Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

22.09.2022 09:13

Smalað Svartbakafellið 17 sept

Á laugardaginn 17 sept mættum við í Tungu kl hálf 9 og var þar flottur hópur af smölum saman komnir. Hannes á Eystri Leirárgörðum kom með syni sína tvo Kristinn og Tómas en Tómas var reyndar kominn á föstudeginum. Emmi Tóti vinur okkar og Magnús sonur hans og Kristinn og fóru þeir ásamt Sigga upp á Fróðarheiði og munu svo ganga þar upp og koma niður á Svartbakafellið inn í Fögruhlíð. Emmi Tóti,Kristinn og Magnús fara svo niður í hlíðina í Hrísum og koma þar niður meðan hinir halda áfram upp í fellið. Maja systir,Óli mágur og Bói ásamt mér og dætrum mínum Emblu og Freyju og vinkonum þeirra Eriku og Heklu og Benóny syni mínum og vini hans Hrannars fórum upp inn í Fögruhlíð og förum þaðan upp á Sneið og fylgjum gamla rafveituveginum upp á fjall og kíkjum upp í Urðir og sjáum þar vel yfir í Svartbakafellið okkar megin og Óli hækkar sig svo fer alveg að rótum Kaldnasa til að sjá í Bjarnaskarðið. Krakkarnir voru svo svakalega duglegir að labba með okkur því þetta er talsvert labb og allt upp í móti og þau stóðu sig eins og hetjur. Bói fór niður að Rjómafossi og yfir í Svartbakafellið og Embla og Erika fóru með honum yfir til að standa fyrir í fellinu svo kindurnar sem Siggi og þeir koma með fari ekki aftur upp í fjall því þær hafa oft reynt að taka á rás upp í Svartbakafellið okkar megin og fara þá upp fyrir Rjómafoss og lengst upp á fjall. Maja fór aðeins ofar en ég og tók Freyju og Heklu með sér og ég varð eftir fyrir neðan Urðirnar með Benóný og Hrannari og við biðum eftir að hinir væru búnað koma sér í sínar stöður og Óli kæmist í veg fyrir kindur sem voru alveg lengst uppi en þær sneru á hann og tóku straujið upp einhvern foss og ruku í gegnum Bjarnarskarðið. Við héldum svo áfram og allt gekk vel að koma þeim niður nema ein kind sem fór á undan okkur niður náði að fara niður Sneiðina og enda upp í klettum fyrir ofan Fögruhlíð og ég ákvað að príla á eftir henni og náði að elta hana eftir klettunum að Tröð en þá játaði ég mig sigraða eftir að vera búnað koma mér í sjálffeldu nokkrum sinnum og snúa við og fara neðar svo ég kæmist og þá fór ég niður því allir hinir voru löngu komnir niður og farnir að reka féið inn í Tungu svo við sækjum hana seinna en hún var aðkomu kind ekki frá okkur og þess vegna streyttist hún svona mikið á móti að fara niður því hún rataði ekki leiðina.

 


Hér eru krakkarnir lukkulegir á pallinum hjá Óla áður en við lögðum af stað upp á fjall.

 


Hér halda vaskir smalar af stað.

 


Flottir vinir Benóný Ísak og Hrannar þeir stóðu sig svakalega vel og voru svo duglegir.

 


Hér eru stelpurnar að hvíla sig á leiðinni upp og komnar vel upp á leið.

 


Komin aðeins hærra og komin vel upp. Sést hér Ólafsvíkur Enni í baksýn.

 


Hér erum við komin upp á fjall og farinn að sjá Kaldnasa og þar sem þokan er þar fer Óli mágur upp á fjall við rætur Kaldnasa.

 


Hér er Benóný ,Bói, Embla,Erika og Hrannar kominn lengst upp og í baksýn má sjá Rjómafoss og Svartbakafellið. Bói og stelpurnar fara núna að labba niður á við og færa sig yfir Rjómafoss gilið og komast þar yfir til að standa fyrir í Svartbakafellinu og þar verða stelpurnar fyrir neðan og Bói fyrir ofan.

 


Hér eru Hrannar og Benóný á niðurleið eftir að við vorum búnað vera bíða uppi í dágóða stund meðan við biðum eftir að kindurnar færu af stað niður svo fór ég áfram inn hlíðina á eftir þessari einu sem stakk sér undan.

 


Útsýnið hjá mér þar sem ég var að klöngrast upp í klettum eftir kindinni sem ég missti út hlíðina. Hér sést niður í Fögruhlíð og Kötluholt og að Ólafsvíkur Enni og Ólafsvík.

 


Hér eru svo smalarnir komnir niður og við erum að nálgast kindurnar inn í Tungu.

 


Hér eru Bói, Óli, Hannes og strákarnir hans Kristinn og Tómas.

 


Flottur hópur af smölum að reka inn.

 

 

Hjónin Hildigunnur Hjálmarsdóttir og Þórir Gunnarsson sem ég var að hitta í fyrsta sinn og við erum

þremenningar í föðurætt mína voru svo yndisleg að koma inn í Tungu til Sigga og færðu öllum

svakalega góða fiskisúpu þá bestu sem ég hef smakkað og hún sló alveg í gegn hjá öllum og þau alveg 

dekruðu við okkur, alveg yndislegt að kynnast þeim. Þau hjónin búa á Rifi í tankhúsinu glæsilega og

Siggi er að vinna hjá þeim og þau buðu honum að koma og sjá um súpu fyrir okkur þegar þau fréttu 

af því að við værum að fara smala.

 


Það voru flottar kræsingar með kaffinu Jóhanna sá um að gera glæsilegar brauðtertur og Helga hans Kristins kom með mest allt hitt alveg glæsilegt hjá þeim.

 


Jóhanna gerði líka þessa glæsilegu rækjubrauðtertu.

 


Flottu smalarnir okkar sem eru svo full af áhuga um sauðfjárræktina og nú er Ronja Rós 

yngsta okkar komin með þeim að kíkja á kindurnar.

 


Hrafntinna hennar Jóhönnu með lömb undan Ljúf.

 


Óskadis með hrútana sína undan Dökkva.

 


Krakkarnir að tala við Hrafney sem er svo einstaklega gjæf.

Hér er Hekla Mist ,Freyja Naómí,Hildur Líf og Ronja Rós.

 


Prímus og Bassi báðir veturgamlir.

 


Ósk með þrílembingana sína sem gengu allir undir og eru undan Diskó.

 


Mórauðu lömbin hérna áberandi falleg hrúturinn sem er efstur var settur á hjá okkur.

Þetta er Móna Lisa með sín lömb mórauðu uppi í horninu svo er Kolfinna svört kind með hrútana sína undan Óðinn

og fyrir neðan er Melkorka golsótt með móbottnótt lömb gimbur og hrút.

 


Maja systir að hjálpa okkur að reka inn.

 


Þórarinn Sigurbjörn betur þekktur sem Bói og fæstir vita hans rétta nafn he he.

 


Kristinn bæjarstjóri og Gunnar Ólafur Sigmarsson mágur minn.

 


Siggi efstur og svo er Embla fyrir neðan og hér er verið að reka inn. 

Þá er þessari smölun lokið og við tekur spennandi dagur að vigta og svo dæma lömbin.

 

 

 

22.09.2022 07:45

Smalað Búlandshöfðann 16 sept

Á föstudeginum 16 sept fórum við kl 9 um morguninn og smöluðum Búlandshöfðann i róleg heitum.

Ég og Kristinn og stelpurnar minar og vinkona þeirra Erika og löbbuðum að höfðabrekkunni Grundarfjarðar megin og náðum að aðskilja að mestu leiti okkar fé og Bibbu frá Grundarfirði því hennar fé og okkar er farið að blandast aðeins saman í Höfðanum.

Emmi Tóti og Emil voru á bílnum að fylgjast með ef eitthvað þyrfti að grípa inn í svo fórum við aðeins í kaffi til Sigga þegar kindurnar voru komnar fram fyrir Búlandshöfðann og inn á Mávahlíðarhelluna.

Næst komu Siggi og Tómas sonur Hannesar á Eystri Leirárgörðum og Gummi Ólafs Ólafssvík og frændi hans Magnús Óskarsson.

Siggi,Kristinn og Tómas fóru upp í Búlandshöfða og kíktu upp í Grensdali og svo upp við Höfðakúlurnar og það var ekkert þar en við

Emil rákum augun í mórauða gengið okkar sem var fyrir ofan útsýnispallinn í Búlandshöfðanum svo ég varð að fara upp í hlíð þar og fikra mig þar yfir það er mjög bratt að fara þar og ekki fyrir lofthrædda og Emil er alltaf mjög stressaður þegar ég fer þar upp en mér finnst það bara gaman er svo vön að fara þarna að ég finn ekki mikið fyrir því sérstaklega þegar það er nokkuð þurrt þá er það allt í góðu lagi. Þær fóru svo af stað þegar ég komst að þeim en reyndu þó að fara upp á fjall hinum Mávahlíðar megin við Höfðann og þar geta þær komist upp en þar voru Siggi,Kristinn og Tómas og hóuðu svo þær kæmust ekki upp aftur og þær húrruðu alla leiðina niður á veg. Þar tók Emmi Tóti,Maggi og krakkarnir við þeim og Gummi tók Mávahlíðarrifið. Við héldum svo áfram og tókum alla 

Mávahlíðina og Fögruhliðina,Sneiðina og svo í framhaldi af því Kötluholt og svo var allt rekið heim að Tungu.

 

Hér er ég og Kristinn að ganga undir þjóðveginum fyrir neðan Búlandshöfðann.

 


Hér tökum við eftir að Emil er fyrir ofan okkur að taka mynd.

 


Kristinn ánægður með reksturinn.

 


Hér eru stelpurnar svo duglegar að smala með okkur í Búlandshöfðanum.

 


Hér halda þær áfram eftir kindagötunni niður við sjó fyrir neðan Búlandshöfðann.

 


Þetta er leiðin sem ég er að fara labba ég kem þarna upp á grasbalann sem er fyrir neðan efstu klettana

og svo geng eg þarna fyrir hornið á klettinum sem stendur upp á horninu og fer þaðan yfir í Mávahlíðina.

Þið sjáið svo þjóðvegin hér í Búlandshöfðanum.

 


Hér er ég að fikra mig upp í kletta i Höfðanum.

 


Hér sést ef vel er að gáð smá hvít upp við klettana og það er ég á leiðinni að fara upp með klettunum og yfir.

 


Hér sést í hliðina sem ég er að fara ganga og takið eftir klettaberginu sem er frekar blautt.

 


Hér er búið að súma að myndina og hér sjáiði mig við blauta stuðlabergið þetta er mjög erfitt svæði og það voru frekar

erfiðar aðstæður bleyta og sleipt að labba en útsýnið yfir er alveg truflað það er svo fallegt.

 


Komin yfir og farin að sjá í Ólafsvíkur Enni og Mávahlíðar helluna.

 


Kindurnar halda vel áfram fyrir neðan veg.

 

 

Hér sést hvar Kristinn og Tómas eru upp á fjallinu að hóa á mórurnar þegar þær ætluðu að snúa á mig og fara

aftur upp á fjall.

 


Hér sést niður í Mávahlíðarlandið og fjöruna.

 


Mávahlíðargilið í allri sinni fegurð.

 


Hér eru stóru hrútarnir Kolur og Dagur fyrir ofan Mávahlíð.

 


Hér eru stóru hrútarnir fremstu Ljúfur,Ingibergur,flekkóttur frá Gumma Óla 

Prímus,Ljómi og Diskó.

 


Hér er útsýnið úr hlíðinni og hér sést niður í Mávahlíð og Tröð sem er bærinn hliðina á.

 


Nú er ég efst upp við kletta fyrir ofan Fögruhlíð að bíða eftir að Siggi komi niður Sneiðina

og með fram klettunum á móti mér svo við getum rekið saman niður.

 


Hér eru skvísurnar alveg klesstar upp við klettana og hér sést hversu brött hlíðin er það er smá kindagata alveg upp við sem ég fylgi eftir

þegar ég fer á eftir þeim en þetta er alls ekki fyrir alla að fara því þetta er rosalega hátt og bratt.

 


Hér erum við komin niður í Fögruhlíð og allt gekk vel að reka saman niður.

 


Nú er ég komin yfir í Tungu að standa fyrir þar upp í hlíð fyrir ofan fjárhús og þá náði ég góðum myndum þegar

kindurnar koma. Hér sést yfir í Mávahlíðarfjallið og næsta bæ sem er Tröð en þá hlíð vorum við að smala og

ég var þar upp í klettum svo hér sést hvaða leið við fórum.

 


Verið að reka inn.

 


Erika og Embla hörkuduglegar.

 


Búið að reka inn það sem var verið að smala frá Búlandshöfða,Mávahlíð,Fögruhlíð,Kötluholti að Tungu.

Eva vinkona mín kom með Hildi Líf og Aron og þau hjálpuðu okkur að smala niðri og reka inn.

 


Hér eru systurnar Freyja og Ronja að knúsa Hrafney og svo Hildur Líf og Hekla Mist.
 

 

 

20.09.2022 07:11

Væntanleg Hrútasýning veturgamla hjá Búa


Diskó veturgamall undan sæðishrútunum Tón og Vaiönu. Það verður spennandi að sjá hvað hann vigtar

hann var 69 kg sem lamb.

Nú magnast spennan það verður hrútasýning veturgamla í dag inn á Hömrum hjá Bárði og Dóru kl 17:00

Það verður keppt i þrem flokkum hvitum hyrndum, hvítum kollóttum og svo kollóttum og hyrndum mislitum.


Prímus veturgamall keyptur frá Hjarðarfelli hann er undan Val 20-723 og ær nr 19-901

 


Ljómi 21-441 hans Sigga í Tungu keyptur frá Óla á Mýrum og er undan Láki 19-695

 


Ljúfur 21-002 undan Óðinn og Kolfinnu 

 


Hér eru Prímus og Bassi 21-001 undan Bolta og Hrímu.

 

 

Þessi hefur fengið nafnið Tígull hjá Emblu og er undan Hrafney og Bikar sæðingarstöðvarhrút hann er 

lambhrútur mjög fallegur.

 


Hér er betri mynd af honum.

 


Fallegir þrílembingar undan Dísu og Bolta allt hrútar.

 


Hér sést hún með drekana sína sem gengu allir undir þetta er sko alvöru mjólkur kind.

 

Ég á mikið efni eftir að setja hér inn því það er búið að vera bilað í marga daga kerfið á heimsíðunni en ég lofa að 

það á eftir að hrannast inn nóg af efni smátt og smátt þegar ég gef mér tíma en núna er annars nóg að gera á eftir að

fara yfir stigunina hjá okkur það var stigað í gær og svo er hrútasýning í dag svo allt er mjög spennandi og ég ætla halda 

ykkur meira spenntum þangað til ég er búnað klára þennan dag að blogga um hvernig stigun og vigtun kom út.

12.09.2022 13:12

Rúntur 10 og 11 sept


Hér eru þessar systur undan Ljúf og Skottu.

 


Svo gaman að taka mynd af þeim þær eru svo fallegar.

 


Hér er svo hin gimbrin.

 


Hrúturinn sem ég var búnað mynda áður undan Köku gemling og Ljóma hans Sigga.

 


Hér rakst ég á Fíu Sól með hrút frá Sigga og svo er hún með annan mórauðan sem hún á.

 


Hér er sá mórauði lika það var að detta á myrkur svo myndirnar eru frekar dökkar.

 


Þrílembingur undan Tertu og Óðinn.

 


Næsti þrílembingurinn.

 


Og svo sá þriðji.

 


Gullfalleg gimbur frá Guðmundi Ólafs Ólafsvík sem gengur inn frá hjá okkur. Þær stilltu sér svo vel upp fyrir mig. 

Þessi gimbur er undan Bassa veturgamla hrútnum okkar. Þessi gráa kind er alsystir Tinna hans Gumma og það hefur aldrei

verið lóuð gimbur undan henni alltaf sett á.

 


Sáum hana Rósu hennar Emblu sem ég hef ekkert séð síðan snemma í sumar og hún er með 

gimbur flekkótta og hvítan hrút undan Diskó veturgamla hrútnum okkar.

 


Stór og mikill hrútur að sjá undan Rósu.

 


Gimbrin svo falleg.

 


Snærós með hrút og gimbur undan Prímus þau virka líka stór og falleg.

 


Sáum kolfinnu líka sem við höfum ekkert séð síðan við hleyptum út i vor hún er með tvo hrúta undan Óðinn.

Kolfinna er undan Sessu og Myrkva sæðingarstöðvarhrút og hún er líka móðir Ljúfs flekkótta hrútsins sem við eigum.

 


Hér er annar hrúturinn hennar.

 


Svo er hinn hérna. Eins áður ég nefndi þá var heldur farið að rökkva þegar ég tók myndirnar svo þær 

mættu alveg vera skýrari.

Nú fer maður heldur betur að verða spenntur það er aðeins vika til stefnu þangað til við förum að smala og það

er alveg heillög stund hjá okkur og það er svo gaman hvað krakkarnir hafa mikinn áhuga líka og bíða spennt eftir að geta

komið með okkur og vinir þeirra líka.

09.09.2022 21:02

Rúntur 9 sept


Álfadrottning gemlingur hans Kristins með hrút undan Dag.

 


Virkar mjög fallegur að sjá. Álfadrottning er undan Brussu og Bolta og 

svakalega falleg kind.

 


Kaka gemlingur hún er undan Tertu og Óðinn.

 


Hér er hrúturinn hennar undan Ljóma hans Sigga.

 


Hann er bara þó nokkuð hvítur að sjá.

Ég sá nú ekki mikið meira sem var spennandi að taka myndir af þennan rúntinn enda lömbin líka vel blaut eftir rigninguna sem var i allann dag.

06.09.2022 09:02

Rúntur 5 sept


Hér eru hrútarnir hennar Óskadís og Dökkva.

 


Hér sést annar þeirra betur þeir eru langir og fallegir.

 


Grá gimbur undan Mávahlíð og Ingiberg (Bibba)

 


Hrúturinn á móti.

 


Virka væn og þykk að sjá.

 


Hér eru stelpurnar með Hrafney hún er svo yndisleg og kemur alltaf til okkar.

 


Hrúturinn hennar Hrafney og undan Bikar sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér er gimbur undan Doppu gemling og Ramma sæðingarstöðvarhrút en hún gengur undir Hrafney.

 


Glæsileg gimbur undan Skottu og Ljúf.

 


Hin á móti er frekar ljós mórauð en samt töff á litinn.

 


Djásn með hrútinn sinn undan Bolta,hún var með tvo en hefur misst hinn við sáum hann mjög haltan í framfæti og svo hvarf hann svo það gæti hafa verið eitthvað að hjá honum eða verið keyrt á hann.

 


Orka gemlingur með lambið sitt undan Ljúf.

 


Villmey sem Bárður fékk hjá mér þegar ég fækkaði fénu með sín lömb.

 


Virka mjög væn og falleg. Villimey er undan Vetur sæðingarstöðvarhrút en ég veit ekki undan

hvaða hrút hjá Bárði þessi lömb eru.

 


Gimbur frá Sigga undan Grýlu og Ljóma.

 


Hin systirin á móti.

 


Þá eru það gimbrar undan Dögg hjá Jóhönnu og undan Prímusi frá Hjarðarfelli.

 


Þessi kind hjá Jóhönnu er af miklu mjólkurkyni og sést það hér hversu stór og þroskamikil lömbin eru hjá henni.

 


Falleg Botna gemlingur frá Sigga með held ég gimbur undan Fönix.

 


Þetta er Viðja gemlingur með hrútinn sinn undan Bibba. 

 


Erika og  Embla að knúsa Hrafney það er orðin partur af rúntinum hjá okkur að finna hana og gefa henni knús og klapp.

 

05.09.2022 09:00

Rúntur 1 sept og krakkarnir hoppa i sjóinn


Moldavía gemlingur og Píla gemlingur.

 


Gimbrin hennar Pílu hún er undan Bibba.

 


Gimbrin hennar Moldavíu hún er undan Óðinn.

 


Vikroria 19-007 undan Viking og Hexíu.

 


Hrúturinn hennar og undan Ljúf.

 


Hér er gimbrin á móti.

 


Hér er Terta með þrílembingana sina undan Óðinn og svo eru lömbin hennar Viktoríu aftast.

 


Hexía með fallegu lömbin sín undan Ljúf.

 


Embla og Erika með Kaldnasa 16-003 en hann var afvelta niður við Ósinn og Gunni á Brimisvöllum rétti hann við og hann náði sér en Kaldnasi er einstaklega heppin hrútur ég held að þetta sé þriðja eða fjórða skiptið sem hann er afvelta yfir ævina.

Það er hins vegar búið að vera mjög mikið um að lömb séu afvelta núna upp a síðkastið eftir rigninguna um daginn sáum við lamb út á túni liggja og vorum á leiðinni að fara keyra og athuga hvað þetta væri og þá sáum við annað vera með lappirnar upp í loft á veginum á afleggjaranum upp að Fögruhlíð og réttum það við það var lambhrútur frá Sigga. Siðan héldum við áleiðis i átt að hinu sem var út á túni og það var í stórum polli og búnað sparka sig ofan í túnið og festa sig. Það var frekar laskað og slappt svo við tókum það upp og fórum með það inn í fjárhús til Sigga. Þar næsta dag fór Siggi og Kristinn á rúntinn og þá sáu þeir eina gimbur frá Sigga vera afvelta niður við Holtsá svo það marg borgar sig að fara kindarúntana á hverju kvöldi því það er alltaf eitthvað sem maður getur þá gripið inn í og bjargað. En vonandi verður ekki meira af þessu.

 


Það er búið að vera mikið sport hjá krökkunum að hoppa í sjóinn.

 


Hér er Freyja eins og hún sé að hlaupa niður.

 


Erika vinkona Emblu er nýbúnað fá búning líka svo núna er þetta enn þá skemmtilegra fyrir þær að geta farið saman.

 

31.08.2022 15:59

Vaíana og Randalín koma niður í hlíð


Hér er Vaiana með gimbrina sína undan Fönix.

 


Hér er hin systirin og þær voru rennandi blautar enda hundleiðinlegt veður rigning og rok og þess vegna ákvað ég að fara rúnt í von um að sjá eitthvað nýtt komið niður. Þessar systur eru vel vænar og næstum jafnstórar og mamma sin.

 


Hér er svo hún Randalín sem Kristinn hefur verið að bíða eftir að sjá í allt sumar og hún stendur sig vel og er með öll sín þrjú undir sér og það eru tvær gimbar og einn hrútur undan Húsbónda Glitnissyni frá Bárði Grundarfirði.

 


Hér er svo gimbrin hennar Randalín sem var minnst fædd en hún hefur stækkað vel og eru þau bara mjög jöfn að sjá þó svo að þau séu rennandi blaut.

 


Hér er Moldavía gemlingur með gimbrina sína undan Óðinn.

 


Pila gemlingur með gimbrina sína undan Bibba.

 


Sletta hans Sigga með hrút undan Bibba fæddur tvílembingur en hitt drapst í burði á móti honum. 

Hann er mjög langur og fallegur hrútur.

 


Gimbur undan Spyrnu gemling og Dag.

 


Emil fór í veiðiferð eins og hann hefur gert ár hvert með útgerðastjóranum sínum og fleirum og er meðfylgjandi mynd af Emil í fyrra en núna i ár var hann heldur betur óheppinn hann skar sig á kaf milli vísifingurs og löngutöng og það þurfti að sauma 9 spor en hann lét það ekki stoppa sig og hélt áfram að veiða á sunnudeginum og náði þá að landa einum lax.

 

 

28.08.2022 22:18

Rúntur 28 ágúst


Príla hans Sigga með tvær gimbrar undan Ramma sæðingarstöðvarhrút.

 


Snædrottning með gimbur undan Bolta.

 


Spyrna gemlingur með sína gimbur undan Dag og svo er hin fyrir aftan hana hin gimbrin hennar Snædrottningu. Fremst er svo Dorrit hans Kristins sem varð afvelta og hún hefur ekki náð að hitta lömbin sín aftur svo hún er bara ein.

 


Hér sést betur gimbrin hennar Spyrnu sem er fyrir aftan hana og svo er Dorrit fremst.

 


Hrútur undan Snúllu hennar Jóhönnu og Prímus.

 


Hér er hinn á móti. Þeir eru mjög stórir og fallegir.

 


Grána gemlingur hans Sigga með tvo svakalega væna hrúta undan Ljúf.

 


Botna gemlingur frá Sigga með lambið sitt.

 


Hláka hans Sigga sem var fjórlembd en gengur með tvö undir er hér með hrút og gimbur undan Ramma sæðingarhrút.

 


Hér sést gimbrin betur.

 


Hexía með lömbin sín undan Ljúf.

Þá er þetta komið í bili af þessum rúnti en sá þó nokkrar nýjar núna sem ég hafði ekki rekist á áður þessar frá Sigga og svo Snædrottningu og Spyrnu.

 

25.08.2022 11:01

Rúntur 24 ágúst

Rákumst á þessar tvær gimbrar móðurlausar og það tók mig smá tíma að læðast að þeim og reyna finna rétta sjónarhornið til að ná mynd af númerinu hjá þeim svo ég myndi ná að sjá undan hverju þær væru en það hafðist þó og kom í ljós að þetta eru gimbrar undan Mávadís og Bassa. Ég er svo búnað taka rúnt eftir þetta og það bólar ekkert á Mávadís svo ég er ansi hrædd um að ég afskrifi hana á lífi fyrst hún sést hvergi.

 


Þetta eru mjög fallegar gimbrar og miðað við stærðina á þeim er ekki langt síðan hún hefur drepist eins voru Siggi og Kristinn búnað sjá hana fyrir ekki svo löngu.

 


Þessi gimbur er undan Ramma sæðingarstöðvarhrút og Kleópötru.

 


Terta með þrilembingana sína og svo móðurlausu gimbrarnar fyrir ofan hana.

 


Ég sagði Emblu minni að læðast ofur rólega að Viktoríu því ég var áður búnað ná að klappa henni úti og það gekk eftir hún er svo æðisleg kind hún var svo góð og leyfði þeim að klappa sér og svo ætlaði hún bara elta þær þegar þær voru að fara. Viktoría er undan Hexíu minni og Vikíng frá Bárði og Dóru Grundarfirði. Viktoría er svo með lömb undan Ljúf.

 


Hér eru stelpurnar að tala við Diskó sinn sem er veturgamal undan Tón sæðingarstöðvarhrút og Vaíönnu.

Hann er alveg einstaklega skapgóður og elskar stelpurnar jafn mikið og þær hann.

 


Hann eltir þær svo upp að fara tala við Ljúf og hina veturgömlu hrútana sem eru allir mjög rólegir og geðgóðir.

 


Sá mórauðu kindina hans Sigga hana Storð með hrútana sína en hún á þennan svarta sjálf og hann er undan Ingiberg eða 

Bibba eins og við köllum hann. En ég veit ekki alveg hver á þennan hvita sem gengur undir líka.

 


Hér er sá hvíti þeir virka báðir mjög fallegir.

 


Það er náttúrulega allt eðlilegt við það að vera súma að í myndavélinni og skoða afturendann á lömbunum he he en þessi er bara svo rosalegur að maður stenst  það ekki að skoða hann betur, þetta er svakalegt lamb frá Sigga undan Lottu og Bibba. Hann vaggar svo geggjað þegar hann labbar og bilið milli lærana er svakalegt það verður svo spennandi að sjá hvað hann fær í læri ég man ekki eftir að hafa séð svona áberandi mikið lamb því myndir sýna auðvitað ekki eins mikið eins og sjá þetta með berum augum en trúið mér þetta er alveg magnaður hrútur.

21.08.2022 12:26

Rúntur 20 ágúst


Viktoría með lömbin sín undan Ljúf.

 


Ástrós gemlingur með hrút undan Bikar sæðingarstöðvarhrút.

 


Þessi mórauði hrútur er undan Rúmbu gemling og Dökkva.

 

 

Kind frá Guðmundi Ólafssyni Ólafsvík með tvo fallega hrúta.

 


Hér er Panda gemlingur með hrútinn sinn undan Ljúf.

 


Rúsína gemlingur með hrútinn sinn undan Ljúf.

 


Hér er svakalega fallegur hrútur frá Guðmundi Ólafssyni.

 


Hér sést hann betur eins og ljón hann er rosalega vígalegur.

 

 
 

Hér er Glæta hans Sigga með gimbur undan Kapal sæðingarstöðvarhrút.

 

 


Hér er Héla hans Sigga með lömbin sín undan Óðinn.

 


Hér er Birta með gimbrina sína undan Húsbónda frá Bárði. 

 


Vigdís gemlingur frá Kristinn með gimbur undan Óðinn.

 


Krakkarnir með Kaldnasa.

 

 

 

 

 

17.08.2022 01:15

Kinda rúntur 16 ágúst.


Lukka gemlingur hans Kristins með gimbur undan Dag.

 


Búrka hans Sigga í Tungu með hrúta undan Dag.

 


Hér sést hvað þeir eru flottir á framan.

 


Vika gemlingur frá Sigga með hrút undan Ljóma.


Hrútur undan Gurru og Ljúf.

 


Hér er hinn bróðirinn undan Gurru og Ljúf.

 


Botnía hans Sigga með hrút og gimbur undan Bassa.

 


Perla og gimbur undan Bassa.

 


Perla með gimbrarnar sínar.

 


Hér er held ég Kolbrún hans Sigga með tvo hrúta undan Ljóma og þeir eru mjög vænir og langir að sjá.

 


Hér er mjög falleg gimbur hjá Sigga undan Glætu og Kapall sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér sést aftan á hrútana hennar Gurru.

Þetta er svo æðislegur timi og mér var búið að hlakka svo til að koma heim úr ferðalaginu akkurat til að gera þetta fara á rúntinn á hverju kvöldi og dáðst af lömbunum og reyna að finna nýjar kindur sem væru komnar niður svo hægt væri að taka myndir af lömbunum.

 


Ronja krútt að tína ber og borða.

 


Terta með þrílembingana sína undan Óðinn.

 


Hér sést betur þriðji sem er grábotnuflekkóttur.

17.08.2022 00:41

Kinda rúntur 15 ágúst.


Melkorka með fallegu lömbin sín undan Dökkva.

 


Hér sést gimbrin betur nema lýsingin er of mikil á myndinni út af sólinni.

 


Hér er hrúturinn.

 


Embla og gimbrarnar hennar sem eru undan Óðinn.

 


Önnur þeirra er grábotnótt.

 


Hin er svartbotnótt.

 


Viðja gemlingur undan Viðari sæðishrút er með móbotnóttan hrút og faðir er Bibbi.

 


Hér sést hann betur það er svo gaman að sjá hvað Bibbi gefur fjölbreytta liti og mjög falleg lömb sem eru öflug í lærum.

 


Hér sést aftan á systkinin undan Melkorku og Dökkva og þau lofa góðu.

 

 

Hér er svo Bibba og Viðju sonurinn.

 


Tvílembings gimbur undan Pílu gemling og Ramma sæðingarstöðvarhrút en hún gengur undir Hrafney.

 


Þessi hrútur er frá Jóhönnu undan Hrafntinnu og Ljúf. Sjáiði hvað það er ofboðslega sérstakt og töff munstrið af svarta litnum framan í honum eins og það hafi verið teiknað á hann. Ég hef aldrei séð svona áður.

 


Einstök með hrútana sína undan Bibba. Þeir eru svakalega hvítir og fallegir.

 

 

Hér er annar þeirra.

 


Hér er hinn.

 


Og hér kemur ein nærmynd.

 


Hexía með hrút og gimbur undan Ljúf.

 


Lömbin hennar Hrafney eða svarta gimbrin gengur undir henni og er undan Ramma og Pílu gemling.

16.08.2022 23:59

Kindarúntur 14 ágúst


Fórum kinda rúnt þann 14 ágúst og rákumst á þessa kind frá Sigga með alveg svakalega fallega hrúta undan Bibba.

 


Þeir eru alveg svakalegir og þeir alveg vögguðu þegar þeir löbbuðu það verður forvitnilegt að sjá hvað þeir fá í læri.

 


Embla komin til Hrafney sinnar sem er svo góð að hún kemur alltaf til okkar til að fá klapp. Hún er með

svakalega fallegan hrút undan sæðingarstöðvarhrútnum Bikar.

 


Hér eru lömb undan Hrafntinnu hennar Jóhönnu og Ljúf.

 


Óskadís með hrútana sína undan Dökkva.

 


Blesa með lömbin sín undan Dökkva þau eru mógolsótt.

 


Dísa með þrílembingana sína undan Bolta.

 


Hér sést sá flekkótti betur.

 


Skotta með sínar gimbrar undan Ljúf.

 


Hér sést önnur þeirra betur sú móbotnótta hún er ljós en samt svo falleg.

 


Hér er Grýla hans Sigga með tvær fallegar gimbrar undan Ljóma.

 


Þota gemlingur frá Kristinn.

 


Hér er hrúturinn hennar Þotu hann er undan Óðinn.

 


Höfn með hrútinn sinn undan Bolta.

 


Perla með gimbrar undan Bassa.

 


Embla að klappa Kaldnasa sínum.

 


Freyja Naómí með Hrafney.

14.08.2022 11:56

Útilega á Akureyri og Austurland

Við áttum góða daga á Akureyri þrátt fyrir kulda og rigningu og biðum það af okkur fram á föstudag sem var búið að spá að yrði sól og gott veður og það stóðst og það var mjög gott veður þá. Við fórum í flestar sundlaugarnar eins og Akureyri, Dalvík, Húsavík og Geosea, Hrafnagil, Jarðböðin á Mývatni og Egilsstaði. Það var mjög gaman að prófa þessar náttúrulaugar og Mývatn var svona allt öðruvísi en mjög skemmtileg, bláa vatnið og hveralyktin var frábrugðin hinum og einkennir jarðböðin og auðvitað náttúran í kringum þau. Á Akureyri fórum við rölt um Kjarnaskóg og Lystagarðinn og svo fórum við í sund á Hrafnagili og þá var komið við í jólahúsið sem alltaf er gaman að koma. Embla var alveg eyðilögð yfir að Kaffi Kú væri ekki til lengur en það var uppáhaldsstaðurinn hennar að koma þegar við höfum komið til Akureyrar svo það er mikill söknuður eftir þeim stað. Við tók svo löng ferð í Breiðdalinn alla leið til Ágústar bróðirs og á þeirri leið ákváðum við að koma við í Jarðböðunum til að stytta ferðina fyrir krakkana. Þegar við komun svo austur vorum við með hjólhýsið á planinu hjá Ágústi og Írisi á Felli. Það var yndislegur tími þó stuttur væri, við vorum í tvær nætur hjá þeim og krakkarnir alveg elska að koma til þeirra. Embla og Freyja fóru að veiða með Ágústi bróðir og svo fengu þær að fara á hestbak með Dalíu frænku sinni og auðvitað hitta heimalinga sem voru tveir kiðlingar sem alveg bræddu mann og þær vildu helst bara eiga þá. Benóný var að safna greinum og allsskonar spýtum fyrir brennu á eldstæðið hans Ágústar en það var svo mikill rigning að við gátum aldrei kveikt upp í því svo það verður nóg til að brenna næst þegar Ágúst ætlar að kveikja upp í eldstæðinu. Dalía var svo með Dugguandarunga sem var mjög skemmtilegur hann hagaði sér eins og hundur og át hundamat og vatn úr matardallinum og elti Dalíu um allt og kúraði svo ofan á henni þegar hann varð þreyttur.

 


Hér eru Benóný og Emil að njóta veðurblíðunnar á Hömrum Akureyri.

 


Gönguferð um miðbæ Akureyrar svo fallegur bær.

 


Lystigarðurinn Akureyri.

 


Freyja í Kjarnaskógi sem er alltaf skemmtilegur staður til að fara með krakkana í göngu og leiktækji.

 


Jólahúsið er alltaf skemmtilegur staður líka til að koma við og kaupa sér jólakúlu fyrir hvert ár.

 


Áttum gæðastundir sem fjölskylda og spiluðum á kvöldin í fortjaldinu.

 


Hér erum við í Geosea Húsavík.

 


Benóný og Ronja í Geosea.

 


Freyja og Embla í Geosea.

 


Í Jarðböðunum á Mývatni við vorum svo heppin að ein kona kom og bauðst til að taka mynd af okkur saman.

 


Embla að baða sig upp úr Mývatni og setja maska á sig af botninum.

 


Hér erum við mætt til Ágústar,Írisar og Dalíu á Felli.

 


Hér eru stelpurnar að gefa heimalingnum á Felli.

 


Dalía með ungann sinn og kisu að kúra.

 


Hér er unginn að gæða sér á mat og vatni.

 


Embla að veiða með Ágústi, hún alveg elskar að veiða.

 


Freyja að veiða líka og þær fengu saman með Ágústi held ég 8 bleikjur.

 


Ronja Rós á Reyðarfirði í slönguspili.

 


Hér eru Dalía og Embla á hestbaki.

 


Hér er Freyja að reka lestina.

 


Stelpurnar að kveðja kiðlinginn áður en við færum heim.

 


Hér erum við mætt til Birgittu kinda vinkonu minnar og Þórðar á Möðruvöllum Hörgársveit. 

 


Við vorum svo heppin að fá að sjá nýfæddu lömbin sem hún var að fá.

 


Hér er Embla alveg í skýjunum.

 


Hér eru þau með mömmu sinni hún bar úti en Birgitta var búnað taka hana inn þegar við komum.

 


Við Birgitta fengum árlegu myndina af okkur með nýfæddu lömbin og ég myndi segja að það væri besta myndin af okkur enda með áhugamálið okkar lömbin með okkur. Við erum báðar með heimasíðu af 123.is og spjöllum mikið og kommenntum á síðuna hjá hvor annari.

 


Ronja Rós fékk líka að halda á lambi svo lukkuleg.

 


Emil að prófa fjórhjólið hans Þórðar og keyra krakkana niður að húsi frá fjárhúsunum rosa sport fyrir krakkana.

 


Svaka stuð hjá þeim.

 


Hér er mikið sport að prófa sitja á hjólunum hjá Birgittu og Þórði. Ronja Rós og Freyja Naómí eru alveg að elska þetta.

Við áttum skemmtilegan dag í heimsókn hjá Birgittu og Þórð og strákunum og það er alltaf svo gaman að koma til þeirra og vel tekið á móti okkur.

Krakkarnir okkar eru alveg farnir að tengja Akureyri við Birgittu því við förum yfirleitt í heimsókn til þeirra eða farið í sund saman.

Þau voru í ferðalagi fyrir austan þegar við komum norður og svo fórum við austur en svo aftur norður svo það var frábært að þau væru heima þegar við komum aftur norður svo við gætum hitt þau áður en við færum vestur aftur.

 


Eftir að við komum heim úr ferðalaginu fóru Embla og Freyja að hoppa í sjóinn með Aroni inn í Ólafsvík.

 


Embla að taka undir sig stökk og Aron komin ofan í .

 


Og hoppa .

 

Flettingar í dag: 665
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4577
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 1554715
Samtals gestir: 77919
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:13:35

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar