fótl 121 ómv 38 ómf 2,7 lag 4,5 8 8,5 9 9 9 18 8 8 8 alls 85,5 stig Í þriðja sæti var hrútur frá Óttari og Bárð undan Klett Kveiksyni. Stigun 3.sæti 97 kg fótl 121 ómv 35 ómf 6,7 lag 4,5 8 9 9 9 9 18 8 8 8,5 alls 86,5 stig Við fengum einnig bikar fyrir besta mislita hrútinn í veturgömlum. Þetta er Brján sem er undan Topp sem er undan Herkúles og á þar ættir í læk gamla og Rák sem er ættuð í Raft sæðishrút. Brján er í eigu míns og Bóa saman. Stigun 1.sæti 82 kg fótl 115 ómv 38 ómf 5,6 lag 4,5 8 8,5 9 9 9 18 7,5 8 8,5 alls 85,5 stig Í öðru sæti var Jón Bjarni og Anna Dóra með hrút undan Grábotna. Stigun 2.sæti 88 kg fótl 117 ómv 35 ómf 4,3 lag 4,5 8 8,5 9 9 9 18 8 8 8 alls 85,5 stig í Þriðja sæti var Óttar með hrút undan Grábotna og Svört frá Tungu. Stigun 3.sæti 105 kg fótl 122 ómv 36 ómf 6,3 lag 4,5 8 9 9 9 9 17,5 8 8 8,5 alls 86 stig Flottar hérna eru gimbrarnar sem unnu Fegurðarsamkeppnina 2013 hjá Búa. Við fengum Eirík Helgason til að dæma fyrir okkur keppnina og velja þrjár bestu að hans mati. Sú Móflekkótta vann sýninguna og hlaut titilinn fegursta gimbrin hjá Búa og er hún í eigu Lárusar í Gröf Grundafirði. Sú svarflekkótta fremsta er í eigu okkar og hlaut hún titilinn fyrir bestu gerðina. Sú best skreytta hlaut svarflekkótta gimbrin frá Bárði og Dóru. Það fór ekkert á milli mála því hún bar gersamlega af í skreytingum þó margar aðrar hafi einnig verið frumlega skreyttar. Ég þakka Eiríki allveg kærlega fyrir að koma og heilla okkur með einstökum hæfileikum sínum og taka þátt í þessari skemmtilegu keppni sem er sú fyrsta hjá okkur og allveg ný á nálinni. Ég á allveg von á að hún eigi eftir að verða vinsæl og haldi áfram á komandi árum. Ólafur Tryggvason hlaut bikarinn fyrir besta veturgamla kollótta hrútinn og hann er undan Búra og Björt. Stigun 1.sæti 80 kg ómv 32 ómf 5,9 lag 4 8 9 9 8,5 9 18,5 9 8 8 alls 87 stig Í öðru sæti var Ragnar og Guðfinna á Kverná með hrút undan Dal og Rögnu. Stigun 2.sæti 85 kg fótl 123 ómv 33 ómf 7,2 lag 4 8 8,5 8,5 8,5 8,5 18 8,5 8 8,5 alls 85 stig í þriðja sæti var Valgeir og Bibba með hrút undan Ljúf og Svört. Stigun 3.sæti 88 kg fótl 116 ómv 31 ómf 6,5 lag 4 8 8,5 9 8 8,5 17,5 7,5 8 8,5 alls 83,5 stig Það var svo líka nýtt hjá okkur að hafa lambhrúta inn í sýningunni líka og voru það bara tveir flokkar að þessu sinni hyrndir og kollóttir óháðir lit og stigun. Bara sjónrænt og þukkl mat á gripum. Efstur í hyrndum lambhrútum var Guðmundur Ólafsson með hrút undan Hlussu og Klett. Hlussa er ættuð í Mávahlíð í móðurætt og í Bjart frá Bergi í föðurætt. Faðir er Klettur frá Óttari sem er undan Kveik og rollu frá Óttari. Hér er mynd af þeim systkynum undan Hlussu gimbrin fremst og hrúturinn fyrir aftan. Besti kollótti lambhrúturinn var frá Kverná og mig vantar upplýsingar um ættir hans en ef einhver veit það má hann gjarnan kommennta það. Hér er sá gripur. Langur og flottur hrútur. Það má svo sjá fullt af fleiri myndum hér inn í albúmi af sýningunni með því að smella hér. Réttir í Ólafsvík Það er alltaf jafn skemmtilegt veðrið við ólsarana þegar réttirnar eru eins og hér má sjá er fólk vel gallað upp og ekki til þurr blettur. En það lét engin rigningu og smá golu stoppa sig í að mæta í smölun og réttir. Hér er frú Laufey úr Lambafelli mætt eftir að hafa tekið á móti öllum smölunum í kjötsúpu. Hér er vandað vel til verka við vigtun hjá Guðmundi Ólafs. Hér er Guðmundur Ólafs á Mikka sínum sem er undan Grábotna Veturgamli Guffa sonurinn hans Gumma. Hann var að gefa gríðalega væn lömb hjá honum í ár. Hér er nýjasti gripurinn minn forrystu gimbur frá Bárði og Dóru undan Blesu og Jóakim. Þessi golsótta gimbur bættist í ásettningin minn en hana fæ ég hjá Bárði. Hún er þrílembingur. Það má svo sjá fleiri myndir af réttunum og þessu með þvi að smella hér. Ég var að klára líka að blogga inn á Búa og þar setti ég inn meiri upplýsingar um sýninguna og afburðar stigun frá Óttari á Kletts og Lunda afkvæmum ásamt fleiru svo endilega kíkið hér inn á 123.is/bui 25.09.2013 20:36Smölun,vigtun og stigunVið smöluðum fyrst Höfðann ég,Emil og Maja og svo fóru Hannes frá Eystri Leirárgörðum,Siggi og Bói og tóku Fögruhlíðina og svo sameinaðist þetta allt saman í eitt og við rákum það út á Tungu. Hörður og Sigurborg áttu leið hjá og hjálpuðu okkur að reka inn að Tungu. Það gekk síðan allveg rosalega vel og þær runnu beint inn í girðingu. Verið að smala niður í Búlandi. Verið að lesta út það sem gafst upp þegar smalað var Svartbakafellið. Bói,Hannes og Siggi fóru ásamt fleirum upp á Fróðarheiði og fóru þar yfir í Svartbakafellið. Reyndist það vera léttari ganga en svipað langt eins og að fara upp hjá Tungu. Mamma sá um að taka á móti okkur í staðinn fyrir Gerðu sem var sárt saknað með kræsingarnar sínar. Við skelltum í tertur saman ég mamma og Freyja tengdamamma. Það eru svo fleiri myndir hér af smölun og lömbum með þvi að smella hér. Jæja þá er það sem allir eru búnað vera bíða spenntir eftir. Stigun fór framm mánudaginn 23 sept og er ég bara mjög sátt við útkomuna. Hrútarnir komu rosalega vel út og margir jafnir. Gimbranar komu líka vel út og kom best undan Blika Gosa syni út bæði hjá gimbrum og hrútum svo hann er allveg að skila vel sínu besta framm. Brimill var að gefa vel áfram ómvöðvan en svo á ég eftir að setja þetta upp í fjárvís og skoða betur er bara nýbúnað setja það inn. Það er nefla búnað vera þvílík törn í að velja allt áður en kaupendur kæmu. Ég er búnað velja fyrir mig,Emil og Bóa 16 gimbrar til lífs obbob kanski full mikið en við eigum nóg hey og það eru 10 rollur sem detta út svo þetta verða ekki nema 6 í rauninni sem bætast við töluna okkar nema það bætist fleiri við það. Það voru 29 gimbrar stigaðar eða allar gimbrarnar sem við áttum. Læri 1 með 18,5 10 með 18 14 með 17,5 3 með 17 1 með 16,5 Þessar með 17 í lærunum var eitt graslamb og 2 undan rollum sem eru með ónýt júgur. Ég var rosalega svekkt að finna 3 góðar rollur hjá mér þær Drottningu,Mýslu og Rós þær eru allar með júgurbólgu. Ég hef ekki verið vör við júgurbólgu svona mikið síðan ég tók við kindunum ,veit ekki hvort það geti verið veðráttan svona mikil rigning og kuldi sem hefur verið í sumar. 17 með 30 í ómv og yfir mest 36 2 með 35 14 með 9 framp 15 með 8,5 2 með 8 Ómf frá 1,9 1 var með 6 sem gekk í túninu í allt sumar og 1 með 5,6 og 1 með 5,2 Ég er ógeðslega sátt við hvað ég er búnað ná fitunni rosalega niður núna bara á 2 árum. Hrútarnir . Það voru 34 hrútar stigaðir af 42 hrútum. 1 með 88 stig 1 með 87,5 1 með 86,5 5 með 86 6 með 85,5 5 með 85 2 með 84,5 3 með 84 4 með 83,5 Einn var graslamb sem fékk samt 30 í ómv. 1 með 83 2 með 82,5 Einn var undan Júgubólgu rollu 2 með 81,5 Einn var tvílembings gemlings lamb sem gengu 2 undir og hinn var undan rollu sem var með júgurbólgu. 21 hrútur var með 30 í ómv og yfir Hæðst 36 og minnst var 26 og það var undan rollu sem var með júgurbólgu. Meðaltalið á þessum 62 lömbum sem voru skoðuð hjá mér gimbrar og hrútar var svona þyngd 48,2 ómv 30,4 ómf 3,4 lag 4,1 fótl 109,5 læri 17,7 framp 8,6 Hér er 88 stiga gripurinn undan Snældu Topps dóttur og Brimil Borða syni. Ég datt í lukkupottinn með þennan grip minn undan Soffa hann stigaðist upp á 85 stig og er með 18 í læri og 34 í ómv svo ég er hoppandi kát að vera komin með hrút á mórauðu kindurnar loksins og nú er tími til að búa til mórauða gimbur með hvíta krónu. Þessi er undan Mjallhvíti gemling og Blika Gosa syni og er með 18 í læri og 34 ómv og 5 í lögun 87,5 stig. Þetta er besta gimbrin undan Hyrnu gemling og Blika var með 18,5 í læri og 36 í ómv 5 í lag Hjá Sigga í Tungu var allveg frábær útkoma. Hann lét stiga 12 gimbrar 1 með 18,5 8 með 18 3 með 17,5 8 með 30 í ómv og yfir 2 með 37 í ómv og þær eru mæðgur undan Kveik syni frá Hreini á Berserkseyri. Önnur þeirra hefur komið með 6 lömb á 3 árum og alltaf verið sett á undan henni. Hún er án efa ein besta kind sem ég veit um og svakalegur karekter líka. Siggi lét stiga 23 lömb og var meðaltalið af lömbunum hans svona 49,8 kg 31,3 ómv 4 fita lag 4,2 framp 8,7 læri 17,8 Allveg stórkostleg útkoma hjá honum. Hann fékk líka flottan ásettningshrút undan Gloppu og Draum Topps syni sem var stigaður upp á 86,5 stig. Hann er 50 kg 35 í ómv 3,8 í fitu 4,5 í lag 8 9 9 9,5 9 18 7,5 8 8,5 alls 86,5 Flottur gimbra hópur hjá Sigga. Sú gula er sú sem er með 37 í ómv og sú kollótta fékk meira segja 18 í læri svo hann er strax búnað ná Emil í kollótta stofninum he he. Annars komu kollurnar okkur verulega á óvart við fengum 2 með 18 líka og hrútinn undan Huldu líka með 18 í læri. Það eru svo fleiri myndir af stiguninni og lömbunum með þvi að smella hér á albúmið. Ég fór að heimsækja