|
Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
03.06.2018 23:28Stóra SauðburðarbloggiðJæja þá er loksins komið að því að ég gefi mér tíma til að setjast niður og koma sauðburðar blogginu niður. Sauðburður byrjaði mjög skart og það var mjög mikið að gera svo ég er núna fyrst að hafa tíma til að blogga. Það gekk mjög vel hjá okkur fyrstu dagana en svo komu auðvitað dagar sem ekki gekk vel og sérstaklega einn daginn þá misstum við 3 lömb í fæðingu sama daginn. Afleiðingin af því var mjög stór burður og eitt var afturfótafæðing. Eitthvað bar svo á því að það komu dauð og úldin fóstur sérstaklega hjá þrílembunum. í heildina voru 10 sem drápust á sauðburði hjá okkur og Jóhönnu og 6 fóstur. 152 lömb eru alls hjá okkur. 82 hrútar 70 gimbrar Við höfum aldrei átt jafnmikið af mislitum lömbum eins og núna í ár. Mórautt 7 Móflekkótt 5 Mókápótt 1 Móhosótt 1 Móbotnótt 1 Svartflekkótt 8 Golsótt 4 Svartgolsubotnótt 2 Svartbotnuflekkótt 1 Svartbotnótt 9 Svart 8 Grábotnótt 2 Grá 3 Tók saman að ganni hvað hver hrútur á mikið af lömbum. Partur 2 Bergur sæðishrútur 4 Klettur sæðishrútur 8 Móri sæðishrútur 6 Gutti sæðishrútur 6 Tvistur sæðishrútur 2 Bjartur sæðishrútur 6 Drangi sæðishrútur 1 ![]() Ísak 10 Askur 15 Kaldnasi 8 Móri 11 Glámur 6 Grettir 15 Svanur 20 Kraftur 8 Hlúnkur 7 Láfi hans Óla 2 Knarran frá Bárði 3 Skjöldur frá Bárði 2 Bónus frá Bárði 2 Bliki frá Bárði 3 Þá er það upptalið og á myndinni hér fyrir ofan má sjá hrútana frá okkur og Sigga í Tungu. ![]() Bifröst með sæðinga undan Gutta. ![]() Bakstur fyrir sauðburðinn. ![]() Stelpurnar að hjálpa til við að baða lamb sem á að venja undir. ![]() Magga Lóa kom með hrút og gimbur alveg dökkmórauð. ![]() Kolfinna er undan Myrkva sæðishrút og hún kom mér skemmtilega á óvart og kom með mókápótta gimbur. Hún fékk með Blika hans Bárðar sem er svartflekkóttur hrútur. ![]() Þennan lit fann ég í Kaupfélaginu í Borgarnesi og verður hann klárlega notaður til ásettnings í haust. Skærbleikur eins og mér finnst svo fallegur. ![]() Eftirréttur í tilefni að sauðburður sé hafinn. ![]() Kvika með tvo hrúta undan Klett sæðishrút. ![]() Embla og Aníta. ![]() Þráinn bróðir Anítu var alveg dolfallinn fyrir Kaldnasa hrútnum okkar. ![]() Embla Marína, Freyja Naómí og Benóný Ísak með móflekku. Aníta,Freyja,Embla og Bergrún.![]() Stelpurnar alveg í essinu sínu með öll lömbin. Hér eru minar stelpur og tvær vinkonur þeirra Aníta og Freydís. ![]() Ég fékk svo loksins drauma litinn minn móhosótta með krónu og gimbur. Ég var alveg í skýjunum með hana því miður drapst hrútur á móti henni í fæðingu en hann var mórauður. ![]() Falleg lömbin hjá Þoku undan Grettir. Grettir er Máv sonur hjá Sigga í Tungu. ![]() Kindurnar fengu góða aðstöðu inn í Hlöðu þegar fór að þrengjast inn í húsum vegna leiðinda veðurs og því var ekki hægt að henda neinu beint út strax. Stelpurnar voru mjög ánægðar með það að hafa þær í hlöðunni og leika við lömbin. ![]() Hér sést aðstaðan inn í hlöðu. ![]() Sarabía með sæðisgimbur undan Móra og svo var vaninn undir hana svartur hrútur undan Sölku. ![]() Skvísa með þrílembingana sína þrjár gimbrar undan Klett sæðishrút. ![]() Gola hans Sigga í Tungu með þrílembingana sína undan Berg sæðishrút. ![]() Von með þrilembingana sína undan Móra sæðishrút einn var vaninn undir Móru hans Sigga. ![]() Þessi eyglótti er þriðja lambið frá Von og svo á Móra hans Sigga þessa mórauðu gimbur og hún er líka sæðingur undan Móra. Það var hrútur á móti henni sem var ný dauður fyrir kanski einum til tveim dögum. ![]() Dúfa hennar Jóhönnu með tvo hrúta undan Móra sæðing. ![]() Freyja með Hröfnu sína en hún er geld í ár hún gekk upp á öðru gangmáli allt í einu og hefur svo greinilega ekki haldið. ![]() Jæja loks var útilit fyrir að geta hent stóru hrútunum út. ![]() Þeir gáfu mér ekkert myndefni í ár og fóru ekkert að fljúast á heldur bara allt í róleg heitum. ![]() Freyja og Magga Lóa. ![]() Svakalega dökk mórauð og falleg undan Möggu Lóu. ![]() Móflekka hjá Glóð gemling að stækka vel. ![]() Krúttleg gimbur undan Móra sæðishrút. ![]() Freyja og Dröfn. ![]() Fjárhúsin í Tungu. ![]() Siggi að reka hrútana út úr túninu svo við getum farið að sleppa lambrollunum út í tún. ![]() Hér má sjá Drjóla hans Sigga sem er undan Hæng sæðishrút svo Askur sá golsótti undan Kalda og fyrir aftan hann er Ísak sem er frá mér undan Tvinna heimahrút. Korri hans Sigga er undan Garra svo kemur Grettir hans Sigga sem er undan Máv sæðishrút frá okkur. Sá kollótti er Kaldnasi og er undan Magna sæðishrút. ![]() Jæja þetta skeður hægt þetta vor en það er allavega farið að grænka vel inn í Mávahlíð. ![]() Hérna fer Von út með sæðingana sína undan Móra. ![]() Skvísa með gimbranar sínar undan Klett hún var með þrjár ein var vanin undan henni. ![]() Gló með lömbin sin undan Svan okkar. ![]() Gurra gemlingur með lömbin sín undan Hlúnk hans Sigga. ![]() Villimey með lömbin sín undan Ísak. ![]() Nál með lömbin sín undan Tinna hans Gumma Óla. ![]() Bifröst með lömbin sín undan Gutta sæðishrút. ![]() Árás með lömbin sín undan Gutta sæðishrút. ![]() Urður með lömbin sín undan Gutta sæðishrút. ![]() Kvika með lömbin sín undan Klett sæðishrút. ![]() Dúfa með boltana sína undan Móra sæðishrút. ![]() Salka var með þrjú eitt var vanið undan henni. Hún er með lömb undan Móra hans Sigga. ![]() Orabora með gimbur undan Kraft. ![]() Magga Lóa með mórauðu lömbin sín undan Móra hans Sigga. ![]() Eldey með móhosu undan Knarran hans Bárðar. ![]() Kolfinna með sín undan Blika hans Bárðar. ![]() Ísól með hrút og gimbur undan Bjart sæðishrút. ![]() Ýr með lömbin sín undan Bjart sæðishrút. ![]() Svana með lömbin sín undan Part hans Bárðar. ![]() Hrifla með lömbin sín undan Tvist sæðishrút. ![]() Móra hans Sigga með fósturlamb undan Von og Móra sæðishrút og svo mórauða gimbur sem hún á undan Móra líka. ![]() Skessa hans Sigga með gimbrina sína undan Ask og fósturlamb frá okkur sem er undan gemling sem var svo vitlaus að hann vildi ekki sjá lambið sitt. ![]() Litla Gul hans Sigga með gimbur undan Ask og svo fóstrar hún fyrir okkur gráan hrút undan Skuggadís og Klett sæðishrút. ![]() Grána hans Sigga með tvær gimbrar undan Bjart sæðishrút. ![]() Mikki hennar Jóhönnu svo fallegur. ![]() Hér er örn að svífa yfir það hefur verið mjög mikið um þá núna undan farið og hefur sést til þeirra 6 saman. Maður hefur pínu áhyggjur yfir því að sleppa lömbunum út því þeir gætu léttilega tekið þau þegar þau eru fyrst að koma út. ![]() Áfram heldur burður og hér er Bræla með hrút og gimbur undan Kraft. ![]() Stelpurnar með eina botnugolsótta gimbur. ![]() Ísbrá hennar Jóhönnu þurfti að fara í keisara hún fór aldrei almennilega af stað og við komumst ekkert inn í hana hún opnaði sig ekki.Þá kom í ljós að lömbin voru dauð inn í henni fyrir kanski 4 til 7 dögum síðan og þá gerist ekkert. ![]() Fíóna var sónuð með þrjú en kom með 2 og eitt úldið. Þau eru undan Ísak. Það má svo skoða fleiri myndir af þessum hluta hér inn í albúmi. Seinni Hluti sauðburðar ![]() Það gerði svo slæmt veður enn og aftur og við rákum allt inn í hlöðu aftur. ![]() Við höfum aldrei séð lömbin eins gæf eins og í ár þau eru nánast öll spök. ![]() Hér eru stelpurnar að nálgast Hnotu út á túni. ![]() Ég er svo hrifin af gráu gimbrinni undan Móra sæðishrút. ![]() Öskubuska með hrút og gimbur undan Ask. ![]() Stærðar þrílembingar undan Hrímu og Svan. Svanur er lambhrútur hjá okkur undan Máv. ![]() Ég alveg dýrka þessa móbotnóttu gimbur undan Eik og Móra hans Sigga hún er svo rosalega gæf að ég fæ engan frið þegar ég er að sópa grindurnar. ![]() Skemmtilega mikið af móruðu hjá okkur núna hér eru tveir hrútar undan Mónu Lísu og Móra hans Sigga. ![]() Móheiður er með tvo hrúta einn móflekkóttan og svo hvítan undan Kaldnasa. ![]() Svo gaman þegar þær eru svona gæfar hér er Vaíanna hennar Emblu og Dollý hans Sigga. ![]() Freyja og Gribba hans Sigga sem er gemlingur og er búnað vera svo stygg við Sigga í vetur en liggur svo killiflöt fyrir Freyju og leyfir henni að klappa sér. ![]() Birgitta frænka kom í heimsókn að kíkja á lömbin sín undan Snotru. ![]() Náði skemmtilegri hoppmynd af gimbrinni hennar Mjöll hans Sigga. ![]() Gimbur undan Botnleðju sú botnótta og svo flekkótt gimbur undan Þoku. ![]() Gimbrin undan Mjöll hans Sigga og svo undan Þoku. ![]() Gimbur undan Gersemi og Ask. ![]() Mikil litadýrð í þessari kró. ![]() Þetta krúttlega lamb er tvílembingur undan gemling og var vanið undir stærstu rolluna í húsinu sem missti lambið sitt he he og það er mjög fyndið að sjá þau saman. Hún alveg elskar þetta litla fósturlamb sitt og flóð mjólkar því svo það verður spennandi að sjá stærðina á því í haust. ![]() Mjallhvít með hrút og gimbur hún var sónuð með þrjú en eitt kom úldið fóstur. ![]() Morgunstjarna með gimbur og hrút undan Grettir. Það eru svo fleiri myndir hér af þessum hluta. Jæja sauðburðar lok nálgast ![]() Freyja með vinkonur sínar Vaíönnu og Möggu Lóu. ![]() Ég hef miklar trú á þessum svarta hrút undan Zeldu og Kraft hann fæddist alveg ofboðslega þykkur og mikill eins og sjá má á myndinni svo það verður spennandi að sjá hann í haust hvernig hann stigast. ![]() Ekki skemmir heldur fyrir hvað hann er rosalega gæfur eins og flest lömbin eru og það er svo yndislegt og svo gaman fyrir krakkana þegar kindurnar eru svona gæfar. ![]() Embla og Benóný með fallega botnuhosótta gimbur í sófanum. ![]() Krakkarnir ánægðir í sveitinni hjá ömmu Freyju og afa Bóa með hænu ungan sem þau voru unga út. ![]() Eini unginn sem kom úr útungunarvélinni hjá þeim sem þau keyptu af Aliexpress en það er líka spurning hvort haninn sé ekki nógu frjór. ![]() Skrýtla kom með móflekkótta hrúta undan Tinna hans Gumma Óla. ![]() Tunga með hrútinn sinn undan Bjart sæðishrút hann á eftir að verða flottur. ![]() Dröfn með þrílembingana sína undan Berg sæðishrút en eitt var vanið undan henni. ![]() Eik að fara út með flottu gimbrina sína. ![]() Þoka með flottu lömbin sín undan Gretti. ![]() Ófeig með þrílembingana sína undan Móra hans Sigga. Tala með lömbin sín undan Grettir.![]() Hexía með lömbin sín undan Ísak. ![]() Næla með lömbin sín undan Svan. ![]() Rósa með hrútinn sinn. ![]() Fía Sól með gimbrar undan Ask. ![]() Gemlingarnir komnir út með lömbin sín. ![]() Hríma með þrílembingana sína það var eitt vanið undan henni. ![]() Rakel gemlingur með lambið sitt undan Glám hans Sigga. ![]() Skuld með lömbin sín undan Hlúnk. ![]() Pæja með hrútana sína undan Kraft. ![]() Bræla með sín lömb undan Kraft. ![]() Þá er seinasta kindin komin út það er hún Sunna gemlingur með lömbin sín undan Glám hans Sigga. Jæja þá held ég að þetta sé nokkurn veginn komið hjá mér í bili og hér er restin af myndunum í albúmi. 09.05.2018 22:37En Kalt í veðri og sauðburður byrjar af krafti![]() Svona er þetta búnað vera inn á milli núna í endaðan apríl og byrjun maí. ![]() Allt hvítt.byrjar ekki vel þetta sumar. ![]() Hér er Villimey með hrút og gimbur undan Ísak. ![]() Gribba gemlingur er undan Máv og Svört hans Sigga og hér er hún með svakalega fallegan hrút undan Ask. ![]() Glóð gemlingur með móflekkótta gimbur undan Knarran hans Bárðar. ![]() Gurra gemlingur með tvílembingana sína undan Hlúnk hans Sigga. ![]() Hér sjást þau betur. ![]() Stelpurnar fögnuðu snjónum og fóru að búa til snjóbekk. ![]() Hér er Freyja kominn á bekkinn. ![]() Svo gerðu þær sér lítið fyrir og reistu þessa flottu snjókarla. ![]() Hér er einn þrílembingur undan Skuggadís sem kom þrem tímum seinna. Hér er verið að blása í þessa gráu gimbur hita. Hún bar einum hrút og það kom smá sleikja með honum sem var eins og það væri eitthvað dautt í henni og ég fór inn í hana og þreifaði en fann ekkert og taldi að hin tvö væru dauð í henni og þar af leiðandi vandi ég einn þríelmbing frá Sigga undir hana og það gekk mjög vel. Þegar Siggi kom svo í húsin tók hann eftir að hún var búnað bera tveimur í viðbót og þá var hún allt í einu kominn með 4 lömb . Það tókst svo fljótlega að venja þetta undan henni og núna er hún bara með fósturlambið sem hún fékk hjá Sigga he he fyndið hvernig þetta æxlaðist en það hitti bara á að hin lömbin voru svo svöng að það lá betur við að venja svangt lamb undir en satt svo það færi strax á spena. ![]() Embla er alveg að elska að stússast í sauðburðinum. Jæja ákvað að henda þessu inn aðeins til að sýna smá lit en annars er bara allt á haus hjá okkur og nóg að gera í sauðburði sem og að reyna halda heimilinu og krökkunum í standi meðan þessa mikla vinna er í gangi en þetta er alltaf jafn gaman og spennandi. Það er allt komið á fullt núna og búið að fæðast fullt af lömbum og flottum litum sem ég á eftir að gefa mér tíma í að setja hér inn þegar fer að róast hjá mér. Það er svo eitthvað af myndum hér inn í albúmi. 30.04.2018 20:49Sauðburður hafinn 2018![]() Þessi átti tal 4 maí og bar í dag. Hún var borin alveg sjálf þegar ég kom í fjárhúsin. Þetta er hún Sól gemlingur og lambið er undan Blika frá Bárði og Dóru. Svo nú er biðin á enda og þetta er byrjað okkur til mikilla gleði og ég tala ekki um fyrir krakkana þau voru orðin jafn spennt og ég he he. ![]() Þessi dúfa var á túninu inn í Tungu í dag. 30.04.2018 20:26Heimsókn til Jóa og Auðar í fjárhúsin![]() Hér eru félagarnir Jói og Emil í glæsilegu kaffistofunni í fjárhúsunum hjá Jóa og Auði Hellissandi. ![]() Hér er ein hjá þeim með 2 mórauða hrúta undan Móra frá Sigga í Tungu. ![]() Hér er Sunna sem er alsystir Mávs sem er á sæðingastöðinni frá okkur. Jói og Auður eiga hana. Hér er hún með þrílembingana sína 2 gimbrar og einn hrút. ![]() Hér er Auður að sýna Emblu kindurnar. ![]() Embla að fá að halda á mórauða hrútnum hjá þeim. ![]() Hér eru Embla, Freyja og Benóný með einn þrílembingin hennar Sunnu. ![]() Hér er Jói að sýna okkur lömbin. ![]() Hrútarnir þeirra Steinríkur og Ástríkur. Svo þroskamiklir og fallegir. ![]() Hilmar að spjalla við Benóný og Emil. ![]() Ég fékk smá start í burðinn því það var ein að bera hjá þeim og það kom bara haus og önnur löppin svo ég fékk að koma því í heiminn og allt gekk vel. ![]() Hér er það svo komið. ![]() Hér er svo hitt komið. Tvær fallegar gimbrar undan Steinríki. ![]() Benóný finnst þetta mjög skemmtilegur tími þegar lömbin koma svo það verður gaman þegar þau koma hjá okkur. Alltaf gaman að fá að kíkja í fjárhúsin hjá Jóa og Auði svo snyrtileg og flott og tala ekki um geggjuðu kaffistofuna. Það eru svo fleiri myndir af heimsókninni hér inn í albúmi. 29.04.2018 21:11Kíkt á sauðburð hjá Gumma Óla Ólafsvík![]() Það var mjög gaman fyrir krakkana að fara með Gumma út á tún og sjá hvað þær eru gæfar hjá honum. ![]() Frábært að sjá traustið sem er hér á milli þeirra. ![]() Hér er hún svo alveg komin til hans. ![]() Og svo alveg í dekrið að láta klóra sér alveg yndislegt þegar þær eru svona spakar og ég tali ekki um þegar þær eru úti að ná að klappa þeim svona. ![]() Hér er ein með lamb úti. ![]() Hér er önnur en við náðum ekki að komast nær henni. ![]() Stelpurnar með pósið á hreinu he he. ![]() Hér erum við komin inn að skoða lömbin. Benóný ,Freyja ,Aníta og Embla. ![]() Hér er ein nýborin og búið að venja undir hana eitt. ![]() Þessa á Óskar í Bug og hún er með móflekkótta gimbur. ![]() Hér er gimbur og hrútur undan Kölska og hrúturinn er mjög þykkur. Hann er búnað fá sæðinga líka undan Gutta og Bjarti sem ég náði ekki að taka mynd af. Það eru svo fleiri myndir af heimsókn okkar hjá Gumma hér inn í albúmi. Skrifað af Dísu 29.04.2018 20:50Áfram kalt og snjór![]() Það heldur áfram að kólna hjá okkur og þetta var svona um daginn alveg hvítt niður að Mávahlíð. ![]() Aníta og Embla með mér í fjárhúsunum. ![]() Freyja líka hér er hún að knúsa Vaíönnu. ![]() Gemlingarnir eru orðnir vel stórir hér er ein sem er undan Part og Dóru og er sónuð með 2. ![]() Hér er svo hluti af gemlingunum. ![]() Jæja aðeins að bráðna snjórinn aftur. ![]() Benóný var ekki sáttur við mömmu sína á laugardaginn. Hann fékk að fara út í bíl og horfa á dvd og ég kveikti ekki alveg á bílnum og hann varð svo rafmagnslaus. Vigfús frá Kálfárvöllum pabbi Anítu kom svo og reddaði okkur og við komumst heim. Emil var út á sjó og Bói að vinna og svo það var frábært að Vigfús kæmist að hjálpa okkur. Það er enn allt rólegt hjá okkur og engin sauðbuður hafinn en það fer alveg að bresta á. 26.04.2018 18:19Undirbúningur fyrir Sauðburð![]() Freyja að hjálpa mömmu sinni að baka fyrir sauðburðinn. ![]() Að byria fletja út fyrir skinkuhorn. ![]() Fyllingin beikonostur,skinkumyrja og skinka. ![]() Fékk svo fleiri aðstoðarmenn í hópinn. ![]() Freyja að krydda ofan á með oregano. ![]() Komið úr ofninum. ![]() Búið að skella í poka og svo sett inn í frystir svo nú eru skinkuhornin klár. ![]() Það var mjög sumarlegt á mánudaginn. ![]() Allt leit vel út og farið að grænka með hverjum deginum sem sólin sést. ![]() Svo á þriðjudaginn byrjaði að kólna aftur og orðið grátt i fjöllum. ![]() Og það heldur áfram að vera svona kalt og í dag snjóar áfram. ![]() Hestarnir að viðra sig. ![]() Fyrir mokstur og stungu með skóflu í hesthúsunum. ![]() Smá mundur þegar búið er að stinga í gegn. Læt þetta duga af bloggi í bili. 22.04.2018 20:37Gleðilegt sumar og Freyja byrjar að hjóla![]() Freyja duglega stelpan okkar gerði sér lítið fyrir um daginn og fór að hjóla eins herforingi án hjálpardekkja þegar mamman og pabbinn gáfu sér loksins tíma til að losa hjálpardekkinn og koma henni af stað. Hún er svo rosalega ánægð og hjólar á hverjum degi til að æfa sig meira og meira og við auðvitað að springa úr stolti af henni. ![]() Siggi sprautaði fyrir okkur seinni sprautuna fyrir lambablóðasótt og hér erum við búnað hólfa niður og allt orðið klárt svo það fari sem rólegast fram. ![]() Krakkarnir í Grunnskólanum voru að selja þessar fallegu rósir og þær standa heldur betur fyrir sínu og eru mjög tignarlegar. ![]() Aðalfundur Búa var haldinn 16 apríl. Við fengum verðlaunaskjal fyrir þriðja hæðst stigaða lambhrútinn og svo skjal fyrir veturgömlu sýninguna sem var í fyrra haust þar áttum við besta mislita og kollótta. Það má svo sjá nánari umfjöllun um fundinn hér inn á 123.is/bui En myndir af fundinum eru hér inn í albúmi. Það styttist nú óðum í sauðburðinn hjá okkur ég kláraði að vinna núna á föstudaginn ég er búnað vera í afleysingum á leikskólanum frá 8 til 12. Það hefur hentað mér rosalega vel því þá næ ég að fara svo beint inn í sveit að gefa og svo snögga sturtu og sækja börnin í leikskólann og skólann kl 2. Svolítið kapphlaup stundum en alltaf gengið vel upp. Núna ætla ég að gefa mér tíma í að undirbúa fyrir sauðburð sem hefst eftir næstu helgi. Fyrsta á tal 4 maí en gæti orðið eitthvað fyrr því það eru tvílembdir gemlingar sem eiga tal ásamt fleirum það eru 9 sem eiga tal þá. Svo byrjar þetta bara að krafti upp úr því. ![]() Þetta er Bliki frá Bárði og Dóru ég er mjög spennt að sjá lömbin undan honum ég á að fá 3 lömb undan honum. ![]() Bónus frá Bárði hann fékk hann hjá mér og hann er undan Bekra. Ég á von á að fá aðeins 2 lömb ég fór með eina kind í hann. ![]() Knarran frá Bárði. Ég er ómótstæðilega spennt yfir að fá lömb undan honum enda liturinn geggjaður. Ég á von á 3 lömbum undan honum. Krossa fingur að fá draumalitinn minn móhosótt með sokka. Ætla taka jákvæðnina á þetta Ég ætla að fá móhosótt ![]() Skjöldur hans Bárðar sem var Héraðsmeistari í haust. Því óláni varð Bárður fyrir að hann missti hann í vetur. Ég á von á 2 lömbum undan honum. ![]() Hlúnkur hans Sigga í Tungu hann er undan Skessu og Máv. Ég á von á 9 lömbum undan honum. ![]() Svanur frá mér undan Máv og Svönu. Við eigum von á 18 lömbum undan honum. ![]() Kraftur frá okkur og í eigu Emblu dóttur minnar og er undan Ísak. Við eigum von á 10 lömbum undan honum. Þessi er því miður ekki til lengur það kom eitthvað fyrir hann og við þurftum að lóa honum. en fáum allavega eitthvað af lömbum undan honum. Jæja langaði bara sýna ykkur smá innsýn inn í hvernig lambhrútarnir litu út sem við notuðum svo notaði ég líka svartan lambhrút frá Gumma Óla og á von á 6 lömbum undan honum. 07.04.2018 22:04Páskar 2018Páska bloggið kemur heldur seint en við höfðum það rosalega gott í páskafríinu og höfðum í nógu að snúast. Emil fór með ullina og fór með restina af rúllum inn í hesthús. Birgitta gisti hjá okkur tvær nætur og Bjarki Steinn kom og var með krökkunum líka og það var rosalega gaman hjá okkur. Við fórum til Bárðar inn að Hömrum og fengum að skoða hænu unga og það fannst krökkunum æði. Við fórum svo suður á laugardeginum og Birgitta fór heim til sín og við áttum frábæran dag með Steinari bróðir Emils og Unni og krökkunum. Krakkarnir fóru í boltaland og svo fórum við með þau í bíó og sund. Daginn eftir 1 apríl átti Emil afmæli og það var páskadagur og við fengum Freyju og Bóa, Sigga í Tungu,Jóhönnu og Huldu mömmu mína í mat til okkar og það var auðvitað lambalæri og lamba fillet í páskamatinn og afmælis kaka í eftirrétt fyrir prinsinn minn. ![]() Gleðilega páska hér eru krakkarnir með hænu ungana hjá Bárði með Kirkjufellið í baksýn. ![]() Allir saman að borða súpu hjá Þórhöllu og Jóhanni. ![]() Popp og video hjá Bjarka, Birgittu, Emblu og Freyju. ![]() Birgitta búnað búa til pizzu. ![]() Og Freyja. ![]() Og Bjarki rosalega duglegur. ![]() Embla svo dugleg að hjálpa mér. ![]() Flottar vinnukonur með mér í fjárhúsinu. ![]() Benóný að kíkja á rollurnar. ![]() Í göngutúr með Messí og Pollý við erum að passa þær meðan Maja systir og Óli eru úti í Flórída. ![]() Emil með kátu frænku sína hana Kamillu Rún dóttir Steinars bróðir Emils og Unnar. ![]() Á leiðinni til Rvk. ![]() Svo gaman að fá að halda á Kamillu frænku. ![]() Svo gaman hjá Alex að fá að koma í stóra bílinn hjá Emil frænda. ![]() Fórum í bíó á teiknimyndina Lói rosalega skemmtileg. ![]() Emil afmælis prins 1 apríl sem var páskadagur núna í ár. ![]() Hér er Emil með afmælis kökuna og Siggi í Tungu. ![]() Allir búnað finna páskaeggin sín. ![]() Emil með prinsessunum okkar. ![]() Og Messí og Pollý voru líka með í afmælis partýinu. ![]() Kósý hjá krökkunum okkar að fá að borða inn í stofu. ![]() Páska skreytingin. ![]() Birgitta að tala við rolluna sína hana Snotru. ![]() Mættar í hesthúsin. ![]() Að kemba. ![]() Aw svo sætir ungar. ![]() Birgitta og Freyja. ![]() Benóný með unga. ![]() Gemlingarnir hjá Bárði. ![]() Benóný að tala við Golsu sem Bárður fékk hjá okkur. ![]() Skjöldur hans Bárðar þetta hefur örugglega verið síðasta myndin sem tekin var af honum því hann drapst því miður hjá honum um daginn. Ömurlegt þetta var skjaldhafinn 2017. Feikilega fallegur hrútur og það verður mikil eftirsjá að hafa misst hann. ![]() Hér eru svo lambhrútarnir hjá honum. ![]() Ég fór með rollur í þennan móflekkótta og er svo spennt að sjá hvaða liti ég fæ vona að það sé loksins komið að því ári hjá mér að ég nái að rækta móhosótt. ![]() Svo geggjuð á litinn gimbrin sem Bárður fékk hjá Sigga í Tungu með svarta slettu. ![]() Hér er hún Messí með mér í fjárhúsunum. Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu hér inn í albúmi. 29.03.2018 23:38Embla 7 ára 28 mars![]() Embla og Freyja búnað aðstoða mig við að skreyta kökuna hennar Emblu. ![]() Við Embla fórum á páskabingó. ![]() Og hún vann bingó og fékk páskaegg. ![]() Gulur dagur í skólanum og leikskólanum. ![]() Embla og Eiríkur bekkjabróðir hennar héldu 7 ára afmælin sín saman í íþróttahúsinu. Það var grímubúninga afmæli. ![]() Eiríkur var með angry birds köku. ![]() Embla var með pony köku. ![]() Embla Marína orðin 7 ára svo ótrúlegt hvað tíminn flýgur. Hún er lífsglöð og full af orku og gleði. Mikil dýramanneskja elskar hesta og kindur. Betri stúlku er ekki hægt að óska sér við elskum hana svo endalaust mikið. ![]() Koggi,Embla og Aníta. ![]() Flottar prinsessur Sandra og Jenný. ![]() Svo gaman ![]() Svo var að opna gjafirnar. ![]() Það var svo gaman að sjá metnaðinn í búningunum. ![]() Embla skvísa orðinn 7 ára. ![]() Við gáfum henni þessi föt í afmælisgjöf. ![]() Aníta vínkona Emblu gisti hjá okkur og hér eru þær að borða morgunmat. ![]() Messý og Pollý hundarnir hennar Maju systir eru komnir í pössun hún og Óli eru farin til Flórída yfir páskana og aðeins fram í apríl. Hér eru stelpurnar sáttar með þær. það eru svo fleiri myndir af afmælinu og því hér inn í albúmi. 29.03.2018 23:21Klaufsnyrting,snjór og fleira![]() Uppáhalds útsýnið mitt. ![]() Snjórinn lét aftur sjá sig. ![]() Við þurftum að moka bilinn út. ![]() Tókum nokkrar sem þurftu á klaufsnyrtingu að halda en við sluppum nokkuð vel í ár þvi það voru ekki margar sem þurfti að klippa. ![]() Emil var alveg með þetta og svo er alveg snilld að nota stólinn sem Bói bjó til. ![]() Emil að hjálpa Einari nágranna að moka það fylltist allt í götunni hjá okkur. ![]() Embla og Aníta með gemlingunum. ![]() Duglegar vinnukonur Aníta,Freyja og Embla. ![]() Benóný með gemlingunum. Það er alveg 2 vikur síðan þessar snjó myndir og þessar myndir voru teknar ég bara var ekki búnað gefa mér tíma til að blogga. Ég er byrjuð að vinna á leikskólanum hálfan daginn og verð það fram að sauðburði. ![]() Við hjónin á leiðinni á árshátíið Snæfellsbæjar. Það eru svo fleiri myndir af þessu inn í albúmi. 29.03.2018 22:23Fyrsta hestamannamótið í reiðhöllinni í ÓlafsvíkFyrsta hestamannamótið var haldið um daginn í flottu reiðhöllinni í Ólafsvík og var góð mæting á það bæðir af fólki og keppendum. Við skráðum bæði Emblu og Freyju á mótið í polla flokkinn og höfðum nú meiri trú á henni Emblu okkur enda er hún miklu vanari en Freyja en þegar við vorum komin og hún sá allt fólkið þá fraus hún Embla alveg og þorði ekki að fara en Freyja stóð sig alveg frábærlega og kom okkur á óvart hvað hún var óhrædd því hún hefur verið frekar smeik eftir að hún datt af baki í síðustu teymingu sem var á opnun reiðhallarinnar. Þetta var alveg frábær sýning hjá öllum og reiðhöllin alveg til fyrirmyndar og svo var spiluð tónlist undir sem gerði svo skemmtilega stemmingu. ![]() Við Freyja klárar. ![]() Hér erum við í polla flokknum. ![]() Selma og Ismael. ![]() Við Freyja og Sölvi og Kári. ![]() Hérna er Ari frá Brimisvöllum og stelpa sem er dóttir Iðunnar frá Dalsmynni. Embla hefði getað farið með og verið alveg sjálf ef hún hefði viljað fara. ![]() Hér er hluti af krökkunum sem tóku þátt. ![]() Og hér eru restin og nú var komið að verðlauna afhendingunni. ![]() Hér er Þór að gefa Ismael verðlaunapeninginn sinn. ![]() Hér er Freyja að fá sinn. ![]() Svo dugleg stelpa og ánægð með fyrsta peninginn sinn. ![]() Svo flott hjá þeim og hér er Ismael að sýna mér sinn pening svo stoltur. ![]() Hér er smá innsýn í Reiðhöllina og þarna er kaffistofan uppi. ![]() Svo eru sæti öðru megin til að sitja. ![]() Bjarki Steinn fékk lika að prófa. ![]() Hér eru svo fullorðnu að sýna. ![]() Sveinn frá Grundarfirði. ![]() Heimir. ![]() Snævar. ![]() Sölvi. ![]() Sigrún Ólafsdóttir frá Hlíð var dómari. ![]() Hér er kaffistofan uppi. ![]() Það var gaman að sjá Trausta og Kristmann mæta á sýninguna. ![]() Brá stóð sig vel í kaffinu og samlokugerðinni. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. 29.03.2018 22:03Árshátíð hjá Benóný og Emblu í skólanum![]() Þema árshátíðarinnar var Ávaxtakarfan. ![]() Embla var að leika banana. ![]() Benóný var ananas. ![]() Benóný var líka í kórnum. ![]() Hérna er Embla að leika. ![]() Hérna er Benóný að leika vonda anansinn sem hann fór aðeins og djúpt í atriðið og sagði frekar hátt setninguna sína í míkrafóninn svo allir í félagsheimilinu hrukku í kút he he. ![]() Embla Marína búnað leika banana rosalega flott hjá henni. ![]() Benóný Ísak ananas og hann var svo flottur. 09.03.2018 18:01Stinga saman nefjum í bókstaflegri merkingu![]() Þessir voru nú aldeilis búnað stinga saman nefjum og meira til. Þeir náðu að krækja svona heiftarlega saman hornunum og voru pikkfastir þegar Siggi kom í fjárhúsin. ![]() Ekki nóg með það að stoðin á jötunni er líka á milli þeirra eins og sjá má á myndinni. ![]() Hér hófst svo verkið að reyna losa þessa flækju í sundur. ![]() Það tók nú minni tíma en við héldum að ná þeim og allt endaði vel. ![]() Drjóli var með smá nudd eftir þetta og smá sár á eyranu. ![]() Hér er svo Glámur og hann er aðeins meira nuddaður og rauður eftir átökin milli þeirra. Siggi og Emil söguðu svo aðeins af hornunum á Drjóla því þau voru heldur líklegri til að festast svona því það er svo mikill snúningur á endanum á þeim sem gerir þau auðveldara með að krækja sig föst í aðra hrúta. Já allt getur skeð með þessa hrúta he he en allt er gott sem endar vel. Við sprautuðum svo gemlingana fyrri sprautunni um daginn. Annars er bara allt rólegt í sauðfjárræktinni og bara löng bið að bíða spennt eftir sauðburði. 21.02.2018 10:01Vetrar rúningur, Snjór og smá óhapp.![]() Fallega sveitin í Fróðarhrepp skartar hér sínu fegursta milli lægða sem ganga hver á eftir annarri núna síðast liðnar vikur og enn er önnur á leiðinni. Ég myndi nú samt bara segja að þetta væri almennilegur vetur eins og maður man eftir þeim sem krakki. Vera fastur í sveitinni, rafmagnið alltaf að fara og engin skólabíll því allt er ófært. ![]() Guðmundur Þór kom til okkar á laugardaginn og tók af seinni rúninginn. Alltaf jafn laginn við þetta og þær verða svo vel klipptar og fínar. Það var svo tekið allt af hrútunum. ![]() Þetta er alveg magnað hvað hann er fljótur og yfirleitt eru þær þægar og afslappaðar en þó eru sumar sem eru óþekkar og erfiðari viðfangs. ![]() Gemlingarnir orðnir svo vel snyrtir og fínir. ![]() Og rollurnar líka og gaman að sjá litadýrðina undir sem verður allt öðruvísi eins og sjá má á flekkóttu rollunum þær verða sumar eins og dalmatíu hundar. ![]() Hrútarnir fyrir rúninginn. ![]() Eftir rúning hér er Ísak svo vel snyrtur og flottur og Grettir er fyrir aftann hann. ![]() Emblu fannst þeir svo fyndnir svona he he. ![]() Hérna eru klifrarnir mínir Drjóli hans Sigga og Kaldnasi okkar. ![]() Askur. ![]() Grettir hans Sigga. ![]() Lambhrútarnir fyrir rúning. ![]() Eftir ný snyrtir og fínir. Sá mjóhyrndi er sauðurinn hans Sigga. ![]() Hér eru þeir allir og einn er sauður. ![]() Ein læra mynd af þeim. Ég var fyrir vonbrigðum hvað Kraftur virkar bara frekar lítil og ekki mikil læri á honum en vonandi á hann eftir að fóðrast betur og stækka. Sauðurinn hans Sigga aftur á móti hefur tekið mikinn vaxtakipp og er orðinn stærri en Kraftur. Kraftur er hrúturinn hennar Emblu og er undan Ísak og Ísól. Hinir 2 hvítu við hlerann eru frá mér og Sigga og eru báðir Máv synir. ![]() Gemlingarnir hans Sigga í Tungu. ![]() Gjöfinni lokið hjá veturgömlu og gemlingunum. ![]() Gjöfinni lokið hjá rollunum. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. ![]() Já það eru ekki bara túristarnir sem eru að keyra útaf í vetur he he. Ég var á leiðinni einn morguninn að fara að gefa og mætti flutningabíll og víkti aðeins of mikið út í kant og rann aðeins útfyrir og þegar ég reyndi að jugga mér aftur upp á veginn grófst bílinn bara meira niður . Þvílíkur klaufaskapur í mér og svo hafði ég mestar áhyggjur að Emil yrði ekki nógu fljótur að koma því ég skammaðist mín svo mikið að einhver sem ég þekkti myndi keyra framm hjá he he frekar vandræðalegt þar sem ég er á þessum fína jeppa og þekki þessa leið inn í sveit út og inn og fer hana á hverjum degi og jafnvel oft á dag. En það er ekki allt óhöppin geta alltaf gerst. ![]() Emil og Gylfi komu svo fljótlega og kipptu þessu í lag. ![]() Sjóararnir voru sko alveg með þetta Gylfi með svaka kaðal sem var gaddfreðinn he he en þeir náður honum í sundur og höfðu pínu áhyggjur að ná bílnum ekki upp á veginn aftur því hann var svo langt kominn á hliðina en það hafðist eins og í sögu og bílinn bara fór beint upp á veginn og ég gat haldið leið minni áfram inn í fjárhús Já það er frábært eiga góða og hjálpsama granna Gylfi býr við hliðina á okkur í Ólafsvík og er mjög þakklát fyrir að Emil gat leitað beint til hans og að þeir gætu hjálpað mér úr þessari klípu. ![]() Skafl við endann á húsinu hans Gylfa í götunni okkar Stekkjarholti og svo má sjá fyrir aftann Ólafsvíkur Enni og sjóflóðavarnirnar sem eru fyrir ofan Heilsugæslustöðina. ![]() Hér sést húsið hans Gylfa og svo húsið okkar. ![]() Þessar skvísur eru sko alveg að elska þennan snjó þetta er Aníta vínkona Emblu og svo Embla og Freyja. ![]() Benóný að renna í Sjómannagarðinum. ![]() Freyja að renna sér. ![]() Allt er á kafi í snjó hjá Freyju og Bóa inn í Varmalæk. ![]() Skaflinn fyrir framan hús nær yfir tréin sem eru þar fyrir aftan skjólvegginn og þekur skaflinn hann alveg. ![]() Mikið stuð að renna sér hér þverhnýtt niður. ![]() Embla er alveg að elska þetta. ![]() Freyja inn í kofanum sem er á kafi. ![]() Flottar að fara búa til snjóhús. ![]() Í hliðinu hjá ömmu og afa allt alveg á kafi. Þau muna ekki eftir að það hafi komið svona mikill snjór síðan þau fluttu inn eftir. Snjórinn er það mikill að krakkarnir ná að fara bak við hús og klifra upp á þak. ![]() Búnað moka sér snjógöng til að renna sér niður. ![]() Þetta er alveg æði að fá svona mikinn snjó fyrir börnin þeim finnst þetta æðislegt en það er verst hvað þau fá stuttan tíma til að njóta hans því það er alltaf brjálað veður og núna á svo að fara rigna svo það má búast við að megnið af honum fari burt og við tekur að allt fari á flot og mikið slabb og leiðindi. Flettingar í dag: 937 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 1618 Gestir í gær: 9 Samtals flettingar: 2629968 Samtals gestir: 89502 Tölur uppfærðar: 16.11.2025 15:36:20 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is