Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

29.04.2015 00:56

4 ára afmæli Emblu, Ferming og kindurnar

Ég verð að henda inn hér smá bloggi áður en sauðburður byrjar og auðvitað er ég allveg að fara á taugum að bíða eftir að hann byrji he he. En til að stytta mér biðina ætla ég að 
henda hér inn þessu og vona svo að þær fari að skjóta þessu úr sér svo ég geti farið
að setja hér inn blogg af sauðburði.

Ágúst og Íris komu um páskana með Dalíu og hér er hún í góðu yfirlæti með Huldu
ömmu sinni.

Við sprautuðum kindurnar 2 vikum fyrir burð og hér eru Jóhanna og Emil að setja þær
niður í hólf svo það verði sem minnst áreiti fyrir þær.

Lifeline stampurinn kominn í hús.

Í fjárhúsunum hjá Bárði og Dóru mjög sniðugt að hafa svona rólu fyrir krakkana,

Það var fjör hjá okkur við vorum að passa strákana hennar Donnu, Mikka og Simba.
Það eru svo fleiri myndir hér af rollunum inn í albúmi.

Embla Marína 4 ára afmælisskvísa hélt svo upp á afmælið sitt.

Fékk þessa flottu prinsessu köku. Það eru svo fleiri myndir af afmælinu hennar hér.

Jóhann Eldar orðinn svo stór búnað fermast. Hér er hann svo flottur með mömmu
sinni Dagbjörtu og pabba sínum Kjartani.

Flotta kakan hans. 

Flottir frændur að pósa. Benóný og Jón Gunnar náðu svo rosalega vel saman að það
var allveg yndislegt að fylgjast með þeim þeir voru allveg eins og samlokur alla 
veisluna. Það eru svo fleiri myndir af fermingunni með því að smella hér.

Jæja var að fá þær fréttir áðan frá Sigga að sauðburður er hafinnnnnnnnnnnn
Jibbí það var hún Dúfa hennar Jóhönnu sem var að bera hvítri gimbur sem ég var 
búnað ákveða að hún átti að verða mórauð en það var einhvað vitlaust þar he he
sem sagt Dúfa er mórauð og ég sæddi hana með Hæng með von um að fá mórautt.

En sem sagt sauðburður hafin svo nú fer biðin að enda og vonandi eitthvað að fara 
bresta á. Það er nú samt kanski ágætt að fá þetta ekki fyrr því ekki brosir þetta 
blessaða veðurfar við okkur það er allveg nístings kuldi og leiðinda vindur alla
daga. Sumar þú mátt allveg fara láta sjá þig því nú eru lömbin að koma og koma
svo sól sól skín á mig ský ský burt með þig emoticon nú er kominn tími að fara kynda
aðeins upp í þessu Íslandi.

Sjáumst súper hress í næsta bloggi og vonandi verður komið nóg af hita sól og lömbum.

06.04.2015 10:53

Gleðilega páska

Kæru vinir við óskum ykkur Gleðilegra páska og vona að þið hafið haft það gott.
Það er nú orðið mjög langt síðan ég hef bloggað en það er bara búið að vera
rosalega mikið að gera. Emil hefur verið að róa frá Grindavík og ég ein með 
börnin plús það að ég tók að mér afleysingar á leikskólanum á Hellissandi svo
dagurinn hjá mér dugar varla fyrir allt sem ég þarf að komast yfir.
Ég fer í vinnu kl 9 og með krakkana svo klára ég að vinna korter í 3 og sæki
börnin og því næst eru þau í pössun meðan ég hef farið inn í Tungu að gefa kindunum.
Því næst er klukkan orðin um 5 og þá þurfa börnin sína athygli og heimilsstörfin
þar líka eftir. Kvöldmatur og svæfa og svo ætla ég að reyna hafa smá tíma fyrir mig 
en er þá allveg búin með orkuna og fer bara að sofa.

En þetta er bara gaman ég þrífst vel í því að hafa nóg að gera emoticon
Þangað til ég spring he he.

Það eru skemmtilegir tímar framundan það styttist í sauðburð og svo höfum við
ákveðið að gifta okkur í sumar 27 júní. Svo það er eins gott að fara setjast niður
og plana það allt saman. Við ætlum að vera úti inn í Mávahlíð ef veður leyfir en annars
í kirkjunni á Brimisvöllum.

Núna á stuttum tíma er búið að vera mikið í gangi. 
Við höfum farið í jarðaför hjá pabba hans Emils sem var búnað vera veikur 
í 2 vikur á spítala.
Skírn hjá Alexsander Ísar sem er sonur Steinars og Unnar og svo verður
brúðkaup hjá okkur í sumar svo við erum að fara upplifa allar útgáfur af kirkjuathöfnum.
Mikil sorg og svo bara mikil gleði og hamingja eftir það. Ótrúlegt hvað lífið er fullt af
uppákomum og gengur í hringi.

Gullmolarnir okkar kátir með páskaeggin sín sem þau fundu með aðstoð okkar.
Það má svo sjá fleiri myndir af páskunum hér.

Fjör á Öskudaginn Freyja Hello kitty. Embla Anna prinsessa og Benóný spiderman.

Hér er Embla búnað fá Elsu búningin sinn sem kom daginn eftir öskudag.
Ég pantaði þá báða af Aliexpress og þeir eru æðislegir og smell passa.

Stuð að renna inn í Mávhlíð. Það eru svo fleiri myndir af öskudeginum og börnunum hér
inn í albúmi

Skírnin hjá Alexsander Ísar. Hér eru Steinar og Unnur með gullmolana sína Alexsander
og Birgittu Emý. Það eru fleiri myndir af skírninni hér inn í albúmi.

Emil var þrítugur 1 apríl og við fórum með Steinari, Unni, Magga, Erlu
Dagbjörtu og Kjartani út að borða á Argentínu á Skírdag.
Það var rosalega gott að borða og gaman við enduðum svo kvöldið
í keilu í Egilshöll og þar var aðeins tekið á því og allir orðnir vel mjúkir
og hressir framm á kvöld.

Hér eru öll systkini Emils samankomin í jarðaförinni hjá pabba hans.
Steinar Darri yngstur svo Emil Freyr, Dagbjört Hlín, Marinó Ingi og Jóhann Arnór.
Það eru svo fleiri myndir af því hérna inni.

Svo kemur að alvörunni he he Rollunum. Það var klaufsnyrting um daginn og hér er 
Emil og Bói með nýja tækni við eina litla he he.

Búið að rýja gemlingana og rollurnar seinni rúning og við skildum eftir á rassgatinu og
undir kviðnum því það er búið að vera svo kalt .

Stórir og þroskamiklir gemlingarnir hjá Sigga í Tungu. Hann skildi eftir á rassgatinu
strax en við bara í seinni rúning og finnst mér það koma miklu betur út hjá honum að 
skilja strax eftir þeir loðna miklu betur og hafa þroskast meira finnst mér.

Lambhrútarnir okkar frá Sigga þessi við jötuna hann er þrílembingur undan Garra 
sem heitir Korri svo er Tvinni þrílembingur undan Saum. Undan Guffa sem heitir Marel
Fróði sem er undan Stera keyptur frá Heydalsá hjá Ragnari.

Stóru jálkarnir Kjölur undan Klett í eigu Sigga og svo Bliki Gosa son í eigu okkar.

Glaumur hans Sigga sem er undan Draum sem var undan Topp okkar.

Flottir litir á gemlingunum hjá Bárði og Dóru.
Það eru svo fleiri myndir af rollunum okkar og hjá Bárði og Dóru hér inni.

Nú styttist óðum í sauðburð fyrsta á tal 27 apríl og ég vinn á leikskólanum fram að 
helginni fyrir það svo það verður fljótt að líða. Það þarf líka að huga að því núna strax
eftir páska að halda Félagsfund hjá Búa fjárræktarfélaginu svo ég þarf að fara 
keyra það í gang. Það fer líka að koma að seinni sprautu hjá gemlingunum og að 
sprauta allar rollurnar. Ég lofa að það kemur svo mjög fljótlega annað rollu blogg og
fundarblogg :) heyrumst hress 

18.02.2015 12:14

Fósturtalning 2015

Já sæll hvað ég hef ekki verið að standa mig í blogginu á þessu ári. En það er aðeins ein
leið til að bæta það að BLOGGA feitt núna...

Það fór framm fósturtalning hjá flestum hérna á Nesinu seinast liðinn laugardag
og var útkoma víðast hvar góð þar sem ég hef heyrt.

Bárður toppar frjósemina á hverju ári og er núna með 17 þrílembur.
Hjá mér og Bárði var ekki frjósamt sæðið úr Hæng sæðingahrút við fengum bæði
einlembur frá honum.

Rollur plús gemlingar eru 79 í heildina.

Hjá mér eru 6 í heildina með 3
7 með 1
1 ónýt
43 með 2
Það var talið í 56 rollum 

Gemlingarnir voru allir með lömbum sem áttu að fá
Þeir eru 23 í heildina
3 hafðir geldir
4 með 2
16 með 1

Veturgömlu eru inn í tölunni hjá rollunum og þær voru allar með 2
nema ein með eitt sem ég sæddi og ein er með 3.

Glaumur hans Sigga er faðir hjá 3 sem eru þrílembdar
svo er Myrkvi,Tvinni og Fróði kollótti hrúturinn sem ég keypti af Heydalsá.
Gimbrin sem ég keypti af Ragnari á Heydalsá er sónuð með 2 svo ég er mjög
ánægð með kaupin mín sem ég gerði hjá honum.

Smá svona innlegg í hversu mörg lömb ég mun fá undan hvaða hrút
ef allt gengur eftir.

Fróði undan Stera kollóttur keyptur af Heydalsá eru 18 lömb
Tvinni Saum sonur 24 lömb
Bliki Gosa sonur 15 lömb
Glaumur Draum sonur 27 lömb
Marel Guffa sonur 29 lömb
Korri Garra sonur 5
Kjölur 3 lömb
Hektor forrystu hrútur 2 lömb
Mugison Soffa sonur 2 lömb
Jóker sæðingur 2 lömb
Saumur sæðingur 3 lömb
Myrkvi sæðingur 6 lömb
Bekri sæðingur 2 lömb
Hængur sæðingur 7 lömb

Þá er það upptalið. Ég er mjög ánægð með veturgömlu eða tvævettlurnar 
þær eru orðnar það í ár undan Blika voru allar sónaðar með 2 þó þær séu nú 
bara 3 þá er ég mjög sátt því ég fór varlega í að setja á undan honum út af
frjóseminni. Einnig er ég með gemlinga undan honum sem eru allir með lömbum
og einn sónaður með 2 svo ég get verið óhrædd um að nota hann áfram.

Það var svolítið skondið að af einlembunum eru 4 sæddar
 2 með Hæng 1 Saum og ein með Myrkva.
Þessar þrjár sem voru eftir eru svo allar kollóttar og fengu með Fróða kollótta.

Það er alltaf eitthvað rugl á þessu 123 og þess vegna hef ég ekki bloggað lengi
og núna get ég ekki sett inn myndir á bloggið svo ég verð bara að sleppa því
í þetta skiptið en þið getið séð myndir inn í albúmi af sónanum og gamlar myndir
frá áramótunum http://isak.123.is/pictures/

Látum þetta duga í bili kveðja Dísa.


28.12.2014 10:11

Jólablogg

Kæru vinir við óskum ykkur Gleðilegra Jóla og farsældar á komandi ári.

Þakka kærlega fyrir innlitið og kommentin á síðuna á liðnu ári.

Hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.


Það hafðist á endanum að ná svona þokkalegri fjölskyldumynd án þess að allir væru á iði
grettnir á svip eða grenjandi emoticon


Jólasveinarnir komu og heimsóttu okkur á aðfangadag og færðu börnunum gjafir en þó 
voru ekki allir jafn spenntir að sjá þá eins og sést á þessari mynd hér fyrir neðan.

Freyja var svo hrædd við þá að hún ríghélt í pabba sinn og sagði ég er hrædd við 
jólasveininn og vill ekki sjá hann. En hún fékkst á endanum til að taka við pakkanum hjá
þeim og varð þá rólegri eftir að hún sá að þeir voru bara góðir.

Hér náðist ein góð af krúttunum okkar saman.

Flottar saman Freyja með barnabarnið sitt hana Eyrúnu Ösp.

Jólin voru mjög kósý hjá okkur með nóg af fjöri í kringum krakkana að sjálfsögðu.
Þó fengum við aðeins að kenna á því að Benóný fékk handa og fóta veikina sem er eins og
gin og klaufaveiki bara í mönnum fyrir jól og svo fékk Freyja streftókokka og Emil líka
svo það var í nógu að snúast fyrir jól plús fengitími líka en það leið svo yfir og jólin tóku við.
Mikill spenningur var að opna pakkana en það var gert í röð og reglu svo tækist
að skrifa niður hvað væri frá hverjum.

Ég var svo heppin að Emil gaf mér linsu á myndavélina í jólagjöf svo nú get ég varla beðið
eftir að geta farið og súmað lengst upp í fjall af rollunum og lömbunum það verður æði.

Það eru svo fleiri jólamyndir hér inn í albúmi.


Freyja Naómí var svo  2 ára 12.12. og vorum við með lítið kósý afmæli fyrir nánustu.
Það var mjög gaman og getið þið séð fleiri myndir af því hér inn í albúmi.


Það er búið að vera mikill snjór hjá okkur í desember og muna menn vart eftir svona
miklum snjó svo langt er síðan að það varð svona mikið. Þetta er fyrir framan húsið okkar
við þurftum bókstaflega að moka okkur út.



Við nýttum okkur snjóinn vel og bjuggum til snjóhús fyrir framan þegar við vorum búnað
moka göngin út og það þótti krökkunum mjög spennandi.

Bliki fékk smá jólaskreytingu á fengitímanum.

Ég byrjaði að sæða 7 des með sæði af suðurlandinu og fékk það frekar seint í hendurnar
svo ég sæddi ekki fyrr en 7 um kvöldið og var það orðið heldur seint miðað við hvenær 
ég leitaði. Ég notaði Danna og Jóker og sæddi 5 og 5.

3 héldu með Jóker ein hjá mér og 2 frá Sigga.
Aðeins 1 hélt með Danna og var frá Sigga.

8 des sæddi ég með Saum 5 kindur.

4 af 5 héldu 2 frá mér og 2 frá Sigga og ein frá mér gekk upp.

9 des sæddi ég með Myrkva 3 héldu allar.

4 með Bekra héldu allar.

4 með Hæng og ein gekk upp.

11 des sæddi ég með Hæng 5 kindur.

3 af 5 héldu.

Svo í heildina sæddi ég 31 kind 11 fyrir Sigga og héldu 9 af 11 hjá honum.
Hjá Jóhönnu sæddi ég eina og hún hélt.
Fyrir mig og Bóa sæddi ég 19 og það héldu 11 af þeim.
Heildarútkoman er því 21 af 30 sem halda í allt.

Ég er bara þó nokkuð sátt en hefði viljað fá betri útkomu af fyrsta deginum en það 
getur líka verið að mig hafi skort æfinguna. Mér finnst maður alltaf vera fyrst kominn
upp á lag með að sæða þegar maður er að hætta því maður sæðir svo fáar.

Fengitíminn gengur annars bara vel og er langt kominn á leið. Það var reynt að skipta
jafnt á milli allra lambhrútana til að fá góða reynslu á þá og svo voru Bliki og Glaumur
mikið notaðir líka. Ég á eftir að sjá eina veturgamla ganga sem var geld sem gemlingur 
og svo eru 9 lömb eftir.

Það er skondið að segja frá því að Tvinni Saum son fékk fyrst að kíkja á rollu í ull sem 
kom frá Óttari og vildi hann engan veginn sjá hana sama hvað við reyndum þó var 
þetta fyrsta ærin sem hann átti að lemba svo hann hafði ekki fengið ær sem var snoðuð.
Við reyndum með 4 kindur á ákveðnu milli bili en aldrei vildi hann sjá þær svo prófuðum
við að hleypa hann á eina af okkar kindum sem er rökuð og þá bara hvis bang og lemdi 
hana eins og skot allveg magnað. Hann er þessi hreinhvíti á myndinni hér.

Við vorum orðin óróleg þegar leið á fengitímann því Siggi er með ull á rassgatinu á sínum
kindum hvort hann vildi lemba þær og viti menn Nei ekki til í dæminu Siggi reyndi í yfir
klukkutíma að láta hann lemba en kauði vildi ekki með nokkru móti sjá þær.

Já það má segja að þetta sé hrútur með ákveðin smekk á rökuðu og órökuð eða þó heldur
að hann vilji þær ekki í nærbuxum eins og Bárður sagði við mig he he.

Siggi náði svo að láta hann lemba eitt lamb hjá sér með því að sleppa honum í stíuna hjá
þeim og leyfa honum að vera þar þá stökk hann á eitt þó það væri með ull á rassinum en 
rollurnar vill hann ekki svo Siggi kemur til með að nota hann bara næsta vetur.

Við gátum annars notað hann vel á okkar kindur og hann meira segja dettur aftur fyrir sig þegar hann lembir krafturinn er svo mikill og svo er hann svo láfættur greyjið að það er mesta furða hvað honum gengur vel með þessar stóru rollur.

Jæja rosalega er ég glöð að hafa loksins náð að blogga mig var búnað langa
svo lengi að koma því inn. emoticon

05.12.2014 10:27

Rollurnar teknar inn og rúningur

Jæja aldeilis kominn tími á blogg á þessum bæ. Það er auðvitað svolítið langt síðan
við tókum rollurnar á hús og svo kom hann Gummi úr Búðardal og tók af fyrir okkur.
Hér sjást ærnar á fullu gasi á leið í húsin sín út á Tungu. Hér í baksýn má sjá tignarlegt
Svartbakafellið í allri sinni fegurð. Ég veit ekki hvað það er en ég ber mjög sterkar
tilfinningar til þessa fjals mér hefur alltaf fundið það svo göfugt eitthvað.

Hér má sjá ef vel er að gáð að það glittir í hvita tófu í hlíðinni sem fylgdist með okkur þegar
við vorum að reka af stað rollurnar inn í Mávahlíð. Hún hefði nú ekki verið svona róleg ef 
pabbi hefði verið til staðar hér, hann hefði sko ekki verið lengi að plaffa á hana.

Emil og Jóhanna að gefa ásettningsgimbrunum ormalyf.

Embla búnað eignast nýjar vínkonur.

Emil og Siggi að taka innan úr hornunum á Blika.

Jóhanna að gefa sínum brauð og búnað ná að fá Botnu hans Sigga líka til að fá sér brauð.

Gummi að taka af fyrir okkur og þetta allveg leikur í höndunum á honum hann er svo 
snöggur að taka af.

Gemlingarnir orðnir vel snyrtir og fínir.

Siggi og Emil að vigta ærnar. Það má svo sjá fleiri myndir af þessu inn í albúmi hér.

Elding átti vinningin hjá okkur og er 94 kg og Hrifla undan Hriflon sem  verður tvævettla
núna gekk með 3 undir sér í sumar veturgömul og skilaði allveg afburðar lömbum var 83 kg núna svo það virðist ekki há henni mikið að vera með 3 undir sér.

Hjá Sigga var Svört líka með 3 undir sér allveg afburðar lömb líka var 96 kg. 
Það er allveg stórmerkileg kind og þvílík afurðarær.


Fórum suður um daginn og Benóný hitti litla sæta uppáhalds frænda sinn hann
Alexsander Ísar.

Embla líka svo stolt að fá að halda á honum.

Freyja dugleg að hjálpa mömmu sinni að gefa.

Rakst á þennan fallega fálka inn í Mávahlíð.

Skelltum okkur á fund um kynningu sæðingahrútana á Vegamótum og mér lýst bara vel
á hrútana og það verða miklar pælingar nú næstu daga hvaða hrúta maður á að nota.

Pabbi hefði átt afmæli 27 nóv og fórum við og kveiktum á friðakerti hjá honum í 
minningu dagsins.

Embla ætlar að vera með sama áhugan og mamma sín hún elskar að koma með í 
fjárhúsin og gefa þeim brauð og hey. Er svo dugleg þessi elska.

Ég ætlaði að byrja sæða í dag en það fór allt út um þúfur ég náði ekki að gá um morguninn
hverjar væru nýjar að ganga svo ég pantaði mér Saum og Myrkva á morgun svo nú er bara
krossa fingur og vona að það verði einhverjar að ganga.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi


09.11.2014 18:39

Gimbrar hjá Þór og Elvu Hellissandi

Kíktum á Þór og Elvu og fengum að skoða ásettningin hjá þeim og hrútana frá Óttari.
Mjög glæsilegur hópur af fallegu fé.

Undan Nótt og Klett.

50 kg 35 ómv 4,2 ómf 4,5 lag 8,5 framp 17,5 læri 8 ull.


Undan Emblu og Þorsta.

47 kg 30 ómv 2,6 ómf 4 lag 9 framp 17,5 læri 7,5 ull.


Undan Lukku og Grámann.

49 kg 35 ómv 1,9 ómf 4,5 lag 8,5 framp 17,5 læri 7,5 ull.


Undan Kolu og Sporð Prúðsyni.

46 kg 31 ómv 3,0 ómf 4,0 lag 8,5 framp 18 læri 8 ull.


Undan Sunnu og Klett.

44 kg 36 ómv 4,4 ómf 4,5 lag 9 framp 18 læri 8 ull.


Hrúturinn þeirra undan Emblu og Þorsta.

50 kg 33 ómv 3,3 ómf 4 lag 112 fótl.

8 8,5 9 9 9 18,5 7,5 8 8,5 alls 86 stig.


Þessi er frá Óttari og er undan Glaum hans Sigga og Óttar setur hann á.
Ég gleymdi að fá stigun á honum en veit að hann er með 18 í læri og er allveg rosalega
fallegur hrútur og flottur á litinn.

Kletts sonur hjá Óttari sem hann setur á.

Veturgamal hrútur frá Óttari undan Klett. 

Það eru svo fleiri myndir af þessum gripum hér inn í albúmi.

09.11.2014 18:31

Ölfusborgir og hittum Alexsander Ísar

Um seinustu helgi þá skelltum við okkur í sumarbústað í Ölfusborgir og var það mjög
fínt og skemmtileg tilbreyting. Við kíktum svo í Reykjavík og sáum loksins litla frænda
hjá Steinari og Unni hann Alexsander Ísar sem er allveg yndislegur og fullkominn í alla 
staði. Birgitta er svo stolt stóra systir og passar hann svo vel.

Svo gaman í heitapottinum.

Fullkomni Alexsander Ísar Steinarsson.

Emil svo stoltur frændi.

Birgitta stóra stolta systir.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

06.11.2014 15:52

Ásettningur hjá Dísu,Emil og Bóa


Þetta er Tvinni 14-001 og er þrílembingur undan Saum og Hriflu.

46 kg ómv 29 ómf 1,7 lag 5 fótl 97

8 9 8,5 9 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 87 stig.


Þetta er Marel 14-002 og er undan Guffa og Maístjörnu.

52 kg 34 ómv 2,9 ómf 4,5 lag fótl 107

8 8,5 9 9,5 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig.


Þetta er Fróði 14-003 og ég keypti hann á Heydalsá hjá Ragnari. Hann er undan Stera.

53 kg 30 ómv 3,3 ómf 4,5 lag 110 fótl

8 8,5 9 9 9 18 8 8 9 alls 86,5 stig.


Þetta er Eik 14-004 og er keypt á Heydalsá frá Ragnari hún er undan Fjölni 13-119.

45 kg 25 ómv 5,4 ómf 3,5 lag 105 fótl 8,5 framp 17,5 læri 8 ull.


Þetta er Frenja 14-005 tvilembingur undan Frigg og Kára.

54 kg 30 ómv 3,7 ómv 4,5 lag 8,5 framp 17,5 læri 8 ull.


Þetta er Dalrós 14-006 þrílembingur undan Rauðhettu og Glaum 

46 kg 30 ómv 3,6 ómf 4 lag 8,5 framp 18 læri 7,5 ull.


Þetta er Stiga 14-007 tvílembingur undan Ösp og Blika.

55 kg 33 ómv 5,2 ómf 5 lag 9,5 framp 18 læri 8 ull.


Þetta er Móna Lísa 14-008 tvílembingur undan Þrumu og Mugison.

49 kg 31 ómv 4,3 ómf 4 lag 8,5 framp 18 læri 8 ull.


Vofa 14-009 þrílembingur undan Botnleðju og Brján.

49 kg 29 ómv 3,6 ómf 4 lag 8,5 framp 18 læri 7,5 ull.


Saumavél 14-010 þrílembingur undan Saum og Hriflu.

46 kg 31 ómv 2,0 ómf 4,5 lag 9 framp 19 læri 8 ull.


Sóldögg 14-011 þrílembingur undan Guggu og Þorsta.

50 kg 32 ómv 4,1 ómf 4,5 lag 9 framp 18,5 læri 7,5 ull.


Álft 14-012 einlembingur undan Drífu og Snævari.

53 kg 32 ómv 6,9 ómf 4 lag 9 framp 18 læri 8,5 ull.


Rjúpa 14-013 tvílembingur undan Kríu og Blika.

48 kg 31 ómv 3,4 ómf 5 lag 9 framp 18 læri 9 ull.


Frostrós 14-014 tvílembingur undan Brimil og Snældu.

46 kg 30 ómv 4,3 ómf 4,5 lag 9 framp 17,5 læri 9 ull.


Sara 14-015 tvílembingur undan Söru veturgömul og Blika.

47 kg 30 ómv 4,4 ómf 4,5 lag 9 framp 18 læri 8 ull.


Ýr 14-016 tvílembingur undan Svönu og Garra.

52 kg 32 ómv 3,4 ómf 4,5 lag 9 framp 18,5 læri 8,5 ull.


Von 14-017 graslambs tvílembingur undan Nölu og Baug.

42 kg 31 ómv 2,5 ómf 4 lag 8,5 framp 18 læri 8,5 ull.


Svanhvít 14-018 tvílembingur undan Búkollu og Blika.

45 kg 31 ómv 3,7 ómf 4 lag 8,5 framp 18,5 læri 8,5 ull.


Tunga 14-019 þrílembingur undan Garra og Dröfn.

50 kg 32 ómv 3,4 ómf 4,5 lag 9 framp 18 læri 9 ull.


Þota 14-020 tvílembingur undan Aþenu og Garra.

53 kg 34 ómv 2,8 ómf 5 lag 9,5 framp 18,5 læri 9 ull.


Ísafold 14-021 tvílembingur undan Aþenu og Garra.

53 kg 34 ómv 2,9 ómf 5 lag 9 framp 18,5 læri 9 ull.

Bóa og Freyju gimbrar


Ása 14-022 einlembingur undan Ás og Mist.

50 kg 31 ómv 5,4 ómf 4 lag 9 framp 17,5 læri 8,5 ull.


Emma 14-023 tvílembingur undan Búkollu og Blika.

45 kg 32 ómv 3,5 ómf 4,5 lag 9 framp 18,5 læri 8 ull.


Ögn 14-024 tvílembingur undan Kríu og Blika.

39 kg 30 ómv 2,7 ómv 5 lag 9 framp 18,5 læri 8 ull.


Snót 14-025 tvílembingur undan Snældu og Brimil.

45 kg 33 ómv 3,4 ómf 4,5 lag 8,5 framp 18 læri 8,5 ull.


Lulla 14-026 tvílembingur undan Glódísi og Brján.

45 kg 28 ómv 4,1 ómf 3,5 lag 8,5 framp 17,5 læri 7,5 ull.

Jóhönnu gimbur.


Ísbrá undan Ás og Hrímu frá Jóhönnu.

50 kg 31 ómv 4,6 ómf 4,5 lag 9 framp 18,5 læri 9 ull.

Það eru svo fleiri myndir af öllum gimbrunum og fleira hér inni.

Þá er þetta upptalið af ásettninginum okkar og mér er búið að takast að gera 3 spakar 
eins og komið er og eru það Elsa,Eik og Dalrós.

Eik sú móbotnótta sem ég fékk á Heydalsá er besta vínkona mín og ég náði að gera
hana fyrst spaka og nú eltir hún mig þegar ég sópa grindurnar hjá þeim.

Ég á svo eftir að leggja mig alla framm í að ná að spekja fleiri.

Við tökum rollurnar inn þar næstu helgi því það verður komið að taka af 16 nóv eða

í kringum þá helgi. Svo er bara bíða spennt eftir að nýja hrútaskráin komi út og skella

sér á fund á Hvanneyri og heyra upplýsingarnar um hrútana og sækja skránna ú ég

get varla beðið mig hlakkar svo til að fá hana í hendurnar emoticon

06.11.2014 15:27

Ásettningsgimbranar hjá Sigga í Tungu


Þetta er Blika og er undan Blika og Surtlu.

50 kg 33 ómv 2,1 ómf 4,5 lag 9 framp 18,5 læri 8 ull.


Þetta er Snekkja og er undan Kjöl og Slaufu.

52 kg 32 ómv 3,5 ómf 5 lag 9 framp 17,5 læri 8,5 ull.


Þetta er Glóð og er undan Kjöl og Gufu.

51 kg 30 ómv 3,5 ómf 4 lag 9 framp 18 læri 7,5 ull.


Þetta er Röst og er undan Garra og Gloppu.

52 kg 31 ómv 3,5 ómf 4,5 lag 9 framp 18,5 læri 8 ull.


Þetta er Fönn og er undan Glaum og Spíru.

49 kg 31 ómv 2,8 ómf 4,5 lag 9 framp 18 læri 9 ull.


Þetta er Gola og er undan Garra og Svört.

51 kg 31 ómv 4 ómf 5 lag 9 framp 18,5 læri 8 ull.


Þetta er Skissa undan Krímu og Blika.

57 kg 35 ómv 4,3 ómf 5 lag 9,5 framp 18,5 læri 8 ull.


Þetta er Korri og er þrílembingur undan Garra og Svört.

55 kg 29 ómv 4 ómf 4,5 lag 107 fótl 

8 9 9 8,5 9 18,5 8 8 8,5 alls 86,5 stig.


30.10.2014 21:32

Gimbranar hjá Óttari á Kjalveg.


Þessi heitir Rassbót. Er undan Glaum frá Sigga í Tungu og Kletts dóttir.

48 kg 33 ómv 3 ómf 4,5 lag 9 framp 18,5 læri 7 ull.


Þetta er systir hennar og heitir Rós.

46 kg 32 ómv 2,6 ómf 5 lag 9 framp 18,5 læri 7 ull.


Drottning heitir þessi og er undan Sporð sem er veturgamal hrútur í eigu Óttars undan
Prúð sæðishrút.

51 kg 31 ómv 2,5 ómf 5 lag 9 framp 18,5 læri 9 ull.


Flekka undan Glaum frá Sigga í Tungu.

45 kg 30 ómv 2,1 ómf 4,5 lag 8,5 framp 18 læri 7 ull.


Skriða undan Klett frá Kjalvegi.

48 kg 31 ómv 3 ómf 4,5 lag 9 framp 18 læri 8 ull.


Birta undan rollu frá Óttari sem er undan Morgun. Faðir Glaumur hans Sigga í Tungu.

44 kg 29 ómv 1,6 ómf 5 lag 9 framp 18,5 læri 9 ull.


Þetta er Tunga sem hann keypti af Sigga og er undan Garra og Svört.

49 kg 31 ómv 5,1 ómf 4,5 lag 8,5 framp 18,5 læri 8 ull.


Flott að sjá Óttar keyra með þær sér við hlið og kalla á þær.

Hér er svo flotti hópurinn hans á komin út á tún.

Það má svo sjá fleiri myndir af ásettninginum hans hér inn í albúmi.

30.10.2014 21:10

Gimbrar og hrútar hjá Bárði og Dóru


Hafiði séð glæsilegri litahóp af lífgimbrum já þetta eru sko gimbranar hjá Bárði,Dóru og 
Herði á Hömrum í ár. Allveg hreint magnaður hópur ég er allveg græn af öfund yfir öllum
þessum litum sem hér eru.

Hvíti hópurinn er svo hinum megin á móti og allveg jafn glæsilegur líka.

Fallega svargolsótt gimbur hjá honum hún er þrílembingur undan Þorsta sæðishrút.

Þessi er undan systir hennar Dóru sem Benóný á.

Þessa fékk hann á Fáskrúðabakka.

Eina kollan hans. Hún er undan Strandakollu sem hann fékk á Ströndunum og er afar
frjósöm.

Hér er ein fallega hvít.

Ein mjög fallega flekkótt. Held hún sé undan Vita frá Bergi.

Þessa móflekkóttu fékk hann hjá Friðgeiri á Knörr.

Lambhrútarnir hans annar undan Vita frá Bergi og hinn fékk hann hjá okkur og er hann
undan Kára sæðishrút.

Hér eru stóru hrútarnir Lundi undan Grábotna og Partur undan Klett.

Svakalega bollangur hrútur hér Raftssonur frá Herði.

Fóstri frá Bárði veturgamal.

Rjómi sá alhvíti er undan Blika Gosa syni.

Jæja þá er þetta komið en ég var ekki með stiganir á gimbrunum og ætterni en vonandi
upplýsir Dóra okkur um það.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi með því að smella hér.

30.10.2014 14:08

Ferð til Hannesar á Eystri Leirárgörðum

Lögðum leið okkar til vinar okkars Hannesar á Eystri Leyrárgörðum.
Alltaf gaman að koma þangað í heimsókn.
Við fengum að skoða ásettningshópinn hjá honum. Hann setur á um 70 
gimbrar og slatta af lambhrútum sem ég náði ekki allveg tölunni af.

Flottar líf gimbrar hjá Hannesi.

Mér þótti þessi allveg æði hún er svo spes á litinn. Hún fæddist grábotnótt.

Falleg svört gimbur.

Hver annarri fallegri.

Þá erum við komin í hrútana hans. Þessi er seldur hjá Hannesi og er gríðalega flottur og
svakalega fallegur á litinn.

Þetta er efsti hrúturinn á Hrútasýningunni í kollótta flokknum í Hvalfjarðarsveit.
86,5 stig . Rosalega fallegur frá Hannesi.

Grár hrútur frá Hannesi.

Móbotnóttur.

Annar hvor þessara var í öðru sæti á Hrútasýningunni.

Ég var svo hrifinn af þessum ekkert smá flottur.

Hér er svo hrúturinn sem hann fékk hjá okkur undan Þorsta og hinn er líka frá Hannesi
undan Þorsta svo hér með eru þeir allir komnir held ég.

Glæsileg háin sem gimbranar fá.

Hér má svo sjá fleiri myndir af ferðinni okkar inn í albúmi.



28.10.2014 10:38

Gimbranar hjá Gumma Óla

Skemmtilegur tími framundan að fara heimsækja bændur og taka mynd af ásettninginum þeirra. Hér erum við með ásettningshópinn hans Gumma Óla í Ólafsvík.
Hann setur 5 gimbrar á og einn hrút .

Hann setti 35 lömb í sláturhús í haust og fékk rosalega flotta útkomu sem hljóðar svona :

18,32 í meðalvigt 10,74 gerð 7,71 fita

Hér koma svo myndir af gripunum hans og stiganir

Undan Hlussu og Garra 

52 kg 30 ómv 5,9 ómf 4 lag 9 frp 19 læri 8,5 ull


Undan Garra og Væntingu.

53 kg 30 ómv 5,7 ómf 4,5 lag 9 frp 18 læri 8 ull


Undan Kára og Klumbu.

53 kg 33 ómv 3,6 ómf 4,5 lag 9 frp 18 læri 8 ull


Undan Salómon og Skrautu.

51 kg 32 ómv 5,1 ómf 4,5 lag 8,5 frp 18 læri 7,5 ull


Undan Salómon hans Gumma undan Guffa og Silju.

52 kg 32 ómv 3,6 ómf 5 lag 9 frp 18 læri 8 ull


Hrútarnir hans Gumma þessi svarti er reyndar seldur.

Svarti er undan Salómon hans Gumma og Dóru.

60 kg 104 fótl 33 ómv 3,6 ómf 5 lag

8 9 8,5 9,5 9 8,5 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig

Hvíti er undan Væntingu og Garra.

54 kg 31 ómv 4,6 ómf 112 fótl 4,5 lag

8 8,5 8,5 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 86 stig


Flottur hópur hjá Gumma.


Gimbranar hjá Óla í lambafelli. Sú hvíta er undan Baug og flekkótta undan Grámann,

Undan Salómon sæðishrút hjá Óla.

Undan Garra hjá Óla.

Flottur forrystu hrúturinn hans Óla undan Flórgoða.

Ferhyrndar gimbrar sem Siggi Arnfjörð á.

Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi hér.

20.10.2014 12:25

Héraðssýning lambhrúta Snæfellsnesi 2014

Héraðssýning lambhrúta fór framm núna um seinustu helgi og voru 41 hrútur í heildina.
13 austan girðingar og 28 vestan girðingar. Þar af voru 26 synir sæðingahrúta.


Hér er Skjaldhafinn í ár hann Arnar Ásbjörnsson frá Syðri Haukatungu og tók hann við
skyldinum fyrir föður sinn.

Hér er Garra sonurinn sem er besti lambhrúturinn 2014 og fékk skjöldinn.

Hyrndir hvítir voru alls 25.
Kollóttir alls voru 9.
Mislitir voru alls 7.


Hér eru vinningshafar í Hvítum hyrndum.
1.sæti Syðri-Haukatunga Arnar Ásbjörnsson tók við verðlaununum.
2.sæti Álftavatn Gísli Örn Matthíasson.
3.sæti Gaul Heiða Helgadóttir.

Fékk aðra mynd hjá henni Iðunni af skjaldhafanum frá Haukatungu.

Stigun á verðlaunahrútunum hljóðar svona:

1.sæti lamb nr 22 undan Garra og Núpu sem hefur ætiir að rekja til Kveiks og Púka.

48 kg 109 fótl 32 ómv 2,6 ómf 4 lag
8 9 9 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig

2.sæti lamb nr 166 undan putta 11-324 .

52 kg 109 fótl 32 ómv 3,2 ómf 4,5 lag
8 9 9 9 9 18 9 8 9 alls 88 stig.

3. sæti lamb nr 316 undan Snák 11-525.

48 kg 107 fótl 35 ómv 2,6 ómf 5 lag
8 8,5 9 9,5 9 18 7,5 8 8,5 alls 86 stig.

4.sæti lamb nr 5 undan Saum 12-915 Haukatungu

50 kg 99 fótl 29 ómv 3,4 ómf 4 lag
8 8,5 9 8,5 9,5 19 8 8 8  alls 86,5 stig

5.sæti lamb nr 776 undan Botna Álftavatni

48 kg 110 fótl 32 ómv 3,9 ómf 4,5 lag 
8 9 9 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig


Vinningshafar í kollótta flokknum. 
1.sæti Guðbjartur og Harpa Hjarðarfelli.
2.sæti Lauga og Eyberg Hraunhálsi.
3.sæti Guðbjartur og Harpa Hjarðarfelli.


Besti kollótti hrúturinn 2014 frá Hjarðarfelli.

Stigun á verðlaunahrútunum hljóðar svona :

1. sæti lamb nr 560 undan Baug 10-889 Hjarðafelli
46 kg 109 fótl 31 ómv 2,2 ómf 5 lag
8 8,5 8,5 9 9 18 9 8 8,5 alls 86,5 stig

2. sæti lamb nr 140 undan Kropp 10-890 Hraunhálsi
50 kg 110 fótl 30 ómv 4,4 ómf 4 lag
8 8 8,5 8,5 8,5 18 8 8 8,5 alls 84 stig

3. sæti lamb undan Sigurfara 09-860 Hjarðafelli
46 kg 110 fótl 29 ómv 2 ómf 4,5 lag
8 9 9 8,5 9 18 8 8 8,5 alls 86 stig

4. sæti lamb nr 164 frá Sæþóri Stykkishólmi faðir Hamar
57 kg 108 fótl 29 ómv 5,3 ómf 4,5 lag
8 8,5 8,5 8,5 9 18 9 8 8,5 alls 86 stig

5. sæti lamb nr 8 frá Fossi undan Rosa 11-899
35 kg 104 fótl 27 ómv 2,6 ómf 4,5 lag
8 8,5 8,5 8,5 8,5 18 8,5 8 8 alls 84,5 stig


Vinningshafar í mislita flokknum.
1. sæti Arnar Ásbjörnsson Haukatungu Syðri.
2. sæti Lauga og Eyberg Hraunhálsi.
3. sæti Arnar Ásbjörnsson Haukatungu Syðri.

Á eftir að fá mynd af vinningshafanum í þessum flokki en ég á hér mynd af þessum frá
Hraunhálsi sem var í öðru sæti.

Lamb frá Hraunhálsi sem var í öðru sæti. Svakalega fallegur hrútur.

Hér eru svo stiganir á verðlaunahrútunum í þessum flokki : 

1. sæti lamb nr 35 frá Haukatungu Syðri undan Salamon 10-906

51 kg 110 fótl 33 ómv 1,8 ómf 4,5 lag
8 8 8,5 9 9 18 8 8 8,5 alls 85 stig

2. sæti lamb nr 148 frá Hraunhálsi faðir 13-432

56 kg 116 fótl 36 ómv 4 ómf 4 lag
7,5 9 8,5 9 9 18,5 7,5 8 8 alls 85 stig

3. sæti lamb nr 75 frá Haukatungu Syðri faðir Gráni 13-542

51 kg 109 fótl 32 ómv 4,1 ómf 4 lag
8 9 9,5 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 87,5 stig

4. sæti lamb nr 725 frá Hofstöðum faðir Lási 10-258

49 kg 115 fótl 32 ómv 1,8 ómf 4,5 lag
8 8,5 8,5 9 8,5 18 7,5 8 8,5 alls 84,5 stig

5. sæti lamb nr 46 frá Guðmundi Ólafs Ólafsvík faðir undan Guffa nr 12-032

60 kg 104 fótl 33 ómv 3,6 ómf 5 lag
8 9 8,5 9,5 9,5 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig


Eyjólfur og Jón Viðar voru dómarar og svo var Lárus Birgisson líka.
Gaman að fá þessa merku menn alla saman.

Hér er Lárus Birgisson að segja okkur frá Farandsskjöldinum fagra og afhenta hann
næsta arftaka sem var Haukatunga Syðri. Haukatunga átti mjög sigursælan dag og 
 óska ég þeim og öllum hinum vinningshöfunum innilega til hamingju með þennan
glæsilega árangur og fallegt fé.

Flottir vinirnir saman Gunnar Kristjánsson Fáskrúðarbakka og Óttar Sveinbjörnsson Kjalvegi Hellissandi.

Hér inn í albúmi má svo sjá myndir af sýningunni.

Það voru einnig veitt verðlaun fyrir afurðarhæðstu ærnar fæddar 2009 .

Hér eru upplýsingar um efstu fjórar ærnar á Snæfellsnesi fæddar 2009. Tvær ær eru jafnar í 3-4 sæti.

 

1.       09-944 frá Heggsstöðum með 114,0 í einkunn. F. Mókollur 03-978 MF: Sómi 92-972

2.       09-049 frá Hraunsmúla með 113,3 í einkunn. F. Skundi 06-564 undan Lunda 03-945.

3.-4. 09-980 frá Hjarðarfelli með 112,8 í einkunn. F. Kaldi 03-989

3.-4. 09-745 frá Krossholti með 112,8 í einkunn. F. Obama 08-015 MF: Móri 02-363 Ystu-Görðum




09.10.2014 13:23

Sláturmat,Heimtur og eldgosa mistur


Tekið inn í Mávahlíð yfir Snæfellsjökulinn og fannst mér þetta svo skemmtilega löguð
ský og hér sést mistrið frá gosinu í loftinu yfir fjöllunum.

Hér sést það enn betur það var varla ský á lofti nema þessi fáu en samt var þetta 
mistur yfir allt og finna mátti smá brunalykt í loftinu.

Var svo heppin um seinustu helgi að Anna Dóra og Jón Bjarni fundu þessa tvo lambhrúta
sem mig vantaði undan Sigurrós og Ás. Sigurrós er örugglega tröllum gefin en hrútarnir
eru í góðum holdum og vigtuðu 53 og 45 kg.

Ég hefði átt að monta mig betur af fitunni þegar ég skrifaði um stigunina en það kom þó
ekki svo vel út í sláturhúsi fitan. Ég verð samt að taka tillit til þess að það er auðvitað löngu
fallið grasið og það er allt á kafi í grasi en þó ég bjóst við að fá hana aðeins lægra en þetta
he he. Ég setti 37 lömb í sláturhús og voru það restin af lömbunum svo það var búið að
taka þau bestu úr þeim hópi. Ég er mjög sátt við útkomuna en hefði viljað fá minni fitu.

Meðalþyngd 20,2 Gerð 10,11 meðaleinkunn fita 9,14

Ég fékk 2 skrokka í E og auðvitað fór 88 stiga hrúturinn minn undan Hriflu og Saum sem
var með 19 læri í þann flokk.
Ég fékk hann svo heim þann skrokk og ætlaði aldeilis að skoða hann en viti menn þá var
hann einn af þeim sem þeir söguðu í lærisneiðar og grillsneiðar ansk....
Svo ég varð að púsla honum saman til að sjá hverning gripurinn liti út he he og þetta 
er allveg heiftarkjöt eins og tveir skrokkar hann er svo mikill og ég með tárin í augunum
enn að hafa látið hann fara en svona er þetta ég bara gat ekki látið hann lifa með svona
fætur eins og hann var með þetta var of mikið snúið.


Hér er hún Svört hans Sigga og hún er undan Skessu sem var frá Steina frænda og svo
Surt sem var Svartur Kveiksonur sem Hreinn á Berserkseyri átti.
Þessi kind er allveg magnaður einstaklingur.
Hér er hún með þrílembingana sína.
Þeir voru allir með yfir 30 í vöðva og 18,5 í læri þau eru undan Garra sæðishrút og
Siggi setur hrútinn á og eina gimbrina en hin var seld til Óttars á Kjalvegi.

Hér er svo sýnishorn af stiguninni hjá Sigga 

14 hrútar voru stigaðir 

6 með 30 og yfir í ómv

Læri
2 með 18,5
4 með 18
6 með 17,5
2 með 17

Stig

2 með 86,5
2 með 86
1 með 85,5 
3 með 84,5
2 með 84
2 með 83,5
1 með 83
1 með 80,5

Gimbrarnar voru 21 stigaðar

10 með 30 og yfir í ómv

Læri

5 með 18,5
3 með 18
10 með 17,5
2 með 17
1 með 16,5

Ég er svo búnað taka saman eftir að þessir tveir lambhrútar skiluðu sér eru 8 lömb sem 
skiluðu sér ekki af fjalli og 2 rollur.
Siggi heimti allt sitt nema eina rollu sem er að öllum líkindum dauð.

Það eru nokkrar myndir hér inn í albúmi af hrútunum.

Ég minni svo á Héraðsýningu lambhrúta á Snæfellsnesi og hér má nálgast allar upplýsingar
um hana hér inni á 123.is/bui
Flettingar í dag: 665
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4577
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 1554715
Samtals gestir: 77919
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:13:35

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar