Við gáfum við lömbunum ormalyf og Siggi sprautaði þau fyrir okkur með blandaða bóluefninu frá Keldum 29 október.
Svo var aftur gefið ásettningslömbunum bóluefnið í gær og Siggi og Kristinn gerðu það fyrir okkur. Það er búið að ganga á ýmsu seinustu vikur meðal annars fékk Emil botnlangakast og endaði með því að hann fór beint í aðgerð og það var tekinn úr honum botnlanginn svo hann má ekkert vinna í minnst tvær vikur eða þar til hann treystir sér á sjóinn. Bílinn okkar er búnað vera bilaður í 4 vikur fór eitthvað í rafmagnskerfinu á honum og bæði verkstæðin hér á svæðinu eru búnað vera kíkja á hann og reyna finna út hvað er að en það endaði með að þeir gátu ekkert gert svo næst á dagskrá er að fara með bílinn suður og þar fáum við ekki tíma fyrr en í byrjun desember en okkur var ráðlagt að koma með hann og skilja hann eftir og þá gæti hann dottið fyrr inn ef einhver myndi afboða sig.
Hér má sjá samvinnuna hjá Emblu,Sigga og Kristni. Embla heldur á ormalyfinu og
Siggi gefur og Kristinn heldur við hrútinn.
Það er ekki hægt að kvarta yfir veðrinu í haust og vetur þessi mynd er tekin 6 nóvember.
Ronja og Benóný að prófa sitja í traktornum hans Sigga. Ronja elskar traktora.
Hér karl anginn hann Emil kominn upp á Akranes sjúkrahús og fór beint í aðgerð 9 nóvember.
Þessir tveir Fönix og Dagur fara á nýtt heimili og fóru til Friðgeirs á Knörr.
Gimbrarnar hjá okkur eru orðnar margar hverjar svo spakar hér er Ronja og Freyja að klappa þeim.
Ronja að sópa grindurnar með mér og klappa Glóey.
Allir saman að hjálpast við að vinna í fjárhúsunum.
Hér er verið að sópa grindurnar hjá kindunum en við hleypum þeim út á daginn og svo
hleypir Siggi þeim inn á kvöldin og gefur þeim. Samvinna hér hjá systunum að sópa.
Embla Marína svo dugleg.
Ronja gefur systrum sínum ekkert eftir og tekur stærðar heyfang og gefur kindunum.
Svo gaman að sjá hvað þær elska þetta og eru áhugasamar.
22-010 Snúra undan 18-834 Rammi sæðingarhrútur og 21-007 Doppa.
43 kg 105 fótl 38 ómv 4,8 ómf 4,5 lögun.
9 frampart 18 læri 8 ull 8 samræmi. Alls 43
22-011 Massa undan 21-001 Bassi og 17-007 Gyða Sól.
58 kg 111 fótl 39 ómv 3,7 ómf 5,0 lögun.
9,5 frampart 19,5 læri 8,5 ull 9 samræmi. Alls 46,5
22-012 Branda undan 21-001 Bassi og 13-007 Zelda.
54 kg 109 fótl 40 ómv 4 ómf 4,5 lögun.
9,5 frampart 18,5 læri 7,5 ull 9 samræmi. Alls 44,5
22-013 Hildur undan 19-002 Bolti og 15-062 Hrímu.
51 kg 107 fótl 33 ómv 3,8 ómf 4 lögun.
9 frampart 18 læri 8,5 ull 9 samræmi. Alls 44,5
22-015 Prinsessa undan 19-00 Bolti og 16-005 Snædrottning.
47 kg 110 fótl 33 ómv 3,1 ómf 4,5 lögun.
9,5 frampart 19 læri 9 ull 8,5 samræmi. Alls 46
22-016 Ófeig undan 20-001 Óðinn og 21-006 Moldavíu.
Hún er óstiguð heimtist seint og var talin af en veitti sér líf sjálf með því að koma og fékk nafnið Ófeig.
Hún er 48 kg.
22-017 Lára undan 20-001 Óðinn og 20-013 Brá.
43 kg 109 fótl 35 ómv 2,2 ómf 4 lögun.
9 frampart 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi. Alls 43,5
22-018 Ljúfa undan 21-002 Ljúf og 15-009 Hexíu.
42 kg 108 fótl 27 ómv 3,4 ómf 4 lögun.
8,5 frampart 17,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi. Alls 42
22-019 Díana undan 21-002 Ljúf og 20-008 Skottu.
46 kg 30 ómv 3,0 ómf 4,5 lögun.
8,5 frampart 18 læri 8 ull 8,5 samræmi. Alls 43
22-021 Fjara undan 21-702 Húsbónda og 18-015 Klara.
49 kg 107 fótl 35 ómv 2,4 ómf 4,5 lögun.
9 frampart 18,5 læri 7 ull 8,5 samræmi. Alls 43
22-022 Glóey undan 19-402 Dökkvi og 18-012 Lóa.
49 kg 110 fótl 34 ómv 3,0 ómf 4,5 lögun.
8,5 frampart 17,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi. Alls 43
22-023 Hrísla undan 19-402 Dökkvi og 20-017 Melkorka.
40 kg 108 fótl 29 ómv 2,8 ómf 4,5 lögun.
8,5 frampart 17,5 læri 8 ull 8 samræmi. Alls 42
Jæja þá er hópurinn okkar kominn og er þó nokkuð litaglaður og fjölbreyttur og hluti af þeim sem krakkarnir fá að velja eftir sinni sannfærningu og þá eru litir fyrir valinu og geðslag hvort þær séu gæfar en það verður auðvitað að vera með líka svo þau haldi sínum áhuga og gleði í kringum kindurnar.
Þessa fær Gummi hjá mér og hún er undan Klöru og Húsbónda frá Bárði og Dóru Hömrum.
45 kg 108 fótl 36 ómv 2,7 ómf 4,0 lögun
9,5 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi.
Þetta er hann Glúmur veturgamall hrútur frá Gumma undan Glám sæðingarstöðvarhrút og hann var að gefa honum alveg heiftarlega góð lömb og er spennandi kynbótahrútur,
Stórglæsilegur hópur hjá Gumma af svakalega vel gerðum og fallegum gimbrum.
Við setjum á svo systir hennar og hún var 57 kg svo þetta er alveg hörku mjólkurkyn hjá Jóhönnu.
Ás 22-001 undan Prímus 21-005 og Snúlla 17-101.
56 kg 35 ómv 3,1 ómf 4,5 lögun 116 fótl.
8 9 8,5 9,5 9 18,5 læri 9 8 8,5 alls 88 stig.
Ég var búnað segja áður hér í blogginu að við vorum að fá mjög flott lömb undan Prímusi og var bróðir þennan hrúts 87,5 stig.
Það verður spennandi að sjá hvað þessi gerir í framræktun hann er undan mjög mikilli mjókurkind frá Jóhönnu.
Ég var búnað setja inn stigun á þessum hrút og Kristins áður en langaði bara setja þetta upp svona eftir því hver ætti hvaða grip í sauðfjárbúinu okkar.
Blóma 22-014 er undan Tusku 20-019 og Bolta 19-002. Tvílembingur
46 kg 106 fótl 38 ómv 4,3 ómf 4,5 lögun.
9 framp 18,5 læri 8,5 framp 9 samræmi alls 45
Bríet 22-020 er undan Randalín 18-016 og Húsbónda 21-702. Þrílembingur
51 kg 111 fótl 35 ómv 3,0 ómf 5,0 lögun.
9 framp 19 læri 7,5 ull 8,5 samræmi alls 44.
Bylur 22-003 undan Randalín 18-016 og Húsbónda 21-702 þrílembingur á móti Bríet.
52 kg 32 ómv 2,1 ómf 4,5 lögun 112 fótl.
8 8,5 9 9 9 18 8 8 8,5 alls 86 stig.
Þetta voru frábærir þrílembingar hjá Randalín þau gengu öll þrjú undir og það var svo önnur gimbur sem var seld og hún stigaðist svona 44 kg 107 fótl 32 ómv 2,4 ómf 4,5 lögun 9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi alls 44.
Langaði líka til að segja frá því að hrúturinn sem var á móti Tusku var seldur og hann var mjög flott stigaður.
49 kg 34 ómv 3,4 ómf 4,5 lögun 109 fótl.
8 9 9 9 9 18 8,5 8 9 alls 87,5 stig.
Svo ræktunarstarfið er í topp málum hjá Kristni og fallegir gripir sem hann átti í ár.
Ég er mjög spennt fyrir þessum hrút það eru spennandi ættir á bak við hann sem blandast frá mér og svo Bárði á Hömrum og svo líka ættir í Part frá Óttari á Kjalvegi.
Þessi er undan Brúsku og Ramma sæðingarstöðvarhrút. Tvílembingur.
56 kg 39 ómv 3,1 ómf 4,5 lag 110 fótl
9 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi
Þessi er undan Glettu og Bolta og er þrílembingur.
49 kg 37 ómv 4,5 lag 107 fótl
9,5 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.
Þessi er undan Hláku og Kapall sæðingarstöðvarhrút. Fjórlembingur.
51 kg 30 ómv 4 ómf 4,5 lag 110 fótl
9 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.
Þessi er undan Glætu og Kapall sæðingarstöðvarhrút. Tvílembingur.
53 kg 31 ómv 5,3 ómf 4 lag 115 fótl.
9,5 framp 19 læri 8 ull 8,5 samræmi.
Þessi er undan Neglu og Bassa. Tvílembingur.
49 kg 34 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 108 fótl
9 framp 18 læri 9 ull 9 samræmi.
Þessi er undan Stygg og Bassa. Tvílembingur.
49 kg 37 ómv 3,3 ómf 4,5 lag 111 fótl
9 framp 18,5 læri 8 ull 9 samræmi.
Þetta er grár hrútur sem Siggi fékk hjá Friðgeiri og hann lofar góðu er mjög fallegur á litinn og með hörku læri
hann er óstigaður en kom eins og kallaður til okkar rétt eins og Bibbi gerði um árið og var ákveðið fyrst innsæið kallaði svona sterk í að hann yrði settur á var hann kominn til að vera. Siggi og Kristinn smöluðu honum ásamt 9 örðum stykkjum sem þeir heimtu fyrir Friðgeir á laugardaginn seinast liðinn.
Þetta er alveg stórkostlegur hópur hjá Sigga og svakalega flott þyngd og gerð í gimbrunum og ég tali ekki um að það er bæði þrílembingar og fjórlembingur og samt svona flott þyngd í þeim.
Við tókum lömbin inn seinasta föstudag fyrir héraðssýninguna og stóru hrútana. Ég er búnað vera vinna í að taka myndir af öllum lömbunum hjá okkur og Sigga og svo fer ég að skella því hér inn smá saman.
22-001 Ás undan 21-005 Prímus frá Hjarðarfelli keyptur í fyrra og svo undan 17-101 Snúllu frá Jóhönnu Bergþórs sem er með kindur með okkur inn í Tungu. Hún notaði Prímus á tvær kindur frá sér og þær komu með alveg afburðar góð lömb meðal annars þennan hrút og svo annan sem var seldur og var 87,5 stig.
Ás stigaðist svona : 56 kg 35 ómv 3,1 ómf 4,5 lag 116 fótl
8 9 8,5 9,5 9 18,5 9 8 8,5 alls 88 stig.
22-002 Tígull undan 17-852 Bikar sæðingarstöðvarhrút og 20-007 Hrafney. Hrafney er undan Móra sæðingarstöðvarhrút.
Tígull stigaðist svona : 55 kg 34 ómv 3,3 ómf 4,5 lag 114 fótl
8 9 9 9 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 86 stig.
22-003 Bylur undan 21-702 Húsbónda frá Bárði og Dóru Hömrum og 18-016 Randalín sem er í eigu Kristins sem er með okkur með kindur í Tungu. Þessi hrútur er þrílembingur og þau gengu þrjú undir og eru alveg glæsileg lömb,gimbrarnar á móti honum voru 44 og 51 kg og með 35 og 32 í ómv önnur með 19 læri og hin 18,5 læri svo þetta verður mjög spennandi hrútur að nota.
Bylur stigaðist svona : 52 kg 32 ómv 2,1 ómf 4,5 lag 112 fótl
8 8,5 9 9 9 18 8 8 8,5 alls 86 stig.
22-004 Blossi undan 19-402 Dökkvi frá Lalla í Gröf Grundarfirði og 14-008 Móna lísa.
Þessi mórauði Dökkvi var að gefa okkur svakalega fallega mórauð og dökk lömb og vel gerð líka.
Blossi stigaðist svona : 47 kg 113 fótl 32 ómv 2,1 ómf 4,5 lag
8 9 9 9 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 87,5 stig.
22-005 Klaki undan 21-001 Bassi og 16-008 Brussa. Brussa hefur lengi verið uppáhalds kindin mín og þurfti hún að fara núna í ár því hún var orðin svo lúin og mig hefur alltaf langað til að setja hrút á undan henni og lét verða af ósk minni núna og hef mikla trú á þessu kyni hjá okkur svo það verður mjög gaman og spennandi að sjá hvernig hann kemur út.
Það gengur vel hjá stelpunum að spekja hrútana og hér eru Tígull, mórauður hrútur sem Jói og Auður Hellissandi fá og svo
Ás eða Tyggjó eins og stelpurnar vilja kalla hann.
Hér má sjá hluta af stóru hrútunum Dagur 20-003 hér fremstur svo fyrir aftann er Óðinn 20-001 og Ingibergur 20-442 frá Sigga.
Bolti 19-002 situr á rassgatinu í sérstíu í smá prinsa dekri en það þarf reyndar að vera öfugt það þarf að koma honum í gott form he he hann er svo stór og mikill og þar af leiðandi mjög þungur á sér. Hann var að gefa mjög jafnan og þykkann bakvöðva það er sterkur eiginleiki hjá honum gegnum árin sem hann hefur verið notaður.
Jæja þá er komið að því að afhjúpa spenninginn yfir Héraðssýningunni og fjalla um úrslitin sem fóru fram seinast liðinn laugardag 22 okt.
Fyrri hluti sýningarinnar fór fram í Haukatungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi kl 13:00 og þar voru mættir
6 mislitir og 7 hvítir hyrndir og engin kollóttur. Þeim var raðað svo upp í 5 efstu og þeir kepptu svo við 5 efstu vestan girðingar.
Það var fámennt en góðmennt á þessum hluta sýningarinnar og alltaf jafn gaman að koma í björtu og fallegu fjárhúsin hjá Ásbyrni og Helgu.
Árni Brynjar Bragason og Anja Mager voru dómarar og eru hér ásamt Ásbyrni
í Haukatungu Syðri 2 sem sá um að halda þennan hluta af sýningunni.
Hér má sjá mislita flokkinn sunnan girðingar.
Hér er svo hvítu hyrndu hrútarnir.
Embla Marína og Freydís Lilja vinkona hennar komu með mér og Kristni á sýninguna í Haukatungu Syðri 2.
Sýningin byrjaði kl 13:00 og var búin að verða hálf 3 svo það gafst rúmlegur tími til að fara undirbúa næsta hluta.
Hér erum við komin á sýninguna vestan megin við girðinguna í Tungu í Snæfellsbæ og hér eru skólasystkinin Brynja Ragnarsdóttir og Ólafur Tryggvason. Brynja var svo almennileg að koma og aðstoða okkur með kaffið og kræsingarnar.
Á sýningunni í Tungu vorum við Sauðfjárræktarfélagið Búi og Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis að sjá um sýninguna.
Við áttum pening afgangs frá því að við héldum seinast sýningar saman og notuðum ágóðan af því til að kaupa tvær stórar tertur eina rjóma marsipan tertu 40 manna og svo bleiku slaufuna súkkulaði tertu 60 manna svo komu félagsmenn okkar með bakkelsi af ýmsu tagi sem fyllti út í veisluborðið. Við ákváðum að sleppa súpu í þetta skipti og hafa bara kökur og fleira og held ég að það hafi bara heppnast vel og flestir verið mjög ángæðir með það sem var í boði og við þökkum öllum félagsmönnum fyrir að vinna þetta svona vel saman og mynda glæsilega sýningu. Sýningin byrjaði kl 16:00 og endaði um 20:00.
Það voru rúmlega 80 manns sem mættu með börnum svo það var mjög vel mætt á sýninguna. Ég skreytti borðið með bleikum löber og setti svo bleika skrautsteina á og það var svo gaman að sjá hvað svona litlir hlutir geta vakið mikla lukku því steinarnir voru svo vinsælir hjá krökkunum og þau fengu að eiga steina og taka með sér heim og fannst þeir vera alveg æði.
Vestan megin voru mættir 6 kollóttir , 16 mislitir og 17 hvítir hyrndir og í allt með hinum sunnan megin voru þetta 22 mislitir,6 kollóttir og 24 hvítir hyrndir sem mættu til keppnis.
Sauðfjárræktarfélögin sem komu að sýningunni þakka öllum sem komu að þvi að gera þetta allt af veruleika.
Við þökkum Árna og Anju fyrir frábæra sýningu og samveru og mæta til okkar að dæma.
Við þökkum Sigurði Gylfasyni Tungu innilega fyrir að bjóða okkur fjárhúsin í Tungu til að halda sýninguna og hjálpina. Allt alveg til fyrirmyndar bekkirnir og aðstaðan í húsunum sem var á sýningunni.
Eyberg Ragnarsson hjá Sauðfjárræktar félagi Helgafellssveitar og nágrennis sá um að útbúa verðlaunaskjölin fyrir okkur og líka að láta græja nýja platta á verðlaunagripina og farandsskjöldin. Við þökkum Eyberg kærlega fyrir að sjá um það.
Bárður Rafnsson sá um að tala við KB og Lifland og fá styrk frá þeim fyrir verðlaunum og KB gaf liti til að merkja sauðfé,pela og burðarslím. Lífland gaf svo bætiefnafötur fyrir sauðfé. Við þökkum Líflandi og KB innilegar fyrir styrkinn.
Ég sá um að tala við þau hjá Kalksalt og þau gáfu okkur í verðlaunastyrk nýju lýsisföturnar sem þau voru að byrja með en við náðum ekki að fá þær afhentar fyrir sýningu svo ég útbjó gjafabréf fyrir verðlaunahafana og mun svo koma fötunum til þeirra þegar þær koma. Hér má sjá allt sem er í boði hjá þeim á heimasíðu þeirra Kalksalt.is . Við þökkum þeim kærlega fyrir styrkinn.
Ásbjörn Pálsson stjórnaði sýningunni fyrir okkur báðum megin og Guðmundur Ólafsson í sauðfjárræktarfélaginu okkar prentaði út blöðin eftir að allir voru búnað skrifa niður dómana á hrútunum en ég tók eftir einu sem við fórum algerlega á mis við og það var að stigunin var skrifuð á blað en það vantaði alveg að sjá frá hverjum og hvað bæ hrútarnir væru því það vantaði þann dálk á blaðið hjá okkur svo við lærum af því og biðjumst afsökunar á því að hafa ekki fattað að vera búnað útbúa blað eins og var til dæmis hjá Ásbyrni í Haukatungu þar voru blöðin útbúin með nafn og býli. En svo var ég að heyra aðra góða hugmynd sem væri flott að taka sér til fyrirmyndar fyrir næstu sýningu og það er að láta alla skrá hrúta fyrir sýningu og þá er hægt að vera búnað prenta út blöðin fyrir sýningu og afhenda dómurum og þá færi ekki eins mikill tími í að skrá hrútana á staðnum. Bárður og Dóra sýndu mér þessa hugmynd en það var gert þetta til dæmis á Hrútasýningunni í Búðardal og þá gat fólk bara tekið sér eintak af blaðinu og fylgst með og spáð og speklurað.
Lára formaður sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar hjálpaði mér að sjá um að setja upp kaffiborðið og veitingarnar og Brynja aðstoði okkur svo í kaffinu að skera niður kökur og hella upp á könnurnar ásamt fleirum sem komu að því að hjálpa okkur. Það er svo gaman að geta unnið þetta saman þá verður allt miklu léttara og skemmtilegra, ég þurfti að fría mig frá kaffinu því bæði var ég að taka myndir og svo fór ég með dómurunm inn í Tungu að gera upp hug sinn um verðlaunahafana og skrifaði á skjölin fyrir þá og var því ekki viðstödd þegar kaffihléið var.
Hér er verið að skoða hvítu kollóttu hrútana. Þeir voru 6 í heildina.
Það var margt um manninn á þessum hluta sýningarinnar inn í Tungu.
Hér eru Jóhanna Bergþórsdóttir Ólafsvík og Auður Sólveig Hellissandi með barnabarnið sitt.
Embla okkar að keppa með Tígul sinn sem er undan Bikar sæðingarstöðvarhrút og við hliðina á henni er Snæbjörn frá Neðri Hól og Pétur Steinar Hellissandi og hér er verið að halda í mislitu hrútana.
Hér sést yfir þegar verið er að skoða mislitu hrútana.
Hér er Brynja frænka frá Ólafsvík og mamma mín Hulda frá Mávahlíð kátar á sýningunni og svo er Benóný Ísak sonur minn og fyrir aftan þau er hann Hilmar sonur Jóa og Auðar Hellissandi.
Kristinn kátur með þrílembinginn sinn undan Húsbónda Glitnis syni sem verður settur á hjá okkur.
Kristmundur og Brynja Ólafsvík með barnabarn sitt skemmtu sér vel.
Ragnheiður frá Álftavatni og Lára Björgvins formaður sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis.
Við vorum svo með gimbrahappdrættið okkar sem hefur alltaf vakið mikla þátttöku og gleði og það seldust 73 miðar og svo sá Lára og Guðmundur Ólafs um að draga úr happdrættinu tvo vinningshafa. Í vinning voru tvær gimbrar ein frá Guðmundi Ólafs Ólafsvík sem var grá og svo kollótt svartflekkótt frá Bjarnarhöfn.
Hér er Hulda Mávahlíð, Þórunn á Neðri Hól og Guðný frá Dalsmynni kátar á sýningunni.
Hér er verið að skoða hvítu hyrndu hrútana flottur hópur.
Allir svo glaðir og kátir.
Hér er hluti af hvítu hyrndu og hér er Kristján frá Hoftúnum, Halla Dís, Eiríkur Helgason og Harpa Hjarðarfelli og hér sést hvað bekkirnir koma glæsilega út hjá honum Sigurði Gylfasyni Tungu sem var svo frábær að bjóða okkur glæsilegu fjárhúsin sín til að halda þessa frábæru sýningu og smiða þessa glæsilegu bekki sem vakti mikla hrifningu og ánægju meðal þátttakenda og gesta.
Hér er fleiri með hvíta hyrnda hrúta og má þar nefna Lárus Hellissandi sem sá um að dæla út fyrir okkur svo þetta gæti allt gengið upp hjá okkur að halda sýninguna.
Farið að minnka úr hvítu hyrndu og færast í 5 í uppröðun sem keppa svo við þá sunnan megin.
Freydís Kristmundsdóttir og Embla Marína Emilsdóttir sáu um að vera gjaldkerar og taka við pening við kaffinu og happdrættinu.
Hér eru gimbrarnar sem voru í happdrættinu.
Gráa hyrnda er frá Guðmundi Ólafssyni Ólafsvík og stigun á henni hljóðar svona:
42 kg 33 ómv 2,0 ómf 4,0 lag 107 fótl 9 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi
kynbótaspá 109 gerð 108 fita 100 frjósemi 104 mjólkurlagni.
Tvílembingur undan Lilju sem er gemlingur og Ljúf frá Mávahlíð.
Svartflekkótta kollótta er frá Bjarnarhöfn og stigun hennar hljóðaði svona :
50 kg 27 ómv 5,0 ómf 4,0 lag 8,5 framp 17,5 læri 7,5 ull
kynbótaspá 104 gerð 103 fita 99 frjósemi 107 mjólkurlagni.
Tvílembingur undan 19-094 Hnjúkur og móðir OT 18-821.
Hér er Gummi og Telma Dís barnabarn hans að draga úr happdrættinu.
Allir spenntir að heyra nafnið sem var dregið og það var Áslaug á Þverá sem fékk kollóttu gimbrina og
svo var það Ragnheiður á Álftavatni sem fékk þá gráu.
Hér má sjá þær lukkulegar með vinnings gimbrarnar sínar.
Bárður Rafnsson,Eiríkur Helgason,Guðbjartur og Harpa Hjarðarfelli í góðum samræðum og við hlið þeirra Gummi á Helgafelli.
Hér er tertan sem við pöntuðum og ég sótti til Rvk.
Hér er svo hin kakan sem var líka pöntuð fyrir bleika þemað á sýningunni.
Hér má sjá ýmsar kræsingar sem voru í boði fyrir 500 kr og mátti fá sér eins og mikið fólk vildi og frítt fyrir börn.
Hér eru svo verðlauna gripirnir sem bíða eftir að eignast nýja eigendur.
Hér má sjá veisluborðið okkar þakið af kræsingum.
Þá er það aðalmálið og það eru úrslitin úr Héraðssýningu lambhrúta Snæfellsnesi 2022
Hér eru vinningshafar í mislita flokknum.
1. Ásbjörn Pálsson Haukatungu Syðri 2.
2. Ólafur Tryggvason Grundarfirði.
3. Kristján Narfason Hoftúnum.
Hér er besti misliti hrúturinn undan Grettir í eigu Ásbjörnar og Helgu Haukatungu Syðri 2
52 kg 36 ómv 3,0 ómf 5 lögun
8 9 9 9,5 9 19 8 8 8,5 alls 88 stig.
Hér er hrútur frá Ólafi Tryggvasyni sem var í öðru sæti undan Eyr.
55 kg 38 ómv 4,6 ómf 4,5 lögun 108 fótl
8 9 9 9,5 10 18,5 7,5 8 8,5 alls 88 stig.
Þriðja sæti var hrútur frá Kristjáni Narfasyni Hoftúnum.
49 kg 36 ómv 4,7 ómf 5 lögun 105 fótl
8 9 9 9,5 9 18,5 7,5 8 8 alls 86,5 stig.
Hér eru vinningshafar í kollóttu hrútunum.
1. Guðlaug Sigurðardóttir Hraunhálsi.
2. Guðbjartur Gunnarsson Hjarðarfelli.
3. Harpa Jónsdóttir Hjarðarfelli.
Hér er Guðlaug með besta kollótta hrútinn sem er undan Starflóa.
61 kg 33 ómv 7,9 ómf 4,0 lögun 111 fótl.
8 9,5 9,5 9 9,5 19,5 8,5 8 8,5 alls 90 stig.
Ég náði ekki myndum af kollóttu hrútunum frá Hjarðarfelli en veit að þeir eru báðir hér á þessari mynd og Eiríkur heldur í einn og svo veit ég ekki alveg hver hinn er.
Í öðru sæti var hrútur frá Hjarðarfelli undan Kóp.
57 kg 34 ómv 6,8 ómf 4 lögun 113 fótl
8 9 8,5 9 9 18 9 8 8 alls 86,5 stig.
Í þriðja sæti var hrútur frá Hjarðarfelli undan Dolla.
53 kg 35 ómv 4,1 ómf 5 lögun 109 fótl
8 9 9 9,5 9 18 8,5 8 8,5 alls 87,5 stig.
Hér eru vinningshafarnir í hvítu hyrndu hrútunum.
1. Sól Jónsdóttir Bergi
2. Anja tekur við verðlaunum fyrir Magnús Kristjánsson Snorrastöðum.
3. Halla Dís Bláfeldi.
Besti hviti hyrndi hrúturinn frá Bergi undan Víking 18-702 frá Bárði og Dóru Hömrum og Fanney 17-011 Bergi.
49kg 38 ómv 3,5 ómf 4,5 lögun 106 fótl
8 9 9,5 9,5 9 19 8 8 8,5 alls 88,5 stig.
Hrútur frá Magnúsi Kristjánssyni í öðru sæti og hann er undan Ægir.
46 kg 36 ómv 2,0 ómf 5 lögun 108 fótl
8 9 9,5 9,5 9,5 19 8,5 8 9 alls 90 stig.
Hér er Halla Dís með hrútinn sem var í þriðja sæti í hvítu hyrndu.
Þá er komið að því að afhenda Farandsskjöldin fagra fyrir Héraðsmeistarann 2022.
Guðmundur Ólafsson sá um að afhenda hann.
Það var fjölskyldan á Bergi sem fékk skjöldinn fyrir besta lambhrútinn 2022 og ég náði þessari glæsilegu mynd af þeim
og óska þeim innilegar til hamingju með héraðsmeistarann 2022.
Á myndinni eru Anna Dóra á Bergi ásamt börnum sínum og einu barnabarni.
Hér eru Þorri og Sól með héraðsmeistarann 2022 sem hlotið hefur nafnið Bárður.
Alveg glæsilegur og holdmikil hrútur sem verður spennandi að fylgjast með.
Ég klæddist auðvitað bleiku lopapeysunni minni sem mér þykir ofboðslega vænt um og finnst hún svakalega falleg , hún Brynja frænka sem sá um kaffið með mér á sýningunni prjónaði hana einu sinni fyrir mig. Ég þakka ykkur svo kærlega fyrir að lesa og fylgjast með blogginu mínu og vona að þið hafið haft jafn gaman af því að lesa það eins og mér fannst að skrifa það. Takk fyrir.
Þetta er búið að vera mjög krefjandi vika hjá okkur Lárus kom og dældi úr fjárhúsunum hjá okkur og kláraði á fimmtudaginn og þá fórum ég, Kristinn og Siggi og þrifum og unnum þetta vel létt saman með því að Kristinn var á háþrýstidælunni og ég að skafa af grindunum og Siggi líka svo fór Siggi í að negla grindurnar niður og þetta skot gekk hjá okkur og við kláruðum að þrífa og setja niður um kvöldið. Helga hans Kristins dekraði við okkur og kom með æðislega ljúffengt lasange fyrir okkur svo við gætum fengið okkur að borða heima hjá Sigga og haldið svo verkinu áfram.
Helgina áður var Siggi búnað vera smíða bekki til að hafa á sýningunni og þeir voru alveg snilld ekkert smá flott hjá honum og meðan hann var að smíða bekki voru Emil og kristinn að skipta út nokkrum spítum á grindunum sem voru orðnar lélegar svo það yrði allt klárt.
Við smöluðum svo á föstudaginn frá Búlandshöfða og inn að Mávahlíð og svo tókum við frá Sneiðinni fyrir ofan Fögruhlíð og rákum út á Tungu og tókum svo lömbin og hrútana á hús. Þegar búið var að flokka kindurnar frá lömbunum og taka hrútana sér átti ég eftir að skreyta fjárhúsin með bleiku skrauti sem ég átti til síðan við giftum okkur og það kom vel að notum og fjárhúsin litu út eins og fermingarveisla nánast en það er bara svo gaman að hafa þetta skemmtilegt og flott og í stíl við bleikan október mánuð.
Hér eru þeir Siggi,Emil og kristinn að vinna í að skipta út timbrinu áður en Lalli byrjaði að dæla út.
Hér má sjá bekkina sem Siggi smíðaði bæði til að sitja og fá sér veitingar og sitja með hrútana í uppröðun alveg svakalega flott hjá honum.
Margar hendur vinna létt verk hér erum við í samvinnu að smúla,skafa og negla niður.
Smölun inn fyrir Búlandshöfða og hér sést niður í Búlandið. Siggi að ganga hér á eftir þeim og það glittir aðeins í Kristinn þarna fyrir ofan í gulu úlpunni ef vel er að gáð og hann er sem sagt upp á útsýnispallinum í Höfðanum sem hægt er að keyra niður á áður en það er keyrt niður Búlandshöfðann Grundarfjarðar megin.
Við fengum yndislegt veður á föstudaginn við að smala heim lömbunum.
Hér má sjá bleika skrautið sem ég setti upp í fjárhúsunum.
Hér sést hinn gangurinn og bleikar slaufur í tilefni bleiku slaufunar. Þetta var mjög gaman sérstakalega því ég elska bleikt og finnst mjög gaman að fá að dúlla við að skreyta fyrir svona tilefni.
Bloggið um sýninguna fer svo alveg að detta inn ég veit að margir eru farnir að bíða spenntir en það er bara smá bið lengur þetta er allt í vinnslu enda mikið efni sem þarf að koma inn og dettur vonandi inn á morgun.
Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi verður haldin laugardaginn 22 okt.
Sýningin skiptist í tvo hluta milli sauðfjárvarnarlína.
Fyrri hluti sýningarinnar verður í Haukatungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi og hefst kl 13:00.
Seinni hluti sýningarninnar verður svo í framhaldi sama dag kl 16:00
í Tungu Fróðarhreppi.
Á þeim hluta sýningarinnar verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi.
Það verður 500 kr fyrir kaffi og kræsingar og frítt fyrir börn.
Það verður svo gimbrahappdrættið okkar sem hefur vakið mikla stemmingu og spennu og þeir sem hafa áhuga á að fá sér miða verða þeir seldir á staðnum og kosta 1000 kr. Vegleg verðlaun í boði. Engin posi verður á staðum.
Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt er auðvitað hvatt til að mæta með gripina sína og sjá aðra. Það verður mikið spáð og þukklað.
Verðlauna afhending verður svo í lokin á seinni hluta sýningarinnar í Tungu.
Minnum fyrrum vinningshafa að koma með verðlaunagripina með sér.
Hér eru Ásbjörn og Helga með verðlauna hrútinn í fyrra.
Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi.
* Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum.
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta.
* Allir hrúta skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun.
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni.
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda.
* Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta.
Við settum 31 lamb í sláturhús og 2 kindur og svo var slátrað heima 4 kindum svo það voru 6 kindur sem kvöddu núna og það voru 15-008 Djásn,16-008 Brussa,15-009 Hexía,19-015 Björt,21-011 Viðja. Björt var látin fara því hún ældi jórtrinu seinasta vetur og Viðja því hún er undan Viðari sæðingarstöðvarhrút annars fóru hinar því þær voru orðnar gamlar og lappa lúnar.
Við seldum 52 lömb til lífs svo það var ekki mikið eftir af lömbum til að fara í sláturhús en þó fóru 31 stykki og ég er bara sátt við matið miðað við að vera búnað selja svona mikið úr því.
Af 31 lambi var sláturmatið svona
Þyngdin var 18,91 kg
Gerð var 10,23
Fita var 6,74
Mamma kom og hjálpaði mér að úrbeina ein rollu hún er með reynsluna í því ,ég er ekki alveg búnað læra úrbeina læri og frampart en get gert það við hrygginn mér finnst hann vera auðveldastur.
Ég hakkaði svo.
Það var búningaball hjá krökkunum í skólanum og það var mikill metnaður hjá þeim að búa til búningana og þær sáu um hugmyndina alveg sjálfar og mála og græja og voru búnað vera að sjá um það alla þessa viku og byrjuðu í seinustu viku.
Hér eru Hekla vinkona Freyju og Freyja sem kúrekar á hestbaki á hest sem þær bjuggu til og eru með stól undir kassanum og svo hesthausinn stungin ofan í.
Mjög flott og sniðug hugmynd hjá þeim.
Hér er svo Embla í miðjunni og Erika vinkona hennar fremst svo kemur Freydís vinkona Emblu líka sem Svampur Sveinsson. Þær bjuggu þetta allt til sjálfar svakalega flott hjá þeim og þær voru sem sagt Svampur og félagar.
Hér sést Embla betur hún var í bleikum kósý galla og svo með grímu sem hún teiknaði og málaði.
Það er svo framundan á næstunni Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi og mun auglýsing um hana detta inn fljótlega.
Kaldnasi 16-003 er búnað vera uppáhalds hrúturinn hjá okkur fjölskyldunni í öll þau ár sem við höfum átt hann. Við keyptum hann árið 2016 sem lambhrút hjá Laugu og Eyberg á Hraunhálsi. Kaldnasi var sá allra besti bæði hvað hann breytti kollótta stofninum okkar til betra og gaf mjög góðar dætur sem við eigum nokkrar ásamt veturgömlum hrút sem heitir Diskó og hann er sama gæðablóð eins og Kaldnasi var. Kaldnasi er eini hrúturinn sem ég hef getað algerlega treyst gagnvart krökkunum hann hefur aldrei sýnt þeim neitt þó þau hafi verið að hanga á honum og setið hjá honum tímum saman að klappa og knúsa, hann alveg elskaði það. Í sumar var hann viðskila við hina hrútana og var alltaf einn að væflast í kringum Tungu og Kötluholt og fólk var orðið vant því að sjá hann á sveita veginum og varla hreyfa sig þegar sumarbústaða eigendur voru að keyra og þurftu jafnvel að fara út og ýta við honum svo þau kæmust leiða sinnar. Hann kom alltaf til krakkana þegar þau kölluðu í hann eða löbbuðu til hans þar sem hann lá einhver staðar út í móa. Hann átti líka til að vera of gæfur eins og til dæmis var ekki gott að nota hann sem leitarhrút á fengitíma því hann stoppaði bara og vildi klapp og ég endaði með hann föst inn í stíu því hann vildi ekki hreyfa sig til baka þegar hann var búnað leita he he. Hann átti ástúðlega og góða ævi hjá okkur og munum við sakna hans mjög mikið og minningar hans lifa með okkur áfram. Hann var búnað vera afvelta nokkrum sinnum um ævina en bjargaðist alltaf og vorum við búnað fíflast með að hann ætti níu líf en svo gerðist það í haust að hann varð afvelta og Gunni á Brimisvöllum bjargaði honum og við fylgdumst með honum eftir það og allt var í lagi en svo vorum við búnað vera leita af honum í nokkurn tíma og hvergi sást hann og svo þegar við vorum að smala þá kom í ljós að hann var dáinn og fannst inn í Kötluholti og hefur örugglega dáið úr elli því hann lá á hlið en ekki afvelta. Kaldnasi var undan Urtu 12-181 frá Hraunhálsi og Magna sæðingarstöðvarhrút 13-944. Kaldnasi á 5 dætur hjá okkur og einn veturgamlan hrút.
Hérna er kaldnasi sem lambhrútur.
Það eru til ótal myndir af Kaldnasa og krökkunum og ég reyndi að velja þær bestu úr.
Hér er Benóný,Embla og Erika með honum.
Embla Marína með gullið sitt.
Þessi mynd er algert æði það er svo mikil ást og umhyggja sem geislar á henni.
Hér er hann í sumar farinn að láta á sjá með aldurinn en alltaf jafn góður við krakkana.
Hér er Freyja,Aron,Embla og Aníta.
Embla og kaldnasi svo góðir vinir.
Hér er Emil og Kaldnasi með bikarinn fyrir besta kollótta veturgamla hrútinn 2017.
Hér er Benóný með honum í sumar.
Hér eru Embla og Freyja með honum fyrir nokkrum árum og eins og sést var mjög vinsælt að knúsa hann.
Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.