Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

29.05.2013 09:07

Afmæli Irmu og lambfé sleppt út.

Góðan daginn loksins gefst mér tími til að setjast niður og blogga eitthvað af viti hér. Ég var búnað setja inn myndir fyrir 2 dögum síðan en gafst aldrei tími til að blogga en nú gerist það emoticonjá maður verður að skipuleggja sig vel þegar maður er með 3 grislinga og sauðburður í gangi líka og ekki má gleyma að skella sér á smá djamm líka sem setur auðvitað allt úr skorðum he he.

Irma besta vínkona mín hélt upp á þrítugs afmælið sitt núna um helgina og var það allveg rosalega gaman. Það var geggjaður matur og Krissi mágur hennar sá um uppistand að rifja upp gamlar góðar sögur af stelpunni sem var vel hlegið af enda reyndur maður hér á ferð sem kann að skemmta fólki með frásögum sínum he he. Kirkjukór Ólafsvíkur samdi allveg frábært lag um hana úr laginu Ég á líf eftir Eyþór Inga. 

Það var svo skellt sér á dansi ball með Klakabandinu en þeir voru með styrktarball fyrir Viking Ólafsvíkur í Klifinu og það var allveg rosalega gaman þótt ekki hafi verið mikið af fólki enda rúmar þetta húsnæði svo gríðalega mikið af fólki að það fer svo lítið fyrir manni. Þó mættu held ég hundrað og eitthvað manns á þetta ball. 

Ég fékk svo að kenna á þynnkunni daginn eftir eins og alltaf þegar ég fæ mér í glas, þoli það voða illa en núna voru Benóný og Embla í næturpössun í sveitinni hjá Freyju og Bóa svo þetta var auðveldara að geta slappað aðeins af og vera bara með yngstu prinsessuna.


Við skvísurnar saman Irma afmælisbarn,Ég og Regína Ösp.

Það eru svo myndir af þessu tjútti með því að smella hér.


Sauðburður er búnað ganga allveg dásamlega og verið eins og í sögu. Veðrið er aðeins búið að vera hráslegt og þar af leiðandi höfum við aðeins verið að treina að setja út en það er bara ekki endalaust hægt að bíða eftir því þó það sé smá rigning í kortunum. 
Þessi grey verða fara komast út í þessi fáu grænu grös sem komin eru. 
Við erum ekki búnað missa neitt lamb eins og komið er og hefur það ekki gerst síðan við tókum við kindunum hjá pabba og Steina svo ég er allveg rosalega ánægð með hvað það er búið að ganga rosalega vel í ár þrátt fyrir að það hafi ekki byrjað vel hjá mér að missa 2 kindur fyrr í vor.

Reyndar missti Maja systir eitt úr slefsýki og missti sú rolla líka annað lambið sitt í fyrra úr því svo við höldum að það sé eitthvað í gangi hjá rollunni sjálfri því lömbin hafa fengið pillu leið og þau fæðast og verið hress allveg framm á þriðja dag en svo veikjast þau frekar skrýtið að sama rollan missi svona undan sér 2 ár í röð.


Ekki beint sumarlegt að sjá en við getum svo sem ekki kvartað miðað við þá fyrir norðan.

Svakalega flott gimbur hjá Bóa undan Rák og Draum. Hún er hosubotnótt með hvíta sokka og verður allveg pottþétt sett á ef hún kemur af fjalli.

Dóra mín kom svo á óvart og kom með þrjú þrátt fyrir að vera sónuð með 2 svo það var bara bónus og enn meiri bónus að ég fékk botnuhosótta gimbur svo ég þarf kanski ekki að sækjast eftir að skipta við Bóa á þessari fyrir ofan he he. 
Þetta eru 2 gimbrar sú bíldótta og botnótta og svo botnubíldóttur hrútur. 
Það eru myndir af fyrri hluta sauðburðar hér.

Hér er farið að líða á seinni hlutann. Það eru aðeins þrjár eftir hjá okkur núna og 2 hjá Sigga en þær bera ekki fyrr en um mánaðarmótin og sú seinasta hjá okkur á tal 7 júní.

Verið að setja út og hér er Lotta hans Bóa með svarta gimbur frá sér og gráan hrút sem hún stal frá Frigg he he.

Hér er hún Ronja með svarta gimbur undan Draum og hefur kviðslitið hennar ekkert versnað svo ég vona að hún tóri sumarið og skili mér þessari gimbur svo ég geti sett hana á því Ronja er í miklu uppáhaldi hjá mér og langar mér að framlengja hennar kyn áfram.

Benóný með lambið sitt undan Dóru.

Embla með lambið hennar Pöndu.

Og auðvitað fékk Freyja líka að sjá lömbin og var allveg hissa á þessu öllu saman.

Svakalega falleg lömbin hans Sigga undan Svört og Brimil.

Vígaleg kind hún Botnleðja með tvær gimbrar undan Draum.

Bríet hennar Karítas með flekkótta gimbur.
Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu með því að smella hér.

Það er svo liðið undir lok sauðburðurinn hjá Bárði og Dóru og endaði hann með að fá 19 þrílembdar í allt ekkert smá frjósemi hjá þeim.

Þrílembingar hjá Bárði og Dóru.

Önnur þrílemba hjá þeim. Það er sko mikil litagleði hjá þeim. Nú er ekki hægt að hlæja að mér lengur he he með alla litina mína því mér sýnist vera orðnir fleiri litir hjá flestum nágrönnum mínum líka emoticon enda er mislita féið orðið svo gott að það er ekkert síðra heldur en hvíta féið hvað gerð og byggingu varðar.

Þrílembingur hjá Herði undan Séra Hrein hans Bárðar og Óttars sem var lógað í vor en það var hrúturinn sem var í þriðja sæti á lambhrútasýningunni í haust svo það verður gaman að bíða eftir og sjá hvort þetta verði næsti kynbóta hrúturinn á svæðinu og það með þennan sjaldgæfa lit móflekkótt. Það eru svo fleiri myndir frá ferð minni hjá Bárði með því að smella  hér.

Jæja þá er þetta loksins komið hjá mér þetta langa blogg sem ég þurftir að koma frá mér og vonandi njótið þið þess að lesa og skoða 

Kveðja Dísa

19.05.2013 19:16

Sauðburður á fullu

Jæja loksins er sauðburðurinn að byrja fyrir alvöru hjá okkur og allt búið að ganga allveg rosalega vel eins og komið er. 

Sónarinn er samt aðeins að stríða okkur því það voru tvær sem voru sónaðar með 2 en komu bara með eitt ég er ekki allveg nógu ánægð með það því maður hefur alltaf heyrt hina útkomuna að það komi frekar fleiri en færri. Önnur þeirra er samt enn að skila frá sér hildunum svo það er möguleiki að það hafi verið tvö og hitt hafi drepist í henni. 

Ekki náðist að venja undir þá fyrstu sem átti að vera með 2 því ég beið og beið eftir seinna lambinu og áleit að hún væri bara löt að byrja á því en svo kom aldrei lamb. Enn eftir þetta ákváðum við að útiloka strax hvort ekki væri um annað lamb að ræða í þeim sem við töldum vera einlembulegar að sjá. Það kom að góðum notum því sú seinni sem átti að vera með tvö náðist að venja undir.

Í dag bar svo ein sem var sónuð með eitt og önnur hjá Maju sem annað var einhver ýldu drulla svo ég brást hratt við og hringdi í Bárð og hann kom með 2 lömb sem hann vildi losna við og þau voru vanin undir þær með því að dífa þeim ofan í vatn og maka þau upp úr legvatni þeirra og það gekk allt saman eftir og báðar tóku lömbin.

Læt þetta duga hér í bili af sauðburðasögu dagsins og ég er allveg í sólskins skapi því það er svo gaman þessa dagana en það mætti koma meira mislit hjá mér en það eru enn nokkrar eftir sem geta komið með fleira flekkótt handa mér.


Lambhrútarnir fengu að fara út um daginn og var kraftur í þeim.

Svaka tilhlaup hjá Kjöl og Brján.

Aðeins farið að grænka en mætti þó vera meira en þessi mynd var tekin í seinustu viku en nú er heldur farið að grænka meira.

Brimill Borða sonur fyrir horntöku.

Hér er svo Brimill eftir horntöku og Moli og Bjartur. Eins og sjá má er talsvert hvítt í Svartbakafellinu enn þá og ekki beint sumarlegt að sjá.

Smá ruglingur varð þegar Frigg bar hvítum hrút og gráum og Lotta var að bera um leið og áður en hún bar náði hún að stela gráa hrútnum og varð það til þess að Frigg vildi hann ekki aftur.

Lotta bar svo svartri gimbur og átti bara að vera með eitt samkvæmt sónun svo hún fékk bara að hafa gráa hrútinn áfram hjá sér. Skondið að hún skildi stela litaða lambinu en ekki hvíta lambinu.

Jæja það eru svo myndir af sauðburðinum og fleira með því að smella hér.


Fórum í göngútúr um daginn að sækja Benóný í afmæli og það var í fyrsta sinn sem hann fer einn í afmæli og fannst honum rosalega gaman og fórum við svo á leikvöllinn á eftir með hann og Emblu og fannst þeim það voða gaman. Það eru fleiri myndir af því með því að smella hér.

Fór í heimsókn nú á dögunum inn í Bug og tók þar myndir af forystu gimbrinni hjá Jóhönnu og Óskari sem er undan Jóakim sæðishrút og er hún allveg ekta forysta með svakalega langar lappir og mjóslegin og stór. 
Það eru svo fleiri myndir af sauðburði hjá þeim með því að smella hér.

Kveð að sinni Dísa

11.05.2013 23:13

Sauðburður loksins hafin


Biðin loksins á enda og eitthvað farið að gerast hjá mér enda tími kominn til sauðburður víðast hvar að taka enda allavega hér í kring en ég er nú bara ánægð að hafa beðið svona lengi meðan vorið er svona kalt. Bolla bar fyrst 2 gimbrum undan Prúð sæðishrút.

Síðan beið ég í einn dag í viðbót eftir henni Aþenu minni og spenningurinn var allveg að fara með mig hverning lit ég fengi emoticon

Já finnst ykkur mórauðu lömbin mín ekki falleg he he nei ég mátti svo sem allveg búast við því að fá ekki mórautt né móflekkótt en ég er mjög sátt við þessa stóru tvílembinga undan honum Soffa sæðishrút og þetta er gimbur og hrútur svo hver veit kanski er þarna kynbóta hrútur á ferð sem hefur erfðavísi fyrir mórauðan.

En aftur á móti fékk ég flotta liti hér úr Eldingu sem ég sæddi sjálf stuttu eftir fæðingu á Freyju Naómí. Hér er móhöttóttur hrútur og mórauður en ég hefði samt verið í skýjunum að fá gimbur en maður getur ekki pantað allt.

Það er búið að ganga mjög vel hjá okkur eins og er en þetta er auðvitað bara rétt að byrja aðeins 9 bornar. Heilsan hefur aðeins verið að stríða mér ég er búnað vera svo uppfull af stressi emoticon og spenningi yfir þessu öllu að ég fékk hausverk af vöðvabólgu í 3 daga og var allveg að drepast en náði svo að hvíla mig vel og náði því úr mér enda ekki annað í boði þessa dagana. Allveg týpiskt að fá svona kast þegar skemmtilegasti tíminn á árinu er í gangi. Ég má heldur ekki við því að vera veik því ég er með 3 börn sem þurfa öll athygli og þvottur sem safnast upp í hrönnum ef ég missi einn dag úr.
 Það eru svo myndir af þessari byrjun á sauðburði hér.

Ég fór svo í heimsókn til Óttars á Kjalveginn og fékk að smella nokkrum myndum. Það var allveg yndilsegt að taka myndir þar það var svo æðislegt veður og jökullinn skartaði sínu fegursta í baksýn. Hér er ein með allveg svakalega fallega gimbur undan Lunda Grábotna syni sem hann fékk hjá Sigga í Tungu.

Rosalega skemmtilegt útsýni hér í kring hér er ein flott hjá honum með lömb líka undan Lunda og hér má sjá Ingjaldshólskirkju bakvið. Óttar á allveg fullt af botnóttum lömbum í ár og það er líka algjört gimbra ár hjá honum hann er búnað fá 40 gimbrar svo það verður úr nógu að velja í haust.

Þessi mynd finnst mér allveg æði hún kemur eitthvað svo flott út. Þetta er tekið hjá Óttari á Kjalveginum.Flest lömbin eru undan Klett Kveiksyni og Lunda Grábotna syni.

Við fórum einnig og heimsóttum Þórsa og Elvu og skoðuðum lömbin hjá þeim. Hér er hann að kalla á hópinn sinn ekkert smá flott hann veifar bara brauð pokanum og kallar gibb gibb og þá tekur hópurinn á rás til hans.

Það eru svo fleiri myndir af lömbunum hjá Óttari og Þórsa og Elvu hér inn í albúmi.


Endalaust af þrílembingum hjá Bárði hér er sko aldeilis flott litasamsettning undan honum Negra.

Fallegir sæðingar hjá Bárði undan Kjark frá Ytri Skógum.
Það eru svo fleiri lambamyndir frá Bárði hér inn í albúmi.


Sætu frændsystkynin hér saman Freyja Naómí og Bjarki Steinn. 
Freyja Naómí er 5 mánað í dag þann 12  maí til hamingju með það elskan okkar.
Það eru svo myndir af þessum dúllum og fleira hér inn í albúmi.

Jæja læt þetta duga að sinni 
kv Dísa

06.05.2013 00:43

Lömb víða

Jæja ég er allveg að tapa mér í spenningi enn er ekkert að gerast hjá mér emoticonog ég er að verða búin með neglurnar ég naga svo mikið he he.

Enn þá er um að gera að fara bara og skoða hjá öðrum það dreifir huganum.

Ég fór til Bárðar nú á föstudaginn og skoðaði forystu gimbrarnar hans en hann var nefla að fiflast í mér í haust að hann ætlaði að gefa mér gimbur ef hún Blesa myndi halda með Jóakim og viti menn hún hélt og nú kom hún með 2 gimbrar.

Hér er Blesa með forysturnar sínar eina gráflekkótta og hina svarflekkótta.

Bárður með fallega þrílembinga undan Prúð sæðishrút ef ég man rétt.

Ég fór svo og heimsótti Andrés og Jensínu út á Hellissand. Þau eru búnað fá 18 lömb og í því eru 4 gimbrar svo þar er allveg svakalegt hrúta ár.

Hér eru gemlingarnir hjá þeim.

Hér erum við komin inn í Bug til Jóhönnu og Óskars og hér eru þrílembingar frá Jóhönnu undan Mola okkar.

Prinsinn í Bug hann Bjartur hans Óskars.

Flottir þrílembingar hjá Gumma Óla undan Mókápu. 2 hrútar og 1 gimbur. Hjá Gumma er gimbra ár hann er komin með 28 gimbrar og 15 hrúta.

Set svo eina hérna af leiknum í tilefni leiksins sem fór framm núna í kvöld á Ólafsvíkurvelli í Pepsídeildinni en það voru Víkingur Ólafsvíkur og Fram sem voru að keppa og höfðu Fram vinninginn og unnu 2-1.

Jæja ég ætla að fara henda mér í háttinn og biðja fyrir að mórauðu lömbin mín fari að koma he he allavega að þær fari nú að koma þessu út úr sér áður en þau verða of stór til að komast út... Það eru svo fullt af lambamyndum og sæðislömbum hjá Bárði undan Kvist,Prúði og Kjark svo endilega kíkið til að skoða hér

Kveð að sinni í von um að fá lömb í nótt emoticon

03.05.2013 21:22

Fyrsta tönnin og lömb hjá Lambafelli og Gumma.

Þessi skvísa er búnað vera gera mömmu sinni lífið leitt með miklum pirringi en það kom svo í ljós í kvöld að það var bara tönn sem var að teygja sig upp sem var að bögga greyjið og Freyja amma var svo heppin að finna hana fyrir okkur í kvöld.

Emil stoltur með gimbrina sína sem verður án efa ásettningsgimbur ef hún skilar sér og stigast vel í haust he he.

Þykk og falleg gimbur hjá Óla í Lambafelli hún er undan Klett hans Óttars.

Benóný hjá Gumma Óla að gefa Sigmundi Davíð pela það er voða spennandi.

Jæja ég er orðin svo spennt að bíða eftir að þetta fari í gang hjá mér að ég er bara með blogg æði og fer og skoða lömb hjá öðrum. Ég þarf einmitt að fara kíkja aftur á Bárð það er allt á fullu hjá honum. Ég hef svo heyrt að út á Hellissandi sé algjört hrúta ár hjá Jensínu og Adda og líka hjá Jóa. Það eru svo myndir hér inni.

Jæja bless í bili vona nú að það fari eitthvað að ske hjá mér í nótt emoticon og biðja fyrir því að fá móflekkótt eða móhosótt já maður á að vera jákvæður og hugsa nógu stíft til þess að það gerist er þaggi þá kemur það...

30.04.2013 22:00

Silla kemur heim

Leið okkar lá í dag til Bárðar inn á Hömrum að sækja hana Sillu hans Bóa. Hún er búnað vera í fóðrun hjá Bárði í allann vetur og er búnað hafa það allveg eins og á 5 stjörnu hóteli og fá allt það besta enda sést það hversu mikið hún er búnað stækka og taka við sér. Það er ekki hægt að sjá mikinn mun á henni og sumum gemlingunum og er þetta allt honum Bárði að þakka og þökkum við honum allveg æðislega fyrir. Hann kvaddi hana með eftirsjá he he sagði að hún væri sjúk í fóðurbæti og væri góður karekter.

Freyja Naómí fékk svo að fara í sína fyrstu fjárhúsaferð með okkur þrátt fyrir að hún sé að kafna úr kvefi greyjið en það skánar kanski við að fá smá rollulykt he he hún læknar allt.

Við kíktum svo á lömbin hjá Bárði sem skjótast út í hrönnum núna og hér er ein með 3 fallegar gimbrar undan Prúð sæðingarhrút.

Það eru svo fleiri myndir af lömbunum hjá Bárði og fleira með því að smella hér.

28.04.2013 22:45

Biðin á enda og Móheiður borin :)

Móheiður bar loks í dag móflekkóttri gimbur undan sæðishrútnum Soffa. Það kom svo að góðum notum sónunin því við vissum að hún var með eitt. Við fengum því eitt lamb hjá Gumma tvílembing undan gemling til að skella undir hana og það tókst vel.

Hér er hún Guðmunda komin með nýja mömmu.

Ég er allveg í skýjunum með gimbrina sem þurfti smá aðstoð frá Sigga til að komast í heiminn hún sneri nefla á hvolfi. Hún er gríðalega stór og þykk. 

Ég sem sagt vann veðmál okkar Emils því hann spáði að hún kæmi með mórautt en ég sagði móflekkótt og auðvita varð svo bara mikill plús að hún væri gimbur.

Svo nú er spennufallið að róast niður hjá mér enda var ég með hausverk í allann dag og ég er ekki frá því að það sé bara fara núna eftir alla spennuna he he. 

Nú er bara svo að bíða spennt eftir næstu tveim sem eiga tal á föstudaginn. Það verða líka sæðingar úr Soffa og Prúð.

Það eru svo líka komin lömb hjá Bárði og þar fer allt að byrja líka. Það eru svo myndir hér inn í albúmi.

27.04.2013 21:40

Kosningarblogg

Svona í tilefni kosningar vildi ég endilega setja þessa mynd hér á síðuna.

Hér er Gummi Ólafs með heimalingin sinn hana Framsókn.

Þetta eru Framsókn og Sigmundur Davíð þau eru undan Klett og lést móðir þeirra eftir erfiðan burð og eru þau því heimalingar hjá Gumma eins og er og þar er sko heldur betur dekrað við þau.

Bið endalaus bið
sem ei styttist ei neitt
nú er sauðburður byrjaður víða
en hún Móheiður ætlar að láta eftir sér bíða

Hún átti tal samkvæmt fjárvís 25 apríl en hún er sónuð með eitt svo það er hægt að búast við að hún fari yfir en ég er allveg að deyja. Held ég endi með að fara með drullusokkinn á hana og toga þetta út he he. Skellti nokkrum myndum inn hér.

Kveð að sinni Dísa

25.04.2013 17:49

Gleðilegt sumar

Freyja Naómí á sumardaginn fyrsta. Við skelltum okkur í Bónus og fórum svo í sund inn í Stykkishólmi. 

Embla Marína komin með nýtt rúm eða rúmið hand Benónýs.

Benóný kominn með nýtt gamalt rúm frá Huldu ömmu rosa fínt.

Freyja Naómí komin með rúmið hennar Emblu. Þá er breytingin upptalin. Það eru svo fleiri myndir með því að smella hér.

Sauðburðarplanið komið upp og nú er bara deyja úr spenningi að það fari að bresta á sauðburður.
Get ekki beðið er orðin svo speeeennnnnnntt...

22.04.2013 11:17

Lömb í Lambafelli og Trönu

Fyrstu lömbin í Lambafelli hjá Sigga og eru þau eign barnabarns hans Emblu Eik. Þetta eru tvær gimbrar undan Golíat Boga syni sem Óli fékk hjá okkur í haust. Vonandi skilar hann þeim flottum og góðum lömbum.

Móbotnóttur hrútur hjá Óla í Lambafelli.

Hér erum við komin til Gumma í Trönu. Þetta er gemlingur undan Grábotna og Hlussu með 2 hrúta.
Allveg stórglæsilegur gemlingur með falleg og stór lömb.

Hlussa hjá Gumma með þykka og fallega gimbur undan Klett og það er hrútur á móti. Þetta verður án efa ásettningsgimbur hjá honum.

Það er vel komið á skrið sauðburðurinn í Ólafsvík og voru 11 bornar seinast þegar ég fór í heimsókn í lambafell. Það er rétt að byrja hjá Gumma Óla líka. Svo við bíðum bara spennt eftir að það fari að byrja hjá okkur en fyrsta á tal milli 26 til 27 apríl.


Hér eru svo nýju húsin í fjárhúsahverfinu komin vel á skrið hjá honum Heimi. Þau verða fulltilbúinn að mestu líkindum í haust.

Nú er búið að sprauta allt saman við lambablóðsóttinni. Hér eru Emil,Maja og Siggi að sprauta.

Hér eru svo krílin mín Embla búnað vera lasin síðan á þriðjudag vonandi fer henni að batna svo hún fari að komast á leikskólann að hitta krakkana. Benóný alltaf sami töffarinn og grallari. Við stukkum heim úr bílnum um daginn og skiptum um föt og þegar við komum aftur út í bíl sirka eftir 2 mín þá var minn maður búnað losa sig úr beltinu og kominn aftur í skott voða montinn. Þannig nú er ekki orðið hægt að segja honum að bíða kyrr út í bil meðan maður stekkur í búð eða annað.

Það eru svo myndir af þessu öllu með því að smella hér.

Kveð að sinni Dísa

19.04.2013 20:25

Aðalfundur Búa 2013

Aðalfundur Búa var haldinn núna seinast liðinn miðvikudag í Átthagastofu. 
Ég sem drekk ekki kaffi var búnað drekka 5 bolla af kaffi eins og enginn væri morgundagurinn. Sem sagt ég var að deyja úr stressi að vera formaður og þurfa að tala
yfir og taka eitthvað saman til að tala um en það hafðist og á ég það líka Gumma mikið 
að þakka því hann aðstoðaði mig vel við það. Það voru samþykktir nýjir félagar og farið yfir reikninga og margt fleira.

Það var rætt um næstu hrútasýningar bæði veturgömlu hrútana og svo héraðssýninguna
sem verður okkar megin í ár svo það þarf að fara skipuleggja stað og stund. Við ætlum svo að taka Sauðfjárræktafélag Helgafellssveitar og nágrennis til fyrirmyndar með það að vera með lambhrúta með á veturgömlusýningunni það myndar svo mikla stemmingu innan félagsins og þá fá félagsmenn fleiri verðlaunaspjöld til að safna í fjárhúsin.

Ég mætti með Sauðburðarkver sem er bók um allt sem tengist sauðburði og sjúkdómum í kindum og allt mögulegt og er þessi bók eins og Biblía hvað kindur varðar.
Gummi fer á fundinn sem verður haldinn núna í kvöld á Hvanneyri og ætlar þar að kaupa bækur fyrir þá félagsmenn sem báðu um þær.

Það var svo allveg nýtt á nálinni hjá okkur að ég bjó til verðlaunaskjöl fyrir ýmsa flokka í sauðfjárræktinni hjá Búa og við afhentum það núna á fundinum.

Afurðahæðsta 5 vetra ærin hjá Búa er frá Bergi í eigu Önnu Dóru og Jón Bjarna
Hún er nr 07-084 undan Hroll 06-203 og móðir 03-128 með 
Afurðastig 346,6 Fita 115 Gerð 99 kjötgæði 108,6 
frjósemi 114 mjólkurlagni 124

Næst afurðahæðsta var frá Gröf og heitir Kveikja undan Kveik 05-965 og Geiru 03-010
Afurðastig 321,2 Fita 116 Gerð 104 kjötgæði 111,2 fjósemi 102 mjólkurlagni 108

Þriðja afurðahæðsta var frá Kverná hjá Ragnari og Guðfinnu og heitir Rauðhetta 07-014
undan Glóa 02-242 og Fjöl 03043 Afurðarstig 321 Fita 120 Gerð 80 kjötgæði 104
mjólkurlagni 105 frjósemi 112


Kjötmat-gerð 9,5 eða meira hjá Búa.
1 verðlaun Sigurður Kjartan Gylfason Tungu 
2 verðlaun Hörður Pálsson Hömrum
3 verðlaun Óttar Sveinbjörnsson Kjalvegi

Bú með 30 kg eða meira eftir hverja á 2012.
1 verðlaun Jóhanna Bergþórsdóttir Bug
2 verðlaun Sigurður Kjartan Gylfason Tungu
3 verðlaun Marteinn Gíslason Ólafsvík

Stigahæstu lambhrútarnir 2012 fyrir malir læri og bak.
1 verðlaun Herdís Leifsdóttir Mávahlið með Gosa son sem var 88 stig
2 verðlaun Óttar Sveinbjörnsson Kjalvegi með Klettsson sem var 87,5 stig
3 verðlaun Óttar Sveinbjörnsson Kjalvegi með Klettsson sem var 86,5 stig

Ég var svo heppin að fá Árna frá Bv til að senda mér yfirlit yfir þetta allt saman annars hefði ég ekki getað gert þessi verðlaunaskjöl og þakka ég honum innilega fyrir hjálpina.
Ég skannaði þetta svo inn og ákvað að deila þessu hérna með ykkur.






Hér koma svo tölurnar bara innan okkar félags Búa.




Þið getið svo skoðað fleiri myndir hér inn í albúmi með því að smella hér.

Það er svo allt að verða klárt fyrir sauðburð hjá okkur Emil er búnað smíða og setja grindur á mið krónna. Við skelltum geldu og gemlingunum sem fengu ekki þar og Ronju líka því hún er svo feit og kviðslitin að ég vil ekki að hún springi áður en hún ber blessunin. Við sóttum svo hey til Bárðar áborna há og ég er að blanda henni hægt og rólega saman við heyið sem við erum með svo lömbin stækki ekki gríðalega núna seinustu mánuði fyrir burð.

Verið að sækja hey hjá Bárði inn á Hömrum.

Donna komin með kærastann sinn hann Ask í annað sinn og hugsum nú jákvæða hugsun til hennar að allt gangi vel núna og hún gangi alla meðgönguna með hvolpana. Hún var allveg í skýjunum þegar hann Askur kom hún allveg grét þegar hún sá hann enda búnað vera allveg að deyja í henni he he.

Það eru svo fleiri myndir frá þessu hér að ofan með því að smella hér.



12.04.2013 11:09

Freyja Naómí 4 mánaða

Tíminn líður því nú er Freyja Naómí orðin 4 mánaða og það styttist óðum í sauðburð hjá okkur. Freyja dafnar mjög vel og er farin að taka svo vel eftir og grípa í hluti. Snýr sér vel á hliðina og liggur á maganum og horfir í allar áttir.


Það eru svo fleiri myndir af þessu krútti og fleiru með því að smella hér.

Búið að vera fjör hjá okkur hér er ég á leiðinni í fjárhúsin með allt gengið hin 2 komin út í bíl og þá er Freyja og hundarnir eftir. Við vorum að passa Pollý meðan Maja systir fór út til Flórída. 

Það verður hún Móheiður sem á tal fyrst og verður það 26 apríl og verður það undan Soffa sæðishrút svo maður er farin að telja niður dagana.


Rollurnar hjá mér eru allveg sjúkar í þennan mæli sko vel með honum. Við settum hann upp á páskunum og hann kláraðist upp á innan við 2 vikum svo ég fékk Sigga til að kaupa fyrir mig annan og ég setti hann upp í fyrradag. Það er agalegt vesen að ná honum úr fötunni og var ég heillengi að djöflast við það að reyna hoppa ofan á hann en ekkert hafðist svo ég sagaði hann á nokkrum stöðum og braut utan af honum.

Við ráðfærðum okkur svo við Hjalta dýralæknir eftir að við vorum búnað heyra að það væri nóg að sprauta einu sinni við lambablóðsótt. Það reyndist svo vera nóg mér til mikilla lukku því mér er alltaf illa við þessa sprautu er svo hrædd um að þær láti eftir þetta rask í kringum sprautuna. Við sprautuðum þessar 3 sem voru sæddar í gær og sprautum svo hinar þegar nær dregur 2 til 3 vikum fyrir burð.

Ég minni svo á aðalfund hjá okkur í fjárræktarfélaginu Búa sem verður haldinn í Átthagastofu í Ólafsvík miðvikudaginn 17 apríl kl 20:30.

Nú eru menn í félaginu að fara í ferð á morgun með Sauðfjárræktarfélaginu í Helgafellssveit og nágrenni og verður það örugglega rosalega gaman. 

Ég verð að sleppa þessari ferð því ég er með hana Freyju á brjósti og get ekki verið svo lengi frá henni. Ég óska því félagsmömmum góðar ferðar og skemmtið ykkur rosalega vel og takið nóg af myndum fyrir mig emoticon


03.04.2013 17:53

Meira frá Skírninni á Freyju Naómí

Jæja þá er ég búnað skella inn helling af myndum frá skírninni bæði frá mér og frá Dagbjörtu. Ég þakka Dagbjörtu allveg æðislega fyrir að taka myndir fyrir okkur og eru þær allveg frábærar hjá henni enda mynda snillingur þar á ferð. Ég þakka Freyju Bóa og Dagbjörtu og þeim sem hjálpuðu til við skreytingarnar kærlega fyrir og Steina og Jóhönnu fyrir mikla hjálpsemi með börnin og súpuna. Mömmu fyrir að baka bollurnar og köku og margt fleira. Þökkum öllum þeim sem gerðu þennan dag að veruleika með okkur.
Það eru myndir frá Dagbjörtu hér.
Og mínar myndir eru Hér.


Eins og sést hér var hún allveg óð og grét og grét allan tímann í kirkjunni.

Enn það kom svo seinna í ljós að hún hafi verið með í maganum litla sílið og skeit svona ærlega allt í gegn og var mikið hlegið af því. því presturinn var nýbúnað segja okkur að það væri hefð einhversstaðar að barnið ætti að skita á sig í skírnarkjólnum en eins og flestir hafa heyrt hefur alltaf verið hefð að sofna í honum. Þannig að þetta var svolítið skondið að þetta myndi ske stuttu eftir þessar umræður.

Við hlógum mikið af því að sú nýskírða orgaði allan tímann svo erfitt var að heyra hvert seinna nafnið var og ekki gerði auðveldara fyrir að það var pínu sérstakt og mamma mín fékk að heyra nafnið rétt áður en skírnin hófst og hún ætlaði aldrei að ná því og endaði með því að Emil skrifaði það á símann sinn og sýndi henni svo það kom ekki allveg rétt út hjá henni þegar presturinn spurði he he. Því voru skemmtilegar útkomur af nafninu á umslögunum eins og sjá má slepptu sumir seinna nafninu eða skrifuðu það vitlaust og einn gerði Freyja ? Emilsdóttir og einn Naómí með ý svo þetta verður mjög eftirminnileg skírn barnið brjálað og enginn náði nafninu. Steini frændi sendi út til Maju systir að það hafi verið Máney svo það voru alskonar giskanir í gangi.


Að svo allt öðru það er búið að ákveða Sauðfjárræktarferð með Sauðfjárræktafélagi Helgafellssveitar og nágrennis og er það allveg að smella saman hvert verður farið
og geta félagsmenn Búa skráð sig hjá mér í síma 8419069 eða hjá Gunnari 8405758
það eiga eftir að koma ítarlegri upplýsingar inn á heimasíðuna hjá þeim og er slóðin á hana hér.

Við fórum svo í heimsókn til Jóhönnu inn í Bug og fylgdumst með henni gefa rollunum sínum og fleira og getið þið séð það inn í albúmi hér

Hér er Embla inn í Bug að spjalla við Mjallhvíti.

01.04.2013 23:43

Skírn og tvöfalt afmæli

Varð að henda hérna aðeins inn mynd af skírninni sem fór framm í dag á Brimisvöllum. 
Prinsessan varð skírð með látum því vel lét hún í sér heyra hún sem er alltaf svo róleg.
Hún fékk nafnið Freyja Naómí merking nafnsins Freyja er Ástar og fjósemisgyðja í norrænni goðafræði og nafnið Naómí er biblíunafn og merkir hin yndislega.

Þetta var flottur dagur og héldum við einnig upp á 2 ára afmæli Emblu Marínu og svo átti Emil líka afmæli svo þessu var öllu slegið í þrennt allveg frábært. Ég læt þetta hér með duga í bili en strax og ég hef meiri tíma þá set ég inn fleiri myndir af veislunni.

Hér erum við fjölskyldan saman.

Hulda mamma mín  hélt undir skírn og Irma og Jóhann voru skírnarvottar.

Flottar nöfnurnar saman. Freyja amma og Freyja Naómí.

Æðisleg skírnarkakan frá henni Rakeli Gunnarsd.

Hérna er afmæliskakan hennar Emblu Marínu einnig frá Rakel.
Afmælisbarnið hann Emil fékk líka pakka. 
Til hamingju með daginn þinn elskan.


28.03.2013 23:59

Embla Marína 2 ára og fermingin hjá Karítas

Skvísan okkar 2 ára 28 mars 2013.

Fermingargjöfin til Köru frá Írisi og Ágústi fyrir skreytingu.

Búið að skreytann.

Karítas var fermd í dag og fór veislan framm á Hótel Hellissandi og var það allveg rosalega flott og góður matur.

Jóhanna með nýtt útlit allveg stórglæsileg.

Litla skottið farið að grípa í. Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi hér.
Flettingar í dag: 665
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4577
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 1554715
Samtals gestir: 77919
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:13:35

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar