|
Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
12.09.2016 23:17Tiltekt í fjárhúsum og rollu rúntur í sept![]() Veðrið er búið að vera yndislegt í ágúst og byrjun september ég man bara ekki eftir að hafa upplifað svona geggjað veður dag eftir dag eins og það hefur verið núna í allt sumar. Já ég er mjög þakklát fyrir þetta æðislega sumar það mun sitja fast í huga manns um ókomin ár og vonandi munum við fá að upplifa þetta á komandi árum. ![]() Lömbin eru líka svakalega væn í ár og væntingarnar því orðnar mjög miklar að fá að sjá hvernig þau koma út í stigun eftir þetta sumar. Þessi hrútur er tvílembingur undan gemling í vor en var vanin undir Saumavél. Hann er undan Tölu og Máv. ![]() Þessi gimbur er undan Vofu og Korra og vona ég að hún verði ásettningur hún er svo fallega hosótt. ![]() Hrúturinn hennar Dóru undan Saum sæðishrút. ![]() Frá Jóhönnu Snúlla með hrútinn sinn . ![]() Gimbrin hennar Maístjörnu sem gengur undir Hrímu hennar Jóhönnu. ![]() Fíóna með hrútana sína sem eru undan Styrmi. Fíóna er undan Aþenu og Soffa . Ég bind miklar vonir við að sá mórauði verði hæfur til ásettnings því Fíóna er af Hlussu kyninu mínu og hér ætti ég að geta fengið miklar kynbætur í mórauða stofninn minn. ![]() Var að þrífa fjárhúsin um daginn og fékk ekki frið fyrir Donnu hundinum mínum hún gelti stanslaust og ég þorði ekki öðru en að fara rúnt og athuga hver ansk... væri hlaupinn í hundinn og þá blasti þetta Hrafnaþing við mér. ![]() Ása með gimbrina sína. ![]() Þessi gimbur er undan veturgamalli sem bar seinast og hún hefur lent í einhverju hún er draghölt eða jafnvel fótbrotin. ![]() Þessi er undan Glódísi og Korra. Það var keyrt á systir hennar snemma í sumar og hún var jafn fallega flekkótt. Vonandi kemur þessu vel út . ![]() Undan Tungu og Ísak. ![]() Tunga með hinn hrútinn sinn. ![]() Fallegur hrútur frá Sigga í Tungu. ![]() Gimbrin á móti. ![]() Svakalegur bolti frá Sigga undan Skessu og ísak. ![]() Emil að mála járnið fyrir ofan svo eigum við eftir að mála líka vegginn hvítan. ![]() Við búnað rífa járnið af veggnum og eigum svo eftir að klæða það með nýjum plötum. ![]() Siggi búnað setja járnplöturnar á hjá sér. ![]() Ég búnað mála eina jötuna og svo voru tvær eftir í viðbót. Þetta er allt annað það er svo bjart og snyrtilegt núna. Það fóru svo næstu dagar í að negla niður grindurnar og mála . Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu. 29.08.2016 01:15Rúntur 27 ágúst.![]() Mjallhvít með lömbin sín undan Máv. ![]() Hrútarnir hennar Frigg orðnir svo flottir þeir eru undan Máv. ![]() Það er búið að vera svo frábært veður að það er alveg æðislegt. Mér leiðist aldrei að taka mynd af Snæfellsjöklinum okkar. ![]() Svört hans Sigga með lömbin sín undan Máv. ![]() Hrútarnir hennar Rauðhettu. ![]() Fengum að kíkja á dýralífið hjá Óla í Ólafsvík. ![]() Hann og Heimir eru með svín og það fannst krökkunum æðislegt að fá að sjá. ![]() Dollý hans Sigga með lömb undan Skara. ![]() Við fórum og sóttum Mána okkar hann var í frumtamningu hjá Arnari á Kálfárvöllum. Það verður gaman að fara prófa hann. ![]() Næla er undan Snældu og Tvinna. ![]() Þessi er undan Nælu veturgömul og Máv. ![]() Djásn var besti gemlingurinn okkar í fyrra hér er hún með tvílembingana sína sem ganga báðir undir henni. Djásn er undan Guggu og Tvinna og er hér með lömb undan Korra hans Sigga. ![]() Gimbrin hennar. ![]() Hrúturinn. ![]() Gimbranar hennar Snót og Ísaks. ![]() Gimbur undan Ýr og Vetur. ![]() Undan Svönu og Kölska. ![]() Hrúturinn undan Svönu og Kölska. ![]() Undan Frigg og Máv. ![]() Undan Skoppu og Korra. ![]() Gimbrin á móti. ![]() Undan Dóru og Saum sæðishrút. Dóra er einspena svo gimbrin á móti var vanin undir Gersemi og Dóra fékk að vera bara með þennan. ![]() Þessi er undan Zeldu og Drjóla Hængsyni frá Sigga Tungu. ![]() Ísól með hrútinn sinn undan Máv. Jæja þá er þetta komið flott í bili og hér má sjá fullt af myndum af þessu öllu. 29.08.2016 01:097 ára afmæli Benónýs.![]() Benóný Ísak frumburðurinn okkar var 7 ára 19 ágúst. Hann er að fara í annan bekk og er búnað missa 4 barna tennur og er núna tannlaus uppi af báðum framm tönnunum ![]() Það var líka horft á bíó. ![]() Hann hélt upp á afmælið sitt í félagsmiðstöðinni og tókst það rosalega vel og var mjög gaman hjá honum og nóg nýtt til að gera. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af afmælinu hans. 28.08.2016 23:51Rollu og lamba rúntur 18 ágúst![]() Emil að bera á túnin. Emil, Siggi og Bói kláruðu að dæla út úr fjárhúsunum. ![]() Frá Gumma Óla Ólafsvík. ![]() Frá Sigga. ![]() Hrúturinn á móti. ![]() Tvær fallegar gimbrar frá Gumma undan veturgamalli kind og ganga saman undir. ![]() Tvær svaðalegir boltar frá Gumma held að þær verði án efa ásettningshæfar. ![]() Falleg gimbur frá Gumma. ![]() Þessi hrútur er tvílembingur undan Kolfinnu gemling/veturgömul og sílið litla sem er graslamb villtist undan snemma í vor er bróðir hans. Þeir eru undan Máv. ![]() Álft með lömbin sín undan Ísak. ![]() Dúfa hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Skara. ![]() Skvísa með þrílembingana sína sem ganga tveir undir og eru undan Styrmi mórauða hrútnum hans Eiríks Helgasonar. ![]() Gimbrin hennar. ![]() Pæja gemlingur/veturgömul er þrílembingur undan Skvísu í fyrra og hér er hún með gimbrina sína. ![]() Æsa með hrútinn sinn. Hún er þrílembings systir hennar Pæju. Þær eru undan Glaum hans Sigga. ![]() Skálmöld veturgömul með hrútinn sinn undan Drjóla hans Sigga sem er Hæng sonur. ![]() Orðin falleg kind ég vona að hún standi fyrir sínu. Ég setti hana á því ég hafði trú á henni og ekki skemmdi liturinn fyrir því hann er svo sérstakur. En hún var alls ekki góður kostur til ásettnings en það á eftir að koma í ljós hverju hún skilar allavega lítur hrúturinn hennar mjög vel út. ![]() Eik með lamba kóngana sína. ![]() Undan Saum og Skrýtlu. ![]() Ákváðum að smala Mávahlíðar rifið þvi þær eru svo skævar á veginum. Hér er hrútur undan Mjallhvíti og Máv. ![]() Fallega Mávahlíðin sem er ei lengur okkar. Það er mér með sorg í hjarta að segja ykkur frá því að það er búið að selja Mávahlíð og Kötluholt. Það er mjög erfitt að sjá æskuheimilið sitt og jörð sem hefur alltaf verið til staðar fara í hendur annarra. Sorglegast af öllu finnst mér þó að þetta sé farið út úr okkar fjölskyldu ég hef alltaf litið á þetta sem ættaróðal og stað sem væri alltaf innan okkar ættar. Ég fer að jafnaði tvisvar á dag inn í sveit hvort sem það er rollu rúntur eða að veiða silung í vaðlinum. Krökkunum finnst líka æði að koma með mér að veiða síli og fara niður í fjöru svo þetta verður svakaleg viðbrigði fyrir mig og mína fjölskyldu en vonandi er þetta sóma fólk sem keypti og vonandi hægt að hafa góð samskipti við þau upp á að rollurnar mínar. Þær ganga náttúrulega á þessu landi og allt í kring. Svo nú er bara vera jákvæður og vona það besta ![]() Skvísurnar mínar voru svo duglegar að hjálpa mömmu sinni að smala á Rifinu að þær löbbuðu alla leið frá Mávahlíð að fjörunni í Tungu. Elska þetta útsýni með fallegustu stelpunum og flottasta Jöklinum. ![]() Þessi hrútur er þrílembingur undan Skvísu og gengur undir Viggu. ![]() Vigga með hinn hrútinn. Þeir eru orðnir mjög stórir og vænir. Hún hlýtur að mjólka vel. ![]() Berjabláu börnin mín. ![]() Þennan fann Siggi út á túni upp blásinn og á hliðinni. Hann tók hann upp í fjárhús og stakk á hann og gaf honum parafine olíu og hann lét samt lítið á bera að hann væri að fara lagast. Ég þrjóskaðist áfram að gefa honum olíu og Siggi las að það væri gott að gefa kakó að það myndi drekka í sig eiturefni svo við gáfum honum það. Ég fékk líka pensilín fyrir hann og við héldum þessu öllu áfram í 8 daga. Á 5 degi var hann en liggjandi og reyndi ekkert að standa upp svo ég ákvað að gefa honum hafraseiði og hélt kakóinu áfram og við vorum alltaf að skipta um hlíð hjá honum og reyna láta hann standa en það gekk hægt. Bættum svo við Ab mjólk og ég gaf honum smá build up sem er uppbyggjadi og fullt af vitamínum og reittum gras fyrir hann og gáfum honum reglulega og á 8 degi var hann loks farinn að standa og aðeins brölta um svo á níunda degi sprautaði ég hann einu sinni en og sleppti honum svo út og viti menn hann er allur að koma til byrjaður að borða og jórtra svo þetta hafðist við náðum að bjarga honum. ![]() Þetta er sæðishrútur undan Ýr og Vetur. Haldiði að eftir að þessi mynd var tekinn hafi hann verið afvelta daginn eftir í túninu og ég fann hann steindauðan. Alveg ömulegt og auðvitað eru það alltaf lömbin sem við höfum áhuga á og erum með væntingar til sem þurfa að drepast. ![]() Hér er einn rosalegur undan Gló veturgömul og Máv. Gló er Saums dóttir. ![]() Þrílembingur undan Sölku sem gengur undir Frenju. ![]() Undan Frenju og Zorró . Fæddur tvílembingur hitt kom dautt. ![]() Freyja og Eldibrandur hans Sigga svo góðir vinir. ![]() Hænurnar hjá Freyju og Bóa. Þetta er haninn Marteinn. ![]() Gersemi með gimbur unda Dóru og Saum og svo sína undan Kalda sæðishrút. ![]() Tala með gimbrina sína undan Ísak. ![]() Hosa með lömbin sín. ![]() Hér sést Mávahlíðar fjaran. Það er orðið svo vinsælt meðal túrrista að stoppa þarna niður í fjöru að það er alltaf stappað þarna af bílum og mikil traffic. ![]() Við erum búnað vera mjög dugleg að fara á hestbak og fórum með hestana inn í Tröð hjá Herði. Ég er mjög ánægð því mér finnst æðislegt að fara í reiðtúr inn í sveit það eru svo margar leiðir í boði. jæja það er svo myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi. 28.08.2016 23:42Berjaferð og sílaferð![]() Frændsystkinin flott saman Freyja Naómí og Bjarki Steinn. ![]() Við Hofatjörn sem er fyrir ofan Kötluholt upp á fjallinu. Rosalega fallegur staður. Krakkarnir voru að vaða og veiða síli meðan ég ,Þórhalla og Jóhanna týndum ber. ![]() Jóhanna, Þórhalla og Jakob að týna ber. ![]() Allir að vaða rosalega gaman. Þetta var frábær dagur og það var um 20 stiga hiti hjá okkur þennan daginn alveg yndislegt hvað sumarið er lengi hjá okkur þetta árið. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi. 10.08.2016 00:44Rúntur 8 ágúst.![]() Hrútarnir hennar Frigg og Mávs. ![]() Sæðingar undan Vetur og Ýr. ![]() Snót með tvær gimbrar undan Máv. ![]() Saumavél með gimbrina sína undan Máv. ![]() Gimbur undan Líf og Ísak. ![]() Gimbur frá Jóhönnu undan Zorró. ![]() Hrúturinn á móti hjá Jóhönnu. ![]() Hrútur undan Hrímu hennar Jóhönnu. ![]() Frá Gumma Ólafs. ![]() Skrýtla með hrút undan Saum sæðing. Gimbrin á móti undan Saum og Skrýtlu.![]() Frá Gumma Óla. ![]() Hyrna með lömbin sín undan Ísak. ![]() Hrúturinn hennar Hyrnu. ![]() Gimbrin. ![]() Ljósbrá er gemlingur síðan í fyrra sem sagt veturgömul núna og er undan Hyrnu og Tvinna. Þær halda sig saman mæðgurnar. ![]() Gimbrin hennar undan Máv. ![]() Melasóley vex við Holtsána í melnum við brúna. Mér finnst hún svo falleg, er svo skærgul á litinn. ![]() Rakst loksins á hana Dröfn mína með lömbin sín undan Ísak. Dröfn er móðir Mávs og er ein af mínum bestu kindum hún er undan Hróa sæðishrút og Guggu. ![]() Ísbrá hennar Jóhönnu með hrútinn sinn. ![]() Frá Friðgeiri á Knörr. ![]() Hitt á móti. ![]() Hrifla með hrútana sína undan Máv. ![]() Hrútarnir hennar Hriflu. ![]() Mírranda forrysta með lömbin sín undan Mugsison. ![]() Frá Sigga. ![]() Hrúturinn á móti hjá Sigga. Það eru svo fleiri myndir af þessum rúnti hér inn í albúmi. 07.08.2016 00:28Veiða síli og Fjöruferð í Búlandshöfða![]() Fjör hjá okkur að veiða síli inn í Kötluholti og hlaupa með hundana. Pollý hundurinn hennar Maju er í pössun hjá okkur og svo erum við með hundinn okkar Donnu sem er dóttir Pollý. Við tókum svo Mikka hundinn hennar Jóhönnu með því hún er að vinna og svo Perlu sem Bói og Freyja eiga svo það var mikið stuð. ![]() Svo gaman hjá þeim. ![]() Skemmtileg mynd af okkur mæðgunum vera hlaupa með síli í háfnum til að setja ofan í fötuna. ![]() Benóný töffari búnað missa báðar framm tennurnar he he. ![]() Skvísa mín með lömbin sín undan Styrmi. Ein af mínum uppáhalds rollum hún er svo spök að hún kemur alltaf til mín og fær klapp ef ég hitti á hana nálægt úti og þarf ekki að gefa henni brauð eða neitt. ![]() Betri mynd af gimbrinni hennar. Þau eru fæddir þrílembingar en ganga 2 undir. ![]() Við fjöruna í Búlandshöfða. ![]() Flott fjara og ef vel er að gáð, má sjá rollu þarna niðri við kletta vegginn. ![]() Þarna má sjá rolluna koma út úr gatinu sem er á veggnum. Mér finnst þetta svo töff staður og gaman að taka myndir. ![]() Krakkarnir inn í gatinu. ![]() Mjög flott þarna niður frá. ![]() Feðgarnir saman. ![]() Emil að fara koma gamla heim eftir heyskapinn. ![]() Vofa með lömbin sín undan Korra Garra syni hans Sigga. Það eru svo fleiri myndir af síla veiðinni og fjöru ferðinni hér inn í albúmi. 07.08.2016 00:03Veturgömlu hrútarnir![]() Ísak Tvinna sonur. ![]() Mávur Blika sonur. ![]() Zorró Glaum sonur. ![]() Drjóli Hæng sonur frá Sigga. ![]() Ísak . ![]() Zorró. ![]() Drjóli. ![]() Mávur. ![]() Flottir saman veturgömlu hrútarnir okkar og Sigga. Þurfum að fara kíkja á hornin á Ísak hann er leiðinlega náhyrndur. ![]() Við í fjöruferð niður á Mávahlíðarhellunni. Veðrið er búið að vera svo æðislegt og ég og krakkarnir erum bara föst innfrá að gera eitthvað í sveitinni. Ég veit ekkert betra en að njóta náttúrunnar með allri sinni fegurð á svona fallegum sumardögum og maður vill þá helst bara eiga heima inn í Mávahlíð og tímir varla að fara heim. Því kvöldin eru ekki síður falleg þá dettur hann niður í logn og sólin fer að setjast og allt er svo fallegt. ![]() Hosa með lömbin sín undan Korra. ![]() Dalrós með gimbur undan Saum. ![]() Æsa gemlingur með hrútinn sinn. ![]() Nál gemlingur með hrútinn sinn. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. 06.08.2016 02:23Rollurúntur 4 ágústAuðvitað var það fyrsta sem var gert eftir næstum vikudvöl í Reykjavík að keyra Vatnaleiðina heim og taka rollurúntinn í heimleiðinni. Svo daginn eftir fór ég og tók almennilegan rúnt og náði nokkurm fleiri myndum. ![]() Þessi er frá Sigga og er veturgömul man ekki hvað hún heitir. ![]() Lukka gemlingur frá mér sem bar seinust. Lambið hjá henni er eitthvað skrýtið og hefur örugglega lent í einhverju það er svo halt í afturfót. ![]() Hér er önnur frá Sigga með fallega gimbur. ![]() Soffía hans Sigga með fallegu mórauðu lömbin sín. ![]() Gemlingur frá Sigga. ![]() Jóhönnu kindur Ísbrá veturgömul og Maggý gemlingur. ![]() Fallegu lömbin hennar Þotu búnað villast undan henni. Vona að þau finni hana fljótlega aftur svo þau geti haldið áfram að stækka og verða eins flottir ásettningar og ég er búnað gera mér væntingar til ![]() Svört hans Sigga með flottu lömbin sín held þau séu undan Máv. ![]() Kvika gemlingur með hrútana sína sem hafa heldur betur stækkað miðað við hvað þeir voru litlir þegar þeir fæddust langt fyrir tímann og voru eins og smjörlikis stykki. Kvika er rosalega falleg kind ég keypti hana af Kristjáni á Fáskrúðabakka í fyrra. ![]() Önnur kind frá Sigga held að þetta sé Dropa. ![]() Skessa hans Sigga með lömbin sín undan Ísak. ![]() Ása með gimbrina sína. Ása er undan Ás sæðishrút. Það eru svo fleiri myndir af þessum rúnt hér inn í albúmi. 06.08.2016 01:54Verslunarmannahelgin![]() Áttum frábæra verslunarmannahelgi í Reykjavík. Við fengum lánaða íbúðina hjá Magga bróðir og Erlu því þau voru út í útlöndum. Við fórum auðvitað í sund á hverjum degi fyrst var það Laugardalslaugin svo kíktum við í fyrsta sinn í Nauthólsvík með Steinari og Unni og krökkunum og það var mjög gaman við grilluðum svo öll saman með Dagbjörtu, Kjartani og krökkunum þeirra heima hjá Steinari og Unni. ![]() Fjör í Nauthólsvíkinni. ![]() Kíktum á Suðurnesið og fórum á Garðskaga og kíktum á lítið kaffihús sem er inn í Vitanum ekkert smá flott. ![]() Næst á óskalistanum hjá Benóný var að fara í sund í Garðinum og það var æðisleg sundlaug og Benóný fannst rennibrautin æði og talaði um að þetta væri skemmtilegasta rennibraut í heimi he he. Það eru súper meðmæli hjá honum sem hefur prófað þær mjög margar hér á landi sem og í Tenerife. ![]() Fórum svo í heimsókn í Vogana í leiðinni til Júlíu systir mömmu og Helga og þau eiga rosalega skemmtilegan Ævintýragarð eins og sjá má og krakkarnir voru svo ánægðir að fá að setjast á þennan flotta hest. ![]() Hér er svo strákurinn sem er alltaf í fýlu á bekknum og var fundinn upp hjá Helga af syni þeirra sem alltaf var í fýlu og auðvitað skelltu krakkarnir sér á bekkinn og fóru í fýlu með fýlupokanum. ![]() Hér er svo karlinn sem fylgist með hverfinu og hreyfir hausinn framm og aftur. ![]() Hérna erum við svo komin í Húsdýragarðinn. ![]() Þau fengu öll að prófa fara í boltana og fljóta á vatninu. ![]() Benóný og Embla. ![]() Freyja ![]() Steinar og Birgitta. ![]() Unnur og Alexander. Það var svo farið í sund í Mosfellsbæ og Kópavogi hina dagana. Veðrið var frábært hjá okkur allann tímann 19 til 20 stiga hiti og sól alveg geggjað. Ég og Emil fengum svo að skella okkur í bíó og Dagbjört og Kjartan pössuðu fyrir okkur svo góð. Það var mjög gaman að komast aðeins tvö út. Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi. 28.07.2016 02:51Rollu rúntur 27 júlí![]() Eik með lamba kóngana sína. ![]() Þessi gimbur er undan Elsu og hefur vonandi villst undan frekar en að Elsa og hrúturinn á móti séu horfinn. Enda hefur mikið verið að villast undan eitthvað núna hjá rollunum finnst mér. ![]() Zelda með hrút sem gengur undir henni þrílembing undan Drífu og svo er þessi fyrir framan hana hennar og er undan Drjóla. ![]() Sumarrós með hrútinn sinn undan Marel. ![]() Rauðhetta með hrútana sína undan Styrmi. ![]() Undan Gaga og Ísak. Fæddur tvílembingur en bróðirinn drapst í fæðingu. ![]() Móheiður með lömbin sín. ![]() Kríu ungarnir virðast komast vel á legg inn í Mávahlíð í ár. ![]() Snælda með lömbin sín á harða hlaupum undan brjálaðri kríunni. ![]() Hrútur undan Frenju og Zorró og golsótta gimbrin er þrílembingur undan Sölku. ![]() Mjallhvít með hrút og gimbur undan Máv. ![]() Þota Garra dóttir með boltana sína hrút og gimbur undan Máv. ![]() Ég er svo spennt fyrir lömbunum hennar Þotu finnst þau æðisleg. Það bjargaði deginum í dag að detta svona rosalega í lukkupottinn og ná öllum þessum flottu myndum og auðvitað hjálpaði Donna hundurinn minn til við að nálgast þær. Þær sækja svo rosalega í að koma hlaupandi til hennar þegar ég er með hana með mér. ![]() Gimbur tvílembingur undan Djásn gemling og Korra. ![]() Ein önnur af hrútnum hennar Þotu. Sjáið þetta rassgat þetta verður gaman að sjá hvernig hann stigast. ![]() Undan Viggu og Styrmi. ![]() Undan Nælu gemling og Máv. Hann hefur misst merkið sitt. ![]() Lukka bar seinust í byrjun júní og hér er hún með krúttið sitt. ![]() Gemlingur frá Sigga. ![]() Flottir sæðingar undan Vetur hjá Gloppu hans Sigga. ![]() Ýr frá mér er líka með sæðinga hrút og gimbur undan Vetur. ![]() Hrútarnir hennar Frigg undan Máv. ![]() Snót með gimbranar sínar undan Máv. Lömbin undan Máv virðast í fljótu ætla verða mjög falleg á velli. ![]() Vofa með sín lömb undan Korra. ![]() Hrúturinn hennar Vofu. ![]() Gló undan Eyrúnu og Saum svo fallegur gemlingur. ![]() Hér er hrúturinn hennar undan Máv. Svo það eru komnir ansi margir fallegir gripir undan Máv sem ég er búnað ná myndum af. Ég er full tilhlökkunar yfir hverjum rúntinum sem ég fer inn í sveit núna í von um að sjá ný lömb sem ég hef ekki séð á einhvað nýtt til að mynda í næstu viku eftir verslunarmannahelgi. Auðvitað eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. Kveðja Dísa 24.07.2016 02:33Rollu rúntur![]() Næla gemlingur undan Tvinna og Svönu með hrútinn sinn undan Máv. ![]() Ýr með lömbin sín undan Vetur sæðishrút. Þessar myndir voru teknar um miðjan júní. ![]() Fíóna með hrútana sína. Þeir eru þrílembingar einn var vaninn undir aðra. ![]() Álft með lömbin sín undan Ísak. ![]() Held að þetta séu lömbin hennar Frigg. ![]() Skvísa með gimbranar sínar þrílembinga en hún gengur með 2. ![]() Eldey með hrútinn sinn svo dökkmórauður. Vona að hann verði flottur. Eldey keypti ég af Kristjáni á Fáskrúðabakka í fyrra svo falleg kind. ![]() Ýr með lömbin sín tekinn aðeins seinna í júní. ![]() Hyrna með hrútana sína undan Ísak. ![]() Mírranda forrysta með lömbin sín undan Mugison. ![]() Gimbur undan Vetur sæðishrút. ![]() Hrúturinn á móti. ![]() Gimbur undan Guggu og Zorró. ![]() Gimbranar hennar Guggu ég á von á að þær verði báðar mjög fallegir gripir. ![]() Svana með gimbrina sína undan Kölska sæðishrút. ![]() Þetta er Glódís með gimbranar sínar sem ég var búnað ákveða að báðar yrðu settar á en stuttu eftir að þessi mynd var tekin þá var keyrt á aðra þeirra. Þær eru því miður alveg skæðar hjá mér að flakka yfir veginn hjá Tungu og Hrísum og yfir Tungu Ósinn og það er en meiri hætta eftir að vegriðið var lengt. ![]() Snælda með gimbrnar sínar undan Ísak. ![]() Þota með lömbin sín undan Máv. Ég held að þetta verði miklir gullmolar. Þota er Garra dóttir og ein af mínum uppáhalds kindum. ![]() Já ég náðist á mynd í fyrsta sinn að snú á gamla traktornum. Skil ekki afhverju ég var ekki látin gera þetta fyrr þetta er bara mjög gaman og ég skemmdi ekki neitt he he en var pínu stressuð að muna hvernig ég ætti að stoppa og drepa á honum en það hafðist allt saman svo stolt af mér he he. Nú er ég orðin alvöru bóndi ![]() Nál gemlingur með hrútinn sinn. ![]() Maggý gemlingur frá Jóhönnu með lambið sitt. ![]() Verið að heyja inn í Fögruhlíð. Svartbakafellið er fallega fjallið sem blasir hér við svo tignarlegt og flott. Fleiri myndir í albúmi hér. Ég ætla reyna vera dugleg að fara rollu rúnt núna og ná fleiri myndum af lömbunum en læt þetta vera nóg að sinni. 24.07.2016 01:39Heyskapur og Rollu rúnturÞegar við komum heim að norðan var Siggi búnað slá og það var æðislegt að koma heim og sjá nýsleginn tún og lömbin sem stækka með hverjum deginum núna. ![]() Æðislegt útsýni í fallegu sveitina okkar fallegasti staður í heimi í okkar augum. ![]() Emil er á rúlluvélinni. ![]() Siggi á plastaranum og auðvitað fékk Benóný að sitja í . ![]() Bói á rakstravélinni. ![]() Heyskapur gekk frábærlega hjá okkur við fengum brakandi þurrk og aldrei gengið eins vel að heyja með Sigga túnum held ég að þetta hafi tekið um 6 daga og svo var tekin ein helgi í að keyra rúllurnar heim til Sigga og svo raðar hann inn í Hlöðu. Þeir voru svo duglegir Emil, Siggi og Bói að standa í heyskap frá morgni til kvölds. Jóhanna var búnað baka helling og ég sá um að koma því til þeirra og hella upp á kaffi inn í Tungu. Ég var með krakkana og svo var Freyja líka að hjálpa til að vera með krakkana meðan ég sneri eitt tún í fyrsta sinn he he og fleira ég er henni svo þakklát fyrir að vera alltaf tilbúin að hafa alla krakkana það er heilmikill vinna líka. Við bárum á allt áburð og heyjuðum Hrísar, Kötluholt, Mávahlíð, Tröð eitt tún og Fögruhlíð. Siggi er svo með Tungu svo við eigum með Sigga allt of mikið af heyji allavega skortir okkur ekki hey í ár svo nú verður Siggi að fara setja á og fylla húsið sín megin Við höfðum svo kjötsúpu fyrir þá eitt kvöldið og svo var loka kaffi heima hjá mér og Emil með kökum og kræsingum. ![]() Snæfellsjökull í allri sinni fegurð. ![]() Freyja að gæða sér á berjum en þau virðast vera snemma í ár og það lítur út fyrir að það verði mikið um ber í haust. ![]() Sætu krúttin okkar í yndislegu Mávahlíðinni með flottasta Jökulinn í baksýn þetta er svo æðislegt útsýni á svona fallegum sumardegi eins og hann getur best orðið í sveitinni. Það jafnast ekkert á við sléttan Vaðalinn með fiskana stökkvandi og maður yðar í skinninu að stökkva og ná í stöngina og fara veiða. Það er paradís á jörðu fyrir mér og heyra fuglasönginn og náttúruna allt í kringum sig og njóta útiverunar langt framm í sólsetur. ![]() Emil og Jóhanna að menja þakið á hesthúsinu svo máluðum við Emil þakið. ![]() Embla með veiði áhugann eins og mamma sín og systkini. ![]() Freyja að týna blóm. ![]() Legsteininn hans pabba hans Emils er kominn upp í Ólafsvíkur kirkjugarði. Við fórum suður og náðum í hann og steininn hans Steina frænda Emils. ![]() Hér er svo steininn hans Steina kominn. Mjög fallegir steinar hjá þeim báðum. Blessuð sé minning þeirra. Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi af þessu öllu hér. 24.07.2016 01:08Meira af Akureyrarferðinni.![]() Ferðin okkar hófst með því að fara í sund á Hvammstanga það er búið að vera langþráður draumur hjá Benóný Ísak syni okkar sem er sundlauga og rennibrauta áhugamaður af svo miklum áhuga að það finnst ekki þó víða væri leitað af eins miklari maníu. Svo það er takmarkið hans að prófa allar rennibrautir á Íslandi og við erum kominn þó nokkuð langt með það og Hvammstangi var mikið möst að geta strikað út af listanum. ![]() Akureyri var næst hann vildi ekki prófa hana í fyrra og skoðaði hana bak og fyrir en þorði ekki út af myrkrinu en núna þorði hann og fannst hún vera æðisleg og það var alveg unun að sjá hann og systur hans fara margar ferðir í rennibrautina. ![]() Í bílabrautinni hjá Sundlauginni á Akureyri. ![]() Freyja að keyra. ![]() Embla að keyra. ![]() Fórum á kaffihúsið Kaffi Kú og það var alveg frábært. Krökkunum fannst það æði að fá sér kakó og pönnuköku og fá svo að kíkja niður og klappa kálfunum og beljunum. Mæli hiklaust með því að kíkja þangað. ![]() Komin í fjósið á Kaffi Kú. ![]() Embla sveitastelpan okkar var alveg að elska þetta. ![]() Freyja herforingi he he það voru svo líka baggar sem krakkarnir máttu hoppa á og fara í feluleik rosalega sniðugt. ![]() Það fer auðvitað engin til Akureyrar án þess að kíkja á Jólahúsið. ![]() Næsta sundlaug á dagskrá var Ólafsfjörður og Birgitta og strákarnir komu með okkur það var rosalega gaman og þetta er mögnuð rennibraut okkur fannst hún æði hún fer svo hratt. Benóný var mjög ánægður með hana. ![]() Fórum aftur í Kjarnaskóg og fundum nýjar leiðir sem voru ævintýrum líkastar og þau upplifðu sig eins og í Álfaævintýri að fara í þrönga stiga alþakkta þessu græna skrítna grasi og svo tré allt í kring. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi. 24.07.2016 00:33Ferð til Akureyrar í júní![]() Kjarnaskógur á Akureyri svo fallegur staður. Við fórum norður í viku í verkalýðsíbúð og áttum frábæra viku. Það var auðvitað farið í sund á hverjum degi á nýjum stöðum og ýmislegt fleira. ![]() Krílinn okkar að verða svo stór. ![]() Benóný 6 ára. Embla 5 ára og Freyja 3 ára. Benóný verður 7 ára í haust og Freyja 4 ára. ![]() Freyja Naómí. ![]() Embla Marína og Benóný Ísak. ![]() Já og alveg rétt það er svo langt síðan að ég bloggaði seinast. Við keyptum okkur loksins nýjan bíl eftir sauðburðinn Pajero. Við erum mjög ánægð með hann og krakkarnir líka nú sitja þeir svo hátt uppi og sjá vel út og plús hann er 7 manna svo ef þau eru að rífast þá er hægt að stía þau af og setja eitt aftur í he he. ![]() Við fórum í heimsókn til Birgittu og Þórðar á Möðruvöllum. Það er í þriðja sinn sem við heimsækjum þau þegar við erum fyrir norðan og það er alltaf jafn yndislegt og mikið ævintýri að koma til þeirra. Krakkarnir okkar voru alveg í essinu sínu enda nóg fyrir stafni í sveitinni þau fengu að prófa fjórhjól og skoða öll dýrin. Við borðuðum svo hjá þeim og horfðum á leikinn í EM alveg frábær dagur hjá okkur. ![]() Þau voru meira segja svo heppin að það var mús sem Máni strákur sem er hjá Þórði og Birgittu veiddi mús og hún gaut í fötu hjá þeim 7 ungum. ![]() Hér er Embla að halda á einum. ![]() Þau fengu að gefa heimalingunum þvílíkt stuð. ![]() Ég fékk að leika mér líka og prófa fjórhjólið. Það eru svo fleiri myndir af þessu ævintýri okkar hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 178 Gestir í dag: 2 Flettingar í gær: 3348 Gestir í gær: 7 Samtals flettingar: 2785706 Samtals gestir: 90382 Tölur uppfærðar: 2.1.2026 02:34:43 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2026 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is