Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
27.07.2010 00:11Ættarmót í MávahlíðJæja ég vil bara þakka ykkur Brynju og Steina fyrir vel heppnað ættarmót sem byrjaði frekar rólega og maður hélt að enginn yrði bara eitt tjald hjá Bigga en nei það komu svo flestir og það var grillað og spjallað og drukkið í blíðskapar veðri og allir skemmtu sér konunglega. Vonandi höldum við svo Mávahlíðinni lengur svo hægt sé að endurtaka þetta einhvern tímann og hafa það bara svona ekkert skipulagt bara hittast og hafa gaman af 25.07.2010 22:54Hænu ungar hjá Freyju og BóaJæja það er sko aldeilis fjör í Varmalæk því á dögunum byrjuðu eggin að klekjast út og þá byrjaði ballið og ungarnir komu og allir voða hamingjusamir sérstaklega yngsta kynslóðin. Benóný vildi bara éta þá :) Hérna eru svo hluti af ungunum. 20.07.2010 00:48Heyskapur og Benóný Ísak 11 mánaðaÞað er búið að vera allveg yndislegt veður hjá okkur og heyskapurinn gekk allveg ljómandi vel og byrjaði hann á þriðjudegi og lauk á sunnudegi. Benóný fékk náttúrulega að vera í vagninum á rúntinum og prufa að sitja í traktornum og svo inn í bústað hjá Maju inn á milli í sólbaði og í heitapottinum algjör lúxus. Það er svo gaman að segja frá því að eitt kvöldið náði Donna að læsa sig inn í bíl og við komumst ekki inn og var reynt mikið að láta hana opna því læsingin er milli sætana og hún hafði stigið ofan á hana og læst. Eftir margar tilraunir gáfumst við upp og Maggi kom með aukalykillinn og opnaði fyrir okkur og var það mikill léttir. Í dag vorum við inn í sveit í allann dag að vaða í vaðlinum og svo í sólbaði hjá Maju í bústaðnum svo var grillað þorsk hnakka og skötusel og borðað með bestu lyst enda snilldar kokkur þar að leik hann Ólafur Sigmarsson. Um kvöldið fórum við svo í fjöruferð niður að Hellu og prufuðum að veiða en fengum ekkert en veðrið var allveg yndislegt og bara gaman að vera til og vera úti í náttúrunni. Með mömmu í heyskapnum. Kara að labba inn á Hellu. Montinn með pabba í traktornum. 15.07.2010 01:34Heyskapur byrjarJæja nú er heyskapur að bresta á og það er blíðskapar veður í Mávahlíðinni og lífið allveg yndislegt í alla staði. Benóný stækkar með hverjum deginum og er að verða skæfari og skæfari tætir í öllu og stendur allsstaðar upp og sleppir sér meira segja svo það verður ekki langt í að hann fari að labba. Ég ætla nú bara að hafa þetta stutt en henti annars fullt af myndum inn að fallega veðrinu í dag og af Benóný Ísak síðast liðna daga svo njótið vel. Bói og Kara björguðu æðakollu ungum frá sláttuvélinni hans Emils. Hér má svo sjá kolluna elta þau. Byrjað að slá inn í Mávahlíð. Og ein grallara mynd af gaurnum okkar. 06.07.2010 00:03SjóferðÉg ætla að verða skipstjóri eins og pabbi he eh Við fórum smá siglingu um daginn og var Benóný bara sallarólegur og óður að fá að stýra og tæta en mest hafði hann þó gaman af því þar sem sjórinn spýttist út úr bátnum og vildi bara fara að sulla. Helduru að maður sé nú ekki flottur skipstjóri. Jæja það er svo myndir af þessu og einnig þegar við hleyptum hestunum inn í Bug og þegar Bói og Emil voru að dæla út úr húsunum hjá Óla,Sigga og Brynjari og voru þeir gersamlega í skítabaði Emil fékk gusu framan í sig tvisvar og Bói fékk líka og meira segja sló barkinn hann niður svo hann lá kylliflatur á grindunum og var bara heppinn að detta ekki ofan í skítinn. Já þetta var hreint ævintýri hjá þeim og mikið hlegið. Smá skítabað hjá Bóa he he. 28.06.2010 12:28Folald hjá Hörpu, Ættarmót hjá Emil og Margt um manninn í Bústaðnum hjá Sigrúnu og Ragga.Jæja það er búið að vera margt að gerast hjá okkur meðal annars kastaði hún Harpa merfolaldi sem er rautt á lit með hvíta blesu og fékk það nafnið Kapitóla og er í eigu Steina og Jóhönnu. Við kíktum svo á graddann sem er hjá Gumma og fór Emil með Gyðju í hann svo það verður spennandi hvort eitthvað skeði þar. Það var svo ættarmót núna um helgina hjá afkomendum Dagmars og Bergþórs og var það haldið á Görðum í Staðarsveit. Við fengum allveg æðislegt veður og allt gekk allveg ljómandi vel og allir skemmtu sér vel. Það var farið í gólf, tínt helling af fallegum steinum og eins steina og drumba og kveikt upp í smá varðeld svaka kósý og sungið svo og trallað eftir nóttu og náttúrulega grillað lambakjöt sem var allveg nauðsynlegt í svona útilegu. Við fórum svo inn í Mávahlíð í gær og það var þetta rosalega fallega veður og allir í sveitinni. Ferðinni var heitið í bústaðinn hjá Ragga og Sigrúnu og þar var allt fullt af fólki og meira segja Raggi sjálfur allveg rosa ánægður og svo náði Maggi í pabba og Fríða og Helgi voru líka svo Steini og Björk þannig að það var eins og lítið ættarmót he he þetta var góð upphitun fyrir ættarmótið í sumar. Já lifið er búið að vera allveg æðislegt þegar allir eru svona ánægðir og gott veður kemur alltaf öllum í gott skap. Jæja nóg af blaðri það eru hellingur af myndum síðan inn í myndaalbúminu af þessu öllu saman. Harpa með Kapitólu Á ættarmótinu á Görðum. Benóný Ísak með Snæfellsjökull í baksýn. Ingi Björn og Benóný voru allveg í essinu sínu að leika saman. 24.06.2010 00:08Folaldið hennar DagmarJæja þann 20 júní kastaði Dagmar hest folaldi í Klettakoti og er það undan Vála sem er undan Stála held ég eitthvað í þá ætt og er það rautt á lit og er í eigu Steina og Jóhönnu. Dagmar með folaldið. Emil lukkulegur að stríða Dagmar og halda á folaldinu. 22.06.2010 00:33Benóný 10 Mánaða og Ferðalag til Reykjavíkur.Jæja það er alltaf nóg að gera þegar það er komið sumar svo það minnkar bloggið en ég náði að koma þessu til skila loksins. Benóný var 10 mánaða 19 júní og fór hann í skoðun og er hann orðinn 8440 grömm og 74 cm svo hann heldur línunni sinni og er frekar nettur að eðlisfari en borðar vel. Hann skríður enn bara á rassinum út um allt svo ég held að hann skríði ekkert hins segin strax. Við fórum svo í bæinn og ætluðum austur í ferðalag og tókum tjaldvagn með okkur en hann var bara dreginn fram og til baka og ekkert notaður en hann fékk þó að fara smá rúnt. Við hættum nefla við að fara austur því veðurspáin var svo tvísýn og Ágúst bróðir var síðan farinn út á sjó svo það er betra að fara þegar hann er í fríi þannig við vorum bara í Rvk og rúntuðum þar í kring til Hveragerðis og þaðan til Þorlákshafnar og síðan keyrðum við þaðan og til Grindavíkur þvílík leið bara malarvegur og eins og maður væri bara kominn á vestfirðina eða eitthvað okkur var allveg hætt að lítast á blikuna hvert við værum eiginlega komin en náðum þó á endanum að komast til Grindavíkur og keyrðum fram hjá Krýsuvík og Strandakirkju þá vissum við að við værum að nálgast. Jæja nóg um það við áttum bara fína daga í Höfuðborginni og fórum í húsdýragarðinn með Dóru og Ragnheiði og heimsóttum Dagmar langömmu og Marinó og Fríðu sem voru að skíra nýjasta frændan hans Benónýs og hlaut hann nafnið Pétur Þór og var mjög gaman að fá að sjá hann algjör gullmoli. Það er allveg ótrúlegt hva tíminn er fljótur að líða mér fannst Benóný bara vera risi miðað við hann en samt er svo stutt síðan hann var svona lítill, maður verður kominn inn á elliheimili áður en maður veit af þetta er rosalegt það er eins gott að kunna meta hvern einasta dag sem maður á í lífinu. Steini hennar Maju var að fá bílprófið í dag voða lukkulegur það er einmitt ýkt skrýtið hva hann er orðinn gamall það er svo stutt síðan að maður var að passa hann allveg merkilegt. Við fórum svo út að borða á afmælinu mínu 17 júní á Argentínu steak house í boði Magga bróður og var það allveg himneskt að borða þar ekkert smá vel útlátið og kósý staður og maturinn eftir því. Mamma passaði Benóný á meðan fyrir okkur svo gaf Emil mér hestahjálm í afmælisgjöf ýkt nettan og góðan og passaði hann allveg perfektó svo þessi afmælisdagur var bara allveg snilld Hann kunni sko ekki að meta það að fara í traktorinn með pabba sínum enn ........... Steini kunni þetta hann vildi náttla bara fá að gera þetta sjálfur og fá að sitja og stýra he hee.. Þessa mynd tók ég fyrir Steina það væri nú ekki amalegt að aka um á þessum olíubíl. Marinó stoltur með frændurna saman. Myndarlegur hann Benóný Ísak 10 Mánaða. 10.06.2010 11:05JúníÞað er búið að vera nóg að gerast hjá okkur, það er búið að bera á túnin og sleppa öllum kindum. Rúnar dýralæknir kom svo um daginn og geldi Mána og kom þá í ljós að Vökull var meiddur og var þá slegið tvær flugur í einu höggi og svæft þá báða og tekið kúlurnar af Mána og fixað sárið á hinum. Benóný er svo búnað vera á fleigi ferð um allt og opnar alla skápa og klemmir sig og skríður á rassinum og reynir að standa upp allsstaðar svo nú er friðurinn úti og gaurinn málar heimilið rautt og ég hleyp á eftir honum og naga á mér neglurnarekki flotta dótið mitt NEI NEi rosa stuð. Við fórum svo inn í kirkjugarð um daginn og heimsóttum leiðið hans Steina frænda og settum stjúpur hjá honum og stillti ég svo Benóný upp hjá steininum og tók mynd og hann reyndi bara að éta blómin algjör, það gæti svo sem verið að frændi hans hafi verið að lauma að honum blómi til að bíta í he he honum hefði nú ekki leiðst það að hafa fengið að spilla honum með kaffi og mola. Heimsóttum við svo hestana í fyrradag því Hera var komin út og ég og Maja fórum að sækja hana og teymdi Maja hana heim og fórum við svo að kíkja á klárana og voru þeir allveg sjúkir í Benóný og hann allveg sjúkur í þá og vildi helst éta þá bara. UMM svaklega gott. Búið að gelda Mána og Hera var að tékka hvort að kúlurnar væru farnar. Svaka óður í Stert. Ætlar allveg að éta Grána. Að byrja að teygja sig. Að hífa sig upp rosa seigur. Helduru að maður sé montinn náði að standa upp allveg sjálfur í morgun. Vá hva þetta er fljótt að líða og bráðum fer hann sko að tæta allt time out . 02.06.2010 00:21Sauðburði lokið!Jæja þá er þessum langa sauðburði loks lokið. Hann gekk vel til að byrja með en endaði svo frekar leiðinlega. Það voru 2 dagsgömul lömb hjá sitt hvorri rollunni sem fengu Slefsýki og greindi ég hana ekki nógu snemma. Þrátt fyrir að þau hefðu fengið skítapillu stuttu eftir burð fengu þau hana og prufaði ég að gefa þeim sykurvatn og sprauta pensilíni í vöðva en það dugði ekki til svo ég missti þau bæði. Það var ferlega fúlt það hafði verið mikill umgangur í fjárhúsunum þegar þær báru svo það er ábyggilega ástæða þess að við tókum ekki almennilega eftir þess því þau veikjast vanalega af slefsýki 12-48 klst.gömul og þau verða dauf,hætta að sjúga og innan 1 klst fara þau að slefa og það safnast loft í vinstur og gutlar í belgnum. Lömbin deyja svo eftir 6-24 klst sé ekkert gert. Þetta gerist líka ef þau fá ekki nægan brodd til að byrja með. En svona er þetta bara ég missti náttla svakalega spennandi lit úr þessu það var hrútur sem var svargolsóttur með hvíta blesu afar sérkennilegt allveg típist. Sauðburður endaði svo að það voru 31 sem báru ,11 gemlingar og 20 rollur og fengum við 46 lömb. 7 lömb drápust yfir sauðburðin sem er allt of mikið. Aðeins ein rolla var þrílembd það var hún Golsa og 13 voru tvílembdar og svo voru6 einlembdar og svo gemlingarnir með eitt allir nema einn sem var hafður geldur. Það eru svo myndir inn í albúmi af Benóný í Maí,sauðburði og Emil að sækja merina sína úr tamingu á Kverná svo það er nóg að skoða Drottning með gimbrarnar sínar undan Topp Króna besti gemlingurinn minn þurfti að fara í keisara og var lambið dautt fyrir 1-2 dögum í henni því nú ver, það var nefla snúið upp á legið í henni. Á rúntinum með pabba sínum í Stekkjarholtinu á nýjasta farartækinu he he Fannst síðan allveg vera við hæfi að setja þessa vísu hér með. VIÐ LOK SAUÐBURÐAR Eftir strangan vetur var von á daufu skari, fekkst þá best til fagnaðar að finna líf í kari. Þegar kviknar lítið líf lambs í grónum haga, burtu hörfar bóndans kíf, boðar sæla daga. Þá er gott að vaka við vorsins óðinn þýða, lambajarm og lækjarnið lofsöng hlýrri tíða. Höf Sig.Sig og Jói í Stapa. 23.05.2010 02:18Útskrift SteinarsSteinar útskrifaðist á föstudaginn og hér er stolt mamma hans með honum hún Freyja Elín. Gaurinn er sko allur að koma til því hann stóð upp sjálfur í rúminu í gær og tætti allt af náttborðinu svo nú má sko heldur betur fara að passa hann. Allir stoltir af drengnum Steini,Dagbjört,Stúdentinn,Emil,Freyja með Benóný og Bói. 19.05.2010 22:03Benóný Ísak 9 Mánaða og Hulda sextug.Jæja ætla að byrja á því að óska mömmu og Hafdísi systur hennar til hamingju með 120 árin og svo honum Steina litla frænda þau áttu öll afmæli í gær 18 Maí. Það var sem sagt full bókaður dagur hjá okkur í gær hann byrjaði þannig að það var einn gemlingur búnað bera og vildi ekki lambið svo næst fór ég heim að gera heitann rétt fyrir afmælið hjá mömmu svo fór ég með Benóný í ungbarnasundið og því næst að kaupa gjöf fyrir Steina og svo loksins í partý til mömmu rosa fjör en þessi fullbókaði dagur heppnaðist vel og afslappað að hann sé búinn. Prinsinn er svo 9 mánaða í dag og fór ég og Maggi með hann að veiða og veiddum við fyrstu bleikjur sumarsins. Maggi fékk fyrstu og svo fékk ég tvær og þetta eru bara rosa flottar nýgeignar bleikjur. Lukkuleg gellan hún Hulda Magnúsdóttir. Benóný horfði undrandi á þetta fyrirbæri. Ég er kúreki vestursins. Emil duglegur að skaka. 16.05.2010 01:14Maí á ferð og flugiJæja nú er maður aldeilis búnað setja slatta inn af myndum því það er búið að vera mikið að gera t.d. er Benóný í ungbarnasundi og er hann allveg óður honum finnst svo gaman og skvettir á alla bak og fyrir og við fengum loksins pabba til að koma með og taka myndir af stráknum sínum. Ég er svo búnað koma víða við í sauðburðinum og er hann ganga misjafnlega vel. Hjá mér er fyrri burðurinn að enda en svo er seinni ekki fyrr en 28 Maí allveg hrikalegt en ég fæ þó allavega lömb vonandi. Hjá Gumma Óla er búið að vera mikið um keisara ferðir inn í Hólm hann er búnað fara með tvo gemlinga og eina rollu og það lifir allt og svo er hann búnað venja heilmikið undir einlemburnar sem voru sónaðar hjá honum svo það kom að góðum notum. Það er svo allt borið í Tungu hjá Sigga en það voru einhverjar geldar því miður en annars fékk hann svakalega falleg lömb og allveg sérstaklega spök. Maggi er svo loksins kominn heim að austan og setti ég myndir inn frá honum. Það eru svo myndir af heimsóknum viða í sauðburðinum svo endilega skoðið. Flottur hann Benóný Ísak Fyndin hún Móra inn í Bug að gæjast inn. Þetta er náttla bara sögulegt að hann Magnús Már sé að mjólka belju já ég er sko svaka stolt af honum he he. 11.05.2010 22:46Lömb í MaíÉg reddaði mér bara og náði í ullarpoka og raðaði þeim á grindurnar svo litli gæti leikið sér meðan ég stússast í rollunum. En eins og sjá má á þessari mynd var hann allveg kominn með nóg af þessu rollu veseni á mömmu sinni og farinn að væla á mig he he :) Hrútarnir voru ánægðir að komast út í græna grasið. Rauðhetta er borin bíldóttri gimbur undan Golsa. ´Þruma kom svo með dökkmórauð gimbur og hrút undan Móra hjá Gumma Óla. Varð að setja þessa hér þetta eru Beggi og Pakas undan Golsu og Prúð. 09.05.2010 22:53Sauðburður á nýJæja það er nóg að gera í sveitinni byrjaður sauðburður á ný og Grána tók á skarið og bar hrút og gimbur í dag og svo hún Dóra hans Benóný sem er gemlingur kom með eina gimbur því næst var það hún Skrauta og bar hún einni gimbur. Ég fór svo með prinsinn hann Benóný í ungbarna sund í morgun og var hann allveg þvílíkt sprækur og sparkaði og buslaði voða gaman. Það var svo margt um manninn í dag í sveitinni enda var æðislegt veður og voru þar Brynja og Kristmundur, Anna og Jói, Margrét og Oddur og svo átti Snorri líka leið og svo við heimafólkið í Mávahlíðinni.
Benóný Ísak í veðurblíðunni.
Ég lukkuleg í peysunni sem Brynja frænka prjónasnillingur gerði.
Feiknarlegur hrútur hjá Gumma undan Grábotna.
Dóra hans Benóný sem Bárður gaf honum er borin grábotnóttri gimbur. Flettingar í dag: 121 Gestir í dag: 29 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188310 Samtals gestir: 69632 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is