Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
22.09.2022 09:13Smalað Svartbakafellið 17 septÁ laugardaginn 17 sept mættum við í Tungu kl hálf 9 og var þar flottur hópur af smölum saman komnir. Hannes á Eystri Leirárgörðum kom með syni sína tvo Kristinn og Tómas en Tómas var reyndar kominn á föstudeginum. Emmi Tóti vinur okkar og Magnús sonur hans og Kristinn og fóru þeir ásamt Sigga upp á Fróðarheiði og munu svo ganga þar upp og koma niður á Svartbakafellið inn í Fögruhlíð. Emmi Tóti,Kristinn og Magnús fara svo niður í hlíðina í Hrísum og koma þar niður meðan hinir halda áfram upp í fellið. Maja systir,Óli mágur og Bói ásamt mér og dætrum mínum Emblu og Freyju og vinkonum þeirra Eriku og Heklu og Benóny syni mínum og vini hans Hrannars fórum upp inn í Fögruhlíð og förum þaðan upp á Sneið og fylgjum gamla rafveituveginum upp á fjall og kíkjum upp í Urðir og sjáum þar vel yfir í Svartbakafellið okkar megin og Óli hækkar sig svo fer alveg að rótum Kaldnasa til að sjá í Bjarnaskarðið. Krakkarnir voru svo svakalega duglegir að labba með okkur því þetta er talsvert labb og allt upp í móti og þau stóðu sig eins og hetjur. Bói fór niður að Rjómafossi og yfir í Svartbakafellið og Embla og Erika fóru með honum yfir til að standa fyrir í fellinu svo kindurnar sem Siggi og þeir koma með fari ekki aftur upp í fjall því þær hafa oft reynt að taka á rás upp í Svartbakafellið okkar megin og fara þá upp fyrir Rjómafoss og lengst upp á fjall. Maja fór aðeins ofar en ég og tók Freyju og Heklu með sér og ég varð eftir fyrir neðan Urðirnar með Benóný og Hrannari og við biðum eftir að hinir væru búnað koma sér í sínar stöður og Óli kæmist í veg fyrir kindur sem voru alveg lengst uppi en þær sneru á hann og tóku straujið upp einhvern foss og ruku í gegnum Bjarnarskarðið. Við héldum svo áfram og allt gekk vel að koma þeim niður nema ein kind sem fór á undan okkur niður náði að fara niður Sneiðina og enda upp í klettum fyrir ofan Fögruhlíð og ég ákvað að príla á eftir henni og náði að elta hana eftir klettunum að Tröð en þá játaði ég mig sigraða eftir að vera búnað koma mér í sjálffeldu nokkrum sinnum og snúa við og fara neðar svo ég kæmist og þá fór ég niður því allir hinir voru löngu komnir niður og farnir að reka féið inn í Tungu svo við sækjum hana seinna en hún var aðkomu kind ekki frá okkur og þess vegna streyttist hún svona mikið á móti að fara niður því hún rataði ekki leiðina.
22.09.2022 07:45Smalað Búlandshöfðann 16 septÁ föstudeginum 16 sept fórum við kl 9 um morguninn og smöluðum Búlandshöfðann i róleg heitum. Ég og Kristinn og stelpurnar minar og vinkona þeirra Erika og löbbuðum að höfðabrekkunni Grundarfjarðar megin og náðum að aðskilja að mestu leiti okkar fé og Bibbu frá Grundarfirði því hennar fé og okkar er farið að blandast aðeins saman í Höfðanum. Emmi Tóti og Emil voru á bílnum að fylgjast með ef eitthvað þyrfti að grípa inn í svo fórum við aðeins í kaffi til Sigga þegar kindurnar voru komnar fram fyrir Búlandshöfðann og inn á Mávahlíðarhelluna. Næst komu Siggi og Tómas sonur Hannesar á Eystri Leirárgörðum og Gummi Ólafs Ólafssvík og frændi hans Magnús Óskarsson. Siggi,Kristinn og Tómas fóru upp í Búlandshöfða og kíktu upp í Grensdali og svo upp við Höfðakúlurnar og það var ekkert þar en við Emil rákum augun í mórauða gengið okkar sem var fyrir ofan útsýnispallinn í Búlandshöfðanum svo ég varð að fara upp í hlíð þar og fikra mig þar yfir það er mjög bratt að fara þar og ekki fyrir lofthrædda og Emil er alltaf mjög stressaður þegar ég fer þar upp en mér finnst það bara gaman er svo vön að fara þarna að ég finn ekki mikið fyrir því sérstaklega þegar það er nokkuð þurrt þá er það allt í góðu lagi. Þær fóru svo af stað þegar ég komst að þeim en reyndu þó að fara upp á fjall hinum Mávahlíðar megin við Höfðann og þar geta þær komist upp en þar voru Siggi,Kristinn og Tómas og hóuðu svo þær kæmust ekki upp aftur og þær húrruðu alla leiðina niður á veg. Þar tók Emmi Tóti,Maggi og krakkarnir við þeim og Gummi tók Mávahlíðarrifið. Við héldum svo áfram og tókum alla Mávahlíðina og Fögruhliðina,Sneiðina og svo í framhaldi af því Kötluholt og svo var allt rekið heim að Tungu.
20.09.2022 07:11Væntanleg Hrútasýning veturgamla hjá Búa
12.09.2022 13:12Rúntur 10 og 11 sept
09.09.2022 21:02Rúntur 9 sept
06.09.2022 09:02Rúntur 5 sept
05.09.2022 09:00Rúntur 1 sept og krakkarnir hoppa i sjóinn
31.08.2022 15:59Vaíana og Randalín koma niður í hlíð
28.08.2022 22:18Rúntur 28 ágúst
25.08.2022 11:01Rúntur 24 ágústRákumst á þessar tvær gimbrar móðurlausar og það tók mig smá tíma að læðast að þeim og reyna finna rétta sjónarhornið til að ná mynd af númerinu hjá þeim svo ég myndi ná að sjá undan hverju þær væru en það hafðist þó og kom í ljós að þetta eru gimbrar undan Mávadís og Bassa. Ég er svo búnað taka rúnt eftir þetta og það bólar ekkert á Mávadís svo ég er ansi hrædd um að ég afskrifi hana á lífi fyrst hún sést hvergi.
21.08.2022 12:26Rúntur 20 ágúst
17.08.2022 01:15Kinda rúntur 16 ágúst.
17.08.2022 00:41Kinda rúntur 15 ágúst.
16.08.2022 23:59Kindarúntur 14 ágúst
14.08.2022 11:56Útilega á Akureyri og AusturlandVið áttum góða daga á Akureyri þrátt fyrir kulda og rigningu og biðum það af okkur fram á föstudag sem var búið að spá að yrði sól og gott veður og það stóðst og það var mjög gott veður þá. Við fórum í flestar sundlaugarnar eins og Akureyri, Dalvík, Húsavík og Geosea, Hrafnagil, Jarðböðin á Mývatni og Egilsstaði. Það var mjög gaman að prófa þessar náttúrulaugar og Mývatn var svona allt öðruvísi en mjög skemmtileg, bláa vatnið og hveralyktin var frábrugðin hinum og einkennir jarðböðin og auðvitað náttúran í kringum þau. Á Akureyri fórum við rölt um Kjarnaskóg og Lystagarðinn og svo fórum við í sund á Hrafnagili og þá var komið við í jólahúsið sem alltaf er gaman að koma. Embla var alveg eyðilögð yfir að Kaffi Kú væri ekki til lengur en það var uppáhaldsstaðurinn hennar að koma þegar við höfum komið til Akureyrar svo það er mikill söknuður eftir þeim stað. Við tók svo löng ferð í Breiðdalinn alla leið til Ágústar bróðirs og á þeirri leið ákváðum við að koma við í Jarðböðunum til að stytta ferðina fyrir krakkana. Þegar við komun svo austur vorum við með hjólhýsið á planinu hjá Ágústi og Írisi á Felli. Það var yndislegur tími þó stuttur væri, við vorum í tvær nætur hjá þeim og krakkarnir alveg elska að koma til þeirra. Embla og Freyja fóru að veiða með Ágústi bróðir og svo fengu þær að fara á hestbak með Dalíu frænku sinni og auðvitað hitta heimalinga sem voru tveir kiðlingar sem alveg bræddu mann og þær vildu helst bara eiga þá. Benóný var að safna greinum og allsskonar spýtum fyrir brennu á eldstæðið hans Ágústar en það var svo mikill rigning að við gátum aldrei kveikt upp í því svo það verður nóg til að brenna næst þegar Ágúst ætlar að kveikja upp í eldstæðinu. Dalía var svo með Dugguandarunga sem var mjög skemmtilegur hann hagaði sér eins og hundur og át hundamat og vatn úr matardallinum og elti Dalíu um allt og kúraði svo ofan á henni þegar hann varð þreyttur.
Flettingar í dag: 665 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 4577 Gestir í gær: 153 Samtals flettingar: 1554715 Samtals gestir: 77919 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:13:35 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is