Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
03.05.2021 23:04Ronja Rós í aðlögun á leikskólann,Fjöruferð og fleira.Við fórum til Reykjavíkur um daginn og komumst að því að rennibrautirnar voru búnað opna í Keflavík þessar nýju svo við urðum að gera okkur ferð þangað og leyfa Benóný að prófa. Við tókum Magga bróðir með okkur og Benóný var alsæll með þær og Ronja Rós líka hún var jafn áhugasöm og Benóný að renna sér inni í Vatnaveröldinni. Þetta er alveg glæsileg sundlaug hjá Reykjanesbæ. Hér eru þessar nýju þær eru tvær og enda báðar í skúffu sú minni fer hraðara en sú hærri. Ronja Rós fór í sína fyrstu leikskóla heimsókn um daginn og fannst mjög gaman fyrst og allt gekk vel hún tók ekki einu sinni eftir mér úti en svo þegar leið á vikuna og ég var farin að fara í burtu var þetta ekki eins skemmtilegt og hún varð alveg brjáluð. Ekki tók svo betra við að hún fékk ælupest og var veik í tvo daga og náði svo að smita alla heima nema mig sem betur fer þetta var hrikalegt við með klósettið bara með því að sturta niður með fötu því við erum enn í framkvæmdum með það og mikið að þvo af rúmunum því Ronja ældi tvisvar yfir allt rúmið en hin eldri voru mjög dugleg að hlaupa á klósettið. Amma Freyja smitaðist svo líka og Jóhanna frænka þeirra og Emil greyjið kom heim í tvo daga og þá stóð þetta yfir svo þegar hann fór á sjóinn fékk hann þetta líka svo þetta var nú meiri pestin. Hér er hún að borða og þá verður að læra að sitja kyrr og ekki klifra upp á borð. Hún elskar rennibrautina á leikskólanum. En núna i dag fór hún klukkan 8 og var alveg til hálf 2 svo þetta er allt að koma hjá henni. Gaman að leika með sápukúlur hún varð svo 19 mánaða núna seinast liðinn 27 apríl. Hér er hún og Skuggi vinur hennar en hann er búnað kveðja okkur núna hann var í eigu Þórhöllu og Jóhanns og var inn í sveit hjá Freyju og Bóa en hann var orðinn svo gamall og hættur að borða svo hann sofanði um daginn og verður hans sárt saknað og blessuð sé minning hans. Að skottast með mér inn í Tungu. Fékk fyrsta ísinn sinn um daginn og eftir það má ekki keyra framm hjá sjoppunni þá segir hún má ég fá ís he he fljót að læra. Fórum í fjöruna einn daginn til að viðra okkur eftir ælupartýið heima. Það var frekar kalt en samt svo frískandi. Freyja Naómí. Embla og Ronja. Svona er klósettið okkar núna og hér er Bói yfirsmiður og Emil aðstoðar hann. Ronja Rós sínir mikinn áhuga á því þegar afi hennar er að skoða myndbönd um fibo baðplötur. Benóný Ísak með Doppu sína. Hér er Embla Marína og Bói á hestbaki. Hér eru þau kominn inn í Varmlæk frá Ólafsvík. Ronja Rós fékk að prófa að sitja. Hér eru þau svo farin aftur til baka og Embla alveg eitt bros og svo ánægð að afi hennar skyldi vera svona frábær að koma með henni. Svo gaman í sveitinni. 03.05.2021 12:20Heimsókn á Berg til Önnu Dóru og Jón BjarnaHæ ég ætlaði að vera löngu búnað koma þessu bloggi hér inn en hef ekki komist í það fyrr en núna því ég hef verið með Ronju Rós í aðlögun á leikskólanum og svo er Emil að róa í Grindavík og ég er því ein heima með börnin og þá er dagurinn alveg uppbókaður. Við fórum sem sagt 4 apríl í heimsókn á Rækrunarbúið á Bergi hjá Önnu Dóru og Jón Bjarna og fengum að skoða stóðhestana hjá þeim sem eru alveg glæsilegir og til stendur hjá okkur eftir að Embla Marína dóttir okkar hefur suðaða og suðaða um að fá folald að fara með merina hennar Heru í stóðhest hjá þeim og Sægrímur varð fyrir valinu hjá Emil og henni sem hafa miklar skoðanir og pælingar í þessu ásamt því að fá mikla leiðsögn og meðmæli hjá Jón Bjarna sem tók okkur í frábæra skoðun og fræðslu um þá alla. Það var alveg æðislegt að koma til þeirra og stelpurnar fengu meira segja að fara á hestbak með Sól inn í reiðskemmunni hjá þeim. Hér er merin hennar Emblu sem heitir Hera og er undan Svein Hervari. Hér er Sægrímur sem er svakalega fallegur. Krakkarnir voru svakalega hrifnir af litnum á þessum. Benóný hitti svo hana Tótu sem er fræg fyrir að hafa komið í blöðin með Sól dóttur þeirra og hún er einstaklega gjæf og var einu sinni heimalingur. Stórir og fallegir gemlingarnir hjá þeim. Hér eru svo ærnar hjá þeim. Hér er Sól að sýna stelpunum forrystu kindina sína og Embla var alveg heilluð og langar svo mikið í svona kind sem hún getur verið með í taumi. Jón og Anna sögðu okkur magnaðar sögur um hana sem þau notuðu hana til að sækja lamb sem þau sáu upp í fjalli og þurftu að ná inn þá slepptu þau henni og hún fór og jarmaði til lambsins og þá kom það til hennar og hún leiddi það heim á hlað. Þær eru alveg magnaðar þessar forrystur þær vita hvað þær eru að gera. Hér er Freyja ,Embla og Sól með hana. Hér er Embla alveg alsæl með hana í taumi og Benóný fylgist með. Hér er Jón Bjarni og Emil að skoða fyrstu verðlauna merarnar. Jón Bjarni fór svo með okkur niður að vita og út á Bjarg þangað hafði ég aldrei komið og það er þvílík náttúrufegurð að sjá. Hér má sjá niður í fjöru. Hér er svo stuðlaberg fyrir neðan krakkana. Hér er vitinn. Krakkarnir komnir niður í fjöru að leika sér á klakanum. Hér eru þau svo að koma upp aftur. Allir búnað hreyfa sig og labba upp aftur með Kirkjufellið í baksýn. Hér eru svo folaldsmerarnar. Embla alveg til í þetta langar bara að fara í vinnu hjá þeim he he. Hér er Sægrímur úti. Embla er alveg heilluð af honum. Embla er líka mjög hrifin af honum ég man ekki hvað hann heitir hann er líka svakalega fallegur og rosalega fallegur á litinn. Svo flottur. Styllti sér svo upp fyrir framan tignarlega Kirkjufellið. Þetta verður svo spennandi vonandi heldur Hera þegar við förum með hana í Sægrím. Hún var í hestalátum í apríl svo hún verður aðra vikuna í maí örugglega aftur. Embla Marína að baka með mömmu sinni gulrótaköku. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessari ferð. 04.04.2021 23:31Gleðilega páskaGleðilega páska hér eru allir búnað finna eggin sín eftir smá vísbendingaleik. Það var spilað líka Bingó sem vakti mikla lukku hjá krökkunum. Ronja Rós sátt með eggið sitt. Þetta var mjög spennandi en það sem var mest spennandi var að taka tappann úr og loka egginu aftur og svo var bitið í það he he. Amma Hulda með prinsessuna sína. Maggi bróðir minn kom og var með okkur á páskadag. Ronja var pínu feimin fyrst við hann en svo þegar hann var búnað prakkarast í henni náði hann henni alveg í fíflaganginn. Hér er svo selfie páskatime mikil gleði í þessari mynd. Hjörtur kom með Heru og það var mikil gleði hjá Emblu okkar að fá hana loksins til okkar en Emblu fannst hún heldur róleg en það kemur með æfingunni hjá þeim saman. Hér er mikil kátína yfir páskana og Bói búnað járna og hann járnaði líka Heru fyrir Emblu. Embla náði meira segja að fá pabba sinn til að rifja upp gamla takta og fara með sér á bak. Eins og áður kom fram í fyrri blogg færðslu átti Emil afmæli 1 apríl og við fórum út á borða á Skerinu með Þórhöllu og Jóhanni bróðir hans Emils og það var rosalega fínt það er alltaf mjög gott að borða þar og flottur veitingarstaður. Hér er Embla aðstoðarmaður pabba sins að brjóta niður inn á klósetti og þá kemur covid gríman vel að notum. Það er allt orðið í rúst hjá okkur hérna rétt fyrir Páska og Ronja líka að hjálpa til við stefnum á að skipta loksins um allt inn á baðherberginu. Hér er litla prakkara stelpan hún Ronja sem ber nafnið sitt með réttu og notar hvert tækifæri til að fara inn og taka eitthvað sem hún má ekki gera og svo tekur hún skrúfjárnið og segir pabbi gera búmm búmm. 04.04.2021 10:37Sprautað fyrri sprautuna kindurnar 3 aprílÞað var fallegur regnboginn yfir Ólafsvík þegar ég var að keyra heim úr fjárhúsunum um daginn. Hér eru Emil og Kristinn og Siggi að sprauta fyrri sprautuna við lambablóðsótt. Hér er Kristinn að halda fyrir Telmu dóttir sína sem er að sprauta fyrir okkur. Við fengum flotta aðstoð frá henni og tengdasyni Kristins við að sprauta. Hér er tengdasonur Kristins að sprauta, glæsilegt að fá lærða lækna í verkið. Þau voru svo ánægð með þetta að fá að spreyta sig á að æfa sig í að sprauta kindurnar og fá að sjá hvað Kiddi hefur gaman að kindunum og um fræðast um þær. Þau tóku sig svo svakalega vel út að gefa á garðann öll saman. Hér er svo Siggi að klaufsnyrta Bolta fyrir Kidda. Bolti er hrúturinn hans Kidda. Bolti fékk svo væna lúku af fóðurbætir frá Thelmu fyrir að vera svona góður og stylltur í snyrtingunni. Benóný fékk að fara á hestbak með stelpunum í gær og er pínu óöruggur en það kemur. Það ætlar að ganga erfiðlega hjá Benóný hænsnabónda að rækta hana sem verða ekki grimmir því þetta er hann Belgur sem er í miklu uppáhaldi hjá honum og hann hefur mikið verið með hann en hann byrjaði svo allt í einu að sýna Bóa mikla grimmd og hefur ráðist´ á hann ítrekað þegar hann kemur að gefa þeim í hænsnakofanum en hann hefur ekkert gert við Benóný en við getum ekki haft hann lengur því það er ekki hægt treysta því að hann fari ekki að ráðast á krakkana þegar þau eru úti að leika svo hann verður látinn fara. Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu hér inn í albúmi. 04.04.2021 09:54Embla Marína 10 áraElsku frábæra og duglega Embla okkar varð 10 ára 28 mars. Hún elskar að fara á hestbak og allt sem tengist hestum og hún fékk frá okkur reiðskó.vettlinga og svo skóreiðbuxur sem hún fékk aðeins seinna. Emba er full af orku,gleði og elskar að vera úti að leika og með vinum sínum. Hún æfir frjálsar,sund,fimleika og er á reiðnámskeiði líka svo það er nóg að gera hjá henni en reyndar er það allt í pásu núna út af covid. Embla er roslega góður námsmaður og gengur mjög vel í skólanum að læra og gerir allt samviskusamlega. Það er mikill heiður að fá að vera mamma hennar. Hérna er hún um morguninn að opna pakkann og Birgitta frænka þeirra var í heimsókn og gisti hjá þeim 3 nætur. Svo falleg og orðin svo stór hún Embla Marína okkar. Smá fjölskyldu afmæli fyrir Emblu hér er hún og systkyni hennar og frændsystkyni. Að gera sig tilbúna til að fara blása. Alsæl með gjafirnar. Á hestbaki í reiðhöllinni. Bói afi var að járna fyrir Emblu og Freyju svo núna verða þær óstöðvandi að fá að fara á hestbak. Þær hafa líka verið á reiðnámskeiði hjá Gunna og Veronicu á Brimisvöllum. Hér eru þær systur saman. Æðislega mynd af bestu mínum vantar bara Benóný á myndina. Annað krúttlegt hópknús til Emils en hann átti afmæli núna 1 apríl og fékk þessar flottu móttökur þegar hann var vakin með afmælissöng og knúsi frá stelpunum sínum og Birgittu frænku sinni. Svaka stuð inn í sveit hjá Freyju og Bóa að gera snjóhúsagöng. Hér eru Friðrika vinkona Emblu,Embla með Ronju,Guðjón vinur þeirra,Freyja og Bjarki Steinn frændi þeirra. Hér eru krakkarnir að spila yfir í sveitinni. Hér er Embla á reiðnámskeiðinu. 04.04.2021 00:23Ronja Rós 18 mánaðaRonja Rós var 18 mánaða þann 27 mars og er svo lífsfjörug og full af spenningi að uppgötva allt í lífinu. Hún er rosalega athugul og spyr um alla hluti og verður að fá svar við öllu og svo apar hún það eftir og grípur orðin alveg ótrúlega klár og er farin að segja heilu settningarnar og halda uppi samræðum af mikilli athygli. Hún er jafn mikill klifrari og prílari og notar hvert augnablik sem ég er ekki að fylgjast með til að fara upp á stól og upp á borð og jafnvel upp í glugga. Hún er mjög hrifin af traktor þessa dagana og varð alveg heilluð þegar Vigfús var að moka götuna um daginn að sjá stóra traktorinn. Ég fór með hana í ungbarnaskoðun um daginn og hún heldur sinni vaxtarlínu og er orðin 9,1 kg frekar nett en það hafa öll okkar börn líka verið. Hún er með húmorinn frá pabba sínum og elskar að stríða systkynum sínum og láta djöflast í sér og hún er líka mjög ákveðin og mikil mömmu stelpa. Mjög vinsælt að máta skó af öllum sem koma í heimsókn hér er hún komin í skóna hennar Jóhönnu og með vettlingana frá Freyju og Emblu nóg að gera hjá henni. Það eru svo að hrúgast í hana tennurnar núna hún er byrjuð að fá jaxla bæði uppi og niðri. Að skoða hænu unga hjá Benóný bróðir. Að klappa Blesu. Að príla upp á borð hjá ömmu Freyju. Með Skugga í sveitinni hjá ömmu. Með Kamillu frænku í fjárhúsunum þau komu í heimsókn yfir páskana. Að tala við gemlingana allir svo gæfir. Smá grallara svipur. Kikja á hænurnar með Benóný bróðir. Með Emblu og Freyju í fjárhúsunum.. 24.03.2021 08:41Ronja Rós 17 mánaðaÞessi krútt sprengja varð 17 mánaða um daginn og ætlaði ég að vera löngu búnað blogga um það en mars líður bara svo hratt að hann alveg flýgur áfram. Svo flott í fötunum sem Jóhanna frænka gaf henni í jólagjöf. Jóhanna í göngutúr með Mikka ,Donnu og Ronju öll í bandi he he. Létum loks verða af því að fara í heimsókn til Steinars og Gullu í Njarðvík og hér er Emil að labba með Ronju Rós. Ég að labba með Ronju við erum á leiðinni á leikvöllinn. Í fyrsta skipti að prófa rólu rosa stuð. Og fara í rennibraut með Kamillu frænku. Freyja og Alex. Svo flottur leikvöllur í skólanum í Njarðvík. Birtgitta Emý,Ronja Rós og Kamilla Rún að leika. Benóný með kisuna hjá Steinari og Gullu. Benóný var lengi búnað mana sig í að komast alla leið upp og lét sig svo á endanum hafa það þrátt fyrir mikla lofthræðslu. Hér eru svo allir saman að borða. Að labba inn í Tungu. Ronja Rós er rosalega skýr og fljót til. Hún er farin að tala mjög mikið og tekur við öllum orðum sem er sagt við hana og segir þau aftur. Hún er farin að tengja ótrúlega mikið til dæmis þegar Jóhanna kemur heim á bílnum sínum segir hún Jóhanna koma og Jóhann á bilnum,billinn kominn heim og Jóhanna koma og fara til Mikka svo þegar Jóhanna kemur í heimsókn spyr hún Jóhönnu hvar er Mikki. Svo þegar amma Freyja kemur spyr hún hvar er afi. Svo hún er mjög klár að muna og syngur allan daginn afi minn og amma mín. Benóný sá svo framkvæmdirnar á nýju rennibrautinni í Keflavík og bíður mjög spenntur eftir þeim. Það var mikið pælt í þessu og hann er mjög áhugasamur um hvernig rennibraut hann geti hannað inn í Ólafsvík. Hér er litla snúllan orðin svo dugleg að klæða sig í buxur. Hún er mjög áhugasöm um að taka sokka sem krakkarnir fara úr og klæða sig í óhreina sokka og nærföt ef þau eru ekki tekin upp úr gólfinu strax he he. Hér eru systurnar í galsa. Embla í nýja fimleikabúninginum sínum. Alveg snillingur í brú. Og Freyja líka. Glæsilegar í nýju búningunum sínum þær voru að byrja æfa fimleika. Það er ár á milli þeirra og þær eru svo samrýmdar en samt geta þær líka rifist eins og köttur og hundur en það fylgir systkyna baráttunni. Ronja Rós hitti frænku sína um daginn hana Brynju Katrínu og fór svo vel á milli þeirra og þær voru svo krúttlegar saman. Hér eru þær að leika og prófa skiptast á dóti og rífa aðeins af hvor annarri he he. Ronja er svo dugleg að hjálpa mömmu sinni að sópa í fjárhúsunum hér er hún aðeins að sópa eftir að snoðið var tekið af um daginn. Embla og Freyja svo duglegar að fara með hana út að leika. Aðeins að labba og skoða sig um í garðinum. Í sveitinni hjá ömmu Freyju og afa Bóa hún elskar að skottast þar með hænunum. Út á palli að leika heima hjá okkur. Svo dugleg að gefa kindunum með mömmu sinni. Hér er hún alveg í fullri vinnu og nóg að gera. Svo er tekinn göngutúr í restina þegar búið er að gefa. Það eru svo fleiri myndir hér inn í abúmi. 10.03.2021 12:28Tekið snoðið af 27 febArnar kom og tók af snoðið fyrir okkur og hér er Ronja Rós spennt að fylgjast með ásamt Jóhönnu,Emil,Sigga og Kristinn. Arnar kom um hálf 11 og var eldsnöggur að þessu. Ég var svo með mat fyrir þá í hádeginu hakksúpu og þegar þeir voru búnir að borða voru bara gemlingarnir okkar eftir og hrútarnir svo þetta gekk eins og í sögu. Hér er hann að taka af Bibba og það biða allir spenntir eftir að sjá hvernig hann kemur út undan ullinni. Hér er svo hann Ingibergur kallaður Bibbi svo flottur undan ullinni og hefur stækkað vel í vetur. Hér eru gimbrarnar hans Sigga svo stórar og fallegar. Hér eru kindurnar hans Sigga. Hluti af gimbrunum okkar. Lóa og Klara. Hér er búið að rýja lambhrútana. Hér er Mínus sonur hann Dagur og hann kemur best út af lambhrútunum og hefur þroskast mjög vel. Hér er hann í ullinni. Hér er nærmynd af Dag svo flottur. Hér er Þór hann er undan Ask og hér sést hvað rörin hafa virkað vel á að venja hornin. Settum líka í Óðinn og hornin hans hafa líka farið vel út. Hér er Óðinn. Hér er Óðinn án ull og hann er alveg gríðalega langur og fallegur. Hér eru þeir saman Óðinn og Þór. Óðinn er undan Vask sem er Ask sonur. Þór fékk tannkýli og hefur látið af út af því og ekki braggast eins vel og hinir Þór er þessi svartgolsótti. Það voru svo tekin rörin úr þeim áður en tekið var af þeim. Hér eru svo stóru hrútarnir. Hér er Ronja að klifra upp í jötu og kindurnar hjá Sigga fylgjast spenntar með henni. Bibbi er mikill karekter og prílar alltaf upp þegar maður kemur. Ronja Rós að labba inn í Tungu. Ronja og Donna í göngutúr. Ronja að spjalla við Emblu sem er Fáfnis dóttir. Það verður svo næst á dagskrá að bólusetja fyrstu sprautuna í gemlingana fyrir lambablóðsótt og verður það gert núna um helgina. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi. 20.02.2021 07:30Fósturtalning,bolludagur og öskudagurGuðbrandur Þorkelsson kom til okkar síðast liðinn laugardag og fósturtaldi. Hér má sjá hann vera stilla upp og Embla og Freyja fylgjast spenntar með og svo er Jóhanna, Emil og Kristinn orðin svo spennt að bíða og sjá hvernig kemur út. Það kom bara mjög vel út hjá bæði okkur og Sigga. Eldri ær eru 27 og 20 voru með 2 og 7 með 3 meðaltal 2,26 2 vetra ær eru 9 og 6 voru með 2 og 2 með 1 og ein var ónýt. meðaltal 1,56 Gemlingar eru 16 í allt og við ákváðum að hafa helming geldan sem voru minni og undan uppáhalds kindum sem við létum fara í haust svo það var ekki mikið af fóstrum í gemlimgunum. 4 voru með 2 og 4 voru með 1 og svo voru 8 geldir. Inn í þessari tölu eru líka kindurnar frá Kristinn bæjarstóra sem eru 2 og var ein með 2 og ein með 3. Gemlingarnir hans eru 2 og var einn með 2 og einn með 1. Hjá Jóhönnu voru allar ærnar með 2 þær eru 3 og svo á hún einn gemling sem er hafður geldur. Hjá Sigga voru 4 þrilembdar 1 með eitt og ein geld og rest með 2. 7 gemlingar eru hjá honum og 3 voru með 2 og 3 með eitt og í einum var fóstrið að drepast. Af okkar talningu að segja er ég bara mjög ánægð nema með hana Skellibjöllu sem er ónýt það er mjög falleg kollótt kind sem er undan Guðna sæðingarstöðvarhrút og var hún geld sem gemlingur og svo sá ég hana aldrei ganga núna í ár. Hérna er hún í haust þegar við tókum inn sú kollótta sem er ónýt. Þær sem voru með eitt var Gjöf sem ég fékk hjá Friðgeiri á Knörr í fyrra og svo var það Embla sem Embla dóttir mín á og ég sæddi hana með Glitni. Þetta er hún Harpa og er í miklu uppáhaldi hjá Benóný hún var geld í fyrra og Bárður tók hana að sér og ætlaði að reyna fá lamb í hana fyrir Benóný og lét sprauta hana fyrir fengitímann svo það yrðu meiri líkur að hún myndi fá en hún gekk aldrei svo var sónað hjá Bárði á þriðjudaginn og hún var tóm greyjið og hann sá einhvað inn í henni, hún var með lamb sem gemlingur en hefur eitthvað eyðilagst síðan eftir það svo Benóný verður að kveðja hana. Hér er svo hún Lóa sem ég gaf óvart séns í haust en hún hafði aldrei komið með lamb var geld sem gemlingur og var sónuð með lambi veturgömul en kom svo ekki með neitt svo ég taldi víst að hún hafi látið og ákvað að taka séns á henni aftur núna í haust og Emil hristi bara hausinn yfir vitleysunni í mér en viti menn hún er sónuð núna með 2 lömb og ég er svo geggjað hamingjusöm yfir að hafa farið eftir mínu innsæi og látið hana lifa því hún er ekki bara falleg heldur er hún alveg súper karekter og einstaklega gjæf og á það enn til að reyna hoppa í fangið á mér þegar ég er að sópa þó hún sé nú orðin fullstór og þung til að príla upp á mig. Sóldögg mamma hans Dags var búnað vera mikið að slást við hinar kindurnar og mjög úrill svo tók ég eftir að hún var hætt að fara á jötu og Siggi tók eftir þvi líka og tók hana frá svo þegar ég kom að gefa daginn eftir þá var hún steindauð og það var búið að blæða út úr henni svo ég held að hún hafi verið barinn svo illa að hún hafi fengið einhverja innvortis blæðingu. Hér er þegar verið var að sortera fyrir talninguna. Ronja Rós er búnað vera fara í sveitina hjá ömmu Freyju og afa Bóa á morgnana meðan ég fer að gefa og hún er alveg að elska að fá að labba úti og verður brjáluð þegar á að taka hana inn. Hér er hún að gefa hænunum brauð. Að máta stólinn hjá ömmu svo mannaleg. Út að labba með Freyju og Emblu. Að labba fyrir neðan húsið hjá okkur þar er göngustígur. Svo skemmtileg birtan á þessari mynd tekin um morguninn í sveitinni. Í sandkassanum hjá ömmu og afa í Varmalæk. Mamma Hulda með bollukaffi á bollu daginn. Ég var með sérþarfir og kom með bleikt krem fyrir mig og hér er mamma með Ronju Rós. Hér eru svo allir saman á öskudaginn Embla Marína kúreki,Ronja Rós jarðarber,Freyja Naómi zebrahestur og Benóný risaeðla. Svona fóru þau í skólann svo flott. Við kíktum svo í glæsilegu fjárhúsin hjá Jóa og Auði á Hellissandi og hér er kaffistofan ekkert smá hlýleg og notaleg með fallegum myndum af Bjarti sem var pabbi hans Jóa og elskaði mikið kindurnar sínar. Jói fékk Blíðu þessa móflekkóttu hjá okkur og hún er sónuð með þrjú. Það er vel hugsað um kindurnar hér og þær eru vel dekraðar hér er Jói að klappa einni. Hér eru gemlingarnir hjá þeim. Hér er Urður sú gráflekkótta Jói fékk hana líka hjá okkur í haust hún er sónuð með 2. Hér eru svo lamhrútarnir hjá Jóa og Auði. Hér er Jói svo að klappa gemlingunum sínum. Þessi mógolsótta sem hann er að klappa fékk hann hjá okkur í haust hún er undan Kol og Poppý. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. 18.02.2021 11:51Reiðnámskeið á BrimisvöllumStelpurnar okkar Embla Marína og Freyja Naómí fóru á reiðnámskeið hjá Veronicu og Gunnari á Brimisvöllum og þær voru alveg alsælar með það fannst svo gaman. Þetta er alveg frábært hjá þeim að hafa svona námskeið og æðislegt að hafa þetta í boði fyrir krakkana. Hér er Embla að gera klárt. Freyja að gera klárt. Hér er Freyja,Erika,Friðrika og Embla hjá Veronicu og Gunnari. Hér eru vinkonurnar Friðrika og Embla. Embla svo mikil hesta stelpa alveg að elska þetta. Hér er svo Freyja og Embla þarna lengra svo duglegar. Friðrika og Freyja. Erika og Freyja og Gunni að leiðbeina þeim. Hér eru þær að gera ýmsar æfingar eins og halda í hjálmin og sleppa taumnum. Hér eru skvísurnar búnað ljúka námskeiðinu og eru alveg í skýjunum það er búið að vera svo gaman og svo voru þær aldeilis kátar að heyra að það verður framhald af námskeiðinu svo þær ætla allar að halda áfram alveg æðislegt. 02.02.2021 13:46Ronja Rós 16 mánaða og útkoma úr erfðagreiningu á hrútunumFrábæra,kröftuga og uppatækjasama Ronja Rós er full af orku og fagnar núna 16 mánaða afmæli sínu. Hún er mjög skýr og farin að tala heilmikið og skilur mun meira en maður heldur og finnur sínar leiðir til að komast sem hún vill. Hér er þessi eldklára og káta dama sem bræðir alla. Hún elskar að ögra mömmu sinni og príla út um allt og gera alskyns gloríur. Út að leika í snjónum. Fórum líka að renna en hún var ekki mikið fyrir það vildi bara fá að labba. Benóný kom með okkur að renna í sjómannagarðinum. Siggi fékk svo sent til sín frá Mast útkomuna úr hrútunum hjá okkur öllum og það kom mjög vel út allir í góðu lagi og Kaldnasi er bestur hann er með arfblendið fyrir þolnu arfgerðinni. Ég setti bréfið hérna inn sem Siggi fékk. Við Maja systir fórum suður að kveðja Guðmund Helga eða Helga hennar Fríðu eins og við kölluðum hann en hann dó 15 janúar og var orðinn 90 ára og búnað vera veikur. Hann var maður systir hans pabba sem heitir Friða og þau eiga sumarbústað í Fögruhlíð og komu þangað á hverju sumri þegar við bjuggum í Mávahlíð og dvöldu þar megnið af sumrinu svo við eigum margar minningar með þeim og fjölskyldu þeirra. Við Emil höfum mikið farið til þeirra líka þegar við förum til Reykjavíkur í heimsókn svo við höfum alltaf verið náin. Mamma kom með okkur í jarðaförina og var þetta mjög falleg athöfn og í hans anda var tæknin að stríða og streymið virkaði ekki alveg fyrst og þurfti að pása smá athöfnina og flestir voru sammála því að þarna væri Helgi á ferðinni enda svakalega stríðinn. Hans verður sárt saknað og minningar hans lifa áfram hjá okkur. Myndin hér að neðan var tekin í brúðkaupi okkar Emils og þótti mér afar vænt um að hann og Fríða skildu komast en hann hafði þá verið að glíma við veikindi og var hæpið að þau kæmust. 25.01.2021 10:44Heimsókn í Háafell og vanið hornin á hrútunumUm síðustu helgi létum við loks verða að því að skreppa aðeins út fyrir bæjarfélagið og fórum í sumarbústað í Svignaskarði með börnin. Það var langþráð að komast út fyrir ramman og gera eitthvað annað en að vera alltaf heima. Við heyrðum svo í henni Jóhönnu í Háafelli og þá var hún nýbúnað opna og við fengum að koma með krakkana og kíkja á geiturnar og það vakti mikla lukku og kátínu hjá krökkunum og vissu þau ekkert af því við komum þeim á óvart með því að fara þangað. Við höfðum það svo bara kósý í bústaðnum og krakkarnir nutu þess að fara í heitapottinn og Benóný tók auðvitað titanic skipið sitt og var alveg að elska að fá að leika með það í pottinum. Hér eru þau öll svo gaman í pottinum. Benóný með Titanic skipið sitt. Hér eru þau snemma um morguninn eins og sjást má að þau eru frekar nývöknuð he he en það var heldur kaldur potturinn hann náði ekki nema 33 til 35 gráður svo þau voru frekar kvefuð þegar við komum heim eftir að vera svona mikið í heitapottinum. Hér erum við komin í Háafell og erum að tala við geit sem heitir Emil það fannst þeim mjög fyndið he he. Það skín af þeim gleðin að sjá geiturnar. Svo gaman og svo fengu þau líka að fara niður í stíu og klappa þeim og leika við þær. Hér er ein að klifra upp á Benóný. Hér er Benóný að fá knús frá einni svo æðislegar. Hér eru þau svo öll saman svo gaman hjá þeim þau voru sko alveg að elska þetta. Svo flottar geiturnar og skemmtilegar. Þær fá jólatré til að gæða sér á eftir jólin. Þær eru svo líka kollóttar mjög flottar. Ronja Rós var auðvitað svo vön kindunum að hún gaf ekkert eftir systkinum sínum að hlaupa á eftir þeim og klappa þeim alveg óhrædd. Ég þurfti að passa hana því hún var svo köld hér er hún að leggjast á eina og gera a við hana. Hér erum við með eina hjá okkur. Mér finnst geiturnar alveg æðislegar og fannst þetta alveg jafn gaman eins og krökkunum. Hér er Ronja að fara á bak á einu kiðinu svo spennandi og ég tók niður grímuna meðan Emil tók mynd af okkur. Þetta var alveg rosalega skemmtileg heimsókn og það var tekið svo vel á móti okkur og frætt okkur um geiturnar og afurðirnar hennar og svo fórum við í búðina og fengum að smakka geita pylsu og osta og keyptum okkur svo Reyniblómasýróp sem er alveg rosalega gott og við keyptum líka geitaskinn fyrir Emblu til að hafa í herberginu hennar. Mæli hiklaust með heimsókn á Háafell. Þetta er hann Ingibergur eða Bibbi eins og hann er kallaður og Siggi setti í hann vír til að venja hornin og eru þau krækt í endann já horninu og svo er vírinn aftur fyrir haus og þetta hefur alveg þræl virkað og sést verulegur munur á honum eftir hálfan mánuð. Hér er Siggi að útbúa rör sem hann ætlar að setja vírinn í og setja á hrútana og Kristinn er honum til aðstoðar með þetta og voru þeir búnað setja í Óðinn fyrir okkur þegar við komum og hér er Emil að fylgjast með og við ætlum að prufa að láta vír í alla hrútana til öryggis og sjá hvernig gengur. Hér er Þór fyrir en hann hefur mjög gleið horn en við vitum ekki alveg hvert þau stefna þarna neðst það er eins og þau séu að fara beygja en við vildum prófa að setja í hann bara í stuttan tíma til að taka þau aðeins frá. Hér er svo búið að setja á hann vírinn með rörinu. Hér er Dagur fyrir. Hér er Siggi að bora smá gat í hornið til að krækja vírnum í og Kristinn aðstoðar hann. Hér kemur Siggi vírnum fyrir sem er inn í rörinu. Hér er Dagur svo tilbúinn. Hér er svo búið að stúkka þá alla af og hafa þá í sér stíu meðan þeir eru með þetta í sér. Það verður spennandi að sjá hvernig tekst til. Þeir dafna vel ungarnir hjá Freyju og Bóa og Benóný hænsna bónda. Benóný að stríða mér og láta þá vera eins og páfagauka og þeir eru alveg rosalega gæfir þó þeir séu ungaðir út hjá hænu eru þeir samt svo mikið fyrir okkur að þeir elta mann og stökkva upp á mann. Bói kom svo krökkunum verulega á óvart núna um helgina og var með aðra hænu sem lá á og það komu enn þá fleiri ungar og nú eru fimm nýjir í viðbót. Ronja Rós alger dýrastelpa og elskar og þekkir flest húsdýrin og apar hljóðin eftir þeim. Við Ronja Rós skelltum okkur á ungbarnasundnámskeið um helgina og hún var alveg að elska það enda alvön sundlaugum eins og hin börnin. Það var mjög gaman og helgin var vel skipulögð Freyja og Embla voru á reiðnámskeiði og við á þessu námskeiði. Gunni og Veronika eru með reiðnámskeið inn á Brimisvöllum mjög flott hjá þeim. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi. 11.01.2021 13:33Fengitími klárast og arfgerðarsýnitakaAllt var búið að vera rólegt í fjárhúsunum og enn verið að bíða eftir að tvær seinustu ærnar sem við höfum ekki séð ganga myndu sjást og sú fyrri sást núna á laugardaginn og var það mikil ánægja að sjá það. Það var svo núna á sunnudaginn að Siggi ,Kristinn og ég fórum í rannsóknarvinnu og tókum nefstroku sýni frá Matís úr hrútunum okkar til að sjá hvaða arfgerð þeir eru með. Ég rétti pinnana og hélt á glösunum á meðan Kristinn hélt hrútunum og Siggi tók sýnin og gekk þetta allt saman vel og svo verður þetta sent til Mast og rannsakað. Hér er verið að taka sýni úr lambhrútunum og gekk það betur því það var lítið mál að skella þeim á rassinn. Það var aðeins meira mál að taka úr stóru hrútunum. Hér eru Kristinn og Siggi að störfum. Hér má sjá pinnana sem voru notaðir og svo skipt um hanska eftir hvern hrút og sett í glös og látið standa upprétt. Þetta verður spennandi að sjá hvernig þeir koma út. Það er verið að arfgerðagreina gangvart mótstöðu við riðu. Við teljum að það sé gott að vita hvernig hrútarnir eru og við getum þá upplýst um það við líflambasölu næsta haust. Við tókum sýni úr öllum hrútunum okkar svo nú er bara og bíða og sjá hvernig kemur út. Hér er Kristinn að leita af uppgöngum hjá Sigga. Það reyndist allt vera með fangi og engin að ganga þennan daginn upp og hefur engin gengið upp svo það lofar góðu. Benóný með ungana inn í sveit hjá Freyju ömmu og Bóa afa. Þeir eru fljótir að stækka. Ronja Rós er rosalega músík glöð og elskar að spila á hljómborðið hennar Emblu og dansar í takt við það. Forvitnilegt að fá að labba í snjónum. Úti að labba með Emblu systir. Embla og Benóný í hænsna kofanum. Benóný með eina hænu. Ronja Rós inn í sveit hjá Freyju ömmu og afa Bóa. Það er ein kind sem sagt sem var gemlingur í fyrra og var geld sem á eftir að ganga en mér fannst hrúturinn vera ansi forvitinn um hana í dag og elti hana svo ég vona að hún gangi á morgun. Sæðingar gengu ekki vel í ár ég sæddi 6 ær fyrir mig og eina fyrir Jóhönnu og alls 7 og það héldu aðeins 3. Ég fæ þá ef allt gengur upp eina með Tón eina með Glitni og eina með Viðari. Ég sæddi svo 5 fyrir Sigga og aðeins ein hélt og hún fékk með Kost svo þetta var frekar dapurt hjá mér í ár en í staðinn fæ ég reynslu á hrútana mína sem eru líka góðir og mjög spennandi að sjá hvernig þeir koma út. Maður verður bara hafa gaman að þessu og vera jákvæður Þór 20-002 undan Ask 16-001 og Snædrottningu 16-005 Fékk 5 kindur Óðinn 20-001 undan Vask 19-001 og Bombu 17-004 Fékk 7 kindur Bolti 19-002 undan Víking 18-702 og Hosu 12-006 Fékk 9 kindur Dagur 20-003 undan Mínus 16-827 og Sóldögg 14-011 Fékk 6 kindur Ingibergur eða Bibbi eins og við köllum hann er í eigu Sigga og hann fékk 2 kindur. Kaldnasi 16-003 undan Magna 13-944 og Urtu -12-181 Fékk 6 kindur Bjartur 18-027 undan Vöðva 17-694 og kind nr 15-503 Fékk 4 kindur. Kolur 19-003 undan Zesari 18-002 og Kviku 15-026 Fékk 7 kindur. 02.01.2021 14:07Gleðilegt nýtt ár og þökkum fyrir það liðnaHér eru krakkarnir með Huldu ömmu sinni á gamlársdag. Kæru síðu vinir við óskum ykkur Gleðilegt nýtt ár og þökkum fyrir innlitið og kommenntin á liðnu ári og megi nýja árið færa ykkur óendalega gleði og hamingju. Það var sprengt árið 2020 burt og tekið fagnandi 2021. Flottar áramótaskvisur Ronja Rós með Huldu ömmu. Hér er verið að spila krakka alians inn í sveit hjá ömmu Freyju og Bóa afa á annan í jólum þá fórum við í hangikjöt til þeirra. Mikið fjör hoppa og leika í spilinu. Sætar systur Ronja Rós og Embla Marína. Þessar skvísur komu Birgitta Emý og Kamilla Rún í heimsókn yfir áramótin og Freyja er hérna með Ronju svo þær eru frænkurnar saman. Hér er Ronja Rós í kjól frá mér sem ég var í þegar ég var lítil. Hér er ég í sama kjól þegar ég var lítil held ég sé samt orðin tveggja ára á þessari mynd. En Ronja er 15 mánaða á sinni mynd. Við fengum Bigga Tryggva til að flytja fyrir okkur rúllur úr Tungu inn í hesthús hjá Jóhönnu. Jóhanna tók svo inn hestana rétt fyrir gamlársdag. Hér er Emil á fullu að sprengja. Mamma og Siggi voru með okkur á gamlárskvöld og svo kom Jóhanna,Freyja og Bói og Steinar og fjölskylda og skutu upp hjá okkur. Systurnar voru í sprengju ham og hafa aldrei verið eins hugaðar í að sprengja eins og núna í ár og höfðu ótrúlega gaman að. Benóný Ísak var líka mjög glaður og naut þess að sprengja og búa til lítla brennu úr rusli og taka upp á videó í símanum. Flottar frænkur Birgitta og Embla. Steinar Darri bróðir Emils með Alexander sinn sem var pinu lítill í sér í mestu sprengingunum. Freyja var svo ánægð að fá Birgittu sína loksins í heimsókn var búnað sakna hennar rosalega mikið. Hér erum við mæðgurnar saman. Ronja Rós prinsessa. Flottir frændur að spila Wi Bjarki Steinn og Alexander Ísar. Benóný og Bói afi áttu sér lítið leyndarmál sem engin mátti vita og sérstaklega ekki amma Freyja he he þegar Bói leyfði hænu að liggja á eggjum sér inn í hænsnakofa svo sagði Benóný mér frá því svo ég fékk að vera hluti af leyndarmálinu þeirra en svo á gamlárs dag komu ungarnir úr eggjunum og það var mikil spenna hjá Benóný að fara inn í sveit og sjá ungana og svo mátti ég koma með stelpunar fyrst til að sjá þá og svo mátti pabbi hans koma og sjá þá svo það var mikil hamingja hjá honum með þetta. Hér er Freyja Naómí með einn. Og hér er Embla Marína með einn svo gaman. Fengum þetta fallega skilti í jólagjöf frá Jóhönnu með nöfnunum okkar á. Hér er allt á fullu í búða leik í stofunni og auðvitað með covid grímu he he. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi. 30.12.2020 21:48Gleðileg jól og farsælt komandi árVið óskum ykkur Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum innlitið á síðuna á árinu sem er að líða. Við áttum kósý jól í sveitinni hjá Freyju tengdamömmu og Bóa. Við fórum í fjárhúsin öll saman eins og vaninn er þessa dagana krakkarnir eru svo duglegir að koma með okkur finnst svo gaman í kindunum og hjálpa til við að gefa. Þetta var svo rosalega fínt við borðuðum í sveitinni svo við þurftum ekkert að vera stressa okkur að vera fljót í fjárhúsunum til að fara stússast í matnum og eins og ég vissi var mest að ganga á aðfangadag eða 8 stykki plús þessar 5 sem voru deginum áður. Við teymum hrútana í hverja á enda vel skipulagt að útpælt hvaða hrútur fer á hvaða ær. Við fórum svo heim eftir matinn og opnuðum pakkana heima hjá okkur fram eftir kvöldi og borðuðum svo eftir réttinn heima hjá okkur og Freyja,Bói og Jóhanna voru með okkur svo kíkti Maggi bróðir í heimsókn til okkar eftir að hann var búnað vera í mat hjá Maju systir. Hér erum við að borða í flottu nýju viðbyggingunni hjá Bóa og Freyju sem hann bætti við núna í sumar sem stækkun á stofunni og er svona sólstofa. Flottir saman Benóný og afi Bói. Jólatréð hjá Freyju í sveitinni nett og lítið. Benóný að borða jólamatinn sinn brauðstangir. Litla jóla prinsessan hún Ronja Rós. Hér eru þau að fara opna pakkana frá ömmu sinni og afa. Fengu svo flotta hnetubrjóta. Freyja með sinn hnetubrjót. Benóný með sinn og svo fengu þau kósý galla líka. Hér eru þau alveg dásamleg í þessum frábæru göllum sem þau fengu frá Freyju og Bóa. Emil sá um sósuna á aðfangadag í sveitinni og svo vorum við með aspas súpu í forrétt sem Jóhanna frænka hans sá um að gera. Ég og Emil fengum svo líka stóran hnetubrjót ekkert smá flottur og bleikan uppáhalds liturinn minn. Við vorum búnað pakka inn pakka fyrir Myrru með harðfisk og setja undir jólatréð og þegar við komum heim úr matnum var hún sko búnað finna pakkann og tætan í frumeindir fyrir framan hurðina he he og hún og Donna greinilega verið fljót að borða harðfiskinn. Svo var komið að stundinni sem allir voru búnað vera svo þolinmóðir að bíða eftir og það er að opna pakkana og það var lesið á og rétt í réttri röð eftir því hvað var frá hverjum og svo skrifaði ég niður hvað þau fengu. Aðal spurningin var hvað er í stóra pakkanum og þar næst stærsta pakkanum. Það var reynt að ná góðri fjölskyldumynd af okkur saman en Ronja var ekki alveg á þvi að brosa eða horfa á myndavélina he he. Ronja Rós að fara opna pakka með pabba sínum. Benóný Ísak fékk svaðalega byssu frá Dagbjörtu frænku og fjölskyldu. Embla Marína að fara opna nærst stærsta pakkann og þar leyndist nokkrum pökkum innar lítill pakki með heitasta draumnum hennar síma sem hún er búnað bíða lengi eftir og var alveg í skýjunum að fá loksins síma. Svo var komið að Freyju að opna stóra pakkann sem var mikið búið að giska á að væri sjónvarp en það kom svo heldur betur í ljós að svo var ekki. Því þar leyndist jólahjól he he og hún var mjög ánægð með það og við vorum búnað pakka því inn í sjónvarps kassa svo þær voru alveg vissar að þetta væri sjónvarp og voru heldur hissa þegar hjólið kom í ljós. Embla fékk spilið kjaftaska og hér eru þær glæsilegar með það he he. Marta frænka kíkti í heimsókn með litlu frænku hana Brynju Katrínu og þær voru kátar saman og Ronja alveg hissa þvi hún hefur ekkert hitt svona lítil börn og skoðaði hana bak og fyrir og var mjög forvitin að elta hana. Hér eru þær sætu saman að spila á píanóið og dansa. Mamma var svo með jólaboðið sitt á jóladag. Hér erum við heima hjá mömmu í fjölskyldu boðinu. Ronja Rós í kjól af mér síðan ég var lítil. Ronja Rós í fjárhúsunum hún varð 15 mánaða núna 27 des. Hún er farin að bæta talsvert við af orðum og farin að apa eftir sem maður segir henni að segja og farin að tengja tvö orð segja koddu koddu og mamma hva ert að gera og hva er þetta. Segir svo mjög skýrt mamma babbi Embla Freyja Benóný amma afi og kallar Jóhönnu frænku sína líka ömmu. Hún segir lika Myrra kisa og Donna voffi. Elskar lagið savage love og dansar og dansar með systrum sínum tik tok dans við það lag. Hún segir namm namm við mat og þegar hún er svöng og elskar að fara í bað og segir bað og bendir og segir þetta ef hún vill fá eitthvað. Hún er mikil vinnukona og er að allann daginn að tæta og finna upp á einhverju til að príla upp á og er búnað fá nokkrar flugferðir úr sófanum þegar hún er að hlaupa í honum en sem betur fer er motta á gólfinu sem gerir lendinguna mjúka. Hún er líka sjúk í að taka alla skó af fólki sem kemur í heimsókn og máta þá. Nýjasta nýtt hjá henni er að slá sig í hausinn ef hún fær ekki það sem hún vill þá lemur hún með báðum höndum á hausinn á sér og fer í mikla ákveðna fýlu he he. Fengitíminn er langt gengin og er að komast hringinn og eitt lamb er gengið upp úr sæðingunum sem ég sæddi fyrsta daginn eða 14 des með Glitni svo verður það núna næstu þrjá til fjóra daga sem getur gengið upp ef það gengur upp. Ég ætla krossa fingur að það haldi ég vona það allavega svo innilega. Hér er hann Bolti hann hefur verið duglegur og fékk flestar ær hjá okkur þennan fengitíma. Ég á eftir að setja inn hversu margar ær þeir fengu þegar það er komið í ljós hvernig þetta endar. Við mamma fórum inn á Brimisvöllum og kíktum á pabba og Steina frænda og Ragga frænda og kveiktum á friðarkerti hjá þeim. Blessuð sé minning þeirra. Það var svo yndislegt veður og alveg logn og hér sést útsýnið úr garðinum yfir í sveitina fögru Mávahlíðina. Fjöllin eru svo falleg. Hér er svo Brimisvallarkirkja í blíðskapar veðrinu í dag rétt áður en fór að rökkva. Benóný fékk þetta titanic skip frá Maju systir og fjölskyldu og var alveg alsæll með það og fór strax með það í bað til að láta það sökkva þetta er búið að vera draumur hjá honum í tvö ár að eignast svona svipað og auðvitað var þetta flottasta gjöfin og hitti beint í mark. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af jólunum og fleira. Flettingar í dag: 316 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188505 Samtals gestir: 69640 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:31:23 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is