Óttar á Kjalveginn um daginn og smellti nokkrum myndum af stórkostlegu hjörðinni hans sem á eftir að stiga. Þar er glæsilegur hópur af lömbum sem mun án efa fá enn flottari dóma en í fyrra hjá honum og voru þeir eins og þeir gerast bestir. Hér er hann að kalla á þær og þær koma allar til hans. Mér leist svakalega vel á þessa gráu gimbur sem sést hér og dökkgrái hrúturinn er á móti henni. Hér er einn boli hjá honum og í baksýn má sjá flottar botnóttar systur undan Lunda. Hér eru tveir Kletts synir hjá honum. Hér er einn svakalegur hann vildi reyndar ekki hætta að naga eyrað á mömmu sinni meðan ég var að reyna taka myndina. Ég giska á að hann verði um 70 kíló. Hér eru veturgömlu rollurnar þær voru hafðar geldar og eru allar undan Klett. Gríðalega stórar og fallegar. Það eru svo fleiri myndir af rollunum og lömbunum hans með því að smella hér. Jæja læt þetta duga í bili og vona að þið njótið þess að skoða og lesa. Kveðja Dísa 15.09.2013 08:53Styttist í stigun og HrútasýninguTralla lalla það eru svo skemmtilegir tímar framm undan við erum komin með dagsettningu á stigun og verður hún mánudaginn 23 sept og við smölum um næstu helgi. Vona að það vanti nú ekki mikið af lömbum því ég er búnað sjá ansi margar sem eru bara með annað lambið svo það er bara að halda í vonina að þau hafi villst undan í þessu átaka veðri sem er búnað vera undan farið. Hrútasýning Veturgamla verður svo mánudaginn 30 sept og er hægt að nálgast auglýsinguna á því hér inni. Stóra Héraðssýningin verður svo laugardaginn 19 okt. Surtla hans Sigga í Tungu með gimbur undan Soffa sæðishrút. Sá til hennar Molu nú um daginn og hún er bara með annað lambið reyndar var hún búnað tapa hinu strax snemma sumars. En þetta er gimbur frá Sigga sem gengur undir henni. Dropa hans Sigga með gimbur undan Kjöl. Gufa hans Sigga með hrút undan Kjöl. Hulda með lömbin sín undan Nasa hans Óla Tryggva. Þessi er undan Mjallhvíti sem er veturgömul og Blika. Gimbur undan Storm og Rósulind. Það eru svo fleiri kinda myndir hér í albúmi. Hérna er móflekkóttur hrútur frá Herði á Hömrum og er hann þrílembingur undan Klettssyninum sem var í 3 sæti á Héraðssýningunni í fyrra. Falleg gimbur hjá Bárði undan Kjark frá Ytri Skógum. Hér er hrúturinn á móti. Það eru svo fleiri myndir af fénu hjá Bárði og Dóru hér inn í albúmi á 123.is/bui Það eru svo fleiri myndir á Búa af kindunum í Bug og fleira með því að klikka hér Það var fjör þegar Simbi og Mikki komu í heimsókn til mömmu sinnar. Bjarki Steinn frændi alltaf jafn kátur. Það eru svo fleiri myndir af honum og Freyju og krökkunum með því að smella hér. 12.09.2013 08:55Freyja Naómí 9 mánaða og kindurÞessi skvísa er 9 mánaða í dag. Hún er farin að reyna fara um á rassinum og reyna standa upp við allt svo ég hugsa að hún standi upp áður en hún getur farið að skríða. Það eru svo fleiri myndir af prinsessunni með því að smella hér. Kindur og aftur kindur Mjallhvít gemlingur með hrútinn sinn undan Blika. Náði að súma þennan inn langt frá mér. Þetta er gripurinn minn undan Eldingu og Soffa sæðishrút sem ég er búnað vera bíða í allt sumar eftir að sjá. Loks varð mér að ósk minni að sjá hann og viti menn auðvitað vantaði hinn hrútinn þann mórauða ARRRRRRRRRGGGGGGG hversu týpiskt þarf það alltaf að vera að það vanti það sem maður bíður mest spenntur eftir að sjá. Það vantar allavega aldrei eitthvað sem manni er allveg sama um en jæja það er eins gott að þessi standi fyrir sínu og verði ásettningur fyrir mórauðu ræktunina mína. Elding með hrútinn og hvar er Hinnnnnn ?????????????? Gaga hennar Maju með lömbin sín. Langt súm af gimbrinni hennar Bríet hennar Maju. Kjölur hans Sigga í Tungu. Hann er undan Klett hans Óttars. Bliki Gosa son. Brjánn Toppsson. Verið að dæla út úr fjárhúsunum í Tungu. Gimbur og hrútur undan Soffa sæðishrút. Ég veit nú ekki hvað það er með mig og þessa sæðishrúta allavega er ég ekki að veðja nógu vel á þá hvað frjósemina varðar alla vega hjá Gosa og Borða og nú ætlar Soffi líka að vera eitthvað slakur á því sviði með 94 í fjósemi á kynbótamatinu hjá Stöðvahrútum 2013. Svo nú er spurning hva skal gera við Borða og Gosa soninn sem ég á. Hvort ég eigi að geyma þá og sjá hva dætur þeirra gera eða á ég ekkert að vera halda í þá. Það er mikil pæling jæja það eru fleiri myndir af lömbunum með því að smella hér. 07.09.2013 01:22Spennan magnast óðumHér er Snotra með 2 hrúta undan Blika. Spenningurinn er orðinn svakalegur hjá mér núna ég fer á hverjum degi á rúntinn nema það sé aftaka veður og ekki hægt að taka myndir né skoða. Ég er enn að bíða eftir henni Eldingu minni með hrútana sína undan Soffa sæðishrút ég fæ bara fiðring í magann um að hugsa um þá mig hlakkar það mikið til að fá að sjá hverning þeir eru orðnir. Annars eru alltaf einhverjar nýjar að sjást til viðbótar við það sem er í hlíðinni við Fögruhlíð og við Mávahlíð og svo áfram út úr Hellunni í átt að Búlandshöfðanum. Já það eru jólin að nálgast hjá okkur í sauðfjárræktinni Þó er alltaf einhver kvíða hnútur líka um hverning allt kemur út og miklar eftirvæntingar um vel valda gripi. Eygló gemlingur með 2 hrúta undan Brján. Hún er svo töff með svona hrúta í stíl við sig. Gimbrin undan Aþenu og Soffa sæðishrút. Litla Gul hans Sigga með gimbrina sína. Svört hans Sigga með lömbin sin undan Brimil. Bliki Gosa son. Fallegur hrútur frá Gumma Óla undan Klett. Frá Sigga undan Valbrá. Gemlingarnir Dropa frá Sigga,Hrifla mín og hún á hrútinn fyrir aftann og Toppa hans Sigga. Það eru svo fleiri rollu myndir með því að smella hér. Krúttið okkar hún Freyja Naómí klappaði saman lófunum í fyrsta sinn í gær og svo getur hún líka sýnt okkur hva hún er stór. Hún er farin að segja mama og baba algjör gullmoli þessi elska hún er líka orðin svo dugleg að reyna standa upp og færa sig á rassinum. Mikill fögnuður þegar pabbi kom heim eftir langa útiveru á sjónum á Skagaströnd og ekki spillti fyrir að fá pakka líka he he. Það eru svo fleiri myndir af okkur fjölskyldunni með því að smella hér. Hænan hjá Freyju og Bóa í Varmalæk með ungana sína. Að borða á pallinum hjá þeim. Benóný svo góður við ungana. Freyja að gefa þeim brauð með Bóa afa sínum. Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu saman með þvi að smella hér. 26.08.2013 22:41Bland í ágústTöffarinn okkar fékk þessa flottu kórónu á leikskólanum á afmælisdaginn sinn. Birgitta frænka svo dugleg að ýta Freyju. Freyja er að núna aðeins farin að komast upp á lagið og farin að hlaupa um allt og tosa í blómin og svona. Hún er svo búnað læra að sýna hvað hún er stór rosa dugleg og lyftir höndunum upp og þegar maður klappar verður hún svo montin þessi elska. Svo eru það stóru fréttirnar af henni Emblu en hún er hætt með bleyju. Hún fékkst til að fara einu sinni á koppinn og hefur ekki hætt síðan. Ég er ekkert smá stolt af henni og hún þurrkar sér sjálf og girðir sig og maður þarf ekkert að hjálpa henni neitt. Hún bíður spennt núna eftir að fá pabba sinn heim svo hún geti sýnt honum hvað hún er orðin stór og já auðvitað ætlar hún líka að fá dúkku í verðlaun. Emil er búnað vera róa núna á Skagaströnd í viku en fer vonandi að koma heim bráðum við erum öll farin að sakna hans allveg rosalega mikið. Maggi bróðir kom og kíkti í heimsókn og færði krökkunum pakka og það var mikil hamingja. Benóný fékk legó og Embla dóta hest sem labbar. Maggi býr í bænum og er að læra lögfræði og vinna á lögfræðistofu með svo það er gaman að fá hann aðeins í heimsókn áður en allt stessið og vinnan byrjar hjá honum enda brjálað að gera. Það eru svo fleiri myndir hér af krílunum okkar og fleiru með þvi að smella hér. Ég fór á rúntinn minn í dag að kíkja á rollurnar og haldiði að ég hafi ekki gleymt myndavélinni og auðvitað var allveg týpiskt að ég myndi missa af einhverju. Já Dóra kom hlaupandi á móti bílnum með þrílembingana sína og svo stillti hún sér svo flott upp með þá og ég var ekkert smá fúl að hafa ekki myndavélina með. En ég er hér með aðrar myndir sem ég náði um daginn. Svört hans Sigga í Tungu með hrút og gimbur. Tvílembingar undan Eygló gemling. Eygló er þrílembingur undan Gosa sæðishrút og Ronju. Móra Freyju og Bóa með gráa gimbur en það virðist vera týndur hrúturinn hennar Hrútur og gimbur undan Heklu og Brimil frá Bóa og Freyju. Þetta er einhvað ókunnugt annað hvort frá Knörr eða Gaul og lýst mér allveg rosalega vel á þennan hrút hann virkar allveg rosalega fallegur. 19.08.2013 00:04Benóný 4 áraStóri strákurinn okkar orðinn 4 ára Vá hvert fór tíminn eiginlega. Við héldum upp á afmælið núna á sunnudaginn en hann á afmæli á morgun 19 ágúst. Hann var svo ánægður elsku kallinn að fá alla pakkana og allt sem honum langaði í eins og playmó flugvél,mótorhjól,bát,löggubíl og bara nefdu það en það stóð þó mest upp úr legó flugvél sem Hafrún og fjölsk gáfu honum. Það komu fjölskyldur okkar og vinir og allir áttu góðan og skemmtilegan dag saman. Einn allveg búinn á því eftir daginn með allt dótið hjá sér upp í mömmu og pabba rúmmi. Hulda amma gaf Emblu þessa fallegu úlpu og húfu fyrir veturinn og var skvísan ekkert smá ánægð með flottu úlpuna og húfuna. Ég allveg mega sátt með geggjuðu peysuna sem Brynja frænka prjónaði fyrir mig. Það verða viðbrigði núna fyrir Benóný og Emblu því nú eru allir hvolparnir farnir á nýju heimilin sín og þau skilja ekkert í því afhverju það eru engir hvolpar lengur. Það eru svo myndir hér af afmælinu og þessu öllu með því að smella hér. Ég rakst svo á nýjar rollur núna um daginn á rúntinum. Hér er Lotta með gimbrina sína og hrútinn sem gengur undir henni frá Frigg en Lotta stal honum af Frigg í vor. Hér er Kápa með lömbin sín gimbur og hrút undan Kjöl hans Sigga. Hér eru Mýslu synir og Storms Kveikssonar. Ég er búnað vera binda mér vonir við þann flekkótta að hann verði góður því hann er svo svakalega fallegur á litinn. Hér er Eyrún með hrútana sína undan Kjöl. Það eru svo fleiri myndir af þeim með því að smella hér 13.08.2013 13:09Freyja Naómí 8 mánaða og rollu rúnturÞessi skvísa er 8 mánaða og er á fullu að taka tennur og með hita greyjið. Sæti töffarinn okkar fer allveg að eiga afmæli og fékk þessi flottu föt fyrir framm frá Freyju ömmu og Bóa afa. Svo gaman inn í Varmalæk að skoða ungana sem er úti með mömmu sinni. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inni. Rollu rúntur Rakst á þennan flotta grip á rúntinum. Þetta er hrúturinn hennar Frigg og er undan Storm Kveik syni og ég held að hann eigi eftir að verða flottur. Hrúturinn undan Snældu og Brimil. Hrúturinn hennar Mjallhítar og undan Blika Gosa syni. Sæðingar undan Aþenu og Soffa. Tveir Kletts synir undan Svönu. Frá Sigga í Tungu undan Gloppu og Draum. Surtla hans Sigga með gimbur undan Soffa sæðis hrút. Það eru svo fullt af fleiri lamba myndum hér inni. Skrifað af Dísu 08.08.2013 01:15Rollu rúntur,Rvk ferð og hvolparnir.Jæja þá gafst mér góður tími til að setjast hérna niður og fá mér einn kaldann og slaka á með því að skila af mér góðu bloggi og myndum eftir að allt var komið í ró. Eins og hjá flestum sem eiga börn er óreglan orðin allveg svakaleg hér á bæ og börnin fara að sofa einhvern tímann sem þeim hentar og þeim leyft að taka lúr yfir daginn svo maður geti fengið smá pásu fyrir þessum orku miklu fjörkálfum sem þurfa alla athygli sem hugsast getur frá okkur foreldrunum. Þessi tími verður þó senn á enda því leikskólinn mun hefja göngu sína aftur og guð sé lof fyrir hann Því maður verður heldur betur ósofinn eftir 6 vikur með svona litil kríli sem vakna alltaf eldsnemma og fara sofa á öllum tímum kvöldsins og þá nýtir maður tímann sinn vel og vakir langt framm á nætur til að gera eitthvað. Já það gleymdist allveg að vara mann við þessu áður en það var sagt manni að klára dæmið bara og koma með þau öll í röð he he nei nei þau eru allveg yndisleg og fylla líf manns af gleði og hamingju inn á milli og þá gleymir maður öllu streðinu um leið með einu brosi og knúsi frá þessum elskum. Rollu rúnturinn Fékk þennan flotta rollu rúnt um daginn og náði hér góðri mynd af Pöndu með hrútana sína undan Storm Kveiksyni. Fallegu lömbin hennar Rák sem dó snemma í sumar en það virðist ekki hafa aftrað þroska þeirra því þau eru bara vel stór og falleg og þetta verður án efa ásettnings gimbur fyrir þennan lit. Flekka með lömbin sín undan Nasa hans Óla Tryggva. Dóra með þrílembingana sína undan Brján. Hosa gemlingur með hrútinn sinn undan Blika. Gimbrin undan Hriflu og Blika. Það eru svo fleiri rollumyndir með því að smella hér. Sæti Benóný að hjálpa pabba sínum að raka heyið. Embla Marína í Mávahlíð. Hænan hjá Freyju og Bóa flott úti með ungana sína. Stuð hjá Birgittu frænku. Við fórum til Reykjavíkur um versló og fengu krakkarnir þá að upplifa algjört draumaríki. Við fórum með þau í sund og í rennibrautirnar sem Benóný allveg dýrkar og ekki skemmdi fyrir að við fórum með Dagbjörtu,Kjartani,Jóhanni og Emelíu og þá fékk Benóný Emelíu til að fara með sér endalaust í rennibrautirnar og fannst það algert æði. Við fórum svo í bíó með þau á strumpana 2 og tókum meira segja Freyju litlu með og það gekk bara mjög vel. Því næst var farið með þau á Kfc í Mosfellsbæ og þar er svaka rennibraut sem Benóný og Embla elska líka að fara í og það fyndna við þetta er að Benóný borðar ekkert bara kanski eina franska en talar alltaf um að það eigi að fara borða á kfc gott eins og hann kallar það. Þau fengu svo auðvitað að fara í afmælisbúðina hans Benónýs en það er Toys n rus hann elskar hana. Bara að fara þarna inn og skoða er algert himnaríki fyrir börn. Við vorum svo heppin að fá íbúðina hjá Magga bróðir og Erlu lánaða yfir helgina og var það bara æðislega fínt. Skvísurnar okkar. Það eru svo fleiri myndir af þessum krílum hér inni. Hvolparnir stækka óðum og verða senn tilbúnir að fara að heiman. Hér eru þeir í veðurblíðunni inn í Mávahlíð. Það eru svo fleiri myndir af þeim með því að smella hér. Skrifað af Dísa 29.07.2013 23:34Heyskapur og sumarið komið loksinsHeyskapur hófst loksins í seinustu viku og má segja að þá hafi sumarið hafist fyrir alvöru hérna fyrir vestan hjá okkur. Hér er verið að klára rúlla fyrir Sigga í Tungu í blíðskapar veðri í sveitinni. Það er búið að ganga á með ýmsu hjá okkur t.d. bilaði þessi græni traktor og sá guli líka svo það þurfti að fá lánaðan traktor hjá Sigga í Tungu og hjá Gumma Óla. Þegar það átti að fara rúlla í Mávahlíðinni bilaði rúlluvélin og þurfti að fá stykki í hana sent að sunnan en við áttum svo góðan mann að hann Gumma Óla að hann rúllaði fyrir okkur á meðan. Steini skaust þá suður í Borgarnes þar sem hann mælti sér mót við Jóhann bróðir Emils sem kom með stykkið að sunnan. Já það er alltaf soddan basl þessi búskapur. Þetta gerist nú á hverju ári að eitthvað sé bilað en það eru svo fleiri myndir af heyskap blíðveðrinu í sveitinni með því að smella hér. Kristmundur veiddi þennan fína sjóbyrting í vaðlinum. Ég skellti mér með krakkana að vaða í vaðlinum inn í Mávahlíð það er allveg fastur liður á hverju sumri að gerast smá krakki aftur og fara að sulla he he. Við skelltum okkur í útilegu um daginn á Blöndós á Húnavöku með góðu og skemmtilegu fólki og það var allveg rosalega gaman. Þetta var svona fyrsta fjölskyldu útilegan okkar saman því einu sinni fengum við tjaldvagninn lánaðan hjá tengdó og rúntuðum bara með hann og enduðum á hóteli. En við létum verða að þessu núna og þetta var algert æði. Það eru svo myndir af þessu öllu hér. Missti mig allveg í að taka myndir af þessari fyrirsætu í Mávahlíðar fjörunni það var svo yndislegt veður og útsýnið allveg æði. Ég dýrka þessa himnesku sveit okkar hún er allveg gull á svona fallegum sumardögum. Hérna eru krílin mín að hlaupa á nýslegnu túninu rosalega gaman. Freyja Naómí skartar sínu fegursta í blóma hafinu í Mávahlíðinni. Það eru svo fleiri dásamlegar myndir úr sveitinni og meiri heyskapar myndir hér. Traktors sjúku börnin mín alltaf svo hrifinn af þessum traktor frá Sigga í Tungu. Bjarki Steinn og Freyja Naómí frændsystkyni að leika saman. Já það má vægast sagt hafa að það hafi verið öllu lokið hjá basli hjá bændum þennan daginn. Hann Emil er nú þekktur fyrir það að stækka alltaf túnin og krúnka aðeins meira gras og hér kom það ekki að góðu gagni. Bói greyjið fór að raka saman og keyrir bara eftir túninu eins búið er að slá og tætla og obb obb ofan í skurð því Emil var búnað slá ofan af grasinu í skurðinum he he. Emil Strák skratti hvað ertu búnað gera núúú...... Enn Steini reddaði því og Emil og tókst eins og í sögu að draga hann upp. Bóa leyst ekkert á þetta fyrst og hljóp eins og fætur toguðu til að ná í bílinn og binda spotta þvi traktorinn var byrjaður að sökkva og sökk alltaf hægt og sígandi en allt er gott sem endar vel. Við Benóný skelltum okkur út með hvolpana niður á Oddum og leyfðum þeim að hlaupa í grasinu og fannst þeim það rosa sport. Grafan var líka tekinn með og prófað að moka grasið. Alltaf líf og fjör í sveitinni hjá Freyju og Bóa hér er ein hænan búnað koma sér vel fyrir og er að unga út. Það eru svo fleiri myndir af hvolpunum og fleiru með því að smella hér. O hvað ég er ánægð að hafa loksins getað bloggað og sett allar myndirnar inn. Það er bara allveg ótrúlega mikið að gera alltaf og maður kemst ekki yfir helmingin af þvi sem manni langar til að gera. Og þá verður maður svo geggjað pirraður og argur. Ég á henni Freyju tengdó og Bóa að þakka að hafa orkuna í að vaka núna og blogga þvi Benóný gisti hjá þeim í gær og Embla svaf út með mér til hálf 10 ég var allveg orðin viðþangslaus að lita á klukkuna hvað væri að ske því þetta hefur ekki skeð að ég sofi svona út án þess að vakna síðan ég átti Emblu liggur við. Já þetta var alger vitamíns sprauta fyrir mig og svo tóku þau Emblu líka í dag og ég gat slegið garðinn og skverað aðeins yfir heimilið og leikið við Freyju út á palli og notið sólarinnar. Takk kærlega fyrir mig þetta var allveg yndislegur dagur og svo tóku þau Emblu núna með sér til að gista þvi hún varð að fá að fara alein og gista allveg eins og Benóný. Alger dúlla þessi elska svo kanski fæ ég að sofa út líka á morgun ef Benóný sefur eitthvað lengur. Emil fór á sjóinn í dag og fer aftur á morgun hann er enn að veiða upp byggðarkvóta. Svo er það spurningin hvað maður á að fara um næstu helgi sjálfa verslunarmanna helgina það er að segja ef maður fer eitthvað. jæja nú er ég að fara hvíla mig með bros á vör 18.07.2013 11:08Hvolparnir og Freyja Naómí 7 mánaðaLitli Allir saman. Stóri. Allir strákarnir saman stóri fremstur svo ljósi og svo litli. Freyja Naómí var 7 mánaða núna 12 júlí. Smá rollu rúntur er tekinn þegar grislingarnir mínar þurfa að fara sofa og hér er Botnleðja með gimbrarnar sínar undan Draum. Gimbrin undan Hröfnu og Sigurfara syni frá Hraunhálsi. Aþena með lömbin sín undan Soffa sæðishrút. Svona leit gestaborðið út við erfðadrykkjuna hjá pabba. Tófan setti stíl á hans áhugamál í gegnum tíðina. Það var svo líka mynd af honum með besta hrútinn sinn í kirkjuskránni og mynd af Mávahlíð yfir síðuna sem var allveg rosalega fallegt. Við þökkum lions konum fyrir frábærar veitingar á laugardaginn og ættingjum fyrir alla hjálpina sem við fengum í kringum undirbúninginn. Þökkum Dvalarheimilinu Jaðar ómetanlega umhyggju og góða vinnu í kringum pabba í kringum árin sem hann var þar. Stuðning og ástúð starfsfólks og Sigrúnar Sveinsdóttur hjúkrunarfræðings sem stóðu með okkur seinustu dagana þið voruð allveg yndisleg. Það eru svo fleiri myndir af hvolpunum og fleira hér. 12.07.2013 00:29Faðir minn fær hvíldinaÉg er búin að vera lítið í netheiminum núna og er það vegna þess að seinustu vikur hafa verið mjög erfiðar hjá okkur fjölskyldunni. Pabbi er búnað vera glíma við taugahrönunar sjúkdóm í mörg ár og æða kölkun. Það hefur því alltaf verið tímaspursmál hvenær sá sjúkdómur myndi taka hann frá okkur. Það verður skrýtið að fara ekki lengur niður á Dvalarheimili þótt stundum hefðum við mátt vera duglegri að fara til hans en það var bara svo sjálfsagt eitthvað að hann væri alltaf þar til að taka á móti manni og maður bjóst ekkert við því að hann væri að fara neitt og maður gleymdi sér í sínu upptekna heimilis lífi. Nú á seinustu vikum fór honum að hrörna fljótt og vorum við yfir honum í 10 daga dag sem nótt og lést hann seinast liðinn sunnudag 7 júlí. Blessuð sé minning hans og hans verður sárt saknað En minningarnar þær lifa með okkur og hér er smá minningar tiltekt Ungur að árum hér í Mávahlíð. Ég tel að minn rollu áhugi hafi komið í gegnum pabba og Steina og þykir mér verst að hafa ekki fengið hann fyrr og getað rætt við þá um skoðanir og ræktun þegar þeir voru til taks að ræða um þau mál en einhvað hefur maður lært því ræktun þeirra lifir enn góðu lífi í gegnum okkur og virðist alltaf bæta sig meira ár frá ári. Hér má sjá gamla fjölskyldumynd af Þuríði og Ágústi úr Mávahlíð með börnin sín 6 Leifur Þór, Elínborg , Ragnar, Hólmfríður, Jóna og Þorsteinn. Af þessum hóp er Hólmfríður sú eina sem eftir er á lífi. Hér er gömul blaðaúrklippa af pabba og heimilsrefnum sem var alltaf hefð á hverju sumri að hafa einn yrling yfir sumarið og það fannst okkur krökkunum ekki leiðinlegt. Einhvern tímann heyrði ég að aðal draumur pabba hafi verið að verða sjómaður en hér er hann út á sjó. Hér er Magnús bróðir með rjúpu og leikfanga rifill. Þetta var mjög vinsælt leikfang hjá okkur að fá eitt stykki rjúpu til að leika með he he það væri ekki mjög vinsælt í dag eða hvað.. Fjölskyldumynd Maja og Ágúst bara fædd þarna. Hér eru þau hjónakornin í seinasta jólaboðinu sem haldið var í Mávahlíð já maður á nú margar minningarnar úr Mávahlíðinni og þykir verst að hún sé að renna úr greipum okkar það væri svo geggjað ef hún gæti enn verið okkar fjölskyldu eign þessi fallega jörð. Vonandi hvílir þú í friði elsku pabbi minn og færð lengra og betra líf eftir þetta líf. Minning þín lifir að eilífu. Leifur Þór Ágústsson verður jarðsungin í Ólafsvíkurkirkju 13 júlí kl 14.00 og jarðsettur á Brimisvöllum. Erfðadrykkja mun svo fara framm í Grunnskóla Ólafsvíkur. 03.07.2013 23:06Hvolparnir og Hrafna myndirOðnir ekkert smá miklar bollur þessir gaurar. Hér er sá ljósi og þeir eru allir búnað opna augun. Sá stóri hann er með hvíta sokka á framan og aftann og svo með hvíta bringu. Minnsti er með hvíta bringu og hvita sokka á aftann. Smá hobby hjá mér að mála hrafna og gá hvort það sé einhver áhugi fyrir því að selja svona myndir annars get ég málað líka önnur dýr. Þetta er bara akkrýl málað á striga ég fékk smá hrafna æði því þeir eru jú svo mikið í tísku núna. Ég málaði þessar myndir og fleiri fyrir Ólafsvíkurvöku bara til að sjá hvort einhver hefði áhuga á þessu og ég náði að selja 6 myndir svo ég er bara mjög ánægð og held ég fari bara að leggja fyrir mig að mála aðeins fleiri og fleiri útgáfur ef áhugi verður fyrir því. Jæja ákvað að skellu þessu hér inn snöggvast því ég hef nú ekki getað varið miklum tíma hér í tölvunni vegna veikinda föður míns. Það eru svo fleiri hvolpa myndir og hrafna myndir hér inn í albúmi. 26.06.2013 23:34Útskrift Magnúsar MársJæja þá er hann elsku Magnús Már orðinn útskrifaður lögrfæðingur með BA gráðu. Það má með sanni segja að hann sé eins og elsta barn okkar Emils því hann ólst upp hjá okkur frá 11 ára aldri. Við vorum unglingar að ala upp barn sem var að fara á unglingsárin he he svo við erum komin með reynsluna fyrir okkar börn þegar þau fara á unglingsárin sín. Já hver hefði trúað því að þessi óþekktar angi ætti eftir að komast svona langt í skólamenntun sinni. Hún var ekki björt í byrjun Grunnskóla nei það voru ófáir dagar sem mamma fékk ekki kvörtunarbréf heim að Magnús og Sigrún frænka hans hefðu verið að gera eitthvað að sér. Það voru fengnir foreldrar til að sitja yfir bekknum og mamma var fengin í einhver skipti til að sitja með Magga í tíma vegna óspektar í tíma. Þá kom oft upp sú umræða meðal annara að hann væri ofvirkur og það ætti að fara með hann til læknis en mamma lét það um eyrun fjúka og sagði að börn ættu að fá vera börn og það ætti að heyrast í þeim og vera læt, það væri bara eðlilegt og það má sannreyna það á honum Magnúsi í dag því hann er allveg fyrirmyndar maður með gull hjarta. Ein saga liggur mér ofarlega í huga um skólagöngu hans. Það var þegar Maggi var óþekkur í tíma hjá Ólínu í Ólafsvík. Honum var hent út úr tíma og vísað til skólastjórans sem var þá Sveinn Elinbergsson. Ólína var kölluð stuttu seinna inn og henni bent á marblett sem var þar á stráknum gulur og ógeðslegur og hún spurð hvort hún hafi veitt honum þessa áverka. Ólína hvítnar í framan og roðnar um leið af reiði HVA eruð þið að grínast í mér nei það hef ég aldrei gert en strákurinn stendur fastur á sínu og grey konan gat ekkert sagt því það voru bara hennar orð gegn saklausa drengunum. Það kom svo seinna í ljós að þetta var eldgamall marblettur sem honum datt í hug að nota til að hefna sín á Ólínu því hún henti honum út he he allveg magnað hvað þessi drengur gat verið uppátækjasamur og útsmoginn. Þessa sögu sagði Ólína mér sjálf og ég hlæ enn af henni þegar ég rifja hana upp. Já Magnús kunni sko að ljúga þegar hann var yngri og þræta var honum einum lagið líkt og það voru margar stundir sem þeir frændur hann og Steini sátu inn í eldhúsi í Máfahlíð og þrættu um allt milli himins og jarðar. Eins þrjóskur og harður sem Steini var lét hann ávalt undan þegar Magnús átti í hlut og fór að hlægja og vissi að þessar rökræður ættu sér engin endalok í þeirra umræðum ef hann léti ekki undan. Hér er svo meistarinn og gullfallega Erla kærastan hans. Mamma hélt svo kaffiboð fyrir drenginn sinn og það komu ættingjar og vinir. Hulda og Freyja Naómí Hvolparnir dafna fínt og fara nú allveg að opna augun. Þetta er smá tilraun í ljósmyndakeppni um Ballerina kex. Ein krútt mynd af Freyju sem stækkar og stækkar. Það eru svo fleiri myndir hér inni. Kveðja Dísa Flettingar í dag: 316 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188505 Samtals gestir: 69640 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:31:23 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is