Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

02.01.2021 14:07

Gleðilegt nýtt ár og þökkum fyrir það liðna

Hér eru krakkarnir með Huldu ömmu sinni á gamlársdag.

Kæru síðu vinir við óskum ykkur Gleðilegt nýtt ár og þökkum fyrir innlitið og kommenntin
á liðnu ári og megi nýja árið færa ykkur óendalega gleði og hamingju.

Það var sprengt árið 2020 burt og tekið fagnandi 2021.

Flottar áramótaskvisur Ronja Rós með Huldu ömmu.

Hér er verið að spila krakka alians inn í sveit hjá ömmu Freyju og Bóa afa á annan í jólum
þá fórum við í hangikjöt til þeirra.

Mikið fjör hoppa og leika í spilinu.

Sætar systur Ronja Rós og Embla Marína.
Þessar skvísur komu Birgitta Emý og Kamilla Rún í heimsókn yfir áramótin og Freyja er
hérna með Ronju svo þær eru frænkurnar saman.

Hér er Ronja Rós í kjól frá mér sem ég var í þegar ég var lítil.

Hér er ég í sama kjól þegar ég var lítil held ég sé samt orðin tveggja ára á þessari mynd.
En Ronja er 15 mánaða á sinni mynd.

Við fengum Bigga Tryggva til að flytja fyrir okkur rúllur úr Tungu inn í hesthús hjá 
Jóhönnu. Jóhanna tók svo inn hestana rétt fyrir gamlársdag.

Hér er Emil á fullu að sprengja. Mamma og Siggi voru með okkur á gamlárskvöld og svo
kom Jóhanna,Freyja og Bói og Steinar og fjölskylda og skutu upp hjá okkur.

Systurnar voru í sprengju ham og hafa aldrei verið eins hugaðar í að sprengja eins og 
núna í ár og höfðu ótrúlega gaman að.

Benóný Ísak var líka mjög glaður og naut þess að sprengja og búa til lítla brennu úr rusli
og taka upp á videó í símanum.

Flottar frænkur Birgitta og Embla.

Steinar Darri bróðir Emils með Alexander sinn sem var pinu lítill í sér í mestu sprengingunum.

Freyja var svo ánægð að fá Birgittu sína loksins í heimsókn var búnað sakna hennar 
rosalega mikið.

Hér erum við mæðgurnar saman.

Ronja Rós prinsessa.

Flottir frændur að spila Wi Bjarki Steinn og Alexander Ísar.

Benóný og Bói afi áttu sér lítið leyndarmál sem engin mátti vita og sérstaklega ekki amma
Freyja he he þegar Bói leyfði hænu að liggja á eggjum sér inn í hænsnakofa svo sagði
Benóný mér frá því svo ég fékk að vera hluti af leyndarmálinu þeirra en svo á gamlárs dag
komu ungarnir úr eggjunum og það var mikil spenna hjá Benóný að fara inn í sveit og sjá ungana og svo mátti ég koma með stelpunar fyrst til að sjá þá og svo mátti pabbi hans koma
og sjá þá svo það var mikil hamingja hjá honum með þetta.

Hér er Freyja Naómí með einn.

Og hér er Embla Marína með einn svo gaman.

Fengum þetta fallega skilti í jólagjöf frá Jóhönnu með nöfnunum okkar á.

Hér er allt á fullu í búða leik í stofunni og auðvitað með covid grímu he he.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

30.12.2020 21:48

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Við óskum ykkur Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum innlitið á síðuna
á árinu sem er að líða. Við áttum kósý jól í sveitinni hjá Freyju tengdamömmu og Bóa.
Við fórum í fjárhúsin öll saman eins og vaninn er þessa dagana krakkarnir eru svo duglegir
að koma með okkur finnst svo gaman í kindunum og hjálpa til við að gefa.
Þetta var svo rosalega fínt við borðuðum í sveitinni svo við þurftum ekkert að vera stressa
okkur að vera fljót í fjárhúsunum til að fara stússast í matnum og eins og ég vissi var mest
að ganga á aðfangadag eða 8 stykki plús þessar 5 sem voru deginum áður. Við teymum 
hrútana í hverja á enda vel skipulagt að útpælt hvaða hrútur fer á hvaða ær.
Við fórum svo heim eftir matinn og opnuðum pakkana heima hjá okkur fram eftir kvöldi og
borðuðum svo eftir réttinn heima hjá okkur og Freyja,Bói og Jóhanna voru með okkur svo
kíkti Maggi bróðir í heimsókn til okkar eftir að hann var búnað vera í mat hjá Maju systir.

Hér erum við að borða í flottu nýju viðbyggingunni hjá Bóa og Freyju sem hann bætti við
núna í sumar sem stækkun á stofunni og er svona sólstofa.

Flottir saman Benóný og afi Bói.

Jólatréð hjá Freyju í sveitinni nett og lítið.

Benóný að borða jólamatinn sinn brauðstangir.

Litla jóla prinsessan hún Ronja Rós.

Hér eru þau að fara opna pakkana frá ömmu sinni og afa.

Fengu svo flotta hnetubrjóta.

Freyja með sinn hnetubrjót.

Benóný með sinn og svo fengu þau kósý galla líka.

Hér eru þau alveg dásamleg í þessum frábæru göllum sem þau fengu frá Freyju og Bóa.

Emil sá um sósuna á aðfangadag í sveitinni og svo vorum við með aspas súpu í forrétt sem
Jóhanna frænka hans sá um að gera.

Ég og Emil fengum svo líka stóran hnetubrjót ekkert smá flottur og bleikan uppáhalds 
liturinn minn.

Við vorum búnað pakka inn pakka fyrir Myrru með harðfisk og setja undir jólatréð og þegar
við komum heim úr matnum var hún sko búnað finna pakkann og tætan í frumeindir fyrir
framan hurðina he he og hún og Donna greinilega verið fljót að borða harðfiskinn.

Svo var komið að stundinni sem allir voru búnað vera svo þolinmóðir að bíða eftir og það
er að opna pakkana og það var lesið á og rétt í réttri röð eftir því hvað var frá hverjum og 
svo skrifaði ég niður hvað þau fengu.

Aðal spurningin var hvað er í stóra pakkanum og þar næst stærsta pakkanum.

Það var reynt að ná góðri fjölskyldumynd af okkur saman en Ronja var ekki alveg á þvi
að brosa eða horfa á myndavélina he he.

Ronja Rós að fara opna pakka með pabba sínum.

Benóný Ísak fékk svaðalega byssu frá Dagbjörtu frænku og fjölskyldu.

Embla Marína að fara opna nærst stærsta pakkann og þar leyndist nokkrum pökkum innar
lítill pakki með heitasta draumnum hennar síma sem hún er búnað bíða lengi eftir og var
alveg í skýjunum að fá loksins síma.

Svo var komið að Freyju að opna stóra pakkann sem var mikið búið að giska á að væri 
sjónvarp en það kom svo heldur betur í ljós að svo var ekki.

Því þar leyndist jólahjól he he og hún var mjög ánægð með það og við vorum búnað 
pakka því inn í sjónvarps kassa svo þær voru alveg vissar að þetta væri sjónvarp og voru
heldur hissa þegar hjólið kom í ljós.

Embla fékk spilið kjaftaska og hér eru þær glæsilegar með það he he.

Marta frænka kíkti í heimsókn með litlu frænku hana Brynju Katrínu og þær voru
kátar saman og Ronja alveg hissa þvi hún hefur ekkert hitt svona lítil börn og skoðaði
hana bak og fyrir og var mjög forvitin að elta hana.

Hér eru þær sætu saman að spila á píanóið og dansa.

Mamma var svo með jólaboðið sitt á jóladag.

Hér erum við heima hjá mömmu í fjölskyldu boðinu.

Ronja Rós í kjól af mér síðan ég var lítil.

Ronja Rós í fjárhúsunum hún varð 15 mánaða núna 27 des. Hún er farin að bæta talsvert við
af orðum og farin að apa eftir sem maður segir henni að segja og farin að tengja tvö orð segja koddu koddu og mamma hva ert að gera og hva er þetta. Segir svo mjög skýrt mamma
babbi Embla Freyja Benóný amma afi og kallar Jóhönnu frænku sína líka ömmu. Hún segir 
lika Myrra kisa og Donna voffi. Elskar lagið savage love og dansar og dansar með systrum
sínum tik tok dans við það lag. Hún segir namm namm við mat og þegar hún er svöng og 
elskar að fara í bað og segir bað og bendir og segir þetta ef hún vill fá eitthvað. Hún er mikil
vinnukona og er að allann daginn að tæta og finna upp á einhverju til að príla upp á og er 
búnað fá nokkrar flugferðir úr sófanum þegar hún er að hlaupa í honum en sem betur fer er
motta á gólfinu sem gerir lendinguna mjúka. Hún er líka sjúk í að taka alla skó af fólki sem
kemur í heimsókn og máta þá. Nýjasta nýtt hjá henni er að slá sig í hausinn ef hún fær ekki
það sem hún vill þá lemur hún með báðum höndum á hausinn á sér og fer í mikla ákveðna
fýlu he he.

Fengitíminn er langt gengin og er að komast hringinn og eitt lamb er gengið upp úr 
sæðingunum sem ég sæddi fyrsta daginn eða 14 des með Glitni svo verður það núna
næstu þrjá til fjóra daga sem getur gengið upp ef það gengur upp. Ég ætla krossa fingur
að það haldi ég vona það allavega svo innilega. Hér er hann Bolti hann hefur verið duglegur
og fékk flestar ær hjá okkur þennan fengitíma. Ég á eftir að setja inn hversu margar ær
þeir fengu þegar það er komið í ljós hvernig þetta endar.

Við mamma fórum inn á Brimisvöllum og kíktum á pabba og Steina frænda og Ragga
frænda og kveiktum á friðarkerti hjá þeim. Blessuð sé minning þeirra.

Það var svo yndislegt veður og alveg logn og hér sést útsýnið úr garðinum yfir í 
sveitina fögru Mávahlíðina. Fjöllin eru svo falleg.

Hér er svo Brimisvallarkirkja í blíðskapar veðrinu í dag rétt áður en fór að rökkva.



Benóný fékk þetta titanic skip frá Maju systir og fjölskyldu og var alveg alsæll með það og 
fór strax með það í bað til að láta það sökkva þetta er búið að vera draumur hjá honum í tvö
ár að eignast svona svipað og auðvitað var þetta flottasta gjöfin og hitti beint í mark.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af jólunum og fleira.



22.12.2020 23:58

Gleðileg jól og gleðilegan fengitíma kæru síðuvinir

Fengitími og jólaundirbúningur er á fullu hjá okkur þessa dagana. Fengitími gengur rólega og hafa verið í mesta lagi 5 ær á dag annars bara 2 til þrjár nýjar á dag. Ég held að aðal gusan verði akkúrat á aðfangadag og yfir jólin. Það hefur verið bræla hjá Emil mér til mikilla gleði þá fæ ég aðstoð við fengitímann. Ronja er mikið að þroskast þessa dagana og er farin að bæta mikið við orðaforðann sinn og skilur mikið sem maður segir henni ef maður biður hana að rétta sér hluti eða gefa einhverjum hluti þá gerir hún það. Hún elskar enn þá síma og fjarðstýringar og elskar að stríða pabba sínum og taka fjarðstýringuna og grýta henni í gólfið ef hann ætlar að taka hana af henni. Hún er uppátækjasöm og fann upp lítinn koll sem hún á og tekur hann út um allt og fer upp á hann og prílar upp á stól og upp í rúm og fann upp á þessu alveg sjálf og er alveg rosalega montin með sjálfa sig að komast allt sem hún ætlar sér.

Benóný var aldeilis montinn þegar við komum honum á óvart með að fá Belg hanann 
hans í heimsókn og fengum jólaföt hjá Maju systir lánuð til að klæða hann og Donnu í og
taka flotta jólamynd af þeim saman. Hann á svo yndislega ömmu Freyju og afa Bóa sem
gera allt fyrir hann og eiga þessar yndilslegu hænur og hana sem hann elskar.
Hér eru börnin okkar Benóný Ísak,Belgur hani,Embla Marína heldur á Ronju Rós og Freyja
Naómí heldur á hundinum okkar Donnu. Með þessari mynd viljum við senda ykkur kæru
vinir Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og takk fyrir innlitið á síðuna á árinu sem er að
líða.

Hér eru þau yndislegu okkar með Belg hanann hans Benónýs.

Benóný okkar gerði jólasögu og vann verðlaun fyrir bestu söguna og fékk svo söguna
birta í bæjarblaðinu Jökli ekkert smá flott hjá honum við erum svo stolt af flotta stráknum
okkar sem er upprennandi rithöfundur.

Embla og Freyja að skreyta jólatréð.

Við hjónin vð jólatréð og búið að skreyta.

Krakkarnir svo dugleg að koma með okkur í fjárhúsin og hér eru þau hjá uppáhalds
hrútnum sinum honum Kaldnasa.

Hér er Þór lambhrútur undan Ask að sinna henni Einstök.

Kaldnasi og Rósa.

Bibbi og Magga Lóa hér á eftir að koma skrautlegt.

Freyja að hjálpa til að setja lýsið.

Embla og uppáhalds kindin hennar Hrafna.
Kristinn Bæjarstjóri yfirsópari.

Hitti akkúrat á að þegar Kristinn var í húsunum var gimbrin hans að ganga hún Tuðra og 
fékk Óðinn heiðurinn að fara á hana. Ekki alveg búnað koma sér í rétta stellingu.
Óðinn er 89,5 stig og er undan Vask sem var undan Ask. Svakalega fallegur hrútur.

Hér er Bolti hans Kristins hann var hjá Gumma Óla í æfingarbúðum og fékk þar nokkrar
dömur svo hann er vel í æfingu núna að byrja hjá okkur.

Embla sýnir mikinn metnað og hér er hún með Kaldnasa í bandi meðan hann fer á Ósk
kindina hennar Freyju. Þær eru svo rosalega duglegar stelpurnar okkar og þetta er svo 
gaman þegar krakkarnir sýna áhugamálinu okkar svona mikinn áhuga þá er þetta svona
gæða fjölskyldu stund að fara öll saman í fjárhúsin.

Ronja fær engu ráðið og er tekin með en leiðist það þó ekki og er óhrædd að skottast með.

Hér er hún að labba í jötunni og lætur sko ekki heypoka stoppa sig og prílar yfir.

Hér er hún ofan í kró og Snærós hennar Emblu að sníkja klapp hjá henni.

Hér er Dagur sem er undan Mínus sæðingarstöðvar hrút og er lambhrútur frá okkur að fara á hana Kórónu sem er undan Mosa hans Gumma Óla og Gyðu Sól.

Hér eru gullin okkar í hlöðunni.

Ronja Rós dugleg að hjálpa til að setja pakkana undir tréð.

Hér er kollinn sem Ronja dröslast með út um allt til að komast leiða sinnar.

Hér er hún komin upp í rúm.

Hér er Ronja og amma Hulda svo miklar vinkonur.

Að kanna heiminn úti er svo spennandi.

Aðeins að skoða snjóinn út í garði.

Svo gaman og allt svo bjart og fallegt þegar snjórinn er kominn.

Með pabba sínum .

Svo miklir félagar Benóný og Belgur.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

16.12.2020 22:19

Sæðingar hafnar og heimsókn til Jóa og Auðar á Hellissandi

Ingibergur eða Bibbi fékka að spreyta sig á fyrsta lambinu sem var að ganga hjá okkur
það var hún Kleópatra og það var 12 des. Mávadís fékk svo 13 des með Þór. Síðan fór ég
að sæða 14 des.

Ég sæddi í þrjá daga og það var nú ekki mikið að ganga það var aðeins eitt lamb hjá mér
fyrsta daginn og tvær kindur hjá Sigga og fengu þær með Glitni.
Annan daginn voru tvær kollóttar og tvær kindur frá Sigga og eitt lamb hjá mér og þá sæddi
ég með Kost fyrir Sigga,Viðar fyrir mig og Sigga og svo Tón á þessar kollóttu.
Þriðja daginn var ein kollótt hjá mér og fékk hún með Tón svo tvær aðrar hyrndar sem ég 
sæddi með Glitni og ein fyrir Sigga. Við ætlum að láta þetta duga af sæðingum í ár og reyna
að nota hrútana okkar svo við fáum góða reynslu á lambhrútana okkar.

Hér eru þær tilbúnar fyrir sæðinguna og Lóa sem var að ganga líka þarna hinum megin
fylgist forvitin með en hún fékk með Kol frá okkur ég vildi ekki sæða hana því ég vil fá
mórautt hjá henni.

Kíktum í flottu og hlýlegu fjárhúsin hjá Auði og Jóa. Hér eru vinirnir Jói og Gummi í 
kaffistofunni.

Þar er alltaf nóg gleði og glens og heitt á könnunni. Snilldar kaffistofa sem er með glugga
til að fylgjast með kindunum.

Hér er Móri hjá þeim að sinna störfum sínum.

Og lambhrúturinn frá Gumma að sinna sínum hjá Jóa.

Fallegur hrútur hjá Gumma sem Jóa fékk hjá honum hann er með 19,5 í læri en er aðeins
farinn að leggja af sérstaklega á þessum tima en það sést vel að hann er mjög vel gerður.

Hér eru gimbrarnar þeirra.

Hér sjást þær betur.

Þessi móflekkótta í horninu er frá okkur og er Blíða við létum Jóa hafa hana í haust.

Urður sú gráflekkótta er líka frá okkur og er rosalega falleg og góð kind en hún gekk á 
leiðinlegum stað hjá okkur á rifinu í Tungu og var oft í hættu við að flæða svo við vildum
koma henni frá okkur og ekki verra að hún sé í flottum höndum hjá Jóa og Auði sem alveg
dekra við kindurnar sínar.

Hér er Emil með Ronju Rós okkar í fjárhúsunum hjá þeim og eins og þið sjáið eru komin
jól hjá þeim og þau skreyta alla glugga með jólaseríum ekkert smá kósý hjá þeim.

Það eru svo fleiri myndir af heimsókn okkar hér inn í albúmi.

16.12.2020 22:00

Freyja Naómí 8 ára

Elsku yndislega jólabarnið okkar hún Freyja Naómí var 8 ára þann 12 desember og var búnað bíða mjög spennt eftir deginum. Það var ekkert barna afmæli þetta árið en hún fékk fjölskyldu afmæli í staðinn og var mjög ánægð með það. Hún fékk mikið af Barbie og fleira og þetta var frábær dagur hjá henni. Núna bíður hún bara spennt eftir jólunum sem hún alveg elskar hún er alveg ekta desember barn og fékk líka frábæra afmælisgjöf að fá að
njóta þess að pabbi hennar væri ekki út á sjó heldur með henni á afmælisdaginn.

Hún valdi marenstertuna sem ég baka yfirleitt fyrir afmæli og við skreyttum hana með 
súkkulaði og jarðaberjum og bláberum sem hún elskar.

Hér er hún með pakkana sína.

Hér eru systurnar að setja á sig gervineglur sem Freyja fékk í afmælisgjöf frá Karítas frænku
sinni.

Bjarki frændi þeirra kom í afmælið.

Hér erum við mæðgurnar saman.

Það sjóaði aðeins um daginn og stóð nú ekki lengi en krökkunum tókst að henda í nokkra
snjókarla.

Það er svo alltaf kraftur í Sigga og Kristinn að smala fyrir Friðgeir hér eru þeir búnað ná
nokkrum stykkjum og eru á leiðinni að króa þær af við girðinguna í Geirakoti þegar við
Bói vorum að keyra heim úr fjárhúsunum og við stukkum út og aðstoðuðum þá að ná þeim.

04.12.2020 18:16

Ásettningsmerkin sett i og heimsókn til Bárðar.

Settum ásettningsmerkin i dag í lömbin og fórum svo í heimsókn til Bárðar og kíktum á Hörpu sem er í fóðrun hjá Bárði fyrir Benóný og svo kíktum við á hinar sem hann fékk hjá mér og ég 
er ekki frá því að þær hefðu þekkt okkur þær komu og vildu fá klapp og Nál fékk klapp á bakið hún var alltaf vön að fá nudd þegar ég sópaði króna og hún var ekki búnað gleyma því.
Benóný kíkti svo á hænurnar hjá Bárði og ungana og var alveg alsæll með það. Dagur 
hrúturinn okkar undan Mínus og Sóldögg er í fóstri hjá Bárði í vetur og við settum ásettnings
merkið í hann.

Hér er hún Lísa með merkið sitt. Hún verður höfð geld.

Þetta er Epal.

Hér eru Þór og Óðinn.

Hér er svo Dagur sem er hjá Bárði.

Flottur hópur hjá Bárði á Hömrum hér er hluti af ásettnings gimbrunum.

Ronja kom með okkur í fjárhúsið hjá Bárði kappklædd í kuldanum sem er núna.

Embla Marína með Ronju Rós í hænsnabúinu á Hömrum.

Hér er Benóný með einn unga sem hann var svo rosalega hrifinn af.

Ronja Rós svo fín í nýju peysunni sem Þórhalla Bankastjóri var að prjóna á hana.

Benóný að hrekkja ömmu sína og sleppti hænum inn í þvottarhús og lokkaði Ronju
inn til að gá hvernig við myndum bregðast við að sjá hænurnar þar he he.

Við mæðgurnar vorum að baka um daginn og hér eru Embla og Ronja að sleikja 
eftir baksturinn.

Bökuðum bleika formköku og settum svo súkkulaði yfir hana.

Alltaf gaman að koma í fjárhúsin ég tók þessa mynd um daginn áður en það var tekið af
og hér eru vinir krakkana Aníta og Þráinn með Emblu og Freyju og þau eru með gæfu
gemlingunum okkar.

Bjarki Steinn frændi þeirra kom líka með okkur eina helgina.

Jæja það styttist óðum í fengitíma og er ég að auka gjöfina smátt og smátt og byrjaði
að gefa lýsið í dag. Planið er að byrja sæða í kringum 11 des.


03.12.2020 14:00

Vigtað ullina og fært gimbrarnar

Vigtaði ullina og gekk frá pokunum sem eru nú ekki nema 9 þetta árið.

Hér eru pokarnir klárir.

Við vorum fyrst með veturgömlu á móti lömbunum en mér fannst ég ekki ná að fóðra þær
nógu vel þannig svo ég færði veturgömlu saman við kindurnar og hef núna lömb á móti 
lömbum og tók sér lömbin sem ég ætla að hafa geld en þau eru 6 í heildina.

Er byrjuð að auka við fóðrunina fyrir fengitimann.

Ronja Rós er dugleg að borða egg.

Fin í fínhreyfingunum og rífur eggið niður og borðar hluta af því og svo fer dass á gólfið.

Umm svo gott.

Embla Marína dóttir okkar gleymdi lestrabókinni sinni í skólanum um daginn og las hún
hrútaskrána í staðinn og hefur mikinn áhuga á henni svo nú þarf að fara stúdera hrútana
áður en maður fer að sæða.

27.11.2020 23:29

Ronja Rós 14 mánaða og afmæli pabba.

Ronja Rós orkuboltinn og grallarinn okkar er 14 mánaða í dag. Hún bræðir alla á heimilinu
með prakkaraskap og gleði. Hún er farin að vera svo skýr kallar á Benóný með krúttlegu 
röddinni sinni sem var fyrst bara B en segir núna Benóný og svo segir hún Embla og Freyja
og kallar í þær þegar þær koma heim úr skólanum. Amma , mamma og babbi segir hún
hátt og skýrt og Obbosí abar hún eftir mér því ég segi það svo oft ef hún missir eitthvað eða
dettur og það er ofurkrúttlegt þegar hún segir það svo skýrt svo segir hún takk ef maður
réttir henni eitthvað og er mjög stríðinn og þykist ætla rétta manni eitthvað en tekur það svo
til baka og hleypur í burtu. Hún elskar fjarstýringar,spjaldtölvu og síma sem sagt allt sem 
hún má ekki vera með alveg yndisleg. Sjúk i kindur og kisu og kallar Donna á eftir Donnu og
er mjög vinsæl hjá Donnu þegar það er matartími þá veit Donna hundurinn okkar nákvæmlega
hvar hún á vera fyrir neðan stólinn hjá Ronju he he.

Hér er yndið okkar að stríða mér í gardínunum.

Gúgg gú segir hún og felur sig bak við gardínurnar.

Svo gaman með systkinum sínum.

Elskar að fá að vera með Benóný bróðir sem er ekki alltaf tilbúinn að fá hana í herbergið
sitt og hún gerir í því að stríða honum og hleypur inn í herbergi til hans.

Svo vinsælt að tæta í skúffunum hjá mömmu og tala heilmikið hrognamál og ræðu sem
væri gaman að skilja.

Gera a við kisu Myrru.

Setti smá tíkó í tilefni dagsins.

Gaman að kíkja út um gluggan og skoða út.

Hér er hún að stríða ömmu Huldu að setja á sig gleraugu voða sniðug. Amma Hulda
var svo yndisleg að passa hana fyrir mig í allann dag meðan ég og Emil fórum inn í 
Stykkishólm því ég átti tíma í litun. Amma Freyja sótti svo hina krakkana í skólann fyrir okkur og þau fóru með henni í sveitina og fengu uppáhalds grjónagrautinn hjá henni.
Svo yndislegt að eiga svona frábærar ömmur sem eru alltaf tilbúnar að fá börnin sin.

Það er svo nýjasta hjá henni að ef hún fær ekki það sem hún vill leggst hún í gólfið á 
grúfu og fer að grenja í fýlu svo hún verður skapstór ákveðin dama.

Hér er hún alveg í krúttkasti að hlægja hjá ömmu Huldu.

Svo hleypur hún alveg í æsingskasti he he.

Pabbi minn Leifur Þór Águstsson hefði orðið 77 ára í dag hefði hann verið á lífi.
Blessuð sé minning hans, hér erum við saman að labba í Ólafsvík með Benóný þegar
hann var lítill og pabbi var á Dvalarheimilinu í Ólafsvík.
 Þá fór ég oft með Benóný í heimsókn og við fórum svo í göngutúr.

24.11.2020 16:50

Tekið af kindunum 22 nóv

Arnar kom á sunnudaginn og tók af fyrir okkur.

Þær alveg léku í höndunum á honum og hann var eldsnöggur að þessu.

Hér er Kristinn,Siggi og Jóhanna að fylgjast með Arnari. 

Jóhanna og Siggi að fara yfir ullina.

Benóný vildi fá að ráða hvaða kind væri næst því hann var að róa þær áður en þær færu
í klippingu sagði hann.

Hér er Freyja á Hröfnu sinni.

Embla og Freyja að fylgjast með af mikilum áhuga. Ég var svo með hrygg í hádeginu
fyrir þau sem ég eldaði heima og kom svo með inn í Tungu. Svo gekk þetta allt saman
mjög vel og allar dömurnar orðnar vel snyrtar og fínar svo núna fer allt að komast í 
rútínu i fjárhúsunum.

Benóný að klappa lömbunum þegar búið var að taka af þeim.

Hér eru þær komnar eins og þær eiga að vera lömbin eru inn í horni og veturgömlu á móti
og svo eru hinar kindurnar á móti hvor öðrum hérna fyrir framan.

Hér eru þær nýrúnar áður en ég setti þær á sinn stað.

Hér er Randalín vel doppótt.

Brussa svo falleg. Hún er undan Máv og Þotu.

Klara hún er undan Snót og Svan.

Gyða Sól hún er undan Mjallhvíti og Ask.

Fjör hjá krökkunum vinir þeirra Aníta og Þráinn komu með okkur í fjárhúsin.

Það var líka kíkt á hænurnar inn í Varmalæk hjá Freyju og Bóa.

Ronja Rós grallari er alveg rosaleg hún er alltaf að henda einhverju ofan í klósettið hvenær
sem færi gefst og hafa fjarstýringarnar fengið sinn skammt af klósettinu og verið svo
þurrkaðar á ofninum. Einn daginn fór Emil á klósettið og var næstum búnað stífla það þá var
glas ofan í því og pappír yfir glasinu. Hér er hún í skóm af mér og staulast á þeim þangað til
hún dettur.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

21.11.2020 12:40

Útivera inn í Mávahlíð 18 nóv og kindur

Það var vel kalt um daginn inn í Mávahlíð það var 5 stiga frost og krakkarnir voru alveg að elska að vera á klakanum.

Það er orðið svo dimmt yfir allann daginn.

Svo mikið sport þegar klakinn kemur fyrst á veturnar.

Hér má sjá snó þvölina yfir Svartbakafellinu.

Hér er Embla við Mávahlíðargilið.

Benóný með Snæfellsjökulinn í baksýn.

Benóný búnað ná klaka.

Embla Marína með Donnu.

Embla Marína með klaka.

Vinsælt að tala saman í rörinu. Embla að öskra til Benónýs.

Hér má sjá hvernig Holtstjörnin hefur frosið með gárurnar í tjörninni.

Hér sést það einmitt vel hvernig hún hefur frosið.

Það var svo komið við og kíkt á hænurnar.

Benóny að klappa einni frá Sigga.

Embla að reyna temja gimbrarnar með gras í bandi.

Hér er hún að reyna fá Snærós til að stökkva upp á sig.

Benóný umkringdur spökum kindum.

Svo falleg Dísa hans Óttars sem ég fóðra fyrir hann hún er veturgömul og er undan 
Brussu og Ask.

Klara svo falleg hún er undan Svan Máv syni og Snót sem er undan Brimil Borðasyni.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

21.11.2020 09:14

Göngutúr með Magga bróðir og hestarnir reknir inn i Fossárdal.

Fórum í göngutúr um síðustu helgi upp í Dal hjá gömluréttinni og skógræktinni.

Flottir frændur Magnús Már bróðir minn kom i heimsókn og tók með okkur göngutúr.

Svo skemmtileg leið og gaman að fara hingað.

Ronja Rós var alveg að elska þetta.

Freyja Naómí.

Það gekk misjafnlega vel að ná mynd af þeim öllum saman he he.

Alltaf einhver sem var ekki tilbúinn he he.
Maggi með Donnu og Mikka hennar Jóhönnu. Það var ansi kalt en gott veður.

Benóný lukkulegur fékk að taka hænu með sér á rúntinn þegar við vorum að reka hestana
fyrir Jóhönnu inn í Fossárdal.

Það gekk mjög vel að reka þá hér sjást þeir koma inn í Bug.

Hér eru krakkarnir með Bóa afa sínum að reka.

Alveg að verða komnir og hér sést Jóhanna að standa fyrir á brúnni.

Og nú eru þeir að fara inn í hólfið hjá Jóhönnu og verður svo sleppt upp í Fossárdal.
Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

15.11.2020 21:51

Kindunum smalað heim 14 nóv

Hér sést glitta í kindur sem við höfum grun um að séu ókunnugar.

Hér eru Siggi í Tungu og Kristinn bæjarstjóri.

Hér er Kristinn að ganga á eftir þeim og er að nálgast Mávahlíð.

Hér rennur féið niður og Kristinn fer á eftir þeim niður með Mávahlíðar gilinu.

Hér er Ronja Rós með pabba sínum að fylgjast með okkur smala.

Hér renna þær yfir brúna yfir Holtsána.

Hér má sjá þær koma upp brekkuna í Tungu.

Þær voru þægar og góðar og rata leiðina.

Það var svo mikil spenna yfir að vita hver ætti þessi kollóttu aðkomu kind og flekkótta
lambhrútinn sem virkaði mjög efnilegur.

Hér er Ronja Rós komin inn í fjárhús að tala við gimbranar sem ætla alveg að éta hana
þær eru svo gæfar og sjúkar í hana.

Hér er svo flekkótti hrúturinn sem við vorum mikið búnað vera pæla í og Kristinn reddaði
því og hringdi í Helga vin sinn til að spyrja um markið sem var á honum og kom þá í ljós 
að Bibba í Grundarfirði ætti markið og Helga dóttir hennar ætti hrútinn. Kollóttu kindina
átti Gísli á Álftavatni og hafði hún áður komið til okkar sem lamb og var skírð Rúða því
hún stökk út um rúðuna á bílnum þegar hún var sótt hingað með móður sinni.
Ég fékk þessa mynd hjá Kristinn hann tók hana þegar við vorum komin með hana inn í 
fjárhúsin í Tungu

Bibba og Helga komu svo til okkar að kíkja á hrútinn og náðu Siggi,Emil og Kristinn að tala
þær mæðgur til að Siggi fengi að kaupa hrútinn því okkur vantar svo svona ekta flekkóttan
hrút og hann er líka bara mjög vel byggður að sjá og þær voru svo góðar að ganga að 
kaupunum svo þetta er nýjasti ásettnings hrúturinn hjá Sigga,


Hér sést betri mynd af honum og gaf Siggi honum nafnið Ingibergur og verður hann svo
kallaður Bibbi.

Fallega flekkóttur er hann og komumst við svo að þvi hjá Bibbu að faðir hans heitir
Gjafar og var fengin hjá Bárði á Hömrum og var með 19 í læri svo það má ætla að hann
eigi eftir að gefa okkur vel.

Ronja heldur betur köld hleypur bara inn króna og ég þarf að hafa mig alla við að elta
hana svo hún fari sér ekki að voða.

Falleg kind hún Einstök hún er systir Bolta sem Kristinn á. Hún er veturgömlu og hún
kom með lamb núna sem gemlingur í vor og var það hrútur 50 kg á fæti 21,3 í fallþungi og
fór í U 2.

Svala 18-004 er undan Svönu og Part og hún verður eign Kristins Bæjarstjóra.

Randalín er undan Kraft frá okkur og Brælu sem er mamma hans Ask. 
Hún verður í eigu Kristins Bæjarstjóra líka.

Þetta er Höfn veturgömul hún er svo stór og mikil að ég hélt hún hafi verið geld en hún
var með lambi og það fór í sláturhús í U 3.

Viktoría er veturgömul og er undan Víking og Hexíu. Hún var með svakalega fallega gimbur sem við seldum sem var með 33 ómv 9 framp og 19 læri sú gimbur var undan Vask.

Hér eru tvær veturgamlar Embla sú gráa undan Fáfni sæðingarstöðvarhrút og svo
Gjöf hennar Emblu sem ég fékk hjá Friðgeiri í fyrra og gaf Emblu hana í jólagjöf.

Hér eru þrjár veturgamlar ein frá okkur sú kollótta og er undan Guðna sæðingarstöðvar
hrút og svo á Siggi hinar tvær.

Ósk sú gráa er tvævettla og er undan Móra sæðingarstöðvarhrút. og svo er
 Fía Sól hliðina á henni sem Freyja dóttir mín á.

Hér er Terta fremst hún er undan Ísak og Hexíu og er tvævettla.

Þessi er veturgömul og kom núna sem gemlingur með 88 stiga lambhrút sem var seldur.
Hann var með 19 læri og 32 ómv. Björt fengum við hjá Kristjáni á Fáskrúðabakka og 
Kaldnasi okkar er faðir lambsins sem hún kom með núna. 

Þær hafa það gott úti það er búið að vera svo gott veður við hleypum þeim út á daginn
og inn um kvöldið þangað til að það verður tekið af þeim.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér í albúmi.

12.11.2020 22:08

Ronja Rós 11 nóv

Litla skruddan okkar er heldur betur farin að skanna heimilið og hér er hún að príla.

Upp skal ég komast.

Alveg að hafast og Myrra fylgist spennt með.

Myrra í sjónlínu hjá henni að fara vera í hættu á að vera togað í skottið á henni.

Hún slapp þó naumlega en er hálf hræðsluleg á svipinn he he.

Markmiðinu náð hún er komin upp á hundinn og við tekur mikil ræða á hrognamáli sem
gaman væri að skilja he he en kemur þó líka kis kis og hvað er þetta í leiðinni sem er
mjög mikið hjá henni að spyrja um allt hvað er þetta copy eftir mömmu sinni.

Það er svo nýjast hjá henni að hlusta á Adam átti syni 7 og dansa með laginu og gera klappa og stappa og snúa í hring alveg yndislega krúttlegt hjá henni.


Elskar að fara í sveitina til ömmu Freyju og afa Bóa og hitta hænurnar. Hér er Benóný með
hanann sinn Belg og Embla með hænuna Doppu.


Embla með Doppu.

Benóný og Belgur.

Ronja Rós og Belgur hann er alveg magnaður hani situr bara alveg kyrr og leyfir henni að
klappa á sig.

Hér er hún að gera a við hann og leggur hausinn ofan á hann.

Benóný hana hvíslari og haninn liggur bara kyrr.

Svo miklir félagar.

Belgur alveg órúlegur hani og hvað hann er góður og þolinmóður gagnvart Benóný.

Eins Ronju hún hljóp inn í stofu og kom svo aftur og hann var alveg kyrr á meðan.
 
Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

12.11.2020 21:35

Gefið ormalyf og vigtað gimbrarnar 9 nóv

Það var bræla hjá Emil á mánudaginn og við hjálpuðumst að við að gefa ormalyf og 
vigta gimbrarnar. Siggi var búnað vigta hjá sér svo mig langaði að sjá hvort okkar væru 
búnað bæta eitthvað við sig. Það var misjafnt 3 voru búnað bæta sig um 1 kg. 4 voru búnað
bæta við sig heil 7 kg og meira segja ein alveg 9 kg.

Þessi Blesa hennar Freyju var búnað bæta mest við sig alveg 9 kg.
Léttasta er 40 kg og það er Dúlla undan Hriflu og þyngsta er 57 kg og það er Hrafney
sem er undan Hröfnu og Móra sæðingarstöðvarhrút.

Hér sést Hrafney sú svarta og svo Melkorka 50 kg og svo Snærós 51 kg.

Skotta sem ég fékk hjá Bárði og Dóru er búnað þyngjast um 4 kg og er 49 kg.

Þór er orðinn gæfur hann er undan Ask.

Óðinn er ekki orðinn gæfur það þarf aðeins að vinna meira í honum til þess að hann 
verði gæfur hann er undan Vask.

Hér eru Sprelli Gosa sonur frá Sigga og svo Kolur Zesar sonur frá okkur.

Bolti Vikings sonur frá Kristinn Bæjarstjóra.

Hér er fallegur hrútur undan Klöru og Ask sem er seldur og fer á Nýpukot.

Þessi er líka seldur hann er undan Bjart frá okkur sem við fengum á Fáskrúðarbakka.

Svo falleg hún Kleópatra hún er undan Brussu. Hún var búnað þyngjast um 7 kg og er 56 kg.

Þessi er seldur og ég kalla hann Dúbba hann er undan Dúfu hennar Jóhönnu og er mjög
spakur en aðeins varasamur ef maður hættir að klappa honum þá stangar hann í mann.

Hér er Ronja Rós að klappa þeim í jötunni.

Hér er litla bónda prinsessan sem er farin að vakna þegar ég er að gefa og þá þarf ég að
taka hana inn með mér í fjárhúsin og stundum er hún svo lítil í sér þegar hún er fyrst að 
vakna að ég þarf að halda á henni og heyjinu til að gefa he he.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

08.11.2020 11:37

Ásettnings gimbrar hjá Guðmundi Ólafs Ólafsvík

Þessi er undan Steinunni og Mjölni sæðingarstöðvarhrút.

43 kg 29 ómv 1,9 ómf 4 lag 108 fótl 8,5 framp 17,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi


Þessi er á móti þessari fyrir ofan.

46 kg 34 ómv 3,6 ómf 4,5 lag 107 fótl 9 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi.


Þessi er undan Líf og Mjölni.

46 kg 31 ómv 2,8 ómf 4 lag 109 fótl 9 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi.


Þessi er undan Dísu og Vask.

52 kg 32 ómv 3,2 ómf 4,5 lag 112 fótl 9 framp 18 læri 8 ull 8 samræmi.


Þessi er undan Blesu held ég og Vask.

50 kg 39 ómv 3,8 ómf 5 lag 109 fótl 9,5 framp 19 læri 8 ull 9 samræmi.

Glæsilegar gimbrar hjá honum.


Hér eru gimbrarnar.

Hér eru svo veturgömlu mjög fallegar.

Hér eru svo ærnar ný klipptar og flottar. 

Hér sjást hérna fremst sú svarta,botnótta og grá botnótta eru frá mér og Gummi fékk þær
það eru Zelda,Bræla og Þoka. Þoku fékk ég hjá Gumma sem lamb og hún er alveg 
gríðalega falleg kind. Það eru svo æðisleg fjárhúsin hjá Gumma svo svakalega snyrtileg
og flott.

Það eru svo fleiri myndir af heimsókninni hér inn í albúmi.

Flettingar í dag: 1259
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1074
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 2635939
Samtals gestir: 89537
Tölur uppfærðar: 20.11.2025 15:25:33

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar