Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

17.01.2023 13:13

Áramót og ýmislegt í janúar

Gleðilegt ár kæru vinir og takk kærlega fyrir það liðna og innlitið á síðuna á liðnu ári. Ég var aðeins of lengi að blogga hér eftir áramót og svo þegar ég ætlaði loksins að gefa mér tíma í það þá var bilun á kerfinu í nokkra daga svo það dróst enn þá lengur hjá mér. 

Við höfðum það gott yfir áramótin og borðuðum heima hjá okkur og Freyja,Bói,Jóhanna,Siggi í Tungu og mamma komu og voru hjá okkur.

Við vorum með grillaða nautalund sem við keytpum í kjötkompaní og svo svínahamborgarahrygg og það var alveg æðislega gott.

Jóhanna gerði súpu í forrétt og við fengum hana áður en við fórum á brennuna sem var haldin fyrr núna en venjulega og var klukkan 6.

Það var mjög kósý að hafa súpuna áður og flugveldasýningin á brennunni var alveg svakalega stór í ár og mjög flott.

 


Hér má sjá hlaðborðið okkar og nautalundin medium rare alveg fullkomin.

 


Stelpurnar fengu að sitja sér á litlu borði voða kósý hjá þeim.

 


Ronja Rós spennt að bíða eftir flugveldunum. Þetta var þegar búið var að spila aðeins í krakkaleikum og allir fengu að taka þátt og fullorðnir líka að leika

og svo hinir að giska það var mjög gaman og allir skemmtu sér vel. 

 


Benóný búnað bíða svo spenntur eftir að fá að fara skjóta upp og kveikja smá bál.

 


Hér er Emil búnað hjálpa honum að gera smá bál og þeir notuðu arinkubb til þess og kveiktu svo á blisum og því með bálinu.

 


Freyja tilbúin að fara sprengja.

 


Hér er Embla með sjóblys frá Emil.

 


Ronja gafst fljótt upp á látunum úti og vildi bara fara inn og horfa.

 


Það var svo kaffi og kræsingar hjá Jóhönnu frænku Emils sem býr á móti okkur og það var gott að fá sér heitt

súkkulaði og kökur eftir sprengjurnar og kuldann úti.

 


Hér er Ronja Rós á nýjársdag á leiðinni í sveitina hjá ömmu Freyju og afa Bóa .

 


Við áttum góðar stundir með krökkunum milli hátíða bæði í hesthúsunum og fjárhúsunum.

Hér er Embla Marína að gefa Ösku folaldinu sínu nammi.

 


Hér er Freyja Naómí að gefa henni.

 


Þriðja janúar kom Ronja Rós með okkur í fjárhúsin og var að baka þessa fínu snjóköku.

 


Hér er hún að gefa Ljóma nammi.

 


Verið í göngutúr og úti að renna.

 


Hér er flottur hópur af álfum að sníkja á þrettándanum. Þetta er Embla og Ronja og svo Erika vinkona Emblu og systur hennar og frænka.

 


Hér fékk ég svo senda mynd af Freyju og vinkonum hennar áður en þær fóru að sníkja. 

Það var æðislegt veður til að sníkja því oftar en ekki hefur verið hundleiðinlegt veður á þrettándanum.

Þetta var alveg frábært fyrir krakkana og þau fengu fullt af nammi í pokana sína og gleðin eftir því.

 


Ronja Rós var svo súper spennt yfir þessu enda búnað bíða lengi eftir þessum degi og kallar hann halloween.

 


Þann 8 janúar fórum við til Steinars bróðir Emils og Gullu og fögnuðum með þeim 1 árs afmæli Mattheu Katrínu.

Það var alveg yndislegt að koma til þeirra og þvílikar kræsingar hún Gulla alveg snillingur í matargerð og kökugerð.

 


Emil stoltur frændi með litlu afmælisprinsessunni sem var með svo æðislega kórónu.

 


Alveg dásamleg að opna pakkana á eins árs afmælinu sínu. Þau héldu það 8 jan en hún á afmæli þann 9 janúar.

Þetta var skemmtilegur dagur í alla staði og alltaf gaman að hittast.

 


Hér eru frænkurnar að leika saman Ronja Rós og Kamilla Rún og Matthea Katrín.

27.12.2022 21:40

Gleðileg jól

Við fjölskyldan óskum ykkur kæru síðuvinir Gleðilegra jóla 

 


Við vorum svo lánsöm að Freyja og Bói buðu okkur í mat á aðfangadag svo við gátum verið róleg og

farið í fjárhúsin og græjað krakkana án þess að vera stressa okkur yfir að sjá um matinn líka. Svo dýrmætt að eiga svona góða að.

Aðfangadagur fór vel fram og við borðuðum eins og ég sagði hjá tengdó og svo var Ronja svo óróleg búnað vera svo veik greyjið að við

fórum heim um 8 leitið og þá steinsofnaði hún í bílnum og við leyfðum henni að sofa úr sér og fórum í að opna pakkana með 

hinum krökkunum og Jóhönnu frænku Emils hún var með okkur og það var mjög mikið fjör enda krakkarnir orðnir svo spenntir.

Ronja fékk svo að opna pakkana þegar hún var vöknuð og búnað jafna sig aðeins og þá fékk hún ein alla athyglina og var alveg að njóta

sín í að opna pakkana og sýna stelpunum hvað hún fékk og ég skrifaði niður hvað hún fékk frá hverjum og tók video af henni.

