Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
12.05.2022 08:24Sauðburður hófst 30 aprílJæja þá get ég loksins gefið mér smá tíma til að koma bloggi inn en það vill oft sitja á hakanum þegar allt of mikið er að gera heimilið stoppar ekki þó sauðburður bresti á og eins eru framkvæmdirnar en hjá okkur en eru í pásu meðan sauðburður er og Emil er búnað vera róa mjög stíft líka svo þetta er alltaf mjög krefjandi tími hjá okkur en alltaf jafn gaman þó míkið sé að gera því að taka á móti lömbunum og fylgjast með þeim gefur manni svo mikið og jákvæðisorkan hleðst upp með allri gleðinni. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur og margir litir komnir og ég fékk loksins móbotnótt undan Dökkva sem Lalli Sverris Gröf á og var með hjá Bárði og þar fékk ég gimbur og hrút mjög ánægð. Ég ætlaði að búa til móbotnótt með Möggulóu og Kurdo en fékk þar mórauða gimbur en hún er mjög flott. Siggi fékk mjög flott lömb undan Kapal og Ramma og á mikið af gráum lömbum og svo var ein hjá Sigga sem var sónuð með 3 en svo þegar hún var borin og ég var að tína saman lömbin til að setja hana í stíu þá skaut hún úr sér fjórða lambinu alveg magnað og það er undan Kapal sæðingarstöðvarhrút.
Skrifað af Dísa 28.04.2022 11:51Heimsókn til Gumma að skoða lömbin.
28.04.2022 02:07Elsku Donna okkar kveður
27.04.2022 11:11Framkvæmdir í mars til aprílÞann 8 mars byrjuðum við að rífa niður í eldhúsinu og hófust þá framkvæmdir á að rífa niður eldhúsinnréttinguna og taka gólf og veggi af því við ætlum að leggja nýtt rafmagn og þegar það var allt komið vel af stað að rífa kom í ljós að milliveggur milli eldhús og andyris var svo lélegur að við rifum hann niður líka og létum byggja upp alveg nýan vegg þar. Andyri var svo líka rifið af gólf,veggir og loft og verður þar líka nýtt rafmagn. Þessar framkvæmdir eru svo enn í vinnslu og er ég búnað vera nokkuð þolinmóð held ég að búa heima með 4 börn í öllu þessu raski og hefur það gegnið ótrúlega vel bara miðað við aðstæður. Við ætluðum að loka eldhúshurð sem aldrei var notuð og ég var búnað panta filmu í gluggann sem var þar en þegar þeir rifu gólfið af þar kom í ljós að það var mjög skemmt undir hurðinni og alveg fúnað og náði skemmdin langt inn að vegg næstum undir klósett en sem betur fer náðist að laga það en þeir urðu að taka útidyrahurðina úr sem við ætluðum ekkert að taka en það var ekki annað hægt því vatnið lak bara beint inn með hurðinni og það varð að saga stéttina fyrir utan hús til að komast í veg fyrir lekann. Það má auðvitað alltaf reikna með einhverju auka veseni þegar maður fer í svona framkvæmdir en þetta er allt á góðri leið núna Bói er búnað vera yfirsmiður og heilinn í þessu öllu hjá okkur án hans hefðum við aldrei getað gert þetta allt svo hjálpaði Jóhann bróðir Emils okkur alveg með rafmagnið það var hans sérsvið og Freyja tengdamamma var alveg ótrúlega dugleg að taka krakkana fyrir okkur og bjóða okkur í mat á meðan þessu öllu stóð og auðvitað að lána okkur manninn sinn allar helgar í vinnu fyrir okkur. Þórhalla og Jóhann bróðir Emils komu og hjálpuðu okkur að setja saman ikea innréttinguna og Bói og Emil sáu um að stilla allt og koma öllu upp á sinn stað. Við máluðum svo eldhúsið með litnum leir frá slippfélaginu og ég er mjög ánægð með hann held það eigi eftir að vera geggjað flott þegar allt hvíta er komið upp þá nýtur það sín í dökka litnum. Við skiptum svo um hurðar í öllu húsinu og það verða hvíta hurðar og harðparket frá harðviðarval. Í dag er 27 apríl og þá eru hurðarnar komnar upp að mestu og eldhúsið en það er eftir að klæða loftið í ganginum og parketleggja stofunar og herbergið okkar.
18.03.2022 16:46Tekið af snoðið 12 marsArnar kom og tók af fyrir okkur á laugardaginn seinasta og var eldsnöggur og vandvirkur eins og alltaf við erum svo lánsöm að fá hann til okkar. Hér eru stelpurnar búnað vera dekra við Diskó áður en hann fer í klippingu. Kristinn og Emil að skemmta sér vel. Hér er búið að taka af lambhrútunum. Hér eru svo stóru hrútarnir.
08.03.2022 09:37Arfgerðargreinar sýnatakaVið fengum afhent sýnin í seinustu viku og tókum svo sýnin núna á sunnudaginn og það gekk hægt fyrst meðan við vorum að komast í gang og skipuleggja okkur en svo gekk það mjög vel. Ég skrifaði og Siggi tók sýnin og Emil og Kristinn sáu um að halda kindunum. Við hólfuðum þær niður 7 til 8 niður í stíur og þá var ekkert stress og þær voru bara ótrúlega rólegar meðan var verið að taka sýnið. Við tókum sýni úr öllu bæði kindum og hrútum.
21.02.2022 17:55Allt á kafi í snjó
Hér er hún svo montin að vera búnað sækja eggin og ég þarf að draga hana á snjóþotu því það er svo mikill snjór allsstaðar.
14.02.2022 12:09Fósturtalning 12 feb
09.02.2022 11:43Jan til feb 2022
Hérna eru Diskó fremstur sem er undan Tón svo kemur Prímus og Fönix.
28.01.2022 11:22Dagleg rútína
Hér eru hvítu gimbrarnar sem eru allar svo gæfar að þær þurfa að fá klapp og klór þegar ég sópa í stíunni hjá þeim. Skrifað af Dísa 26.01.2022 16:36Styttist í talningu og fyrsta sinn í sóttkvíVið lentum í fyrsta skipti að dóttir okkar Freyja Naómí þurfti að fara í sóttkví því hún var búnað vera inn á heimili hjá smituðum einstakling. Við fengum að vita það á sunnudagskvöld og ákváðum út frá því að halda hinum krökkunum líka heima þangað til hún væri búnað fara í pcr próf sem hún fór í á þriðjudagsmorgun. Biðin eftir útkomunni virtist vera heila eilíf að líða enda smá stress að vita hvort hún væri með covid eða ekki. Það er aðeins farið að blossa upp núna covid hérna í bæjarfélaginu. Það var svo mikill léttir að fá neikvæðu útkomuna að hún væri ekki smituð á þriðjudagskvöldið og þá gátu allir mætt í skólann og Ronja farið í leikskólann á miðvikudaginn og þá var gott að geta fengið rútinuna aftur í lag þó svo að þetta hafi nú bara verið tveir dagar sem þau þurftu að sleppa. Hér er Embla Marína í fjárhúsunum með Snærós og Gjöf. Freyja Naómí umkringd af hamingjusömum kindum. Það er eitthvað error í gangi á 123 svo ég náði ekki að snúa myndinni rétt en hér er Benóný að knúsa Gjöf og Lísu. Þessi er eins á hlið þetta er hún Ronja Rós sem var á Þorrablóti á leikskólanum seinast liðinn föstudag. Það styttist svo óðum í fósturtalningu en það er væntanlegt 12 febrúar. Ronja Rós og Freyja síðan í fyrravor á sauðburði. Svo nú verður spennandi að bíða og sjá hvernig talningin kemur í ljós. 24.01.2022 16:54Búnað sækja um fyrir átaksverkefnið.Við erum búnað sækja um þáttöku í átaksverkefnið Arfgerðargreiningar vegna riðu og gera skráningu fyrir okkar fé og Sigga fé. Svo verður bara koma í ljós hvort við verðum valin. Við ákváðum að gera það því við seljum mikið af líflömbum og eins kom í ljós að Mávur sem var frá okkur og fór á sæðingarstöð var með C151 sem er eitt af verndandi genunum, svo það verður spennandi að sjá hvort það verði í einhverjum afkvæmum hans sem eru bæði hjá mér og Sigga. Eins er þetta alveg frábært verkefni og Karólína og allir sem af þessu hafa staðið eru algerir snillingar og eiga heldur betur hrós skilið þetta verður alger bylting í sauðfjárrækt. Hérna er mynd af Máv þegar hann var veturgamall. Hér eru þeir sumarið 2016 Mávur næst traktornum svo Drjóli frá Sigga svo Zorró og Ísak frá okkur. 22.01.2022 10:49Vír settur í hornin á lambhrútunumUm þar seinustu helgi fengum við fjölskyldan ælupest út frá því að sú yngsta fékk hana á leikskólanum og smitaði svo alla fjölskylduna koll af kolli. Benóný ætlaði að vera voða sniðugur því hann hatar ælupest mest af öllu og hann ákvað að flýja yfir til Jóhönnu frænku sinnar sem býr hinum megin við götuna hjá okkur og hann fór og gisti þar en það vildi nú ekki betur en svo að hann byrjaði að æla um nóttina og smitaði þar af leiðandi frænku sína líka. Hann skyldi svo ekkert í því að þetta plan hafi ekki virkað he he en hann slapp mjög vel og ældi bara tvisvar en var mjög slappur með því. Þetta er svo rosalegt þegar maður fær þetta upp og niður það lamast allt en sem betur fer fékk Ronja þetta á fimmtudeginum og var orðin góð á laugardeginum og þá redduðu Freyja tengdamamma og Bói okkur og tóku Ronju svo þá var aðeins minna að hugsa um meiri tími til að ná að hvílast og komst yfir þetta. Við vorum svo öll orðin góð á sunnudagskvöld. Það er svo alveg ómetanlegt hvað maður metur heilsuna mikið eftir svona veikindi og má í rauninni vera glaður og þakklátur hvern dag sem heilsan er í lagi. Kristinn og Siggi redduðu okkur alveg með kindurnar og gáfu fyrir okkur þessa helgi og vorum meira segja svo rosalega vinnusamir og duglegir að þeir settu vír í lambhrútana. Hér er Bassi og það er búið að setja vír og rör yfir svo vírinn meiði hann ekki og festist í ullinni. Hér sést þetta betur hvernig þetta er. Svo eru þeir hafði sér í stíu svo þeir séu ekki að krækja þetta úr sér. Ljúfur líka kominn með. Hér sést hvernig þetta kemur svo aftur fyrir haus og við gerðum þetta í fyrra og þetta virkaði rosalega vel og tók ekki langann tíma þetta er Ljómi hans Sigga. Freyja og Ronja glöddust yfir snjónum um daginn og fóru út að renna og leika sér en hann varði þó ekki lengi var horfinn allur daginn eftir það er búið að vera rosalegar veðurbreytingar frost og þíða til skiptist og mikið um lægðir og leiðinda veður með stormi, það er búið að einkenna þennan janúar mánuð. Flettingar í dag: 121 Gestir í dag: 29 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188310 Samtals gestir: 69632 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is