|
Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
29.08.2012 17:20Nýfædd haust lömb í Ólafsvík og sæðislömb sjást í návígi.Þeir duttu heldur betur í lukkupottinn Óli og þeir þegar það bar ein rolla hjá þeim núna um daginn. Það var búið að gefa henni dauðadóm hún átti að vera geld og ónýt en hún bætti heldur betur fyrir það og kom með 2 gullfalleg lömb. Ég held að hún sé í eigu Brynjars. ![]() Hér er hún með fallegu sumarhaust lömbin sín. Hún hefur verið í dekri hjá Óla og fengið að vera inni á nóttinni. Ég fór í gær og náði mynd af henni þegar hún var rétt fyrir ofan fjárhúsið og notaði tækifærið til að taka fleiri myndir hjá þeim. Það er nefla svo skemmtilegt að sjá hvað þeir eru sniðugir bændur. Þeir eru með kartöflugarð og eru einnig að rækta gulrætur og fleira. Óli er svo með Íslenskar hænur og einhverjar fleiri tegundir og það er svo vinalegt að koma því þær koma allar hlaupandi á móti manni. ![]() Hér voru þrjár búnað stilla sér flott upp fyrir mig. Hann er líka með endur og svo dúfur sem hann er með heima hjá sér en ég held að í framtíðinni verði hann með þær líka þarna. Brynjar er svo búnað vera byggja svakalega fínan hrútakofa fyrir þá svo nú ættu þeir að geta verið með nóg af þeim og fjölgað aðeins rollum. Það eru svo myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi. ![]() Rakst loksins á hana Huldu hans Emils með gimbrarnar sínar og hér eru þær langar og fallegar undan Golíat Boga syni. ![]() Gríðalega stór og langur sæðingur frá Sigga í Tungu undan Grábotna og Svört. ![]() Hér er hinn á móti honum ekkert smá flottur. Ég er allveg rosalega hrifinn af honum. ![]() Aþena með tvo hrúta undan Brimil Borðasyni. Skrifað af Dísu 26.08.2012 14:54Reiðtúr og meiri rollurúnturVið vorum dugleg að fara á hestbak í síðustu viku en ekki er hægt að segja það sama nú um helgina enda búið að vera rosalega kalt úti og mikið rok. En í síðustu viku fórum við á gömlu klárunum í Fögruhlíð í berjamó eða réttara sagt étimó he he upp í Svartbakafell og var það rosalega gaman svo sama dag fórum við með Freyju og Bóa frá Varmalæk inn í Fögruhlíð og geymdum hestana þar. Daginn eftir fórum við svo með þau í étimó upp í Svartbakafell og nú eru hestarnir enn inn í Fögruhlíð og við bíðum eftir að það verði aðeins betra veður svo við komumst meira á bak og svo aftur til baka inn í Varmalæk. Bói,Emil og Siggi eru á fullu núna um helgina að dæla út úr fjárhúsunum í Tungu og bera á túinn á meðan fer ég bara minn vanalega rollurúnt og það er alltaf að bætast eitthverjar nýjar við t.d. náði ég myndum núna af Móheiði,Rósulind,Skuggadís og Ísabellu. Það getið skoðað það hér. ![]() Hér erum við á leiðinni inn í Fögruhlíð ég,Freyja,Emil og Bói. ![]() Hér er Ylfa með Gosa soninn ég er svo rosalega hrifinn af honum. ![]() Hér er Móheiður með þrílembing undan Ronju og Sæðisgimbrina sína undan Sigurfara. ![]() Hér er Rósalind með gimbrarnar sínar undan Golíat. ![]() Hér er Skuggadís og Ísabella með tvo sæðishrúta undan Grábotna. ![]() Ösp með hrútinn sinn undan Topp virkar fallegur og vel bollangur. Skrifað af Dísu 21.08.2012 00:45Benóný 3 ára, Oliver kveður og nýr fjölskyldumeðlimur væntanlegur.Benóný varð 3 ára núna 19 ágúst og var afmælisveisla með Bubba byggir köku fyrir hann. Það var rosalega gaman hjá honum og hann fékk flottar gjafir og dundaði sér vel og lengi með hvert dót svo það þurfti að elta hann til að fá hann til að opna næstu pakka sem hann fékk. Embla fékk líka nokkra pakka og urðu boltar og hestar fyrir valinu enda elskar hún það og var allveg eitt bros allan hringinn. Það eru svo myndir af afmælinu hér. ![]() Vel prakkaralegur svipur á honum þegar hann var búnað blása á kertin ; ) Það er svo sorgarsaga að segja frá því að Olíver kötturinn okkar varð fyrir bíl í gær 20 ágúst já það er svo sem hægt að segja að slysin gera ekki boð á undan sér og eru ótrúlega fljót að gerast. Hans verður sárt saknað enda búnað ganga í gegnum lífið með okkur í heil 10 ár svo þetta verða viðbrigði. Krakkarnir eru ekki en búnað taka eftir því að hann vanti en það fer örugglega að styttast í að þau spurji hvar er Kisa því þau hafa alist upp með honum frá því þau fæddust. Það er nú líka saga að segja frá því hverning við fengum hann. Ég sá hann auglýstan sem blanda af norskum skógarketti og átti hann að verða loðinn svo ég keypti hann óséðan alla leið frá Kjalarnesi og borgaði 5000 kr fyrir hann og vinur minn sótti hann á flutningabil. Ég tók svo á móti honum voða lukkuleg og hélt hann yrði bara loðinn með tímanum en aldrei varð hann það svo það var aldeilis svindlað á mér þar. En hvað Olíver varðar var hann æðislegur karekter svo ég sé alls ekki eftir að hafa keypt hann og átt hann í öll þessi ár. Til dæmis fór hann alltaf yfir í húsið á móti til Steina og Jóhönnu í heimsókn og eins kemur kötturinn þeirra í heimsókn til okkar hún Fjóla svo það verður einmannalegt fyrir hana greyjið núna enda er hún nýbúnað missa vin sinn sem var annar köttur á heimili þeirra en hann dó úr elli og hét Abel. Það var þó ekki nóg því Steini og Jóhanna misstu líka hundinn sinn núna fyrir stuttu hana Dögg, hún var veikburða frá fæðingu en lifði allveg vel þar til hún veiktist og þá kom í ljós að nýrun störfuðu ekki rétt og margt annað svo hún var farin að kveljast greyjið og var þá ekki annað í boði nema svæfing og leyfa henni að fara til betri heima. Já þetta er allveg svakalega mikill missir af gæludýrum hérna í götunni á stuttum tíma og allt er þegar þrennt er það er nú gjarnan sagt að það deyji alltaf þrír í einu hérna í Ólafsvík af mannfólki en ekki vissi ég að dýrin myndu fylgja þessari skrítnu tilviljun eftir. ![]() Hér er hann Olli kallinn blessuð sé minning hans. Ég hef svo verið áfram dugleg að fylgjast með hvort að það bætist einhverjar nýjar rollur í rúntinn minn og já ég sá hana Ronju um daginn með Gosa þrílembingana sína en það ganga reyndar 2 undir henni og ein gimbur var vanin undir aðra. 7Hér er hún Ronja með lömbin sín undan Gosa sæðishrút já það er tvílit ég veit ekki allveg skýringuna á bak við það en alla vega sæddi ég hana og 2 aðrar með sama strái og það kom hvitt úr hinum en svona hjá henni. Ég setti svo inn fleiri myndir inn í albúmið hér. ![]() Hér er mynd frá Jóhönnu sem hún tók af Hnotu sinni með lömbin sín og eru þessu lömb undan Brimill okkar. Ég var svo að setja inn fullt af myndum frá Jóhönnu og smá frá mér inn á búa síðuna sem þið getið skoðað hér. Jæja best að enda þetta svo á gleðifréttum því það er kominn tími til að ljóstra upp leyndarmálinu okkar um að nýr fjölskyldumeðlimur er væntalegur 19 desember. Já ég er komin rúma 5 mánuði á leið svo það verður fjör hér á bæ ;) ![]() Skrifað af Dísu 15.08.2012 20:11Loksins almennilegur rollurúntur ;)Jæja það hlaut að koma að því að ég gæti náð eitthvað af myndum af lömbunum. Það var rigning og þokubakkar niður með hlíðinni og þá færðu þær sig niður allavega hluti af þeim. Ég fór líka og tók myndir af honum Týra heimaling sem stækkar með hverjum deginum enda vel frekur og gráðugur jafnvel stundum of ágengur og reynir að stanga mann en Gerða og Siggi redduðu því með að búa til skamma krók fyrir hann úr þrem hlerum sem hann er settur í þegar hann er óþekkur ekki ólíkt því og þegar ég set Benóný í stólinn þegar hann er óþekkur he he. Jæja þetta verður bara svona stutt og lagott núna en heyrumst fljótlega aftur með fleiri fréttir af okkur og rollunum. Hér eru svo myndirnar sem ég náði núna. ![]() Hér er hann Týri sem er undan Týru og Týr. ![]() Hér eru tvær fallega flekkóttar undan Topp og Dóru og óska ég þess að þær komi vel út því ég er mjög spennt fyrir að setja allavega aðra á. ![]() Hér er svo Ylfa með Gullmolann minn sem er sæðingur undan Gosa og ber ég miklar væntingar til hans og vonandi á hann eftir að standa undir þeim. ![]() Hér er svo Kápa Toppsdóttir með hrút og gimbur undan Grábotna. ![]() Hér er svo ein af stóru strákunum sem eru veturgamlir. Hér fremst er Stormur Kveiksson svo kemur Golíat Boga son og svo eru Brimill Borða sonur og Týr Mána sonur fyrir aftan en þið getið séð betri myndir af þeim inn í albúmi. ![]() Hér má svo sjá hann Eldibrand sem er nýji heimilskötturinn í Tungu hjá Gerðu og Sigga og það vekur mikla lukku hjá Benóný og Emblu að leika við hann. Skrifað af Dísu 08.08.2012 01:10Smá hestaferð og fleira.Jæja það er búið að vera ósköp rólegt hér yfir blogginu hjá mér enda búið að vera nóg að gera. Emil er búnað vera róa frá Bolungavík og ég er búnað vera heima með krakkana en vera dugleg að fara á hestbak bæði inn í Fögruhlíð á gömlu klárana og svo með Freyju og Bóa inn í Bug. Ég fór líka með hestamannafélaginu í kringum Kirkjufellið á honum Grána og var það rosalega gaman. Verslunarhelgin hjá okkur var bara róleg við fórum í bæinn og vorum í eina nótt og kíktum rúnt inn í Hveragerði næsta dag en ákváðum svo að fara heim um kvöldið. Við fórum svo daginn eftir inn í Stykkishólm með fændfólki okkar og kíktum á kaffi hús og fórum í sund. Á mánudaginn fórum við síðan í reiðtúr með Bóa frá Görðum að Búðum fjörurnar og var það rosalega gaman. Freyja og Bói fóru á hestunum á föstudaginn yfir heiðina og út að Görðum og voru þar í tjaldvagninum sínum yfir helgina og tók Freyja svo bílinn og vagninn og við fórum á bak með Bóa á mánudeginum. Ég hef ekki náð nógu góðum myndum af rollunum en þó eitthvað en var með fleiri sem ég hef óvart misst út úr myndavélinni svo ekki verður mikið gagn af þeim en það er eittthvað smá innlit inn í mynda albúminu ásamt öðrum myndum hér. ![]() Við að koma upp á Búðum. ![]() Þessi mynd væri allveg snilld ef hún væri ekki svona hreyfð en þetta er Emil á Dröfn og með Frey í taum. ![]() Bói á leið í útreiðartúrinn með okkur frá Görðum. 18.07.2012 15:40Sumar,Sól og heyskapur.Búið að vera hreint yndislegt veður hérna hjá okkur allt í 18 stiga hiti og sól ekki hægt að biðja um það betra. Heyskapur er búnað vera í hámarki og fengum við þrusuþurrk svo þetta tók ekki langan tíma að klára en rúllu fjöldinn var þó ekki eins mikill eins og við þurftum en það má svo sem alltaf búast við því sérstaklega eins og þurrka tímabilið er búið að vera hérna hjá okkur. Það er þó ekki mikið sem vantar upp á, svo það verður vonandi einhver sem á eitthvað til að selja okkur. Það gekk á ýmsum viðgerðum fyrir heyskap sem fór talsverður tími í en þó fór mestur tíminn í að mála gersemin he he já það bættist í litadýrðina hjá okkur og nú er kominn grænn traktor og blár þessi stóri og líta þeir bara mjög vel út svona. ![]() Hér er stóri traktorinn orðinn blár. ![]() Hér er svo sá græni. Það er svo ekki búið að ganga nógu vel hjá okkur í ræktuninni því það var keyrt á eitt lamb hjá mér inn í Höfða og var það flekkóttur hrútur undan hrútnum hennar Laugu á Hraunhálsi og var ég búnað binda vonir við hann að bæta ræktunina hjá mér í kollótta stofninum en ekki gerist það núna fyrst hann er dauður En það var ekki nóg heldur drapst einn gemlingur frá Bóa allt í einu hún Birta sem var undan Mola og Hrímu og var eitthvað að henni því hún mjólkaði aldrei almennilega og er þar af leiðandi geðveikt lítið lambið sem hún var með svo það verður bara graslamb. En það er ekki búið því í gær var hringt í mig og tilkynnt að lamb væri dautt hjá brúnni í Tungu sem var að afvelta og var það hrútur undan Svönu gemling og Brimil svo það er ekki gaman að þessu ástandi en vonandi verða nú ekki meiri afföll þetta árið. Það eru heyskapar myndir og sólarmyndir inni hér svo endilega skoðið. Skrifað af dísu 07.07.2012 22:28Skírnin hjá Birgittu Emý og potturinn vigður.![]() Hér er glæsilega litla sæta fjölskyldan. Birgitta Emý alsæl með gullfallega nafnið sitt sem hún fékk í dag 07.07.2012. Hún fæddist síðan 06.06.2012 Svo þetta eru svakalega flottar dagsettningar. Það var skírt í Ólafsvíkurkirkju og veislan haldin þar niðri í safnaðarheimilinu og voru svakalega fínar veitingar og allt gekk ljómandi vel. Ég setti inn nokkrar myndir en á eftir að fá fleiri seinna hjá Dagbjörtu en endilega skoðið þessar sem ég setti inn hér. ![]() Hér er Emil alsæll kominn með pottinn í lag eftir mikið streð og krakkarnir með rosa fjör. ![]() Aðeins kíkt í fjöruna í Tungu um daginn og var það rosa stuð og Embla át og át sand og varð það auðvitað til þess að hún kúkaði honum daginn eftir OJ þetta vissi ég ekki að þau myndu skila þessu svona he he svo henni var skellt í bað og skolað. 04.07.2012 11:05Áttræðisafmæli Dagmars,Ættarmót hjá RauðkólfsstaðarættinniBúið að vera mikið að gera um helgina það var ættarmót hjá Rauðkólfsstaðarættinni hjá Emil inn í Stykkishólmi og fórum við þangað eftir að við vorum búnað bera á þakkantinn og bílskúrinn. Við borðuðum á hótelinu í Stykkishólmi með ættingjunum og voru hátt í 260 manns í mat og var mjög fróðlegt að sjá og hitta allt þetta fólk og einnig voru ræðuhöld um uppruna þeirra og afkomendur til dagsins í dag. Á sunnudaginn var áttræðisafmæli Dagmars Guðmundsdóttur ömmu Emils á Dvalarheimilinu Jaðar og var mætingin allveg meiriháttar og átti Dagmar góðan dag í faðmi fjölskyldu og vina. Kökurnar og kræsingarnar voru allveg glæsilegar. ![]() Stórglæsilegar vínkonurnar Sigrún og Dagmar afmælisskvísa. Það eru svo fleiri myndir af afmælinu og ættarmótinu hérna. Marinó bróðir hans Emils og fjölskyldan hans komu í heimsókn til okkar á föstudaginn og var mjög gaman að hittast. ![]() Hér eru frændurnir í góðum gír Pétur og Benóný. Ég er svo búnað fá restina af myndunum síðan við vorum fyrir norðan hjá Dagbjörtu svo endilega kíkið á það hér. ![]() Svaka fjör í rennibrautinni hjá Benóný hann var orðinn svo kaldur að hann fór aleinn. Ég steingleymdi að þegar við vorum á Akureyri þá týndist hrúturinn okkar hann Toppur. Siggi í Tungu var búnað vera leita að honum fyrir okkur og fann hann svo loksins í drullu forinni fyrir framan fjárhúsið í Mávahlíð. Ömurlegur dauðdagi fyrir greyjið en sem betur fer drukknaði hann ekki heldur hefur hann fengið hjartaáfall eða eitthvað því hausinn var uppúr hann var orðinn lappalúinn svo hann hefur ekki haft kraft til að komast upp úr. Við ætluðum að lóa honum í vor en ákváðum að gefa honum séns ef hann myndi ná sér í fótunum í sumar en svo skeður þetta svo hann hefur verið feigur karl greyjið. ![]() Hér eru höfðingjarnir saman Herkúles og Toppur feðgar sem eru báðir farnir yfir móðuna miklu. Toppur var afbragðs hrútur og skilaði mjög góðum mjólkurkindum og fjósemi svo hans verður sárt saknað. Litafjölbreyttnin sem hann gaf var líka allveg rosalega flott. Ég á nú eitthvað af lambhrútum núna undan honum svo ég vona að þar leynist einhver arftaki við honum. 26.06.2012 23:40Ég þrítug úff. Heiti potturinn á pallinn og Bústaðaferð.Ég varð víst þrítug 17 júní og vaknaði þá með þrjátíu fleiri hrukkur í framan og bauga undir augunum og svaf yfir mig Minn ástkæri Emil bauð mér svo út að borða á Argentínu og það var algjört æði og vorum við svo södd eftir það að við vorum allveg bakk enda sváfum við yfir okkur daginn eftir sem var 17 júní he he. ![]() Hér sjáiði gömlu konuna á Argentínu með eftirréttinn Undur og stórmerki gerðust svo áður en við fórum suður þá var hann Nonni vinur okkar svo góður að koma á lyftaranum til okkar og lána Bóa hann til að setja blessaða heita pottinn okkar á pallinn sem er búna vera inn í bílskúr síðan fyrir jól og þar áður í 2 ára viðgerð. Það gekk þó ekki allt sem skyldi því það voru vandræði að koma löppunum niður á lyftaranum og þá hugsaði ég þessi pottur á ekki að komast á pallinn og vera í lagi. Og þó gerðist það, þær fóru niður og Bói gat komið honum inn á pallinn. loksins úff en sá léttir. En ekki er sagan öll því þegar við fórum að þrífa hann og ætluðum að fara prófa setja vatn í hann kom í ljós að það var frostsprungið eitt rör AAAAAArrrggg Eins og ég segi þetta er óhappa pottur dauðans hann var inn í bílskúr svo ekki hefur það skeð þar svo það hlýtur af hafa skeð þegar hann var í viðgerð allveg hreint ótrúlegt ég fer að henda þessu drasli!!!! ![]() Verið að hífa þetta aparat á pallinn . Eins og ég sagði hérna ofar þá vorum við á Akureyri og illugastöðum í 6 daga. Það var gert margt skemmtilegt spilað á kvöldin,sund á morgnana,kíkt á Akureyri á daginn og rúnt hingað og þangað til Húsavíkur,Grenivík og Svalbarðseyri varð Emil að kíkja þegar hann uppgötvaði að þar væri bryggja ;) he he. Ég meira segja fór í kaffi til kinda vínkonu minnar hennar Birgittu sem bauð okkur í kaffi og tók ekkert smá vel á móti okkur með kökur og kræsingar. Það var ofboðslega gaman að hitta hana og já það má segja að ég segi eins og hún að mér fannst ég þekkja hana til marga ára því við höfum verið í svo miklu sambandi í gegnum heimasíðurnar og eins var rosa gaman hvað Þórður maðurinn hennar þekkti allt vel hér fyrir vestan og þekkti pabba og Steina svo við gátum spjallað heilmikið saman. Benóný fékk svo gefins bíl sem hann vildi ekki sleppa og það er ekkert smá mikið uppáhald hjá honum hann er búnað sofa með hann síðan að hann fékk hann, svo hann hitti gersamlega í mark hjá honum he he. Ég bíð svo bara spennt til að hitta þau aftur í haust ef þau koma hingað í lambaleiðangur. Ég klikkaði þó á því að ná mynd af okkur saman en það er því myndavélin mín bilaði og ég náði bara örfáum myndum en svo fékk ég copy af myndunum hjá Freyju og á eftir að fá hjá Dagbjörtu svo ég set kanski inn fleiri þegar ég fæ þær í hendurnar. ![]() Jóhann og Emil með Benóný í Listagarðinum á Akureyri. ![]() Um daginn vorum við á rúntinum og tókum eftir þessu að einn gemlingurinn okkar var að áreita æðakollu sem lá á hreiðrinu sínu og vildi hún stanga í hana og líkaði vel við þegar æðakollan krúnkaði í hana og kom þessi nautna svipur á gemlinginn að þetta væri eins og að láta klappa sér. ![]() Við héldum áfram að fylgjast með og annar bættist í hópinn að áreita greyjið og þær voru ekkert að hætta bara stönguðu þangað til hún krúnkaði í þær meira he he ekkert smá ruglaðar. ![]() Hér sjáiði nautna svipinn á þeim þegar hún kom við þær ekkert smá bilaðar en á endanum ákvað ég að fara út og reka þær frá því greyji kollan fékk engan frið. Þegar ég kom að ætluðu þær ekkert að fara en greyji æðakollan var búnað rústa hreiðrinu sínu og eggin komin upp úr við lætin í gemlingunum svo ég rak þær frá og fór svo hún gæti lagað þetta og verið í friði he he allveg ótrúlegt hvað þessum kindum dettur í hug. Jæja þetta er komið flott í bili það eru svo myndir hér af hinu og þessu sem ég bloggaði um svo endilega kíkið hér. Skrifað af Dísu 14.06.2012 11:04Litla frænka kemur í heiminn,Húsdýragarðurinn og Benóný fær hjól.Steinar og Unnur eignuðust gullfallega dóttur 6 júní og gengur rosalega vel hjá þeim og við fórum loksins í bæinn um helgina og skoðuðum prinsessuna og er hún allveg guðdómleg svo lítil og fullkominn í alla staði. Embla virkaði bara risi miðað við hana he he maður er svo fljótur að gleyma. ![]() Hér er Steinar stoltur faðir með dúlluna sína ekkert smá sæt saman. Við fórum í húsdýragarðinn með Írisi og Dalíu á laugardaginn og fannst Benóný það rosalega gaman og vildi helst bara vera í litlu lestinni sem keyrir hring um garðinn og svo voru það svínin sem hann þekkir úr Babe og Emil í Kattholti og var hann afar hrifinn af þeim. ![]() Með pabba sínum á hestinum voða stuð. ![]() Þetta var líka rosalega gaman og ætluðum við aldrei að ná honum út úr þessu. ![]() Það var hjóladagur á leikskólanum og fengum við svo mikið samviskubit að vera ekki búnað kaupa hjól handa greyji drengnum að ég fékk Bóa til að kaupa fyrir mig hjól og svo gáfu Freyja amma og Bói afi honum hjálminn og það leynir sér ekki gleðin í augunum á honum þegar hann fékk hjólið og fór svo á því á leikskólann daginn eftir . Jæja seinustu rollurnar fóru út um daginn þær Bríet og Dimma svo nú er það bara hann Týri sem verður eftir inn í fjárhúsunum og fær að ganga inn og út en hún Birta gemlingur er eitthvað voða heimakær og fer ekki frá húsunum með lambið sitt svo Týri fær félagsskap af þeim meðan hún ákveður að vera þar. ![]() Hér eru þær farnar út. ![]() Ég náði einni mynd af Rósulind með fallegu gimbrina sína svo núna tekur bar við að fylgjast með rollunum í fjarska og taka rollu rúnt einu sinni á dag þegar ég svæfi börnin. Jæja það eru svo myndir af öllu þessu sem ég bloggaði um hér endilega kíkið bless í bili ... Skrifað af Dísu 05.06.2012 22:33Sauðburði lokið og sjómannadagurinn.Þá er þessum langa sauðburði loksins lokið. Dimma gemlingurinn hans Bóa bar í morgun gimbur undan Brimil en hún lét hafa aðeins fyrir því að komast út og þurfti smá átök í það en allt gekk vel og var hún allveg súper mamma strax. Bríet hennar Maju bar svo í gærmorgun og þar kom allveg gríðarlega stór gimbur sem er undan Mola og var hún það stór að við ákváðum að prófa að vigta hana og viti menn hún vó 7 kíló. Það má geta þess að það var hrútur í bændablaðinu sem var 6 kíló í fæðingu svo hún var þykkri en hann. Móra sem var sett í fangelsið var losuð eftir rúmmlega tveggja vikna fangelsi og það dugaði því hún tók lambinu sem var mikill léttir en við sitjum þó en uppi með hann Týra sem heimaling því það þýddi ekki að venja hann undir Bríet hann er svo háður manninum. Jæja það eru smá myndir í albúminu hér svo endilega kíkið á það. ![]() Hér er Bríet með risan sinn sem fæddist í gær morgun. Það var yndislegt veður hér seinustu viku og allir orðnir vel sólbrenndir og brúnir. Sjómannadags helgin var allveg meiriháttar það var svo gott veður og fórum við í siglingu með Emil á Kristborgu út að Vallarbjargi í smá skemmtisiglingu og getið þið séð myndir af því hér. ![]() Það voru einnig fleiri stórir bátar sem fóru með fólk í skemmtisiglingu á sjómannadaginn. ![]() Jæja forspretturinn á rollu rúntinn minn byrjaður hér má sjá fallegu hrútana hennar Mýslu á harða hlaupum kanski verða þetta flottir hrútar í haust ;). ![]() Upprennandi skúringardama á ferð og ætlar að læra snemma af mömmu sinni he he hún tók þetta eftir að ég var búnað skúra og pósaði svo svona líka flott. Skrifað af Dísu 22.05.2012 23:06LOKSINS LOKSINS BLOGG!Kæru blogg vinir þá er komið að því að ég nái loksins að blogga. Ég var farin að skammast mín fyrir hversu löng bið þetta var orðin en það var mál með vexti að krakkarnir höfðu fiktað í tölvunni hjá mér og ég gat ekki tengt hana við sjónvarpið því jú skjárinn er bilaður og hefur verið lengi. Ég hef nefla alltaf reddað mér með að tengja hana við sjónvarpið en ekkert gerðist en svo kíkti Maggi bróðir á þetta og þá var þetta bara stillingar atriði sem tölvu nördið ég hafði ekkert vit á Sauðburður er sem sagt búnað vera í fullu gangi og er nú að líða undir lok nema það voru 2 gemlingar sem bera ekki fyrr en um mánaðarmótin og svo ein rolla hjá Maju systir sem ber væntanlega líka þá því hún hefur gengið upp. Aðeins ein er eftir núna sem er á tali og ein er eftir hjá Sigga í Tungu líka sem er komin á tal. Það hefur ekki gengið nógu vel alla vega ekki hjá honum Bóa karlgreyjinu hann fékk sko aldeilis að kenna á því þetta árið. Hann byrjaði á því að tvær létu hjá honum mánuð fyrir burð. Hann fékk svo 6 rollur einlembdar en reyndar inn í því var ein með úldið og önnur með dautt svo þær voru skráðar með 2. Enn dundi óheppnin á honum því loksins kom ein tvílembd en þá bar hún fyrra lambinu dauðu af óútskýrandi orsökum en við höldum þó að hún hafi verið farin á stað og naflastengurinn hafi slitanað og svo ekkert meira skeð. En það var ekki nóg Nína rolla frá honum slapp af dauðadeildinni í haust svo hún gæti fært honum gimbur og loksins kom gimbur en fljótlega kom í ljós að hún var ekki heil því þetta var stærðar einlembingur sem gat ekki sogið og skalf öll og var eitthvað föst í framm fótunum svo hún var sprautuð með pensilíni í nokkra daga og gefið selen. Það virkaði þó eitthvað því á endanum náði hún að standa þó hún nötraði smá og sjúga sjálf. Svo núna er hún komin út svo það verður bara að bíða og sjá hvort hún lagist og verði heil í fótunum til ásettnigs í haust. En þetta er ekki búið enn því gemlingurinn hans hún Týra litla fór í keisara eftir að ég var búnað reyna lengi að ná úr henni en ekkert gekk og verður maður að læra af mistökunum að þegar þær eru svona þröngar að ekki reyna það einu sinni bara fara beint með þær undir hnífinn en jæja svo var farið með hana og var fyrra lambið sem ég var búnað vera basla við að ná dautt en hitt náði þó að lifa og komu Freyja og Bói með þau heim. Allt gekk ágætlega hún var farin að borða og hyldirnar farnar en var oft svolítið þanin út þar sem skurðurinn var en svo hjaðnaði það niður en hún mjólkaði þó aldrei nóg svo við urðum að gefa lambinu pela með. Svo viku seinna fannst okkur hún vera blása aftur út og hún var eins og hún væri með doða húkkti við vegginn og andaði ótt og títt og Siggi sprautaði hana með kalki en ekkert lagaðist. Bói hringdi svo í dýra og hann sagði að hann ætti að gefa henni meira pensilín en þegar það átti að gera það, var það of seint því hún kvaddi þennan heim um það kvöld og eftir sitjum við með hann Týra litla sem kemur jarmandi á móti okkur að fá pelann sinn. ![]() Hér er hann Týri litli sem vantar nýja mömmu. Ógæfan er ekki allveg horfin hjá Bóa og Freyju því nú bar Móra hennar Freyju 2 lömbum og allir ánægðir með það að það komi 2 en þá tekur rollu gribban upp á því að vilja bara annað lambið og stangar hitt í loftköstum frá sér já þetta er allveg merkilegur fjandi með þessa fjandans óheppni hjá þeim en það er nú ekki annað hægt en bara hlæja af þessu það er í rauninni ekkert sem kemur á óvart lengur..... Nú er sem sagt búið að setja hana í algjört fangelsi svo hún sjái ekki hvort er að sjúga og fær bara hey og vatn fyrir framan sig. ![]() En Bói tapar ekki allveg því við erum búnað vera dugleg að venja undir þessar einlembur hjá honum og er ekki nema 3 sem fara með eitt á fjall en hinar fengu ábót svo hann fær eitthvað kjöt í haust Ég missti 2 hrúta undan Hriflon sem ég gerði mér svo langa leið til að ná sæði alla leið inn í Haukatungu. Annar þeirra var svo stór og fallegur að það var allveg grátlegt þegar hann dó en svona vill þetta fara það gerðist eitthvað það var svo hrikalega erfitt að ná honum úr henni og ég tók hann heim og blés hann heillengi og loksins tók hann aðeins við sér en náði ekki að standa var svo stór svo við spelkuðum hann en hann náði sér ekki á strik og var tekinn inn í Tungu. Við tókum svo annan Hriflon son undan Hlussu með okkur heim því hann fæddist allt of lítill miðað við gimbrina sem var á móti og hefur hann ekki fengið nóga næringu í móður kviði þvi svo lítill var hann. Við blésum hann og gáfum honum búst og geymdum hann svo heima yfir nóttina en hann var dauður um morguninn og það var sama sagan af hinum sem var tekinn inn í Tungu svo ég á greinilega ekki að fá hrút undan Hriflon til að ná fitunni úr stofninum mínum arrggg... en ég fæ þó eina gimbur. Ég og Emil erum búnað fá 52 lömb alls eða 50 lifandi ég er bara mjög sátt við það. Það voru 3 þrílembdar,14 tvílembdar og 3 veturgamlar með 1 og ein úr sæðingunum með 1 saman 4 einlembdar. Gemlingarnir voru allir með eitt nema einn hjá mér var með 2. Það er svo bara ein rolla eftir hjá mér. Það er algjört gimbra ár í ár hjá okkur eða 38 gimbrar sem sagt í allt hjá okkur Bóa og það eru 28 hrútar nei þetta er kanski bara nokkuð jafnt bara en það verður alla vega vandamál með allar þessar gimbrar í haust að velja hvað verður til ásettnings. Maja er búnað fá allt tvílembt hjá sér eða 3 með 2 og eina veturgamla með eitt og svo er gersemið eftir hún Bríet en hún hefur gengið upp og ber um mánaðrmótin. Maja missti svo eitt lamb úr slefsýki eða einhverri veiki samdægurs og það fæddist ömurlegt. Það er búið að ganga vel hjá Sigga allar með 2 nema ein sem var með eitt og ein með 3. Gemlingarnir með eitt nema einn var með 2 en annað þeirra var svo lítið að það lifði ekki af. Það er svo ein rolla eftir hjá honum. Hjá honum er algjört hrúta ár ég held að hann sé aðeins með 5 gimbrar og rest hrúta. Jæja komin tími á að hætta þessari munnræpu og leyfa ykkur að fara kíkja á myndirnar sem má sjá í albúminu hér og hér þau eru tvö að þessu sinni. ![]() Ísabella á leið út með hrútana sína undan Grábotna. ![]() Rauðhetta með þríbbana sína ég fékk heldur mikið af svona bíldóttu og eyglóttu í ár en það þykir mér ekki nógu flottur litur. Tilraunin mín með Golsa Rambó á mórauðu rollurnar var ekki að virka fékk bara grátt og bíldótt eins og hér og svo grágolsótt. ![]() Jæja Hannes þetta virkaði ég fékk tvo mórauða nú er bara að bíða og vona að hún skili þeim heim í haust og þeir stigist vel he he. ![]() Flottur gimbra hópur. ![]() Gaman hjá Benóný í sumarbústaðnum hjá Fríðu frænku en ég fékk afnot af honum meðan sauðburðurinn var. Þar var ljúft að leggja sig milli burða og þakka ég kærlega fyrir afnotin af honum. Skrifað af Dísu 30.04.2012 12:24Fyrstu lömbin hjá okkur og fyrsta sjóferð Emils á Kristborgu.Jæja þá er spennan loksins runninn upp og sauðburður er hafinn og gengur vel eins og komið er. Erum búnað fá sæðinga úr Gosa,Grábotna og Hróa og eigum eftir að fá úr Snævari,Hriflon og Sigurfara. Ég gaf mér loksins tíma til að blogga smá og henda inn smá sýnishorni af lömbunum sem komin eru hjá okkur og Sigga. Síðan fór ég líka í heimsókn til Bárðar um daginn og Gumma Óla og tók myndir af lömbunum þeirra en sauðburður þar er allveg kominn vel í gang þó svo hann sé bara rétt að byrja hjá okkur. Jæja nú er mál að drífa að henda þessu inn og fara svo í fjárhúsin heyrumst fersk þegar fleiri lömb eru kominn..... ![]() Gulla hans Sigga í Tungu bar fyrst hrút og gimbur undan Gosa. ![]() Svo bar hún Ronja mín þremum undan Gosa einnig úr sama strái og var notað í Gullu en eitthvað er liturinn skrítinn miðað við að Gosa á að vera arfhreinn. Ronja er allveg afburðar ær og er þetta þriðja árið í röð sem hún kemur með þrjú risa lömb en það var henni aðeins um megn núna því hún fékk smá doða og erum við að sprauta hana með kalki og dekstra við hana með brauði og vonast til að hún nái sér. ![]() Ylfa er einnig með einn hrút undan Gosa en ég hefði nú viljað sjá hana tvílembda ef hún ætlar að standast ættirnar sínar hvað frjósemi varðar. ![]() Flekkóttur hrútur og grá gimbur undan Grábotna. ![]() Svört hans Sigga með 2 hrúta undan Grábotna. ![]() Ísabella með 2 hrúta undan Grábotna. Það eru svo fleiri myndir af sæðislömbunum inn í myndaalbúminu hér svo endilega skoðið. Emil fór sína fyrstu sjóferð á Kristborgu í gær á handfæri og var næstum með fullan bát eða 3,9 tonn ekki amaleg byrjun hjá honum sko kallinn hann kann þetta Ég fór og tók á móti honum með myndavélina og náði nokkrum myndum sem þið getið skoðað hér. ![]() Vel siginn hjá honum báturinn eins og þið sjáið. Skrifað af Dísu 23.04.2012 22:54Heyskapur,Ullarferð og fyrstu lömbin á Hömrum.Jæja það er orðið til háborna skamma hva það er langt síðan ég hef komist í tölvuna til blogga og með hlaðið af efni til að setja inn en það hafðist núna loksins. Kanski var það líka vonbrigðin með það að tvær kindur hjá okkur létu já það var ekki nóg ein heldur þurfti önnur að smitast örugglega af hinni allveg ömurlegt ég byrjaði að blóta sprautunni í sand og ösku en ég veit það er ekki henni að kenna en maður reynir alltaf að finna eitthvað. Svo getur það verið raskið í kringum það að sprauta þær. Heyið eða bara allur anskotinn maður verður allavega alltaf jafn fúll og pirraður og setti þetta allveg strik í tilhlökkunina fyrir sauðburðinn en sem betur fer er ég búnað jafna mig og er farin að hlakka til núna aftur. Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur meira segja heyskapur svona snemma vors og var það Siggi í Tungu sem fór að slá til að henda af túninu hjá sér til að rækta upp fyrir sumarið allveg þrælsniðugt. Það skapaðist smá heyskapar fílingur og Emil og Bói fóru og hjálpuðu honum að raka saman og Siggi ýtti heyinu svo á traktornum. ![]() Hér er Siggi að slá í apríl sem er sjaldséð hér í sveit. ![]() Hér er Emil að raka saman í blíðskapar vorveðri. Það eru svo fullt af myndum inn í albúmi og einnig af páskunum sem ég átti eftir að setja inn líka hér Við fórum svo loksins með ullina á Yrstu Garða og tók Andrés við okkur þar og hjálpaði okkur að koma henni inn í gám. Við vorum svo heppin að hann bauð okkur að skoða fjárhúsin sem eru stórglæsileg og er hann með um 70 mórauðar ær og það dökkmórauðar ekkert smá flottar hann er örugglega einn af fáum sem er að rækta svona mikið af því. Við fengum líka að skoða gemlingana hans sem voru tæpir 200 ekkert smá fjöldi enda er hann með um 800 ær. Það eru fullt af myndum af ferð okkar svo hér. og fleiru. ![]() Hér erum við að fara hlaða inn í gáminn. ![]() Svakalega flott fjárhús. ![]() Mikið að fallegum litum. Það er allt komið á fullt í sauðburði hjá Bárði og Dóru inn á Hömrum og fór ég náttúrulega að kíkja á þau og svo er líka að komast á skrið hjá Gumma í Ólafsvík og Óla og þeim en ég verð bara bíða spennt áfram eftir þessu hjá okkur. ![]() Rosalega flottur litur á gimbur hjá Bárði og Dóru sem er undan Frey Sokka syni. ![]() Hér er svo ein stærðar gemlings gimbur hjá honum. Skrifað af Dísu 08.04.2012 10:24Meira rolluflandur og fyrstu lömbin í Ólafsvík hjá Gumma og Brynjari.Sælir kæru vinir núna er ég búnað fara á enn fleiri staði og var Bug þar fyrir valinu hjá Óskari,Óskari eldri og Jóhönnu. Emil fór að hjálpa Óskari að sprauta fyrir lambablóðsóttinni og ég notaði tækifærið og tók myndir hjá þeim. ![]() Hér er prinsinn hjá Óskari hann Bjartur en hann er undan Magna frá Hjarðafelli. ![]() Hér er svo prinsinn hennar Jóhönnu hann Höttur en hann er undan Herkúles. Næst lá leið okkar inn í Háls til Þórunnar og Gvendar og hitti það svo vel á að við vorum að koma úr Bónus og vorum á leiðinni heim þegar ég sá að það var einhver í Hálsi og varð ég að koma við og fá að kíkja á kindastofninn þeirra. ![]() Hér eru kindurnar þeirra og eru þau með um 90 kindur. Svo er það sem allir eru búnað vera bíða eftir með eftirvæntingu en það eru litlu sætu lömbin sem eru komin í Ólafsvík hjá Gumma Óla og Brynjari. ![]() Þessi gemlingur kom með 2 hjá Gumma Óla. ![]() Þessi kom með móflekkótan hrút og er einnig gemlingur. ![]() Þessi er í eigu Brynjars og er með grábotnótt lamb. ![]() Þetta er líka í eigu Brynjars. Það var verið að bera ofan í afleggjarann í Tungu og upp að fjárhúsunum og náði ég mynd af Óla í Geirakoti á gröfunni. ![]() Hér er hann að störfum. ![]() Embla alsæl með kexið sitt en hún Hulda og Rauðhetta eru að reyna ná því af henni. ![]() Hér er Benóný í traktornum sem Ágúst bróðir á í Fögruhlíð. Það eru myndir af flandrinu og tiltektinni í fjárhúsinu og allt saman inn í myndaalbúminu hér. Við héldum upp á 1 árs afmælið hennar Emblu Marínu á Skírdag loksins og var það rosa stuð og gaman og held ég að Benóný hafi samt skemmt sér mest. ![]() Hann var alsæll með traktorinn sem Dagbjört frænka og fjölsk gáfu honum. Embla fékk líka fullt af flottum gjöfum og svakalega flotta hello kitty köku sem Rakel Gunnars bakaði. ![]() Allveg snilldar bakari þessi kona geggjuð kaka. Þið getið svo séð meira af þessu öllu inn í þessu myndaralbúmi endilega kíkið og kommenntið. Flettingar í dag: 2903 Gestir í dag: 35 Flettingar í gær: 1380 Gestir í gær: 54 Samtals flettingar: 2655589 Samtals gestir: 89712 Tölur uppfærðar: 28.11.2025 18:54:32 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is