 

Af Ronju að segja var hún áfram mjög veik og það náðist ekki að taka blóðprufu af henni hér heima svo ég fór með hana á 

þorláksmessu upp á Akranes og var svo heppin að fá mömmu bíl lánaðann og hún kom með okkur. Læknirinn í Ólafsvík var alveg frábær

og fylgdi okkur alveg eftir og lét okkur vita að það væri allt klárt fyrir okkur þegar við kæmum upp á Akranes. Ronja var mjög slöpp og með 39,5

stiga hita snemma um morguninn en var búnað vera með 40,5 stig um nóttina svo þetta var orðið frekar óhugnalegt hvað hún er lengi með 

þennan háa hita og læknirinn vildi láta skoða allt sem gæti komið til greina hjá henni. Ferðin gekk vel upp á Akranes og hún svaf nánast alla

leiðina og við hinkruðum svo upp á Akranesi þangað til við fengjum út úr blóðprufunni og Gunnar læknir í Ólafsvík lét okkur vita hvað kom út

úr þeim og sem betur fer kom allt vel út og veirusýkingin var búnað lækka úr 10 frá 20 áður en það var tekið sýni af henni deginum fyrir. Svo allt 

bendir núna til að þessi hái hiti stafi af eyrnabólgunni sem hún er með og við erum komin með nýtt pensilin sem á að vinna á henni.

Annan í jólum er hún búnað vera á pensilininu nýja í 4 daga og fór svo allt í einu um nóttina í 39,5 svo þetta er ekki alveg búið hjá henni en vonandi

fer þetta nú að klárast. 

 

 

Hér eru gullin okkar orðin svo spennt að biða eftir aðfangadegi.

 

Hér eru þau með ömmu sinni Huldu mömmu minni og Benóný orðinn svo stór að hann er ná ömmu sinni.

 


Hér er Embla Marína að opna pakkana og fékk þessa kósý peysu í jólagjöf frá ömmu Freyju og hún var alveg í skýjunum og

fór strax í hana.

 


Hér er litla dúllan okkar að sofa úr sér veikindin á aðfangadag.

 


Hér er Freyja Naómí að opna pakkann sem hún fékk frá okkur og það var málingardót strigar og akrýl máling og líka til að mála steina

hún elskar að teikna og mála.

 


Jóhanna og Freyja eru að skemmta sér vel við að opna pakkana.

 


Hér er Benóný að opna pakkana hann var nú heldur betur glaður þegar hann fékk frá okkur playstation 5.

 


Hér er svo Ronja Rós loksins vöknuð og byrjuð að opna pakkana.

 


Stelpurnar fengu þessu kósý náttföt í jólagjöf frá ömmu Huldu og Ronja fékk kósý sokkana frá Dagbjörtu frænku og fjölskyldu.

 


Hér er krúttið okkar inn í sveit hjá Freyju og Bóa fyrir matinn á aðfangadag.

 


Hér eru Embla og Ronja systurnar saman og Embla með rauðu jóla gervineglurnar sínar.

 


Það er svo fallegt heimilið hjá Freyju og Bóa og hún er alveg snillingur í uppstyllingu og skreytingu.

 


Benóný að opna frá ömmu og afa inn í sveit.

 


Freyja Naómí og Embla Marína og Jóhanna frænka þeirra.

 


Það er líka jólagleði í fjárhúsunum hér er Magga Lóa komin í jólastuð.

 


Stelpurnar sáu um að koma Diskó í jólastuðið og hann fékk glimmer sprey og rautt naglalakk svo var nú ekki verra að það var 

hans fyrsta kind þetta árið að blæmsa svo þetta var dýrðar dagur fyrir hann og líta svona ljómandi vel út fyrir hana he he.

 


Vigdís hans Kristins fékk jólahúfu líka til að komast í jólaskapið.

 


Hér er Kóngur frá Bergi og Skotta. Við fengum Kóng lánaðan yfir fengitímann og hann fékk nokkrar kindur.

 


Hér eru stelpurnar að skreyta jólatréð.

 


Benóný Ísak hjálpaði líka til við að skreyta.

 


Þykir mjög vænt um kindahornið mitt.

 


Hér má svo sjá jólatréið okkar fullskreytt og þakið pökkum.

23.12.2022 01:46

Sæðingar,afmæli Freyju Naómí og margt fleira

Jæja það er aldeilis orðinn allt of langur tími síðan ég gat bloggað og tíminn hreinlega flýgur þegar allt er á fullu. 

Í byrjun desember var ég að berjast við of háan blóðþrýsting og ég dofnaði upp í hálfu andlitinu og hélt ég væri að fá blóðtappa eða heilablæðingu samkvæmt 

því sem gúgglaði og auðvitað á maður ekki að gúggla svona þá fær maður bara kvíða ofan í þetta allt saman. Ég fór svo í myndatöku í kjölfarið á þessu öllu á höfði og sem betur fer var ekkert þar að sjá svo lyfin mín voru yfirfarinn og ég sett á sterkari blóðþrýstingslyf og þetta tók alveg dágóðan tíma að jafna sig og ég er ekki alveg laus við dofann enn þá,en hann er ekki eins mikill en þó aðeins til staðar. Fyrst var ég alveg dofinn eins og ég væri nýkomin frá tannlækni og það var hálft andlitið tennurnar hálf tungan og alveg niður í kok. Fékk svo þær upplýsingar að þetta væri út frá háa blóðþrýstinginum sem ég hef kanski verið með í of langann tíma án þess að vita af því og þá getur maður fengið svona viðvararnir frá líkamanum. Ég var á lyfjum en var ekki búnað spá neitt í þeim eftir að ég átti Ronju því ég var sett á daufari lyf þegar ég var ólétt af henni  ég var ekkert að  spá í þessu en ég dofnaði og þá kom í ljós að ég var allt of há bæði í neðri mörkum og efri.

 

Við tók svo annasamur tími sæðingar og tilhleypingar svo ég hef ekki náð að slaka almennilega á eins og ég hefði kanski átt að gera en þetta verður allt bjartara þegar fengitíminn er búinn þá get ég farið að huga að því að slaka aðeins á og hugsa betur um mig sjálfa. En nóg af mér snúum okkur að því skemmtilega sem eru sæðingarnar.

 

Við byrjuðum að sæða 8 des þá fékk ég óvænt gefins strá úr Hnaus og Alla og freistaðist til að nota það á kindurnar sem ég var búnað finna og ætlaði ekki að sæða því ég ætlaði að byrja 9 des. Fékk Sigga til liðs við mig og ég prófaði að sæða þær nema það að stráið úr Hnaus klofnaði þegar ég klippti á það og ég tók ekki eftir því fyrr en ég fór að sprauta upp þá gerðist ekkert og ég skildi ekkert í því hélt fyrst að ég hafið klippt á vitlausan enda en svo var ekki svo það hefur verið eitthvað lélegt í plastinu þegar ég klippti sem varð til þess að sæðið lak allt niður rörið og allt til spillis alveg ömurlegt en það þýddi ekki að spá því svo ég sæddi bara með hinu stráinu sem var Alli og það ætti að fara koma í ljós á morgun eða hinn hvort eitthvað gangi upp úr því.

 

Ég sæddi 20 kindur fyrir okkur og inn í því var ein frá Jóhönnu og 4 frá Kristinn. Við notuðum Alla, Hnaus,Gimsteinn,Baldur,Jaður,Svöður,Gimla,Þór og Grettir

Ég sæddi 7 fyrir Sigga og inn í því var ein frá Kristini svo í heildina voru 5 frá Kristni sæddar og það voru Alli,Þór,Hnaus,Baldur og Gimsteinn.

Við byrjuðum svo að hleypa til út frá þessu og var seinasti dagur sem var sæðing 13 des og þá fór ég til Reykjavíkur og Gummi Óla Ólafsvík sæddi fyrir okkur.

Það byrjaði svo ansi rólega að hleypa til bara ein til þrjár á dag en svo í gær voru 12 nýjar og í dag voru 10 nýjar svo það hefur verið stærstu dagarnir hjá okkur svo núna eru ekki svo margar eftir það eru 11 með öllu og af því eru 7 kindur og 4 lömb. Hjá Sigga eru aðeins þrjár eftir.

 


Ingibergur eða Bibbi er aðal leitar hrúturinn minn og hér er ég með hann á móti kindunum sem ég sæði ég er með hann í 

taumi meðan ég leita svo ég geti passað betur að hann lembi ekki einhverja sem hann má ekki fara á.

 


Embla Marína dóttir mín var svo dugleg að koma með mér suma daga og klappa kindunum meðan ég sæddi og þær varla hreyfðu sig og löðuðust

allar af honum Bibba hinum megin við grindina.

 


Hér er Freyja líka aðstoðar maður við að klappa meðan ég geri sæðið klárt.

 


Hér er Blossi að störfum með henni Óskadís.

 


Hér er hann Tígull Bikar sonur að gera sig klárann.

 


Bylur að gera sig klárann hann er með ljósbláan og gráan fána. Við völdum í hann ær með ljósbláan fána.

 


Benóný að hjálpa til við að gefa.

 


Freyja svo dugleg og tekur svo stór föng þó lítil sé.

 


Erika vinkona Emblu alltaf dugleg að koma með okkur.

 


Embla sá um að gefa lýsið ofan á heyjið.

 


Embla að knúsa vinkonur sínar. Það er svo æðislegt hvað krakkarnir eru áhugasöm og hörku dugleg að koma með hjálpa.

 


Þær eru líka duglegar að koma með okkur í hesthúsin. Ég gef alltaf morgungjöfina á virkum dögum áður en ég fer inn í fjárhús en svo höfum við

verið líka að sjá um seinni gjöf eftir að það snjóaði svona mikið því þá komst Jóhann ekki því bilinn hennar var fastur í stæðinu.

 


Embla með Ösku folaldinu sínu sem er undan Sægrími frá Bergi.

 


Elsku Freyja Naómí okkar varð 10 ára 12 desember og var búnað bíða mjög spennt eftir þessum degi enda löng bið þegar maður á afmæli í desember.

 


Við urðum við ósk hennar en það var þessi risavaxni gíraffi sem var efstur á óskalistanum he he og ég vissi nú ekki að þegar búið væri að blása í hann að hann yrði svona hrikalega stór og tæki næstum hálft herbergið hennar he he.

 


Við héldum svo smá afmælis partý fyrir nánustu vini hennar heima hjá okkur.

 


Það var mikið stuð og hoft á HM í beinni Frakkland og Argentína og í kjölfarið á því lengdum við afmælið því það fór svo stór hluti af tímanum að horfa á leikinn sem var svo hörku spennandi.

 


Við fórum til Reykjavíkur 13 des og Embla fór til tannlæknis 14 des og fékk að losna við góminn sinn og er komin í ár í pásu en Freyja þarf að halda áfram og svo átti Benóný að fara í teina en við frestuðum því þangað til í mars því við vorum svo stressuð fyrir því að það myndi eyðileggja jólin ef hann myndi fá mikinn þrýsting og sár af þeim eins og maður getur fengið fyrst.

 


Það var nóg um afþreyingarnar í Rvk og alltaf gaman að koma svona rétt fyrir jól.

 


Benóný var alsæll með þetta tæki uppi í smáralindinni sem er svona sýndarveruleiki eins og þú sérst í rússibana og hann fór tvisvar í það því það var svo gaman og tók pabba sinn með og Emil fannst þetta alveg magnað hvað þetta var raunverulegt. Við skelltum okkur svo á Flyover Iceland og fórum í flyover Cananda og það var alveg geggjað ég alveg ríghélt mér í haldfögnin og þurfti alveg að loka augunum mér fannst þetta svo svakalegt en þetta var alveg ótrúleg upplifun og magnað að sjá hvað hægt er að gera með svona tækjum. Svo þeir sem hafa ekki prófað þetta myndi ég hiklaust mæla með því en ég á eftir að prófa Ísland en Emil og krakkarnir voru búnað fara í það áður og þau sögðu að það væri skemmtilegra líka kanski því þú þekkir umhverfið og Ísland er bara svo fallegt umhverfi og margir fallegir staðir sem hægt er að sjá.


Hér er Freyja og Benóný að keppa í mótorhjólakeppni í skemmtigarðinum í Smáralindinni.

 


Það snjóaði heldur betur um daginn og það skóf svo rosalega inn í hlöðu hjá Sigga að hann man ekki eftir að það hafi nokkurn tímann komið svona mikið inn.

 


Freyja bjó meira segja til snjóhús inni.

 


Hér má sjá hluta af hlöðinni þakin í snjó og við meira segja festum okkur svo daginn eftir og komumst ekki að gefa og hleypa til en sem betur fer kom Siggi okkur til hjálpar og gæjaði það fyrir okkur. Kristinn fékk svo Vigfús til að fara og moka brekkuna fyrir Sigga daginn eftir svo við kæmust upp í fjárhús og Siggi kæmist leiðar sinnar.

 


Þessum leiddist ekki að fá þennan fína snjó og Ronja fékk aðeins að fara út bara í korter því hún er búnað vera svo lengi veik.

 


Ronja að hjálpa til við að búa til hafragraut. Hún er sem sagt búnað vera heima í tæpar 3 vikur, byrjaði 8 des sama dag og ég byrjaði að sæða og hefur verið með hita síðan. Hún fékk svo pensilin 13 des en þá var hún komin með streftakokka og veirusýkingu og var mjög veik alveg með 40,5 stiga hita þetta hélt svo áfram og hún var bara á hitalækkandi inn á milli og náði að vera smá góð á daginn meðan það virkaði en hækkaði svo alltaf aftur upp í 40 nóttinni og 39 á morgnana þrátt fyrir að vera á pensilinu. Það kom svo einn dagur sem hún var hitalaus og fór á leikskólann og ég hugsaði núna hlýtur þetta vera búið en þá um nóttina fór hún aftur upp í 40 og fékk hitalækkandi og vakti hálfa nóttina og sofnaði svo aftur og þegar hún vaknaði um morguninn var hún með 39,5 og þá fékk hún aftur hitalækkandi og það dugði bara til þess að hitinn fór niður í 38,3. Ég fékk svo Maju systir til að passa hana fyrir mig í dag meðan við fórum inn í fjárhús og það voru alveg 19 í heildina sem þurfti að hleypa til og það fór langur tími í það og þá hringdi Maja í mig um 5 leytið og þá var hún aftur komin með 40,5.

Svo aumingja stelpan er ekki búnað eiga sældardagana þennan desember en ég endaði svo með hana til læknis hér í Ólafsvík og hún er með eyrnabólgu í báðum eyrum og jafnvel eitthvað meira fyrst sýklalyfið vinnur ekki á þessu og ég á tíma með hana í blóðprufu á morgun og hún fær annað sýklalyf svo vonandi fer þetta nú að vera betra hjá henni svo hún geti fengið að njóta jólanna.

 

Jæja þá er þetta komið gott hjá mér og ég reyni nú að vera duglegri að henda inn bloggi, það hlýtur að fara koma stopp hjá okkur núna í veikindum og brasi og ég ætla að vera jákvæð og segja að það birtir allt upp um síðir og bjartari dagar framundan með hverjum deginum.

 

29.11.2022 12:44

Viðburðarrík aðventu helgi

Á laugardaginn fórum við að baka piparkökur með krökkunum í grunnskólanum og það er alltaf gaman og ákveðin hefð.

 


Embla kát að skreyta.

 


Ronja lagði sig alla í þetta og er hér mjög einbeytt á svip að skreyta.

 


Emil í mikilli skreytingar hugleiðslu.

 


Hér er Freyja svo kát með allar fallegu skreyttu piparkökurnar okkar.

 


Við skelltum okkur svo í bónus í Stykkishólmi og fórum svo í sund og það er búið að vera svo gott 

veður og rennibrautirnar eru enn þá opnar og hér má sjá nýja barnarennibraut í barnalauginni og Ronja var

ansi montin að sjá hana. Það er alveg yndisleg sundlaugin í Stykkishómi og frábær aðstaða.

 


Það var svo flott samvinna hjá okkur á sunnudeginum í fjárhúsunum. Siggi og Kristinn hjálpuðu okkur að gefa

kindunum ormalyf og hér er Freyja að aðstoða við að draga upp í sprauturnar og ég var á halda hleranum og opna þegar

þær voru búnað fá sinn skammt.

 


Hér eru Siggi og Kristinn að gefa þeim ormalyf í sprautu inn um munn.

 


Hér er Bassi það þarf að hornskella hann.

 


Hér er svo pabbi hans Bassa hann Bolti og það var líka verið að taka innan úr hornunum á honum.

 


Hér erum við að vinna saman við að hornskella Bassa með vírunum.

Ég held í spotta sem heldur honum upp að stoðinni og svo heldur Kristinn í hann og Siggi sagar hornið með vírnum.

Þetta var flottur dagur búið að græja hornin á Bassa og Bolta og gefa öllum kindunum ormalyf.

 


Hér er svo Benóný og Freyja dugleg að hjálpa til við að gefa.

 


Fyrsta í aðventu sama dag fórum við Benóný í messu og þar voru Embla og Freyja að syngja með barnakórnum og margt

skemmtileg að gerast tónlistaratriði frá tónlistarskólanum ásamt fleiru sem gerði þetta svo hátíðlegt og jólalegt.

29.11.2022 12:17

Tekið af kindunum mánudaginn 21 nóv

Hann Arnar kom og tók af kindunum fyrir okkur í þar seinustu viku á mánudeginum svo í framhaldi af þeim degi fórum við svo á Hrútafundinn um kynningu sæðingarstöðvarhrútana og það er alltaf spennandi og fróðlegt að fara á þá.

 


Hér er verið að rýja mislitu kindurnar.

 


Hér er Kristinn,Guðmundur Óla og Siggi að spjalla. Ég sá um að taka ullina.

Kristinn og Siggi skiptust á að draga og taka kindurnar niður og færa þær til Arnars.

 


Hluti af hvítu kindunum spenntar að biða eftir klippingu.

 


Hér erum við svo komin á fundinn á Rjúkanda. Ég, Emil og Kristinn fórum

með Sigga á fundinn.

 


Árni Brynjar Bragason og Torfi Bergsson sáu um að kynna fyrir okkur starfsemi Rml og kynningu á hrútunum.

Það eru margir nýjir spennandi sem koma sterklega til greina að prófa.

 

20.11.2022 12:09

Ásettnings gimbrar hjá Auði og Jóa Hellissandi.


Rönd er undan Urði og Ingiberg(Bibba) hans Sigga í Tungu.

47 kg 113 fótl 30 ómv 2,6 ómf 4,5 lögun.

9 framp 17,5 læri 8 ull 8 samræmi alls 42

 


Eygló undan Glúm hans Gumma Óla og Freyju.

44 kg 109 fótl 32 ómv 1,6 ómf 4,5 lögun 

9 frampart 18 læri 8 ull 8 samræmi alls 43

 


Laufey undan Bolta hans Kristins og Sóldögg.

46 kg 34 ómv 3,4 ómf 4 lögun

8,5 frampart 17,5 læri 8 ull 8 samræmi alls 42

 


Gógó undan Konfektmola og Dimmalim.

44 kg 103 fótl 29 ómv 2,6 ómf 4,5 lögun.

9 frampart 18 læri 8 ull 8 samræmi alls 45

 


Gæfa undan Skellibjöllu og Konfektmola.

41 kg 106 fótl 27 ómv 2,5 ómf 3,5 lögun

9 frampart 17 læri 8 ull 8 samræmi alls 42

Móðir hennar var einspena og þau seldu hrútinn á móti svo þessi hefur átt meira inni.

 


Ösp undan Blíðu og Ingiberg(Bibba).

49 kg 112 fótl 30 ómv 2,5 ómf 4 lögun.

8,5 frampart 17 læri 8 ull 8 samræmi alls 43,5

 


Hér sést hún betur hún Ösp hún var ekki mikið fyrir að stilla sér upp fyrir mig.

 


Hér er Jói að gefa þeim.

 


Hér eru þær allar komnar á garðann svo flottur hópur og fallegir litir.

Alltaf gaman að koma í fjárhúsin hjá Auði og Jóa svo björt og falleg fjárhús og svakalega flott kaffistofan hjá þeim

sem hægt er að sitja inni og horfa á kindurnar út um gluggann á kaffistofunni.

Gæti verið mynd af 2 manns, gleraugu og texti

Við skelltum okkur á þetta stórglæsilega leikrit hjá leikfélaginu Laugu sem fer framm núna í Röstinni á Hellissandi og þar er 

sonur hans Jóa með eitt af aðalhlutverkunum hann Guðbjartur Þorvarðarson.

Ég mæli hiklaust með því að allir skelli sér á þessa sýningu hún er alveg meiriháttar. 

Það er búið að bæta við enn fleiri aukasýningum.

20.11.2022 10:33

Gefið ormalyf og sprautað lömbin

Við gáfum við lömbunum ormalyf og Siggi sprautaði þau fyrir okkur með blandaða bóluefninu frá Keldum 29 október.

Svo var aftur gefið ásettningslömbunum bóluefnið í gær og Siggi og Kristinn gerðu það fyrir okkur. Það er búið að ganga á ýmsu seinustu vikur meðal annars fékk Emil botnlangakast og endaði með því að hann fór beint í aðgerð og það var tekinn úr honum botnlanginn svo hann má ekkert vinna í minnst tvær vikur eða þar til hann treystir sér á sjóinn. Bílinn okkar er búnað vera bilaður í 4 vikur fór eitthvað í rafmagnskerfinu á honum og bæði verkstæðin hér á svæðinu eru búnað vera kíkja á hann og reyna finna út hvað er að en það endaði með að þeir gátu ekkert gert svo næst á dagskrá er að fara með bílinn suður og þar fáum við ekki tíma fyrr en í byrjun desember en okkur var ráðlagt að koma með hann og skilja hann eftir og þá gæti hann dottið fyrr inn ef einhver myndi afboða sig.

 


Hér má sjá samvinnuna hjá Emblu,Sigga og Kristni. Embla heldur á ormalyfinu og 

Siggi gefur og Kristinn heldur við hrútinn.

 


Það er ekki hægt að kvarta yfir veðrinu í haust og vetur þessi mynd er tekin 6 nóvember.

 


Ronja og Benóný að prófa sitja í traktornum hans Sigga. Ronja elskar traktora.

 


Hér karl anginn hann Emil kominn upp á Akranes sjúkrahús og fór beint í aðgerð 9 nóvember.

 

Þessir tveir Fönix og Dagur fara á nýtt heimili og fóru til Friðgeirs á Knörr.

 


Gimbrarnar hjá okkur eru orðnar margar hverjar svo spakar hér er Ronja og Freyja að klappa þeim.

 


Ronja að sópa grindurnar með mér og klappa Glóey.

 


Allir saman að hjálpast við að vinna í fjárhúsunum.

 


Hér er verið að sópa grindurnar hjá kindunum en við hleypum þeim út á daginn og svo 

hleypir Siggi þeim inn á kvöldin og gefur þeim. Samvinna hér hjá systunum að sópa.

 


Embla Marína svo dugleg.

 


Ronja gefur systrum sínum ekkert eftir og tekur stærðar heyfang og gefur kindunum.

Svo gaman að sjá hvað þær elska þetta og eru áhugasamar.

 

14.11.2022 17:51

Hrútaskrá 2022-23

Jæja þá er Biblían komin og maður getur farið að spá og speklura. Hrútaskrá 2022-23

https://www.rml.is/static/files/RML_saudfjarraekt/kynbotastarf/hrutaskra/hrutaskra_2022-2023.pdf

 

14.11.2022 11:21

Ásettnings gimbrarnar okkar


22-007 Blæja undan 21-005 Prímus og 19-014 Dögg.

57 kg 115 fótl 33 ómv 4,1 ómf 4 lögun.

9 frampart 18 læri 8 ull 8 samræmi. Alls 43

 


22-008 Þyrnirós undan 17-852 Bikar sæðingarhrútur og 21-022 Ástrós.

48 kg 111 fótl 28 ómv 3,8 ómf 4 lögun.

8,5 frampart 17,5 læri 8 ull 8 samræmi.Alls 42

 


22-009 Margrét undan 17-014 Vaíana og 21-003 Fönix.

44 kg 109 fótl 31 ómv 4,5 ómf 4,5 lögun.

8,5 frampart 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.Alls 42,5

 


22-010 Snúra undan 18-834 Rammi sæðingarhrútur og 21-007 Doppa.

43 kg 105 fótl 38 ómv 4,8 ómf 4,5 lögun.

9 frampart 18 læri 8 ull 8 samræmi. Alls 43

 


22-011 Massa undan 21-001 Bassi og 17-007 Gyða Sól.

58 kg 111 fótl 39 ómv 3,7 ómf 5,0 lögun.

9,5 frampart 19,5 læri 8,5 ull 9 samræmi. Alls 46,5

 


22-012 Branda undan 21-001 Bassi og 13-007 Zelda.

54 kg 109 fótl 40 ómv 4 ómf 4,5 lögun.

9,5 frampart 18,5 læri 7,5 ull 9 samræmi. Alls 44,5


22-013 Hildur undan 19-002 Bolti og 15-062 Hrímu.

51 kg 107 fótl 33 ómv 3,8 ómf 4 lögun.

9 frampart 18 læri 8,5 ull 9 samræmi. Alls 44,5

 


22-015 Prinsessa undan 19-00 Bolti og 16-005 Snædrottning.

47 kg 110 fótl 33 ómv 3,1 ómf 4,5 lögun.

9,5 frampart 19 læri 9 ull 8,5 samræmi. Alls 46

 


22-016 Ófeig undan 20-001 Óðinn og 21-006 Moldavíu.

Hún er óstiguð heimtist seint og var talin af en veitti sér líf sjálf með því að koma og fékk nafnið Ófeig.

Hún er 48 kg.

 


22-017 Lára undan 20-001 Óðinn og 20-013 Brá.

43 kg 109 fótl 35 ómv 2,2 ómf 4 lögun.

9 frampart 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi. Alls 43,5

 


22-018 Ljúfa undan 21-002 Ljúf og 15-009 Hexíu.

42 kg 108 fótl 27 ómv 3,4 ómf 4 lögun.

8,5 frampart 17,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi. Alls 42

 


22-019 Díana undan 21-002 Ljúf og 20-008 Skottu.

46 kg 30 ómv 3,0 ómf 4,5 lögun.

8,5 frampart 18 læri 8 ull 8,5 samræmi. Alls 43

 


22-021 Fjara undan 21-702 Húsbónda og 18-015 Klara.

49 kg 107 fótl 35 ómv 2,4 ómf 4,5 lögun.

9 frampart 18,5 læri 7 ull 8,5 samræmi. Alls 43

 


22-022 Glóey undan 19-402 Dökkvi og 18-012 Lóa.

49 kg 110 fótl 34 ómv 3,0 ómf 4,5 lögun.

8,5 frampart 17,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi. Alls 43

 


22-023 Hrísla undan 19-402 Dökkvi og 20-017 Melkorka.

40 kg 108 fótl 29 ómv 2,8 ómf 4,5 lögun.

8,5 frampart 17,5 læri 8 ull 8 samræmi. Alls 42

Jæja þá er hópurinn okkar kominn og er þó nokkuð litaglaður og fjölbreyttur og hluti af þeim sem krakkarnir fá að velja eftir sinni sannfærningu og þá eru litir fyrir valinu og geðslag hvort þær séu gæfar en það verður auðvitað að vera með líka svo þau haldi sínum áhuga og gleði í kringum kindurnar.

11.11.2022 12:15

Ásettningur hjá Ólafur Helgi Ólafsvík


Þessi er undan Perlu og Tinna hans Guðmundar Ólafs.

45 kg 30 ómv 2,1 ómf 4 lag 109 fótl

8 framp 17,5 læri 8 ull 8 samræmi.

 


Þessi er undan Þuru og Kurdó sæðingarstöðvarhrút.

46 kg 36 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 109 fótl

9 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Katrínu og Diskó frá okkur.

55 kg 33 ómv 4,5 lag 4 ómf 113 fótl.

9 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Laufey og Tóta.

44 kg 31ómv 2,1 ómf 3,5 lag 110 fótl

8 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Rák og Friskó.

46 kg 34 ómv 5,3 ómf 4,5 lag 110 fótl

9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Krúnu og Sokk sæðingarstöðvarhrút.

45 kg 28 ómv 2,4 ómf 4 lag 105 fótl.

8 framp 17 læri 8 ull 8 samræmi.

 


Þessi er undan Vísu og Tóta.

45 kg 29 ómv 1,8 ómf 4,5 lag 108 fótl.

9 framp 17,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Rót og Friskó.

48 kg 33 ómv 4,1 ómf 4,5 lag 110 fótl.

9 framp 18 læri 9 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Gerðu og Friskó.

50 kg 32 ómv 3,8 ómf 4,5 lag 112 fótl.

8,5 frampart 17,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Litlu og Diskó.

54 kg 30 ómv 5,5 ómf 4 lag 110 fótl.

8,5 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Friskó.

46 kg 35 ómv 4,2 ómf 4,5 lag 115 fótl.

8,5 framp 17 læri 7,5 ull 8 samræmi.

 


Þessi heimtist seint og er óstiguð en er mjög falleg.

 


Þessi lambhrútur er undan Þuru og Kurdó sæðingarstöðvarhrút.

54 kg 35 ómv 2,9 ómf 4,5 lag 115 fótl.

8 9 9 9,5 8,5 18 8 8 8,5 alls 86,5 stig.

 


Þessi er óstigðaður og er undan Sokka sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér eru lambhrútarnir sem Óli setur á allir undan sæðingarstöðvarhrútum.

Sá hvíti er undan Dal og er líka óstigaður.

 


Hér sést hann betur. Þetta er glæsilegir hrútar hjá honum og gimbrar og verður spennandi að sjá

hvernig hrútarnir koma út svo flott að fá nýtt blóð og sjá hvernig það passar saman.

07.11.2022 11:50

Ásettningur hjá Guðmundur Ólafsson Ólafsvík


Þessi gimbur er undan Pöndu og Bassa.

52 kg 35 ómv 3,5 ómf 4,5 lögun 109 fótl

9,5 framp 19 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Rjúpu og Glúm.

45 kg 36 ómv 3,3 ómf 4,5 lögun 107 fótl

9,5 framp 19,5 læri 8,5 ull 9 samræmi.

 


Þessi er undan Hönnu og Glúm.

49 kg 34 ómv 2,0 ómf 4 lögun 105 fótl 

9,5 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Steinunni og Bassa.

48 kg 32 ómv 2,6 ómf 4 lögun 109 fótl

9,5 framp 19 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Binnu og Mjölni.

48 kg 32 ómv 3,2 ómf 4,5 lögun 111 fótl

9 framp 19 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessa fær Gummi hjá mér og hún er undan Klöru og Húsbónda frá Bárði og Dóru Hömrum.

45 kg 108 fótl 36 ómv 2,7 ómf 4,0 lögun 

9,5 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þetta er hann Glúmur veturgamall hrútur frá Gumma undan Glám sæðingarstöðvarhrút og hann var að gefa honum alveg heiftarlega góð lömb og er spennandi kynbótahrútur,

 


Stórglæsilegur hópur hjá Gumma af svakalega vel gerðum og fallegum gimbrum.

 

03.11.2022 11:12

Ásettningur hjá Jóhönnu Bergþórsdóttur


Ösp 22-006 undan Prímus 21-005 og Dögg 19-014.

49 kg 110 fótl 34 ómv 2,8 ómf 4,5 lögun.

9 framp 19 læri 9 ull 9 samræmi alls 46

Við setjum á svo systir hennar og hún var 57 kg svo þetta er alveg hörku mjólkurkyn hjá Jóhönnu.

 


Ás 22-001 undan Prímus 21-005 og Snúlla 17-101.

 

56 kg 35 ómv 3,1 ómf 4,5 lögun 116 fótl.

8 9 8,5 9,5 9 18,5 læri 9 8 8,5 alls 88 stig.

Ég var búnað segja áður hér í blogginu að við vorum að fá mjög flott lömb undan Prímusi og var bróðir þennan hrúts 87,5 stig.

Það verður spennandi að sjá hvað þessi gerir í framræktun hann er undan mjög mikilli mjókurkind frá Jóhönnu.

Ég var búnað setja inn stigun á þessum hrút og Kristins áður en langaði bara setja þetta upp svona eftir því hver ætti hvaða grip í sauðfjárbúinu okkar.

02.11.2022 09:05

Ásettningur hjá Kristinn Jónasson


Blóma 22-014 er undan Tusku 20-019 og Bolta 19-002. Tvílembingur

46 kg 106 fótl 38 ómv 4,3 ómf 4,5 lögun.

9 framp 18,5 læri 8,5 framp 9 samræmi alls 45

 

Bríet 22-020 er undan Randalín 18-016 og Húsbónda 21-702. Þrílembingur

51 kg 111 fótl 35 ómv 3,0 ómf 5,0 lögun.

9 framp 19 læri 7,5 ull 8,5 samræmi alls 44.

 


Bylur 22-003 undan Randalín 18-016 og Húsbónda 21-702 þrílembingur á móti Bríet.

52 kg 32 ómv 2,1 ómf 4,5 lögun 112 fótl.

8 8,5 9 9 9 18 8 8 8,5 alls 86 stig.

Þetta voru frábærir þrílembingar hjá Randalín þau gengu öll þrjú undir og það var svo önnur gimbur sem var seld og hún stigaðist svona 44 kg 107 fótl 32 ómv 2,4 ómf 4,5 lögun 9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi alls 44.

Langaði líka til að segja frá því að hrúturinn sem var á móti Tusku var seldur og hann var mjög flott stigaður.

49 kg 34 ómv 3,4 ómf 4,5 lögun 109 fótl.

8 9 9 9 9 18 8,5 8 9 alls 87,5 stig.

Svo ræktunarstarfið er í topp málum hjá Kristni og fallegir gripir sem hann átti í ár.

 

Ég er mjög spennt fyrir þessum hrút það eru spennandi ættir á bak við hann sem blandast frá mér og svo Bárði á Hömrum og svo líka ættir í Part frá Óttari á Kjalvegi.

Þá er glæsilegur ásettningur hjá Kristni kominn.

 

 

01.11.2022 10:14

Ásettningur hjá Sigga í Tungu.


Þessi er undan Hélu og Óðinn og er þrílembingur.

50 kg 35 ómv 2,4 ómf 4 lag 109 fótl 

9 framp 19 læri 8 ull 8 samræmi

 

Þessi er undan Brúsku og Ramma sæðingarstöðvarhrút. Tvílembingur.

56 kg 39 ómv 3,1 ómf 4,5 lag 110 fótl

9 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi

 


Þessi er undan Glettu og Bolta og er þrílembingur.

49 kg 37 ómv 4,5 lag 107 fótl 

9,5 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Hláku og Kapall sæðingarstöðvarhrút. Fjórlembingur.

51 kg 30 ómv 4 ómf 4,5 lag 110 fótl

9 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Glætu og Kapall sæðingarstöðvarhrút. Tvílembingur.

53 kg 31 ómv 5,3 ómf 4 lag 115 fótl.

9,5 framp 19 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Neglu og Bassa. Tvílembingur.

49 kg 34 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 108 fótl 

9 framp 18 læri 9 ull 9 samræmi.

 


Þessi er undan Stygg og Bassa. Tvílembingur.

49 kg 37 ómv 3,3 ómf 4,5 lag 111 fótl

9 framp 18,5 læri 8 ull 9 samræmi.

 


Þetta er grár hrútur sem Siggi fékk hjá Friðgeiri og hann lofar góðu er mjög fallegur á litinn og með hörku læri

hann er óstigaður en kom eins og kallaður til okkar rétt eins og Bibbi gerði um árið og var ákveðið fyrst innsæið kallaði svona sterk í að hann yrði settur á var hann kominn til að vera. Siggi og Kristinn smöluðu honum ásamt 9 örðum stykkjum sem þeir heimtu fyrir Friðgeir á laugardaginn seinast liðinn.

 

Þetta er alveg stórkostlegur hópur hjá Sigga og svakalega flott þyngd og gerð í gimbrunum og ég tali ekki um að það er bæði þrílembingar og fjórlembingur og samt svona flott þyngd í þeim.

28.10.2022 10:04

Hrútar 2022

Við tókum lömbin inn seinasta föstudag fyrir héraðssýninguna og stóru hrútana. Ég er búnað vera vinna í að taka myndir af öllum lömbunum hjá okkur og Sigga og svo fer ég að skella því hér inn smá saman.


22-001 Ás undan 21-005 Prímus frá Hjarðarfelli keyptur í fyrra og svo undan 17-101 Snúllu frá Jóhönnu Bergþórs sem er með kindur með okkur inn í Tungu. Hún notaði Prímus á tvær kindur frá sér og þær komu með alveg afburðar góð lömb meðal annars þennan hrút og svo annan sem var seldur og var 87,5 stig.

Ás stigaðist svona : 56 kg 35 ómv 3,1 ómf 4,5 lag 116 fótl

8 9 8,5 9,5 9 18,5 9 8 8,5 alls 88 stig.

 


22-002 Tígull undan 17-852 Bikar sæðingarstöðvarhrút og 20-007 Hrafney. Hrafney er undan Móra sæðingarstöðvarhrút.

Tígull stigaðist svona : 55 kg 34 ómv 3,3 ómf 4,5 lag 114 fótl

8 9 9 9 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 86 stig.

 


22-003 Bylur undan 21-702 Húsbónda frá Bárði og Dóru Hömrum og 18-016 Randalín sem er í eigu Kristins sem er með okkur með kindur í Tungu. Þessi hrútur er þrílembingur og þau gengu þrjú undir og eru alveg glæsileg lömb,gimbrarnar á móti honum voru 44 og 51 kg og með 35 og 32 í ómv önnur með 19 læri og hin 18,5 læri svo þetta verður mjög spennandi hrútur að nota.

Bylur stigaðist svona : 52 kg 32 ómv 2,1 ómf 4,5 lag 112 fótl 

8 8,5 9 9 9 18 8 8 8,5 alls 86 stig. 

 


22-004 Blossi undan 19-402 Dökkvi frá Lalla í Gröf Grundarfirði og 14-008 Móna lísa.

Þessi mórauði Dökkvi var að gefa okkur svakalega fallega mórauð og dökk lömb og vel gerð líka.

Blossi stigaðist svona : 47 kg 113 fótl 32 ómv 2,1 ómf 4,5 lag 

8 9 9 9 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 87,5 stig.

 


22-005 Klaki undan 21-001 Bassi og 16-008 Brussa. Brussa hefur lengi verið uppáhalds kindin mín og þurfti hún að fara núna í ár því hún var orðin svo lúin og mig hefur alltaf langað til að setja hrút á undan henni og lét verða af ósk minni núna og hef mikla trú á þessu kyni hjá okkur svo það verður mjög gaman og spennandi að sjá hvernig hann kemur út.

Klaki stigaðist svona : 52 kg 109 fótl 36 ómv 2,6 ómf 4,5 lag.

8 9 9 9,5 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 88 stig.

 


Það gengur vel hjá stelpunum að spekja hrútana og hér eru Tígull, mórauður hrútur sem Jói og Auður Hellissandi fá og svo 

Ás eða Tyggjó eins og stelpurnar vilja kalla hann.

 


Hér má sjá hluta af stóru hrútunum Dagur 20-003 hér fremstur svo fyrir aftann er Óðinn 20-001 og Ingibergur 20-442 frá Sigga.

 


Bolti 19-002 situr á rassgatinu í sérstíu í smá prinsa dekri en það þarf reyndar að vera öfugt það þarf að koma honum í gott form he he hann er svo stór og mikill og þar af leiðandi mjög þungur á sér. Hann var að gefa mjög jafnan og þykkann bakvöðva það er sterkur eiginleiki hjá honum gegnum árin sem hann hefur verið notaður.
Flettingar í dag: 72
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 2656
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 2738477
Samtals gestir: 90141
Tölur uppfærðar: 22.12.2025 00:43:39

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar