Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
13.06.2020 11:36Sauðburðarblogg![]() Það var erfitt í fæðingu þetta sauðburðarblogg því ég hef bara einfaldlega ekki getað gefið mér tíma til þess að koma þessu til skila og þegar ég ætlaði að gefa mér tíma inn á milli þegar sauðburður var þá var kerfið eitthvað bilað. Síðan var Emil að róa í burtu allann sauðburðinn svo ég var alveg önnum kafinn við heimilið börnin og kindurnar. Hrútarnir fóru fljótlega út í tún í byrjun maí og Siggi gaf þeim hey úti fyrst því gróðurinn var mjög lengi að taka við sér. ![]() Það voru smá slagsmál en ekkert alvarleg. Siggi lenti þó í atviki í byrjun sauðburðar að kind rann á grindunum og fór með hornið akkurrat í augað á honum og braut gleraugun hans og gerði skurð við augað á honum en sem betur fer náði hann öllum glerbrotunum úr og náði að hreinsa augað vel og hann náði sér vel. ![]() Hér eru Bói,Jóhanna og Siggi eftir að við vorum búnað fá hjálp frá Bóa við að klippa klaufarnar á hrútunum og saga hornin. ![]() Hér eru svo Guðmundur Ólafs Ólafsvík og Kristinn Bæjarstjóri að saga hornin með rafmagns klippum á lambhrútnum hans Gumma. Kristinn á svo Bolta sem sést hér fyrir aftann og við ætlum að gefa honum séns að vera svona með hornin og fylgjast með í sumar hvort þau verði ekki í lagi. ![]() Hér er mjög þykkur og fallegur hrútur dagsgamall á þessari mynd og er tvílembingur undan Snædrottningu og Ask ég hef trú á að hann verði mjög efnilegur þessi. ![]() Hexía með tvo hrúta undan Ask. ![]() Þessi eru undan Björg og Ask. ![]() Þessi hrútur er mjög sérstakur á litinn hann er svo golsóttur undir og með svona bíldur í framan með golsóttum blæ. ![]() Hér er Gyða Sól með hrút og gimur undan Mosa hans Gumma Óla. ![]() Salka með þrilembingana sína undan Ask. Botnótta lambið var svo vanið undan henni. ![]() Hrafna me[ gimbur undan Móra sæðingar hrút. ![]() Ronja Rós með Emblu að skoða kindurnar. ![]() Flottar vinkonur Freyja,Embla og Aníta. ![]() Embla búnað veita fæðingarhjálp með Sigga að draga úr Önnu kindinni hennar Freyju hún er með þrjú undan Mosa hans Gumma Óla. ![]() Hér eru stelpurnar að gera sig reddý fyrir fæðingarhjálp. ![]() Rósa hennar Emblu með lömbin sín undan kaldnasa. ![]() Fullt tungl á næturvaktinni. ![]() Stelpurnar hjá Hröfnu uppáhaldinu sínu. ![]() Gemlingar hjá Sigga með lömb undan Svarta Pétri hans Óttars á Kjalvegi. ![]() Flottur hrútur frá Gersemi og Ask þrílembingur. ![]() Lömbin eru svo skemmtilega gæf. ![]() Hér er falleg botnótt gimbur undan Ask og Gurru. ![]() Þessir hvítu bræður eru undan Ask og Klöru. ![]() 4.bekkur frá Grunnskóla Snæfellsbæjar kom í heimsókn til okkar í fjárhúsin að skoða lömbin. Það kom fram í Bæjarblaðinu Jökli en það var smá prentvilla um að þetta hafi verið inn í Mávahlið en þetta var auðvitað inn í Tungu því við eigum ekki Mávahlíð lengur, það er búið að selja það og fyrir þá sem ekki vita þá erum við með kindurnar inn í Tungu hjá Sigurði Gylfasyni og vorum seinast með kindur inn í Mávahlíð árið 2009. ![]() Lömb undan Björg og Ask. ![]() Farið að bætast við litadýrðina. ![]() Flottur hrútur undan Hexíu og Ask. ![]() Gimbur undan Möggu lóu og Kol. ![]() Það komu svo líka hænu ungar hjá Freyju og Bóa 5 maí. ![]() Krakkarnir voru alsælir með ungana. ![]() Bjarki og Benóný með unga. ![]() Bjarki Steinn með unga. ![]() Allir saman svo gaman. Þetta blogg var svona byrjun á sauðburði og ungum svo eru myndir af þessu hér inn í 30.04.2020 20:18Sauðburður hafinn![]() Þessi lömb voru fædd í gær þegar ég mætti upp í fjárhús og eru þau frá Sigga og eru undan Ask. Hún hefur borið um nóttina. ![]() Það byrjaði þó ekki vel hjá mér þegar ég var búnað taka þessa frá og var að fara sópa hjá gemlingunum þá blasti þetta við mér í krónni þá hefur Embla gemlingurinn hennar Emblu borið sjálf og það þessu risa lambi sem hefur örugglega drepist í burði hjá henni því það var bólgið um hausinn og tungan út. Hún átti samt ekki tal fyrr en 5 maí svo ég var ekkert farin að spá í henni. Þetta var mjög svekkjandi þetta er sæðingur undan Mjölni og gimbur. ![]() Svo um kvöldið bar Urður hjá Sigga og hún var með 3. Fyrsta kom á afturfótunum svo kom næsta og það var hálf slappt og svo var þriðja löngu dautt. Lambið sem var slappt tók Siggi með sér heim í kassa í von um að það myndi taka við sér en það gerðist ekki og það var dautt í hádeginu í dag svo Urður verður bara með þetta eina undir sér sem er golsótt gimbur undan Ask. ![]() Hér er hin gimbrin sem lifði í hálfan sólarhring. ![]() Svo bar þessi núna í morgun hjá Sigga hún er frá mér og heitir Klara og er undan Svan Máv syni hún er með tvo hrúta undan Ask. ![]() Hér er betri mynd af þrílembings gimbrinni hennar Urðar. ![]() Salka bar svo alveg sjálf í hádeginu í dag tveim gimbrum og einum hrút undan Ask líka. Þessi golsótta er minnst en hin eru stærri svartbotnóttur hrútur og golsubíldótt gimbur. ![]() Krakkarnir að skoða lömbin og Ronja Rós líka. ![]() Benóný og Embla hjá Klöru. ![]() Ronja Rós að virða fyrir sér sveitina og grasið. ![]() Aðeins að fá að koma við heyjið inn í hlöðu. ![]() Og smakka heyjið líka. ![]() Í sveitinni hjá ömmu Freyju og afa Bóa. ![]() Svo gaman út í náttúrunni. ![]() Klappa saman lófunum er mjög vinsælt hjá henni og hér er hún í sólstofunni hjá Freyju ömmu að leika. ![]() Benóný hænu strákur. ![]() Fórum að veiða inn í Klettakoti hjá ömmu og afa. ![]() Embla og Freyja veiddu sitthvorn fiskinn með afa sínum. ![]() Hér eru þær komnar inn með fiskinn svo duglegar. ![]() Við Embla skelltum okkur svo eitt kvöldið eftir kvöldmat og veiddum eina bleikju það var æðislegt veður og gaman eiga svona gæðastund saman. ![]() Hér er svo bleikjan sem við fengum við fengum svo sitthvora litla bleikju og slepptum þeim. ![]() Hér er svo Ronja Rós krútt upp á dag 7 mánaða. ![]() Orðin svo dugleg fer reyndar bara afturábak í göngugrindinni nær ekki að fara áfram he he. Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur og Emil er áfram að róa frá Reykjavík en núna er spennandi tími frammundan sauðburður og skólinn fer að byrja aftur almennilega eftir helgi og svo það fer að verða betri rútína á krökkunum. Þetta verður aftur á móti mjög krefjandi fyrir mig að ná að sinna þessu öllu en ég ætla vera jákvæð og bjartsýn þrátt fyrir mjög dapurlega byrjun á sauðburðinum. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu. 30.04.2020 16:51Kíkt í fjárhúsin hjá Bárði og Dóru á HömrumFórum í heimsókn um daginn til Bárðar og Dóru inn á Hamra það er alltaf mikið stuð fyrir krakkana að fá að koma þangað það er kar sem er róla í fjárhúshlöðunni og svo er hægt að fara í göng undir sem Benóný finnst svo rosalega gaman. Við fengum svo líka að kíkja í hesthúsin hjá þeim. ![]() Urðum að fá að kíkja á lömbin þau voru ekki enn komin hjá okkur. Hér eru Embla og Freyja hjá góðri kind hjá þeim Bárði og Dóru. ![]() Komið mikið af fallegum litum hjá þeim. ![]() Benóný og Embla að klappa lambi. ![]() Stuð að róla í karinu. ![]() Þetta er hann Blesi forrystu hrútur og er í miklu uppáhaldi hjá þeim. ![]() Svo flottur. ![]() Hér er svo Einbúi sem er frá okkur og er sameign okkar Bárðar. Hann er undan Tungu og Ísak. Hann hefur verið að gefa Bárði vel gerð lömb. Ég hef ekki getað notað hann mikið því hann er svo skyldur mínu fé. ![]() Hér er Víkingur hjá Bárði sem er undan Skjöld. Ég á tvær undan honum. ![]() Hér er Knarran hjá Bárði ég á líka undan honum tvævettlur. ![]() Benóný sáttur í rólunni. ![]() Fórum svo líka í hesthúsin hjá þeim sem eru svakalega flott. ![]() Þessi hestur kunni að kinka kolli já við nammi og það fannst krökkunum alveg magnað. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. 28.04.2020 13:12Gleðilega páskaVeit þetta blogg kemur heldur seint inn en við fjölskyldan óskum ykkur Gleðilegra páska og Gleðilegs sumars. Emil er búinn að vera róa í burtu frá Akranesi og Reykjavík svo ég hef átt fullt í fangi með að sinna heimilinu,börnunum og kindunum og náði því ekki að gefa mér tíma fyrr til að koma þessu boggi niður en núna gaf ég mér loks tíma enda ekki seinna vænna því nú fer brátt að vera allt of mikið að gera því það fer að skella á sauðburður. Ronja Rós var svo 7 mánaða í gær og hún stækkar óðum og er farin að sitja alveg sjálf og klappa saman lófunum svona þegar henni hentar he he. Hún er mjög kát og er aðeins farin að sýna mannafælni við þá sem hún hefur ekki séð áður og getur þá orðið vælin og reið en það er allt partur af þroskaferlinu hjá ungabörnum svo allt er þetta í toppmálum með hana. ![]() Allir nývaknaðir og ferskir á páskadagsmorgun. ![]() Flottu krakkarnir okkar. ![]() Ronja Rós fékk að leika sér með páskaegg. ![]() Mamma Hulda með krökkunum okkar. ![]() Freyja kát með sitt páskaegg. ![]() Við páskaborðið. ![]() Ronja Rós og amma Hulda. ![]() Flottar saman Hulda amma og Embla Marína í eins jökkum. ![]() Freyja Naómí vildi líka vera með. ![]() Svo mikið krútt. ![]() Að sjá hænu hjá Benóný bróðir. ![]() Benóný Ísak hænustrákur. ![]() Búnað fá egg hjá Óla til að setja í vélina hjá Bóa afa hann ætlar að fá unga. Hann missti bestu hænuna sína um daginn þegar hundur komst í þær og hún fékk hjartaslag og hann var svo sár að afi hans leyfði honum að reyna fá nýjar hænur. ![]() Páska þemað hjá okkur í ár skærbleikt og bleikir bangsar til að telja fyrir krakkana. ![]() Hér sést þetta betur. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi. 14.04.2020 20:01Ronja Rós í fjárhúsin og göngutúr![]() Ronja Rós fékk að fara á hrútsbak á Kaldnasa með systkynum sínum. Siggi og Emil voru að klippa klaufar og saga horn á hrútunum. ![]() Hér eru þeir að saga með vír Svarta Pétur hans Óttars á Kjalvegi en við vorum með hann í vetur fyrir Óttar. ![]() Við settum líka ásettningsmerkin í lambhrútana og gimbranar um daginn. ![]() Hér eru systurnar á Kaldnasa sem er alveg einstakur hrútur og ég hef ekki vitað um annan eins hrút sem er algert gæðablóð. ![]() Ronja var bara kát í kerrunni og Freyja keyrði hana um allt. ![]() Og Embla líka það er um að gera að venja hana við áður en sauðburður kemur þá verður Ronja að vera mikið með mér í fjárhúsunum. ![]() Stelpurnar að sýna henni Möggu Lóu kindina hennar Freyju. ![]() Hér er hún svo komin í jötuna hjá gemlingunum. ![]() Embla var svo með henni og hún var alveg hissa á þessu. ![]() Það snjóaði svo aftur eftir að snjórinn var farinn um daginn og það var alveg blindbylur og Siggi gaf fyrir okkur. Daginn eftir var svo fallegt veður og jökulinn skartaði sínu fegursta. ![]() Freyja Naómí og Embla Marína með Rósu. ![]() Krakkarnir eru búnað vera rosalega dugleg í páskafríinu að koma með mér inn í fjárhús og hér eru þau með playmó með sér að leika í jötunni. ![]() Tvævettlurnar eru búnað berja gat yfir í hina króna og hér sést hvað það er mikið sport að stinga hausnum í gegn og fylgjast með hinum megin. ![]() Hér sést það hér er þessi sama með hausinn kominn í gegn að gjæjast. ![]() Hér sést betur yfir. ![]() Benóný alveg elskar gemlingana. ![]() Jóhanna og Emil að vigta ullina. ![]() Ronja sofnaði svo í kerrunni inn í fjárhúsum og við tókum hana inn til Sigga í kaffi og hún hélt áfram að sofa svo hún var alveg alsæl eftir fyrstu almennilegu fjárhúsa heimsóknina. ![]() Ronja Rós inn i sveit hjá Freyju ömmu og afa Bóa. ![]() Við fórum svo í göngutúr um daginn niður á bryggju. ![]() Benóný vildi hlaupa upp og niður stigann hjá bátunum. ![]() Þau hlupu svo niður í fjöru og það var svakalega löng fjara og æðislegt veður. ![]() Enduðum svo á að fá okkur ís hjá Dodda í sjoppunni. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. 04.04.2020 07:40Emil 35 ára og Benóný í fjárhúsunumEmil átti afmæli 1 apríl og var 35 ára. Dagurinn var fullur af gleði og gríni og krakkarnir nutu þess í botn að færa ömmum sínum og afa kaffi með salti og bíða spennt eftir viðbrögðum hjá þeim að reka upp skaðræðis öskur og spíta út úr sér kaffinu he he. Embla náði Benóný mjög vel hann var í baði og hefur aldrei verið eins snöggur upp úr baði þegar hún sagði að það væri ókunnugur köttur inni hjá okkur og hann fór auðvitað að gá en ekkert sá og varð ekki ánægður með systir sína að ljúga svona af honum ha ha. Við vorum svo með læri í matinn og buðum Freyju,Bóa,Jóhönnu og mömmu í mat. ![]() Hér er Emil afmælisbarn. ![]() Ronja Rós kát í hoppu rólunni. ![]() Benóný og Embla í fjárhúsunum með mér. ![]() Fékk þennan flotta frænda í heimsókn í fjárhúsin. Erla kom og kíkti með Brynjar Óla og hann var mest hrifinn af traktornum hans Sigga. ![]() Arna Eir frænka kom líka með Freyju í fjárhúsin. ![]() Þá er búið að gefa. ![]() Benóný var heima þessa vikuna var ekki alveg að höndla alla breytinguna sem er í skólanum og hann er búnað vera svo duglegur að koma með mér í fjárhúsin. Hér er hann að tala við gemlingana. ![]() Honum finnst mjög kósý að leggja sig í jötunni á meðan ég er að gefa. ![]() Og láta grafa heyið yfir sig og láta þær borða í kringum sig. ![]() Hann fann upp á skemmtilegum leik að fara ofan í síldartunnu og láta sig rúlla niður inn í hlöðu mjög gaman. ![]() Þetta er búnað vera mjög skemmtileg vika og gaman að fá þennan gæða tíma með Benóný og kindurnar hafa mjög róleg og yfirveguð áhrif á hann. Hann fær svo að ráða tónlistinni í bílnum á leiðinni og oft er það mikil teknó tónlist svo ég fer vel peppuð inn í daginn he he. ![]() Ronja Rós í nýju sólstofunni hjá ömmu Freyju og afa Bóa. ![]() Ronja dafnar vel farin að fá að borða tvisvar á dag ávaxtamauk og hafragraut. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi. 28.03.2020 09:33Embla Marína 9 ára 28 marsElsku Embla Marína okkar fagnar 9 ára afmælinu sínu í dag. Að hugsa sér að fyrir 9 árum síðan komst þú frábæri gleðigjafinn okkar í heiminn við elskum þig alla leið til tunglsins og miklu meira en það þú ert fullkomin. Orkumikil fjörkálfur með mikla útgeislun og gleði hvar sem þú kemur. ![]() Verið að skíra þig í Brimisvallarkirkju fyrir 9 árum. ![]() Embla 5 mánaða. ![]() Útskrift úr skólanum. ![]() Á Tenerife 2019. ![]() Að veiða með mömmu sinni. ![]() Á Tenerife. ![]() Í fjárhúsunum með sínum uppáhalds Hröfnu og Elsu. ![]() Með hænu unga hjá ömmu og afa. ![]() Dugleg að hjálpa til við að gefa. ![]() Héldum smá afmælis kósý fyrir hana í gær. ![]() Það komu bara þrír því ekki mátti halda afmæli svo það voru bara þau sem hafa verið hér að leika 3 félagar og svo systkynin. Embla var mjög ánægð með þetta þau borðuðu saman og við leigðum mynd og fórum í smá leiki. ![]() Hér er svo elsku Embla okkar í dag. ![]() Opnaði pakkann leið og hún vaknaði kl hálf 8 í morgun. ![]() Fékk þessa tvo álfa hesta frá okkur. Hún elskar hestadót. 27.03.2020 18:30Ronja 6 mánaða![]() Ronja Rós er 6 mánaða í dag 27 mars. ![]() Svo kát. ![]() Með kindinni. ![]() Aðeins að máta skóna sem eru allt of stórir. ![]() Svo mikil fyrirsæta. Fór í skoðun núna 24 mars og er orðin 6340 gr og 67 cm ,höfuðmál 43 svo hún heldur bara sinni línu. ![]() Elskar svo mikið Huldu ömmu sína. ![]() Svo fallegar saman. ![]() Ronja er líka rosalega hrifin af Myrru kisunni okkar og Myrra sækjir jafn mikið í hana. En nú má Myrra fara passa sig því litla daman er farin að vilja rífa í hana og klípa. ![]() Svo montinn í nýju jumporo grindinni sinni sem við fengum Kjartan og Dagbjörtu systir Emils til að kaupa fyrir okkur. ![]() Svo sposk á svipinn þessi elska. Það eru svo fleiri krútt myndir af henni hérna inn í albúmi. ![]() ![]() 27.03.2020 14:06FjárhúsatímiÞað er allt í rólegheitum í fjárhúsunum og við sprautuðum fyrri sprautuna í gemlingana um daginn og Siggi sprautaði og ég hélt í þá. Það er svo sem ekki mikil breyting fyrir mig á þessum skrýtna tíma sem er núna með þessari kórónu veiru því ég held bara minni rútínu í fjárhúsunum að gefa og svo að vera heima með gullið mitt hana Ronju Rós sem fyllir alla daga af kátínu og gleði. Hinir krakkarnir eru í skólanum með mjög ströngu eftirliti og boðum og bönnum sem erfitt er að melta en standa sig þó bara mjög vel. Benóný hatar 2020 og hefði helst viljað fæðast 2021 he he svo hann þyrfti ekki að upplifa þetta ár. Það fer auðvitað verst í hann að geta ekki farið í sund og hefur áhyggjur af að komast ekki í rennibrautir í sumar og vill að við kaupum rennibraut og heitapott í garðinn ef það verður ekki búið að lagast. Ég er samt bara reyna útskýra fyrir þeim að vera jákvæð og meta allt þetta góða sem við erum með að við séum með Hús,rafmagn,sjónvarp,tölvu,vatn og mat og eigum hvort annað að, svo þetta gæti verið mikið verra því þau meta jú sjónvarp og tölvu mikils og ekki myndu þau vilja vera án þess. Ég segi þeim alltaf að hugsa bara einn dag í einu ekki spá of mikið í hvað næst bara lifa í núinu. Einbeita sér að því að við erum hraust og okkur liður vel svo við þurfum ekki að vera hrædd og stressuð að vera veik ef við verðum veik þá tökumst við á við það þegar að því kemur. ![]() Hér er svo alltaf hægt að kúpla sig út frá öllu og eiga gæðastundir saman. ![]() Freyja elskar að leika við gemlingana. ![]() Og þeir elska okkur og það er alger plága að sópa króna hjá þeim maður fær engan frið. ![]() Þessi gráa er undan Fáfni sæðishrút og er rosalega sterkur karekter og æðisleg. ![]() Hérna eru tvævettlurnar að kíkja yfir og bíða eftir klappi. ![]() Freyja reddar því. ![]() Benóný að klappa Rósu og Vaíönnu. ![]() Benóný Ísak og Freyja Naómí. ![]() Freyja svo mikil sveita stelpa. ![]() Eg fékk hóp af flottum vinnu krökkum með mér um daginn. Freydís,Vigdís,Arna,Embla og Freyja. ![]() Freyja að gefa. ![]() Vigdís að gefa. ![]() Arna að gefa. ![]() Freydís að gefa. ![]() Embla að gefa. ![]() Svo gaman hjá þeim og þær voru svo duglegar að hjálpa mér. ![]() Freydís og Freyja að dreifa athyglinni þeirra meðan ég sópaði slæðingin af grindunum. ![]() Freyja og Benóný. ![]() Freyja að fá smá knús. ![]() Benóný að fá sér hænutíma hjá Freyju ömmu og Bóa afa. ![]() Gaman í sveitinni hjá ömmu og afa. Bjarki Steinn,Embla Marína,Freydís Lilja og Freyja Naómí. Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu hér inn í albúmi. 27.03.2020 13:48Ronja Rós borðar í fyrsta sinn.![]() Ronja Rós fékk fyrstu skeiðina af graut fyrir 2 vikum síðan og tók voða vel við fyrstu skeiðunum. ![]() Tók svo ekki svo vel við næstu skiptum en núna er ég farin að gefa henni smá í hádeginu líka bara ávaxtamauk frá Hipp og ef ég blanda því svo aðeins með grautnum þá finnst henni hann mjög góður. Hún fékk svo stappaðan banana bara smá tvær þrjár skeiðar og henni finnst hann mjög góður svo ég held hún eigi bara eftir að vera góð að smakka nýjar tegundir. ![]() Ástæðan að ég fór að gefa henni að borða fyrir tveim vikum er því hún var farin að vakna meira á nóttinni til að liggja bara á brjóstinu og drekka svo eftir að ég fór aðeins að gefa henni þá lagaðist það. Annars hef ég alltaf byrjað að gefa öllum börnunum að borða um 6 mánaða. ![]() Farin að vera dugleg að sitja í bumbó stólnum og tæta í allt sem hún nær í. ![]() Fékk líka að prófa hoppu róluna í fyrsta sinn um daginn og það er voða sport. ![]() Svo gaman að hoppa. Þessi róla er síðan Benóný var lítill. ![]() Karítas frænka keypti þessa fínu göngugrind fyrir mig handa Ronju Rós og hún er svo ánægð í henni nema hún nær ekki alveg niður strax he he. ![]() Að máta kósý galla fyrir mömmu sína. ![]() Í baði í vaskinum voða sport. ![]() Benóný bróðir að liggja með mér að leika. ![]() Alltaf stutt í brosið mitt og ég er svakalega mikill grallari og ofsa kát. ![]() Ég er mjög liðug og get nagað á mér tærnar. ![]() Gaman að hoppa með Freyju systir. ![]() Svo fín í rauða kjólnum sem Óttar og Íris gáfu mér. 11.03.2020 14:57Ronja Rós í fyrsta sinn að sofa út í vagniÞað var núna 9 mars sem Ronja Rós svaf fyrst út í vagni. Ég var ekkert að stressa mig á því að láta hana sofa úti því það hefur alltaf verið svo leiðinlegt veður og mikill kuldi svo ég ákvað að láta loks verða að því núna í vikunni. Fyrst svaf hún bara í 20 mín og ég tók hana svo inn svo næsta dag svaf hún 2 klukkutíma og því næst í 4 klukkutíma svo ég held hún eigi bara eftir að líka vel við að fá að sofa út í vagni. ![]() Hér er búið að dúða hana upp og setja hana í vagninn. ![]() Sefur í sólinni sem teygir sig niður á pallinn. ![]() Fyrsti göngutúrinn var líka tekinn í frekar köldu veðri en mildu. ![]() Donna var alsæl að komast í göngutúr enda langt síðan hún hefur farið með okkur í svona göngu heldur tek ég hana bara alltaf með í fjárhúsin og hún er hundleið á því og nennir ekki hreyfa sig fer bara og finnur ullarpoka til að sofa á meðan ég gef kindunum. ![]() Svo kát þegar hún er búnað fá sofa í vagninum. ![]() Svo gaman að vera í bumbo og leika. ![]() Fékk að fara í bað með systurm sínum og máta baðhringinn í fyrsta sinn og fannst það rosalega gaman eins og sjá má mjög kát yfir þessu. ![]() Alltaf stuð á okkur í fjárhúsunum hér er ég með Lóu og Hörpu sem eru mjög uppáþrengjandi. Ég fæ engan frið fyrir þeim þegar ég er að sópa grindurnar þær eru tvævettlur. ![]() Hér lagði ég pokann í jötuna á meðan ég var að sópa hjá gemlingunum og á meðan voru þær tvævettlurnar búnað teygja sig í hann og stela honum til að leika sér með hann. ![]() Hér var ég búnað teygja mig í hann frá þeim og núna eru gemlingarnir að krafsa í hann á meðan ég er að setja heyjið inn í hann sem þær voru búnað slæða á grindurnar. ![]() Hér er svo hún Lóa hún er alveg einstaklega áhugasöm þegar ég set í pokann og stendur alltaf ofan á honum svo ég get varla sett í hann og ég þarf að ýta henni af honum. Annars er allt í rólegheitum heima og í fjárhúsunum. Emil er búnað vera heima ,það hafa bæði verið brælur og bilað hjá honum svo það hefur ekki verið mikið farið á sjó en jákvæða við það er að við fáum að hafa hann heima og hann fær dýrmætan tíma með okkur sérstaklega Ronju sem stækkar svo hratt og þá er gaman að fá að fylgjast með henni. Við ætluðum að fara til Tenerife í apríl en við erum búnað breyta ferðinni út af kórónu veirunni og förum þá bara seinna í staðinn. Ég var ekki tilbúin að fara með Ronju svona litla og eins að fara með Benóný því hann er með dæmigerða einhverfu og myndi ekki höndla þessar aðstæður að vera með grímu og svoleiðis í flugstöðinni og þess þá heldur ef það kæmi til þess að vera fastur úti eða á einhverju hóteli ef þær aðstæður myndu gerast. Benóný var auðvitað farinn að hlakka alveg rosalega til að fá að fara í vatnsrenni brauta garðana en tók því bara mjög vel að við værum ekki að fara og værum búnað fresta hann horfir samt alveg jafn mikið á rennibrautagarða á youtube og lætur sig dreyma um að fara í þá og er líka farinn að pæla í sumrinu hvert á að fara um landið í hjólhýsinu. 08.03.2020 10:13Hænu fjör og Ronja RósBenóný Ísak elskar hænurnar sínar inn í sveit hjá ömmu Freyju og afa Bóa og hann var svo hissa um daginn þegar við vorum að þá flaug hænan upp í glugga inn í þvottahúsi og það fannst honum rosalega fyndið og afi þurfti að hjálpa honum að ná henni niður aftur. ![]() Hér sést glottið á mínum þegar hann sýndi okkur hvert hænan fór. ![]() Svo gaman hjá krökkunum að kíkja á hænurnar. Hér er Freyja,Embla og vinkona þeirra Freydís og svo Benóný. ![]() Alltaf elska ég þetta útsýni jafn mikið úr sveitinni af Snæfellsjökli. ![]() Maggi bróðir kom óvænt í heimsókn núna um helgina og Ronja var svo kát hjá honum. ![]() Elskar alveg að vera hjá ömmu Huldu. ![]() Með Benóný bróðir svo spennandi. ![]() Farin að reyna reisa sig upp og sitja. ![]() Allt svo spennandi að skoða. ![]() Upphalds stellingin að fara yfir á magann. ![]() í þessum stól er líka gaman. 04.03.2020 16:34Ronja 5 mánaða og fleira![]() Ronja Rós var 5 mánaða 27 febrúar síðast liðinn. Hún er orðin 6.100 gr og 65 cm . Hún er enn jafn kát og er farin að taka vel eftir og ef maður segir hvar er kisa þá skimar hún eftir Myrru kisunni okkar og eins ef maður segir nafnið hennar þá litur hún við. Hún er farin að vilja bara vera á maganum þegar hún er lögð á teppið en verður fljótlega þreytt og grúfir þá með hausinn ofan í teppið he he. Hún er farin að skoða vel í kringum sig og skoða fingur og tær og teygja tærnar upp fyrir haus og reyna reisa sig upp. Við erum farin að nota Bumbo stólinn bara lítið í einu smá á dag og það finnst henni mjög spennandi. Hún elskar röddina sína og skrækir hátt og rífst við dótið sitt einnig elskar hún Emblu og Freyju þegar þær eru að tala við hana þá ljómar hún og hlær. Hún hefur gaman af að láta fíflast í sér og fangar alla athyglina á heimilinu með brosinu og kátínunni sinni. ![]() Svo mannaleg í fanginu á pabba sínum. ![]() Svo mikið yndi. ![]() Gaman að máta hárbönd. ![]() Fórum til Reykjavíkur um seinustu helgi. ![]() Heimsóttum Fríðu frænku og Helga og Ronja var svo kát í heimsókninni. ![]() Brosir svo fallega. ![]() Orðin svo dugleg á maganum og reisir hausinn svo hátt upp. ![]() Í Bumbo stólnum í vöggunni svo montin. ![]() Brosandi með mömmu sinni. ![]() Mamma dugleg með bollurnar sínar í árlega bolludagskaffinu hjá sér. ![]() Freyja að hjálpa mér að baka muffins. ![]() Hér eru þær að byggja snjóhús inn í Tungu bak við fjárhús. ![]() Komnar í gegn búnað gera göng. ![]() Benóný lukkulegur að prófa þetta hjá þeim. ![]() Þau voru nú heldur glæfraleg Benóný,Embla,Freydís og Freyja inn í Bug að sýna mér stóra góða brekku til að renna og svo héldu þau af stað og mér leyst ekkert á þau. ![]() Þau létu sig svo hafa það og komu á fullri ferð niður og fannst voða gaman en voru smá skelfingu lostinn yfir hvað þau fóru hratt he he enda var þetta frekar bratt niður. ![]() Freydís svo dugleg að hjálpa til að gefa. ![]() Hér eru svo Freyja og Embla búnað fara með sín föng í jötuna rosalega duglegar allar. Það eru svo myndir af þessu hér inn í albúmi. 04.03.2020 10:12Seinni rúningur 22 feb![]() Arnar kom þar seinustu helgi og tók af fyrir okkur. Hann var eldsnöggur að þessu og þær voru mjög rólegar hjá honum. ![]() Stóru hrútarnir voru klipptir líka. ![]() Hér er hann að störfum. ![]() Embla og Freydís vinkona hennar fylgjast með og opna pokann fyrir ullina. Embla var svo rosalega dugleg að hún var allann daginn með pabba sínum frá 10 um morguninn og framm til klukkan 6 en Arnar kom rúmmlega 12 og kláraði fyrir 6 að rýja fyrir okkur og Sigga. Freydís kom með mér í hádeginu og var svo með Emblu allann daginn svo þær voru rosalega duglegar að hjálpa til. ![]() Fallegir litir sem koma undan ullinni sumar mjög doppóttar. ![]() Gemlingarnir vel vænir hér er ein undan Ask Kalda syni og Brussu. Brussa er undan Máv. ![]() Hér er hluti af gemlingunum nýklipptum. ![]() Lambhrútarnir fyrir klippingu. Hér er Bolti. ![]() Eftir klippingu hér er fremstur Gumma Óla hrútur undan Gosa frá honum sem er undan Bjart sæðingarstöðvarhrút og fyrir aftann hann er hrútur frá Sigga sem er líka undan Gosa frá Gumma svo er Bolti hans Kristins sem er undan Víking frá Bárði sem er undan Skjöld frá Bárði og Dóru. ![]() Hér er svo kolur búnað bætast í hópinn hann er undan Zesari frá mér og Kviku hann er mógolsóttur. ![]() Lóa að kíkja yfir hún er alltaf að príla. ![]() Gemlingarnir hjá Sigga í Tungu. ![]() Freydís að klappa Viktoríu og Emblu þessari gráu hún er undan Fáfni sæðishrút. ![]() Hluti af stóru hrútunum. ![]() Búið að gefa á garðann mislitar öðru megin og hvítar hinum megin. ![]() Benóný og Svavar komu með í fjárhúsin um daginn áður en það var klippt. ![]() Freyja alveg elskar að koma niður í kró hjá gemlingunum sem elska hana alveg jafn mikið. ![]() Embla Marína að sópa. ![]() Freydís og Freyja hjá Gemlingunum alveg umkringdar. ![]() Freydís alveg umkringd. ![]() Freyja Naómí í eltinga leik við þær. Það eru svo fleiri myndir af þessu inn í albúminu. 16.02.2020 21:01Fósturtalning 2020 í TunguNúna á laugardaginn kom hann Guðbrandur Þorkelsson og fósturtaldi hérna í Snæfellsbæ og það var að koma víðast hvar mjög vel út og menn bara ánægðir með frjósemina. Við erum mjög sátt bara við útkomuna hjá okkur nema ég var svekkt yfir einni veturgamalli sem ég sá aldrei ganga og hún var tóm svo hún er mjög líklega ónýt. Hún var með lambi í fyrra sem gemlingur en hefur eitthvað skemmst fyrst hún gekk ekki núna í haust. Þessi kind er móbottnótt og er undan Eik sem skilaði sér ekki í haust og hún var líka móbottnótt svo sá litur deyr út hjá mér nema ég eignist þann lit í vor sem er frekar ólíklegt. ![]() Hér er Bubbi að sóna og Emil að halda. Ég er að skrifa og stelpurnar okkar bíða spenntar eftir að fá að vita hversu mörg fóstur eru í þeirra kindum. Hildur Ósk frá Hellissandi kom og fylgdist með og tók myndir fyrir mig sem var mjög hentugt og gaman. ![]() Hér er allt á fullu og Kristinn,Gummi Óla,Jóhanna,Þórsi og Hildur komu og aðstoðuðu mig Emil og Sigga í skoðuninni. ![]() Benóný átti í djúpum samræðum við Kristinn um rennibrautir og eru þeir hér í heitum samræðum um hvernig rennibraut væri hentugust í Ólafsvík því Benóný hefur miklar áhyggjur af því að snáka rennibrautinn er bara fyrir 8 ára og yngri og nú er hann orðinn of stór fyrir hana og vantar nauðsynlega að fá nýja rennibraut í Ólafsvík. Jæja þá er það útkoman úr talningunni hjá okkur. Kindur alls 84 og 159 fóstur. Eldri ær alls 58 sónuð 121 fóstur 13 með 3 27 með 2 8 með 1 Meðaltal 2,09 Veturgamlar ær alls 14 sónuð 25 fóstur 12 með 2 1 með 1 1 ónýt Þessi sem er með eitt var sædd. Meðaltal 1,79 Gemlingar 12 sónuð fóstur 13 3 með 2 7 með 1 2 með 0 Meðaltal 1,08 Þessir með 0 fengu reyndar í janúar svo kanski leynist í þeim ef það skeður sama og í fyrra þá voru þeir sem fengu í janúar sónaðir tómir en voru svo með lömbum en það kemur þá bara í ljós. ![]() Vaskur er með 28 fóstur og 2 þrílembdar ![]() Askur er með 27 fóstur og 3 þrílembdar. Askur er sá golsótti. ![]() Bolti er aftari hrúturinn og Mosi sá fremri sem er búið að taka af. Bolti er með 25 fóstur og 3 þrílembdar. Hrúturinn frá Kristni Bæjarstjóra sem er frá okkur Mosi er með 23 fóstur og 3 þrílembdar. Hrútur frá Guðmundi Ólafs ![]() Kaldnasi er með 14 fóstur ![]() Kolur er með 15 fóstur ![]() Bjartur er með 8 fóstur það er hrútur sem við fengum hjá Kristjáni Fáskrúðarbakka kollóttur. ![]() Svarti Pétur er með 5 fóstur 1 þrílembda hann er frá Óttari á Kjalvegi. ![]() Sprelli er með 2 fóstur hann er frá Sigga í Tungu undan Gosa hans Gumma Óla Ólafsvík. ![]() Svanur er með 5 fóstur 1 þrílembda. Þetta er mynd af Svan þegar hann var lambhrútur. ![]() Drjóli er með 2 fóstur Ákvað að setja þessa mynd inn til að lífga aðeins upp á veturinn sem er búnað vera svo erfiður veðurlega séð svo við getum hlakkað til sumarsins en ég er nú ekki alveg klár hvaða hrútar hér eru á ferðinni en þetta gæti alveg verið Drjóli annar þeirra en þetta er tekið eitt vorið sem þeim var hleypt út eftir veturinn. Sæðingar Amor 1 fóstur Mjölnir 1 fóstur Mínus 2 fóstur Móri 1 fóstur Við fáum nú ekki mikið af sæðingum en það er þó allavega eitthvað. ![]() Ronja Rós vaknaði í dag þegar ég var í fjárhúsunum svo við tókum hana inn með okkur enda komin tími til að hún fari að venjast því að vera í fjárhúsunum he he. ![]() Freyja er að sýna henni kindurnar. ![]() Benóný,Svavar og Freyja fundu upp á skemmtilegum leik að leika sér ofan í síldartunnu og rúlla sér inn í henni. ![]() Benóný að fá sér hænu tíma. Hann elskar hænurnar inn í sveit hjá ömmu Freyju og afa Bóa. ![]() Hér eru þær svo flottar. ![]() Hér eru fleiri. ![]() Hér er svo ein að lokinni hænu heimsókn. ![]() Freyja og Embla með gemlingunum. Fósturtalningin hjá Sigga kom líka rosalega vel út hann er með 33 kindur og 7 gemlinga. 4 kindur með 3 21 með 2 1 með 1 Gemlingar 3 með 2 2 með 1 2 með 0 Látum þetta svo duga að sinni og það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 665 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 4577 Gestir í gær: 153 Samtals flettingar: 1554715 Samtals gestir: 77919 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:13:35 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is