Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

12.05.2022 08:24

Sauðburður hófst 30 apríl

Jæja þá get ég loksins gefið mér smá tíma til að koma bloggi inn en það vill oft sitja á hakanum þegar allt of mikið er að gera

heimilið stoppar ekki þó sauðburður bresti á og eins eru framkvæmdirnar en hjá okkur en eru í pásu meðan sauðburður er og 

Emil er búnað vera róa mjög stíft líka svo þetta er alltaf mjög krefjandi tími hjá okkur en alltaf jafn gaman þó míkið sé að gera því

að taka á móti lömbunum og fylgjast með þeim gefur manni svo mikið og jákvæðisorkan hleðst upp með allri gleðinni.

Það hefur gengið mjög vel hjá okkur og margir litir komnir og ég fékk loksins móbotnótt undan Dökkva sem Lalli Sverris Gröf

á og var með hjá Bárði og þar fékk ég gimbur og hrút mjög ánægð. Ég ætlaði að búa til móbotnótt með Möggulóu og Kurdo en fékk

þar mórauða gimbur en hún er mjög flott. Siggi fékk mjög flott lömb undan Kapal og Ramma og á mikið af gráum lömbum og svo

var ein hjá Sigga sem var sónuð með 3 en svo þegar hún var borin og ég var að tína saman lömbin til að setja hana í stíu þá

skaut hún úr sér fjórða lambinu alveg magnað og það er undan Kapal sæðingarstöðvarhrút. 

 

Hér er ein frá Sigga með þrílembinga undan Kapal.

Gemlingur frá Jóhönnu með hrút undan Bikar sæðingarstöðvarhrút hún bar líka 30 apríl.

 

Hér er Ronja Rós með mömmu sinni að gefa hestunum en við eigum alltaf morgungjöf að gefa

hestunum áður en ég fer í fjárhúsin.

 

Það styttist svo óðum í Heru en hún er komin á tal að fara kasta og er með 

folald undan Sægrím frá Bergi.

 

Doppa gemlingur með hrút og gimbur undan Ramma sæðingarstöðvarhrút og

hrúturinn er mógolsóttur.

 

Falleg lömb frá Sigga undan Ramma tvær gimbrar.

 

Hér er svaka dreki undan Bikar sæðingarstöðvarhrút og Hrafney og hún fékk

svo gimbur undan Doppu sem var vanin undir hana.

 

Hér sést hann betur hann er rosalega stór og þykkur.

 

Hér er Ástrós gemlingur með hrút undan Bikar sæðingastöðvarhrút.

 

Hér er fjórlemban hans Sigga með svakalega flott lömb svo jöfn og mjög 

stór miðað við fjórlembinga. Við vorum svo svakalega heppin að það fóru í kjölfarið

tvær einlembur að bera og það var hægt að kippa strax undan henni tveim lömbum.

Þessi lömb eru undan Kapal sæðingarstöðvarhrút.

 

Hér er Rósa með hrút og gimbur og mjög þykkur hvíti hrúturinn og þessi

lömb eru undan Diskó. Diskó er undan Tón sæðingarstöðvarhrút.

 

Hér er Maggalóa með mórauða gimbur undan kurdó og svo var vanið undir hana frá Sigga.

 

Hér er Dögg hennar Jóhönnu með gimbrar undan Prímus sem Kristin keypti af Hjarðarfelli.

 

Hér eru Ronja og Embla með Hrafney sem er svo gjæf.

 

Ronja Rós með eitt lítið og krúttlegt sem er tvílembingur undan gemling

frá Kristni.

 

Hér er hún Elísa gemlingur frá Kristni með tvö undan Ljúf.

 

Moldavía með gimbur undan Óðinn.

 

Freyja Naómí með hrútinn sinn undan Pöndu gemling og Ljúf.

 

Maggi bróðir og Rut komu vestur um daginn og kíktu á lömbin.

 

Framkvæmdir halda áfram hér er stofan tilbúin til að fá parket og byggja upp gólfið.

Það var mikill halli á stofugólfinu og því þurfti að flota gólfið.

 

Hér er búið að flota.

 

Hér eru hurðarnar komnar í herbergin og nýja parketið á gólfið.

Læt þetta duga að sinni með bloggið og fara sinna henni Ronju minni en hún er búnað vera veik

í þrjá daga ekki heppilegasti tíminn til að vera með veikt barn á háanna tíma í sauðburði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

28.04.2022 11:51

Heimsókn til Gumma að skoða lömbin.


Við fórum að heimsækja Gumma Óla og sjá fyrstu lömbin og hér er Ronja Rós að 

klappa þrílembing.

 

 

Ronja Rós fékk svo að halda á þessum þrílembing og Benóný Ísak með henni

en þegar hún var búnað skila honum hnippti hún í mig og sagði mamma ég vil ekki hvíta lambið

ég vil fá svarta lambið he he strax komin með litagenin frá mömmu sinni og veit hvað hún vill.

 

 

Embla Marína, Benóný Ísak og Aníta Sif.

 

 

Svo fallegir gemlingarnir hjá Gumma Óla svo stórir og þroskamiklir.

 

 

Hér eru svo þrílembingarnir saman allir svo jafnir og flottir tveir hrútar og ein gimbur.

 

 

Við settum lambhrútana og fullorðnu út 21 apríl. Það er okkur ekki í minni að hafa

sett þá svona snemma út áður og hér eru Siggi, Kristinn og Emil að spá og speklura.

 

 

Við gefum þeim svo úti svo frábært að geta haft þetta svona á vorin.

 

 

Hér eru krakkarnir Freyja Naómí og Embla Marína okkar og svo Bjarki Steinn frændi þeirra

og Aníta Sif vinkona þeirra og þau eru með Kaldnasa sem er nú pínu lemstraður á hausnum eftir

að hafa verið að slást við hina hrútana það er alltaf smá fjör þegar þeir fara út.

 

 

 

 

 

 

28.04.2022 02:07

Elsku Donna okkar kveður


Hér er elsku Donna okkar fyrsta daginn sem við fengum hana afhenta frá Maju systir árið 2010.

Hún er búnað fylgja okkur í 12 ár en hún var 12 ára í janúar síðast liðinn. Donna veiktist skyndilega

og átti erfitt með andardrátt og hún var á lóðaríi svo ég tengdi hegðunina við það því hún verður

stundum mjög furðuleg á þeim tíma en svo sá ég að þetta var engan veginn eðlilegt og lét kíkja á hana

og þá kom í ljós að hún var of veik til að grípa inn í svo við fengum tíma tveim dögum seinna og þá kom

dýralæknirinn heim til okkar og sendi hana í draumasvefninn langa. Hennar verður sárt saknað það er svo 

erfitt að kveðja dýr sem er búnað vera einn af fjölskyldunni svona lengi og það var mjög erfitt að segja 

krökkunum frá því og undirbúa þau fyrir að kveðja. Donna var reyndar búnað vera frekar þunglynd seinasta

árið og komin með smá gigt í fótana og labbaði ekki eins mikið en tók þó alltaf skver með mér í smölun á haustin

ótrúlega dugleg þrátt fyrir aldurinn og þá var hún glöð en núna þegar framkvæmdirnar byrjuðu fór það mjög illa

í hana og hún vissi ekki alveg hvar hennar staður væri því það var búið að færa hennar svefnstað svo hún vildi bara

vera í ganginum og sofa á pappakössum og drasli sem var þar svo vanaföst var hún á sinn stað.

Hún er búnað veita okkur afskaplega mikla gleði og hamingju gegnum árin og krakkarnir alveg elskuðu hana og hún

þau svo þetta verður svakalegt tómarúm hjá okkur að venjast að hafa hana ekki í lífinu okkar. Það er svo mjög skrýtið 

að bróðir hennar Tinni var að kveðja um daginn hjá henni Sanný svo það var mjög stutt á milli þeirra systkina.

 

 

Hér er Benóný lítill og Donna lítil.

 

 

Núna eru þau tvö sameinuð en þetta er Olíver kötturinn okkar sem er dáinn og Donna 

þegar Embla var nýfædd.

 

 

Donna þegar hún eignaðist hvolpa hjá okkur.

Hér er Donna og Mikki sonur hennar.

 

Emil með Donnu að smala í Mávahlíðinni.

 

Hér eru mæðgurnar saman Donna og Pollý hennar Maju systir.

 

Embla Marína með Donnu þegar hún var lítil.

 

Hér var hún unglingur með okkur á Akureyri í ferðalagi.

 

Á jólakorti með Benóný Ísak.

 

Inn í Mávahlíð.

 

Með Ronju Rós

 

Hér er hún með mér að smala svo dugleg að labba með mér í Búlandshöfða.

 

Hér erum við að smala saman seinasta haust.

 

Hér var svo seinasta nóttin hennar með Benóný og Myrru og þá var hún 

orðin svo mikið veik greyjið. Hennar verður svo sárt saknað og það er mjög 

skrýtið að hún sé ekki með okkur lengur. Hún dó 27 apríl .

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

27.04.2022 11:11

Framkvæmdir í mars til apríl

Þann 8 mars byrjuðum við að rífa niður í eldhúsinu og hófust þá framkvæmdir á að rífa niður eldhúsinnréttinguna og taka gólf og veggi af því við ætlum að leggja nýtt rafmagn og þegar það var allt komið vel af stað að rífa kom í ljós að milliveggur milli eldhús og andyris var svo lélegur að við rifum hann niður líka og létum byggja upp alveg nýan vegg þar. Andyri var svo líka rifið af gólf,veggir og loft og verður þar líka nýtt rafmagn. Þessar framkvæmdir eru svo enn í vinnslu og er ég búnað vera nokkuð þolinmóð held ég að búa heima með 4 börn í öllu þessu raski og hefur það gegnið ótrúlega vel bara miðað við aðstæður. Við ætluðum að loka eldhúshurð sem aldrei var notuð og ég var búnað panta filmu í gluggann sem var þar en þegar þeir rifu gólfið af þar kom í ljós að það var mjög skemmt undir hurðinni og alveg fúnað og náði skemmdin langt inn að vegg næstum undir klósett en sem betur fer náðist að laga það en þeir urðu að taka útidyrahurðina úr sem við ætluðum ekkert að taka en það var ekki annað hægt því vatnið lak bara beint inn með hurðinni og það varð að saga stéttina fyrir utan hús til að komast í veg fyrir lekann. Það má auðvitað alltaf reikna með einhverju auka veseni þegar maður fer í svona framkvæmdir en þetta er allt á góðri leið núna Bói er búnað vera yfirsmiður og heilinn í þessu öllu hjá okkur án hans hefðum við aldrei getað gert þetta allt svo hjálpaði Jóhann bróðir Emils okkur alveg með rafmagnið það var hans sérsvið og Freyja tengdamamma var alveg ótrúlega dugleg að taka krakkana fyrir okkur og bjóða okkur í mat á meðan þessu öllu stóð og auðvitað að lána okkur manninn sinn allar helgar í vinnu fyrir okkur. Þórhalla og Jóhann bróðir Emils komu og hjálpuðu okkur að setja saman ikea innréttinguna og Bói og Emil sáu um að stilla allt og koma öllu upp á sinn stað. Við máluðum svo eldhúsið með litnum leir frá slippfélaginu og ég er mjög ánægð með hann held það eigi eftir að vera geggjað flott þegar allt hvíta er komið upp þá nýtur það sín í dökka litnum. Við skiptum svo um hurðar í öllu húsinu og það verða hvíta  hurðar og harðparket frá harðviðarval. Í dag er 27 apríl og þá eru hurðarnar komnar upp að mestu og eldhúsið en það er eftir að klæða loftið í ganginum og parketleggja stofunar og herbergið okkar.

Hér er búið að rífa af veggjum en það á eftir að rífa af gólfinu hér.

Hér sést að hluta til hvað það var fúið undir hurðinni í eldhúsinu og þetta var allsherjar vinna.

Hér er Jóhann og Bói að störfum verið að græja rafmagn og bora fyrir ljósin og

Bói og Emil klæddu loftið í leiðinni.

Hér er búið að mála og setja innréttinguna og mála gluggana hvíta.

Ég ætla svo að setja inn allt ferlið þegar þetta er alveg búið en vildi bara upplýsa ykkur

um ástandið sem er búið að vera hjá okkur og hvers vegna ekki hefur verið mikill tími fyrir að blogga.

Í horninu á svo eftir að koma tækjaskápur sem er í smíðum

hjá samverk og þá fara þessir skápar sem eru ofan á innréttingunni ofan á tækjaskápinn.

Hér er verið að sprauta seinni sprautuna gegn lambablóðsótt og það er Siggi sem sprautar og 

Kristinn heldur í og ég hjálpa þeim að fylgjast með hverjar eru búnar.

Elsku Embla Marína okkar átti afmæli 28 mars og það sem henni langaði mest í afmælisgjöf var

að fara í heimsókn inn á Helgafell og hitta Bubba lambhrút sem við seldum Óskari í haust.

Hér sjást endurfundir hjá þeim og hann kannaðist nú alveg við hana þó Embla væri pínu feimin

við hann fyrst og hélt hann þekkti hana ekki en svo rifjaðist allt upp hjá þeim.

Þær hittu svo líka hann Spak sem þær kölluðu Ljúf í fyrra og hann tók vel á móti þeim

en hann var seldur til Óskars í fyrra og er alveg æðislega gæfur.

Ronja að máta sófann og æfa sig fyrir sauðburðinn að sitja kyrr og fylgjast með mömmu sinni.

Þann 23 mars fórum við til Reykjavíkur og krakkarnir fengu að fara í keilu.

Ronja Rós fékk líka að spila með rosa fjör.

Ronja Rós svo dugleg að hjálpa til að smíða.

Þetta er hann Kolur nýji hundurinn hjá Freyju tengdamömmu og Bóa.

Þegar við fórum til Reykjavíkur fengu Freyja og Ronja að fara í boltaland.

Hér eru Erika vinkona Emblu,Bjarki Steinn,Freyja Naómí og Embla Marína í Rush.

Hér eru krakkarnir okkar á Páskadag.

Embla Marína.

Benóný Ísak.

Freyja Naómí.

Ronja Rós.

Í sveitinni hjá Ömmu Freyju og afa Bóa á páskadag.

Það var svo haldið páskabingó og borðað saman mjög gaman.

Fystu bleikjur sumarsins. Freyja veiddi tvær og Jóhanna frænka hennar eina og

á myndinni með henni er Embla systir hennar og vinkona hennar Aníta Sif.

Ronja Rós að bíða eftir sumrinu og komin með sumarleikföngin á pallinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

18.03.2022 16:46

Tekið af snoðið 12 mars

 

Arnar kom og tók af fyrir okkur á laugardaginn seinasta og var eldsnöggur og vandvirkur eins og alltaf við

erum svo lánsöm að fá hann til okkar.

 

Hér eru stelpurnar búnað vera dekra við Diskó áður en hann fer í klippingu.

 

Kristinn og Emil að skemmta sér vel.

 

Hér er búið að taka af lambhrútunum.

 

Hér eru svo stóru hrútarnir.

 

 

 

 

 

08.03.2022 09:37

Arfgerðargreinar sýnataka

Við fengum afhent sýnin í seinustu viku og tókum svo sýnin núna á sunnudaginn og það gekk hægt fyrst meðan við 

vorum að komast í gang og skipuleggja okkur en svo gekk það mjög vel. Ég skrifaði og Siggi tók sýnin og Emil og Kristinn

sáu um að halda kindunum. Við hólfuðum þær niður 7 til 8 niður í stíur og þá var ekkert stress og þær voru bara 

ótrúlega rólegar meðan var verið að taka sýnið. Við tókum sýni úr öllu bæði kindum og hrútum.

 

Hér er búið að gera klárt.

 

 

Hér er Siggi tilbúinn í verkið.

 

Hér er svo hafist handa og byrjað að taka sýni.

 

Við erum svo loksins að fara hefjast handa í að fara í framkvæmdir á eldhúsinu.

Við erum löngu búnað kaupa nýtt parket og hurðir í allt húsið og eins eldhús 

innréttingu en vantaði að finna rétta tímann til að byrja á verkinu. 

Svo núna er bara áfram gakk og hefjast handa á þessu stóra verkefni. 

Hér erum við búnað taka niður efri eldhús skápana sem voru á veggnum milli

gluggana og eins í horninu við hurðina og bara við að taka þá niður birtir yfir eldhúsinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

21.02.2022 17:55

Allt á kafi í snjó

 

Hér er búið að vera allt á kafi í snjó.

 

 

Þá er nú gaman að vera krakki og leika sér í snjónum hér er

Embla að draga Ronju Rós og Kamillu frænku þeirra.

 

 

Hér er Freyja Naómí og Birgitta Emý að búa til snjóhús í sveitinni hjá ömmu og afa.

 

 

Benóný Ísak að prófa snjóhúsið.

 

 

Hér sést hversu mikill snjór er inn í Varmalæk þetta er sem sagt upp í tröppunum við hliðið

og gaflinn á húsinu sést hérna við svo þið sjáið hversu mikill snjór þetta er.

 

 

Hér sjást snúrustaurarnir.

 

 

Hér sést húsið hjá Freyju og Bóa.

 

 

Hér er húsið og það er eins og snjóhús og hér sést hliðið á kafi sem er gegnið

í gegn um til að komast niður í húsið.

 

Ronja Rós elskar að fara og kíkja á hænurnar og tína egg.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er hún svo montin að vera búnað sækja eggin og ég þarf að draga hana

á snjóþotu því það er svo mikill snjór allsstaðar.

 


Ronja Rós að renna sér fyrir utan húsið hjá okkur.

 

 

Freyja Naómí inn í sveit.

 

 

Kósý tími hjá stelpunum með hrútunum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

14.02.2022 12:09

Fósturtalning 12 feb

Guðbrandur Þorkelsson kom og fósturskoðaði hjá okkur á laugardaginn.

 

Hér er hann að störfum.

 

Hér er allt á fullu að koma þeim í sónarinn.

Alls talið 114 fóstur

Eldri ær eru meðaltal 2,1

2 með 1 ,1 af þeim sædd

24 með 2

5 með 3

2 vetra ær eru meðaltal 1,8

3 með 1 ,tvær af þeim voru sæddar

12 með 2

Gemlingar eru meðaltal 1,1

1 geldur 

16 með 1

3 með 2 og einn af þeim var sæddur.

 

Hjá Sigga kom líka mjög vel út hann er með 6 þrílembdar og inn í því voru

2 sem ég sæddi fyrir hann önnur með Kapal og hin með Ramma.

Gemlingarnir hjá honum eru 2 geldir og 2 tvílembdir og svo rest með 1.

 

Kristinn á 2 kindur og önnur var með 3 og hin 2 svo á hann 7 gemlinga

og hann fær 2 með 2 og rest með eitt. Alls 14 fóstur

 

Jóhanna á 3 kindur og þær eru allar með 2 svo á hún einn gemling með 1

alls 7 fóstur.

Þeirra kindur eru samt inn í heildartölunni hér fyrir ofan vildi bara segja hvað

þau væru að fá mörg lömb.

 

Af sæðingunum hjá okkur að segja þá eru 4 fóstur frá Bikar,ein tvævettla með eitt og

svo tveir gemlingar með eitt. Rammi er með 2 hjá gemling og svo eitt hjá tvævettlu.

Kurdo er svo  með eitt með eldri ær.

 

Svo nú er þessu spennufalli lokið.

 

 

 

 

 

 

09.02.2022 11:43

Jan til feb 2022

 

 

Hérna eru Diskó fremstur sem er undan Tón svo kemur Prímus og Fönix.

 

Það er farið að losna svo af þeim ullin sérstaklega Diskó.

 

Hér eru Embla og Kristinn að eiga innilega stund með Vigdísi og Dorrit.

 

Þær eru alveg yndislegar og hér eru þau í samræðum við þær og leynir sér

ekki traustið sem ríkir milli þeirra.

 

Hér er Erika vinkona Emblu,Freyja og vinkona hennar Hekla og svo Embla með kindinni Lóu.

 

Freyja umkringd af gemlingunum.

 

Við Ronja Rós fórum út að renna í logninu undan storminum.

 


Kíktum í heimsókn til ömmu Huldu og ég fékk te og Ronja kók og piparköku 

því amma átti ekki mjók þá má amma dekra og gefa henni kók.

Ronja er orðinn svo dugleg hún er að hætta með bleyju og farin að pissa í koppinn og

hefur alveg haldist þurr á nóttinni líka þó er hún með bleyju til öryggis.

 


Benóný að kíkja á hænurnar.

 


Ronja að ná í egg fyrir ömmu í hænsnakofanum.

 

 

 

Að labba með pabba sínum í snjónum. Það er loksins kominn alvöru vetur.

 


Það er búið að vera frekar leiðinlegt veður og var skóla og leikskóla frestað til 10 

á mánudagsmorgun út af veðri.

 

Þá er kósý að vera inni og hér eru Ronja og Freyja að borða núðlur.

 

 

 

Þá er ekkert jafn spennandi og fá að fara upp á loft og velja dót til að leika með.

Ronja er svo dugleg og alls ekki lofthrædd hún labbar alveg sjálf upp en ég stend

þó alltaf fyrir aftan hana til öryggis.

 

 

 

Embla Marína okkar orðin svo spennt fyrir laugardeginum að láta telja fóstrin

og það erum við auðvitað líka elska hvað sauðfjárræktin er spennandi allann 

ársins hring með hvern áfangann á eftir öðrum. Við erum svo búnað fá svar við

að fá að taka þátt í arfgerðarsýna verkefninu og bíðum núna bara eftir að við 

getum sótt pakkann og farið að taka sýni hjá okkur og Sigga.

 

 

 

Embla og Erika að knúsa og klappa Bibba.

 

 

 

 

 

 

28.01.2022 11:22

Dagleg rútína


Núna þessa dagana er bara dagleg rútína í fjárhúsunum og hér er gjöf lokið í dag.

 

 

 

Hér eru hvítu gimbrarnar sem eru allar svo gæfar að þær þurfa að fá klapp og klór þegar ég sópa í stíunni hjá þeim.

26.01.2022 16:36

Styttist í talningu og fyrsta sinn í sóttkví

Við lentum í fyrsta skipti að dóttir okkar Freyja Naómí þurfti að fara í sóttkví því hún var búnað vera inn á heimili hjá smituðum einstakling. Við fengum að vita það á sunnudagskvöld og ákváðum út frá því að halda hinum krökkunum líka heima þangað til hún væri búnað fara í pcr próf sem hún fór í á þriðjudagsmorgun. Biðin eftir útkomunni virtist vera heila eilíf að líða enda smá stress að vita hvort hún væri með covid eða ekki. Það er aðeins farið að blossa upp núna covid hérna í bæjarfélaginu. Það var svo mikill léttir að fá neikvæðu útkomuna að hún væri ekki smituð á þriðjudagskvöldið og þá gátu allir mætt í skólann og Ronja farið í leikskólann á miðvikudaginn og þá var gott að geta fengið rútinuna aftur í lag þó svo að þetta hafi nú bara verið tveir dagar sem þau þurftu að sleppa.

Hér er Embla Marína í fjárhúsunum með Snærós og Gjöf.

Freyja Naómí umkringd af hamingjusömum kindum.

Það er eitthvað error í gangi á 123 svo ég náði ekki að snúa myndinni rétt en hér er Benóný
að knúsa Gjöf og Lísu.

Þessi er eins á hlið þetta er hún Ronja Rós sem var á Þorrablóti á leikskólanum seinast
liðinn föstudag.

Það styttist svo óðum í fósturtalningu en það er væntanlegt 12 febrúar.

Ronja Rós og Freyja síðan í fyrravor á sauðburði. Svo nú verður spennandi að bíða og sjá
hvernig talningin kemur í ljós.

24.01.2022 16:54

Búnað sækja um fyrir átaksverkefnið.

Við erum búnað sækja um þáttöku í átaksverkefnið Arfgerðargreiningar vegna riðu og gera
skráningu fyrir okkar fé og Sigga fé. Svo verður bara koma í ljós hvort við verðum valin. Við ákváðum að gera það því við seljum mikið af líflömbum og eins kom í ljós að Mávur sem var
frá okkur og fór á sæðingarstöð var með C151 sem er eitt af verndandi genunum, svo það verður spennandi að sjá hvort það verði í einhverjum afkvæmum hans sem eru bæði hjá mér og Sigga.
Eins er þetta alveg frábært verkefni og Karólína og allir sem af þessu hafa staðið eru algerir snillingar og eiga heldur betur hrós skilið þetta verður alger bylting í sauðfjárrækt.

Hérna er mynd af Máv þegar hann var veturgamall.

Hér eru þeir sumarið 2016 Mávur næst traktornum svo Drjóli frá Sigga svo Zorró og Ísak
frá okkur.

22.01.2022 10:49

Vír settur í hornin á lambhrútunum

Um þar seinustu helgi fengum við fjölskyldan ælupest út frá því að sú yngsta fékk hana á 
leikskólanum og smitaði svo alla fjölskylduna koll af kolli. Benóný ætlaði að vera voða sniðugur því hann hatar ælupest mest af öllu og hann ákvað að flýja yfir til Jóhönnu frænku sinnar sem býr hinum megin við götuna hjá okkur og hann fór og gisti þar en það vildi nú ekki betur en svo að hann byrjaði að æla um nóttina og smitaði þar af leiðandi frænku sína líka.
Hann skyldi svo ekkert í því að þetta plan hafi ekki virkað he he en hann slapp mjög vel og ældi bara tvisvar en var mjög slappur með því. Þetta er svo rosalegt þegar maður fær þetta upp og niður það lamast allt en sem betur fer fékk Ronja þetta á fimmtudeginum og var orðin góð á laugardeginum og þá redduðu Freyja tengdamamma og Bói okkur og tóku Ronju svo þá var aðeins minna að hugsa um meiri tími til að ná að hvílast og komst yfir þetta. Við vorum svo öll orðin góð á sunnudagskvöld. Það er svo alveg ómetanlegt hvað maður metur heilsuna mikið eftir svona veikindi og má í rauninni vera glaður og þakklátur hvern dag sem heilsan er í lagi.

Kristinn og Siggi redduðu okkur alveg með kindurnar og gáfu fyrir okkur þessa helgi og vorum meira segja svo rosalega vinnusamir og duglegir að þeir settu vír í lambhrútana.

Hér er Bassi og það er búið að setja vír og rör yfir svo vírinn meiði hann ekki og festist í 
ullinni.

Hér sést þetta betur hvernig þetta er. Svo eru þeir hafði sér í stíu svo þeir séu ekki að krækja þetta úr sér.

Ljúfur líka kominn með.

Hér sést hvernig þetta kemur svo aftur fyrir haus og við gerðum þetta í fyrra og þetta virkaði
rosalega vel og tók ekki langann tíma þetta er Ljómi hans Sigga.

Freyja og Ronja glöddust yfir snjónum um daginn og fóru út að renna og leika sér en hann 
varði þó ekki lengi var horfinn allur daginn eftir það er búið að vera rosalegar veðurbreytingar frost og þíða til skiptist og mikið um lægðir og leiðinda veður með stormi, það er búið að einkenna þennan janúar mánuð.
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar