Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

24.08.2011 01:18

Heyskap lokið,Bátsferð og Bústaðaferð og hringvegurinn.

Það er sko heldur búið að vera mikið að gera hjá okkur í sumar. Það var klárað að heyja og ganga frá öllu í kringum það svo var Emil að klára strandveiðina og fór ég með honum í siglingu inn í Hólm að skila bátnum og fengum við allveg blíðskapar veður á leiðinni þangað.  Við fórum svo í frí byrjuðum á því að fara til Akureyrar og gista þar í sæluhúsi með heitum potti sem var allveg æðislegt. Næsta dag var svo keyrt á Egilsstaði og þaðan á Einarsstaði sem við vorum með sumarbústað. Það var svo kíkt á Breiðdalsvík til Ágústar og Írisar og Dalíu og var það mjög gaman. Brynja og Kristmundur kíktu svo á okkur í bústaðinn og voru með okkur og tókum við rúnt um alla firðina og gerðum margt skemmtilegt . Benóný var svo 2 ára 19 ágúst og vorum við þá bara að keyra til Kirkjubæjarklausturs en hann fékk ís þar á hótelinu í bætur fyrir það svo á ég eftir að hafa smá afmæli þegar við komum heim. Við byrjuðum á því að fara norðurleiðina þegar við komum svo við förum suðurleiðina heim þannig að þetta verður hringvegurinn hjá okkur. Jæja við þökkum Brynju og Kristmundi fyrir allveg rosalega skemmtilega bústaðaferð og sérstaklega Brynju fyrir allar fínu fjallaferðirnar.Sem við vorum allveg að gera út af við hana en hún lét sig hafa það algjör nagli emoticon
Ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra en myndirnar skýra sig betur um ferðina svo það er bara að kíkja í myndalbúmin og skoða, þau eru tvö ný að þessu sinni.

Benóný Ísak í góðum gír á traktornum hans Óskars í Bug.

Ég á kanó á Vaðlinum inn í Mávahlíð voða stuð.

Maggi móturhjólatöffari upp á Rauðskriðumel.

Emil skipper á Kristborgu.

Donna fór með okkur út á sjó og var nú aldeilis huguð að kíkja út fyrir.

Emil og Benóný við Bustafell

Þetta vakti mikla athygli hjá Emil og Kristmundi og voru þeir grænir af öfund að hafa svona einka bryggju og allveg upp við skúrinn sinn. Þetta var á Seyðisfirði. Enda voru þeir bryggjusjúkir og það var rúntað á hverja einustu bryggju og skoðað bátana he he.

Hér erum við í Klaustursetrinu ekkert smá flott bygging.

06.08.2011 13:18

Traktors makeover og heyskapur byrjar.

Hér er traktorinn fyrir málun.

Hér er hann svo eftir nýja útlitið glæsikerra bara og auðvitað fór ég í gulu peysuna mína og keyrði hann inn í sveit.

Hér er svo gemlingurinn Svört hans Sigga í Tungu  með tvílembings gimbrarnar sínar.

Óskar sem er á áttræðisaldri lét sig sko ekki vanta í heyskapinn og sneri eins og ekkert væri. Það er svo helling af myndum af þessu öllu í myndaalbúmi svo endilega kíkið á það.

24.07.2011 14:15

Rollurúntur

Ég tók minn daglega rollurúnt í gær og náði nokkrum myndum og mér til vonbrigða vantaði sæðisgimbrina mína svörtu undan henni Þrumu minni og Fannari sem ég ætlaði svoleis að setja á en það kennir manni að maður getur aldrei gengið að því vísu að setja á lömb að vori. En svo kom meira í ljós að Bríet hennar Maju og Karítas er bara með annað lambið gimbrina og það vantar hrútinn já svona er þetta, það er ekki nóg að það hafi gengið illa í vor heldur virðist ógæfan fylgja okkur eftir.

Þrílembings gimbrarnar hennar Ronju.

Stjarna hennar Karítas með hrútinn sinn sem virkar afar þykkur.

Rauðhetta með mórauðu lömbin sín og Hekla gemlingur hans Bóa með gimbrina sína.

Ronja með þrílembingana sína.

Panda gemlingur með kollóttur lömbin sín undan Skugga.

Sæðislömbin undan Mána og Rák Herforingja.

Kjamma hans Óla á Mýrum er komin á sinn stað.

Hér er svo nær mynd af hrútunum hennar Kjömmu hans Óla á Mýrum.

22.07.2011 01:25

Húsdýragarðurinn,Mávahlíð og Rúllað hjá Sigga.

Það er nú varla frásögufærandi að segja ykkur frá blessuðu Reykjavíkur ferðinni okkar sem var farin nú á dögunum en ætla ég nú samt að deila því með ykkur.
Það byrjaði svo að Benóný var að dilla sér svo mikið við lagið Gaggó vest og var auðvitað ný búnað að borða og við það ældi hann í bilinn í staðarsveitinni. Það var stoppað í einum grænum og barnið rifið út á götu og var hann en spúandi og við tók að þrífa hann með blauttitsjú og handklæðunum sem áttu að vera fyrir sundið og vorum við bæði að kúast og kúast og í mestu erfiðleikum að þrífa stólinn og afklæða greyi barnið en það hafðist þó á endanum. Jæja það var svo stoppað á vegamótum og fengið poka undir fötin því ekki var lyktin geðsleg í bílnum og Benóný sat á bleyjunni einni voða sáttur við lífið bara við fórum því næst upp á Akranes og keyptum ný föt á drenginn og svo var stoppað til að ég gæti gefið Emblu brjóst en þá kom í ljós að hún var búnað gera í sig upp á bak en sem betur fer var ég með aukaföt á hana svo því var reddað um hæl. Við komust svo loks til Reykjavíkur og ákváðum að kaupa nýjan bílstól því hinn var bæði orðinn gamall og allur í ælu lykt. Þegar við vorum komin í búðina var henni að loka svo við urðum að vera fljót að velja og gerðum við það og fórum með gamla inn og báðum þá um að henda honum svo fórum við með nýja stólinn og settum hann í bílinn eftir smá erfiði að festa hann og kom þá í ljós að hann var stilltur fyrir nýbura. Hitinn í bænum var óbærilegur 20 stig og vorum við bæði orðin svöng og pirruð að reyna taka stólinn í sundur og hélt ég að við gætum þetta ekki og sagði við Emil allveg í pirrinigi við verðum bara sækja gamla í ruslið það hlýtur að vera hérna bak við! En nei hann ætlaði ekki að gefast upp og náðist þetta svo loksins og hlóum við svo bara hva þetta væri þvílík misheppnuð ferð hjá okkur en þetta var ekki búið við fórum að borða og voru krakkarnir bæði pirruð og þurftum við að skófla í okkur og fórum við svo í Húsdýragarðinn til að komast út úr bílnum því það var svo þvílíkt heitt og var Donna hundurinn okkar orðin eitthvað svo óróleg og ég fór að hugsa voða hefur ælulyktin magnast upp eitthvað og spáði svo ekki meira í því nema hvað að þegar við stoppuðum var greyi hundurinn búnað skíta í bilinn og Emil hljóp með hana út og þá var hún allveg í spreng og kláraði dæmið emoticonJá þetta var sko allveg komið gott það var gersamlega allt búið að fara úrskeiðis í þessari ferð en sem betur fer var þetta harður kúkur svo ég tók það bara upp með bréfi .Leiðin vestur var svo mjög erfið líka ég þurfti að sitja milli þeirra alla leiðina stanslaust fjör já það er sko ekki auðvelt að ætla að fara versla og hafa gaman á einum degi með svona lítil börn, það verður að taka allavega eina helgi í það.

Jæja annars er búið að vera yndislegt veður hérna á nesinu núna og við erum búnað vera mikið inn í Mávahlíð að busla í vaðlinum og sólbaði. Ég veiddi mína fyrstu bleikju þetta sumarið  en annars er bara engin bleikja í vaðlinum hann er yfirfullur af ósaflúru og étur hún upp öll seiðin og fóru Ágúst.Stulli,Snorri og Hörður með net og slóðadrógu og fengu allveg helling af þessu drasli.

Siggi í Tungu sló svo hjá sér og fóru Steini og Bói og rúlluðu  fyrir hann og fékk hann bara mjög fínt af túnunum 4 rúllur hjá Hrísum og 6 hjá sér. Við erum ekki byrjuð að heyja og veldur það mér smá áhyggjum út af þessari rigningu sem er í spánni núna og við förum líka í sumarbústað 12 ágúst svo vonandi næst það fyrir þann tíma.

Jæja nóg af kjaftavaðli fólk á vera í sumarfríi he he en það er nóg af myndum í albúminu svo endilega kíkið á það kveðja Dísa.


Benóný Ísak lukkulegur í húsdýragarðinum.

Niðrí fjöru við Ósinn.

Út á bát á vaðlinum í Mávahlíð það var sko allveg yndislegt veður.

Benóný datt allveg í lukkupottinn þegar hann fékk að prufa þennan hjá Gerðu í Tungu og brosti allan hringinn og sagði bara Traktúr Traktúr .

Embla Marína er farinn að snúa sér á hlið og á magann voða dugleg.

Til gamans setti ég hérna mynd af Benóný þegar hann var að verða 4 mánaða.

Og hér er svo Embla í sömu fötunum og líka að verða 4 mánaða svo það sést hva þau eru skemmtilega ólík systkyni.

13.07.2011 02:52

Afmæli Steina og Dagmars ,Ólafsvíkurvaka,Fyrsta sundferð Emblu og margt fleira.

Jæja nú er ég aldeilis búnað standa á haus að setja inn myndir og blogga því nógu mikið er um efnið sem ég er búnað safna saman til að setja inn. Það er líka ekki hlaupið að því að finna mér tíma til að setja þetta inn því börnin taka allan minn tíma orðið en þetta hafðist ég náði að ryksuga og skúra í kvöld og setja þetta inn og er klukkan nú orðin 3 að nóttu allveg ótrúlegt hva sólarhringurinn er fljótur að klárast þessa dagana. En nóg um það, það er búið að vera nóg að gerast það var Ólafsvíkurvaka um daginn og gekk það allt rosalega vel og það var líka afmæli inn á Stekkjarholti hjá Steina og mömmu hans Dagmar og mættu margir ættingjar og auðvita voru svaka kræsingar eins og Steina og Jóhönnu er lagið. Einnig er búið að vera yndislegt veður hér á nesinu síðustu vikur og fórum við í fyrsta sinn með Emblu Marínu í sund inn í Stykkishólm og var hún bara mjög góð og Benóný var náttúrulega allveg hæðst ánægður að busla í vatninu með pabba sínum. Við höfum svo verið með annan fótinn í sveitinn núna enda ekki annað hægt þegar svona gott er veður þá er svo yndilegt að vera þar og hafa Fríða og Helgi verið í bústaðnum og Maja og Óli og Sigrún og Gunni Óla og Ásta svo það er margt um manninn innfrá þessa dagana. Við fórum líka inn í Klettakot til Freyju og Bóa og þau tóku Dagmar inn eftir í einn dag og Steini og Jóhanna komu og Björk og Sandra með strákana og það var grillað lambalæri. Þetta var rosalega gaman og skemmtilegt fyrir Dagmar að koma í svona yndislegu veðri í sveitina. 
Það eru svo komnar glænýjar skírnarmyndir frá Óla sem eru allveg hrikalega flottar og ég setti þetta inn í þrennu lagi svo það eru 3 ný myndaalbúm fyrst er það Ólafsvíkurvakan og svo er það Dagmar inn í Klettakoti og svo eru það skírnarmyndirnar svo það er nóg að skoða svo endilega kíkið á þetta allt saman og kommentið.

Ég teiknaði þessa og sagaði fyrir gula hverfið.

Karítas og Selma

Flottar kræsingar sem voru í afmæli Þorsteins og Dagmars.

Benóný traktors sjúki inn í Klettakoti.

Geggjað veður í Ólafsvíkurhöfn ekki amalegt veður til að vera á strandveiðum.

Hann er orðin fallegur hann Máni minn sem ég fékk hjá Írisi hann er undan Kristall sem er undan Skrúð sem er undan Randver. Móðir hans er Kolga sem er undan Reyk. 
Hann er 2 vetra.

Freyja með Emblu Marínu á flottum sumardegi í Varmalæk.

Varð að taka nokkrar myndir af rollunum hérna er Aþena með gimbrarnar sínar undan Séra Hreinn hans Óttars.

Og Nína með Sæðingana undan Kveik.

Hér er svo Aríel með gimbrarnar sínar undan Mola.

Embla Marína í fallegu peysunni og húfunni sem Sigrún hans Hjödda frænda prjónaði og gaf henni allveg hreint frábær.

Hér er svo ein skírnarmynd frá Óla en þær eru allar svo inn í albúmi ekkert smá skýrar og flottar.



01.07.2011 04:13

Fjöruhúsið,Ættarmót hjá Emil og Embla Marína 3 mánaða

Það var heldur kalt í veðri þegar við fórum í Fjöruhúsið með Maju,Óla og Karítas um daginn og var ekki hægt segja að það væri kominn í endann á júní.

Það var ættarmót hjá Emil á Indriðastöðum og byrjaði það rosalega vel með sól og blíðu en svo fengum við allveg hellirigningu og allir flúðu inn í tjaldvagna sína. En til allra lukku fengum við afnot af fjárhúsunum sem er búið að breyta í svaklega flottan veislusal og við gátum sest þar niður og borðað og spjallað eftir kveldi. Hér eru svo sætu frændurnir saman Benóný Ísak og Steinar Darri.

Litli kúturinn okkar tilbúinn að fara í sína fyrstu bátsferð og fannst honum það rosalega gaman. Við fórum út á árabát inn í Selvík en þar vorum við í 2 nætur hjá Jóhanni og Þórhöllu þau voru með bústað þar.

Hér er svo hún Embla Marína sem var þriggja mánaða 28 júní og hún er allveg einstaklega brosmild og byrjar daginn alltaf með fallegu brosi sem bræðir alla.

Benóný var aldeilis heppinn að fá að setjast upp í gröfu og prufa stýra því nú er verið að skreyta á fullu því það er Ólafsvíkurvaka fram undan og eigum við eftir að taka myndir af henni og setja hér inn eftir helgi. Ég er nú að klára að blogga kl hálf 5 að nóttu einfaldlega því mig langaði svo geðveikt til að setja inn á síðuna og dagurinn dugar mér ekki þessa dagana það er búið að vera svo mikið að gera og ég verð að klára megnið sem mig langar að gera þegar krakkarnir eru sofnaðir, alger bilun samt að vaka svona lengi emoticon jæja ætli það sé ekki best að fara safna orku fyrir næsta dag 

19.06.2011 12:52

Skírn 17 júní og heimsókn á Jaðar

Það fór fram skírn hjá okkur 17 júní í Brimisvallarkirkju og fékk daman nafnið Embla Marína og til gamans ætla ég að segja ykkur hvað nöfnin þýða Embla er viðarheiti og er úr norrænni goðafræði. Marína þýðir haf og er úr latínu. Allt fór vel fram og svo var veislan haldin á Ingjaldshóli og vorum við með súpu og bollur sem mamma bakaði og svo voru tertur af bestu gerð að hætti Freyju og ein skírnarterta frá bakaríinu. Veðrið var með ágætum smá rok og sólarlaust en það er bara eins og verið hefur það ætlar að taka seint við sér þetta sumar.
Við þökkum öllum sem að hjálpuðu okkur að gera þetta að svona fallegum degi.
Það eru svo tvö myndaralbúm ný fyrra er heimsókn á Jaðar til Dagmar langömmu og svo til Leifs afa síðan kemur skírnar albúmið.



Skírnarkakan úr Bakaríinu.


Emil afi kom í heimsókn og hér má sjá þrjá ættliði Emil Freyr, Benóný Ísak og Emil Már

Dagmar langamma með gullið sitt og Freyja amma inn á Jaðri.

Leifur afi með prinsessuna

Ein svo í lokin af sætu prökkurunum okkar saman.

11.06.2011 19:01

Sumar seinkun og kuldi

Það er nú ekki sumarlegt yfir að líta og það er hájúní. Hér má sjá álftaparið spóka sig á Mávarhlíðarvaðlinum og hvíta sleikju yfir fjöllum og gult gras.

Það er ekki mikið farið að grænka í hlíðinni aðeins efst upp í klettum hvenær fáum við eiginlega sumarið í ár.

Hér eru sæðingarnir undan Kveik sem ég bind miklar vonir við móðir þeirra Nína sem er í eigu Bóa var með 18,5 í læri og 33 í ómv sem lamb.

Já þetta virka nú ekki amaleg læri emoticon

Ein hérna af gullmolunum saman og já það er loksins búið að ákveða dag til að skýra og verður það á afmælisdaginn minn 17 júní en það er bara einn hængur á að nafnið er ekki búið að ákveða hundrað prósent en það hlýtur að koma he he.

Þessi gemlingur hún Skuggadís hans Bóa er stödd í gámnum hjá honum því lambið hennar þjáist af liðabólgu í bógnum. Vonandi lagast hún eftir pensilín kúrinn.

Hér er svo Benóný kominn í traktorinn hjá Steina frænda og hjálpa Bóa afa að girða.
Það þykir honum sko gaman.

29.05.2011 02:54

Sauðburði lokið og skvísan 2 mánaða

Jæja þá er sauðburðinum loksins lokið nema það er ein rolla sem við erum í vafa með því hún fékk súrdoða og veit ég ekki hvort sé dautt í henni eða hvort hún hafi gengið upp svo það verður bara að koma í ljós. En þetta endaði vel í restina því ég fékk 2 úr gemlinginum Pöndu og voru það einu lömbin sem við fengum undan Skugga kolótta hrútnum sem við fengum gefins og voru það hrútur og gimbur og fékk ég góða aðstoð hjá Sigga í Tungu sem er algjörlega búnað vera okkar hægri hönd í gegnum sauðburðinn ég veit ekki hverning við hefðum komist í gegnum þetta ef við hefðum ekki fengið hans töfrahendur til hjálpa okkur og erum við honum allveg einstaklega þakklát. Ég er ekki allveg búnað taka saman hversu mörg lömb við fengum en við misstum 10 í heildina sem er allt of mikið en maður verður bara sætta sig við það svona er lífið. Ég ætla nú ekki að hafa þetta mikið lengra í þetta skipti en það er fullt af myndum af rollum og lömbum í albúmi.

Ronja með þrílembingana að gæða sér á fóðurbætir ekki veitir af til að mjólka ofan í þessa bolta.

Flekka með sæðingana undan Boga og bind ég miklar væntingar við þau í haust vonast eftir að fá góðan kollóttan hrút.

Benóný Ísak er sko ekki hræddur fyrir fimmaura við rollurnar og reynir bara að smakka þær he he.

Skvísan orðin 2 mánaða og dafnar vel í nýju rollu peysunni sinni sem Brynja frænka var að prjóna og gefa henni algjört æði.

Panda gemlingur með stóru fallegu tvílembingana sína undan Skugga.

Skvísan farin að brosa líka svona fallega og hlæja smá.

16.05.2011 15:52

Spenningur og væntingar verða að vonbrigðum

Það er búið að ganga á ýmsu með þennan sauðburð í ár og er hann í hámarki núna og ekki virðist það ætla að batna þetta er svo ömurlegt þegar maður er búnað bíða spenntur í allan þennan tíma eftir sauðburði og svo er hann ekkert nema dauði og djöfull. Það byrjaði þannig að Maja missti 2 lömb þegar rolla hjá henni lét 2 lömbum svo missti hún annað þegar gemlingur hjá henni bar og það kom bara önnur löppin og haus svo það hafði hengst annars var ekkert mál að ná því það var bara of seint. Hjá Emil má segja að kollótti stofninn hafi farið út fyrir þúfur því báðir kollóttu gemlingarnir hans komu með þvílík stera stór lömb og létust þau bæði í burði hjá þeim út af stærð og tima við að ná þeim út. Ég skil ekki stærðina á lömbunum hjá okkur núna því nú erum við ekki að gefa fóðurbætir og löngu hætt að gefa beinamjölið það var bara fyrst í haust og erum við með 15 gemlinga og gef ég 3 föng og tek ég nú ekkert extra stór föng svo þetta er allveg ótrúlegt hva þeir eru með stór lömb. Svo eru sumir sem gefa þessu allskyns fóðurbæti,bygg og fiskimjöl en lenda ekki í þessu. Það bar svo annar gemlingur hún Botnleðja 2 lömbum og voru þau ágætlega stór en annað þeirra hefur örugglega fengið legvatn í lungun því það var svo slappt þegar það fæddist og ég þurrkaði það og kom því á spena og var það orðið eldsprækt en svo allt í einu daginn eftir kom bakslag í það og það dó. Grána gamla bar svo svaka stórum flekkóttum hrút allveg sjálf en hún er hölt og hefur ekki staðið upp svo hann var kafnaður í belginum og lá á grindunum. Ógæfan hélt svo áfram í gær því þá var Regina mín 3 vetra að bera og var búnað vera óvenju lengi og ég fór inn í hana og þá var hún með svaka stór lömb sem komust ekki upp í grind og var ég ekki allveg að finna út hver ætti hvaða lappir svo ég fékk Sigga til að aðstoða mig og náði hann þeim út en hrúturinn var búnað gleypa svo mikið slím að hann hafði það ekki af. Siggi var svo líka búnað koma til okkar og hjálpa okkur að ná þvílíku kjötstykki út golsótta gemlinginum hans Bóa. Þetta er bara með ólíkindum hvað þau eru stór sérstaklega þetta lamb ef við hefðum vigtað hann hefði hann örugglega verið 4 til 5 kíló. Siggi var heillengi að ná lífi í hann en hann er svo eldklár við þetta algjör kraftaverkamaður í þessu og hann lifði og er eldsprækur núna nema lappirnar eru smá bólgnar en það er allt að koma. Já það er sko mikið búið að ganga á svo í dag uppgötaði ég í dag að ein var með doða og þurfti enn eina ferðina að fá Sigga til að aðstoða mig og sprauta í hana kalki. Svo þetta er allveg komið gott núna og verðum við bara að krossleggja fingur og vona að gangi vel það sem eftir er. Annars er búið að ganga rosa vel hjá Bóa það er allt lifandi hjá honum eins og komið er og frjósemin allveg brilliant allt tvílembt og einn gemlingur tvílembdur líka. Jæja það er troðfullt af myndum inn í albúminu hér til hliðar svo endilega skoðið og kommentið.

Hérna er risalambið hans Bóa og sést nú ekki allveg vel hversu stór hann er því hann stendur ekki allveg uppréttur.

En þið sjáið hérna þykktina á þessu lambi þetta er bara eitt vöðva fjall hann er undan Golsu gemling hans Bóa og Negra svarta hrútnum hans Bárðar sem er undan At.

Stóru þrílembingarnir hennar Ronju minnar allt gimbrar.

Þúfa gemlingur með tvílembingana sína undan Negra hans Bárðar.

Flott þrílemba hjá Gumma Óla með mórauðan hrút og móflekkóttan og svarflekkótta gimbur skemmtilegir litir hjá henni.

Hérna er mynd fyrir Fríðu og Helga eftir að Emil trjáníðingur komst í tréin þeirra en þau ættu alla vega að geta fylgst með núna séð niður á veg emoticon

Ein mynd af litlu krúttunum okkar. 

08.05.2011 23:22

Kíkt á bátinn hjá pabba og fleiri lambamyndir

Það er búið að vera yndislegt veður hjá okkur seinustu viku og kíktum við einn daginn á Emil þegar hann kom í land og fékk Benóný Ísak að fara um borð og prufa og þótti honum það mjög gaman og núna er hann bílasjúkur enda alltaf verið að leyfa honum að stýra og er það Steini frændi sem leyfði honum að prufa olíubílinn og varð hann svakalega montinn. Eins er ég í vandræðum inn í sveit því hann vill bara fara í traktorana og í bílinn hans Bóa og bílinn hjá Maju og Óla og ef ég leyfi honum það ekki öskrar hann bara á mig allveg brjálaður af frekju emoticon allveg rosalegur og ef ég reyni að skamma hann og segi NEi hlustar hann ekkert á mig og öskrar bara meira.  Sauðburðurinn er svo byrjaður aftur eftir sæðisrollurnar og eru 5 bornar og svo er Golsa með tal í dag og ég er enn að bíða ýkt óþolinmóð því mig hlakkar svo til að vita hvaða litur kemur hjá henni ég setti Móra hans Gumma á hana í von um að fá mógolsótt svo það verður spennandi að sjá. 

Feðgarnir saman að stússast í bátnum sem Emil er á.

Ekki amalegt að eiga svona góðan frænda sem dekrar við mig og spillir mér he he.

Hrútarnir voru aldeilis ánægðir að komast út og fékk Móri að fara með þeim og halda þeim félagsskap í sumar og fengum við að sjá rosa hvelli og slagsmál hjá þeim.

Jæja það er sorgardagur í dag því nú er gersemið mitt og aðalræktunar hrúturinn minn hann Herkúles kominn undir græna torfu. Hann endaði ævi sína í dag og var lóað því hann var orðinn lúinn og allveg búinn í löppunum og vildi ég ekki taka sénsinn á því að hinir ungu hrútarnir myndu stanga hann til dauða eða að hann yrði að afvelta en hann er sko búnað skila sínu og á ég núna 4 nýfæddar gimbrar undan honum sem ég á von á að verði góðar eins og flest undan honum enda er hann undan hinum viðfræga Læk frá Mávahlíð svo blessuð sé minnig hans.

02.05.2011 14:40

Sæðingarsauðburði lokið

Jæja þá eru allar rollurnar bornar sem voru sæddar og var ein sem hafði gengið upp en hinar voru alls 6 og fékk ég 3 einlembdar og 3 tvílembdar og fékk Bói allar þessar tvílembdu og ég hinar og Emil átti einn gemling en hann var með svo risavaxið lamb að það dó þegar það var verið að draga það út. En ég er annars mjög sátt bara að fá einhverja sæðinga og verður spennandi að sjá þetta í haust ef allt kemur lifandi af fjalli.
Jæja ég setti svo inn 2 albúm eitt af rollum og hitt af börnunum svo njótið vel.


Flekka hans Bóa með hrút og gimbur undan Boga.

Ylfa í eigu minnar með hrút undan Borða.

Rák hans Bóa með hrút og gimbur undan Mána.

Varð að setja hérna inn eina af prinsunum inn í Bug. Bjartur  hans Óskars og Höttur hennar Jóhönnu. Bjartur er veturgamal en Höttur er fæddur 2009.

Mamma og tvíburasystir hennar Hafdís með prinsessuna.

Ég keypti mér systkinakerru um daginn og var sko allveg veðrið í gær til að vígja hana og fór ég með Brynju frænku í göngu með bæði börnin og Donnu og gekk það bara helvíti vel og er geggjað að keyra þessa kerru emoticon

27.04.2011 13:23

Fyrstu lömbin og daman 4 vikna

Hér eru fyrstu sæðingarnir sem komu hjá okkur undan Kveik 2 hrútar.

Svo kom svört gimbur undan Fannari og var hún bara ein því miður ég var að vonast eftir að fá mórauðan hrút en svo varð ekki því Þruma var einlembd.

Benóný lukkulegur.

Skvísan orðin 4 vikna gömul.

Ég ætla að byrja á því að óska ykkur Gleðilegra páska og sumars sem virðirst ætla að ganga hægt í garð því hér er búið að vera skítakuldi. Jæja það er allt að gerast sauðburðurinn er að fara á fullt 6 maí en fyrst eru það 7 kindur sem ég sæddi og er spenningurinn allveg í hámarki hjá mér núna að bíða eftir þeim. Nú vakna ég til að gefa litlu og svo er tekin rúntur inn í sveit þess á milli og kíkt á rollurnar rosa gaman ég elska þennan tíma hann er svo skemmtilegur. Við fórum til Bárðar um daginn að kíkja á lömbin hjá honum og er hann kominn með slatta af sæðingum og þar má nefna 3 lembinga undan Sokka og eitthvað undan Kost og Borða svo það verður spennandi að fylgjast með því. Við fórum svo í páskamat hjá mömmu í hádeginu og svo til Steina og Jóhönnu um kvöldið svo það var aldeilis étið þann daginn. Jæja kíkið nú á myndirnar og kommentið að vild eitthvað skemmtilegt.

23.04.2011 23:38

Sauðburður víða byrjaður og Emil fer að róa á Kristborginni.

Jæja spennan magnast óðum því nú er komið tal hjá sæðisrollunum en það átti ein tal í dag en ekkert er skeð enn. Ég fór því bara rollurúnt til bændanna í Ólafsvík og er þar allt á fullu við byrjuðum að fara til Óla,Sigga og Brynjars og er þar allt komið á fullt, það eru komin 15 lömb og allt gengið vel og engin afföll og fékk Benóný að koma með og var hann allveg sjúkur í lömbin og óhræddur við rollurnar og ætlaði bara að æða í að klappa þeim en það var ekki allveg hægt að treysta því emoticon . Gummi fæðingarlæknir var mættur á staðinn við að aðstoða rollu hjá þeim og gekk allt vel því næst fórum við með Gumma í fjárhúsin hans og skoðuðum sæðingana sem eru komnir hjá honum og var einn gemlingur með hrút og gimbur undan Kveik og annar með 2 undan Kalda. Hjá Óla og þeim var einmitt líka sæðingar undan forrystu hrútnum og 2 hrútar undan Kóng svo það verður gaman að sjá þetta í haust.

Benóný lukkulegur að klappa lambi hjá Óla og þeim.

Hlíð hjá Gumma með gráan hrút og doppótta gimbur undan Kveik.



Emil er að fara róa á þessum bát frá Ólafsvík hann var að koma með hann úr Stykkishólmi og hingað hann verður á honum í sumar og er ég rosalega fegin því, þá verður hann heima en ekki í Sandgerði eins og hann var því Þórsnesið er að róa þaðan núna.


Hulda amma með dömuna. Það eru svo fullt af myndum í albúmi svo endilega kíkið.

18.04.2011 16:30

Mokað undan,Lömb hjá Óla og systkinin saman.

Það er mikið verk fyrir höndum næstu daga því nú er byrjað á því að moka undan eða fyrir framan fyrst því það er búið að safnast svo mikið fyrir framan fjárhúsin sem er búið að renna út og er það hellings vinna að taka það fyrst og svo þarf að taka húsið af traktornum til að komast í að moka undan en það verða allir voða glaðir þegar þetta er búið og kominn þessi fíni áburður á túnin. Það byrjaði þó ekki vel því það bilaði hjá þeim Emil og Bóa fyrst fór eitthvað í traktornum og svo brotnaði undan sturtuvagninum en það fylgir þessu náttúrulega alltaf svona skemmtileg heit það getur aldrei gengið bilunarlaust enda gömul tæki.


Það er svo byrjaður sauðburður hjá Óla,Sigga og Brynjari og komu 4 stálslegin lömb fyrst. Óli fékk tvær gullfallegar gráar gimbrar og Siggi 2 lömb veit ekki hvaða kyn en annað var móflekkótt.

Hér er hann með aðra gimbrina kanski þið getið hjálpað okkur að litgreina hana held að hún sé mógrá eða eitthvað.


Hér er Benóný Ísak svo stoltur stóri bróðir með litlu systur.
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar