Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
07.08.2016 00:03Veturgömlu hrútarnirÍsak Tvinna sonur. Mávur Blika sonur. Zorró Glaum sonur. Drjóli Hæng sonur frá Sigga. Ísak . Zorró. Drjóli. Mávur. Flottir saman veturgömlu hrútarnir okkar og Sigga. Þurfum að fara kíkja á hornin á Ísak hann er leiðinlega náhyrndur. Við í fjöruferð niður á Mávahlíðarhellunni. Veðrið er búið að vera svo æðislegt og ég og krakkarnir erum bara föst innfrá að gera eitthvað í sveitinni. Ég veit ekkert betra en að njóta náttúrunnar með allri sinni fegurð á svona fallegum sumardögum og maður vill þá helst bara eiga heima inn í Mávahlíð og tímir varla að fara heim. Því kvöldin eru ekki síður falleg þá dettur hann niður í logn og sólin fer að setjast og allt er svo fallegt. Hosa með lömbin sín undan Korra. Dalrós með gimbur undan Saum. Æsa gemlingur með hrútinn sinn. Nál gemlingur með hrútinn sinn. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. 06.08.2016 02:23Rollurúntur 4 ágústAuðvitað var það fyrsta sem var gert eftir næstum vikudvöl í Reykjavík að keyra Vatnaleiðina heim og taka rollurúntinn í heimleiðinni. Svo daginn eftir fór ég og tók almennilegan rúnt og náði nokkurm fleiri myndum. Þessi er frá Sigga og er veturgömul man ekki hvað hún heitir. Lukka gemlingur frá mér sem bar seinust. Lambið hjá henni er eitthvað skrýtið og hefur örugglega lent í einhverju það er svo halt í afturfót. Hér er önnur frá Sigga með fallega gimbur. Soffía hans Sigga með fallegu mórauðu lömbin sín. Gemlingur frá Sigga. Jóhönnu kindur Ísbrá veturgömul og Maggý gemlingur. Fallegu lömbin hennar Þotu búnað villast undan henni. Vona að þau finni hana fljótlega aftur svo þau geti haldið áfram að stækka og verða eins flottir ásettningar og ég er búnað gera mér væntingar til Svört hans Sigga með flottu lömbin sín held þau séu undan Máv. Kvika gemlingur með hrútana sína sem hafa heldur betur stækkað miðað við hvað þeir voru litlir þegar þeir fæddust langt fyrir tímann og voru eins og smjörlikis stykki. Kvika er rosalega falleg kind ég keypti hana af Kristjáni á Fáskrúðabakka í fyrra. Önnur kind frá Sigga held að þetta sé Dropa. Skessa hans Sigga með lömbin sín undan Ísak. Ása með gimbrina sína. Ása er undan Ás sæðishrút. Það eru svo fleiri myndir af þessum rúnt hér inn í albúmi. 06.08.2016 01:54VerslunarmannahelginÁttum frábæra verslunarmannahelgi í Reykjavík. Við fengum lánaða íbúðina hjá Magga bróðir og Erlu því þau voru út í útlöndum. Við fórum auðvitað í sund á hverjum degi fyrst var það Laugardalslaugin svo kíktum við í fyrsta sinn í Nauthólsvík með Steinari og Unni og krökkunum og það var mjög gaman við grilluðum svo öll saman með Dagbjörtu, Kjartani og krökkunum þeirra heima hjá Steinari og Unni. Fjör í Nauthólsvíkinni. Kíktum á Suðurnesið og fórum á Garðskaga og kíktum á lítið kaffihús sem er inn í Vitanum ekkert smá flott. Næst á óskalistanum hjá Benóný var að fara í sund í Garðinum og það var æðisleg sundlaug og Benóný fannst rennibrautin æði og talaði um að þetta væri skemmtilegasta rennibraut í heimi he he. Það eru súper meðmæli hjá honum sem hefur prófað þær mjög margar hér á landi sem og í Tenerife. Fórum svo í heimsókn í Vogana í leiðinni til Júlíu systir mömmu og Helga og þau eiga rosalega skemmtilegan Ævintýragarð eins og sjá má og krakkarnir voru svo ánægðir að fá að setjast á þennan flotta hest. Hér er svo strákurinn sem er alltaf í fýlu á bekknum og var fundinn upp hjá Helga af syni þeirra sem alltaf var í fýlu og auðvitað skelltu krakkarnir sér á bekkinn og fóru í fýlu með fýlupokanum. Hér er svo karlinn sem fylgist með hverfinu og hreyfir hausinn framm og aftur. Hérna erum við svo komin í Húsdýragarðinn. Þau fengu öll að prófa fara í boltana og fljóta á vatninu. Benóný og Embla. Freyja Steinar og Birgitta. Unnur og Alexander. Það var svo farið í sund í Mosfellsbæ og Kópavogi hina dagana. Veðrið var frábært hjá okkur allann tímann 19 til 20 stiga hiti og sól alveg geggjað. Ég og Emil fengum svo að skella okkur í bíó og Dagbjört og Kjartan pössuðu fyrir okkur svo góð. Það var mjög gaman að komast aðeins tvö út. Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi. 28.07.2016 02:51Rollu rúntur 27 júlíEik með lamba kóngana sína. Þessi gimbur er undan Elsu og hefur vonandi villst undan frekar en að Elsa og hrúturinn á móti séu horfinn. Enda hefur mikið verið að villast undan eitthvað núna hjá rollunum finnst mér. Zelda með hrút sem gengur undir henni þrílembing undan Drífu og svo er þessi fyrir framan hana hennar og er undan Drjóla. Sumarrós með hrútinn sinn undan Marel. Rauðhetta með hrútana sína undan Styrmi. Undan Gaga og Ísak. Fæddur tvílembingur en bróðirinn drapst í fæðingu. Móheiður með lömbin sín. Kríu ungarnir virðast komast vel á legg inn í Mávahlíð í ár. Snælda með lömbin sín á harða hlaupum undan brjálaðri kríunni. Hrútur undan Frenju og Zorró og golsótta gimbrin er þrílembingur undan Sölku. Mjallhvít með hrút og gimbur undan Máv. Þota Garra dóttir með boltana sína hrút og gimbur undan Máv. Ég er svo spennt fyrir lömbunum hennar Þotu finnst þau æðisleg. Það bjargaði deginum í dag að detta svona rosalega í lukkupottinn og ná öllum þessum flottu myndum og auðvitað hjálpaði Donna hundurinn minn til við að nálgast þær. Þær sækja svo rosalega í að koma hlaupandi til hennar þegar ég er með hana með mér. Gimbur tvílembingur undan Djásn gemling og Korra. Ein önnur af hrútnum hennar Þotu. Sjáið þetta rassgat þetta verður gaman að sjá hvernig hann stigast. Undan Viggu og Styrmi. Undan Nælu gemling og Máv. Hann hefur misst merkið sitt. Lukka bar seinust í byrjun júní og hér er hún með krúttið sitt. Gemlingur frá Sigga. Flottir sæðingar undan Vetur hjá Gloppu hans Sigga. Ýr frá mér er líka með sæðinga hrút og gimbur undan Vetur. Hrútarnir hennar Frigg undan Máv. Snót með gimbranar sínar undan Máv. Lömbin undan Máv virðast í fljótu ætla verða mjög falleg á velli. Vofa með sín lömb undan Korra. Hrúturinn hennar Vofu. Gló undan Eyrúnu og Saum svo fallegur gemlingur. Hér er hrúturinn hennar undan Máv. Svo það eru komnir ansi margir fallegir gripir undan Máv sem ég er búnað ná myndum af. Ég er full tilhlökkunar yfir hverjum rúntinum sem ég fer inn í sveit núna í von um að sjá ný lömb sem ég hef ekki séð læt þetta duga núna og vonast eftir að rekast á einhvað nýtt til að mynda í næstu viku eftir verslunarmannahelgi. Auðvitað eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. Kveðja Dísa 24.07.2016 02:33Rollu rúnturNæla gemlingur undan Tvinna og Svönu með hrútinn sinn undan Máv. Ýr með lömbin sín undan Vetur sæðishrút. Þessar myndir voru teknar um miðjan júní. Fíóna með hrútana sína. Þeir eru þrílembingar einn var vaninn undir aðra. Álft með lömbin sín undan Ísak. Held að þetta séu lömbin hennar Frigg. Skvísa með gimbranar sínar þrílembinga en hún gengur með 2. Eldey með hrútinn sinn svo dökkmórauður. Vona að hann verði flottur. Eldey keypti ég af Kristjáni á Fáskrúðabakka í fyrra svo falleg kind. Ýr með lömbin sín tekinn aðeins seinna í júní. Hyrna með hrútana sína undan Ísak. Mírranda forrysta með lömbin sín undan Mugison. Gimbur undan Vetur sæðishrút. Hrúturinn á móti. Gimbur undan Guggu og Zorró. Gimbranar hennar Guggu ég á von á að þær verði báðar mjög fallegir gripir. Svana með gimbrina sína undan Kölska sæðishrút. Þetta er Glódís með gimbranar sínar sem ég var búnað ákveða að báðar yrðu settar á en stuttu eftir að þessi mynd var tekin þá var keyrt á aðra þeirra. Þær eru því miður alveg skæðar hjá mér að flakka yfir veginn hjá Tungu og Hrísum og yfir Tungu Ósinn og það er en meiri hætta eftir að vegriðið var lengt. Snælda með gimbrnar sínar undan Ísak. Þota með lömbin sín undan Máv. Ég held að þetta verði miklir gullmolar. Þota er Garra dóttir og ein af mínum uppáhalds kindum. Já ég náðist á mynd í fyrsta sinn að snú á gamla traktornum. Skil ekki afhverju ég var ekki látin gera þetta fyrr þetta er bara mjög gaman og ég skemmdi ekki neitt he he en var pínu stressuð að muna hvernig ég ætti að stoppa og drepa á honum en það hafðist allt saman svo stolt af mér he he. Nú er ég orðin alvöru bóndi Nál gemlingur með hrútinn sinn. Maggý gemlingur frá Jóhönnu með lambið sitt. Verið að heyja inn í Fögruhlíð. Svartbakafellið er fallega fjallið sem blasir hér við svo tignarlegt og flott. Fleiri myndir í albúmi hér. Ég ætla reyna vera dugleg að fara rollu rúnt núna og ná fleiri myndum af lömbunum en læt þetta vera nóg að sinni. 24.07.2016 01:39Heyskapur og Rollu rúnturÞegar við komum heim að norðan var Siggi búnað slá og það var æðislegt að koma heim og sjá nýsleginn tún og lömbin sem stækka með hverjum deginum núna. Æðislegt útsýni í fallegu sveitina okkar fallegasti staður í heimi í okkar augum. Emil er á rúlluvélinni. Siggi á plastaranum og auðvitað fékk Benóný að sitja í . Bói á rakstravélinni. Heyskapur gekk frábærlega hjá okkur við fengum brakandi þurrk og aldrei gengið eins vel að heyja með Sigga túnum held ég að þetta hafi tekið um 6 daga og svo var tekin ein helgi í að keyra rúllurnar heim til Sigga og svo raðar hann inn í Hlöðu. Þeir voru svo duglegir Emil, Siggi og Bói að standa í heyskap frá morgni til kvölds. Jóhanna var búnað baka helling og ég sá um að koma því til þeirra og hella upp á kaffi inn í Tungu. Ég var með krakkana og svo var Freyja líka að hjálpa til að vera með krakkana meðan ég sneri eitt tún í fyrsta sinn he he og fleira ég er henni svo þakklát fyrir að vera alltaf tilbúin að hafa alla krakkana það er heilmikill vinna líka. Við bárum á allt áburð og heyjuðum Hrísar, Kötluholt, Mávahlíð, Tröð eitt tún og Fögruhlíð. Siggi er svo með Tungu svo við eigum með Sigga allt of mikið af heyji allavega skortir okkur ekki hey í ár svo nú verður Siggi að fara setja á og fylla húsið sín megin Við höfðum svo kjötsúpu fyrir þá eitt kvöldið og svo var loka kaffi heima hjá mér og Emil með kökum og kræsingum. Snæfellsjökull í allri sinni fegurð. Freyja að gæða sér á berjum en þau virðast vera snemma í ár og það lítur út fyrir að það verði mikið um ber í haust. Sætu krúttin okkar í yndislegu Mávahlíðinni með flottasta Jökulinn í baksýn þetta er svo æðislegt útsýni á svona fallegum sumardegi eins og hann getur best orðið í sveitinni. Það jafnast ekkert á við sléttan Vaðalinn með fiskana stökkvandi og maður yðar í skinninu að stökkva og ná í stöngina og fara veiða. Það er paradís á jörðu fyrir mér og heyra fuglasönginn og náttúruna allt í kringum sig og njóta útiverunar langt framm í sólsetur. Emil og Jóhanna að menja þakið á hesthúsinu svo máluðum við Emil þakið. Embla með veiði áhugann eins og mamma sín og systkini. Freyja að týna blóm. Legsteininn hans pabba hans Emils er kominn upp í Ólafsvíkur kirkjugarði. Við fórum suður og náðum í hann og steininn hans Steina frænda Emils. Hér er svo steininn hans Steina kominn. Mjög fallegir steinar hjá þeim báðum. Blessuð sé minning þeirra. Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi af þessu öllu hér. 24.07.2016 01:08Meira af Akureyrarferðinni.Ferðin okkar hófst með því að fara í sund á Hvammstanga það er búið að vera langþráður draumur hjá Benóný Ísak syni okkar sem er sundlauga og rennibrauta áhugamaður af svo miklum áhuga að það finnst ekki þó víða væri leitað af eins miklari maníu. Svo það er takmarkið hans að prófa allar rennibrautir á Íslandi og við erum kominn þó nokkuð langt með það og Hvammstangi var mikið möst að geta strikað út af listanum. Akureyri var næst hann vildi ekki prófa hana í fyrra og skoðaði hana bak og fyrir en þorði ekki út af myrkrinu en núna þorði hann og fannst hún vera æðisleg og það var alveg unun að sjá hann og systur hans fara margar ferðir í rennibrautina. Í bílabrautinni hjá Sundlauginni á Akureyri. Freyja að keyra. Embla að keyra. Fórum á kaffihúsið Kaffi Kú og það var alveg frábært. Krökkunum fannst það æði að fá sér kakó og pönnuköku og fá svo að kíkja niður og klappa kálfunum og beljunum. Mæli hiklaust með því að kíkja þangað. Komin í fjósið á Kaffi Kú. Embla sveitastelpan okkar var alveg að elska þetta. Freyja herforingi he he það voru svo líka baggar sem krakkarnir máttu hoppa á og fara í feluleik rosalega sniðugt. Það fer auðvitað engin til Akureyrar án þess að kíkja á Jólahúsið. Næsta sundlaug á dagskrá var Ólafsfjörður og Birgitta og strákarnir komu með okkur það var rosalega gaman og þetta er mögnuð rennibraut okkur fannst hún æði hún fer svo hratt. Benóný var mjög ánægður með hana. Fórum aftur í Kjarnaskóg og fundum nýjar leiðir sem voru ævintýrum líkastar og þau upplifðu sig eins og í Álfaævintýri að fara í þrönga stiga alþakkta þessu græna skrítna grasi og svo tré allt í kring. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi. 24.07.2016 00:33Ferð til Akureyrar í júníKjarnaskógur á Akureyri svo fallegur staður. Við fórum norður í viku í verkalýðsíbúð og áttum frábæra viku. Það var auðvitað farið í sund á hverjum degi á nýjum stöðum og ýmislegt fleira. Krílinn okkar að verða svo stór. Benóný 6 ára. Embla 5 ára og Freyja 3 ára. Benóný verður 7 ára í haust og Freyja 4 ára. Freyja Naómí. Embla Marína og Benóný Ísak. Já og alveg rétt það er svo langt síðan að ég bloggaði seinast. Við keyptum okkur loksins nýjan bíl eftir sauðburðinn Pajero. Við erum mjög ánægð með hann og krakkarnir líka nú sitja þeir svo hátt uppi og sjá vel út og plús hann er 7 manna svo ef þau eru að rífast þá er hægt að stía þau af og setja eitt aftur í he he. Við fórum í heimsókn til Birgittu og Þórðar á Möðruvöllum. Það er í þriðja sinn sem við heimsækjum þau þegar við erum fyrir norðan og það er alltaf jafn yndislegt og mikið ævintýri að koma til þeirra. Krakkarnir okkar voru alveg í essinu sínu enda nóg fyrir stafni í sveitinni þau fengu að prófa fjórhjól og skoða öll dýrin. Við borðuðum svo hjá þeim og horfðum á leikinn í EM alveg frábær dagur hjá okkur. Þau voru meira segja svo heppin að það var mús sem Máni strákur sem er hjá Þórði og Birgittu veiddi mús og hún gaut í fötu hjá þeim 7 ungum. Hér er Embla að halda á einum. Þau fengu að gefa heimalingunum þvílíkt stuð. Ég fékk að leika mér líka og prófa fjórhjólið. Það eru svo fleiri myndir af þessu ævintýri okkar hér inn í albúmi. 08.06.2016 12:46Lömbin hjá Óttari á Kjalvegi.Ég fór til hans Óttars um daginn til að skoða og taka myndir af lömbunum. Hann steig út úr bílnum og kallaði á þær og þá komu þær hlaupandi til hans. Svo indælt að sjá. Þetta er þrílemba hjá honum og gengur með sín þrjú undir annars var vanið undan hinum þrílembunum hans og ganga þær með 2. Fallegar kindur hjá honum. Hér er ein með hvít og væn lömb. Fallegir litir. Hér er hópurinn að nálgast okkur. Hér er einn kynbóta hrútur á ferð sýnist mér. Rosalega þykkur og flottur. Skemmtilegt að sjá allar þessar útgáfur af litum. Þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér, mér finnst hún svo falleg þessi kind. Hér er svo ein með svört lömb. Þessi gemlingur er í eigu Kristins Bæjarstjóra. Stórir og vænir gemlingar hjá honum. Hér er svo verið að bera á hjá honum. Þórsi og Jói hér að setja á áburðar dreifarann. Það eru svo fleiri myndir af rollunum hjá Óttari hér inn í albúmi. 08.06.2016 12:23Sauðburði lauk 1 júní.Það var hún Lukka gemligur sem lokaði sauðburði í ár og hin gemlingurinn sem var með henni er geld en var sónuð með lambi svo hún hefur látið. Lukka lokaði sauðburði með þessari hvítu gimbur undan Drjóla Hæng syni frá Sigga í Tungu. Benóný lét undan mömmu sinni stundum og hafði gaman af að koma og halda á lambi. Fíóna með svarta sinn sem var fótbrotinn og spelkaður og hér er búið að taka af honum og það hefur tekist mjög vel því hann er góður sem aldrei fyrr og hleypur um allt. Þessar skvísur voru 66 ára 18 maí. Hulda Maggý og Hafdís Auður tvíburasystur. Flotti strákurinn okkar hann Benóný Ísak hefur nú klárað 1. Bekk. Seinustu ærnar komnar út Hexía og Lukka gemlingar. Gæf hún Lukka hennar Jóhönnu að koma og gæða sér á köku hjá stelpunum. Eldey gemlingur með fallega dökkmórauðann hrút undan Styrmi. Dúfa með hrútana sína undan Skara. Gimbur undan Huldu og Krapa. Embla að klappa Dúfu. Þær héldu sig allar inn í Mávahlíð í skjóli við húsið um daginn í ógeðslega veðrinu. Það var svo hífandi rok og rigning í langt um 4 daga samfleytt. Ég hef ekki séð neitt vanta nema kanski einn tvílembing undan gemling sem hefur ábyggilega tapast í veður ofsanum annað hvort í fyrra rokinu eða seinna sem kom svo vikuna eftir en varði bara í 2 daga. Jæja nú erum við komin í sumarfrí og við tekur að taka rúnt á hverjum degi og fylgjast með að lömbin og kindurnar séu ekki á veginum og auðvitað á eftir að þrífa fjárhúsin líka og taka til þar. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu. 08.06.2016 12:15Lömb hjá Gumma ÓlaFór í heimsókn til Gumma í Maí og það er sko vel litadýrð hjá honum. Þessi ær á þessi 3 flekkóttu lömb. Gaman að skoða svona flottan hóp. Þessi heitir Hlíð og er í eigu Þurý og hún var fjórlembd og þau lifðu öll. Þau eru öll jöfn og fín stærð á þeim Gummi er nýbúnað taka eitt undan henni svo hún er með þrjú núna. Það eru svo fleiri myndir frá þessu hér inn í albúmi. 29.05.2016 23:09Sauðburði alveg að ljúkaVið erum aldeilis búnað fá að kenna á því með rigningu og roki alla seinsustu viku. Hér er Ljósbrá gemlingur með lambið sitt undan Máv. Við erum búnað taka rúnt núna á hverjum degi til að athuga hvort allar ær séu ekki örugglega með lömbin sín allavega þær sem við sjáum og hingað til höfum við ekki séð að það vanti neitt og vonandi helst það þannig. Framtíðar bóndakonan mín hún Embla að horfa á eftir kindunum fara til haga. Embla Marína að hjálpa okkur að reka út úr túninu. Hrifla og Dröfn tvær af mínum bestu kindum fengu með Máv og Ísak bestu lambhrútunum sem eru ættaðir í sitthvora kindina og því notaðir á víxl í þær svo það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Hrifla er með 2 hrúta undan Máv og Dröfn er með hrút og gimbur undan Ísak. Hnota hennar Jóhönnu með gimbur og hrút undan Zorró. Við fáum 12 lömb undan honum. Mírranda vígaleg með lömbin sín. Snædís með gimbur undan Ísak. Hrúturinn á móti drapst á burði. Það var borið á túnin seinustu helgi fyrir rigninguna miklu. Þessi eru öll afkvæmi undan Ísak. Djásn gemlingur með sin tvö undan Korra. Mjöll hans Sigga sónaðist með eitt en kom með 2 flotta hrúta svo nú eru rollurnar hjá honum allar með 2 og 3 ekkert smá flott. Vofa með fallega hosótta gimbur undan Korra. Hjá Sigga undan Ísak og Skessu. Held að þetta sé fyrsta sinn sem Siggi fær flekkótt og það gimbur. Þrílembingar undan Mjallhvíti sem er móðir Ísaks. Hrúturinn er stærstur og virkar mjög þykkur og stór ein gimbrin var vanin undir hjá Sigga svo Mjallhvít verður með 2 undir. Það verður gaman að sjá hvort þessi verði föðurbetrungur þó ólíklegt sé því það verður erfitt að toppa hann Ísak. Mórauðu lömbin hjá Sigga orðin mjög stór við tókum allt sem var inn í girðingu og hleyptum því inn meðan veður ofsinn gekk yfir. Þessi lokaði sauðburði hjá Sigga. Þessi bar næst seinust hjá Sigga og því miður hefur lambið ekki komist alveg á spena og bar engin merki um það svo við vorum ekkert að pæla í því og þegar Siggi tók eftir því var það sár svangt og hann gaf því pela og náði að láta það sjúga en daginn eftir var það svo steindautt hefur örugglega fengið slefsýki greyjið. Þetta var grá gimbur undan Ísak. Salka kom með þrjú golsótt undan Zorró og okkur tókst að venja eitt undan henni. Hún kom með 2 gimbrar og einn hrút. Freyja að klappa Hosu. Sauðburður hófst hjá mér og mun enda hjá mér því gemlingarnir gengu svolítið upp hjá okkur og fengu þeir sem gengu upp með Drjóla hans Sigga sem er Hæng sonur. Við fáum 9 lömb undan honum og vonandi 10 með þessari sem verður seinust að bera þetta vorið hjá okkur. Þetta er hún Lukka vínkona hennar Emblu. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. Látum nú þetta duga í bili. 29.05.2016 22:25Sauðburður í hámarki.Vinsælt að sitja í hásætinu og halda á lömbunum. Hér er Margrét og Embla saman. Magga Lóa gemlingur með hrútinn sinn undan Mugison. Skrýtla með Saums afkvæmi. Soffía hans Sigga með mórauða gimbur hún kom einnig með mórauðan hrút og svo svart sem hefur verið nýdautt fyrir einhverjum dögum. Við fengum Styrmir mórauðan hrút hjá Eiríki Helgasyni lánaðan og Siggi fékk þessi lömb og við fengum 15 lömb 6 mórauða hrúta en aðeins eina mórauða gimbur en ég vona að einhver af þessum hrútum verði ásettningshæfur í haust. Þessi hjá Soffíu sem er hér á myndinni kemur sterklega til greina því hún er af mjög góðu kyni hjá Sigga. Alveg einstök kind hún Hrafna hún kippir sér sko ekkert við að krakkarnir séu hjá henni þó svo að hún sé borin enda er hún uppáhalds kindin þeirra. Þau hafa aðeins fengið að kynnast því hvað spakar rollur geta verið reiðar þegar þær eru komnar með lömb og voru ansi sár við þær he he. Benóný hefur ekki mikið gaman af því að fara með mér í fjárhúsin og er auðvitað kominn með myglu fyrir því núna he he en gleymir því þegar hann fær eitt lítið og sætt í fangið. Mátulegt fyrir Freyju til að halda á. Embla er án efa með rollu delluna frá mömmu sinni í húð og hár. Hún lifir fyrir að koma með mér í fjárhúsin þó svo að hún sé mjög skelkuð við rollurnar eftir að þær voru geðillar og ekki eins góðar við hana eftir burð. Hér er hún að passa lamb meðan við erum að venja annað undir og þetta er lambið sem hún bar, við tökum það frá og erum búnað maka hitt út í slími af belgnum og hellum volgu vatni yfir það og núna í ár hefur þetta ekki klikkað hjá okkur við létum sóna allt svo við vissum hverjar væru einlembdar svo það aðveldaði manni verkið. Svo vorum við svo heppin að tvær voru að bera á sama tíma önnur kom með annað úldið og hin var með þrjú svo við tókum þriðja lambið blautt og settum til hinnar og hún tók því um leið alveg snilld. Einn þrílembingur fótbrotnaði hjá okkur og hér er Siggi að seja á hann spelku. Sáttur og fínn kominn með spelku og hleypur um allt. Þetta eru þrílembingar undan Fíónu og hún kom með einn hvítan einn svartan og einn mórauðan þeir eru undan Styrmi. Grána hans Sigga var með þrjú undan Korra Garra syni og það er búið að venja eitt undan. Fallegu forrystu lömbin mín mókápótt gimbur Emil til mikilla gleði því auðvitað set ég hana á ef hún skilar sér af fjalli og já hún mun skila sér he he. Móbíldóttur hrútur á móti þau eru reyndar ekki hreinar forrystur því þau eru undan Mugison Soffa syninum mínum. Snotra hennar Jóhönnu með þrjú undan Skara. Seinasta myndin af honum Skara greyjinu. Sæðingur undan Grím. Lambakóngarnir stækka óðum. Alltaf mikil gleði hjá krökkunum að skoða lömbin hér eru Birgitta og Alexsander. Birgitta og Alexsander með Freyju ömmu. Svo æðislegt í sveitinni þau eru svo frjáls. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. 29.05.2016 21:20Leikskóli og Grunnskóla heimsókn í fjárhúsinJæja það hefur ekki gefist nógur tími til að blogga á meðan sauðburði stóð en ég tók nóg af myndum sem segja meira en nokkur orð í bloggi. Af því sem lifði eru 72 lambhrútar og 55 gimbrar það jafnaðist út þegar leið á. Mér leist nefnilega ekkert á þetta fyrst það voru bara hrútar sem komu. Sauðburður gekk bara nokkuð vel nema að það voru nokkuð margar sem voru með annað lambið úldið eða dautt fóstur og þegar ég tók það saman voru það allt rollur sem voru í sömu kró og tvær rollur létu svo mín kenning er sú að þær hafi smitað eitthvað í hinar eða eitthvað. Það voru 5 úldin fóstur og eitt sem hafði drepist fyrir einhverjum dögum. 5 létust í burði 2 við afturfótafæðingu og hin vegna erfiðs burðar þau voru gríðalega stór og eitt drapst vegna þess að hyldirnar hafa losnað og hún var borin öðru lambinu og þegar við fórum að reyna ná í hitt var það að drukkna inn í henni og við vorum of sein að ná því. Það bættist ein þrílemba við sem var sónuð með 2 og úr því að svo margar komu með annað úldið fór engin þrílemba með 3 á fjall og eins hjá Sigga við gátum fóstrað fyrir hann líka. Hrúta ólánið virðist elta okkur því stuttu eftir að við slepptum hrútunum út fann ég veturgamla kollótta hrútinn okkar hann Skara dáinn. Svo núna er ég búnað sækja um leyfi til að kaupa mér fleiri. Siggi var nú að segja okkur svolítið sem ég tek merkan mark á að það sé álagablettur í Hrísum sem Emil teygði sig of langt á þegar hann var að slá í fyrra og held ég hreinast sagt að þar sé búnað segja okkur að hrúta tapið komi heim til sögunnar enda eru þetta 2 kollóttir hrútar fyrir kollótta stofninn hans Emils. Svo vonandi erum við búnað gjalda fyrir þetta núna. Bói gerði þessa frábæru græju fyrir rollurnar til að klippa á þeim klaufarnar og þær setjast bara eins og í hægindastól og festar með belti og svo snyrtar. Miklu þægilegra að skella þeim rólega í sætið og snyrta þær. Þau voru mjög þroskuð og stór fædd undan Ísak og mjallahvít en svo kom okkur mjög á óvart að hann gefur einnig mislit svartflekkótt og grátt. Við fengum 22 lömb undan Ísak og því miður hittist þannig á að öll þessi 5 sem létust í burði voru undan honum. Þetta eru mjög falleg lömb og með mikinn brjóstkassa það er áberandi hvað þau eru flott að framan og mikil svo vonandi verða þau það í haust, allavega verður spennandi að fylgjast með þeim dafna í sumar. Þota fékk með Máv sem er undan Blika og Dröfn. Við fáum 22 lömb undan honum. Jökulrós gemlingur hér með tvílembingana sína sem eru alveg gríðalega fallegir og eru undan Skara frá Bug sem lést hjá okkur nú um daginn. Hann fór á allar þessar kollóttu og þetta voru rosalega þroskuð og falleg lömb. Við fáum 13 lömb undan honum. 2 Kollóttar fengu með Krapa sæðishrút og þær eru báðar með eitt. Skoppa fékk með Korra Garra syni hans Sigga og hann er að gefa skemmtilega liti. Ég fékk flekkótt og hosótt undan honum. Við fáum 10 lömb undan honum. Ég fékk svo heimsókn frá Leikskólanum Krílakoti Ólafsvík sem ég var að vinna hjá áður en ég fór í sauðburðarfrí. Það var mjög gaman að fá svona mörg glöð andlit í heimsókn og Brynja frænka aðstoðaði mig við að rétta þeim lömb og fleira svo buðum við þeim upp á djús og nýbakaða snúða sem Jóhanna frænka Emils var svo góð að gera fyrir mig. Hér eru þau svo í hlöðunni að taka fyrir okkur smá söngstund og gæða sér á snúðum og djús. 1. Bekkur úr Grunnskóla Snæfellsbæjar kom líka í heimsókn til okkar sem sagt bekkurinn hans Benónýs og það var mjög gaman að fá þau í heimsókn og Brynja aðstoðaði mig einnig við það og þau fengu svo ís áður en þau fóru heim rosa stuð. Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi. 04.05.2016 23:46Sauðburður byrjar 2016Jæja þá er biðin á enda og sauðburður hafinn. Hann hófst meira segja á meðan við vorum en úti á Tenerife og Siggi sá um að taka á móti Eik sem kom með tvo mórauða hrúta aðeins fyrir tal. Við komum heim 27 apríl og þá var ein að bera hjá Jóhönnu svo við fórum bara strax upp í fjárhús með fullan bíl af töskum og allir en í sumarfötum. Það var auðvitað skíta kuldi upp í fjárhúsum og krakkarnir farnir að kvarta yfir kulda en samt mjög spennt að sjá lömbin. Siggi var svo fljótlega kominn heim úr vinnu og aðstoðaði mig að hjálpa Feikirófu sem var að bera og það var mjög stór hrútur sem var mikil átök að ná út. Feikirófa var með 2 lömb en annað hefur verið löngu dautt og þess vegna var hitt alveg risa stórt. Ég var að vona að ég fengi móbotnótta gimbur en fékk bara 2 mórauða hrúta. Feikirófa með hrútinn sinn undan Styrmi frá Eiríki. Kvika bar 1 maí en átti ekki tal fyrir en 9 maí það hefur verið svoldið mikið um þetta núna hjá okkur að þær séu að bera fyrir tímann. Hún kom með mórauðan og móbotnóttan hrút það er allt hrútar sem koma núna hjá okkur. Þessi litlu kríli þurfti að hita og þurrka með hárblásara til að koma þeim á lappir og eftir smá klukkutíma þolinmæðisvinnu komust þeir á ról og á spena. Þessi var sædd með Kalda í þeirri meiningu að hún kæmi með golsótta gimbur en nei en var það hrútur. Þetta var stærðar gemlingslamb hjá henni og fyndið að sjá muninn á þessum og litlu krílunum hjá Kviku hér fyrir ofan. Hrútarnir horn skelltir og klauf snyrtir. Ísak fyrir horntöku hann er alveg leiðinlega náhyrndur. Og hér er hann eftir horntöku. Hrútunum sleppt út á tún hjá Sigga og auðvitað tóku þeir smá slagsmál. Og meiri slagsmál. Það var sko fjör að kíkja í fjárhúsin hjá Bárði og Dóru á Hömrum og fara í kara róluna. Bárður með flotta þrílembinga undan tvævettlu. Jæja vildi bara setja smá hérna inn en þetta er bara rétt að byrja hjá okkur og byrjar sem hrúta ár því það eru komnir 13 hrútar og 4 gimbrar. Það eru svo fleiri lambamyndir og af lömbunum hjá Bárði hér inn í albúmi Flettingar í dag: 121 Gestir í dag: 29 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188310 Samtals gestir: 69632 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is